Dagur - 01.10.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 01.10.1966, Blaðsíða 2
en þó verður ekki fram hjá því gengið, að í vor verða kosning- ar til Alþingis og mun starf- semin að sjálfsögðu mótast tölu vert af þeim. Þó munum við halda áfram hinum vinsælu kvöldverðarfundum og reyna að vanda til þeirra eftir beztu getu. Þá er í ráði að koma á málfundarnámskeiðum, þar sem félagsmönnum gefst kostur að æfa sig í að koma fram og gera skilmerkilega grein fyrir skoðunum sínum. Ég tel brýna þörf á slíkri starfsemi. í landi þar sem félagsstörf móta þjóð— félagið jafn mikið og hér, getur það varla talizt vanzalaust ef hirin almenni borgari er ekki fær um að tjá sig opinberlega. Einnig munum við gangast fyr- ir skemmtunum svo sem dans- leikum og væntanlega verður haldið áfram við hin vinsælu spilakvöld. Straumuriim liggur til Fram- sóknarflokksins Frá aðalfundi FUF á Akureyri og viðtal við for- mann félagsins, Karl Steingrímsson En hvað viltu segja um síð- asta starfsár? Það sem mér fannst einna STJÓRN FUF Á AKUREYRL.Frá .vinslri: Rafn Sveinsson ritari, Karl Steingrímsson form., Svavar ánægjulegast var hversu marg- Ottesen varaform. Aftari röð frá vinstri: Gunnlaugur Guðmundsson meðstj., Þórarinn Magnússon *r nÝb’ félagsmenn bættust við. spjaldskrárritari, Hákon Hákonarson gjaldkeri og Hákon Eiríksson meðstj. (Ljósm.: N. H.) ^að blýtur að teljast meira en lítið athyglisvert þegar félag eykur félagsmannatölu sína um 35% á einu ári. Við í stjórninni höfum þráfaldlega orðið varir við það, að áhugi ungs fólks á starfi og stefnu Framsóknar- flokksins er mjög vaxandi. Það er okkur mikil hvatning að finna þennan lifandi áhuga ungs fólks og munum við ekki láta okkar eftir liggja. Nokkuð að lokum? Ég vil eindregið hvetja ungt fólk að kynna sér stefnu Fram sóknarflokksins af gaumgæfni. Það er mín skoðun, að ef það er gert, þá muni sú stefna verða hið ráðandi afl í íslenzku þjóð- lífi. Að svo búnu er Karl jþot'inn, því hann er ekki einn af þeim mönnum, sem sitja með hendur í skauti og bíða þess að hlutirn- ir gerist sjálfkrafa. Þátturinn óskar honum og meðstjórnarmönnum hans alls góðs á nýbyrjuðu starfsári. FYRRI hluti aðalfundar Félags ungra Framsóknarmanna á Ak ureyri fór fram að Hótel K. E. A. síðastliðið mánudagskvöld. Fundinn setti formaður fé- lagsins, Karl Steingrímsson, og skipaði Ingólf Sverrisson fund- arstjóra. Fyrst flutti formaður skýrslu um störf félagsins síðasta starfs ár. Haldin voru nokkur spila- kvöld, sem nutu mikilla vin- sælda hjá eldri sem yngri, enda voru þau vel sótt og verðlaun hin veglegustu. Gat formaður þess, að ætlunin væri að halda þessari starfsemi áfram á kom- andi vetri. Nokkrir dansleikir. voru haldnir á vegum félagsins . og þóttu þeir takast vel. Einnig fór fram keppni í bridge. Félag ið gekkst fyrir kvöldverðarfund hnekkti með því forystu Sjálf- stæðisflokksins. Að lokum benti formaður á þá stórathyglis- verðu staðreynd, að félagatalan hefði aukizt um 35% og væri það mjög glæsilegur árangur. Hvatti formaður til enn aukinn ar sóknar á þessum vettvangi enda væri auðfundið hvert straumurinn lægi. Ætti því að vera auðvelt að auka enn tölu- vert við tölu félagsmanna. Skýrslu gjaldkera var frestað til íramháldsaðalfundar. Hófust nú miklar og fjörugar umræður um starfsemi félags- ins næsta vetur. Gekk hver á fætur öðrum í ræðustól og lét í Ijós skoðanir sínar. Kenndi þar ýmiása grasa og víst er um það, að-ekki mun skorta kraft ungum Framsókn- í náinni framtíð. eyri voru kosnir: Karl Stein- grímsson, Rafn Sveinsson, Hákon Hákonarson, Svavar Ottesen, Haukur Arnason, Rún ar Sigmundsson, Ingólfur Sverr isson, Gunnar Berg Gunnars- son, Ævar Olafsson, Kristinn Arnþórsson, Sigurður Jóhannes son, Aðalgeir Pálsson, Gunnar Hjartarson, Kristján Helgi Sveinsson, Ólafur Ásgeirsson, Pétur Valdimarsson, Jóhann Ævar Jakobsson, Hreinn Þor- mar, Páll Magnússon. Til vara: Herbert Ólason, Árni Sverris- son, Björn Einarsson, Björn Steingrímsson, Guðjón Baldurs son, Guðmundur Óskar Guð- mundsson og Júlíus Thoraren- sen. Þátturinn náði snöggvast tali af formanninum, Karli Stein- grímssyni. Hvert telur þú aðalstarf ný- kjörinnar stjórnar? Það er nú erfitt að meta það, um, þar sem fengnir voru ræðu-y armönnúrrr menn til að reifa tiltekin mál- Einkum voru menn ánægðir efni. Var sá háttur hafður á, aðlJ með hina miklu fjölgun félags- eftir ræðu framsögumanns vörp manna. Jt|Yé|ri hún greinilegt uðu kvöldverðargestir spurning-! gróskumerki og hvetjandi fyrir um til hans og sköpuðust við alla starfgfefþlna. Notkun vinnuafls á íslandi það hinar fróðlegustu umræð- ur, sem oft stóðu langt fram á kvöld. Þóttu þessir fundir tak- ast með miklum ágætum. Taldi formaður að slíkir fundir væru mjög til styrktar félaginu, auk þess sem þeir væru hinir nyt- sömustu fyrir hvern einstakan þátttakanda. í skýrslu formanns kom einnig fram, að félagið hafði lagt geysimikla vinnu til undirbúnings bæjarstjórnar- kosningunum í vor. Taldi hann að sú vin-na hafi gefið drjúgan ávöxt, sem sæist bezt á því að Framsóknarflokkurinn hlaut flest atkvæði hér á Akureyri og Þá vaivgéffgið til kosninga og er stjórn felagsins nú þannig skipúð: Karf Steingrímsson for maðuiy Rafn Sveinsson ritari, Hákon Hákonarson gjaldkeri, Svavar Ottesen varaformaður, Þórarinn Magnússon spjald- skrárritari og meðstjórnendur Gunnlaugur Guðmundsson og Hákon Eiríksson. Varamenn: Ingólfur Sverrisson og Gunnar Berg Gunnarsson. Endurskoðendur voru kosnir þeir Ævar Ólafsson og Kristinn Amþórsson. Fulltrúar FUF í Fulltrúáráð Framsóknaríélaganna á Akur- SAMKVÆMT lauslegri at- hugun, sem gerð var á að- almanntalinu 1960 virðist hagnýting vinnuafls hér á landi í þágu atvinnugrein- anna hafa verið sem næst því, er hér segir og talið í hundraðstölum: % 16,9 7,4 9,7 11.5 16.3 12.5 8,1 16.4 Rafmagns- og hitaveitur 1,2 Samtals 100 Landbúnaður Fiskveiðar Fiskiðnaður Byggingastarfsemi Ymis konar iðnaður Verzlun Flutningastarfsemi Þjónustustörf Til þjónustu manna téljast m. a. í þessu sambandi starfs menn ríkis- og sveitarfélaga. Allmikil breyting hefur ber sýnilega orðið hér á síðan 1960. T. d. er talið, að þeir, sem vinna að landbúnaði, séu mun færri nú en þá, og hafi raunar verið oftalið. Talið er að svipuð hlutföll gildi um skiptingu fram- færslu og vinnuafls milli at- vinnugreinanna. □ «J5ÍJJÍJSÍJJSJÍÍJJÍJÍÍJJJJJÍÍJÍÍJÍÍJ5ÍJJJJJÍJÍÍÍÍÍSÍJJJJJJJÍJJÍJJJJJÍJJJJJÍJÍJ«ÍJÍJJÍÍJJJJJÍJJÍJJJJJJJÍJÍJ$ Unga fólkiá kefur orðiá jjjjsjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjijjjjjjjjjijijijjiijjijjjjjjjsjjjjiíjjjjjjjjíjjjíjjíjjjjjijjijjjíjjjijíjjjijj Viðskipta j öf nuðurinn óhagstæður um 874,6 milljónir króna FYRSTU átta mánuði ársins, eða til ágústloka var viðskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 874,6 millj. ki'óna, en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 407,6 millji kr. Þessar upp- lýsingar eru frá Hagstofu ís- lands — bráðabirgðayfirlit ■—. í ár háfa verið flutt inn skip og flugvélar fyrir 388,7 millj. kr. en á sama tíma í fýrra höfðu verið flútt inn skip og flugvélar fyrir 468,0 millj. kr. eða fyrir 79,3 millj. kr. hærri upphæð en nú. □ Vel að verki VIÐ skógplöntun, eins og ann- að, þykir nokkurs um vert að afköstin séu sem mest, þótt hitt sé mikilsverðara að vel sé gert. Þetta tvennt þarf að fara saman ef vel á að vera. í norskum blöðum er frá því sagt að þrír frægir skíðagarpar norskir hafi unnið að því að planta skógi nú í sumar, einn þeirra er jafnvel heimsmeistari í hraðgöngu á skíðum. Blaðamaður sem heimsótti þremenningana þar sem þeir voru að starfi í fjalllendi í Solör, segir svo frá: Það er kaffihlé eftir 20 mín., sagði Gjermund Eggen þegar ég hugðist hefja tal við þá svona formálalaust. Þetta þýddi að þeir væru ekki til viðtals fyrr en í hléinu. Tuttugu mín. síðar var prímus inn og kaffiketillinn í gangi og viðræðan einnig. — Hve mörgum trjáplöntum komið þið í jörð á dag? — Þetta um 1000 plöntum á mann. — Þetta er þá eins og hrað- hlaup í keppni um heimsmeist- aratitilinn. — Við flýtum okkur ekki meira en svo að það sé öruggt að verkið sé vel unnið. — Hve margar plöntur verða það alls í sumar? — Ætli það verði ekki um 100 þúsund plöntur alls hjá okk ur öllum þremur. — Fáið þið nokkurn tíma til þess að æfa ykkur undir vetur- inn með þessu móti? spyr blaða maðurinn. — Við æfum göngu 5 daga í viku hverri, hingað 'til höfum við gengið án þess að nota stafi, en bráðum förum við að nota þá við gönguæfingarnar. Tuttugu mín. eru liðnar. Þre- menningarnir spretta upp, hver axlar sína plöntubyrði, og þeir leggja á brattan á ný. Hér á starf og íþrótt fulla sam leið. — Það sækist að planta skógi þar sem slíkir menn eru að verki. A. G. E.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.