Dagur - 01.10.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 01.10.1966, Blaðsíða 4
VIÐ SA.NDA Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1160 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: f JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. STERK ÁBYRGÐARTIL- FINNLYG DR. HALLDÓR PÁLSSON, búnað- armálastjóri, segir í nýútkomnu Bún- aðarriti, að bændur séu nú ekki eins bjartsýnir og áður. Valdi því óvissa sú, er nú flæðir yfir þjóðina með vax- andi þunga og með þeim afleiðing- um að gera öllum atvinnuvegum, sem þurfa að framleiða fyrir erlend- an markað, fvrr eða síðar ókleift að standa á eigin fótum í samkeppni við aðrar þjóðir. Dr. Halldór segir, að síðustu tvö árin hafi aðstaða bænda til sölu á erlendum markaði stórversnað, þar sem verðlagið er- lendis hafi ekki hækkað en óðaverð- bólgan innanlands aukið framleiðslu kostnað um 10—20% á ári, þess vegna nægi hinar lögbundnu útflutnings- uppbætur nú ekki lengur til þess, að framleiðslukostnaðarverð fáist fyrir það, sem út er flutt. Hann segir síðan m. a.: „Sumir ásaka bændur fyrir offramleiðslu og aðrir eru svo óskammfeilnir að telja, að landbúnaðurinn sé ein af frum- orsökum verðbólguþróunarinnar inn anlands. Slíkt er fjarstæða, því að samkvæmt þeirri löggjöf, sem verð landbúnaðarvara hefur verið ákveð- ið eftir, hækkar verð á landbúnaðar- vörum því aðeins að verð á rekstrar- vörum landbúnaðarins hafi hækkað og/eða vinnutekjur annarra stétta hafi hækkað. Bændur hafa alltaf fengið sínar hækkanir eftir að allir aðrir hafa fengið hækkanir. Bændur hafa því orðið að súpa seyðið af verð- bólguþróuninni, en ekki átt sök á henni. Meðal annars af þessum ástæð um hafa bændur verið tekjulægsta stéttin að undanförnu.“ Dr. Halldór segir, að íslenzkir bændur séu „gæddir sterkri ábyrgð- artilíinningu sem þjóðfélagsþegnar" og hlutur þeirra í nútíma uppbygg- ingu landsins sé sízt minni en ann- arra stétta. Stefnan, sem bændastétt- in hafi fylgt, hafi verið í þeirfi. „í fyrsta lagi að halda við byggð í öll- um héruðum landsins. í öðru lagi að framleiða nægilegt magn af þeim vörutegundum, sem íslenzkur land- búnaður getur framleitt til þess að fullnægja eftirspurn innanlands og eftir atvikum meira eða minna magn til útflutnings. í þriðja lagi að vanda alla framleiðsluna — svo að á boð- stólnum fyrir neytendur sé ávallt gæða vara. í fjórða lagi að tækni- væða landbúnaðinn og taka í þjón- ustu hans á hverjum tíma hagnýtan árangur vísindalegra rannsókna og tihauna til að auka framleiðni land- búnaðarins sem allra mest og fram- leiða sem ódýrastar vörur miðað við gæði og allar aðstæður. í fimmta (Framhakl á blaðsíðu 7). RÉTT FYRIR vertíðarlok lax- veiðanna kom kunningi nainn að máli við mig og bauð rnér að veiða með sér í Sandá í Þistil- firði einn eða tvo daga. Með 1—2 þúsund krónu veiðileyfi í huga, eða jafnvel dýrara fannst mér þetta vel boðið, bauðst á móti til að vera kokkur í ferð- inni og síðan var þetta bundið fastmælum. Við vorum þrír, sjó maður, iðnaðarmaður og ég. Við ókum austur í fögru veðri, mættum mörgum fjárbíl um, öllum með ljósi og eftirlits manni á palli, sáum þingeyskt fé hér og hvar við veginn frjáls legt í þurrviðrinu og flest með prúðan svip, gulleitan, eins og fallegast þótti í mínu ungdæmi. En nú er öldin önnur og margir hallast að hinu bjarta yfirbragðj sauðfjárins eftir að gular ill- hærur í ullinni hafa fengið sinn harða dóm. Hesta sáum við með hnakkförum, hásir hundar úr göngum geltu varla að bílnum, kýr í loðnari feldi en þær voru í fyrir nokkrum vikum kroppuðu solnaða há, og nokkrar geitur er gæddu sér á lyngi, sáum við einnig og gerðum allt að um- talsefní. Haustlitirnir fögru í þingeyskum byggðum eiga eng an sinn líka. Börn sáum við í berjamóum og vátnið kom í munninn, einnig konur, en þær litu ekki upp. En allt er það gott, sem guð gefur austur þar. Við lentum í þreifandi myrkri á austurleið, vorum nærri bún- ir að aka yfir hvíta tófu á Axar fjarðarheiði, en bílljósin munu hafa ruglað hana í ríminu. Og svo komum við loksins að Flögu, sem stendur rétt við þjóð veginn og stuttan spöl frá mik- illi og myndarlegri brú yfir Sandá. En í þeirri ágætu elfi v veiddi maður nokkur, ekki lýgn ari en almennt gerist, 58 laxa á tveim dögum fyrir all- mörgum árum síðan og nennti þá ekki að standa í því lengur. Á Flögu voru okkur fengnir lyklar í hendur, bæði að veiði- mannakofanum og jeppabíl, sem þar stóð í hlaði og sagt var að veiðimenn hefðu til frjálsra afnota. Þessa leið, sagði bónd- inn og benti út í náttmyrkrið. Ekki hægt að villast, fara bara veginn, sem liggur beint að húsinu, ekki afleggjarann til hægri því að hann lægi upp á tún. Og velkomnir vorum við og blessaðir fyrir það að koma, og svo fylgdu okkur góðar ósk- ir og við héldum út í nóttina. Veginn fundum við, áin nið- aði á vinstri hönd. Loks grillt- um við í kofann og ókum í hlað, okkar bíl og jeppanum. Lykill- inn gekk að útihurð. Inni var dimmt og kalt. Við kveiktum á eldspýtu og bkkur fór nú að lít- ast betur á. Þetta var nú ekki neinn kofi í venjulegum skiln- ingi. Kerti í skál á stofuborðinu kom sér vel. Jæja. Gott að fá ljóstýruna. En ljósamótor átti að vera einhversstaðar nærri. Hann var í sérbyggingu og geng um við þar inn. Sjómaður og maður vélum vanur, og auk þess lítið vílsamur, fór ástúðlegum höndum um vélar- bákn, sem þar stóð Hún stóðst ekki gælur hans og rann í gang, raunar ekki hljóðlaust, og gaf nú bæði ljós, hita til suðu á fjórum rafsuðuhellum inni í eldhúsi og hitaði auk þess ofna um allt hús. Veiðimannakofinn var nefni- lega engin kofi, heldur hið veg- legasta hús með stórri setustofu og öllum þægindum þar, svefn- herbergjum með tilreiddum sængum, ágætu eldhúsi, stóru baðherbergi, geymslum og for- stofu. Svona eiga veiðimanna- kofar að vera, hugsaði ég og lét hjá líða að íhuga kostnaðar- hlið slíkra fyrirtækja. Nesti var snætt, kaffi hitað, sögur sagðar og síðan lagzt til svefns. Eitthvað barst talið að amerískum veiðimannahúsum, sem gjarna eru lítil og aðeins fyrir einn veiðimann. En hús- leg aðstoð fylgir með í leigunni. Mönnum kom ekki saman um, hvort betra væri að hafa stærri hús sameiginlega eða smáhýsin. Við sáum roskinn og ráðsett- an hund við kofann um kvöldið þegar við komum. Við réttum honum bita. Hann sagðist ekki vera svangur og þáði ekki. Um nóttina urðum við hundsins var ir. Hann er varðhundur veiði- mannakofans og geltir þegar hann sér til mannaferða eða drauga. Hann virðist vera dálít ið skyggn. Það er notalegt á ókunnum og myrkum stað, að vita af hundi nálægt sér. Sólin vakti okkur um morg- uninn og það glampaði á silfur- tæra ána. Sjómaðurinn var þeg ar farinn að hita kaffið. Enginn Iminntist á kokk og sízt af öllu ég. Seppi sat við dyrnar þegar við komum út. Bitinn frá kvöld inu áður var horfinn. Hund- ur þarf líka sinn morgunmat. Nú skyldi farin könnunarferð með ánni, allt frá sjó og upp til foss þess, sem hindrar lengri göngu laxfiska. Til þess var jeppinn hinn ágætasti, enda ekki öðrum bílum fær sá ruðn- ingsvegur, sem frá kofanum lá og fram að fossi. Jafnvel jepp- inn komst ekki alla leið. Ein- hverjir höfðu áður freistað þess að fara lengra en við töldum fært, en fest bílinn. Slíkt vild- um við ekki eiga á hættu og gengum síðasta spölinn. Fossinn er margskiptur og vantar sýndist mér ekki mikið á, að hann væri laxgengur. Und ir honum var mikill hylur. Þar var bæði lax og silungur, sýnd veiði en ekki gefin vegna erfiðr ar aðstöðu í gljúfrunum. En litlu neðar var hver veiðistað- urinn öðrum fallegri. Sólin var heit, berja- og gras hvammur við ána gerðu gælur við letina, en veiðilöngunin örv aði aftur á móti til rannsókna. Við renndum fyrir konung fisk anna en án árangurs. Hann leit ekki við neinu lengi dags. Við buðum ánamaðk, sem kostaði Landsmálaályktun kjördæmisþings Fram- sóknarmaima 1 Norðurlandskj örd. vestra Hús veiðimanna við Sandá í Þistilfirði. 3 kr. stykkið, spæni upp á 40— 50 kr. og flugur í öllum regn- bogans litum. Svo var það á breiðu einni failegri, sem ég er búin að gleyma nafni á, að ég sá fjóra stóra laxa með stuttu millibili, tvo og tvo saman og aðra minni á fleiri stöðum, svo og bleikju. Það er ósköp gaman að sjá lax, en sá lax, sem sézt frá þeim stað sem staðið er á við veiðarnar, tekur sjaldan. Svo bar það við er ég skipti um spón og setti á stóran, silfr- aðan Toby, að stærðar lax renndi sér á hann og hrifs- aði hann hörkulega. Nær strax rauk hann upp og stökk beint upp í loftið, sveigði sig með rykk og hinn ágæti spónn losn- aði og rann máttlaus niður í vatnið. Jæja, þetta kom þó blóð inu á hreyfingu, en heldur ekki meira. Það fór líkt fyrir gest- gjafanum á öðrum stað í ánni. En sjómaðurinn, saklaus af því að særa fisk, var manna kát- astur. Við könnuðum ána, allt til sjávar og var það hin fróð- legasta ferð en eftirtekja engin í hinni göfugu veiði. Varðhundurinn heilsaði okk- ur þegar við komum í nætur- stað um kvöldið. Kvöldverðar var neytt af gnægð nestis, sem heittelskandi eiginkonur höfðu um búið áður en heiman var haldið. Veiðisögur voru sagðar, bara ögn eldri en frá líðandi degi og sumar mergjaðar. Lifn- aðarhættir laxins voru ræddir af heimspekilegri ró og tiltækri þekkingu, byggð í huganum nokkur myndarleg nýbýli við Sandá, þar sem ræktanleg lönd eru svo mikil og lítt notuð enn, nema sem beitiland, Sandá fyllt af laxi, fossinn gerður laxgeng- ur svo að laxinn kæmist óhindr aður langt til óbyggða, vegur lagður þangað með litlum til- kostnaði og annar veiðimanna- kofi byggður ofan með ánni á friðsælum og fögrum stað o. s. frv., þar sem „góðir menn“ fengju hina ákjósanlegustu að- stöðu til að stunda veiðar með miklum árangri. Um miðja nótt tók hundur- inn til að gjamma og var um stund reiður. Engin var von mannaferða og létum við ímynd unaraflið leggja til þá, sem í náttmyrkrinu voru í nágrenni okkar, illra eða góðra erinda. Enginn barði á hurð eða glugga hjá okkur þessa nótt. Ekki átt- um við sökótt við framliðna, svo að við vissum til og því bezt að breiða sængina ofan á sig á nýj an leik og sofa ögn meira, láta náttsveim annarra afskiptalaust og vakna snemma næsta morg- un. Vai' það annars ekki í Þistil firði, sem mestur draugagangur inn var, hérna um árið? En von andi ekki hér alveg á næstu grösum! Ég vaknaði við þrusk í eld- húsinu snemma næsta morguns og þá beztu kaffilykþ sem unnt er að hugsa sér fyrir morgun- matglaða menn. Nú skyldi hefja alvöruveiðar á álitlegustu stöð- unum. Við vissum svo sem hvar hann var, sá afturmjói. Þrjár stengur og tvö leyfi. Það út- leggst þannig, að tveir mega veiða en einn að horfa á, og er engin frágangssök í g;óðu veðri. Vonbrigði urðu í hverjum hyl og hverri breiðu. Engin skepna vildi líta við okkur, nema agnar litlir og gráðugir urriðar. En svo var áin veiðileg, að við hvern nýjan veiðistað ætluðum við að „ganga að honum vís- um“. Svo var það á einum stað, að eitthvað nartaði í maðkinn hjá handverksmanninunum. En hann er iðinn með maðkinn, og hann lifnaði allur við þetta nart. Nart getur nú líka verið með svo mörgu móti. Eftir litla stund dró hann stóra bleikju, bústna og ofurlítið rjóða, fyrsta afla ferðarinnar, nokkuð margra punda fisk getum við sagt. Svo var þar ekki meira að hafa, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Félagar mínir bjuggust til að leita nýrra veiðistaða og gengu lengra niður með ánni. Ég ætlaði að kasta maðki nokkr um sinnum. Og þá kom laxinn á, og var ekki feiminn. Fyrst tók hann þó maðkinn kurteis- lega og fann ég það. Ég gaf hon um tíma til að gleypa vel. Síðan tók ég þéttingsfast í og var þá haldið vel á móti og þung hreyf ing fisksins benti til þess, að um væna veiði væri að ræða. Hófst svo hin venjulega barátta milli fisks og manns. Leikurinn var ójafn en laxinn hafði þó (Ljósm.: E. D.) ýms ráð. Hann steypti sér und- an straumi og neytti færis að ná fram í strenginn, þar sem ég myndi verða að láta í minni pokann. Hann synti í kring um stóra steina í botninum og hann stökk upp, í von um að losna við öngulinn. Eftir litla stund lá stór og litfagur lax á árbakk- anum. Heiðri veiðiferðarinnar var borgið og það færðist væi'ð arleg ánægja yfir okkur. Nú var kaffi drukkið úti í guðsgrænni náttúrunni, nánar tiltekið í berjahvammi við ána, þar sem vel sást yfir. Þarna var áih grýtt og breið, dálítill straumur í henni. Vitum við þá ekki fyrr til, en við sjáum sporðaköst við þann árbakk- ann, sem fjær var. Það var ekki um að villast þegar þetta endur tók sig, ennfremur sáum við langt og íbogið bak upp úr vatn inu öðru hverju. Hvað var nú þetta? Þrjár komu skýringarnar en engin þeirra var rétt, að öðru leyti en því, að þarna var eitthvað lifandi á ferð. Það einfalda ráð var tekið, að vaða yfir. ána, ef hún reyndist væð á klofstígvélum og það var hún. Fast upp við land í grunnu straumvatni með grýttan botn lágu fimm bleikjur, þrjár þeirra mjög stórar, sennilega fimm til sex punda fiskar. Þær lágu svo þétt, hlið við hlið, að líkast var að' þær væru bundnar saman. Öðru hverju slógu þær sporð- um allar í senn og færðu sig að næsta steini en komu óðar aft- ur. Tvisvar stakk ein bleikjan sér undir hinar og lyftust þær þá að nokkru upp úr vatn- inu. Þessi leikut- stóð lengi og stendur kannski enn. Kannski voru þetta einhverskonar ástar leikir, sem eru víst skrítnir í vatni. En nú eiga vatnabúar að hafa frið fyrir veiðigræðgi manna, því stangveiðivertíð er lokið. Þessar jarðir liggja að Sandá í Þistilfirði: Flaga, tvö býli, þar sem búa Jóhannes Guðmunds- son og Ríkarður sonur hans, Osland, nýbýli en þar býr Þórir Björgvinsson. Eru þá taldir bæ- ir vestan ár. Að austan eru, Ytra-Áland, Syðra-Áland og Leirlækur, sem er eyðibýli. Fjallalækjarsel mun eiga örlítið land að ánni uppi við fossinn. Kokkurinn. SUNNUDAGINN 4. september héldu Framsóknarmenn í Norð urlandskjöldæmi vestra kjör- dæmisþing sitt í Húnaveri og var það fjölsótt. Guttormur Osk arsson formaður sambandsins flutti skýrslu stjórnarinnar, en Brynjólfur Sveinbergsson gjald keri skýrði reikninga, er sýndu góðan hag. Þingmenn fluttu framsöguerindi um lands- og héraðsmál og margar samþykkt ir voru gerðar. Þinginu lauk ekki og verður síðar boðað _til framhaldsþings. Laridsmálaályktun þingsins hljóðár svo: „Kjördæmisþing Framsóknar manna í Norðurlandskjördæmi vestra, haldið í Húnaveri 4. september 966, telur það þjóðar nauðsyn, að horfið sé frá nú- verandi stjórnarstefnu, sem á flestum sviðum hefur leitt til stjórnleysis í efnahagsmálum. Verðbólgan hefur ekki verið stöðvuð, heldur hefur hún þvert á móti magnast ár frá ári, og í'íkir nú hér meiri óðaverðbólga en áður eru dæmi til. Álögur á almenning hafa margfaldazt. Sparnaðar í ríkisrekstri er ekki gætt. Óhófseyðsla er á allt of mörgum, sviðum. I framkvæmd um hefur handahóf og henti- stefna ráðið allt of miklu. Frum atvinnuvegirnir eiga við sívax- andi erfiðleika að etja af völd- um verðbólgu og óstjórnar, og er nú svo komið, að í sumum atvinnugeirnum blasir við sam- dráttur og jafhvel alger stöðvun t. d. í iðnaði. Hins vegar hefur verðbólgustefnan ýtt undir spá kaupmennsku og fjármálaspill- ingu á ýmsum sviðum. Hér þarf að verða gagnger breyting á. Þjóðin þarf að snúa baki við verðbólgustefnu ríkis- stjórnarinnar. Það þarf að taka upp nýja stefnu í efnahags- og atvinnumálum, þar sem höfuð- áherzla skal lögð á stöðvun verðbólgunnar, efling atvinnu- lífsins, skipuleggja niðurrröðun framkvæmda og aukna fram- leiðni. Þess ber sérstaklega að gæta, að nýta sem bezt innlend hráefni og náttúruauðlindir, auka fjölbreytni og vaxandi framleiðni í vinnslu landbúnað ar- og sjváarafurða, samkv. neyzluþörf þjóðarinnar og markaðsmöguleikum. Kapp- kosta þarf að gera þær sem verðmætastar útflutningsvörur með fullvinnslu hér innanlands. Lögð sé áherzla á að stofnsetja og efla iðnfyrirtæki sem víðast og stuðla á þann hátt að jafn- vægi í byggð landsins. Kanna ber nýjar leiðir til aukinnar hganýtingar orkulinda lands- ins og annarra náttúruauðæfa þess. Hefja þarf markvissa sókn á ýmsum þeim sviðum, sem vandræðaástand er nú að skap- ast á, svo sem í samgöngumál- um, uppeldismálum, menning- armálum og heilbrigðismálum. Það má vera öllum ljóst, eins og nú er komið, að nauðsynleg- ar stefnubreytingar er ekki að vænta af núverandi ríkisstjórn, sem lætur reka á reiðanum og fleytir sér á handahófslegum skyndiráðstöfunum, sem marg- ar hverjar verða til þess að kynda undii' verðbólgunni strax og frá líður. Verður eigi betur séð en núverandi ríkis- stjórn hafi algerlega gefizt upp við lausn verðbólguvandans, enda þótt hún vilji sitja áfram, þvert ofan í allar lýðræðislegar leikreglur. Kjördæmisþingið tel ur því brýna nauðsyn á, að öll ábyrg öfl taki höndum saman til að knýja fram breytta stefnu ný vinnubrögð og víðtæka sam stöðu um nýja forustu. Fram- sóknarflokkurinn er eini aðil- inn, sem er þess megnugur að hafa forystu um það samstarf og um þá nýju stefnu, sem nauð synleg er. Þess vegna þurfa all- ir, sem óska stefnubreytingar, að gera sér ljósa nauðsyn þess, að Framsóknarflokkurinn komi sem allra sterkastur út úr næstu alþingiskosningum.“ - Orlofsheimili á lliuqastöðum (Framhald af blaðsíðu 1) fram Fnjóská og upp á Vaðla- heiðarbrún. Landið vantar því ekki. Þegar um staðarval fyrir orlofsheimili ræðir, gerá menn miklar kröfur. Heitt vatn, nátt- úrufegurð, veiðiréttindi ’og sitt- hvað fleira vilja menn hafa. Illugastaðii' fullnægja sumum þessum kröfum en 'öðrum ekki. En val þessa staðar erum við ánægð með að mörgu léyti. Þar mun sennilega sumarheitast á Norðurlandi. Vegurinn um Fnjóskadal er góðui’, miklar grundir gera leik- og íþrótta- vallargerð auðvelda. Nú þegar hefur verkfræði- skrifstofu Sigurðai' Thoroddsen og Þorvaldi Kristmundssyni arkitekt verið falið að annast tæknilegan undii'búning að byggingu orlofsheimila á þess- um stað. Byrjað er að gera MEÐ minnkandi einangrun og auknum fjárráðum unglinga, hafa fallið brott hömiur, sem þrátt fyrir allt voru til góðs á sumum syiðum og mörgum nauðsynlegar. Þegar þessar hömlur voru ekki lengur fyrir hendi, á jafn afgerandi hátt, þurfti fastmótuð siðgæðisvittirid og meiri form- festa að koma í staðinn. Aura- ráð barna og unglinga virðast oft svo mikil, að úr hófi keyrir. Frelsi í ráðstöfun þessai’a fjár- muna yngstu kynslóðarinnar hefur farið út í hreinar öfgar, sem hefna sín, enda vandþrædd ur meðalvegurinn. Á meðan víð takmörkum ekki ákveðið peníngaráð barnanna, verðum við áð setja hömlur á, sem auðvelda þeim skynsam- legri notkun fjármuna en nú er algengt. Á meðan 14—16 ára unglingar hafa í sumarkaup hálf árslaun virðingarmikilla embætfismanha, bera þeir ekki nauðsynlega virðingu fyrir fjár munum og kunna ekkert með að fara að jafnaði. Heimilin, skólarnir og borg- ararnir þurfa að skapa það al- menningsálit, að það sé skömm fyrir úngling og heimili hans, ef hann fer ógætilega með pen- inga. Við getum glaðzt yfir þeirri ákvörðun bæjarstjórnar, að sælgætissölurnar eru lokaðar eftir kl. 8 á kvöldin, þótt önnur lausn hefði eflaust verið auð- veldari í framkvæmd. En það er staðreynd, að fyrst og fremst eru það_.unglingarni, sem verzla á þessum stöðum, okkur til ama og þeim sjálfum til.tjóns. Þetta er sá kjarni málsins, sem úrslitum réði, þótt hitt sé frem- ur básúnað, að lokun sælgætis- sala sé af meinsemi einni sprott in. Á sama hátt og bæjarfélagið hefur sagt sitt álit í þessu efni, eiga skólarnir að brýna fyrir nemendum sínum, að það sé ekki sízt eyðslusemi þeirra, er valdi því, að sett er bann við búðarrápi þeirra í frímínútum. Á meðan hóptilfinningin á mest ítök í nemendunum, er mikil- vægast að halda eyðsluseminni í skefjum. Heyrt hefi ég for- eldra segja sem svo, að börnun- um sé ekki of gott að fá sér eitthvað í svanginn í skólatíma, og þau láta aurana fúslega af hendi. Reynslan er síðan sú, að oftast er keypt eitthvað það, sem er miður hollur matur, til að svæfa svengdartilfinninguna, enda naumast aðstaða eða tími til annars á hlaupum. En með því að fá börnum sín um daglega eyðslupeninga til slíkra „matarkaupa“, eru mæð urnar stundum að skjóta sér undan því, að láta börnin fá góðan morgunverð áður en þau fara í skólann. Börnin þurfa bæði að fá næringarríkan og lystugan morgunverð áður en lagt er af stað í skólann, og þau þurfa góðan tíma til að borða hann. Annað er naumast for- svaranlegt. Á það má benda, að í skólum á að ætla nemendum tíma til að neyta nestis. Sjálfsagt virðist að nota þetta meira en gert hefur verið. Nú, þegar við sendum börn okkar í skólana, skulum við hjálpa hvert öðru með’upp- eldið á börnunum, með því að vera samhent um að halda í sumarkaupið, og taka ekki alltof mikið mark á því, sem börnin segja okkur um auraráð annarra. Sparnaður, sem verndar börn og unglinga, er til sóma, hvað sem dýrtíð og annarri óreiðu líður. Barnakarl. „Ferðamaður“ sendþr Fokdreif- um eftirfarandi: Það getur verið • gaman að ferðast um Eyjafjörð í góðu veðri og margt fallegt áð sjá, ekki sízt ef farið er fram að vest an og út að austan. En það get ur borið fyrir auga fleira en fallegt er. Það stendur í Degi 17. sept sl. aðvörun til sauðfjár eigenda við illri meðferð fjár og er þar minnst á sauðfjárflutn- inga og vísað til orða Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis. Stundum er hafður lítill pall ur aftan á dráttarvélum til að flytja og annast ýmsan flutning. í ferð um Eyjafjörð 25. septem- ber sáum við hvar tveir menn tóku kindur, sauðbundu þær og tróðu þeim upp á pallinn á drátt arvélinni. Síðan óku þeir eftir hörðum og holóttum veginum. Getur fáum blandast hugur um, hvernig skepnunum hafi liðið á þessu ferðalagi. fyrstu uppdrætti að mannvirkj- um. Ráðgert er, að hvert verka- lýðsfélag eigi sína sumarbúð eða búðir, sem hver er ætluð einni fjölskyldu. í öðru lagi þarf byggingar til sameiginlegra nota og er ráð fyrir því gert, að Alþýðusamband Norðurlands eigi þær. Verkalýðsfélögin njóta nú framlags til orlofsheimila, um eina millj. kr. á ári, samkvæmt fjárlögum. Við væntum að njóta þessa fjármagns á næstu árum, svo’ sem Olvesborgir fyrir sunn an hafa notið að undanförnu, Yfir 20 verkalýðsfélög eru. á Norðurlandi og félagar um> 6' þúsund. Samningsákvæði frá> í vor, létta undir við þessar fram kvæmdir. Um fjölda orlofshúsa á Illugastöðum er engu hægfc að spá ennþá. Þessi hús verða lítil en þægileg og höfum við hugs- að okkur að bjóða þau út innan lands og e. t. v. líka erlendis, sagði Björn Jónsson að lokum og þakkar blaðið upplýsing- arnar. Q - Umferðaleikvöllur (Framhald af blaðsíðu 1) og virða umferðarmerkin. í um ferðinni eru m. a. notaðir litlir, handhægir rafknúnir bílar. Samvinnutryggingar hafa lofað andvirði eins slíks bíls, vonandi' koma önnur tryggingarfélög á eftir, og fleiri aðilar, sem láta sig umferðarmál einhverju skipta. Tæki þessa vallar eru öll miðuð við hagnýta kennslu í umferðarmálum og á Norður- löndum, þar sem slíkir umferð- arlelkvellir eru starfræktir með aðstoð lögreglu, skáta og kenn- ara, þykja börnin hinir ágæt- ustu nemendur. Slík kennsla er líkleg til þess að draga úr um- ferðarslysum síðar. Ákveðið mun vera, að hinn nýi leikvöll- ur verði á lóð Barnaskóla Akur eyrar og vonandi getur kennsla hafizt þar áður en langir tímar líða. Framundan eru nú miklar breytingar í umferðarmálum, þar sem ákveðið er að taka upp hægi'ihandar akstur hér á landi. Ekki mun veita af því, að vinna mikið að aukningu umferðar- menningarinnar á sem flestum sviðum fyrir þann tíina. Um- skiptin skapa aukna og aug- ljósa slysahættu. Þeirri hættu ber að mæta með aukinni um- ferðarfræðslu á sem breiðust- um grundvelli. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.