Dagur - 15.10.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 15.10.1966, Blaðsíða 1
HOTEL H<rfc"9is pantanir. Fcr3a- Bkriístoian Túngötu 1. Akureyzl, Sími 11475 XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 15. október 1966 — 72. tbl. FerðaskrifstofanTún9ö,u L I Simi 11475 Skipuleggjum ierðir skauta á railli. Forseðlar með FJugíél. ísL og Loíileiðum. Nýjar aðferðir við sauðfjárslátrim Óíeigsstöðum 13. okt. Við f.ór- um nokkrir úr sýslunni suður í Borgarnes til að kynna okkur tilraunasláturhús Framleiðslu- ráðs, sem þar var komið á lagg irnar að fyrirmynd Nýsjálend- inga, vegna Bandaríkjamarkaðs fyrir hið íslenzka kjöt. Með vinnuaðferðum, sem þar eru viðhafðar, er heilbrigðis- og hreinlætismálum fullnægt að kröfum Bandaríkjamanna og hér er líka um verulega vinnu- hagræðingu að ræða. Einn.okk- ar manna varð eftir syðra til að æfa sig í vinnubrögðum á slát- urhúsi þessu. Féð hjá okkur er með rýrara móti. Hrútasýningar eru haldn ar hér um þessar mundir. Hey-. skapur var heldur í minna lagi og tíðin er löngum fremur köld. Búið er að kaupa nokkuð af heyi inn í hreppinn. B. B. SÍLD TIL SKAGASTRANDAR Skagastönd 13. okt. I gærkveldi kl. 8 kom til Skagastrandar síld arflutningaskipið Vestberg með 500 tonn af síld frá Austurlandi til vinnslu í hinni miklu en lítt notuðu síldarverksmiðju, sem Eldur í rafmagns- verkstæði Dalvík 14. október. Eldur varð í gær laus í rafmagnsverkstæði Helga Indriðasonar á Dalvík, en það er til húsa í áhaldahúsi hreppsins. Slökkviliðið, sem er til húsa undir sama þaki, slökkti eldinn fljótt, en margt brann og skemmdist á verk- stæði Helga, en húsið er lítt skemmt. Búið er að ráða hér nýjan sveitarstjóra, Hilmar Daníels- son frá Saurbæ. En hann hefur verið skrifstofustjóri hreppsins að undanförnu og þar áður deildarstjóri hjá kaupfélaginu hér á Dalvík. J. H. ekki hefur verið starfrækt mörg undanfarin ár. Bræðslan getur unnið 5 þús. mál á sólar- hring og var í sumar yfirfarin og búin undir síldarmóttöku. Þrær verksmiðjunnar taka 32 þús. mál. Vart verður þó verk- smiðjan sett i gang fyrir að- eins eins sólarhrings vinnu og verður að álíta, að meiri síld verði flutt til Skagastrandar, ef síldveiði varir. Barna- og unglingaskóla er nýbúið að setja. Böm eru held- ur færri en í fyrra, enda hafa fjölskyldur flutt frá Skaga- strönd á þessu ári. Skólastjóri er Jón Pálsson, en Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri lét af störfum. Þeir Björn Pálsson og séra Gunnar Gíslason alþingismenn boðuðu nýlega til fundar á Skagaströnd og ræddu um at- vinnumál. Fundurinn var frem ur illa sóttur. Skagstrendingar hafa meiri áhuga á aðgerðum í atvinnumálum en ræðum þing- manna og þykjast of lengi hafa beðið eftir raunhæfum úrbót- um. □ Sá brúni var spenntur fyrir sleða í fyrstu snjóum. Eigandinn, Bjarni Sveinsson Brúarlandi í Öngulsstaðahreppi, er hér að flytja nijólkina. (Ljósm.: E. D.) Stefna stjómarinnar: áð leyna verlbólg- unni fram að kosninaum? mál í rúmlega stundir. tvær klukku- Á ALÞINGI í fyrradag flutti Bjami Benediktsson forsætis- ráðherra yfirlýsingu frá ríkis- stjórninni, sem hann kvað vera til þess gerða, að rifja upp meg instefnu stjórnarinnar og gera grein fyrir helztu viðfangsefn- um, sem nú blasa við. Minnti hann á það, að í fyrra hefði einnig verið flutt stjórnaryfir- lýsing um þessi efni. Munu þessar yfirlýsingar eiga að vera í stil við svonefndar hásætisræður, sem þjóðhöfðingj ar eru sumsstaðar látnir flytja í upphafi þings, t. d. í Bret- landi. En rikisstjórnir leggja þeim þá að sjálfsögðu orð í munn. Hér flytur sem sé for- sætisráðherrann hásætisræð- una. r— Eftir að yfirlýsingin hafði ver ið flutt, tóku til máls af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna, Ey steinn Jónsson og Einar Olgeirs son og stóðu umræður um þetta Bjami Benediktsson sagði, að meginstefnan væri enn hin sama og hún hefði verið í nóv- ember 1959 og í því fólgin að tryggja heilbrigðan grundvöll efnahagslífsins. Síðar taldi hann upp ýmis mál, sem hann sagði, (Framhald á blaðsíðu 2) Ferðamaður sá eld í heyi oian al heii Laugum 13. okt. Á mánudags- morgun sl. veitti ferðamaður, sem ók vestan í Fljótsheiði, fram hjá Ingjaldsstöðum, því athygli að eldur mundi kominn í hey, sem borið hafði verið upp á túni þar. Gerði hann heima- mönnum aðvart, sem brugðu við og reyndu að bjarga því, sem óskemmt var, og nutu að- stoðar nágranna sinna. Reynd- ist meiri hluti heysins ónýtt af bruna, en nokkurt lag yzt var nýtilegt. Þarna var um að ræða 100 hestburði af nýræktartöðu og er því um tilfinnanlegt tjón að ræða. Nú, þegar líður að lokum sumars mun það vera samdóma álit bænda í Reykjadal, að hey fengur bænda sé minni en í meðallagi. Veldur þar mestu um, að seinni sláttur brást, og kal var í túnum á stöku bæ, svo dró úr uppskeru. Vænleiki dilka er mjög mis- jafn. Sumstaðar eru dilkar í vænsta lagi, en á stöku stað með rýrasta móti. Þess ber þó að gæta, að ekki liggja fyrir töl ur frá slátrun í þessari viku, en snjóföl, sem festi á jörðu upp úr mánaðamótum og tók seint, gæti hafa skemmt beit og dreg- ið úr vænleik þeirra dilka, sem þá voru eftir. Kartöfluspretta er með rýr- asta móti, einnig í heitum görð um. G. G. ARIÐ 1965 KOMU 29 ÞUSUND ÚTLENDINGAR TIL ÍSLANDS í GREIN Valdimars Kristjáns- sonar í Fjármálatíðindum, síð- asta hefti, segir, að farþegatala útlendinga til íslands á síðasta ári hafi verið 29 þúsundir. Mikil farþegaaukning hefur orðið á síðustu árum, einkum með flug vélum, en aukningin frá 1964 var 6 þúsund. I þessum hópi voru Bandaríkjamenn fjölmenn astir eða nálega 9 þúsund, næst ir Danir og Færeyingar. En þess ir ferðamenn voru frá 70 þjóð- löndum úr öllum heimsálfum. Þá bendir greinarhöfundur á, að mestur ferðamannastraum- urinn sé frá miðjum júní til miðs septembers. Nýting hótela sé því mjög misjöfn eftir árs- (Framhald á blaðsíðu 7) NÝ FÉLAGSSAMTÖK STOFNUÐ Á AUSTURLANDI NÝLEGA $r— Egilsstöðum 13. okt. Verið er að stofna ný félagssamtök á Aust- urlandi, Samband svaitarfélaga í Austurlandskjördæmi. For- saga þessa máls er sú, að saman komu áhugamenn til að ræða möguleika á stofnun tryggingar félags fyrir Austurlandskjör- dæmi. í ledðinni samþykktu þessir menn að boða til ráð- stefnu sveitarfélaga í kjördæm inu og kusu nefnd til að annast þann undirbúning. Þessi. ráðstefna var svo hald- in í Neskaupstað um síðustu helgi. Til hennar voru boðaðir fulltrúar frá öllum bæjar- og sveitarstjórnum kjördæmisins, mismörgum eftir fjöhnenni í þessum stjórnum. Aðsókri var heldur dræm vegna annríkis bænda á þessum árstíma. Nær 30 fulltrúar mættu á ráð stefnu þessari, sem stóð í tvo daga. Samþykkt var, að stofna Samband sveitarfélaga í Austur landskjördæmi, gert uppkast að lögum og kosin bráðabirgða- stjórn. Markmið samtakanna er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þessa lands- hluta og verður stefnt að því, að gera þessi samtök fjárhags- lega öflug, gera þeim kleift að koma á fót ýmiskonar þjónustu starfsemi fýrir fjórðunginn í heild. Sérstaklega er haft í huga, að draga hingað heim þjónustuþætti, sem verið hafa í höndum Reykvíkinga. í bráðabirgðastjórn voru kosn ir: Sveinn Jónsson bóndi Egils- stöðum form., Hrólfur Ingólfs- son bæjarstjóri Seyðisfirði, Jó- hann Clausen oddviti Eskifirði, (Framhald á blaðsíðu 7) BINGÓ að Hótel KEA í kvöld - Ný hljómsveit í KVÖLD (laugard.) kl. 9 e. h. verður BINGÓ að Hótel KEA á vegum FUF á Akureyri, og dansað til kl. 2 e. m. Aðalvinningur er stofuskáp- ur (skenkur) eða Elna sauma- vél, eftir vali. Margir fleiri góð ir vinningar. Sjá vinninga í glugga Véla- og búsáhaldadeild ar KEA. Ný hljómsveit, Hljómsveit Páls Helgasonar, og hin lands- kunna söngkona Helena Eyjólfs dóttir skemmta til kl. 2 e. m. Forsala aðgöngumiða að Hót- el KEA í dag (laugard.) kl. 4— 6 og síðan við innganginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.