Dagur - 15.10.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 15.10.1966, Blaðsíða 7
r. 7 Hér birtist mynd af NORÐURLANDSMEISTARALIÐI Þ Ó R S. Neðri röð f. v.: Jóhann Jónsson, Guðmundur Finnsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Samúel Jóliannsson, Sævar Jónatansson, Ævar Jónsson, Steingrímur Björnsson. Efri röð f. v.: Guðni Jónsson, Valstcinn Jónsson, Jón Friðriksson, Magnús Jónatansson, Anton Sölvason, Pétur Sigurðsson, Gunnar Austfjörð og Númi Friðriksson. A að leyna verðbólgunni? Vetrarstarf Bridge- félags Akureyrar hófst með tvímenniskeppni þriðjudaginn 11. október. Spil- aðar verða 5 umferðir. 28 pör taka þátt í keppninni. Spilað er í Landsbankasalnum á þriðju- dagskvöldum. Efstu pör af lok- inni 1. umferð: Aifreð og Guðmundur 190 stig Mikael og Baldur 180 stig Hinrik og Hörður 177 stig Knútur og Ragnar 175 stig Gunnl. og Jóhannes 175 stig Björn og Arnar 174 stig HANDKNATTLEIKS- FÓLK K.A. HANDKNATTLEIKSÆFING- AR félagsins hefjast n. k. þriðju dag í í þróttahúsinu, og verða sem hér segir: Klukkan 6—7 7—8 8—9 Þriðjud. 2. fl. kv 4. fl. k 3. fl. k F'östud. 2. fl. kv 4. fl. k 3. fl. k Sakir húsnæðisskorts verður ekki unnt að hefja æfingar í eldri flokkunum, en von er að Úr rætist fyrir áramót. Ailir þeir, sem æfðu í yngri aldurs- ílokkunum í fyrra, eru hvattir til að mæta í ofanskráða æfinga tíma. Allir nýir félagar eru vel- fcómnir á æfingar félagsins. Handknattleiksdeild KA Tæki til að eyða lykt BOR.GAR.LÆKN1RINN í Rvik, dr. Jón Sigurðsson hefur nýlega í biaðaviðtali varað við loft- hreinsitækjum þeim, sem farið er að nota í húsum til að eyða vondri lykt. Hann bendir á, að ozon-loftið, sem þessi „loft- hreinsun“ byggist á, sé m. a. notuð til að bleikja hveiti, til sótthreinsunar o. fl. Efni þetta dragi úr lyktarskyni fóiks, en eyði hvorki reyk eða ryki eða öðrum skaðlegum efnum. Hér sé því um að ræða falskt öryggi. (Framhald af blaðsíðu 1) að lögð yrðu fram sem stjórnar frumvörp í þingbyrjun og síðar, eða væru í endursko^un. Margir draga þá ályktun af yfirlýsingunni, að stjórnin hugsi sér að greiða niður verðhækk- anir á næstu mánuðum, eins og hún hefur gert í haust, og reyna þannig að leyna vexti verðbólgunnar fram að kosn- ingum. En sú meginstefna að tryggja heilbrigðan grundvöll efnahagslífsins, hefur eins og kunnugt er, mistekizt ár eftir ár. Ráðherrann gerði nokkuð mikið úr þeim þætti, sem verð- hækkun landbúnaðarvara ætti í hinni almennu verðhækkun, en hann lézt naumast vita, að bændur fá sínar verðhækkanir eftir á hverju sinni, vegna áorð inna hækkanna á öðrum svið- um, og skiptir þetta meginmáli. Ráðherranum þótti of mikið gert að því, að kenna verðbólg unni um það, sem aflaga færi í efnahagsmálum og taldi hana notaða, sem slagorð í umræð- um um þau mál. Eysteinn Jónsson ræddi um efnahagsmálaástandið í heild og úrbætur í því sambandi. Var frumræða hans birt í Tímanum í gær undir fyrirsögninni; Hin leiðin. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). með í för, og fótaskriðan er eins hröð eða hraðari en hjá fyrir- rennara hans, seni nú situr í sínum nýja stól suður við Eyrar sund og kastar mæðinni. KÆRULAUS ÖKUMAÐUR Fyrir skömmu fannst dilkur á veginum skammt frá Eyrar- landi, illa leikinn. Hann var brotinn bæði að aftan og fram- an og herfilega útleikinn, en þó lifandi. Hann bar því sorglegt vitni, að enn eru til óþokkar meðal þeirra, sem ökutækjum stjórna, eða hvers vegna flýja ökumenn af slysstað að liætti bjálfa? Frá Fjöltælaii Nú er tíminn til að hreinsa og yfirfara SKRIFSTOFU- VÉLARNAR. SELJUM: Segulhönd, segulbandsspólur, ferðaviðtæki, skúílutæki fyrir bifreiðar, rafhlöður, skrifstofuvélar, bönd og pappír í allar tegundir skrifstofuvéla. FJÖLTÆKNI, Brekkugötu 7B, sími 1-12-OL I • i ý Mínar innilegustu þakkir jlyt ég öllum þeim., sem hjdlpað hafa mér á einn ed'a annan hátl, vegna vcik- f •f inda minna. f & ? i HALLDÓR SIGURGEIRSSON, Arnslapa. f i ■ ? UNGLIN G ASKEMMTUN — FRÁ ÞINGEYINGAFÉLAG- Skátafélögin á Akureyri efna til skemmtunar fyrir ungt fólk í Sjálfstæðishúsinu n. k. sunnudag kl. 3—5 e. h. Boðið verður upp á bingó, skemmti atriði og dans. Aðgangur kr. 30.00. Miðasala hefst kl. 2 e.h. Allir í Sjálfstæðishúsið. — Skátafélögin. DRENGIR! Á drengjafundinum að Sjónarhæð n. k. mánudags kvöld, verður meðal annars sýnd kvikmynd frá dýragarði í London. Allir drengjr vel- komnir. SMÖLUN á heimalöndum á Akureyri á að fara fram sunnudaginn 16. október. — Sjáið nánar auglýsingu í blað inu í dag. - Ný félagssamtök (Framhald af blaðsíðu 1) Bjarni Þórðarson bæjarstjóri Neskaupstað og Stefán Björns- son bóndi Berunesi. Auk þessa gerði ráðstefnan ýmsar ályktanir um almenn málefni. í lok ráðstefnunnar var lagt fram erindi Brunabóta félags íslands, þar sem félagið býðst til að koma á fót fjórð- ungsskrifstofu fyrir Austur- land, sem hafi að nokkru aðskil inn fjárhag og sjái um af- greiðslu mála og ávaxti iðgjöld sín í fjórðungnum sjálfum. Var kosin sérstök nefnd til að vinna með stjórn Brunabótafélagsins að þessum málum. Forseti ráðstefnunnar var Jó hannes Stefánsson forseti bæjar stjórnar í Neskaupstað og vara forseti var Hrólfur Ingólfsson bæjarstjóri, en fundarritari Páll Þorsteinsson alþingismaður. V. S. Ferðamömium fjölgar (Framhald af blaðsíðu 1) tímum, en sumarhótel við skóla hafi mjög aukið gistirýmið síð- ustu árin, þegar þörfin er brýn- ust. Árið 1959 voru 5 gistihús í Reykjavík með 366 rúmum, þar af eitt sumargistihús (Stúdenta garðarnir). Nú eru gistihús þar orðin 10 með um 849 rúmum, og eru þá Stúdentagarðarnir taldir með eins og áður. Á öllu landinu er þá, segir Valdimar, 2681 gistirúm, þar af 1262 í sumarhótelum og hefur verulegur hluti af þeim nýlega verið tekinn í notkun. Af saman lagðri stærð hótela, sem starf- rækt eru allt árið er nær helm ingurinn í Reykjavík. □ >RÍ!FlÍ:íiöi:jsi: TIL SÖLU: RENAULT R 8 major, ’64 model, í góðu lagi. Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur Albert Valdemarsson, Gilsbakkaveg 5, sími 2-12-24. INU Akureyri. Félagsvist að Bjargi föstudaginn 21. októ- ber n. k. kl. 8.30 e.h. Skemmti atriði. Góð verðlaun. Allir velkomnir. Nefndin. NÝ LJÓÐABÓK j HEIÐREKS ÚT ER komin ný ljóðabók eftir Heiðrek Guðmundsson frá Sandi, en hann hefur um langt árabil verið búsettur á Akur- eyri. Hin nýja Ijóðabók Heið- reks heitir Mannheimar og er í þrem köflum með samtals 45 kvæðum. Þetta er fjórða ljóðabók höf- undar. Hinar eru, Arfur öreig- ans 1947, Af heiðarbrún 1950, og Vordraumar og vetrarkvíði 1958. Höfundur hefur áritað 100 tölusett eintök af bók sinni, en Sindur h.f. á Akureyri er út- gefandi. Heiðrekur Guðmundsson er eitt þeirra norðlenzku ljóð- skálda, sem náð hafa almennum vinsældum. Q RAUSNARLEG GJÖF GUÐNI JÓNSSON, nú vistmað ur á EIli- og dvalarheimilinu Skjaldarvík, hefir með bréfi dagsettu 20. fyrra mánaðar gef- ið Elliheimili Akureyrar Lækj- argötu 2 B, Akureyri, frá 1. þ. m. að telja. Gjöfin er einnig gefin í nafni látinnar sambýlis- konu hans, Soffíu Óladóttur. Gefandinn óskar þess, að gjöfin „verði hagnýtt til styrktar göf- ugu hlutverki Elliheimilisins“, eins og stendur í gjafabréfinu. Fyrir hönd Elliheimilis Akur eyrar eru Guðna Jónssyni færð ar beztu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Stjórn Elliheimilis Akureyrar. - Um Hagráð o. fl. (Framhald af blaðsíðu 5) í skýrslunni. Birtar eru, án sund urliðunar, niðurstöðutölur um „þjóðarframleiðslu11 ár hvert, og væri fróðlegt fyrir almenn- ing að fá nánari skýringu ' á þeim tölum. Hvers vegna enginn árangur? Ólafur Grímsson segir m. a. í grein sinni í Tímanum 23. sept.: „Það hefir margt verið reynt í baráttunni gegn verðbólgunni, en heildarniðurstaða allra þeirra aðgerða er mjög nei- kvæð. Verðbólgan hefir vaxið meir en nokkru sinni áður. Það er skylda Efnahagsstofnunar- innar — að gera mistökum und anfarinna ára greinileg og sam- vizkusamleg skil. Við verðum að vita eins vel og hægt er, hvels vegna enginn árangur hef ir orðið —. Hún (þ. e. Efnahags stofnunin) verður að leita ótrauð nýrra leiða. Hér þykir honum sýnilega nokkuð á skorta í skýrslunum til Hag- ráðs. , - 'I •j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.