Dagur - 15.10.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1966, Blaðsíða 2
2 Unga fólkiá Ii efur oráiá Um iðnnámið á Akureyri o. fl. Viðtal við Pál Pálsson, formann Félags iðnnema á Akureyri MEÐ lækkandi sól færist nýtt Jíf í aJIa félagsstarfsemi. Félög, sem lítið hafa starfað yfir sum- artíman rísa úr dvala og hefja starf af fullum krafti. Eitt þeirra er Félag iðnnema á Ak- ureyri. Þátturinn náði tali af formanni félagsins, Páli Páls- syni, og við spyrjum liann fyrst hvenær félagið hafi verið stofn að. Félagið var stofnað 17. októ- ber 1954. Fyrsti formaður varZ Þráinn Þórhallsson. Reyndar hét félagið Iðnnemafélag Akur- eyrar þar til í fyrra, að nafninu var breytt í Félag iðnnema á Akureyri. Þessi breyting var gerð vegna þess, að þegar nafn félagsins var skammstafað (I.N.F.A.) þá urðu þar sömu stafir og Iðnnemafélag Akranes notaði, og olli það oft misskiln ingi. Félag okkar var stofnað síðar, þannig að eðlilegra þótti, að við breyttum nafninu en ekki þeir á Akranesi. Hver er aðaltilgangur félags- ir hafa farið fram annarsstaðar í bænum, og fylgir því oft mikið - umstang. Ég. vil í því sambandi færa Jóni Sigurgeirssyni skóla- stjóra Iðnskólans sérstakar þakkir -fyrir einstaka lipurð. Hann hefor verið boðinn og bú inn að veita okkur aðstoð Páll Pálsson. En hvað um hina verklegu kennslu? Ástandið í þeim efnum^er sízt betra. Þar eiga eflaust margir sök á, og ef til vill við iðnnemar einnig. En hins vegar þykir okk ur mjög miður að ekkert eftirlit af hálfu hins opinbera er haft með því hvort námssamningar séu haldnir og hvort iðnnemar fá þá verklegu tilsögn sem æski leg er. Að vísu eru einhvers- staðar aðilar, sem þiggja laun fyrir slíkt „eftirlit“, en ég hef hvergi rekizt á það og þykir okkur iðnnemum að vonum hart að þessi liður námsins er algjörlega vanræktur. Það er dyggilega fylgzt með því, að við höldum samningana, og þvi þyk ir okkur það sanngirnismál, að aðrir aðilar geri það einnig. Við höfum áhuga á því að komast sem bezt niður í okkar grein- um, en til þess að það megi verða, þá verða allir hlutaðeig- endur að hafa vakandi auga fyr ir því sem fram fer. Það er til dæmis algengt, að öll þau fjög- ur ár, sem iðnnemi hefur unnið í sinni grein, hafi hann verið látinn vinna nær sama verkið út í gegn, en þegar nálgast þann dag, sem taka á sveinsprófið, þá er vaknað upp við vondan draum og farið á hundavaði yfir allt það, sem átti að læra á fjór- um árum. Það er einnig meira en lítið furðuleg ráðstöfun að einn meistari skuli hafa yfir tíu lærlinga. Slík fjöldaframleiðsla iðnaðarmanna verður að teljast í hæpnara lagi, svo ekki sé meira sagt. Ég vil þó taka það skýrt fram, að þetta á ekki við um alla, en þróunin virðist þó stefna í þessa átt og því tími til kominn að leiða hugann að þessu. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um nýskipan iðn- fræðslulöggjafarinnar. Verði hún samþykkt þá er ég þess fullviss, að stórt skref verður stigið til lagfæringar á fræðslu iðnaðarmanna. Okkar bíða stór verkefni á sviði iðnaðar. Ungir iðnaðar- menn munu .ekki láta sitt eftir liggja til að auka hróður hans, en þeir mipna á, að því aðeins næst jákvæður. árangur að vel sé hlúð að allri aðstöðu til menntunar og fræðslu. Þátturinn þakkai- Páli viðtalr ið og óskar Félagi iðnnema á Akureyri alls hins bezta í fram- tíðinni: I. S. Leysa þarf húsnæðisvanda Æskulýðsráðs Akureyrar FYRIR síðasta bæjarstjórnar- fund kom tillaga frá Æskulýðs- ráði Akureyrar um að atliugun færi frani á því að kaupa hús- eignina Brekkugötu 4 til afnota fyrir æskulýðsstarfsemi í bæn- um. TiIIögunni var vísað til bæjarráðs. Það er öllum Ijóst að hér í bæ vantar alveg húsnæði fyrir æskulýðsstarfsemi og raunar þarf á meira fé að halda til þeirrar starfsemi en verið hefur undanfarin ár. Ekki er að efa að bæjarstjórn og bæjarráð gerir sitt bezta til að leysa þetta mál, annað hvort með því að kaupa Brekkugötu 4, eða leigja hús til þessarar starfsemi, þar til nýtt hús rís, sem byggt er með þessa starf- semi í huga. Margar fyrirmynd ir um æskulýðsheimili er hægt að fá hjá frændum vorum á Norðurlöndum. Þá væri rétt að athuga hvort ekki væri hægt að sameina öll þau félög, sem að æskulýðsmál um vinna um slíkt hús, sem þau öll hefðu afnot af, en slík félög eru mörg hér í bæ. □ ins? Það má segja, að hann sé þrí þættur. í fyrsta lagi „að efla samheldni og félagslyndi iðn- nema“, eins og segir í lögum fé lagsins. í öðru lagi að vinna að því, að iðnnemum séu tryggð sambærileg kjör á við aðra þjóð félagsþegna. Og í þriðja lagi að stuðla að því, að fræðsla iðn- nema verði aukin og gæta þess að námssamningar séu haldnir. Hvernig gengur að halda fé- lagsstarfinu uppi? Því miður verð ég að segja, að það gengur heldur erfiðlega. Kemur þar eflaust margt til. Þó held ég, að þar eigi ríkan þátt sú almenna félagsdeyfð, sem lagzt hefur á landsmenn eins og Plágan forðum. Einnig hefur það eflaust mikið að segja, að vinniítíminn er eins óhóflega langur og raun ber vitni. Kem- ur það eðlilega hart niður á iðn nemum, sem búa yfirleitt við mjög slæm kjör, og oft bætist þar ofaná að þeir þurfa að sjá fyrir fjölskyldu. En þrátt fyrir þetta þá eru alltaf menn, sem gera sér ljóst, að jákvætt starf í stéttarfélagi ber alltaf ein- hvern árangur, þó stundum virðist hægt ganga. í apríl 1965 réðst félagið í að leigja herbergi í Útvegsbanka- húsinu. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að aðstaðan hafi við það breytzt mjög til batnaðar. Hins vegar höfuð við ekki haft tök á því að búa húsnæðið þeim innanstokksmunum, sem æski- legt væri og veldur því þröng- ur fjárhagur. Stjórnarfundir og hverskonar undirbúningsfundir fara þarna fram, en félagsfund- Rvenær sem við höfum til hans leiiað og alltaf hvatt okkur til dáða þegar á móti hefur blásið. Hvernig aflið þið fjár? Eins og ég sagði áðan, er fjár hagurinn mjög þröngur, og háir það starfseminni mikið. Bæjar- stjórnin hefur sýnt félaginu þann skilning að veita því styrk á hverju ári, og er hann félag- inu - ómetanlegu. Fyrir það eru iðnnemar bæjaryfirvöldun um.mjög þakklátir. ■ Við höfum géngizt fyrir dansleikjum og skemmtunum til að afla félag- inu tekna og hefur sú starfsemi gengið svona upp og ofan. Þó höfum við af . þessu nokkurn hagnað enda ekki vanþörf á. Fhjttst þér að náminu séu gerð nægilega góð skil? Nei, því miður. Eins og flest- um er kunnugt, hefur Iðnskól- inn verið á hrakhólum í mörg ár.vHann hefur ekki haft yfir að ráða shiu eigin húsnæði og hljóta allir að:sjá, að slikt er með öllu óhæft. Meginforsenda þess, að góður árangur náist í námi er vitaskuld sú, að náms- stofnunin eigi sér samastað, en þurfi ekki alltaf að eiga yfir höfði sér flutning úr einum stað í annan. Slíkt hlýtur óumflýjan lega að leiða af sér sundrung og los í öllu námi, þó að kenn- arar og nemendur leggi sig alla fram. Það er því okkur iðnnem um mikið gleðiefni, að nú er loks að rísa veglegt hús, sem í framtíðinni á að vera fræðslu- stofnun iðnaðarmanna. Ég vona að bygging þessa nýja skóla gangi fljótt og vel og hann verði tekinn í notkun sem allra fyrst, því þörfin er knýjandi. r r BINGO BINGO AKUREYRINGAR! - NÆRSVEITAMENN! Takið eftir! BINGÓ verður haldið að HÓTEL KEA laugar- daginn 15. þ. m. kl. 9 e. h. - Bansað til kl; 2 eftir miðnætti: Aðalvinningur er STOFUSKÁPUR (skenkur) eða ELNA-SAUMAVÉL, eftir vali. - Margir fleiri góðir vinningar. - Sjá vinninga í glugga Véla- og búsáhaldadeildar KEA. Hljómsveit PÁLS HELGASONAR og HELENA EYJÓLFSDÓTTIR leika og syngja fyrir dansi. Miðar seldir að Hótel KEA frá kl. 4-6 í dag (laugardag) og við innganginn. F. U. F. - AKUREYRL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.