Dagur - 15.10.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 15.10.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Fjárlögin nákjðst 5 miltjarða NIÐURSTÖÐUTALA fjárlaganna fyrir árið 1966 var rúmlega 3800 milljónir; og þótti mörgum nóg um. En dýrtíðarskífan héldur áfram að snúast með vaxandi hraða og stjórn- Ieysið, sem Sjálfstæðismenn kalla „frelsi“, segir til sín. Á öðrum degi hins nýsetta þings var útbýtt frum- varpi til nýrra fjárlaga fyrir árið 1967. Niðurstöðulala þessi er rúm- lega 4652 milljónir. Hækka þá fjár- lögin þetta ár ca. 852 milljónir. Að viðbættri vegaáætlun ársins 1967 (264,4 millj.) verður upphæðin 4917 milljónir. Líklegt er, að sú upphæð eigi enn eftir að hækka áður en af- greiðslu fjárlaga lýkur á Alþingi fyr- ir áramótin og er raunar þegar auð- sætt, að þar vantar enn nokkra óhjá- kvæmilega útgjaldaliði. Eftir tæpa tvo mánuði á núver- andi stjórnarsamstarf, sem Sjálfstæð- ismenn hafa sett svip sinn á, 8 ára I afmæli. Niðurstöðutala fjárlaganna, i sem í gildi voru, þegar það samstarf hófst, að viðbættum niðurgreiðslum úr Ú tflutningssjóði, var rúmlega 880 milljónir, þáverandi útgjöld til vega mála meðtalin. Guðmundur í. Guð- mundsson, sem var eitt ár f jármála- ráðherra, komst yfir á annan millj- arðinn. Gunnar Thoroddsen komst við afgreiðslu fjárlaga í árslok 1962 yfir á 3. milljárðinn og síðar yfir á | 4. milljarðinn. Magnús Jónsson fyllti 4. milljarð í fyrra og nálgast nú 5 milljarða (5000 milljónir) eins | og fyrr var sagt. Miðað við nýja f jár- lagafrnmvarpið er liækkunin frá i 1958 orðin 450%. Samkvæmt hinu nýja fjárlagafrum ! varpi eru innheimtur ríkissjóðs áætl- aðar sem hér segir á árinu 1967: millj. kr. Aðflutningsgjöld 1829 Söluskattur 1178 Tekju- og eignaskattur 596 Tekjur af ríkisstofnunum 549 Leyfisgj. af innfl. bifr. 169 Stimpilgjald 95 * Það, sem hér er ótalið, samtals ná- lcga 236 millj., er gjald af innlend- um tollvörum, aukatekjur, lestar- •gjald af skipum, vitagjald, hluti af |i umboðsþóknun og gengismismun bankanna, tekjur af bönkum og ! vaxtatekjur (8 millj.), tekjur af fast- eignum (75 þús.), óvissar tekjur (25 millj.) og endurgreidd lán (ca. 6 millj.). Illuti sveitarfélaga af aðflutn ingsgjöldum og söluskatti samtals áætlað nálega 199 millj., er hér ekki meðtalin. Tekjur vegasjóðs af benzínskatti o. fl. eru, eins og fyrr var sagt, áætlaðar rúmlega 264 millj. króna. □ MINNING Jónas Andrésson Sílalæk / HINN 26. sept. sl. andaðist að heimili sínu Jónas Andrésson bóndi á Sílalæk. Átti hann við þunga vanheilsu að búa síðustu æviárin. Hann var til moldar borinn að Nesi í Aðaldal 6. þ. m. Jónas var fæddur á Sílalæk 5. ágúst 1899 og hafði ekki lokið fullum starfsdegi þegar hann var kallaður frá störfum vegna heilsubrests, er leiddi hann til bana. Það er þungt högg fyrir ást- vini, þegar feðurnir falla meðan börnin eru ung og líka fyrir fámennar sveitir að sjá á eftir góðum búhöldi og félagsmála- manni, sem starfsvilji og at- hafnaþrá hefir vígt til mikilla starfa, sárt að sjá þá hverfa, áður en eðlilegum starfsdegi lýkur. En við dómarann tjáir ekki að deila. Sílalækur stendur skammt frá sjó norðan Aðaldalshrauns, milli Laxár og Skjálfandafljóts. Norðan bæjarins er fagurt og veiðisælt stöðuvatn með fjöl- skrúðugu fuglalífi. Að sunnan hrfiunið með hinum þjóðkunna bæ „ekkjunnar við ána“. f vestri er næsti bærinn Sandur og ævistaður hins þekkta skáld jöfurs Guðmundar Friðjónsson ar, en í austri hinn næsti Laxa- mýri vafinn minningum góð- bænda og skörunga núlifandi og dáinna og skáldsins Jóhanns Sigurjónssonar. Þarna ólst Jónas upp. Þarna naut hann sumarfegurðar Síla- lækjar við ilminn af vötnum, skógum og engjum. Þarna lærði hann að verjast brögðum hins harðlynda norðlenzka vetrar við brimgnýinn frá Sjálfanda. Þarna hlustaði hann á mildan dyn skógarins á sumrum, leið- beiningar búhöldanna í nágrenn inu allan ársins hring og óminn af snilld skáldanna á næstu bæj um, þegar tómstundir gáfust. Efalaust hefir þetta verið betri skóli en í meðallagi og áreiðanlega stórum hæfari til þess að skapa nýta og batnandi menn, en bókstafsform það, er og ítroðsla, er nútíminn hefir upp á að bjóða. Jónas Andrésson missti föð- ur sinn ungur. En hann átti umhyggjusama móður, greinda, góðhjarta, áhugasama og heita trúkonu. Hún veitti honum flest það er góðar mæður geta, en hann endurgalt það með því að gera allt það, er góður sonur getur og var henni undrafljótt stoð og stytta við búskapinn, því hann var eldri bróðirinn af þeim, er á legg komust Tók hann ungur við búsforráðum utan bæjar undir leiðsögn móð- ur sinnar fyrst, en eftir fá ár þurfti hann ekki leiðbeiningar við, því snemma komu í Ijós for ystuhæfileikar hans við allt það, er að búskapnum laut. Árið 1935 gekk Jónas að eiga eftirlifandi konu sína Guðrúnu Árma;nnsdóttur frá Hraunkoti. Þau eignuðust 8 börn, sum þeirra eru ung enn, en elzti son ur tekur nú við föðurleifð sinni, þar ssm ætt hans hefir búið samfellt í rösklega hálfa þriðju öld. Eins og fyrr segir er Sílalæk- ur vel fallinn til uppeldis ungra manna, með þekkta sögustaði á báðar hendur og þau lifandi áhrif sem slíkir staðir veita og sem lyfta beint og óbeint undir drengskap, félagslund og afköst hvers manns, sem móttækileg- ur er. í ættum Jónasar voru sterkbyggðir drengskapar- og afkastamenn, og hneig hugur hans snemma mjög til sömu átta og munu ástæður heimilis- ins líka hafa þarfnazt þess mjög framan af árum. Var mjög á orði hve árvekni hans var mik- il, framsýni og afköst. Hann var snemma mikill að vexti og karl menni til burða, tveggja manna maki „á teig“ og til annarra venjulegra verka og keppti oft daglega, að vissu marki, sem sjálfsagt var að ná að kveldi. Með þeim vinnubrögðum mun hann að sjálfsögðu hafa slitið kröftum sínum of fljótt, en slíku verður ekki breytt hér eftir. Þótt Sílalækur væri ekki í þjóðbraut talinn í venjulegum skilningi, þar sem jörðin stend- ur við hlið annarrar, milli tveggja árósa út við sjó, var hún þó vissulega í þjóðbraut á vetrum, einkum þó meðan ár voru víðast óbrúaðar. Margan veturinn lágu liópferðir bænda um Sílæk. Fylkingar manna með hesta og sleða áttu þá leið um og voru þá jafnan áningar- staðir um nætur og daga á „Sandsbæjum“, en svo voru bæ irnir jafnan nefndir, Sandur og Sílalækur. Röð bænda á 70 km. svæði frá sjó, um Kalda-Kinn í botn Bárðardals, áttu þá leið um bæjarhlað á Sílalæk eða um 100 bændur, sem á þessu svæði bjuggu, sumir fleiri ferðir á vetri hverjum. Mikill hluti þessara bænda munu eiga ógold inn kaffibolla eða hvílurúm frá þessum árum á Sílalæk en þar var gestrisni í hávegum höfð, eins og hefir verið talið aðals- merki íslenzkra góðbænda allt til þessa dags. Ég vil flytja Jónasi látnum og Sílalækjarfólki þakkir fyrir afburða gestrisni einkum á þess um gömlu og góðu árum. Þær þakkir eiga að vísu fleiri, sem héldu einskonar vörð gestrisn- innar við vetrar-þjóðbrautina, þegar mest hefir verið þörfin. Jónas var búhöldur góður, fé sæll en þó veitull, greiðvikinn og bóngóður, alvörumaður en gleðimaður líka. Umhyggjusam ur um eigið heimili, en jafn- framt áhugasamur félagsmála- maður. Við útför hans flutti merkur nágranni hans og jafn- aldri ræðu. Hann rifjaði upp minningar liðinna ára. Allar voru þær á einn veg og blandn- ar söknuði yfir missi góðs drengs. Sögur um greiðvikni, samúð og drengskap í öllum viðskiptum. Sömu sögu mun vera hægt að segja um sam- skipti Jónasar við mótbýlisfólk sitt á Sílalæk og svipaða af sam starfi hans við nágranna og aðra sveitunga. „Boðberi K. Þ.“ heitir vélrit- að blað, er kemur út á vegum Kaupfélags Þingeyinga. í síð- asta blaði birtist grein eftir Jónas Andrésson, sem heitir Minning. Þar segir Jónas sögu af móður sinni, sem hann unni mikið og mat hátt. Þegar Jónas var á fermingaraldri fór móðir hans, sem þá var ekkja, eitt sinn að haustlagi til Húsavíkur. Það vakti athygli hans hve döp ur hún var, er hún kvaddi. Dag inn eftir kom hún heim glöð og hress og sagði þá frá erindi sínu. Hún var í skuld við K. Þ. og gjaldeyrir ekki fyrir hendi. Erindið var að biðja kaupfélags stjórann Pétur Jónsson frá Gautlöndum ásjár. Erindislok urðu þau, sem bezt hæfðu. Full ur skilningur af hendi kaupfé- lagsstjórans sem tók erindinu með ljúfmennsku og leysti vand ann. Grein sína endar Jónas á þessa leið: „.... Hugsunarháttur henn- ar (þ. e. móður hans) og skoð- un gagnvart K. Þ. mótaði af- stöðu mína strax á ungum aldri og lífsreynsla mín hefir stað- fest, að skoðun hennar var rétt“. Þannig lét Jónas Andrésson í ljós viðhorf sitt til samvinnu- hreyfingarinna r í landinu, nokkrum dögum fyrir andlát sitt. Það er heiðríkja og birta yfir minningu hans. Ófeigsstöðum, 7. okt. 1966. Baldur Baldvinsson. GÓÐ GJÖF NÝLEGA barst fráfarandi sókn arpresti á Möðruvöllum höfð- ingleg gjöf til kirkjunnar. Kristín Kristjánsdóttir frá Ábæ og maður hennar Magnús Magnússon, sem undanfarin tíu ár hafa verið búsett á Möðru- völlum, gáfu til kirkjunnar 5 þúsund krónur til minningar um son sinn Kristján, sem lézt af slysförum 3. júlí 1959 á 48. aldursári. Kristján var ókvænt ur og bjó alla tíð með foreldr- um sínum, fyrst í átthögunum í Norðurárdal í Skagafirði, en síð ar um 8 ár á Þrastarhóli í Hörg árdal og loks frá 1956 á Möðru- völlum, er hann tók mestan hluta prestssetursins á leigu. Þau Kristín og Magnús eru nú bæði komin á níræðisaldur, en ganga sem fyrr til allra verka. Um mörg undanfarin ár hafa þau séð um slátt og hirð- ingu kirkjugarðanna á Möðru- völlum og bera þeir vott þeirr- ar umhyggju og snyrtimennsku, sem verð er athygli. Þakka svo þessa rausnarlegu gjöf til minnar gömlu kirkju. Ágúst Sigurðsson í Vallanesi. i FJÓRÐUNGSÞING Norðlend- inga var háð á Siglufirði 17. og 18. sept. sl. Hafði þá þinghald legið niðri allt frá 1962. Hins vegar hafa kaupstaðirnir hér norðanlands haldið sínar ráð- stefnur — og er ekki annað en gott eitt um að segja. Ósjaldan kann svo að virðast, sem mál- þing og ályktanir, sem þar kunna að vera gerðar, hafi litla þýðingu og fái engu áorkað. Vill og löngum reynast svo, ef þolgæði brestur og þrek til að fylgja eftir. En sé róðurinn þreyttur af kappi og aldrei slak að á, getur naumast hjá því far ið, að barningurinn beri árang- ur. Því fer fjarri, að við Norð- lendingar höldum okkar hlut gagnvart sumum landshlutum öðrum. Þarna verðum við sjálf- ir að koma til skjalanna, ef ekki á verr að fara, en orðið er. Við verðum sjálfir að hafa frum- kvæði og forystu, sjálfir hefja þá sókn, sem einhlít er til að hrinda fram hagsmunamálum okkar. Þetta verður ekki gert án samstöðu og sterkra, félags- legra átaka Norðlendinga allra, bæði til sjávar og sveita. Og það verður ekki gert án orða og ályktana — látlausrar sóknar þeirra aðila allra, sem hér eiga hagsmuna að gæta, efnahags- legra og menningarlegra. Sam- tök kaupstaða og kauptúna eru góð, svo langt sefn þau hrökkva. En þau eru ekki einhlít. Hér þurfa til að koma sterk heildar samtök Norðlendinga allra. Sízt mega sveitirnar við því að vera utanveltu. Þarna v.irðist Fjórðungssam- band Norðurlands vera kjörinn aðili til forystu og sóknar. Því er það meir en illa farið, að lítið hefur verið gert í seinni tíð til að halda lífi í þeirri stofnun. Stjórnin ekki úr hófi athafna- söm, að því er bezt verður séð. Og þegar svo loks, eftir langan svefn, er boðað til fjórðungs- þings, er þingið háð á þeim tíma, þegar sveitamenn eru í göngum og réttum, sláturtíð haf in og því borin von, að fulltrú- ar þeirra fái sótt þingið. Auð- vitað hefur það ekki verið ásetn ingur stjóimarinnar að snið- ganga sveitirnar með þessari einstöku ráðstöfun. Hér er vafa laust hugsunarleysi um að kenna, of miklum sófandahætti. í fullu samræmi við þetta er svo vitaskuld það, að hin nýja stjorn, hið nýja fjórðungsráð, er eingöngu skipað mönnum úr kaupstöðunum, — 7 mönnum Akureyringar úr leik SL. LAUGARDAG léku Akur- eyringar við Val í Bikarkeppni KSÍ. Leikar fóru svo, að Valur sigraði með 3:1, og skoruðu Valmenn 2 fyrstu mörkin á 3 fyrstu mínútum leiksins. í síð- ari hálfleik skoruðu liðin sitt markið hvort. Þetta verður því eini leikur ÍBA í Bikarkeppn- inni að þessu sinni. Það er at- hyglisvert að um mánuður líð- ur frá því ÍBA lék sinn síðasta leik í íslandsmóti og þar til lið- ið leikur í Bikarkeppninni, □ úr 5 kaupstöðum. Allir eru þeir vissulega ágætir menn. En þó er þetta naumast rétta leiðin til framdráttar þeirri hugsjón, þeirri brýnu nauðsyn, að Fjórð ungssamband Norðurlands megi verða öflug heildarsamtök Norð lendinga, svo öflug og sterk, að trauðla verði fram hjá þeim komizt né undan því ekizt, að taka til þeirra fullkomið tillit. Gísli Magnússon. Ásgeir Long sýnir á Ncrðurlandi ÁSGEIR LONG, kvikmynda- tökumaður, hefir í sumar ferð- azt um Austurland og sýnt nýj ar kvikmyndir, ásamt fyrstu myndinni sem hann gerði fyrir 15 árum. Sýningin hefst á kvik myndinni Sjómannalíf sem er 15 mínútna mynd, tekin um borð í togaranum Júlí frá Hafn arfirði, en á honum vat' Ásgeir vélstjóri í tvö ár og hafði því sérlega gott tækifæri til þess að fylgjast vel með öllum vinnu- brögðum um borð og festa þau á filmu. Er mikill fróðleikur um togaralífið í þessari stuttu mynd, en Ásgeir skýrir hana sjálfur, og nýstárlegt fyrir þá sem aldrei hafa á sjó komið að fylgjast með og sjá hvernig tog Veiðar fara fram: Næsta mynd er „Discover Ice land“, en hana gerðu þeir í fé- lagi W. A. Keith og Ásgeir fyrir Loftleiðir og er hún sýnd víða um heim í þeim tilgangi að kynna land og þjóð. Þykir mynd þessi sérlega vel gerð og dregur fram það fegursta sem landið hefir upp á að bjóða, án þess að vera öfgafull, jafnframt því sem fléttað er inn í hana ótrúlega næmri lýsingu á þjóð inni að fornu og nýju. Myndin er í enskri útgáfu þar sem hún er ekki til í íslenzkri, sýningar- tími 36 mínútur. Þriðja myndin er tekin á Reykjalundi og fjallar um fram leiðslu plast-vatnsröra. Er furðulegt að sjá hve auðvelt er í dag að leggja stórar vatns- veitur á örskömmum tíma með þessum plaströrum og hve mik ið hnjask þau þola, en í mynd- inni er sýnt hvernig sleggja dynur á samsuðu á rörinu og það brotið og sveigt án þess að suðan láti sig. Róbert Arnfinns son flytui- .skýringartexta með þessari mynd en sýningartími er 15 mínútur. Fjórða myndin er um ferð á Esju á jeppum en 12 manns úr Mosfellssveitinni fóru þessa ferð á þrem jeppum í hittið- fyrra. Mynd- þessi er örstutt eða 3% mínúta en sýnir þó nóg af lirikalegri: jeppakeyrslu. Eru það undúr að sjá hve mikið er hægt að br-ölta á jeppunum, en þeir komust að lokum allir á toppinn á Esju. Teiknaðir for- textar eru gerðir af Ragnari Lár og vékja milda kátínu hjá áhorfendum. Síðasta myndin heitir Labbað um Lónsöræfi og er ferðasaga 12 ungmenna, en Ásgeir fékk þetta fólk með sér í þessa hrika legu ferð í fyrrasumar. Flest af fólkinu var þaulæft fjallafólk og kemur vel fram' í myndinni hve nauðsynlegt er að hafa all- an útbúnað í lagi. Þessi mynd heldur athygli áhorfandans óskertri frá upphafi til enda. □ Áfkastamikill DALAMENN. Æviskrár 1703—1961. III. bindi. — Tekið hefur satnan Jón Guðnason. Reykjavík 1986. SÉRA Jón Guðnason hefur með þessari bók lokið hinu geysi- mikla mannfræðiriti sínu um Dalamenn, sem er alls hátt í 1600 þéttprentaðar blaðsíður, en áður hafði hann gefið út álíka rit um Strandamenn nær- fellt 700 bls. Eru bækur þessar samanlagt einhverjar mestu mannfræðibækur, sem skrásett ar hafa verið á íslenzka tungu, þegar undan eru teknar íslenzk ar æviskrár, sem bókmennta- félagið gaf út í fimm bindum og Páll Eggert Ólason hafði saman tekið. En í því riti átti séra Jón einnig um 300 bls. við'bót. Enn má geta þess, að séra Jón hefur þessi árin haft í smíðum mikið rit: íslenkir samtíðarmenn ásamt Pétri Haraldssyni, en af því er komið eitt bindi á fimmta hundrað blaðsíður og annað væntanlega bráðlega. Má því örugglega gera ráð fyrir, að hlutur séra Jóns í þessum rit- verkum öllum sé orðinn um 3 þús. blaðsíður, og er þetta engin smáræðis uppskera af starfi eins manns um rösklega 10 ára bil, eða eftir það að flestir menn fara að létta af sér störfum. Séra Jón fer öfugt að. Eins og allir miklir íþróttamenn að fornu og nýju herðir hann á sprettinum eftir því sem nær dregur markinu. Og það er svo sem ekki eins og verið sé að skrifa skáldsögu, eða eitthvað léttmeti. Hver þátt ur er mælir skekinn og fleyti- fullur af samandi-egnum fróð- leik: ættvísi, ártölum, byggða- sögu og mannfræðilegum upp- lýsingum, þar sem hvert atriði liefur kostað stundum ótrúlega mikið verk og yfirlegu að finna. Þegar þessa er gætt, eru afköst séra Jóns orðin undramikil á þessu sviði, og er þetta eitt dæmi um, hversu miklu má koma í verk, þegar menn hafa ást á viðfangsefninu. En með því móti einu verða afreksverk unnin. í hinum fyrri bindum Dala- manna er búendatal á jörðum, eftir því sem heimildir eru finn anlegar um á árabilinu 1703— 1960, þar sem jafnframt er getið æviatriða og afkomenda hvers manns. Er þetta að því leyti að- gengilegra form en venjulegar ættartölur, að þarna kemur byggðasagan betur í ljós í sam- hengi. Hins vegar koma kannske ekki allir einstaklingar til skila, sem þarna hafa háð sitt lífsstríð, einkum ef þeir hafa ekki haft ráð á jarðar- skika. Þó eru þeir ekki ýkja- margir, sem undan dregur. Stórkostlega eykur það gildi þessa rits, að þarna eru varð- veittar myndir af miklum fjölda manna, sem til var náð, en þorri þessara mynda mundi annars eiga efth' að týnast. Er þetta út um bændur og alþýðumenn, sem seinlegra var að finna heimildir um og því stórum erfiðara að semja og þó jafn- skylt, því að: . . vittu það heimur, að hér er það lið, sem hélt þér við ættjörð, er mest lá þér við og stórmenni sögunnar sváfu. Rit séra Jóns Guðnasonar er grundvallarrit á sínu sviði og mun þykja þeim mun merki- legra sem lengri stundir líða, og þyrfti að gera álíka skrár um allar byggðir þessa lands. Ekki efa ég að allir Dalamenn munu kaupa rit þetta, en það munu miklu fleiri gera, allir, sem ís- lenzkum fræðum unna. Þetta er ein af þeim bókum, sem líkleg er að seljast upp fyrr en vonum varir og komast í mikið verð, þegar tímar líða. Séra Jón hefur á þessum vettvangi unnið dýrmætt verk, sem seint vérður fullþakkað. Njóti hann heill handa! Benjamín Kristjánsson. Um Hagráð og fleira Á SÍÐASTA Alþingi voru sam þykkt lög um Framkvæmdasjóð íslands, Efnahagsstofnun og Hagráð. Með lögum þessum var Framkvæmdabankinn lagður niður, en Framkvæmdasjóður- inn tekur við eignum hans og skuldbindingum. Efnahagsstofn uninni er ætlað svipað hlutverk og hún hefir áður haft án laga- setningar en ríkissjóður, Seðla- bankinn og Framkvæmdasjóð- ur gera sín á milli samning um stjórn hennar og greiða kostn- aðinn, en forstjóri (Jónas Har- alz) er þó skipaður af forsætis- ráðherra. Aðal nýmæli laganna er hið svonefnda Hagráð, sem er skipað 22 mönnum, en sam- kvæmt 17. gr. laganna er það „vettvangur, þar sem fulltrúar stjórnarvalda, atvinnuvega og stéttarsamtaka geti haft samráð og skipzt á skoðunum um meg- instefnuna í efnahagsmálum hverju sinni.“ Þetta er valda- laus samkoma, en senda skal ríkisstjórninni skýrslu um um- ræður, er þar fara fram. í Hagráði eiga sæti 2 ráðherr ar og fulltrúar frá eftirtöldum aðilum, einn frá hverjum: 1. Alþýðusambandi Islands. 2. Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. 3. Farmanna- óg fiskimanna- sambandi fslands. 4. Félagi ísl. iðnrekanda. 5. Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. s 6. Landssambandi iðnaðar- manna. 7. Landssambandi ísl. útvegs- manna. 8. Landssambandi ísl. verzlun armanna. 9. Sambandi ísl. sveitarfélaga. 10. Sjómannasambandi íslands. 11. Stéttarsambandi bænda. 12. Stéttarsambandi fiskiðnað- arins. 13. Alþýðubandalaginu. 14. Alþýðuflokknum. 15. Framsóknarflokknum. 16. Sjálfstæðisflokknum. 1 17. Verkamannasambandi ís- lands. 18. Verzlunarráði fslands. 19. Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna. 20. Vinnuveitandasambandi ís- lands. í ágústmánuði sl. hélt Hagráð svo fyrsta fund sinn, og lá þá fyrir hin fyrsta skýrsla til þess frá Efnahagsstofnuninni um „ástand og horfur í efnahags- málum.“ Lítið hefir heyrzt um viðræður á fundi þessum, en um skýrsluna hefir Ólafur Grímsson hagfræðingur ritað skilmerkilega í Tímanum 17., 20. og 23. sept. sl. I Skýrslan til Hagráðs. Skýrslan til Hagráðs er all- mikið plagg, nálega 80 bls. vél- ritaðar. Rúmlega helmingúr hennar eru talnatöflur ýmiskón ar um þróun efnahagsmála á arunum 1960—65, en jafnframt kom fram í ský rslunni hug- leiðingai' Efnahagsstofnunariitn ar og túlkun á þeirri þróun. Öll er þessi skýrsla, svo sem vænta má, saminn á fræðimáli hag- fræðinga, og nokkuð torskilin sumstaðar ólærðum mönnum á því sviði. En glöggt kemur það fram, að hinn svonefndi „hag- vöxtur" undanfarinna ára staf- ar fyrst og fremst af hinum mikla sjávarafla og að dýrtíð hefir aukizt hér miklu meir en í öðrum löndum, sem um getur, (Framhald á blaðsíðu 7.) fræðimaður af fyrir sig ómetanlegt björg- unarstarf. í þessu III. bindi Dalamanna eru um 1100 ævi- skrár þeirra, sem fæddir eru í Dalasýslu en flutzt hafa úr hér- ]! Séra BENJAMÍN !| skrifar um i: bækur aðinu, og æviskrár 720 manna, sem horfið hafa vestur um haf. Fjöldamargar myndir eru og af þessu fólki og'greinargóðar ævi sögur. Þetta mikla ritverk séra Jóns er sniðið í líkt form og íslenzk- ar æviskrár. En þar sem Páll Eggert Ólason valdi einkum í sitt rit æviskrár lærðra manna og nafnkunnra og fylgdi að mestu því, sem um þá hafði verið ritað í æviminningum og greinum, fjallar rit séra Jóns

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.