Dagur - 02.11.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 02.11.1966, Blaðsíða 2
2 Rafveiiustjórinn, Knútur Otter stedt sendir eftirfarandi: „Út af grein í „Fokdreifum“ í Degi 29. okt. sl. vil ég upplýsa að skurður sá, sem grafinn var í Þórunnarstræti milli Bjarka- stígs og Hamarstígs, er Raf- veitu Akureyrar með öllu óvið komandi. Vegna framkvæmda við hol- ræsi í Þórunnarstræti var far- ið fram á það við rafveituna að fá að færa háspennustreng þann, sem þarna liggur frá gamalli tíð, og var það leyfi að sjálfsögðu veitt, en rafveitan fór jafnframt fram á að streng- urinn yrði færður á endanleg- an stað þ. e. í væntanlega gang stéttarlínu, en eins og íbúum við götuna mun nú vera kunn- ugt, er fyrirhugað að breikka götuna til vesturs um 3,5 metra. Án fyrirskipunar rafveitunn- ar var síðan grafið ofan af strengnum og síðan hefir stað- ið á því að viðkomandi aðilar, sem hafa á hendi þessar fram- kvæmdir, töluðu við húseig- endur vestan götunnar um það að þeir myndu missa þessa 3,5 m. af lóðum sínum svo og að leggja þyrfti áðurnefndan há- spennustreng í lóðum þeirra þangað til gatan yrði breikkuð. JÉg vil ennfremur upplýsa það að við erum einnig lítt hrifnir af því að láta háspennustrengi okkar liggja svo lengi, sem hér hefir verið gert, óvarða fyrir ágangi og hefðum heldur kosið að beðið hefði verið með að grafa ofan af strengnum þangað til gengið hefði verið frá þess- um málum við lóðareigendur vestan götunnar. Þetta hefði „heimilisfaðir“ getað kynnt sér með því t. d. að snúa sér beint til mín“. Knútur Otterstedt. „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA---------------“ Það er sjálfsagt margt, sem litli höfuðstaðurinn norðan- lands, getur lært af þeim „stóra“ syðra,----eða a. m. k. ætti það svo að vera. Á eitt slíkt vil ég minnast hér: Það er umhyggja fyrir börnum á síðr kvöldum. Frásagnir og góð við töl í útvarpi minna á reglur um útivist barna á kvöldin og hvað í Reykjavík er gert, til þess, að þeim nauðsynja fyrirmælum sé hlýtt. í þessu blaði og víða hér hefur oft verið á það minnzt, hver hætta getur verið því sam fara, að börn, jafnvel smábörn, séu að þvælast og ólátast úti löngu eftir að þau, lögum og reglum samkvæmt, ættu að vera komin heim og jafnvel í bólið sitt. Auk þess, sem það er engum hollt, að virða að vettugi settar reglur, eru þess mýmörg dæmi, að einmitt í solli síðkvöld anna leiðast börn og unglingar til margs ills, — til óknytta, er síðar leiða til afbrota og glæpa verka. Mér skilst, að í Reykjavík sé ákveðin, samtakahreyfing í þá . átt að taka fyrir ósómann, byrgja brunninn, og árangur virðist nú þegar allgóður. Tak- ist samvinna með foreldrum, barnaverndarnefnd, kennurum og lögreglu um þessi mál, er öruggt um mikla bót frá því, sem nú er hér í bæ og jafnvel fullnaðarsigur á ósómanum. En eins og nú horfir virðast •þessi samtök engin, og aðilar án þeirra næsta máttvana. Þótt sumir foreldrar skilji nauðsyn þess, að börn þeirra hlíti þess- um reglum — alls vegna — og berjist við að ná börnum sín- um inn á réttum tíma, kostar það oft mörg orð, óvild og reiði, þegar börnin í næsta húsi leika lausum hala áfram, oft með háðsyrði og ókurteisi gagnvart þeim, sem inn hverfa, — börn- um og forráðamönnum þeirra. Stundum kenna börnin foreldr unum um, þetta sé bara frekja úr þeim, sjá ekki og trúa stund um ekki, að um nokkra mikils- verða, almenna reglu sé að ræða. Fengju foreldrar öðru hvoru stuðning utan frá, t. d. með áminningu í útvarpi, frá lögreglu, eða viðreisnarstjórn- inni sjálfri, gæti það orðið þeim velviljuðu ómetanleg hjálp. Þótt kennarar minni nemendur sína á reglurnar, þótt lögreglu- þjónn segi einu og tveimur að fara nú heim til mömmu, nær það skammt, ef samtökin vanta. Eðlilegt sýnist, að barnavernd- arnefnd hafi forgöngu í þessu máli, reyni að efna til samtaka, t. d. með viðtali með bæjar- stjórn og lögreglu og síðan með almennum borgarafundi. Mun þetta ekki Akureyringum fært eins og Reykvíkingum? Nauð- syn aðgerða er ekkert efamál. 31. okt. 1966 Jónas í Brekknakoti. SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). vík, að hún ber sig ekki í sam- keppni við óhindraðan innflutn ing. Stjórnin skipaði fyrir nokkru nefnd til að athuga þetta mál og flytja síðan á Al- þingi frumvarp þess efnis, að þessi grein iðnaðarins skuli fá verðuppbót frá sjávarútvegin- um, sem síðan verður að fá verðuppbætur úr ríkissjóði. Á að leggja skatt á innflutt veiðar færi til að fá fé í verðuppbót handa iðnaðinum ca. 3 millj. kr. Ýmsum finnst einfaldara að greiða þessa uppbót til Hamp- iðjunnar beint úr ríkissjóði enda hefir einn nefndarmanna, Árni Vilhjálmsson prófessor, lagt til, að þannig verði að farið. BÓKAMIÐLUN Rétt er að vekja athygli á því, að hér á Akureyri, nánar tiltek ið í Lönguhlíð 2 í Glerárhverfi fer fram bókamiðlun, kaup og sala eldri bóka og tímarita. Enn finnast gamlar bækur á háloft- um eða í kössum, sem einlivern daginn þarf að færa til eða fjar lægja. Leiðin liggur oft upp á öskuhaugana með þetta gamla dót. En nú er athugandi, hvort ekki er betra að skipta á hinuni ýmsu heftinn, kannski ósam- stæðum og bókum eða heftum annarra rita, sem e. t. v. er áhugi að eiga samstæð en vant- ar í meira eða minna. Margir eru kaupendur gamalla bóka og þess ættu menn að minnast. Sími bókamiðlunarinnar er 12331 og sá, sem hana annast er Jóhannes Óli Sæmundsson, fyrrum námsstjóri. MEIRA UM ÞINGSÆTI MAGNÚSAR Dagur vill hér með leiðrétta það, sem sagt var af vangá í blaðinu, að Sjálfstæðisflokkur- - RÖNG STEFNA (Framhald af blaðsíðu 4). einstaklingar verða að vinna fleiri klukkustundir á degi hverjum til að afla sér og sínum lífsUauðsynja. Hajjpa- og glappastefnan er orðin skjaldarmerki núverandi ríkisstjónar inn á við, auð- mýkt og jafnvel undirlægju- háttur út á við. Slíkri stjórn ber að hafna í næstu kosn- inn gæti sett Magnús fjármála- ráðherra á „raðaðan iandlista“. Þetta var svo til skamnis tíma í kosningalögum, en uppstill- ing á röðuðum landlista mun hafa verið afnumin í lögimi þcim, er nú gilda. Einföld trygg ing á uppbótarsæti Magnúsar, ef hann þyrfti slíks með, yrði því að nægja, nema Sjálfstæðis menn vilji setja hann í efsta sæti listans, eins og Alþýðu- maðurinn leggur til. -SPURT OG SVARAÐ (Framhald af blaðsíðu 1) kenndi, þessi löglærði og að ýmsu leyti skynsami óhappa- maður í íslenzkri stjómmála- forystu, sem búið er að segja honum margsinnis undanfarin ár, að það er ekki einfalt mál eða sjálfsagt að framkvæma hagfræðikenningar iðnaðarstór veldanna hjá hinni fámennu ís- lenzku þjóð og við þá stað- hætti, sem hér ríkja. En sá skilningur eða viðurkenning, sem hér kemur fram, er búin að vera helzt til lengi á leið- inni. Sagan endurtekur sig. Bjami Benediktsson var líka lengi að gera sér grein fyrir því, að það væri rétt, sem Hermann Jónasson sagði fyrir 10 árum, að gott væri fyrir ríkisstjóm og engin óvirðing gagnvart AI- þingi, að hafa samráð við ís- lenzk stéttarsamtök um lausn efnahagsmála. Q - KJÖRDÆMISÞING (Framhald af blaðsíðu 1). mest um 40 á dag en þó margir lítið. Hlé hefur verið á síldveiðun- um og óhemju mikið að gera hjá Flugfélagi íslands, þar sem fjöldi sjómanna hélt heimleiðis á meðan. Þessi mikla umferð minnir enn á þörfina á bættri aðstöðu á Egilsstaðaflugvelli. Þar er flugstöðvarhús búið að vera á þriðja ár í smíðum og er enn ekki lokið. Húsið er aðeins fokhelt og í lélegu gripahúsa- ástandi. Ennfremur þarf að endurbæta aðalflugbrautina með varanlegu slitlagi. N. S. Oskum eftir að kaupa notaða BARNAKERRU við vægu verði. Ujjpl. í síma 4-11-26. Dúmbó-sextett og Steini frá Akranesi. /Eskulýðsdansleikur í Laugarborg UNGMENNASAMBAND Eyja fjarðar efnir til æskulýðsdans- leiks í samvinnu við Samband eyfirzkra kvenna í Laugar- borg n. k. laugardag, 5. þ. m. klukkan 9 e. h. Hin vinsæla hljómsveit Dúmbó-sextett og Steini frá Akranesi koma norð- ur og sjá um fjörið. Þessi dansleikur, sem ætlað- ur er æskufólki 14 ára og eldra, er liður í þeirri viðleitni Ung- mennasambandsins, að halda uppi menningarlegu skemmt- analífi. Þeirri reglu verður stranglega fylgt, að áfengi verði algjörlega útilokað frá dans- leiknum og eftirlit verður haft með því að fólk fari ekki inn á dansstað öðruvísi en snyrtilega klætt. Fólk er minnt á að sýna full- gild nafnskírteini þ. e. með mynd. Aðgöngumiðapantanir og forsala þeirra verður í Bóka búð Jóhanns Valdimarssonar Akureyri sími 12734 frá fimmtu deginum 3. þ. m. — Sætaferðir HERBERGI ÓSKAST til leigu nú þegar. Upjil. í síma 1-10-55. Stefán Asgrímsson. ÍBÚÐ ÓSKAST 2ja til 3ja herergja íbúð óskast til leigu. F y r irf ramgre iðsl a. Tobías Jóhannesson, sími 2-10-75. Tveggja eða þriggja her- bergja ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu, sem fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Ujjpl. í síma 1-18-30 á daginn og 2-12-86 á kvöldin. Ungur, ábyggilegur mað- ur óskar að taka á a LEIGU HERBERGI eða litla íbúð. Vinsamlegast hringið í sínia 1-28-17. (Radiovinnustofa) GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ verða frá Ferðaskrifstofunni Túngötu 1 Akureyri. Q TILBOÐ ÓSKAST í bifreiðina A—1788, í því ástandi sem hún er í eftir veltu. Tilboð skilist til Svavars Jóhannssonar, Spítalaveg 11. DODGE SENDIFERÐA- BIFREIÐ, árg. 1952, er til sölu til niðurrifs, annað hvort eins og hún er, eða í pörtum. Upplýsingar veitir Ólafur Héðinsson, Hrafnagilsstræti 23. TIL SÖLU: Nýlegur Bronco, ný Austin Gipsy og Renault R 8, árg. 1965. Góðir greiðsluskilmálar. Kristján P. Guðmundsson Sími 1-29-19. Heimasími 1-18-76. *:H:*S:t5E:S;.T ÓSKILALAMB í haust var mér undirrit- uðum dæmt lamb í slátur- húsi Svalbarðseyrar, með marki: vaglskora fr. h. og biti fr. v. Lamb þetta á ég ekki. Getur því réttur eigandi helgað sér það, • og- vitjað verðsins gegn greiðslu á kostnaði á þess- ari auglýsingu. Tryggvi Sigmundsson, Ytra-Hóli I, Öng.hr. S AUÐFJÁRBÖÐUN! Ákveðið er að sauðfjár- böðun fyrir Akureyrar- umdæmi fari fram við skilarétt bæjarins laugar- daginn 5. þ. m. fyrir alla fjáreigendur innan Gler- ár, sem þess óska. — Þeir utan Glerár og á býlunum efra, sem hefðu hug á að nota sér þægóðu aðstöðu, sem þarna er fyrir hendi, hafi samband' við undir- ritaðan sem fyrst. Anton Jónsson, Naustum. Sími 1-29-58. xngum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.