Dagur - 16.11.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 16.11.1966, Blaðsíða 2
2 I Miniizt tveggja íþróttaleiðtoga Saga Jónsdóttir, Rósa Júlíusdóttir, Sæmundur Guðvinsson — 5 sýningar búnar, við ágætar undirtektir og aðsókn. Sjötta sýningin var í gærkveldi. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson) Þrjár Setbergsbæknr NÝLEGA eru gengnir til hinztu hvíldar tveir af atkvæðamestu og kunnustu leiðtogum þjóðar- innar í íþróttamálum, þeir Benedikt G. Waage heíðursfor- seti Í.S.Í. og Erlingur Pálsson formaður Sundsambands ís- lands. Þeir áttu báðir marga kunningja og vildarvini á Norð urlandi sem og víða um land vegna samstarfs og fyrir- greiðslu um íþróttamálin. Erlingur Pálsson lézt í Reykja vík 22. okt. sl. tæplega 72 ára að aldri og var útför hans gerð á veglegan hátt 28. sama mán- uðar. Hann var sundmaður svo að af bar og um skeið mun eng inn hér á landi hafa verið hon- um jafnsnjall í þeirri grein íþrótta. Ungir menn dáðu hann mjög á þeim árum, er hann var sigurvegari í Nýárssundinu og er hann sannaði með Drang- eyjarsundi sínu, að afrek Grett is Ásmundssonar hafði getað verið veruleiki. Erlingur var formaður Sund sambands íslands og munu aðr ir vart hafa komið til greina meðan hans naut við. Hann var einnig lengi í stjórn Í.S.Í. og um skeið varaforseti þess. Mörg önnur trúnaðarstörf voru hon- um falin einkum af íþróttamönn um og samstarfsmönnum hans í lögreglu Reykjavíkur. Hann var einnig þjóðkunnur sem yfir lögregluþjónn borgarinnar og ávann sér hylli og traust í því vandasama starfi. Ég kynntist Erlingi fyrst í Sundlaugunum í Reykjavík á íþróttanámskeiði U.M.F.Í. 1915. Þá var hann nýkominn frá námi í Englandi og mun kennsla hans á þéssu námskeiði hafa verið sú fyrsta eftir heim- komuna. Eigum við, sem vor- um þátttakendur í þessu nám- skeiði góðar endurminningar frá þeim tíma. Erlingur var vel heima í forn um fræðum og vitnaði oft til hetjusagna fyrri tíma. Við, sem kynntumst honum á íþrótta- þingum og mótum, um áratugi geymum minningu um hetju okkar tíma, um rammíslenzkan drengskaparmann, hugljúfan og háttprúðan. Benedikt G. Waage lézt í Reykjavík nokkru síðar eða 8. nóv. sl. og fór útför hans fram 11. sama mánuðar. íþróttasam- band íslands sá um útförina, sem fór mjög virðulega fram. Benedikt var eins konar kynd ilberi íþróttastarfseminnar í landinu mestan hluta þessarar aldar. Ásamt fleiri áhugamönn- um gekkst hann fyrir stofnun íþróttasambands íslands fyrir 55 árum, var lengst af í stjórn þess og forseti þess í 37 ár. Er hann dró sig í hlé sem forseti 1962, var hann einróma kjörinn heiðursfélagi sambandsins. Fylgdist hann vel með störf- um Í.S.Í. til hinztu stundar. Benedikt var eigi aðeins þjóð- kunnur maður sem forseti Í.S.Í. og fjölhæfur afburðamaður í íþróttum, heldur einnig mjög víða þekktur erlendis vegna þátttöku í Alþjóða-Olympíu- nefndinni, þar sem hann hefur um langt skeið verið fulltrúi íþróttasambands íslands, lagt metnað sinn í að halda uppi heiðri þjóðar sinnar og greiða götu íslenzkra íþróttamanna á erlendum vettvangi. Ég minnist Benedikts ekki sízt frá þeim tíma, er f.S.f. var eignalaust og heimilislaust, öll íþi’óttafélög urðu að halda uppi æfingum við mjög frumstæð skilyrði og fjárhagsaðstoð frá opinberum aðilum var mjög við nögl skorin. Þá var skrifstofa Benedikts í Verzluninni Áfram jafnframt skrifstofu Í.S.Í. og hún var opin fyrir okkur, sem um langan veg komum til borg arinnar, svo lengi sem verzlun- in var opin og jafnvel lengur stundum. Hugur hans allur var svo fast tengdur þessum áhuga málum að ekki kom til greina að mæla eða meta stað eða stund. Þegar við berum saman þá aðstöðu, sem nú er víða orðin til íþróttaiðkana við þá, sem var á þeim tíma, þá er ekki ósanngjarnt að renna huganum til þeirra manna, sem með sí- vakandi áhuga og þrotlausu starfi, venjulega án nokkurra launa, plægðu akurinn. BIRT hefir verið stjórnmála- yfiflýsing frá nýafstöðnu þingi Sambands ungra jafnaðar- manna. í þessari ályktun hinna ungu Alþýðuflokksmanna kem ur fram allhörð gagnrýni á stjórnarfarið í landinu og getu- leysi núverandi ríkisstjórnar. Hér fara á eftir nokkur sýnis- horn orðrétt: „Þingið harmar þá miklu dýr tíð og verðbólgu, er geisað hefir hér á Iandi síðustu árin. Það lýsir vonbrigðum sínum vegna getuleysis ríkisstjómarinnar í þeim efnum-------- „Það (þing S.U.J.) lýsir and- stöðu sinni við hina gengdar- lausu sóun gjaldeyrisvarasjóðs- ins og krefst þess, að nokkurt taumhald verði haft á notkun lians----- „Þingið fordæmir hið svívirði lega brask á íbúðarhúsnæði al- mennings, sem fram fer hemju- laust og krefst þess, að gripið verði strax í taumana------ „21. þing S.U.J. fordæmir þau tollsvik, sem nú tíðkast og tíðk- azt hafa um langt skeið------“. „21. þing S.U.J. telur ástand heilbrigðismála svo ábótavant, að ekki megi lengur dragast að hefjast lianda úm verulegar endurbætur og nýskipan þeirra mála. Telur þingið nauðsynlegt, að mál þessi verði tekin fastari tökum en nú er gert--------“. Fjöldamargir æskumenn þeirra tíma, er komu utan af landi til Reykjavíkur, minnast fyrirgreiðslu Benedikts G. Waage. Það var uppörvandi fyr ir ókunna og oft óframfærna pilta að fá leiðbeiningar og ráð leggingar hjá Benedikt, sem ávallt var það hugstæðara að hvetja en letja. Þegar fimleikaflokkur frá Ak ureyri fór til Reykjavíkur 1929, hvatti hann mjög til þeirrar ferðar. Réði það úrslitum, þó flestir aðrir legðust á móti. Við munum seint gleyma fyi’ir- greiðslu Benedikts G. Waage í sambandi við þá fei-ð. Það mun hafa vex-ið ósjaldan á þeim ár- um, sem Benedikt G. Waage veitti svipaðar fyrirgreiðslur. Með tilliti til þess, sem hér hef- ur verið drepið á mun víðs veg ar af landinu hafa verið beint hlýhug til Benedikts, þegar hann var til gx-afar borinn. Hreint og bjart yfii’bragð, fi’jálsleg og prúð framkoma ein kenndi báða þessa afi’eksmenn, sem hér hefur vei’ið lítillega minnzt. Síðast þxýstu þeir hönd mína á Reykjavíkurflug- velli í september sl. Þegar ég hripa þessar línur, finnst mér sem yl leggi frá handtaki þeiri’a enn. Ármann Dalmannsson. „21. þing S.U.J. harmar þá fálmkenndu stjóm, er verið hef ir á dómsmálum í landinu síð- ustu árin-----“. „21. þing S.U.J. mótmælir og varar við því að ýmsar öflugar þjóðfélagsstofnanir og embættis menn í háum trúnaðarstöðum nái í sínar liendur æ meira af því valdi, sem þjóðin liefir feng ið í hendur Alþingi og alþingis mönnum og öðrum kjörnum trúnaðarmönnum--------“. „21. þing S.U.J. telur nauð- synlegt, að eðlileg endumýjun eigi sér jafnan stað í röðum þeirra, sem til opinberra trún- aðarstarfa veljast af hálfu Al- þýðuflokksins-----“. Það skal endurtekið, að öll framangreind ummæli eru tek- in orðrétt upp úr þingsályktun- um ungra Alþýðuflokksmanna. Þetta er sem sé ekki ádeila frá stjórnarandstöðuflokkunum heldur yngri kynslóðinni í öðr- um stuðningsflokki ríkisstjórn- arinnar. Enginn furða, að hinir ungu menn, sem að þessu standa, vilji láta „endurnýja" Alþýðu- flokkinn á Alþingi. Einhvei-jum hlýtur að vera heitt í hamsi í Alþýðuflokkn- um um þessar mundir. Enda hlýtur þjónustan við „ei’kióvin- ina“ að vei’a orðin löng og ströng þeim, sem áhuga hafa á framtíð flokksins. □ BLAÐINU hafa borizt þrjár góðar bækui’, sem Setberg, Reykjavík, hefur sent frá sér á þessu hausti. Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrra bindi, hafa þegar hlotið mikla eftirtekt og opinberar umræðui’. Bókin er í 13 köflum, 240 blaðsíður að stærð og fylgir henni nafnaski’á. Stefán Jóhann er Eyfii’ðingur að ætt, lögfræðingur að mennt- un, einn af kunnustu stjórn- málamönnum þessa lands á fyi’ra helmingi aldarinnar, al- þingismaður, formaður Alþýðu flokksins, í’áðherra, m. a. for- sætisráðherra 1947—1949, sendi herx-a o. s. frv. Bók Stefáns segir frá upp- vaxtar- og skólaárum höfund- ar en þó meira af vettvangi fé- lagsmála og stjóx-nmála í land- inu á miklum bi-eytingatímum. Hún er pi’ýdd allmörgum mynd um. Abraham Lincoln Bandaríkja foi’seti er þýdd af Freysteini Gunnarssyni, en höfundur er Nina Brown Baker. Af nafni Linsolns Bandaríkjafoi’seta, hins sextánda í röðinni, stafar mikill ljómi, og um hann hafa verið ski-ifaðar margar bækur. Hann var virtur maður, karl- menni og drengskaparmaður, höfði hæn’i en aðrir menn, þjóð hetja og stolt sinnar voldugu þjóðai’, dáður um heim allan. Hver bók um hann er hollur lestur og mannbætandi. Bókin er 114 blaðsíður, myndum pi’ýdd. Strokið um strengi, er þriðja Setbergsbókin. Hún er minn- ingabók Þórarins Guðmunds- sonar fiðluleikara og tónskálds, skráð af Ingólfi Kristjánssyni. Bókin skiptist í 22 kafla, er sam tals um 250 bls. og í henni fjöldi mynda. Strokið um strengi er ekki aðeins ævisaga tónlistarmanns, heldur einnig saga tónlistar á íslandi á okkar öld. Þórarinn Guðmundsson var fyrsti ís- lenzki fiðluleikarinn, sem lauk prófi í sinni listgrein við erlend an tónlistarháskóla og á sjálfur verulegan þátt í aukinni tón- mennt þjóðar sinnar sem hljóð- færaleikai’i, tónskáld, hljóm- sveitarstjóri og kennari. ' Q Dráttarvélaslysin SÍÐAN 1958 er talið að hafi orð ið 23 banaslys á dráttarvélum, þar af 5 á yfirstandandi ári. Flest þessara banaslysa hafa hent unglinga á aldrinum 14— 15 ára, svo og fullorðna. Bent hefur verið á það, að lögin frá 1958 kveði á um, að enginn megi afhenda dréttarvél til sölu nema með hlífðargrindum, en deilt er um, hvoi’t taka megi þá grind af eftir að kaupin hafa verið gerð. Sé svo gert, ná ekki reglurnar tilgangi sínum. í lögum segir erinfremur, að þeir, sem náð hafi 16 ára aldri megi aka dráttarvélum á veg- um úti. Hins végar er ekki ákvæði um aldurstakmark þeii-ra, sem slíkum tækjum aka á túnum eða á öðrum stöðum utan vegar. Hin tíðu dráttarvélaslys ættu að opna augu manna fyrir því, að finna vei’ður nýjar leiðir til öryggis. Q - ÁBURÐARMÁLIN (Framhald af blaðsíðu 1) framleitt kornaðan, kalkríkan köfnunarefnisáburð. 3. Fundurinn telur að breyta eigi eignar- og umráðarétti Á- burðarverksmiðjunnar í það, að vei’ða einvöi’ðungu í-íkiseign, enda verði þá rekstur verk- smiðjunnar og framleiðsla henn ar miðuð einvöx’ungu við það, sem hagkvæmast reynist hverju sinni fyrir landbúnað- inn, og félagssamtökum bænda ætluð eðlileg hlutdeild í stjórn véi’ksmiðjunnar“. Allir vegir á Austurlandi voru opnir í gær. V. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.