Dagur - 16.11.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 16.11.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Baráttan við hungrið FYRIR RÚMU ÁRI voru íbúar jarðar taldir 3,825 milljónir, samkv. opinberri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna. f sömu skýrslu segir, að íbúum jarðar íjölgi um 180 þús. á degi hverjum. Matvælaframleiðslan í heiminum vex, en þó ekki örar en svo, að mikill hluti mannkyns líður af næringarskorti og sjúkdómum, sem af honum stafar. Hungurvofan er því hinn sanni ógnvaldur og áður, þrátt fyrir allar framleiðsluframfarir og að vísindin hafa verið notuð í baráttunni við að fullnægja frum- þörfum mannsins, fæðuöfluninni. I>ær fréttir berast, að Bandaríkja- menn hyggist nú gera stórátök í þess um málum á þann hátt, að vinna matvæli í stórum stíl úr fiskimjöli. Og á þingi Sameinuðu ])jóðanna hafa 15 þjóðir, þcirra á meðal ís- lendingar, borið fram tillögur um miklar rannsóknir á auðlindum hafs ins með aukna matvælaframleiðslu í huga. Á sama tíma minnast menn tilrauna Magnúsar Andréssonar í Afríku, en hann hefur fundið upp aðferð til að gjörnýta fiskúrgang til manneldis. Þar er eggjahvítuskort- urinn tilfinnanlegur, eins og í fleiri vanþróuðum löndum. í leit sinni að fæðutegundum, einkum eggjahvítuefnum, hefur athyglin beinzt að hafsvæðunum með sínu óþrotlega magni af svifdýrum og öðrum lægri vatnalífverum. Til dæmis eru þörungarnir flestum plöntum betri eggjahvítuverksmiðj- ur. Veiði fiskitegunda fer víða þverr- andi, þrátt fyrir fullkomnari veiði- tækni, en talið er, að úthöfin séu þrátt fyrir það hinir miklu nægtar- brunnar framtíðarinnar, vegna hinna smærri lífvera. Á meðan íslendingar ausa síld úr sjó í þúsunda tonna tali á dag, ýlda hana um borð í dýrum veiðiskipum sínum og vinna síðan úr henni loð- dýrafóður, áburð og iðnaðarlýsi, hálfsvelta milljónaþjóðir í öðrum heimsálfum og líða af „næringar- sjúkdómum“, sem síldar- og fisk- afurðir er hreinn læknisdómur við. Ákall framtíðarinnar er ekki aukin vopnaframleiðsla eða skildar grein- ar, heldur meiri og betri fæða handa ölluin jarðarbúum. ísland getur stát að af minnstum bamadauða og öll Norðurlöndin af langlífi þegna sinna. En á meðan við eyðileggjum að verulegu leyti gífurlegt magn þeirra beztu fæðutegundar, sem úr sjó kemur og aðrir svelta, erum við of skammt á veg komnir. □ Jökulsá á Breiðamerkursandi, og hluti af Breiðamerkurjökli. Brúin yfir ána kemur af eyrartangan- um vestan megin árinnar. Á sandinum sézt snjór í lægðum. Bak við jökulinn sjást fjöll í Suðursveit. Sagt frá Öræfasveit Staðhættir — Saga. ÖRÆF AS VEITIN í Austur- Skaftafellssýslu er frá náttúr- unnar hendi einhver einangrað asta sveit á landinu. Eyðisand- ar og stórár skilja hana frá öðr- um byggðum, Breiðamerku- sandur að austan og Skeiðarár- sandur að vestan. Bak við sveit ina rís ÖræfajökuII, en í suðri er hafnlaus strönd. Þetta byggðarlag var að fomu kallað Hérað milli sanda eða Litla-Hérað. Það var kjarni Svínfellingagoðorðs og Svína- fell höfuðból ættar þeirrar, sem við þann bæ er kennd. Hin fagra byggð Héraðs milli sanda galt mikið afhroð af eyðingar- mætti eldgosa úr Öræfajökli, einkum árið 1362. Ösku- og vikurlag frá því gosi er talið eitt hið mesta, sem orðið hefur á íslandi síðan sögur hófust. Þegar byggðin reis úr rúst- um eftir þetta eldgos, var hún nefnd Öræfi og hefur borið það nafn síðan. Þetta nafn felur þó ekki í sér fullkomna lýsingu á sveitinni. Þar er til stórbrotin náttúrufegurð og hvergi á fs- landi eru andstæður í ríki nátt- úrunnar skarpari en þar. Þessu til sönnunnar skal það nefnt, að á vestustu bæjum sveitarinnar ber fyrir augu í senn gróðursæl tún, hlíðar skrýddar fögrum skógi, fell snarbrött, jökla stórfenglega og stórár, sem kvíslast eins og Ijós ar rákir um svartan sand. Öræfajökull með Hvannadals hnjúk og Hnapp á toppnum er hin mikli jöfur sveitarinnar og veitir byggðinni gott skjól. And spænis jöklinum rís Ingólfs- höfði upp úr ægisandi við sjó fram. Þegar þangað kemur mæt ir auga, annars vegar stór vall- lendistorfa, hins vegar grýtt land og þverhnípt björg á alla vegu, kvik af fugli. Hvergi sézt betur til jökulsins og fellanna við brún hans en frá Ingólfs- höfða, og þaðan hillir undir í fjarlægð núpa og tinda skaft- fellskra fjalla frá Mýrdalsjökli að Horni. í landi Skaftafells er Bæjarstaðaskógur, einn af þroskamestu og fegurstu skóg- um landsins. En við austur- takmörk sveitarinnar rís Breiða PÁLL ÞORSTEIN SSON al- þingismaður frá Hnappavöllum hefur góðfúslega orðið við þeirri ósk blaðsins að rita með- fylgjandi grein um Öræfasveit og sendir blaðið honum beztu þakkir. Ritstj. merkurfjall upp úr jökli, vaxið fjölbreyttum gróðri. Þar í grennd var stórbýli Kára Söl- mundarsonar, eftir að hann tengdist ætt Svínfellinga. Sá bær fór í eyði í lok sautjándu aldar, er jökull skreið fram á láglendið og yfir bæjarstæðið. Enn í dag, eins og á Söguöld, ber þó Miðaftanstind við himin og vísar á bæjarstæði Kára. Enn geymast örnefnin Hrossa- dalur, Nautastígur, Geldinga- dalur, Útigönguháls o. fl. þar sem bústofn Kára gekk á beit. Atvinnuhættir. Öræfin eru landbúnaðarsveit. Sjósókn er þar engin sökum hafnleysis þótt fiskimiðin séu góð fram af ströndinni. Sauð- fjárrækt er aðal búgreinin. Mjólkursölu hefur ekki verið um að ræða vegna erfiðra sam gangna. Skilyrði eru góð til garðræktar, en hár flutnings- kostnaður á markað hefur verið hemill á þá framleiðslu. Slátr- un sölufjár fer fram í slátur- húsi á Fagurhólsmýri. Hin síð- ari ár hefur meðalfall dilka í Öræfum verið nálægt lands- meðaltali. Selveiði er árlega allmikil við árósana og er af því mikill tekjuauki. Veiði þessi er lang- mest í Skaftafelli. Fuglaveiði í Ingólfshöfða veitti löngum björg í bú, en það fer minnk- andi, að þau hlunnindi séu hag nýtt. Öll býli í sveitinni eiga hlutdeild í rekafjöru og var rekaviður til mikilla nota við húsagerð. Ræktunarskilyrði eru góð í sveitinni. Skurðgrafa frá Véla- sjóði var þar að verki nokkur sumur. í kjölfar framræslunn- ar kemur stækkun túna ár frá ári. Ennfremur hafa margar jarðir innan sumra landa- merkja víðáttumikla vatnaaura og mela, sem hægt er að rækta. Með fyrirhleðslum vatna, m. a. í sambandi við brúargerðir frið ast þannig stór landsvæði, sem enn eru vangróin af völdum jökulkvíslanna. Raforka. Öræfingar komu fyrr en ýms ir aðrir auga á þau lífsþægindi, sem rafmagnið veitir. Nú eru 44 ár, síðan fyrsta rafstöðin var reist í Öræfum og frá henni leitt rafmagn í tvö býli. Telja má, að Öræfingar hafi í þessu efni verið snemma á ferð, þegar þess er gætt, að ekki eru nema rúm 60 ár, síðan fyrsta raf- stöðin var reist hér á landi. Þeg ar brautin hafði verið rudd að þessu leyti komu aðrir bæh’ í sveitinni brátt á eftir og nú eru mörg ár síðan öll býli í þessu byggðarlagi fengu rafmagn frá litlum vatnsaflsstöðvum. En skilyrði til orkuframleiðslu á þennan hátt eru misjöfn og hin ar gömlu rafstöðvar sumsstað- ar orðnar ófullnægjandi. í áætlun raforkumálastjórnarinn 5 ar er ekki ráðgert að Öræfin fái rafmagn frá samveitu. Virð- ist þá ekki um annað að ræða en að Öræfingar kosti kapps um að endurbæta hinar litlu rafstöðvar eða reisi nýjar, þar sem skilyrði leyfa. Þykir mörg um, að fjárhagslegur stuðning- ur ríkisvaldsins við framkvæmd ir af þessu tagi nái skammt. Verzlun. Öræfingar hafa átt langa og erfiða leið til verzlunar. Fram á þessa öld var hesturinn í reynd „þarfasti þjónninn'* í sambandi við verzlunarferðir Öræfinga og aðdrætti til heimil anna. Fram yfir miðja nítjándu öld sóttu Öræfingar verzlun til Djúpavogs. Þá hófst sigling vöruflutningaskipa á Papóss og hélst það 30—40 ára tímabil, unz verzlun var reist við Horna fjörð skömmu fyrir síðustu aldamót. Á árunum 1916—1918 hófust árlegir flutningar á sjó austur með strönd Skaftafells- sýslu. Hlutafélag var stofnað í sýslunni og keypti það vöru- flutningaskipið Skaftfelling í þessu skyni. Vörunum var þá skipað upp á árabátum við brimsand. Öræfingar gerðust hluthafar í þessu fyrirtæki, tryggðu sér á þann hátt vöru- flutninga á sjó og tengdust um leið Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík. Þegar vegasambandið opnað- ist frá Reykjavík um Vestur- Skaftafellssýslu á fyrstu árum hins fjórða tugar aldarinnar, leystist hlutafélagið upp og Skaftfellingur var seldur. Ör- æfingar höfðu þá um sinn við- skipti við önnur vöruflutninga- skip. En á árunum 1940—1950 komu Öræfingum til hjálpar í lífsbaráttu þeirra flugsamgÖng- ur og flutningar á sterkum bif- reiðum, sem ekið var yfir Skeið arársand, þegar tækifæri gafst haust og vor. Stórbætt vegasamband milli Öræfasveitar og Hornafjarðar gerbreytir aðstöðunni. Af því leiðir, að Öræfingar hafa nú að nýju fært öll verzlunarviðskipti sín til Kaupfélags Austur- Skaftfellinga, Hornafirði. En verzlunarútibú frá félaginu er á Fagurhólsmýri. Er nú verið að reisa þar nýtt og vandað verzlunarhús. Sanigöngur. Með öruggum flugferðum milli Öræfa og Reykjavíkur með sambandi við Hornafjörð einn eða tvo daga í viku hverri, var einangrun Öræfasveitar raunverulega rofin. Þess hafa Öræfingar notið í tvo áratugi. Á síðari árum hefur verið unnið að því kappsamlega, að brúa stórvötn sýslunnar og gera þannig bílfært milli Ör- æfa og Hornafjarðar. Árið 1961 var lokið smíði brúar á Hornafjarðarfljótum. Ári síðar var Fjallsá brúuð,. þvi næst Steinavötn og nú er í smíðum brú yfir Jökulsá á Breiðamerk- ursandi. Fyrirhugað er að opna þá brú til umferðar næsta sum ar. Þetta er hengibrú,j 110 m löng milli turna. Brýr á tvær minni ár á þessari leið verða samkvæmt vegaáætlun gerðar 1968. Þjóðgarður. í Skaftafelli hefur sama ætt- in, mann fram af manni, búið mjög lengi — sennilega fjórar til fimm aldir. Bræðurnir, sem nú búa á öðru býlinu í Skafta- felli eru greinar á þeim ættar- meiði. Þótt Skeiðará hafi oft verið ágeng á láglendinu hand- an við fellið, svo færa hefur þurft bæinn úr „Gömlu tún- um“ upp á brekkubrúnina, þá hafa Skaftafellsbændur ekki hopað af óðali sínu. Á þessu ári hefur sú breyt- ing orðið, að Skaftafell hefur verið selt. Kaupandi er Nátt- úruverndarráð. Það hefur fest kaup á landareigninni með sam þykki ríkisstjórnar og Alþingis og við kaupin hefur það notið fulltingis alþjóðasamtaka um náttúi'uvernd. Fyrir náttúru- verndarráði mun í þessu sam- bandi vaka tvennt í senn: Að vernda svo sem kostur er hinn fjölbreytta gróður og hið sér- stæða náttúrufar Skaftafells og gera landið að þjóðgarði, þar sem gestir geti notið hvíldar og hressingar. Ætla má, að þessi ráðstöfun verði til þess að örva ferðamannastraum í sveitina og laða gesti að þess- ari byggð. Þrátt fyrir þessa breytingu munu Skaftafells- bændur hafa nóg verkefni framvegis á þessum stað við búskap og eftirlit. Viðhorf tíl byggðarinnar. Þróunin í þjóðfélaginu hefur hnigið í þá átt, að fólki í sveit- um fækkar og í mörgum hrepp um er fólksfækkun mjög mikil frá því sem var fyrir nokkrum áratugum. Aukið fjármagn til stórframkvæmda og nýjar at- vinnugreinar hafa dregið til sín vinnuafl, jafnfrEimt því að véla- orka í sveitum sparar vinnuafl þar og heimilisiðnaður getur ekki keppt við aðra iðnaðar- framleiðslu af sáma tagi. Að þessu leyti hefur þróunin í Öræfum farið í sömu átt. Fólksfækkun er þó hlutfalls- lega minni þar en sumsstaðar í öðrum sveitum. Þeir, sem í sveitinni búa, bæta hag sinn og aðstöðu með auknum umbót- um. Jafnframt styrkja fram- kvæmdirnar þau bönd, sem tengja fólkið við byggðina. Ár- lega fer allmargt fólk burt úr sveitinni um nokkurra mánaða skeið í leit að atvinnu eða menntun, en flest hefur það jafnan komið heim aftur og eflt heimili sín og sveitarfé- lagið. Traustasta kjölfesta byggðar innar í Öræfum er þó sú, að fólkið sem þar býr, hefur til- einkað sér svipuð viðhorf og bræðurnir frá Hlíðarenda lýstU forðum. Það hefur mótað í hug sér þetta viðhorf eins og Gunn- ar: „Fögur er hlíðin“. Og það hefur einnig í samstarfi, félags- lífi og viðskiptum tamið sér lífsreglu Kolskeggs: „Hvorki skal ég á þessu níðast og á engu öðru, því er mér er til trúað“. P. Þ. Hvannadalshnjúkur. Skriðjökullinn lieitir Fjalljökull. Til liægri við hann er Grænafjall í Sandfells- landi, en til vmstri nyrzti hluti Svínafells. Myndin tekin neðan af Iáglendinu. SEXTUGUR: Eysieinn Jónsson, lyrrverandi ráðherra EINN fagran haustdag bættust tveir drengir í barnaskólann á Djúpavogi. Búlandstindur hafði sett upp hvíta hettu til að minna á að sumrinu væri lok- ið, og umblið í æðarfuglinum ómaði frá stórum hópum með- fram ströndinni. Kennt var þá í litla, gamla skólahúsinu á Kirkj uaurnum, þar sem dönsku myndirnar af árstíðunum prýddu veggi skólastofunnar. Kennari var þar þá Bjarni Eiríksson, síðar kaupmaður í Bolungarvík. Ekki þurfti að kynna þessa drengi fyrir okkur hinum skóla börnunum. Við þekktum þá mæta vel. Þetta voru prests- synirnir frá Hrauhi. Annar á skólaaldri, en sá yngri fékk að ganga í skólann með bróður sínum. Sjálfsagt hefur engu okkar barnanna í skólanum á Djúpa- vogi fyrir rúmum fimmtíu ár- um órað fyrir því, að báðir þess ir drengir yrðu síðar þjóðkunn- ir menn fyrir lærdóm, gáfur og stjórnmálastörf. En þeh’ voru dr. Jakob Jónsson prestur í Hallgrímssókn sá eldri, og Eysteinn Jónsson alþingismað- ur og fyrrum ráðherra sá yngri. Þann 13. þ. m. átti Eysteinn Jónsson sextugsafmæli. í tilefni þess eru þessar línur ritaðar. Foreldrar Eysteins Jónssonar voru séra Jón Finnsson, Þor- steinssonar, prests að Klippstað í Loðmundarfirði og Sigríður Hansdóttir Beck frá Sómastöð- um í Reyðarfirði. Bæði voru þau mestu sómahjón og vönd- uðu uppeldi drengja sinna. Hef ur mér ávallt fundizt Eysteinn líkjast mjög móður sinni, þótt hann hafi einnig fengið að erfð- um ýmsa þætti úr föðurætt eins og mikinn áhuga á sögu þjóð- arinnar, svo sem faðir hans hafði. Saga gengur um það á Austurlandi, að þegar Árni Pálsson, prófessor var þar í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á framboðsfundum með Eysteini, hafi hann sagt, að Eysteini fyrirgæfist mikið stjórnmála- skoðanir sínar, fyrir það, hve vel hann væri að sér í Sturl- ungu. Af öðrum áhugamálum Ey- steins má nefna skíðaferðir og fjallgöngur. Þekkir hann land okkar vel og er betur að sér í jarðfræði en almennt gerist og á gott steinasafn. Þar birtast einnig glöggskyggni hans og gáfur, þótt hann hafi lítt numið þau fræði á skólabekk. Sökum frábærra hæfileika sinna hefur það orðið hlutskipti Eysteins að starfa í ábyrgðar- stöðum fyrir þjóð sína sem al- þingismaður og ráðherra. En kalt hefur oft blásið um hann á þeim hefðartindi, en hann hef ur aldrei bliknað fyrir spjót- skotúm peningavaldsins. Alls hefur hann gegnt ráðherrastörf um í 19 ár, og segir það sína sögu um álit það, sem hann hef ur unnið sér meðal samtíðar- manna sinna. Einkum er hann þekktur fyrir glöggskyggni á fjármál, enda var hann fjár- málaráðherra í þrettán ár. Hann var kosinn á þing í Suð- ur-Múlasýslu aðeins 26 ára gamall og mun sjaldgæft að svo ungur maður njóti jafnmikils trausts. Síðan hefur hann verið fulltrúi Sunnmýlinga á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Og hygg ég það sannmæli, að eng- in þingmaður Austurlands hafi notið slíks trausts og vinsælda sem hann. Eysteinn _Jónsson hefúr beitt starfskröftum sínum fyrir tvær félagsmálastefnur, Framsókn- arflokkinn og samvinnuhreyf- inguna, og er nú formaður Framsóknarflokksins og vara- formaður Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Þau samtök eiga hauk í horni, þar sem Ey- steinn er. Eysteinn Jónsson er yfirlætis laus drengskaparmaður, við- mótsþýður og einlægur í öllum skiptum. Heilbrigð skapgerð hans og viljafesta hafa verið honum ómetanlegir förunautar um úfinn sæ stjórnmálanna. Aldrei hefur hann notað völd sín til fjárhagslegs framdráttar eða látið stjórnmálin spilla heiL brigðum viðhorfum. Þessi frá- bæri hæfileikamaður hefur lif— að einföldu og óbrotnu lífi. Allir þekkja frá útvarpsum- ræðum hve Eysteinn Jónsson er snjall og rökfastur ræðumað ur. Málflutningur hans er í senn einbeittur og gáfulegur. Með ræðuflutningi sínum hefur hann oft unnið flokki sínum traust fjölmargra kjósenda. Eysteinn Jónsson er kvæntur ágætri konu, Sólveigu Eyjólfs- dóttur og eiga þau sex efnileg börn. Frú Sólveig hefur reynzt manni sínum góður lífsförunaut ur, tekið þátt í kjörum hans og búið honum smekklegt og hlý- legt heimili. Þar er ávallt skjól, er kaldir vindar stjórnmálanna blása úti fyrir. Eysteinn hefur klifið léttilega hvern Búlandstind, sem á vegi hans hefur orðið, og vænti ég að svo verði enn um sinn. Eiríkur Sigurðsson. MEÐ það í huga, að alla sem eru langdvölum erlendis, fýsir heim um jólin, hefir Flugfélag íslands komið á sérstökum jóla fargjöldum frá útlöndum. til ís lands um hátíðirnar, og nú geta Islendingar sem erlendis dvelj- ast skroppið heim með litlum tilkostnaði og haldið jól og nýár heima meðal vina og kunningja. Þá hafa allmargar fjölskyld- ur tekið upp þann hátt, að gefa slíka ferð í jólagjöf, og hlýtur slíkt að verða kærkomið þeim úr fjölskyldunni, sem erlendis dv.elst við nám eða störf. Þessi sérstöku jólafargjöld, sem ganga í gildi 1. desember n. k. fengust samþykkt á far- gjaldaráðstefnu IATA félag- anna fyrir nokkrum árum og giltu í fyrstu aðeins frá Bret- landi til íslands. Fí ti! íslands Síðar tókst Flugfélagi fslands að fá þessar reglur rýmkaðar þannig að jólafargjöldin gilda nú frá mörgum borgum í Evrópu. Frá 1. desember í ár gilda jólafargjöldin frá eftirtöldum stöðum: Amsterdam, Bergen, Brússel, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Glasgow, Gauta- borg, Hamborg, Helsingfors, London, Luxemburg, Oslo, París, Stavanger og Stokk- hólmi. . Þar sem síðustu ferðir fiá út- löndum fyrir hátíðar eru að jafnaði mjög ásetnar, er fólki sem hyggst notfæra sér þessi hagkvæmu jólafargjöld bent á að tryggja sér far tímanlega. Gildistími farmiða á jólafar- gjaldi er einn mánuður frá því ferð hefst. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.