Dagur - 16.11.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 16.11.1966, Blaðsíða 7
7 - Ritgerðasamkeppni - HEKLA I SIÐUSTU FERÐÍNNI (Framhald af blaðsíðu 8). Sigurvegarinn í þessari al- þjóðlegu ritgerðasamkeppni Lionshreyfingarinnar hreppir í verðlaun 25.000 dollara (1.075.00 krónur), og skal þeirri upphæð varið til náms eða ann- arrar menntunar. Sigurvegari ritgerðasam- keppninnar í Evrópu fær í verðlaun 1.000 dollara (43.000 krónur) og verður ennfremur boðinn á 50. þing alþjóðasam- bands Lionshreyfingarinnar, er háð verður í Chicago í júlí- mánuði 1967. Meginreglur þátttökunnar í ritgerðasamkeppni Lionshreyf- ingarinnar Leið til friðar eru þessar: 1. Ritgerðirnar mega ekki vera lengri en nemur 5.000 orð um. 2. Ritgerðirnar skulu skrif- aðar á hvítan pappír í fjórð- ungabroti. 3. Ekki má skrifa nema öðr- um megin á pappírinn. 4. Þegar tilvitnanir eru not- aðar skal heimilda getið neðan- máls. 5. Ritgerðirnar verða að vera frumsamdar og mega ekki hafa birtzt áður. Gert er ráð fyrir að þátttaka í ritgerðasamkeppni þessari verði mjög mikil Lionshreyfing in starfar í 135 löndum, og er gert ráð fyrir, að þátttakendur reynist allt að 5 milljónir. Til- gangur samkeppninnar er að vekja æsku heimsins til um- hugsunar um þetta efni, er varð ar mannkyn og gervalla veröld. Ritgerðirnar skulu fjalla um: 1. Mikilvægi heimsfriðarins. 2. Hvernig honum verði á komið. 3. Hvernig hann verði bezt varðveittur. Þeir sem hafa áhuga fyrir þátttöku í keppni þessari, snúi sér til formanna Lionsklúbb- anna á Akureyri, sem munu gefa allar nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar. For- menn klúbbanna eru: Sigurður Ringsted bankastjóri, formaður Lionsklúbbs Akureyrar, Gísli Eyland póstfulltrúi, formaður Lionsklúbbsins Huginn. Q - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ur í hug, að eitthvað væri að bílstjóranum. En þar var eng- inn bílstjóri, eða neinn annar. En útvarpið var opið. Yfir stóð flutningur leikrits. Þaðan kom aðvörunin. (Framhald af blaðsíðu 8). áður á Esju. Við erum öll frá Akureyri, nema Vilhjálmur. Eru nokkrir um borð, sem fylgt hafa Heklu frá byrjun? Já, Lýður Guðmundsson, loft skeytamaður og Þórarinn Sig- urðsson háseti voru meðal þeirra, er sigldu Heklu fyrst til landsins og eru ennþá um borð. Þeir voru báðir á Esju, áður en Hekla var byggð. Þú ert búinn að vera lengi á sjónum? Frá því ég var 16 ára. Upphaf lega ætlaði ég mér að verða stýrimaður. En þegar ég var 8 ára, missti ég heyrn á öðru eyra í slysi, og slysið varð þess valdandi, að ég fór ekki þá leið. Hins vegar átti sjórinn hug minn allan og ég varð bryti, en ekki skipstjórnarmaður. Því starfi uni ég svo vel, að ég vildi ekki skipta á störfum við neinn. Ég hef eignazt fjölda vina og kunningja og veit ekki til að ég eigi nokkurn óvildarmann, segir Böðvar að lokum. Dagur þakkar svörin. Böðvar Steinþórsson hefur tekið mik- inn þátt í félagsmálum, er for- maður í félagi bryta og ritari í Formanna- og fiskimannasam- bandinu. Q 25—30 hestar af ÚTHEYI til sölu. Geirlaugur Sigfússon, Melgerði. Lítið notaður og vel með farinn TVÍBURAVAGN Til sýnis og sölu í» Aðalstræti 4, austan. Skæri 3 stærðir Verzlunin DYNGJA VINNA ÓSKAST Ungur maður óskar eftir vinnu 3—4 tíma á dag. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins. AUSTFIRÐINGAR, AKUREYRI! Kvöldvaka verður að Bjargi n.k. föstudagskvöld kl. 8.30. 1. Myndasýning. 2. Frásögn úm fornminj- ar á Austurlandi. 3. Kaffidrykkja. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. i .... . . f + Hjartans þökli til allra þeirra, sem minntust min á % t_ áttræðisafmœli mínu, 20. fyrra mánaðar. — Lifið lieil. ij | KRISTJÁN HALLDÓRSSON, Klœngshóli. J jl. Y Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÚLÍANA TÓMASDÓTTIR, Glerárgötu 10, Akureyri, sem lézt í Fjórðungssjúkraliúsinu á Akureyri 11. nóvember verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laug- ardaginn 19. nóvember kl. 1.30 e. h. Reynir A. Sveinsson, Trausti Sveinsson, tengdadætur og barnabörn. Eiginkona mín, JÞÓRA INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Aðalstræti 13, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 13. þ. m. Fyrir liönd barnanna okkar, tengdabarna, barna- barna og annarra ættingja. Sigurgeir Guðmundsson. Faðir okkar, SÆMUNDUR JÓNSSON, Aðalstræti 28, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. nóv. Jarðað verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. þ. m. kl. 1.30 e. h. Blóm og kransar afþakkað. Dæturnar. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, IvRISTINN SIGURGEIRSSON, bóndi, Öngulsstöðum, lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. þ. m. — Guðný Teitsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. I. O. O. F. — 14811188V2. ST Skuld 596611167 VIII Frl. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 414 — 346 — 415 — 416 — 675. Minnzt verður afmælis kirkjunnar 17. nóvember. Kvenfélag Ak- ureyrarkirkju mun hafa kaffi sölu í kirkjukapellunni að lokinni messu. Sóknarprestar MESSAÐ í bamaskólanum í Glerárhverfi kl. 5 síðd. á sunnudaginn kemur. Sálmar . nr: 43, 665, 203, 675. P. S. FBÁ Kristniboðshúsinu ZION. Almenn samkoma verður í húsinu n. k. sunnudag kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. ÞAU BÖBN, sem eiga að ferm- ast næsta vor í Akureyrar- kirkju, komi til viðtals í kapelluna sem hér segir: Til séra Péturs Sigurgeirssonar fimmtudaginn 17. nóvember kl. 4.30 e. h. Til séra Birgis Snæbj örnssonar föstudaginn 18. nóvember kl. 4.30 e. h. KA-FÉLAGAB! Herðið happ- drættismiðasöluna og gerið skil sem fyi-st. KA KA-FÉLAGAR yngri sem eldri. Kvikmyndasýning verð ur í Landsbankasalnum latig ardaginn 19. nóv. kl. 6 e. h. Sýndar verða myndir frá Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 1966, og frá ensku Bikarkeppninni. Enn- fremur skíðamyndir. Félagar fjölmennið. K A AUSTFIRÐINGAR Akureyri! Sjáið auglýsingu um kvöld- vöku í blaðinu í dag. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við bama- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. verður í kvöld (miðvikudagá kvöld) kl. 8 e. h. Fjölbreytt úrval leiktækja. Veitingar. — Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Fjölmenn- ið á ykkar skemmtun. — Stjóm K.U.F. TIL SÖLU: Ágætis HANSA borðstofu- borð (eða skrifborð) með væng, sem hægt er að fella niður, og tveim plastskúff- um. Stærð á borðplötu: lOOx 80 cm. Stærð á hliðarvæng: 50x80 cm. Svona borð kostar skúffulaust í búð kr. 2.880.00 en verður selt fyrir aðeins kr. 1.990.00. Barnarúm með dýnu. Smíð- að í Valbjörk. Selst fyrir að eins kr. 800.00. Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: Þetta líka fína kvenreiðhjól (fullkomin stærð) í ágætis lagi, en ekki lengur í stælnum. Hlægilegt verð (kr. 500.00!). GEIR S. BJÖRNSSON Goðabyggð 4, sími 11576 HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína Guðrún Jónsdóttir Ránargötu 28 Ak. og Þorsteinn Arnþórsson Mörk Fnjóskadal. BRÚÐHJÓN. Hinn 20. nóvem- ber voru gefin saman í hjóna band í Akureyrarkirkju ung frú Guðrún Elísabet Aradótt ir og Sigurður Sigmannsson vélvirkjanemi. Heimili þeirra verður að Lækjargötu 14 Ak ureyri. BRÚÐHJÓN. Þann 12. nóvem- ber voru gefin saman í Akur eyrarkirkju brúðhjónin Mæja Sigurðardóttir sálfræðingur og Garðar Gíslason stud. jur. Heimili þeirra er að Fjölnis- vegi 18 Reykjavík. I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund að Bjargi fimmtu daginn 17. nóv. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða, ferðasaga og litmyndir frá Rómaborg. Kaffi. Mætið vel og stundvíslega. Æ. T. TIL Fjórðungssjúkrahússins. — Gjöf frá ónefndri konu kr. 2000. Til barnadeildar F.S.A. frá Helgu og Hönnu Guð- mundsdætrum til minningar um foreldra þeirra Guðmund Pétursson og Júlíönu Helga- dóttur, gefið á 50 ára gifting- ardegi þeirra þann 11. nóv. 1966, kr. 15000. Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. FRÁ Styrktarfélagi vangefinna Akureyri. Kr. 1000 gjöf frá N. N. Með þökkum móttekið. J. Ó. Sæmundsson. ÉFRA SJALFSBJÖRG. Haldið verður bridge- kvöld fyrir félaga mið vikudaginn 16. þ. m. kl. 8 e. h. LEIÐRÉTTING. I síðasta blaði misprentaðist Hrútafjarðar- heiði, á að vera Hrútafjarðar- háls — undir mynd með grein Skúla Guðmundssonar. TIL SÖLU: CONSUL CORTINA, árg. 1965. Upplýsingar gefur Gunnar Lórenzson, sími 1-20-68. TIL SÖLU: BIFREIÐIN A—2279 SAAB STATION, árg. 1966. Uppl. í síma 1-11-33 og 1-22-79. TIL SÖLU: Chevrolet, 6 manna, smíðaár 1955. Bíllinn er í góðu ásig- komulagi. Margs konar skipti koma til greina. Uppl. í síma 1-27-06 milli 7 og 8 á kvöldin. TIL SÖLU: WILLY’S JEPPI, árg. 1946, í góðu lagi. Erlingur Jónasson, Einholti 5.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.