Dagur - 10.12.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 10.12.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. miklu RÉTT eftir fyrri heimsstyrjöldina voru afgreidd á Alþingi f járaukalög, sem í blöðum og manna á milli voru kölluð „fjáraukalögin miklu“. I það sinn höfðu útgjöld ríkisins farið svo lagt fram úr áætlun, að flestum blöskraði. Nú er allt útlit fyrir, að fjárlög Magnúsar Jónssonar fyrir ár- ið 1967 hljóti hliðstætt viðurnefni í stjórnmálasögunni og verði kölluð verðbólgufjárlögin miklu. Slíkan svip setur óðaverðbólgan á fjárlaga- afgreiðsluna, sem nú fer fram á Al- þingi. Vegna kosninganna, sem í hönd fara, leggur ríkisstjómin áherzlu á að dylja þessa verðbólgu. En því meira, sem gert er að því að dylja verðbólguna, því meir hækka útgjöld fjárlaganna. Til þess að geta sýnt greiðslujöfnuð á fjárlagaáætlun, er gert ráð fyrir, að innflutningur vara, þarfra og óþarfra, haldi enn áfram að aukast á næsta ári, og að í vaxandi mæli verði haldið áfram að flytja inn erlendan iðnaðarvaming í samkeppni við íslenzka framleiðslu og tolltekjumar þannig auknar. „Tertubotna“pólitíkin er komin, í stað skattanna í fyrra. Áætlaðar ríkistekjur — og greiðsl- ur úr ríkissjóði nálgast nú óðum fimm milljarða, og eru tekjur vega- sjóðs, rúmlega 260 millj. kr., þá ekki meðtaldar, en séu þær teknar með, kemst umsetningin í heild eitthvað á sjötta milljarðinn. Gert er ráð fyr- ir, að hækkun f járlaganna á einu ári muni að þessu sinni verða nálægt 1000 milljónum króna. Hækkunin ein er því rúmlega 100 millj. kr. meiri en öll fjárlagaupphæðin fyrir 1958. Viðureign þeirra Halldórs E. Sig- urðssonar framsögumanns minni- hluta fjárveitinganefndar og Magn- úsar f jármálaráðherra við 2. umræðu fjárlaganna 2. des. sl. var ójafn leik- ur. Munu þau fá dæmi, að fjármála- ráðherra hafi borið svo skarðan hlut frá slíkum átökum. Ekki stafaði þetta af því, að núverandi fjármála- ráðherra skorti hæfileika eða vilja til að verja málstað sinn og þeirra, sem með honum hafa staðið að stjóm landsmála. En bersýnilega var hon- um sjálfum Ijóst, að vonir þær, sém einhverjir kunna að hafa haft um, að hann gæti rétt fjármálastjómina við frá því, sem hún var í tíð fyrir- rennara hans, hafa bmgðizt. Töl- umar tala. Og vitnisburður þeirra er, því miður, á þá leið, að erfitt er um vonir. □ Kristján frá Djúpalæk: I víngarðinum. Kvæðasafn. Bókaútgáfan Sindur h.f. Akureyri. HÉR er á ferðinni ný kvæða- bók. í ávarpsorðum til lesenda segir skáldið: „Ástæður til þess, að ég hef ráðizt í útgáfu bókar þessarar eru einkum tvær: Ein hvern veginn hefur farið svo, að bækur mínar eru ekki leng- ur á markaði, utan þær allra nýjustu. Svo er hitt, að Bjami Benediktsson frá Hofteigi, sem oft hefur skrifað vinsamlega um Ijóðagerð mína, kom ein- hvemtíma þeirri flugu í koll mér að gera mætti sæmilega bók, ef tekið væri það bezta úr öllum ljóðabókum mínum. Þegar ég nú komst að því, að árið 1966 yrði ég, án undan- bragða, fimmtugur, þá þótti mér hlýða að athuga hversu mér hefði tekizt yrkingin í vín- garði drottins." Þetta eru ástæðumar fyrir út gáfu bókarinnar. Valdi Bjarni ljóðin í samráði við höfundinn. í bókinni eru kvæði úr öllum átta ljóðabókum skáldsins, þó ekki vilji það telja bókina hreint úrval. Kristján frá Djúpalæk er fyr ir löngu viðurkenndur einn af okkar snjöllustu ljóðskáldum, og þarf því engan að undra þó að margt sé góðra kvæða í þessari bók. Bókin hefst á þrem kvæðum úr fyrstu ljóðabók Kristjáns „Frú nyrztu ströndum“, sem út kom 1943. Hér er síðasta vísa úr kvæði um æskustöðvar hans — Langanesstrandir: Já, lífið er fábreytt og örðugt hjá yztu töngum og arður af mannanna striti oft næsta smár. En hugsunin vakir þar, við- kvæm og spurul löngum og verða að Ijóðmælum hjartnanna bros og tár. Úr hinu svipmikla kvæði „Uggur“ þar sem skáldið lýsir óttanum, er leggst á mannlegar sálir, eru þessi erindi: Örlög jarðar, þyrmið eyju hvítra mjalla. Munið hennar nýskóg og maríustakk. Dögg á ljósu vori. Verndið hennar blómstur Draumasól í holti. og börn. Sannleikur skal vinna sigur fyrr en lýkur. Góðvild rými hatri og grimmdarhug. Fegurðin er guð minn. Frelsið er hans boðorð. Bræðralagsins fána ég ber. Annars staðar eru bjartari og léttari tónar í hörpi} skáldsins. Hér eru tvær vísur úr hinu gull falíega kvæði „Vorið kom.“ Vorið kom á vængjum Ijósum, veg minn stráði hvítum rósum, þíddi brjóstsins þunga trega, þrá mér aftur gaf. Vakti gleðifræ, sem falið feigðarskugga var og kalið svaf. Nóttin bak við leiti læddist. Loðinn hreiðurbúi fæddist. Lítið brölti í laut á fætur lamb með hrokkinn feld. Ástin snart hin ungu hjörtu. Urðu hláturmild hin björtu kveld. Margur mundi óska að geta gengt svo vel köllun sinni í vín garði Drottins eins og þessar vísur bera vott um. Snilld þeirra er einföld og auðskilin. Þarf að nefna fleira til að sýna hve vel er ort í þessari bók? Annars liggja höfuðeinkenni Kristjáns í að gera ákveðinni hugmynd skil í stuttu saman- þjöppuðu formi og eru mörg slík kvæði í bókinni. Einu erindi verður hér bætt við. Það er fyrsta erindið í kveðjuljóði, sem skáldið orti eftir vin sinn, séra Jakob Krist insson. Það er úr síðustu ljóða- bók Kristjáns. Nú leggur þú á hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum þar, sem verðir himnanna standa sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. Kvæðasafn Kristjáns er fal- legt að ytra frágangi og ánægju legur mílusteinn á vegferðinni eftir 50 ára för um eylandið hvíta. Smekkleg káputeikning er eftir Guðnýju Stefánsdóttur, kennara. Hannes J. Magnússon: Gaukur verður hetja. Bókaútgáfa Æskunnar. ÞETTA er drengjasaga, sem Hannes J. Magnússon hefur rit- að, en Bókaútgáfa Æskunnar gefið út. En Hannes er ekki að- Hannes J. Magnússon. eins þekktur fyrir bamabækur sínar heldur einnig margt fleira, sem hann hefur ritað. Hann hefur lipran frásagnar- hátt og hefur sent frá sér marg- ar ágætar bamabækur. Þessi bók er um dreng, Gauk Atlason, sem var fæddur fatl- aður. Móðir hans er fátæk ekkja, sem vinnur ein fyrir drengnum sínum. Óvandaðir drengir í skólanum stríða Gauk vegna fötlunar hans. Hann hrökklast þaðan og lendir á gott sveitaheimili. En nú fer að rætast úr fyrir Gauk. Hann vinnur verðlaun í ritgerðasamkeppni og er það flugfar til Kaupmannahafnar. En þangað hefur hann alltaf langað, því að þar er von um, að hægt sé að bæta úr fötlun hans með læknisaðgerð. En þá vantar fé til þess að sú aðgerð geti farið fram, Og gæfan er enn í för með Gauk litla. Honum tekst að bjarga frá drukknun drengn- um, sem hafði verið honum verstur í skólanum. Faðir drengsins, sem var vel efnaður, vill launa vel fyrir björgun son ar síns og býðst til að kosta læknisaðgerð handa hönum, í Kaupmannahöfn. Dýrmætasti draumur Gauks rætist að lokum. Hann fær bót á meini sínu. Hér verður ekki farið fleiri orðum um þessa bók. En allir vinir Hannesar hér nyrðra, fagna því að hann hefur aftur tekið upp þráðinn og er á ný farinn að rita barnabækur. Bæk ur hans eru hvorttveggja í senn skemmtilegar og gott lestrar- efni handa börnum. Og ég veit að margir drengir munu um næstu jól lesa sér til ánægju þessa geðþekku drengjabók, sem hér hefur verið sagt frá. Eiríkur Sigurðsson. ÞORBJÖRG ÁRNADÓTTIR: LEYNIGÖNGIN ísafoldarprentsmiðja. SJALDGÆF bók og dásamleg! „Ég sat hreyfingarlaus í stóln um og starði á aringlæðurnar, og hugurinn þaut fram og aft- ur um leynigöng lífs míns. Þar urðu fyrir mér dyr á báð ar hendur, dyr inn í afhýsi ævi minnar. Á hverja hurð er letrað eitt orð: bernska, æska, skóla- ár, blaðamennska .... “ Þannig hefst saga blaðamanns ins unga sem er fréttaritari stór blaðs eins í háskólaborg í Banda ríkjunum. Stefán er fæddur í fjallasveit vestur á Kyrrahafs- strönd. Faðir hans var sonur íslenzkra hjóna, sem fluttust ung vestur um haf og námu land í þessari fjallasveit. Móðir hans var írsk. — Þetta er dásamleg saga. Ógleymanleg. Þú leggur hana ekki frá þér við lestrarlok. Hug ur þinn er hljóður. Þú hefur lesturinn þegar á ný, lest suma kafla upp aftur og aftur. Marg- sinnis. — --- Fyrstu kaflar sögunnar segja frá bernsku drengsins, og hve örlögin kipptu skjótt í taumana. Og þegar hann er nýbyrjaður í unglingaskóla ferst faðir hans í ægilegu slysi við skógarhögg. Og þá verður drengurinn fyrir- vinna heimilisins um hríð. En móðir hans vill að ósk föður hans rætist um skólagöngu sonarins. Stefán hefur nám í blaða- mennskudeild Ríkisháskólans í borginni og lýkur þar námi. Þar hafa þau Dóra fellt hugi saman. Síðan vinnur hann í fréttadeild stórblaðs borgarinnar. Þá skell- ur á síðari heimsstyrjöldin, og atburðirnir verða jafnvel nær- göngulir og sárir. Loks býður hann sig fram sem sjálfboða- liði. En þá grípa örlögin enn í taumana. Við læknisskoðun kemur í ljós að hann er með næman sjúkdóm í lungum og er sendur á heilsuhælið að FURUHLÍÐ. Og þar hefst eigin lega sagan um Leynigöng lífs- ins. Þá skrifar hann Dóru og leysir hana frá trúnaðarheiti sínu. „Furuhlíð var heimur út af fyrir sig. Hingað kom fólk, sem hafði borizt áfram í hringiðu daganna eins og ég sjálfur. Hér urðum við að fara okkur hæg- ara. Við höfðum nógan tíma til að hugsa og tókum eftir mörgu smálegu, sem annars fer fram- hjá okkur í ös og önnum, og vingjamlegt orð eða hlýlegt bros vermdi okkur og gladdi meira en flest annað“. Hér er fjölbreytt líf og.fjöl- litt: Hvítir og svartir, brúnir, gulir og rauðir. Og sömuleiðis í Barriahælinu skammt frá aðal hælinu. Hér eru tugatugir sjúkl inga, og margt aðstoðarmanna, sem áður hafa notið hælisvistar og náð heilsu. Þama er m. a. ungi vísindamaðurinn Karl og stúlkan hans, spánska dans- meyjan Elíza, sem var sjúkling ur, þarna er Rósa, sem þóttist vera orðin frísk og strauk burt, — en kom svo aftur til að deyja. Þama er Toni, ítalski að- stoðarmaðurinn, og garðyrkju- snillingarnir Vong Kínverji og Japanirnir Tsunahara og Mata- suma, Sam svertinginn dauð- vona, sem alltaf er glaður og þakklátur þeim sem vilja lesa fyrir hann úr Bókinni miklu á borðinu hans. — Fjöldi fólks kemur hér við sögu. — Sagan skiptist í 31 kafla, flesta fremur stutta, suma ör- stutta. Og hver kafli er í raun- inni sjálfstæð saga, sem skilur eftir hjá lesanda fjölbreytt geð- hrif og vekur furðulegar sál- rænar kenndir. — Hvílík heilsu bót að vera einn með sál sinni um hríð, utanvið hraða, ys og þys hversdagslífsins! — En gegnum alla þessa stuttu, fjöl- breyttu þætti rennur hinn líf- þrungni rauði þráður blaða- mannsins. Dyr leynigangsins opnast og lokast til skiptis. Sumir þættirnir frá heilsu- hælinu mikla í Furuhlíð eru furðulega forvitnilegir og lær- dómsríkir. Þannig hlýtur 15. kafli að vera æsi-spennandi fyr ir ungar hjúkrunarkonur og nema á sjúkrahúsum. Þetta er dásaihlegur kafli og efnisþrung inn. Furðulegur eins og dulúð- ugt ævintýri. Hér er hver þátt- urinn öðrum dásamlegri. Jafn- vel þeir örstuttu! Þú lest þá margsinnis upp aftur og aftur. Allir skilja þeir eftir sálræn geðhrif. Sum ógleymanleg. Hug ur lesandans hverfur í fjöl- breyttan hælis-hópinn og sam- einast honum. T. d. 19. þáttur: Hús barnanna, samtal blaða- mannsins við<Önnu er prýðileg ur þáttur. En aðeins eitt orð nær yfir alla þættina, undan- tekningarlaust: dásamlegir! Frásagnarháttur höfundar er látlaus, hreinn og tær. Lifandi sálrænn og innilegur, svo les- andi finnur glöggt hjartslátt höfundar, heitt og sterkt, gegn- um margvíslega sálræna við- burði nærri hvers kafla. Og þessi djúpu áhrif sleppa ekki tökum á lesanda lengi eftirá. Hann nemur staðar hljóður og hlustar á eintal sálar sinnar. Og í sögulok fyllist einnig sál hans „djúpum unaði“ og friði. Þetta er dúsamleg bók! Helgi Valtýsson. - SMÁTT 0G STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) millj. kr. á árinu 1967, miðað við fjárveitingar þær, sem nú eru í fjárlagafrumvarpinu, en sennilegt er, að hún hækki meira, ef hafnarframkvæmdir verða ekki hindraðar beint eða óbeint af hálfu stjómarvalda. ÖNGÞVEITI í SKÓLA- BYGGINGAMÁLUM í nefndaráliti minnihluta fjár- veitinganefndar Alþingis segir svo um byggingarframkvæmdir í skólamálum: Enn „eru ekki hafnar framkvæmdir við 40 skólabyggingar, sem Alþingi hefir tekið á fjárlög. Af þeim eru 25, sem Alþingi hefur sam- þykkt að hefja skuli fram- kvæmdir við-----. Til viðbótar er nú sótt um fjárveitingar til 40—50 nýrra skólamannvirkja“. f Iögum um greiðslu skólakostn aðar er ríkissjóði gert skylt að greiða sinn hluta af byggingar kostnaði skóla á 5 ámm. Með þeim fjárveitingum, sein nú eru í fjárlagafrumvarpinu virðist vera stefnt út í hreint öngþveiti í þessum málum. 5 JóEafargjöld Flugfélagsins fyrir FYRIR mörg undanfarin jól hefur Flugfélag íslands auð- veldað skólafólki ferðir heim um hátíðarnar með því að veita því sérstakan afslátt af fargjöldum. — Svo mun einnig verða fyrir þau jól, sem nú fara í hönd. Allt skólafólk, sem óskar eft- ir að ferðast með flugvélum fé- lagsins um hátíðarnar á kost á sérstökum lágum fargjöldum, sem ganga í gildi 15. desember 1966 og gilda til 15. janúar 1967. Þessi sérstöku fargjöld fyrir skólafólk eru tuttugu og fimm af hundraði lægri en venjuleg fargjöld. Til þess að njóta þess- ara kjara þarf að sýna vottorð fi'á skólastjóra, sem sýni að við komandi stundi nám, og að keyptur sé tvímiði og hann notaður báðar leiðir, Góður árangur af bor- un á Stórutjörn Ófeigsstöðum 9. desember. Hér var vont veður en ekkert af- takaveður og fært er enn um byggðir. Beitarjörð er orðin mjög léleg og tæplega hægt að nota hana vegna umhleypinga. Borun hefur staðið yfir á Stóru-Tjörnum. Úr nýrri holu rennur ný 62 gráðu heitt vatn, þrír lítrar á sekundu og er það meh'a en nóg fyrir væntanleg- ar skólabyggingar þar. Til blaðs á Akureyri, sem ís- lendingur heitir, er svohljóð- andi skeyti, að gefnu tilefni og vegna þess, að eitthvað mun eftir af baðleginum: Læknast mun íslendings lúinn er lítið bara ég sel hann, bjórinn, sem ekki er búinn blessaður komdu með ,Pelann‘. B. B. í gildi 15. des. Hinn 1. desember gengu í gildi sérstök jólafargjöld á flug leiðum Fí til íslands, sem margt skólafólk sem stundar nám er- lendis, svo og aðrir íslending- ar, sem dveljast í útlöndum notfæra sér til þess að halda jól og nýjár heima meðal vina og ættingja. □ Akureyrartogarar KALDBAKUR var í gær að fara á veiðar. Hann seldi afla sinn fyrir hálfum mánuði í er- lendri höfn, en fór að því loknu til viðgerðar í Reykjavík og var rétt kominn þaðan. Svalbakur seldi í Englandi á miðvikudaginn, 112 tonn af fiski fyrir 12.934 pund. Harðbakur fór áleiðis til Eng lands í fyrrinótt með ca. 100 tonn af fiski og selur þar vænt- anlega á miðvikudaginn, 14. desember. Sléttbakur seldi í Þýskalandi á mánudaginn, 97 tonn af fiski á 101.910 mörk og er væntan- legur heim um helgina. Hrimbakur er á strandstað. □ Mæðrastyrksnefndin SKÁTAR munu í næstu viku kveðja dyra hjá borgurum bæj- arins og taka á móti gjöfum til Mæðrastyrksnefndar. En nefnd sú úthlutar gjöfunum aftur fyr ir jólin til fátæks fólks, sem er fleira en margan grunar. — Ástæða er til að vekja athygli á, að í fyrra mun hafa verið út- hlutað á þennan hátt um 20 þús. kr. til húsmæðra á hinum fátæku heimilum í formi pen- inga eða nauðsynjavara. Líklegt má telja, að þeir fjár munir, sem bæjarbúar láta af hendi rakna þegar skátar heim- sækja þá, verði góðar jólagjaf- ir, ekki síður fyrir þá, sem gefa. Frá Bridgefélaginu ÞRIÐJA umferð fór fram sl. þriðjudagskvöld. Úrslit urðu þau að: Óðinn vann Mikael 6—0 Knútur vann Stefán 6—0 Baldvin vann Óla 6—0 Halldór vann Soffíu 5—1 Eftir þrjár umferðir er stað- an þannig: Halldór 15 stig, Baldvin 14 stig, Knútur 12- stig, Soffía 11 stig, Óðinn 10 stig, Mikael 8 stíg, Stefán 2 stig og Óli 0 stig. 4 i» ' . ' r. 1. flokkur. Magni vann Garðar 6—0 Gunnlaugur v. Bjarna B. 6—0 Guðmundur v. Bjarna S. 4—2 Staðan í 1. ílokki eftir þrjár umferðir: Bjarni S. 14 stig, Gunnlaugur 12 stig, Magni 9 stig, Guðmund ur 8 stig, Garðar 6 stig og Bjarni B. 5 stig. Næsta umferð verður spiluð næstkomandi þriðjudagskvöld. NÝKOMIÐ: BRAUÐFORM KÖKUKEFLI RJÓMAÞEYTARAR STEIKARSETT ELDHÚSSETT HNÍFABRÝNI SIGTI LAUFABRAUÐSHJÓL DÓSAHNÍFAR BÚRVOGIR Járn- og glervörudeild - Ný viðhorf (Framhald af blaðsíðu 8) menn og tæknifræðingar verði framverðir hins nýja þjóðfélags. Efling atvinnuveganna og auk- inn vísindahróður íslands með- al annarra þjóða, verði megin- mið endurreisnar íslenzkra rannsókna. Menntastofnanir verði efldar. Skólum fjölgað. Kjör kennara bætt. Uppfræðsla æskulýðs gerð að eftirsóknarverðu ævi- starfi. Listamönnum reistir glæsilegir sýningarsalir. Skáld- um og rithöfundum tryggð örugg afkoma án tillits til stjórn málaskoðana. Stuðlað verði að áframhald- andi byggð í öllum landshlut- um. Atvinnuvegir þjóðarinnar krefjast þess, að framtakssamir menn uni sem víðast glaðir við verðmætasköpun. Öllum íbúum íslands verði að veita skilyrði til ánægjulegs lífs í fjölbreytt- um og vaxandi félagsheildum í öllum héruðum landsins. Ung hjón geti eignast íveru- stað, án þess að gangast um leið undir ok fjárkúgara og skatt- svikara. Kappkostað verði að bæta svo kjör almennings að menn njóti rúmra tómstunda og menn geti dvalið með fjöl- skyldu sinni og stundað marg- vísleg áhugamál. Raddir úrtölumanna verða að þagna. Heilbrigður þjóðarmetn aður, þrek, þor og hugprýði verði boðorð tímans. Hver sem vilji fái verk að vinna. Efinn um getu íslendinga og nöldrið um mörk hins byggilega heims verði útlæg ger, sagði Baldur Óskarsson. BJÖRN TEITSSON sagði í upp hafi ræðu sinnar, að því hlyti að fylgja sérstök ábyrgð að ætla að ræða um ný viðhorf í islenzkum stjórnmálum. Hins vegar ætti það ekki sízt við nú er hin geysifjölmenna kynslóð, sem fæddist um og eftir stríðs- lokin, væri að koma til fullra starfa í þjóðfélaginu, að koma ■fram með ný viðhorf. Nú við upphaf síðasta þriðjungs 20. aldarinnar ætti líka vel við, að menn gerðu sér rækilega grein fyrir því, að stjórnmálaflokk- ar ættu að vera sífelldum breyt ingum undirorpnir, þeh' mættu ekki staðna. Björn sagði, að þótt unga kynslóðin á íslandi nú væri bet ur menntuð en fyrri kynslóðir, væri ekki þar með sagt, að skólakerfið hér væri á nokk- urn hátt fullkomið. Það hlyti einmitt að vera eitt af helztu viðfangsefnum þeirra, sem vildu ný viðhorf í þjóðfélags- málum að gangast fyrir vísinda legri athugun á skólakerfinu og því, hvernig mætti á sem árangursríkastan hátt laga það að nútímaaðstæðum. íslenzka fræðslukerfið væri á flestan hátt mjög á eftir því, sem gerð- ist í næstu löndum, enda auð- skilið, því að síðan fræðslulög- in hefðu verið sett, 1946, hefðu orðið miklar breytingar á öllum sviðum þjóðlífsins. Þá minntist Björn á, að það gæti farið að verða mjög áleitin spurning, hvort þjóðfélagið hefði að öllu samanlögðu efni á því að láta langflesta skólanemendur vinna fyrir sér í miklu lengri sumar- leyfum en annarsstaðar tíðkast, því að fyrir bragðið yrði starfs- aldur þeirra að námi loknu skemmri en ella myndi, þótt að hinu leyti fylgdu því auðvitað vissir kostir að nemendur kynntust þannig atvinnulífinu náið. Þá minntist Bjöm nokkuð á Háskóla íslands og kvað hann tvímælalaust ekki svo vel bú- í íslenzkum: inn kennslutækjum og kennslu kröftum að hann gæti staðizt samanburð við háskóla í Evrópu yfirleitt. Næst minntist ræðumaður á það, að þjóðinni væri mjög mik il nauðsyn að tileinka sér í enn auknum mæli tækni og verk- kunnáttu, það væri ekki nóg að hafa forgöngu um tækni við síldveiðar, heldur þyrftum við að herða okkur á enn fleiri svið um og þó sérstaklega innan þeirra atvinnuvega, sern fyfir Björn Teitsson. eru í landinu og alltaf hlytu að verða þar. Björn vék því næst að því, að þótt aukin tækni og vísinda leg vinnubrögð í þágu atvinnu- veganna væru mikil nauðsyn, þá væri hitt jafnvel enn mikils- verðara að þjóðin gerði sér far um að varðveita sína heil- steyptu og sérkennilegu menn- ingu án þess þó að á nokkurn hátt mætti vera um þjóðernis- hroka að ræða. Það væri hins vegar Ijóst, að ef þjóðin gæti ekki haldið við menningarlegu sjálfstæði sínu, þá væri hún heldur ekki fær um til lengdar að viðhalda stjórnmálalégu og efnahagslegu frelsi. Þetta kvað- Björn vera algert meginatriði í málflutningi sínum. íslenzk tunga hlyti að sjálfsögðu , .að þróast sífellt, en hitt, væri óhæfa að leyfa henni að' gegn- sýrast t. d. amerískum áhrífum, en úr þeirri átt virtist henrti - einmitt stafa mest hætta nú. Ræðumaður sagði, að það hlyti að verða grundvallaratriði á komandi árurr), að þjóðin byggði sem mestan hluta lands- ins. Eitt alvarlegasta vandariaál ið með þjóðinni væri fólksflótt- inn til Reykjavíkur. Þessi fólks flótti stafaði ekkiisízt af menn- ingar- og félagslegum ástæð- um. Gegn honum yrði mf a. að sporna með því að koma upp byggðakjörnum, sem yrðu bæði menningarlegar og stjórnarfars; • legar miðstöðvar héraðs .'og landshluta og óháðafi Réykja- vík en nú væri. 'Hér á Ak’uf- eyri, sagði ræðuriiaður, á-< að koma upp slík miðstöð; fyril' < Norðurland eða a. m. k. miðbik þess. Hér og annarsstaðár úti um land þyrfti t. d. .tónlistar- og leiklistarlíf að eiga 'siria merkisbera og það sem víðast. Ef slíkt brysti, yridi fólkið ekki, heldur flýði fábreytnina., En auðvitað þyrfti mjög vel að rannsaka þær prsakri sém til fólksflóttans lægju á hverjum stað, áður en hefjast mætti handa gegn vandanum í von um verulegan árangur. Bjöm kvaðst enn frekar vilja leggja áherzlu á, að baráttan fyrir byggðajafnvæginu væri nú einna brýnasti þáttur þeirr- ar sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn ar, sem seint myndi linna. Fleira kæmi þó til, og væri í framhaldi af þessu að minnast á herverndarmálið og sjónvarps málið á Keflavíkurflugvelli. Um þessi atriði vísaði ræðumað ur til samþykktar þings Sam- bands ungra Framsóknarmanna nú í haust, þar sem lagt var til, að gerð yrði fjögurra ára áætl- un um brottför hersins, og væri það innifalið að framkvæmd þeirrar brottfarar gæti hafizt sem fyrst, en jafnframt tækju Islendingar við gæzlu mann- virkja Atlantshafsbandalagsins hér, þar eð gert væri ráð fyrir, að við yrðum áfram í Atlants- hafsbandalaginu að óbreyttum aðstæðum. Ræðumaður kvaðst álíta, að helzt væri hægt að fá aðrar þjóðir innan bandalagsins til að fallast umyrðalaust á lausn af þessu tagi, og því myndi þessi leið vera raunhæf- ust til að losna við varnarliðið og skaðleg áhrif þess á íslenzkt þjóðlíf. Annars væri undir- lægjuháttur ýmissa afla hér- lendis gagnvart stóra bróður í vestri eða austri mjög alvarlegt mál. Einnig kvað hann slæmt að mjög margir virtust ekki gera sér grein fyrir þeim breyt- ingum, sem orðið hefðu undan farið á sviði alþjóðamála, t. d. í hernaðartækni og almennt á viðhorfum innan Atlantshafs- bandalagsins. Hins kvað Bjöm sjálfsagt að geta, að við vildum vinsamleg samskipti við allar þjóðir, og ekki sízt þær sem okkur væru næstar í rúmi og skyldastar að menningu. Þá væri og mjög athugandi, hvort íslendingar gætu ekki lagt nokkuð að mörkum til styrktar vanþróuðum þjóðum, og þá án þess að vilja fá í staðinn stjórn- málaleg og efnahagsleg ítök í viðkomandi löndum, eins og stórveldin yfirleitt reyndu. Gætum við ef til vill orðið öðr- um þjóðum fyrirmynd í þessum efnum, þótt í smáum stíl væri. Björn Teitsson kvaðst vilja leggja áherzlu á það, að til að ná fram áhugamálum nýrrar kynslóðar og nýrra viðhorfa ■ þyrfti að nota í mjög auknum ■ mæli vísindalegar rannsóknir á þjóðfélaginu, byggingu þess og starfsháttum í því. Við endur- sköpun þjóðfélagsins vildu ung ir Framsóknarmenn taka sem mest frumkvæði. Þeir vildu líka alls ekki að flokkur þeirra staðnaði, heldur væru þeri m. a. í Framsóknarflokkinn komn- ir til að laga hann að sínum við horfum. Að lokum hvatti Björn ungt fólk sérstaklega til að leggja hönd á plóginn, það ætti að vera borgaraleg skylda að íhuga stjórnmál, enda kæmu þau hverjum einstaklingi þjóðfélags ins jafnt við. Að slíkri íhugun lokinni ættu menn að samein- . ast um lausn á vandamálunum og þar yrði hver og einn að finna til ábyrgðar og gera skyldu sína. Q Afborgunarskil- málar. Jám- og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.