Dagur - 10.12.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1966, Blaðsíða 8
8 TOGARINN HRÍMBAKUR liggur eriti á strandstað, við Glerárósa á Akureyri. Hann missti skrúfuna og stýrið, er dældaður og kjalarhællinn lagður út á hlið, en allt ber merki þess, að skipið hafi steytt á skeri á leið á strandstað. En þar sem það liggur nú, er sandfjara. Á stór- straumsflóði í næstu viku er áformað að ná Hrímbaki á flot. (Ljósmynd: E. D.) Ný viðhorf í íslenzkum sljórnmálum Frá heimsókn stjórnar SUF til Akureyrar LAUGARDAGINN 3. desem- ber kom hingað til Akureyrar stjórn Sambands ungra Fram- sóknai-manna og var það níu manna sveit. Fyrst skoðuðu gestirnir nokkur fyrirtæki í bænum og ræddu við forstöðu- menn þeirra og starfsfólk, en þágu síðan hádegisverðarboð hjá KEA, ræddu við ýmsa úr röðum verkalýðsfélaga og stjórnum Framsóknarfélaganna í bænum. Síðar um daginn höfðu gestirnir fund með nem- endum Menntaskólans og svöi'- uðu þá m. a. mörgum fyrir- spurnum. Var fundur þessi heit ur og til hinnar mestu ánægju. Á sunnudaginn gengust sunn anmenn og Félag ungra Fram- sóknarmanna fyrir almennum stjórnmálafundi á Hótel KEA, sem áður var auglýstur hér í blaðinu. Umræðuefnið var: Ný viðhorf í íslenzkum stjórnmál- um. Þar fluttu framsöguerindi, Baldur Óskarsson form. SUF, Ólafur Ragnar Grímsson og Björn Teitsson. Voru erindi þeirra hin athyglisverðustu. Að frumræðum loknum hófust um ræður. Hér er útdráttur úr ræð um Baldurs og Björns. BALDUR ÓSKARSSON, for- maður Sambands ungra Fram- sóknarmanna minntist í upp- hafi á ýmsar tillögur um úrbæt ur í íslenzkum stjórnmálum, ásamt ákvörðunum um nýjar starfsaðferðir, sem samþykktar voru á síðasta þingi SUF. Með- al þeirra eru kynnisferðir fram kvæmdastjómar þess út um land, einkum í kaupstaði. Akur eyri væri fyrsti áfangastaður og hefðu móttökur hér verið allar hinar ágætustu og meðlimir NÓTTIN HELGA heitir fallega litla listaverka- bókin, sem vinur séra Jóns Sveinssonar — Nonna — gaf Nonnahúsi til fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Bókin kostar að eins 75 krónur og er til sölu í Verzlun Ragnheiðar O. Bjöms- son. □ framkvæmdastjómar átt fróð- legar og gagnlegar viðræður við forráðamenn atvinnulífs, laun- þega og Framsóknarfólksins á Akureyri, ásamt hóp mennta- skólanema. íslenzkt þjóðfélag gerðist æ umfangsmeira og flóknara og slík þróun krefðist betra skipu- Baldur Óskarsson. " *;': f;; . lags og breyttra starfshátta í .stjómmálum. Á núverandi stjómartímabili hefði hins veg ar flest verið látið reka á reið- anum og happa- og glappaað- ferðinni beitt við lausn mála, en eðlilega án nokkurs teljandi árangurs. Ráðherrarnir sjö, sem í byrjun ætluðu að viðreisa þjóðiriá Værú fýrir löngu orðn- ir að aðgerðarlitlum dvergum í augum alþjóðar. Atvinnuvegir þjóðarinnar væru eftir einstakt góðæri í kalda koli. Forstöðu- menn iðnaðarfyrirtækja á Akur eyri sjá fram á að lítilsigldir ráðherrar leggja ævistarf þeirra og heillar kynslóðar, sem byggt hefur upp þennan atvinnuveg, í rúst: Lausna á vandamálum islendinga er; ekki að leita í líknarfaðmi þéirra manna, sem löngu eru búnir að missa trúna á sjálfa sig og þjóðina, og eru með sífellt nöldúr og nagg um riorðurhjara heims. Það verður að koma á heild- arstefnu í íslenzkum stjórnmál um og taka upp ný og vísinda- leg vinnubrögð. Safna þarf nægjanlegum upplýsingum um þjóðfélagið og fylgjast vel með á öllum sviðum, hagnýta sífellt nýjar hugmyndir. Sú kynslóð, sem um þessar mundir hazlar sér völl í íslenzkum stjórnmál- um, ætlar að vinna markvisst og ákveðið að lausn vandamála þjóðarinnar. Hún hefur þekk- ingu og þor til að velta í rústir og byggja á ný. Hún er gagn- menntaðasta kynslóð, sem vax- ið hefur upp á íslandi, fræðzt mest um erlenda hætti, kynnzt jafnöldrum þar, skoðunum þeirra og vinnubrögðum. Þótt vissulega verði erfitt að endurreisa íslenzkt þjóðfélag, þá er það verðugt og heillandi verkefni, sem í raun og veru verður auðvelt viðfangs, takist unga fólkinu að standa saman. Forysta Sambands ungra Framsóknai’manna mun ekki liggja á liði sínu við þessa end- urreisn og njóta allrar aðstoðar flokksforystunnar í þessu starfi. Formaður Framsóknarflokks- ins hefur margítrekað að æsku- fólkið sé líklegast til þess að rífa sig út úr hinu botnlausa þvargi dægurþrassins og helga sig einhuga endursköpun þjóð- félagsins, þar eð hún sé ekki flækt í svikamyllu fjármála- brasksins og verðbólgugróðans. Kjarninn í umbótatillögum ungra Framsóknarmanna er endursköpun fjölmargra þátta þjóðfélagsins. Mörkun nýja afl- vekjandi einkenna og útrým- ingu annarra, íhaldssamra og lamandi. Ríkisvaldið tryggi framkvæmd skipulagðrar efna- hagsstefnu, grundvallaða á ýtar legum áætlunum. Uppbygging atvinnuvegana verði heildar- mið bankakerfisins, og framlög hvers árs samræmd fram- kvæmdaáætlunum. Vísinda- (Framhald á blaðsíðu 5). Framboð í Rey Á KJÖRDÆMISÞINGI Fram- sóknarfélaganna í Reykjanes- kjördæmi sem haldið var í sam komuhúsinu Garðaholti, Garða hreppi, á sunnudaginn, var framboðslisti Framsóknarflokks ins í Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara á næsta ári, ákveð- inn. Listinn er þannig skipaður: 1. Jón Skaftason, alþingismað ur, Kópavogi. 2. Valtýr Guðjónsson, banka- stjóri, Keflavík. 3. Bjöi’n Sveinbjörnsson, SMÁTT OG STÓRT SKILTI MEÐ UPPLÝSINGUM Stundum sjáum við bæjarstarfs menn leita að niðurföllum o. fl. í snjónum og fer óþarfa tíma- eyðsla í leitina. Upplýsingar um slíka hluti má festa .á húsahlið- ar til leiðbeiningar fyrir starfs- mennina, svo sem gert er víða í borgum. LJÓSIN BLINDA Þar sem götur eru vel upplýst- ar er ekki aðeins þarflaust að aka bílum með fullum ljósum, heldur óæskilegt. Tími mun til þess kominn á Akureyri, að at- huga hvort ekki skuli innleiða aðrar reglur þar um en gilt liafa. Að sjálfsögðu næði breyt- ingin, ef gerð yrði, aðeins til þeirra gatna sem vel eru lýstar. Yngri og eldri dæmi um það livernig menn blindast af bíl- Ijósum sýna bezt hve þörf breytinganna er rík. ÍSLENDINGAR í INN- KAUP AFEEÐUM Framkvæmdastjóri einn við kjólaverzlun í Glasgow hefir frá því sagt að „það sé ekki óvana- legt að íslenzkir viðskiptavinir kaupi 18 kjóla og hálft dúsin af kápum hver og þeir borgi í reiðu fé á staðnum". Þetta er samkvæmt frétt frá Associated Press. 1 sömu frétt segir, að hin ir íslenzku viðskiptavinir geti keypt þessar vörur á íslandi, en þar séu þær bara þrisvar sinn- um dýrari. FYLGJAST MEÐ TÍZKUNNI Þessari frétt fylgir einnig það, að íslenzka ferðafólkið, sem komi til að gera jólainnkaupin í Glasgow fylgist vel með tízk- unni og viti nákvæmlega að hverju það sé að leita. Flestir cyði svona 200 sterlingspund- um í hverri verzlun! GJAFMILDIR ÞJÓFAR f haust var sunnlenzkur maður, sem hafði ráðið sig fjósamann í Eyjafirði, handtekinn og flutt ur til Reykjavíkur og þaðan á Litlahraun vegna einliverra yfirsjóna syðra. Sami maður og félagi hans urðu fyrir nokkrum dögum uppvísir að þjófnaði í Hveragerði. Stálu þeir þar fyrr í haust hátt á annað hundrað þús. kr. og höfðu með sér í vist ina á Litlahrauni og vissi eng- inn um ferðir þeirra eða at- ferli þá! En þegar samfangi þeirra einn „útskrifaðist“ fyrir fáum dögum gáfu þeir honum eitt „búnt“ af seðlum og sagði hann frá. Þannig varð gjafmildi þjófanna til þess að koma upp um þá. UNDIRRÁÐHERRA Sú stjómarathöfn Magnúsar Jónssonar að ráða sér nú sér- stakan undirráðherra, hinn svo nefnda hagsýslustjóra, sem sagt er, að eigi að endurskoða fjár- málakerfið frá rótum, og yfir- lýsingin í greinargerð frum- varpsins um að ráðuneytið hafi ekki tök á að gera sér grein fyrir ríkisrekstrinum, varpa óhugnanlegu ljósi á fjármála- stjóm Sjálfstæðismanna undan farin sjö ár. f því sambandi minnast menn nú glögglega hinna „59 sparnaðarloforða", sem fyrrverandi og núverandi fjármálaráðhcrrar gáfu út í sameiningu á ámnum 1960—61, og fyrirheitanna, sem gefin vom fyrir 6—7 ámm um gagn- gerða endurskoðun ríkisbúskap ar— þessa sömu endurskoðun, sem M. J. nú segist vera í þann veginn að hefja með aðstoð hins nýskipaða undirráðherra síns, liagsýslustjórans. DRAUGURINN RÆÐUR FÖR Magnús Jónsson er án efa nógu glöggur maður til að gera sér grein fyrir því, að eins og nú er komið, er það Hvorki fjármála- ráðherrann sem slíkur né undir ráðherra hans, hagsýslustjór- inn, sem stjórna útgjöldum rík- issjóðs fram á vorið — heldur verðbólgudraugurinn, magnað- ur af mistökum og vanmætti giftulítillar ríkisstjórnar í 7 ár. VINUR SEGIR TIL VAMMS „Aginn á þjóðarskútunni er í hættu“, segir Þórður Jónsson á Látrum í grein í Mbl. nýlega. Dagur liefur það fyrir satt, að þessi mæti Vestfirðingur hafi hingað til fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum eða a. m. k. einhverjum frambjóðanda hans á Vestfjörðum. En hann liefur bersýnilega eins og marg ir aðrir þungar áhyggjur af stjómleysinu, sem nú ríkir í landinu, sjálfræðinu og sóun- inni, sem stjórnarblöðin kalla „frelsi“. I hinni ágætu hug- vekju Jónasar Jónssonar um „gullhestinn" er fjallað um skylt efni af gamalkunnri orð- snilld. hæstaréttarlögmaður, Hafn- arfirði. 4. Teitur Guðmundsson, bóndi, Móum, Kjalarnesi. 5. Jóhann Níelsson, fram- kvæmdastjóri, Garðahreppi. 6. Óli S. Jónsson, skipstjóri, Sandgerði. 7. Hilmar Pétursson, skrif- stofumaður, Keflavík. S. Jóhanna Bjamfreðsdóttir, húsfreyja, Kópavogi. 9. Bogi Hallgrímsson, kennari, Grindavík. 10. Jón Pálmason, skrifstofu- stjóri, Hafnarfirði. SKULD RÍKISINS VH) HAFNARSJÓÐI Vitamálastjóri gerir ráð fyrir, að skuld ríkissjóðs við einstaka hafnarsjóði eða sveitarfélög vegna hafnarframkvæmda verði 64 millj. kr. samtals nú um ára- mótin, og eru landshafnirnar í Rifi, Keflavík og Þorlákshöfn þá auðvitað ekki meðtaldar, þar sem þær eru ríkiseign. Hall dór E. Sigurðsson alþm. áætlaði á þingi um daginn, að þessi skuld myndi liækka upp í 80 (Framhald á blaðsíðu 4.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.