Dagur - 14.12.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 14.12.1966, Blaðsíða 1
I HOTEL E«rb«rgli* pantanir. Ferða* ■krifstofan Túngötu 1. Akureyrl, Sími 11475 FerðaskrifstofanSuA' Skipuleggjum ferðir skauta á Twíttl- Farseðlar með Flugfél. í»l. og Loftloiðum. UNGUR BONDI Húsavík 13. desember. Það bar við, að ungur maður í Reykja- hverfi, Jón Jóhannesson í Víði- holti, sem á þessu ári fastnaði sér konu frá Húsavík og und- irbýr nú búskap í heimasveit sinni, hreppti eina milljón kr. í Happdrætti Háskólans. Er það góður styrkur í upphafi búskapar. Á sunnudaginn var svonefnt Blöndalshús dregið af grunni FEKK MILLJON sínum við Garðarsbraut á Húsa vík og farið með það á þann stað, sem haldin verður brenna á gamlárskvöld. Hús þetta var til margs notað, var eitt sinn barna- og unglingaskóli, sím- stöð, pósthús, bifreiðastöð og íbúðarhús. í síðustu viku var aðeins einn dag hægt að fara á sjó, vegna ógæfta. Þ. J. Fær Norðurflug skrúfuþolu í vor? HEYRZT HEFUR, að Norður- flug á Akureyri hafi í hyggju að kaupa 29 farþega skrúfu- Neita lánsumsóknum ÚTHLUTUN húsnæðismála- stjórnarlána hafa staðið yfir að undanfömu og er lokið að mestu. Aðeins 50% af nýjum umsóknum fengu afgreiðslu nú. En síðari hluti eldri lána var afgreiddur. Verða nú margir langeygðir, sem til lána hafa unnið en fá ekki úrlausn. Láns- fjárskortur til íbúðarbygginga er meiri en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir hina óhemju „fryst- ingu“ Seðlabankans á sparifé landsmanna. □ þotu, sem væntanlega kæmi þá til landsins. næsta vor og til notkunar næsta sumar hjá hinu ört stækkandi fyrirtæki Tryggva Helgasonar, Norður- flugi h.f. Beechcraft-flugvél Norður- flugs bilaði í lendingu á Vopna- fjarðarflugvelli á sunnudaginn. Þegar vélin hafði snert flug- brautina, gáfu hjólin eftir, og varð af magalending. Hreyfl- amir rákust niður og skemmd- ust, en bolur vélarinnar er tal- inn óskemmdur. Fyrir hádegi í gær var sjúkra vél Norðurflugs í sjúkraflugi til Blönduóss og síðan átti hún að fara til Vopnafjarðar með varahluti og viðgerðarmann og sækja hina biluðu flugvél. □ Hæli lyrir vangelna byggl Byggingíirköstníiður áætlaður 16 millj. króna STYRKTARFÉLAG VANGEF INNA á Akureyri boðaði frétta menn á sinn fund á sunnudag- inn og skýrði þeim frá því, á hvaða stigi undirbúningur að byggingu hælis fyrir vangefið fólk hér á Akureyri stæði. En Styrktarfélag vangefinna var stofnað á Akureyri 1959 og aðalmál félagsins hefur verið það, að koma upp liæli fyrir vangefna á Norðurlandi. Bæjarstjóm gaf 4 hektara land ofan við býlið Borgir vest- ast í Kotárborgum. Á þann stað er komið vatn í 600 metra leiðslu og er það fyrsta fram- kvæmdin. Trésmiðjan Reynir á Akureyri hefur tekið að sér að annast byggingaframkvæmdir, NÝR SÝSLUMAÐUR VALTÝ'R GUÐMUNDSSON — frá Lómatjörn í Höfðahverfi — hefur verið skipaður sýslu- maður í Suður-Múlasýslu frá 1. janúar að telja. Hann hefur — síðan 1951 — verið fulltrúi við sýslumannsembættið aust- ur þar. □ sem eiga að hefjast næsta vor. Frumteikningar gerðu þeir Helgi og Vilhjálmur Hjálmars- synid. Ráðuneyti og landlæknir hafa samþykkt þessa fram- kvæmd án undirskriftar. Fjármagn til slíkra mann- virkja veitir „tappasjóður" — gjald af af öl- og gosdrykkja- flöskum' sem samtals nemur á ári hverju yfir tug milljóna kr. Byggingarkostnaður hælisins hér er áætlaður 16 millj. kr. og auk þess verða svo bústaðir starfsfólks, miðað við 32 vist- menn og 12 á dagheimili. En á Norðurlandi er fjöldi fólks — sennilega um 100 manns — sem hælisvist þurfa að fá. Stjórn Styrktarfélags vangef- inna á Akureyri skipa Jóhann- es Óli Sæmundsson formaður, Albert Sölvason, Jóhann Þor- kelsson, Jón Ingimarsson og Niels Hansson. Akureyrarbær hefur árlega lagt fram sem svarar 10 krónu gjald af hverjum íbúa bæjarins til styrktar þessu máli, enn- fremur Árskógshreppur. — Ef slíkt væri gert í öllum sveitar- BLAÐINU barst í gærmorgun harðort bréf frá nokkrum mætum borgurum og fjallar það um illa meðferð á „horuðum“ útigönguhrossum hér í nágrénni. Blaðamaður brá sér þegar á vettvang og tók meðfylgjsmdi mynd. Bréfritarar ættu að sofa rólegir, eftir að hafa skoðað myndina. (Ljósmynd: E. D.) Vilja raunliæfa verðstöðvun EFTIRFARANDI bréf sendi miðstjórn Alþýðusambands ís- lands ríkisstjóminni þann 10. þ. m. ásamt ályktun 30. þings ASÍ um kjaramál. „Miðstjórn Alþýðusambands íslands sendir hæstvirtri ríkis- stjórn hér með ályktun þá um kjaramál, sem 30. þing Alþýðu- sambandsins samþykkti. í ályktun þessari eru í sjö töluliðum gerð grein fyrir þeim á Akureyri félögum á Norðurlandi, milli Hrútafjarðar og Bakkafjarðar, þessu máli til styrktar, væri því borgið. En rekstur hælisins verður ekki ríkisrekstur, held- ur á vegum sjálfra Norðlend- inga. Þjálfunarmiðstöð, kennsla og dag- og dvalarheimili fyrir vangefið fólk er brýn nauðsyn, sem allir góðir menn þurfa að styðja. Þar hefur bæjai'stjórn Akureyrar gefið gott fordæmi. Stjórnarnefnd Styrktarfélags- ins er mjög samhent undir stjórn hins áhugasama for- manns, Jóhannesar Óla Sæ- mundssonar. Q ELDUR kom upp í herbergi í « Hamarstíg 39 á föstudagskvöld ið. Lögreglan slökkti fljótt með slökkvitækjum. Kviknað hafði í bréfakörfu og urðu nokkrar skemmdir. Bifreið frá Akureyri valt hjá Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi s.l. sunnudagsnótt og skemmdist mjög mikið. Ökumaður, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur. Um helgina urðu nokkrir bif þjóðfélagsaðgerðum sem gera eigi mögulegar þær kjarabæt- ur, sem verkalýðshreyfingin nú leggur höfuðáherzlu á að ná fram, nefnilega styttingu vinnu tímans án skerðingar tekna og aukningu kaupmáttar með dag vinnu einni saman. Þá vekjum vér sérstaka at- hygli á, að auknar ráðstöfun- artekjur verkafólks eru nú að miklu leyti fengnar með lengd- um vinnutíma og greiðslum umfram alm. kjarasamninga en aðeins að minnihluta með hækk un kaups samkvæmt kjarasamn ingum stéttarfélaga og launa- bótum vegna styttingar dag- vinnutíma. Nú eru blikur á lofti um að atvinnulífið kunni að dragast saman í vaxandi mæli en slíkt mundi samkvæmt framansögðu geta valdið stórfelldri skerð- ingu á lífskjörum vinnustétt- anna. Með tilliti til þess leggur UM helgina stíflaðist Skjálf- andafljót, spölkorn sunnan við reiðaárekstrar, ekið var á kyrr- stæðan bíl og lóðargifðingu. — Einnig voru menn teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá bar það við, að hundur var fluttur úr togaranum Sval- bak í land og síðan til Ólafs- fjarðar. Bæjarfógetinn þar mun hafa tekið það mál að sér. Inn- flutningur hunda er algerlega bannaður og er hundur þessi væntanlega dauður nú. Q verkalýðshreyfingin þunga á- herzlu á, að í komandi samn- ingum verði raungildi heildar- tekna tryggt þótt tekjur af yf- irvinnu kynnu að skerðast. Síðast en ekki sízt er í álykt- uninni skýlaus yfirlýsing um stuðning verkalýðssamtakanna við sérhverjar raunhæfar að- gerðir er varanjega geta dreg- ið úr dýrtíð og verðbólgu, styrki grundvöll höfuðatvinnu- veganna og tryggi launþegum réttláta hlutdeild í þjóðartekj- um. Er þetta staðfesting á marg yfirlýstri stefnu verka- lýðssamtakanna í dýrtíðarmál- um. En ekkert er fjær sanni en að verkalýðshreyfingin leggi með þessu blessun sína yfir sýndartilburði og yfirbreiðslu- aðferðir, sem ekki grípa á sjálfu verðbólguvandamálinu, heldur miðast við það eitt að halda skráðri vísitölu í skefjum á yf- irborði". Q brúna hjá Stóruvöllum í Bárð- ardal, af jökum og krapi. Fljót- ið fellur úr farvegi sínum aust- ur yfir Sanda og yfir veginn á 3—400 metra kafla, og er nær meters djúpt vatn á veginum, þar sem dýpst er. Vatnið var þegar á mánudagsmorgun far- ið að grafa sig niður. Reynt var að sprengja stífluna en án ár- angurs. Farnar eru á meðan vegleysur á dráttarvélum uppi við brekkurætur, þar sem veg- urinn er algerlega ófær. (Sam- kvæmt viðtali við Þórólf Jóns- son í Stórutungu). □ Jólablað Dags er nú í prentun og verður sent út innan skamms Frá lögreglunni SKJÁLFANDAFLJÓT STÍFLAÐIST

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.