Dagur - 14.12.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 14.12.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sítnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. MAGNÚSI FIPAÐIST VÖRNIN ÞEGAR Magnús fjármálaráðherra átti í vök að verjast á dögunum, vegna verðbólgufjárlaganna miklu, greip liann til þess úrræðis að halda því fram, að fjárlögin ,fyrir viðreisn* hefðu í rauninni verið ca. helmingi hærri en venjulega væri talið. Sagði hann, að útgjöld fjárlaga 1959 hefðu verið 1180 milljónir en útgjöld út- flutningssjóðs á sama tíma 1135 milljónir, sem eiginlega væri fjár- lagaupphæðin árið 1959. En hér skjátlaðist Magnúsi illa, þótt skýr sé. í stjórnmálaritinu „Viðreisn“ sem ríkisstjórnin sendi inn á hvert heim- ili á ríkiskostnað árið 1960, segir á bls. 31, að útgjaldaaukning ríkis- sjóðs vegna afnáms Útflutningssjóðs, hafi ekki verið nema 113 milljónir kr., sem ríkissjóður varð að taka á sig vegna niðurgreiðslna á vöruverði innanlands, sem útflutningssjóður hefði séð um. Öll önnur útgjöld Ú tflutningssjóðs voru tekin af þjóð- inni með gengisbreytingunni 1960 og eru fjárlögunum óviðkomandi. Hér var um að ræða fjárlögin 1959, þ. e. fjárlög hinnar svonefndu „Al- þýðuflokksstjórnar“, sem Sjálfstæðis- menn komu á laggirnar meðan þeir voru að afnema gömlu kjördæmin. En fjái'lögin fyrir 1958, síðustu fjár- lögin, sem kennd hafa verið við Framsóknarflokkinn, voru mun lægri. Heildarupphæð þeirra, ef með eru teknar til samræmis, niður- greiðslur Útflutningssjóðs það ár, var 882,5 millj. kr. Sú liækkun, sem orðið hefir á þeirri upphæð, upp í rúml. 5000 milljónir, að meðtöldu vegafé, hefir orðið á valdatímum núverandi stjórnarflokka. Mörgum stuðningsmönnum ríkis- stjórnarinnar mun vera farið að skiljast það nú, að gengisbreytingin 1960 var óhæfilega mikil og með skattahækkunum, sem framkvæmd- ar voru samtímis, var vegið í sama knérunn. En íslendingum var kennt það þegar á þjóðveldisöld, að ef veg- ið væri tvisvar í sama knérunn, myndi illt af hljótast fyrir þann, senr það gerði. Hér hefði þó ef til vill farið betur en á liorfðist, ef stjóm- in liefði borið gæfu til að sætta sig við hina hófsamlegu kjarasamninga á árinu 1961. Það axarskaft hennar, að breyta genginu að nýju það ár, vegna þessara kjarasamninga, verður nú meir áberandi með ári hverju. Sumir segja, að sú gengisbreyting Iiafi verið hugsuð sem refsibragð, en sé svo, hefir refsingin komið niður á orðstír stjómarinnar og kaupmætti íslenzkrar krónu. □ íslenzkum sljórnmálum Ný viðhorf í SEM framhald af frásögn um heimsókn stjórnar SUF til Ak- ureyrar, er hér útdráttur úr ræðu Ólafs R. Grúnssonar. Ólafur Ragnar Grímsson ræddi í upphafi um skoðanir ýmissa manna á íslenzkum stjórnmál- um. Þeir teldu þau einn alls- herjar skrípaleik, þar sem að- al kúnstin væri, að blekkja sem flesta. Að þeirra áliti væri helzta inntökuskilyrði í sam- tökin að geta farið í gegn um sjálfan sig að minnsta kosti einu sinni á ári og oftar ef þörf krefði; sagt eitt í dag og annað á morgun. án þess að blikna. Að áliti þessara manna breyti engu hver sé í stjóm, þetta sé allt sama tóbakið. Þó þjóðinni sé sem stendur boðið í nefið úr viðreisnardósum, myndi hún hnerra eins mikið og líða jafn bölvanlega þótt skipt væri um dósir. Þeir telji, að það sé sama hver skeri, — tóbakið breytist ekki. Ótrúlegur fjöldi manna fyr- irlíti allt, sem kallast pólitík og finnist vægast sagt furðulegt, að annars prýðilegustu menn skuli blanda sér í hana. íslenzk stjórnmál séu, að áliti þessara manna, gráthlægilegur hruna- dans, þar sem blekkingunni, lyginni og og spillingunni sé sungið æðsta lof. Gersamlega gagnslaust sé að ganga í þenn- an leik, því að sagan sýni, að allt sé hvort sem er unnið fyr- ir gíg. Vinstri stjórn eða við- reisn, það komi í sama stað niður: Verðbólgan og öll hringa vitleysan blífi eftir sem áður. En sem betur fer væru ekki allir á sama máli, það sé til fólk, ungt fólk, sem líti stjórn- málin öðrum augum. Það unga fólk, sem nú vex upp í landinu, láti sig framtíð sína miklu varða og ætli sér alls ekki að láta afskiptalausa mótun þess þjóðfélags, sem það mun búa i sín manndómsár. Unga fólkið viti, að þrátt fyrir allt, séu stjómmálin eina leiðin til að hrinda í framkvæmd þeim breytingum, sem það telji brýna nauðsyn á. Fyrir okkur, hina nýju kynslóð íslands, séu stjórnmálin ekki stríð um stöð- ur, völd, bitlinga eða metorð, ekki endanleg sókn eftir stund- arframa, ekki loddaraleikur lát lausra auglýsinga eða áróðurs, heldur fyrst og fremst tæki til að framkvæma ákjósanlega stefnu, koma í verk því, sem við teljum statt og stöðugt vera nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Það sé vissulega tími til kom- inn, að þeir menn, sem telji sig þess umkomna að fyrirlíta öll stjórnmál og velja því heit- ið sirkusa og loddaraleikja, viti, að upp er vaxinn í land- inu stór hópur fólks, ungra karla og kvenna, sem líti á stjórnmálin sem markvisst verk svið, ekki leiksvið ón alvöru eða tilgangs. Unga fólkið viti, að það sé vissulega margt, sem á bjáti, og verkefnin séu mörg og erfið. en það sé samt sem áður sannfært um, að hægt sé með þrautseigju, þori og sam- stilltum vilja, að færa lausn þeirra heila í höfn. Það sé að æra óstöðugan, að að fara að lýsa því ófremdar- ástandi, sem ríki í íslenzku efna hags- og þjóðmálalífi og rekja feril þeirra skammsýnu og á- hrifalausu stundaraðgerða, sem núverandi ríkisstjórn hafi grip- ið til. Hvert mannsbam í land- inu viti, að algert neyðarástand ríkir í öllum atvinnugreinum, fjöldi fyrirtækja sé kominn að hruni, fjármálaspilling sé með eindæmum, margir telji ísland konungdæmi braskara og alls- konar fjármálaspekúlanta. Það sé hægt að rekja endalaust ó- farnaðarsögu núverandi stjóm- ar, en það sem mestu máli skipti sé hins vegar, að gera grein fyrir þeim úrræðum, sem hægt sé að beita, til að ráða bót á ástandinu. Hér þurfi að koma til alger- lega ný og róttæk vinnubrögð, það þurfi að grípa til róta þeirra vandamála, sem fyrir Ólafur Ragnar Grímsson. liggja. Tilgangslaust sé að reyna að leysa þessi mál með einhverjum stundaraðgerðum. Gera þurfi ítarlegar áætlanir um þróun atvinnuveganna, að raða þurfi verkefnum eftir getu landsmanna, vinnuafli, véla- kosti og fjármagni. Pappírsgögn eins og núverandi framkvæmda áætlun ríkisstjórnarinnar komi að engu haldi. Óhjákvæmilegt sé, að hverri áætlun fylgi grein argerð um þau tæki, sem beita á til framkvæmda. Tilgangslít- ið sé að láta sérfræðinga vinna mánuðum saman að gerð áætl- ana, ef ríkisstjórnin leggi ekki neinar nýjar leiðir til mála, til að tryggja framkvæmd þeirra. ítarlegar áætlanir um þróun at vinnuveganna þarf að undirbúa vel og rækilega í samráði við fulltrúa launþega og atvinnu- rekenda í viðkomandi greinum. Kanna þarf í starfshópum at- vinnuveganna framleiðslumögu leika, fjárfestingaráform, að- stöðu til aukinnar framleiðslu með betra skipulagi og nýrri vélakosti, ásamt breyttum starfsaðferðum. Slíkar athugan ir á hag og þróun hverrar at- vinnugreinar þarf að samræma í heildar fjárfestingar- og fram kvæmdaáætlun. Einnig þurfi að koma til könnun á æskilegri framtíðarþróun einstakra hér- aða og landssvæða, en þá eink- um með tilliti til þróunar þjóð- arbúsins í heild. Norðurlandsáætlunin, sem sé í undirbúningi, sé vissulega spor í rétta átt, en Norðlend- ingar verði að gera sér grein fyrir því, hvernig unnt sé á raunhæfan hátt að fram- kvæma tillögur þær, er þar koma fram. Norðurlandsáætl- unin megi ekki fara eins og þjóðhags- og framkvæmdaáætl unin 1962—1966: Að vera einsk is nýtt pappírsgagn sem engin áhrif hefur á þróun atvinnu- veganna eða á hag landsmanna yfir leitt. Á undanförnum mánuðum hafi forysta Framsóknarflokks- ins lagt fram tillögu um gerð slíkra verkefnaáætlana og breyt ingu starfshátta í stjórn efna- hagsmála. Breytingar á stjórn- tækjum væru einkum fimm- þættar. Bankapólitíkin væri ekki ein ungis miðuð við magn útlána eins og í tíð núverandi stjórn- ar heldur einnig við tegundir framkvæmda og staðsetningu þeirra. — Hverri lánaumsókn fylgi ýtarleg gi'einargerð um áformaðan fjárfestingartíma og nánari framkvæmdaatriði. Þannig, að tryggt sé, að við- komandi framkvæmd verði lok ið á sem stytztum tíma og á sem hagkvæmasta hátt. Banka pólitíkin sé svo mikilvægt tæki í stjórn efnahagsmála að íslend ingar verði að gera hana marg- þættari og hæfari til þess að laga sig að breyttum kröfum og þörfinni á breyttu skipulagi í atvinnu- og efnahagsmálum. Fjárlög og framkvæmdir rík- is- og sveitarfélaga þurfi að samræma framkvæmd þjóðar- búsins í heild. Tryggja verði að framkvæmdir ríkisvaldsins komi að sem beztum og hag- kvæmustum notum og kröft- um þess sé ekki dreift um of. í greinargerð fjárlagafrumvarps- ins í ár kom fram sú hryggi- lega staðreynd, að núverandi ríkisstjórn hefur ekki nema mjög takmarkaða hugmynd um hvort fjárveitingar hennar fari raunverulega til þeirra fram- kvæmda, sem þær eru veittar til. Viðurkennt er, að fram- kvæmdir og fjárfesting ríkis- valdsins séu að mestu eftirlits- lausar. Skattalögunum verði breytt í þá átt, að þau stuðli beinlínis að framkvæmdum í samræmi við áætlunina. Til dæmis veiti ívilnanir vegna nauðsynlegra skipulagsbreytinga, breytts véla kosts og breyttra starfsað- ferða. Styrkir verði veittir til þró- unar sérstakra svæða og at- vinnugreina, sem standist hag- rænt mat áætlunarinnar og þjóðfélagslegs gildismats. Stuðl að verði að flutningum til byggðakjarna í stað suðvestur- svæðisins, til dæmis með styrkj um til íbúðakaupa. Vandræði séu, sagði ræðumaður, og reynd ar algjöf óhæfa, að hæfir fram- kvæmda- og félagsmálamenn geti ekki setzt þar að, þar sem byggðakjarnar eru, vegna hús- næðisskorts. Þjálfaðir verði betur en hing að til bæði stjómendur og verkafólk. Erlendar þjóðir leggi nú æ meiri áherzlu á menntun og þjálfun framkvæmdamanna sinna og íslendingar geti ekki vanrækt þann þátt. Gera verði nauðsynlegar breytingar á stjórnkerfinu, í samræmi við breytta staTÍs- hætti og betri skipulagningu á starfsemi hins opinbera. Skapa verði launþegasam- tökunum aðstöðu til þess að geta stuðzt við ítarlegar rann- sóknir í samningum sínum, hafi aðstöðu til þess að kynn- ast hag og afkomu einstakra atvinnugreina og fyrirtækja — þannig, að staðreyndir verði lagðar til grundvallar kaup- og kjarasamningum. Hin fjöl- mennu íslenzku launþegasam- tök verði að hafa jafna aðstöðu til þess að geta beitt þekkingu og rannsóknum í þágu hags- munamála sinna. Margt fleira mætti rekja, til að benda á þær mörgu leiðir, sem færar eru til að baeta og skipuleggja betur efnahags- og athafnalífið á íslandi, en þetta verði að nægja að sinni. Það sýni þó, að fjarri sé því, að ekki sé hægt að stjórna þessu landi eftir öðrum leiðum en núver- andi ríkisstjórn hefur gert. Hin unga kynslóð, sem nú vex upp á íslandi og senn hasl- ar sér völl í íslenzkum stjórn- málum, veit fyllilega hve mikil nauðsyn er á eflingu atvinnu- veganna og betra ástandi í ís- lenzkum efnahagsmálum. En hún gerir sér einnig grein fyrir því, að leggja verði rækt við ís- lenzka menningu, þjóðerni og andlegt sjálfstæði. Hinni ungu kynslóð bíði í rauninni það verkefni, að skapa íslenzkri menningu svo traustan grunn, að hún geti í órofa samhengi haldið áfram að dafna og efl- ast þrátt fyrir ásókn er- lendra áhrifa og holskeflur út- lendra strauma, sem æ tíðar munu skella á landi og þjóð. Hennar verkefni sé að sanna í reynd, að smáþjóðir eigi enn sinn tilverurétt, verkefni henn- ar í nútíð séu svo mikilvæg, að sjálfstæði hennar beri að varð- veita, skerfur hennar til heims- menningar svo máttugur, að enginn dirfist að troða á lífs- rétti hennar, heldur meti og virði hennar verðleika og veiti henni tvímælalausan jafnrétt- issess í sölum veraldarþinga. Hin unga kynslóð sé staðráð- in í því að vilja skapa þjóðfé- lag sem með hreinskilni og ein- urð, opinberum og hlutlægum umræðum og ítarlegum rann- sóknum kappkostar að leysa sín vandamál. Þjóðfélagið, sem umsvifalaust hafnar öllum yf- irborðshringlanda og látalátum frambornum í áróðursskyni af pólitískum loddurum, sem einskis svífast vegna frama- vona og valdabrölts. Þjóðfélags, sem eigi líði svindl og ,brask spillingu í fjálmálum. Þjóð- félags, sem meti andansmenn meira en byggingabraskara og uppmælingaraðal, skapi þeim aðstöðu til að fullnýta hæfi- leika sína og krafta og gefi al- menningi, hvar á landinu sem hann býr, kost á að njóta verka þeirra. Þjóðfélags, sem skilji það til fullnustu að framtíð þess sé fyrst og fremst undir því komin, að því takist að skapa hugverk, sem gild eru á mælikvarða veraldar, leggja af mörkum hæfar hugmyndir, er í senn þroski þjóðina og eru skerfur þeirrar þekkingarþraut ar, sem alls staðar eru óleyst- ar. Þjóðfélag, sem sitji ekki að- gerðarlaust hjá meðan þjarkað er um örlög heimsfriðar, held- ur sýni friðarvilja sinn í verki, sendi dugandi menn til hjálp- ar vanþróuðum, miðli öðrum af eigin reynslu. Þjóðfélag, sem viti að þótt lóð þess sé létt, þá finni vogarskálin samt fyrir þunga þess. Hin unga kynslóð íslands viti, að það verði að treysta trú þjóðarinnar á sjálfa sig, mátt sinn og-megin. Eigi þjóðin að dafna um ókomin ár, megum við ekki glata reisn okkar. Urtölur manna, vol og víl um yztu mörk hins byggi- lega heims sé tungutak, sem sæmi illa ráðherrum íslend- inga. Að stefna á brattann, bera höfuðið hátt, takast á við vandann og æðrast ekki, hafi ávallt verið aðall þessarar þjóð ar, sagði Ólafur að lokum. □ Raunliæf verðstöðvun (Framhald af blaðsíðu 1). Við slíkum vinnubrögðum í þessu erfiða þjóðfélagsvanda- máli varar verkalýðshreyfingm alvarlega og tekur afstöðu gegn hvors konar haldlausum kák- ráðstöfunum. Verði reyndin sú um fram- kvæmd á frumvarpi ríkisstjórn arinnar til laga um lieiniild til verðstöðvunar og því fáist ekki breytt í raunhæfara horf með þeirri afleiðingu að dýrtíðin verði ekki stöðvuð, lýsir verka- lýðshreyfingin ábyrgðinni af því á hendur ríkisstjóminni einni saman.“ □ B Nokkrar nýjar bækur frá Ægisútgáfimni BLAÐINU hafa borizt nokkr- ar bækur frá Ægisútgáfunni í Reykjavík og eru þær þessar: FÍONA eftir Densie Robins í þýðingu Óla Hermanns er eld- heit ástarsaga, sem hvorki vant ar í funa eða staðfestu. Hún fjallar um fagra dóttur auðugs og ráðríks skipaeiganda, sem trúlofast ung en finnur síðar ástina og þá með öðrum marnii og um það er sagan. A FÖRNUM VEGI eru viðtöl Lofts Guðmundssonar, er hann hefur átt við ýmsa mæta menn, svo sem Halldór Laxness, Sig- urð Sveinbjörnsson predikara, skyggnu konuna Jakobínu Þorvaldsdóttur, Ólaf Ólafsson kristniboða o. fl. Alls eru við- tölin 11 og bregða þau upp margs konar þjóðlífsmyndum, sem betur eru varðveittar en gleymdar. Loftur Guðmunds- son er kunnur blaðamaður, höfundur bóka og bókaþýðari. Á förnum vegi er 220 blaðsíðna bók, prentuð í Prentsmiðjunni Odda h.f. KASTAÐ í FLÓANUM er bók um upphaf togveiða við ísland og höfundurinn er Ásgeir Jak- obsson, vestfirðingur að ætt, stundaði lengi bóksölu á Akur- eyri, er pennafær og hugkvæm ur höfundur og viðfangsefnið þekkir hann frá sínum sjó- mannsárum. Bók þessi er í senn heimildarrit og skemmtileg bók um 240 blaðsíður, prentuð í Prentverki Akraness. GLAJDIR DAGAR heitir lítil bók eftir Ólöfu Jónsdóttur — margir stuttir þættir — ritaðir handa yngstu kynslóðinni. I bókinni eru teikningar eftir Vigdísi Kristjánsdóttur. GADDASKATA eftir Stefán Jónsson fréttamann er á ýms- an hátt svipuð bók hans Kross- fiskar og hrúðurkarlar og eru þessar bækur óvenjulegar að efni og efnismeðferð, tilheyra ekki neinum flokki bókmennta en gera flestum lesendum glatt í geði. Þetta er annars fimmta bók höfundar en hinar eru: Krossfiskar og hrúðurkarlar, Mínir menn, Þér að segja, og Jóhannes á Borg. SJÓSLYS OG SVAÐILFARIR, sannar sagnir, skrásettar og þýddar af Jónasi St. Lúðvíks- syni er rúmar 170 bls. með all- mörgum myndum. íslenzkar frásagnir eru fimm og jafn margar erlendar. Prentsmiðjan Ásrún annaðist prentunina. MADDAMA DOROTHEA er síðasta skáldsaga Sigrid Undset og er óþarft að kynna höfund- inn. Sagan gerist í Noregi á 18. öld, er stórbrotin og viðburða- rík. Þýðingu annaðist Arnfríð- ur Sigurðardóttir, en Prent- verk Akraness annaðist prent- unina. □ - SMATT OG STORT (Framhald af blaðsíðu 8). prestar gerast afliuga búskap, en afleiðingin þá sú, að bújarðir þeirra, sem yfirleitt eru í beztu jarða röð, dragast afturúr, að því er umbætur varðar, og verða ekki sveitarfélagi sínu til fullra nytja. En auðvitað væri hægt, að ráðstafa jörðunum til annars aðila, þó að lög ákveði að prestsetur séu á sömu stöð- um og þau hafa verið. Að sjálf- sögðu getur prestur, ef rétt þykir, átt hemia á jörð og liaft þar einhverjar landsnytjar, þótt hann liafi hana ekki til ábúðar. Þorsteinn Jósefsson. LANDIÐ ÞITT BÓK Þorsteins Jósefssonar — Landið þitt — er saga og sér- kenni nær tvö þúsund einstakra bæja og staða á íslandi, sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur h.f. gefur út og er á fimmta hundrað blaðsíður í stóru broti. Fjörutíu góðar myndir prýða bókina og munu sumir hafa búizt við þeim miklu fleiri. Upphaflega var bókin ætluð þeim öðrum fremur, sem ferð- ast vildu um landið. En hún er einnig góður lestur þeim, sem sytja kyrrir á sama stað og vilja þó kynna sér landið af frásögn annarra. Aftast í bók- inni er nafnaskrá til að auð- velda lesendum leit að hinum nKYNNIZT KJÖRUM AB ENGIN FÉLAGS- GJÖLD I AB GERIZT FÉLAGS- MENN AB GÓÐAR BÆKUR ANÆGJULEGT OG ÞROSKANDI HEIMILISLÍF JV*ÆW5C \ffl J ÆV/SÖGUR OG ÞJÓÐLEG FRÆÐ/ ISLENZKIR MALSHÆTTIR Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson lóku saman. Sígilt uppsláttarrit með yfir 7000 málsháttum. fél.m.verð kr. 495.00. KVÆÐI OG DANSLEIKIR l-ll Jón Samsonarson tók saman þetta grund- vallarrit i þjóðlegum bókmenntum. fél.m.verð kr. 695.00. ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR í FORNÖLD Afburða ritverk eftir próf. Einar Ólaf Sveinsson, um glæstasta skeið íslenzkra bókmennta. fél.m.verð kn 295.00. ÞORSTEINN GÍSLASON,' SKÁLDSKAPUR OG STJÓRNMÁL Úrval Ijóða og ritgerða Þorsteins Gíslasonar ritstjóra. í bókinni er m.a. stjórnmálasaga Islands árin 1896-1 918. fél.m.verð kr. 350.00. LÝÐIR OG LANDSHAGIR l-ll eftir dr. Þorkel Jóhannesson. Hagsaga (slands og atvinnuhættir, æviágriþ merkra manna og' bókmenntaþættir. fél.m.verð kr. 590.00. LAND OG LÝÐVELDI l-ll eftir dr. Bjarna Benediktsson. Samtíðarfrásögn þeirra viðburða, sem hæst ber í sögu íslands á síðustu áratugum. fél.m.verð kr. 590.00. HANNES HAFSTEIN l-lll eftir Kristján Albertsson, rithöfund. Ýtarlegasta ritverkið um sjálfstæðisbaráttu Islendinga fyrir og eftir síðustu aldamót. fél.m.verð kr. 820Í00. HANNES ÞORSTEINSSON, SJÁLFSÆVISAGA Bókin, sém geymd var undir innsigli í áratugi og enginn mátti sjá fyrr en á aldarafmæli höfundar. íél.m.verð kr. 235.00. SURTSEY Sigurður Þórarinsson. Nýjar útgáfur á ensku, þýzku og dönsku. fél.m.verð kr. 195.00. • BÓKASAFN AB Islenzkar bókmenntir KRISTRÚN 1 HAMRAVÍK eftir Guðmund Gíslason Hagalin. fél.m.verð kr. 195.00. LÍF OG DAUÐI eftir dr. Sigurð Nordal. fél.m.verð kr. 195.00. • ÍSLENZK SKÁLDR/T MANNÞING eftir Indriða G. Þorsteinsson. fél.m.verð kr. 195.00. TÓLF KONUR eftir Svövu Jakobsdóttur. fél.m.verð kr. 165.00. BAK VIÐ BYRGÐA GLUGGA eftir Grétu Sigfúsdóttur. Raunsönn ástarsaga frá hernámsárunum í Noregr. fél.m.verð kr. 295.00. TVÆR BANDINGJASÖGUR eftir Jón Dan. fél.m.verð kr. 130.00. TVÖ LEIKRIT eftir Jökul Jakobsson. fél.m.verð Kr. 235.00. VIÐ MORGUNSÓL eftir Stefán Jónsson. fél.m.verð kr. 235.00. • LJÖÐABÆKUR FAGUR ER DALUR eftir Matthíás Johannessen. fél.'m.verð kr. 195.00. í SUMARDÖLUM eftir Hannes Pétursson. fél.m.verð kr. 100.00. MIG HEFUR DREYMT ÞETTA ÁÐUR eftir Jóhann Hjálmarsson. - fél.m.verð kr. 195.00. GJAFABÓK AB árið 7966 er Kormákskver, sem Jóhannes Halldórsson hefur tekið saman. Bók þessa fá að gjöf þeir fé/agsmenn AB, sem keypt hafa 6 AB bækur eða f/eiri á árinu. ALFRÆÐASAFN AB FLUGIÐ FRUMAN HREYSTI OGSJÚKDÓMAR KÖNNUN GEIMSINS MANNSHUGURINN MANNSLÍKAMINN STÆRÐFRÆÐIN VEÐRIÐ VÍSINDAMAÐURINN fél.m.verð hverrar bókar kr. 350.00. • ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR LJÓSIÐ GÓÐA Karl Bjarnhof. fél.m.verð kr. 265.00. FÖLNA STJÖRNUR Karl Bjarnhof. fél.m.verð kr. 130.00. ■ DEILD 7 Valeriy Tarsis. fél.m.verð kr. 125.00. HLÉBARÐINN. Giuseppi di Lampedusa. fél.m.verð kr. 235.00. HÚN ANTÓNÍA MÍN Willa Cather. fél.m,verð kr. 265.00. KLAKAHÖLLIN Tarjei Vesaas. fél.m.ve'rð kr. 195.00. NJÓSNARINN sem kom inn úr kuldanum, John le Carré. fél.m.verð kr. 195.00. NÓTT í LISSABON Erich Maria Remárque. fél.m.verð kr. 195.00. i • LOND KANADA KÍNA MEXÍKÓ SÓLARLÖND SPÁNN OG ÞJÓÐ/R fél.m.verð kr. 295.00. do fél.m.verð kr. 235.00. AFRÍKU do 1 ALMENNA BÓKAPÉLAGIÐ einstöku stöðum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.