Dagur - 21.01.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 21.01.1967, Blaðsíða 2
2 - Viðfal við Jóhannes Björnsson Árni G. Eylands: GAMLAR SYNDIR OG NÝJAR NÚ SKAL SELURINN SÖKKVA 1 DEGI 2. nóv. rltaði séra Benja mín Kristjánsson um bókina Veien jeg mátte gá, eftir norska biskupinn Kristian Schelderup, sem komin er út í þýðingu Ás- mundar Guðmundssonar bisk- ups, og nefnist á íslenzku: Leið in mín. í eins konar inngangsorðum að ritdóminum segir séra Benja mín frá því, er maður kom til hans og tók að ræða um trú- mál. Reyndist presti maðurinn „ginnhelgur" af fræðum sínum og málflutningi. Segir svo í inngangsorðum þessum: „Fremur er það sjaldgæft að hinna svona mikla spámenn á íslandi, en aftur á móti úir og grúir af þeim í Noregi, síðan lítt menntaður bóndi að nafni Hans Níelsen Hauge óð um landið þvert og endilangt (und irstrikað af mér Á. G. E.) til að vara menn við súrdegi prest- anna.“ — O. s. frv. Bert er, að séra Benjamín telur Hans Níelsen Hauge upp hafsmann þessa trúarfars í Nor egi, sem mótast þann veg af „ginnhelgum“ — „spámönn- um“, að honum, og raunar flest um íslendingum fellur lítt í geð. Er ég einn þeirra, þótt ekki geri ég mig að dómara í þeim sök- um, er þess ekki umkominn. En hins vegar tel ég fjarstæðu að kenna H. N. H. manna mest um það sem gerzt hefur á þessu sviði í Noregi, allt fram á daga núlifandi maima, sem þeirra biskups Schelderups og próf. Hallesbys, sem séra Benjamín nefnir til sem nútímamann. Mér fannst, er ég las þetta, að með köpuryrðum klerks um H. N. H., væri ómaklega og lítið sannsögulega vikið að þessum manni. Og mér fannst, að vel mætti lofa Schelderup biskup og bók hans án þess að lasta H. N. H., sem hvílt hefur í gröf sinni í meira en 140 ár, og sem nú, að gengnum dómi sögunn- ar„ ev talinn einn af stórmenn- um norsku þjóðarinnar á 19. öldinni. Ég leyfði mér því að gera dá- litla athugasemd við ummæli séra Benjamíns. Athugasemd mína nefni ég: Ómakleg um- mæli. Kom þetta í Degi 19. nóv., en svo slysalega vildi til, að í höndum ritstj. og prentsmiðju brenglaðist fyrirsögnin og varð: Ómakleg árás. Ég bið afsökun- ar á þessum mistökum, þótt ég ætti ekki sök á þeim. Á vélrit- uðu afriti af greininni, eins og ég samdi hana og sendi frá mér, stendur greinilega: Ómakleg ununæli. í Degi 3. des. bregst séra Benjamín hart við umræddri at hugasemd minni, nefnir hann refsi — svar sitt: Orðsending til Árna G. Eylands. 1 orðsendingu sinni hefir séra Benjamín tvo doðranta mikla á lofti, til að færa í höfuð mér. — Nú skal selurinn sökkva. Annað vopnið er Bjarmi (IX. árg. 17. tbl.), hitt er hið danska Salomonsens Leksikon. Senni- lega er það engin tilviljun að klerkur grípur til danskra og íslenzkra heimilda, en gengur gjörsamlega fram hjá öllum norskum heimildum um H. N. H. þótt þar sé úr nægu að velja. Bjarma hefi ég ekki séð, það ég man, síðan ég var lítill dreng ur heima í Skagafirði — í Við- vík hjá Zófóníasi prófasti Hall- dórssyni. Fjölfræðibókina þarf ekki um að ræða, þótt ekki sé hún mér handleikin, hefi aldrei haft efni á því að eignast slíkt verk. En ég biðst ekki afsök- unar þótt ég kjósi fremur norsk ar sagnfræðilegar heimildir en Salómonsen, um mikilsverð at- riði í sögu Noregs, sérstaklega þegar nálgast skal sannleikann, um það hvernig dönsk og dansk —norsk yfirvöld tröðkuðu á mannréttindum norskrar al- þýðu, þegar verst var fyrr á öld um og allt fram á daga H. N. H. Ég leyfi mér því að bera fyrir höggin, sem séra Benjamín hyggst greiða mér með Bjarma og Salómonsen, eftirtaldar norskar heimildir sem ég vona að endist mér til nokkurrar vai-nar: Oscar Albert Johnsen: Norges bönder, Kranía 1919. Det norske folks liv og historie gjennem tidene, bind VII og IX, Oslo 1933 og 1931. Dette er Norge, 1814—1964, — Oslo 1963—1964. (Þetta verk í þremur bindum, var gefið út í tilefni af 150 ára afmæli norska Stórþingsins). Af orðsendingu séra Benja- míns í Degi 3. des. sézt glögg- lega að honum er mikið í mun að kasta rýrð á H. N. H., þótt hann slái þar lítið eitt undir í þvi einu, að nú orðar hann það svo, að Hauge „fór um endilang an Noreg og til Danmerkur“, en áður var frásögnin: „óð um landið þvert og endilangt —“. Séra Benjamín segir meðal annars um H. N. H.: „— sótti hann að ríkiskirkj- unni og prestunum með svo miklum fúkyrðum, að ekki þótti fært annað en setja hann i steininn11. „Rak svo langt „æði hans og villa“, að kóngur taldi sig þurfa að skrifá íslendingum sérstakt viðvörunarbréf“. Setningunni: „þetta byrjar venjulega sem geðveiki og end ar í ofstæki,“ — virðist líka vera beint gegn H. N. H. Og enn: „Vel má vera, að Hauge hafi ekki verið alls varn að, t. d. við saltbrennslu og verzlunarbrask". Og loks: „Hins vegar hefur verið allmikill völlur á honum, og haft hefur hann tröllatrú á spámennsku sinni eins og siður er margra fávísra og naglalegra manna.“ Á móti þessu fáein ummæli fróðustu manna norskra: „Denne merkelige mand, i al sin ydmyghet en av de betyde- ligste og mest helstöpte person- ligheter vort folk nogensinde har frembrakt —“. „Forfölgelsen mot Hans Niel sen Hauge er en skamplet paa magthaverne, og frem for alt Paa geistligheten í datiden. Denne mann som ikke kunne legges noget til last, uten at han i tale og skrift, med ord og eksemple forkyndte kirkens egen lære, og paa en slik maate, at den virkelig grep folket og viste frugter í selve livet.“ ..— den geniale og opoke- skapende legepredikant som samtidig var en særdeles praktisk mann med solid foran kring i luthersk kallsetikk.“ Og svo vikið sé frá því kristi- lega: — en framragende ökonomisk ekspert av omtrent samme type son Franklin.“ Þessi síðustu ummæli eru eft ir amerískum rithöfundi, sem nýlega hefir ritað mikla bók um H. N. H., og talinn er í bók sinni brjóta margt um H. N. H. betur til mergjar en áður hefir verið gert. — Ég læt þessi um- mæli nægja. Fróðlegt er að athuga for- sendurnar fyrir því, er að dómi séra Benjamíns „ekki þótti fært annað en að setja hann (Hauge) í steininn“. Hauge var tekinn fastur og settur í gæzluvarðhald, sem svo var kallað, en raunar var það harðasta þrælkunarfangelsi. Þar var hann látinn dúsa át' eftir át' og bíða dóms. Eignir hans voru gerðar upptækar og rit hans bönnuð. Og brot hans var talið: Að hann hefði brotið einskonar „prestastefnusam- þykkt“ og konungsboð frá 1741, sem bannaði leikmönnum að tala um trúmál yfir mönnum utan eigin heimilis. Og þessi gamli „konventikkel—plagat“ var ekki merkilegri en svo, að þar var ekki að finna ákvæði um nein viðurlög við broti á ákvæðum hans. Tíu sinnum var H. N. H. tekinn fastur fyrir að hafa brotið gegn einkarétti prestanna til að predika yfir fólki, og fyrir það var hann dæmdur, þótt um leið væri tínt til að í í'itum hans finndust „fornærmende ytringer mot övrigheten.“ (Framhald í næsta blaði.) Frá Bridgefélaginu SL. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD var spiluð næst síðasta um- ferðin í m.fl. og 1. fl. Bridge- félags Akureyrar. Eftir þá um- ferð er sveit Halldórs Helga- sonar efst í m.fl., en sveit Bjarna Sveinssonar efst í 1. fl. Urslit urðu þessi: Meistaraflokkur: Sveit Hall- dórs Helgasonar vann sveit Stefáns Gunnlaugssonar 6:0, sveit Óðins Árnasonar vann sveit Óla Þorbergssonar 6:0, sveit Knúts Otterstedts vann sveit Baldvins Ólafssonar 5:1, og sveit Mikaels Jónssonar vann sveit Soffíu Guðmunds- dóttur 6:0. (FrEunhald af blaðsíðu 8). eingöngu og það, sem henni fylgir. Fyrrum var mikið félags líf þarna á eyrinni. Nú sækja menn mannfagnaði að Reistará og blanda meira geði við fólkið í sveitinni. Hvernig vildi það til að þú slasaðist? Við vorum að gera við bryggju og vorum að reka nið- ur fyrsta staurinn þegar það vildi til. Staurinn fór að hallast og ég gaf merki um að stöðva Jóhannes Björnsson. fallhamarinn á meðan ég og annar maður réttum staurinn. Sá, sem fallhamarsins gætti gerði það. En af slysni féll ham- arinn niður áður en ég gaf merki um það og með þessum afleiðingum, segir Jóhannes, og sýnir mér hægri hendina, þar sem af eru fingur nema sá minnsti. Og í gamni spyr ég hvers virði hver putti sé þegar metið sé til slysabóta. Hvað greiddi verksmiðjan þér í slysabætur? Ekki eyri. Verksmiðjan vildi ekkert greiða og dómur gekk henni í vil í þessu máli, og var staðfestur í hæstarétti. Ég veit að þú trúir þessu tæplega en þetta er satt hversu ótrúlegt sem það þykir í samanburði við hliðstæð atvik á öðrum stöðum. Það er of langt mál að ræða þetta nú, en lögfræðingar, sem ég hefi átt tal við um þetta, eru ekki síður undrandi en aðrir. Ég fékk ekki einu sinni þján- ingabætur. Ég var verkstjóri og var auðvitað við því búinn, að einhver hluti félli á mig. Þetta mál er mjög sérkennilegt og vil ég, samkvæmt sorglegri reynslu minni, hvetja menn að ganga vel frá slíkum málum, þ. e. tryggingum, áður en þeir hefja hættuleg störf. Ég fékk aðeins 76 þús. kr. örorkubætur frá tryggingunum. Nokkur draugagangur á Hjalteyri? Ekki held ég að það sé mikið a. m. k. ekki umfram aðra staði. Ég var ofurlítið skyggn þegar ég var yngri, en þetta hefur horfið að mestu, enda ekki lögð rækt við það. Ég heyrði oft mannamál og umgang í verk- smiðjunni, á sérstökum stað, þegar ég var einn að vinna þar, eins og stundum kom fyrir. Ég gáði oft að þessu, en sá aldrei neitt en fótatakið hvarf jafnan í sömu átt og var það greinilegt. Aldrei heyrði ég orðaskil. Það urðu þrjú dauðaslys í verk- smiðjunni á fyrstu árum henn- ar. Ég veit ekkert hvort þetta var í sambandi við slysin. Myrk fælni er ég laus við og gerði því ekki veður út af þessu, enda varð ég þess ekki var, að það væri mér eða öðrum óvin- samlegt. Það var aðeins einu sinni, sem ég sá svip. Það var í stóru mjölskemmunni að kveldi til. Það var hálfdimmt þar inni nema við ljósið, sem ég hafði til að vinna við. Þetta var hvít vofa eða svipur, sem kom í áttina til mín en fór ekki beint. Ég fór að taka saman dót mitt því að ekki vildi ég vinna þarna með þetta hjá mér. Svo þegar svipurinn var kominn all nærri, beygði hann af leið og hvarf. Þarna gat ekki verið um mennskan mann að ræða, eða ég þóttist geta gengið úr skugga um það, segir Jóhannes Björns- son að lokum og við hættum okkur ekki lengra inn á hin dulrænu svið, en blaðið þakkar viðtalið. Jóhannes Björnsson er hátt á sextugsaldri, duglegur smiður og nýtur trauts og vinsælda. Hann er frá Nolli ættaður og byggði nýbýlið Sæból í Nolls- landi á sínum tíma en fluttist svo vestur yfir fjörðinn til Hjalteyrar og á þar enn heima. Þar heitir Sólgarðar. í hugann koma atvik um stærri og minni slys á vinnustöðum, sem bætt hafa verið fjárhæðum af við- komandi fyrirtæki. Undur mik- il sýnast það vera, að þessi mað ur skuli ekki talinn bóta verð- ur. En kannski verður mál þetta tekið upp að nýju. E. D. Fyrir sykursjúka: SAFT, margar tegundir MARMELAÐI APRIKÓSUR niðursoðnar FERSKJUR niðursoðnar JARÐARBER niðursoðin PERUR niðursoðnar RAUÐKÁL niðursoðið RAUÐRÓFUR niðursoðnar ÁVAXTASAFI SÚKKULAÐI NÝLENDUVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.