Dagur - 21.01.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1967, Blaðsíða 4
« Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERJLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgrciðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. BYGGÐAJAFNVÆGIS- SJÓÐUR FRAMSÓKN ARFLOKKURINN hefir gert það að tillögu sinni á Al- þingi, að Byggðajafnvægissjóður fái til umráða 2% af tekjum ríkissjóðs ár hvert. Miðað við áætlun fjárlaga fyrir árið 1967 yrðu þessar árstekjur Byggðajafnvægissjóðs um 94 millj. kr. en myndu breytast í hlutfalli við ríkistekjumar, sem á að tryggja það, að starfsgeta sjóðsins minnkaði ekki, þótt verðlag breyttist. Verður það varla talið frekt í sakirnar farið, þó að lagt sé til, að ríkið verji árlega 2 aurum af hverri krónu til að skipu leggja sókn gegn ríkjandi öfugþróun °g tryggja framtíð þeirra byggða, sem alið hafa upp mikinn hluta þess fólks, sem starfað hefir að uppbygg- ingu landsins til þessa eða nú er á starfsaldri. Jafnframt er gert ráð fyr- ir, að sjóðurinn fái lántökuheimild allt að 200 millj. kr. á ári í 5 ár með ríkisábyrgð. Gert er ráð fyrir, að f járframlög úr Byggðajafnvægissjóði verði aðallega veitt sem lán, enda hafi aðrir láns- möguleikar verið fullnýttir og að stjóm sjóðsins ákveði sjálf lánskjör- in hverju sinni. Er þá hægt að miða þau við greiðslugetu. M. a. er gert ráð fyrir að lán verði veitt til kaupa á atvinnutækjum og að sveitarfélög fái viðbótarlán til að koma upp íbúð um, þar sem íbúðarskortur kemur í veg fyrir æskilega fólksfjölgun. Til þess er ætlazt að Byggðajafnvægis- sjóður geti gerzt meðeigandi í at- vinnufyrirtækjum ef sérstaklega stendur á. Óafturkræf framlög koma til greina, ef fimm af sjö nefndar- mönnum samþykkja. í lagafmmvarpi Framsóknar- manna er gert ráð fyrir þeim mögu- leika, að einstakir landshlutar geti, ef sveitarstjómir og sýslunefndir sam þykkja, fengið í sínar hendur ráð- stöfun byggðajafnvægisfjár á hlutað- eigandi landsvæði svo og áætlana- gerð, en annars er til þess ætlazt að Byggðajafnvægissstofnun ríkissins hafi rannsóknir og áætlanagerð með höndum, og að ráðstöfun fjár styðjist við gerðar áætlanir. Gert er ráð fyrir sérstökum skyndiráðstöfunum, þar sem hætta er yfirvofandi á þvx, að byggðarlag eyðist. Algengt er, að komið sé upp at- vinnufyrirtækjum með fjárhagsleg- um stuðningi ríkissjóðs, t. d. með ríkisábyrgð eða ríkisláni. Æskilegt er, að byggðajafnvægissjónarmið komi til greina við staðsetningu slíkra fyrirtækja. Þess vegna leggja Framsóknarmenn til, að slík ríkis- aðstoð sé hverju sinni því skilyrði bundin, að Byggðajafnvægisnefnd liafi látið í ljós álit sitt um mögu- leika á því að koma staðsetningunni í samræmi við þau sjónarmið. □ Dettifoss. INN AF ÖXARFIRÐI gengur láglendi nokkurt, milli fjall- garða tveggja, er liggja norður frá aðalhálendinu, að vestan út á Tjörnes, en að austan út að Melrakkasléttu. Vegna lögunar mætti fremur kalla Öxarfjörð flóa en fjörð. Breidd hans innst er ca. 30 km. og sú strönd er í aðalatriðum bein lína. Láglend- ið upp frá sjónum er marflatt, framburðarland Jökulsár, sem kemur að sunnan meðfram fjall garðinum að austan. Þeim meg in er landspilda sem Jökulsá hefur myndað ca. 20 km. breið en mjókkar eftir því sem vestar dregur svo að við Tjörnesfjall- garðinn að vestan er framburð- arlandið innan við 3 km. á breidd. Þar skiptir í tvö hom um yfirbragð þessa lands, því Jökulsá fer stundum hamförum við landsköpunina. Sextándu og sautjándu öldina og nokkru lengur, flutti hún jökulhlaup yfir meirihluta þessa lands, ruddi óhemju magni af stór- grýti, möl og sandi yfir áður gróið land. Þetta land er enn grýttir eyðimelar og sandar, en Sandgræðsla ríkisins hóf fyrir nokkrum árum landnám þar. Önnur svæði framburðarlands- ins eru að meirihluta vel gróin, skiptast þar á valllendi, mýrar, bakkagróður, víðir og melur. Upp af framburðarlandi Jök- ulsár tekur við hraun fjalla á milli, sem smáhækkar móti suðri, allt til sýslumarka. Taka þá við lönd Mývetninga að aust an, en Þeistareykjaland að vest an. Framburðarland Jökulsár skiptist milli sveitanna Keldu- hverfis og Öxarfjarðar og ræð- ur áin löndum, en hraunlendið tilheyrir Kelduhverfi. Byggðin í Kelduhverfi er á norðurbrún hraunlendisins austur og vestur eða þar í grennd. Sums staðar standa bæimir nokkrir saman. Liggur þjóðvegurinn með byggðinni. Hraunlendið er æva gamalt, jarðvegi hulið og al- gróið nema þar sem klettar standa upp úr. Þetta hraun- lendi, sem er heimalönd og af- rétt Keldhverfinga og einu nafni kallað heiðin, er mikil víðátta, á að gizka 400—450 fer kílómetrar og mun enga hlið- stæðu eiga á landi hér, algróið óunnið land. Þarna vex fjöl- breytt lyng og víðir og á nokkr um stöðum eru leifar af birki- skógum. Á milli vaxa heilgrös og fjallajurtir. Vatn er óvíða á þessu svæði, nema í gjám djúpt í jörð. Fjölbreytni landslags og litskrúð gróðurs er næstum óendanlegt í þessari víðáttu- miklu gróðurparadís, sem hefur verið umfarendum að mestu lokuð vegna vegleysu, þar til á síðustu árum, að ruddir hafa verið sex vegir fyrir bíla frá byggð suður að sýslumörkum 15—28 km. langir. Vegir þessir voru flestir gerðir í þeim til- gangi að auðvelda fjallskil í Kelduhverfi, en auk þess opna þeir í þurrviðrum almenningi áður ókunn skoðunarsvæði. Not af heiðinni hafa aldrei ver- ið önnur en beit fyrir sauðfé Keldhverfinga (að frátaldri við artekju áður fyrr). Og þessi not fara fremur minnkandi en hitt, því sauðfé gengur nú lengur í heimahögum haust og vor en áður var. Svo virðist sem mögu leikar séu fyrir langtum meiri notum af þessu landi. Veruleg- ur hluti þess er ræktunarhæft land, auðvelt og ódýrt í vinnslu. Gæti hér verið um að ræða tug þúsundir hektara ræktunar- lands. í austurhluta umrædds land- svæðis, nágrenni Jökulsár, eru svo þeír nafntoguðu skoðunar- staðir svo sem Ásbyrgi, Hljóða- klettar, Vesturdalur, Hólma- tungur, Hafragil og fossarnir í Jökulsá, svo aðeins hið stærsta sé nefnt. Að lýsa þessum furðu smíðum náttúrunnar er hæpið fyrirtæki, sem ekki verður lagt út í hér. Sjón er þar sögu ríkari. Hér og þar um heiðina, eink- um austantil, eru jarðföll og landsig, sem minna á Ásbyrgi en smærri í sniðum. Auk þess lands, sem frá er sagt hér að framan, framburðar lands Jökulsár og hraunlendis- ins, tilheyra Kelduhverfi austur hlíðar Tjörnesfjalla. Eru tak- mörk sveitarinnar þessi: Frá ósi Jökulsár með ánni að Detti- fossi, þaðan í Eilífshnjúk, það- an um Gangnamannaskarð sunnan Hrútafjalla, réttsýnis á Bunguvegg vestur, þar norður Bunguvegg á enda, frá Bungu- veggsenda norður á Eyjólfshæð, þaðan vestur á Lönguhlíðar- enda syðri, þaðan í Rauðhól, þaðan í Sæluhúsmúla, þaðan í Olnboga í Jóhannsgili, þaðan norður í vestustu vörðu á Bisk- upsás, þaðan í Hnaratá á Tjör- nesi norður. Er þá rakið frá sjó í sjó. Samkvæmt lauslegri mæl ingu á landabréfi er flatarmál Kelduhverfis um 500 ferkíló- metrar. Umhverfis Kelduhverfi er fagur og víður fjallahringur og mjög fjölbreytilegur. Öxarfjarð arfjöllin bera af, stílhrein og fögur. Og „Norðrið er opið, þar ægir hlær“. Víða má fá fagra sýn yfir Kelduhverfi af um- ferðarleiðum. Af Gerðisbrekk- um á Tunguheiði mun einna stórfenglegust yfirsýn, en nú er sú heiði hætt að vera þjóðleið. Hægt er að nálgast sveitina í bifreið eftir fimm leiðum og þó raunar sex; norðan fyrir Tjör- nes, sunnan af Reykjaheiði, sunnan með Jökulsá að vestan og austan, austan af Öxarfjarð- arheiði og norðaustan frá Núpa sveit. Fjölbreytta yfirsýn má í góðu veðri fá á öllum þessum leiðum, en verður hér ekki nán ar rakið. Hefðarkona ein sagði um skáldið Byron lávarð látinn: Hann var fagur eins og draum- sjón. Myndir gefa enga hug- mynd um fegurð hans. Mér er nær að halda, þó ólíku sé sam- an að jafna, að eitthvað svipað mætti segja um sveit mína, Kelduhverfið. Hvorki orð né myndir geta fulltúlkað útlit hennar. Fyrir um það bil 40 árum var 31 jörð í byggð í Kelduhverfi. Af þeim eru nú 7 komnar í eyði, og hafa fimm þeirra farið úr byggð á þremur síðustu ár- unum, allar miðsveitis. Á þessu árabili hafa aftur á móti verið stofnuð 15 nýbýli, sem orðið hafa til á þann hátt, að eldri jörðum hefur verið skipt. Þann ig eru nú aðeins 37 byggð býli í sveitinni eða sex fleiri en voru fyrir 40 árum. íbúatala hefur að kalla staðið í stað þessa áratugi, verið um 240, aðeins farið lækk andi hin síðustu ár. Aðalbúgrein Keldhverfinga hefur frá upphafi verið sauð- fjárrækt. Mjólk er framleidd til heimilisnota, en sáralítið til inn leggs vegna samgönguörðu- leika. Búfjártala Keldhverfinga hefur staðið í stað síðustu ára- tugi, en aðeins lækkað síðustu árin. Byggingarframkvæmdir hafa verið sáralitlar í sveitinni síðasta áratuginn. Árlega stækk ar ræktað land nokkuð, en hey fengur vex ekki. Ástandið má túlka með einu orði, kyrrstöðu. í Kelduhverfi hefur í áratugi verið kyrrstaða í búskap miðað við það, sem víða annars staðar gerist. Eðlilegt er að spurt sé, hvað valdi. Fyrir 30 árum var Keldu- hverfi í fararbroddi um fram- kvæmdir, einkum byggingar. Þá var mikill framfarahugur í bændum hér. Síðan kom mæði- veikin og tók frá okkur nokkur ár. Sú plága varð þó yfirstigin vonum fyrr. En jafnskjótt sem bændur réttu við að mæðiveik- inni afstaðinni tók við önnur plága sínu verri en sú fyrri. Það má kalla þessa plágu verðstöðv un sauðfjárafurða og hefur stað ið hátt á annan tug ára. Kunn- ugt er um hvemig þetta gerðist. Verðlagsútreikningi búgrein- anna í landinu var ruglað sam- an á furðulegan hátt og hag- rætt eftir geðþótta einni bú- grein til hagsbóta en annarri til tjóns. Sauðfjárbændur lentu í minnihluta í þeim hráskinna- leik og misstu ráð yfir sinni bú- grein. Viðbrögð sauðfjárbænda urðu þau, alls staðar sem við var komið að fækka sauðfé, en taka upp eða auka mjólkur- framleiðslu í staðinn. Á þann hátt gátu þeir jafnað að nokkru leyti tjónið í sauðfjárræktinni. Þessi leið var Keldhverfingum lokuð eins og öðrum afskekkt- um sauðfjárræktarsveitum, af ástæðum, sem áður er að vikið. Með verðstöðvun á sauðfjáraf- urðum var rekstrargrundvelli búgreinarinnar algjörlega burt kippt. Búgreinin stóð svona lið- lega undir útlögðum kostnaði, en fyrir vinnu bændanna og skylduliðs þeirra fékkst sára- lítið. Sauðfjárbúin voru rekin með halla, og því meiri halla, sem búin voru stærri. Áform um stækkun búanna voru sjálf- fallin. Þetta ástand byrjaði um 1950. Menn hertu á mittisólinni og spöruðu það sem sparað varð. Það hrökk ekki til. Þá var KELDUHYERFI 5 farið í bankann. Bændur höfðu nú að mestu greitt byggingar- lánin og kreppulánin og lítið sem ekkert tekið af nýjum lán- um. Þeir fengu því áheyrn í Búnaðarbankanum, „ræktunar lán“ út á umbætur allmargra síðustu ára. Þeir peningar slétt uðu rekstrarhallann af sauð- fjárræktinni í bili svona í 2—3 ár. En brátt tók fyrir þetta úr- ræði af eðlilegum ástæðum, Þá brugðu Keldhverfingar á það ráð að auka atvinnuleit, aðal- Björn Haraldsson í Austurgörð um skrifar meðfylgjandi ágæta grein um hið fagra Kelduhverfi og þakkar blaðið hana. lega út úr sveitinni. Það var oftast stopul vinna, sem þeir náðu í, en menn höfðu í sig og á eins og það er kallað. Búskap- urinn varð meir en áður hjá- verkum. Nú er svo komið að Keld- hverfingar, sem enn teljast vera, taka meir en helming ár- legra tekna sinna fyrir margs- konar vinnu, búskapnum óvið- komandi. Þeir eru nú orðnir launþegar og verkamenn frem- ur en bændur. Vinnutekjurnar eru að jafnaði sóttar út úr sveit inni, oft í fjarlæg héruð. Þetta er ekki holl þróun fyrir búskap inn í sveitinni, enda er hún skýringin á kyrrstöðunni eða réttara sagt hnignuninni. Á þremur síðustu árum fara 5 jarðir í eyði eins og áður er sagt, af 42 alls. Á nokkrum hinna 37 býr roskið fólk ein- göngu. Það mun sitja sínar jarð h- meðan líf og heilsa endist, en hvað tekur svo við? Eru líkur til, að nýir ábúendur komi úr þéttbýlinu á þessar jarðir að óbættum skilyrðum til búskap- ar? Ég held varla. Fleiri jax-ðir en roskna fólksins eru í hættu með að fara úr byggð, þegar eldri kynslóðarinnar nýtur ekki lengur við. Ekki vantaði ungt fólk þegar jarðirnar fimm fóru í eyri, en það vantaði atvirmu- skilyrði, grundvöll fyrir lífs- afkomu. Síðasta áratuginn hef- ur meirihluti uppvaxandi æsku fólks flutt burt úr Kelduhverfi, sérstaklega þegar að því kom að stofna heimili. Það vildi ekki byggja framtíð sína á búgrein með fyrirfram öruggum halla- rekstri, það er því varla láandi. Atvinnuleit í fjarlæg héruð til uppbótar rýrum tekjum af bú- skap, er hreint neyðarúrræði. Og þéttbýlið býður gott kaup og öll þægindi dugandi fólki. Talað er um ræktarleysi þessa fólks, slíkt tal er ómaklegt og sprettur af skilningsleysi. Spor þeirra, sem burtu flytja úr sveit inni, eru þung yngri sem eldri og ekki stigin af neinni léttuð. Lífsins gæði eru hátt metin nú á dögum. Það er spurningin um afkomu og þægindi, sem mestu íæður um búsetu fólks í borg og byggð. Hér áður ræddi ég um mikla íæktunarmöguleika á afréttar- landi Keldhverfinga, auk þess eru allvíða ónotaðir slíkir mögu leikar heima við bæi. En það eru í þessari sveit möguleikar fyrir enn stórfenglegri fram- kvæmdum en ræktun lands. Syðst og austast í landareign Keldhverfinga er Dettifoss í Jökulsá með hagstæðustu virkj unarskilyrðum á íslandi. Og í gagnstæðu hoi-ni er Fjallahöfn og Lónslón., þar sem sennilega er hægt að gera góða höfn fyrir stærstu hafskip. Einhver mundi spyrja, þarf nú öll þessi ósköp til að rétta Kelduhvei"fið við, er ekki nóg að veita sauðfjái-ræktuninni réttlátan rekstrargi-undvöll? Virkjun Dettifoss og mögu- leg útflutningshöfn í Keldu- hverfi varða ekki Keldhverf- inga fremur en alla íslenzku þjóðina. Slíkar framkvæmdir hafa alþjóðlega þýðingu. Til þess að tryggja og efla byggð í Kelduhverfi, reista á landkostum sveitax-innar þarf að gei'a tvennt: Veita sauðfjár- búskapnum réttlátt afurðaverð og endurgreiða bændum það sem af þeim hefur verið tekið með vanx-eiknuðu afui-ðaverði í hálfan annan tug ára. Mætti hugsa sér, að sú endui-greiðsla kæmi sem opinbert framlag til stækkunar búarma og stofn- unnar nýrra, sem væru í sam- ræmi við það sem hagkvæmast er talið til rekstrar, hvað stærð og tilhögun snerth-. Þá mundi Kelduhverfið skipta um svip. Það verður með einhverjum hætti að bæta upp árin sem fóru í kyrrstöðu, að því leyti sem hægt er að bæta þau. Ef Keldhverfingar hefðu síðan 1950 fengið réttlátt verð fyrir sína fx-amleiðslu, hefði það fé, sem á vantaði farið í bústofns- auka og aðra eflingu búskapar- ins. Um að greiða þetta nú má segja, að betra er seint en aldrei. Með einhvei-jum hætti verður að bæta saxxðfjárræktar mönnunum upp það fé, sem af þeim var haft með of lágu verði afurða í mörg ár. Smávegis lag- færing á verðlaginu tvö síðustu árin er aðeins brot af eðlilegri hækkun. Þessu greinarkomi má nú þegar vera lokið. Margt er ósagt um Kelduhverfi, efni í heila bók, saga sveitarinnar, saga íbúanna og gerð, samspil lands og lýðs — blóðböndin — menj- ar og minningar, barátta til þroska og menningar, sigrar og ósigrar, sæla og sorgir, ást og hatur. Allt þetta og fjölmargt fleira hefur orðið á hakanum, þótt hugnæmara væri og kær- ara en sumt af því, sem um var rætt. Ég hef skrifað um það, sem fastast sótti á hugann vegna óttans. Óttans við það, að þetta allt sem okkur er kærast, hætti að vera til, þurrkist út. Hverja mundi það særa nema fyrst og fremst Keldhverfinga 1 sjálfa, unga og gamla, að vita sveitina sælu auða og yfir- gefna? Og hversu mundi okkar niðjum koma það að glata sinni fortíð, óðali og ætt, glata sínum uppruna, bernsku, æsku og ást- vinum, glata sveitinni sinni, þola ekki að sjá hana oftar? Þetta má ekki þannig fara. Verum á verði Keldhverfingar, heima og heiman, stöndum sam an. Hrindum fávísu glamri um ræktarleysi og flótta. Vekjum skilning góðra manna og vit- urra á rétti okkar og þiggjum fylgi þeirra til að endurheimta hann. Munum að mest er um það vert, að eiga málstaðinn góðan. - Kosning bæjarstjórans á Ak. (Framhald af blaðsíðu 1) bæjarstjóra milli allra fundar- manna, sem hver um sig mætti fyrir hönd flokksbræðra sinna í bæjarstjórn. Það var svo ekki fyrr cn ein- um eða tveimur dögum fyrir síðasta bæjarstjórnarfund, þ. e. á þriðjudaginn í þessari viku, að Sjálfstæðismenn tilkj’nntu, að þeir, þrátt fyrir fyrri yfir- lýsingar sínar, sjái sér ekki fært að kjósa Bjarna Einarsson. Kaupið væri of hátt! Sjálfsagt eru allfr sammála um, að um- samið kaup sé hátt, og það lief- ur þeim Sjálfstæðismönnum og öðrum eflaust fundizt, sem réðu til sín bæjarstjóra eftir kosn- ingamar á síðasta vori og þurftu að láta bæjarsjóði sína greiða hliðstæð Iaun. Umsamin laun bæjarstjórans eru: Fastalaun þau sömu og nú verandi bæjarstjóri hefur, tæp Guðrún Þ. Björnsdóffir, garðyrkjukona, áttræð GUÐRÚN frændkona mín, frá Veðramóti, á áttræðisafmæli í dag, 14. janúar. Það er langur lífsdagur, mikið unnið og vel unnið. Um aldamótin, á uppvaxtar- árum Guðrúnar, var mikið mannval af ungu fólki í Skaga- firði. Mér eru sérstaklega minnisstæð þrjú fyrirmyndar- heimili, þar sem uxu upp 10 mannvænleg ungmenni: Mikli- bær í Blönduhlíð, Höfði í Hofs- hreppi og Veðramót í Skarðs- hreppi. Þá var mikið starfað, mikið lært, mikið sungið og mikið dansað í Skagafirði. Fyrstu kynni okkar Guðrúnar voru, er ég gerðist kaupakona, ungling- urinn, hjá frændfólkinu á Veðramóti 1891. Þá var Guð- rún á 5. ári. Þau eru því orðin 75 árin, sem við höfum haldið hópinn með vináttu og sam- starfi, ef svo mætti segja. Um aldamótin hleypti Guð- rún heimdraganum og sótti kennslu í Kvennaskólanum á Akureyri. Minntist hún þeirrar veru jafnan með mikilli ánægju. En það dró ský fyrir sólu, er húsmóðirin, móðir mörgu barn- anna á Veðramóti, Þorbjörg Stefánsdóttir frá Heiði, andað- ist 1903. Þá varð Guðrún að taka að sér forystuna, þó ung væri. Fórst henni það vel úr hendi sem önnur störf á lífs- leiðinni. Þegar fór að rýmast til á heimilinu, sótti Guðrún skóla hjá Stefáni skólameistara, frænda sínum á Akureyri, og upp úr því réðist svo, að hún færi til Noregs til garðyrkju- náms. Garðyrkju hafði Guðrún stundað með góðum árangri heima á Veðramóti. Tókst nám ið í Noregi ágætlega, og varð Guðrún fyrsta lærða íslenzka garðyrkjukonan. Eftir heimkomuna 1915, tók Guðrún svo að sér kennslu við vomámskeiðin í Gróðrastöð Ræktunarfélagsins við Akur- eyri, en þau námskeið voru sótt af konum og körlum á Norður- landi. En til þess að fá umferðar kennara til leiðbeininga í gai'ð- yrkju, sem mikil þörf var fyrir, þurfti kennslan að ná yfir sum arið og haustið líka. Og fyrir áeggjan Sambands norðlenzkra kvenna komst það á, að 1—2 stúlkur fengu árlega fræðslu í Gróðrarstöðinni vorið, sumarið og haustið. Reyndist sú fræðsla affarasæl. Grundvöllur traust- ur og vel lagður hjá Guðrúnu. Á þessum Akureyrarárum Guðrúnar (nánar tiltekið 1919) efndi hún til garðyrkjusýning- ar, sem mun hin fyrsta þeirrar tegundar hér á landi. Fékk hún tvær kennslustofur í Gagn- fræðaskólanum. Þar voru til sýnis allskonar matjurtir og blóm, fjölbreytilegt úrval, sum af heimilum Akureyringa, þeir eru þekktir fyrir fögur blóm. Þetta þótti skemmtileg nýjung. Sýningin var vel sótt. Inngangs eyrir 25 aurar. Guðrún starfaði og stjórnaði í Gróðrarstöðinni í 9 ár (1915— 1923). Þá giftist hún Sveinbirni Jónssyni, byggingameistara, og stofnuðu þau hjón nýbýlið Knarrarberg í Kaupangssveit. Þar kom Guðrún upp garð- yrkjustöð og tók stúlkur til kennslu, sem einnig voru send- ar út um land til leiðbeininga i garðyrkju. Knarrarbergs, litla, fallega heimilinu þeirra hjóna, Guð- rúnar og Sveinbjarnar, er tnér sérstaklega ljúft að minnast.. Þar átti ég sumardvöl ár eftir ár, eftir að ég flutti til Reykja- víkur, vegna kennslu í handa- vinnu í Kennaraskólanurh. En ársritið „Hlín“ fékk ég prentað á Akureyri öll ár, og þá var gott að eiga athvarf á Knarrarbergi og geta hjálpað svolítið til við heyskapinn um leið. Fyrsta árið bjó ég í tjaldi, og var einka- sonurinn, Björn, stundum hjá mér í tjaldinu, þá á 1. ári (f. 1925). Þá var verið að ganga frá innréttingu bæjarins. Búskapui'inn og öll umgengni var fyrirmynd, garðyrkjan að sjálfsögðu í fyrirrúmi. Það væri ástæða til að skrifa langt mál um Knarrarberg, þann yndis- lega stað, og um veru þeirra hjóna þar. Á Knarrarbergi var víðsýni mikið um hinn fagra Eyjafjörð og ræktunarskilyrði góð, enda voru þau hagnýtt til hins ýtrasta. Mér telst svo til, að þau hjón hafi búið á Knarrarbergi í 10 ár (1925—1935). Eftir að Gróðrarstöðin var tekin í annað og Guðrún Bjöms dóttir fluttist burt af ræktunar svæðinu, hrakaði garðyrkju á Norðurlandi. Nú er það von Guðrúnar og okkar allra, að nýr garðyrkju- skóli rísi í Gróðrarstöðinni í náinni framtíð. Blönduósi 14. janúar 1967 Halldóra Bjarnadóttir. 26.000 kr. á mánuði, einnig nefndar- og stjómarstörf. Enn- fremur 3 þús. kr. bílastyrkur á mánuði, frítt húsnæði og upp- hitun. Forseti bæjarstjórnar áætlar, að samtals muni þetta nema 43—44 þúsund krónur á mánuði, miðað við hóflegan kostnað þeirra kaupliða, sem á þessu stigi er aðeins hægt að áætla, svo sem húsaleiguna. Það er í senn broslegt eða é. t. v. „grátlegt“, eins og einn Sjálfstæðismaður orðaði það, hver ábyrgðarlausan leik Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hér leik ið í þessu máli og ekki bætir rangur fréttaflutningur þeirra þar úr skák. Þessi furðulega af staða Sjálfstæðismanna er auð- vitað ekki fyrst og fremst áhyggjuefni Framsóknarmanna, dieldur þeirra bæjarbúa, sein kusu í vor þá Jón Sólnes, Jón Þorvaldsson og Áma Jónsson í góðri trú. Til þess að benda á, að launa kjör Bjama Einarssonar bæjar stjóra eru hliðstæð þeim kjör- um, sem bæjarstjórar voru ráðnir fyrir á síðastliðnu vori, er ráðning bæjarstjórans í Hafn arfirði, á vegum Sjálfstæðis- manna. Fastakaup hans er 34.500 krónur á mánuði, auk þess 3.500 krónu bílastyrkur og Iaun fyrir nefndarstörf. Er því auðsætt, að bæjarstjórinn í Hafnarfirði fær 9.000 krónur á móti fríu húsnæði og hita, sem bæjarstjórinn á Akureyri fær. IHiðstæð dæmi væri hægt að nefna frá Húsavík, Sauðárkróki og ísafirði. Af þcssum samanburði er Ijóst, að Sjálfstæðisflokksmenn á Akureyri gátu alls ekki vænzt þess, að bæjarstjóri, sem sam- komulag næðist um, fengi lægri laun en starfsbræður hans í mun fámennari bæjum. Það er því uppfundin ástæða á síðustu stundu, en ekki raun- veruleg fyrir brotthlaupi þeirra. Nú velta menn því fyrir sér, hver liafi beygt Jón Sólnes, sem aftur með aðstoð Gísla beygði Árna Jónsson. Q KENÝA FÆR HJÁLP VERIÐ er að hrinda í fram- kvæmd áætlun, sem kosta mun 6.7 milljónir dollara (288.1 • millj. ísl. kr.) og miðar að því að auka ferðamannaþjónustu í Kenýa. Áætlunin er studd a£ Alþj óðafj ármál astofnuninni (IFC) sem er deild í Alþjóða- bankanum. Stofnunin hefur ásamt bandarískum, þýzkum, brezkum og innlendum félögum lagt fé i nýja hótelstarfsemi, sem m. a. mun reisa stórt hótel í Naíróbí og bæta þjónustu alla á hinum friðuðu svæðum, sem eru helzta aðdráttarafl ferða- manna í Kenýa. Hið nýja hótel mun kosta 5 milljónir dollara (215 millj. ísl. kr.) og hafa upp á að bjóða 210 herbergi, sem nemur einum fjórðungi af öUu hótelrými höf- uðborgarinnar. Eins og stendur eru tekjur Kenýa af ferðamönn um 20 milljónir dollara (860 millj. ísl. kr.) árlega. Einungis kaffiútflutningurinn færir land inu meiri tekjur í erlendum gjaldeyri. Samkvæmt hinni nýju áætlun er gert ráð fyrir að tekjur landsins af ferða- mönnum verði komnar upp í 42 milljónir dollara (1806 millj. ísl. kr.) árið 1970. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.