Dagur - 21.01.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 21.01.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Hjalteyri við Eyjafjörð. Var maðurinn ekki bótanna verður? Stott viðtal við Jóhannes Björnsson smið á Hjalteyri LITLAR SÖGUR fóru af Hjalt- eyri fyrr en Norðmenn hófu síldveiðar hér um slóðir um og eftir síðustu aldamót og byggðu sér hér og hvar bækistöðvar í landi. Hjalteyri var einn þeirra staða og þá varð þar strax mik- ið athafnalíf, einnig meira skemmtanalíf, sem af mörgum var vel þegið. Norðmenn byggðu þá hús það á Hjalteyri, sem nú er símstöðvarhús, einn- ig hús það, sem nú er íshús og tvö hús niðri á eyrinni, sem rifin voru þegar síldarverk- smiðjan var þar byggð 1937. Einnig byggðu þeir norður við Sæborg, hús, sem búið er að rífa o. fl. En Norðmenn hurfu þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á 1914 og hinn líflegi at- hafnastaður á malareyrinni austan í Arnarneshöfða varð á ný mannfár staður og sum hús- anna stóðu tóm. Þá hófst þar ofurlítil bátaútgerð og hefur svo jafnan verið. Síldarsöltun var á Hjalteyri í mörg ár. Þá STÓRHRÍÐARMÓTIÐ Á MORGUN Á SUNNUDAGINN kemur gengst Skíðaráð Akureyrar fyr ir hinu svokallaða Stórhríðar- móti og verður það haldið í Hlíðarfjalli. Búast má við skemmtilegu móti, einkum ef vel viðrar til keppni. Keppnin hefst kl. 11 f. h. í drengjafl. 11—12 ára, og stúlkna fl. 16 ára og yngri. K1 12 hefst keppni kvenna og unglinga, og kl. 2 í A og B flokki karla. Fex-ðir verða í fjallið kl. 9—10 fyrir hádegi og kl. 1 eftir há- degi frá ferðaskrifstofunni Lönd og leiðir Kaupvangsstræti. □ Til Ármanns frá J. B. Oft ég sekt mína sjálfur finn. Sumum er vaðall leiður. En hafi ég vakið þig vinur minn vertu mér ekki reiður. voru nokkrir braggar byggðir og Kveldúlfstogarar lögðu afla á land. En árið 1937 lét Kveld- úlfur meii'a að sér kveða á þessum stað með byggingu 10 þús. mála síldai'bræðslu, lýsis- geymum, mjölskemmu og öðru tilheyrandi. Bx-yggjurnar eru í góðu vari sunnan á eyrinni. Lít il tjörn er uppi á eyriilni, ofan við malarkambinn. Og síðan hefur síldarverksmiðjan starf- að og þar hefur einnig verið síldarsöltun á sumrin. Hingað á skrifstofu Dags leit um daginn Hjalteyringru'inn Jó hann Bjömsson, stai-fsmaður Hjalteyrarverksmiðjunnar, ein hverra erinda, og lagði blaðið þá fyi'ir hann nokkrar spurning ar. Hvémig em útgerðamxál á Hjalteyrí? Þar háfa verið nokkrar ti'ill- ur og tveir li'tlir dekkbátar. Afl inn hefur brugðizt að mestu hin síðustu áx', en aðalatvinnan hef ur verið við síldax'bræðslxma. En auk síldai'bræðslunnar var hér á árum áður tekinn karfi til' bræðslu,. einnig fiskur í skreið og ufsi í salt, og svo síld til sölt unar um fjölda ára, að sjálf- sögðu lítið hin síðustu ár eins og annars staðar hér um slóðir. En verksmiðjan var byggð 1937? Já, og talin geta afkastað 10 þús. mála bræðslu á sólarhring. Mjölskemma verksmiðjunnar bx-ann hér urn árið og var ekki endurbyggð. En í tóftinni var sett upp síldarsöltunin. Hvenær byrjaðir þú að starfa við síldarverksmiðjuna? Það var árið 1942 og vann ég þar þangað til ég slasaðist sum- arið 1961. Ég vann við smíðar allan þennan tíma og var oft mjög mikið að gera og mikið um að vera á meðan þetta var í uppbyggingu. Og í verksmiðj- unni unnu stundum á annað hundrað manns, margir kátir piltar og duglegir, sumir smá- hrekkjóttir eins og gengur, en yfii'leitt afbragðsgóðh- imgling- ar, sem sumir eru nú orðnir þjóðkunnir menn, en voru þá í skóla, flestir fátækir. Hvað eru íbúar Hjalteyrar margir? Rétt um 100 manns, því að byggðin jókst og færðist upp í bx-ekkuna ofan við og eru þar snotur hús, en að sjálfsögðu er lítið að gefa langtímum saman fyrir þá, sem treysta á síldina (Framhald á blaðsíðu 2.) F ulltrúaráðsf undur FULLTRÚ ARÁÐSFUNDUR í Framsóknarfélagi Eyfirðinga verður haldinn í skrifstofu flokksins á Akureyri miðviku- daginn 25. þ. m. kl. 2 e. h. — Mjög áríðandi að allir fulltrúar mæti. Stjórnin. FJÖLDIBUFJÁR 1 nýfluttu erindi dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra og í nýútkominni Árbók land- búnaðarins eru margskonar upplýsingar um búskapinn í sveitum landsins um þessar mundir. Talið er að nautgripa- talan í landinu hafi í byrjun sl. árs verið rúmlega 59.500, sauð- fjártalan 847 þús. og hrossa- talan um 30 þús., svín rúmlega 3000, hænsni nálega 94 þús., endur og gæsir 1250 og geitur 158. Þetta var sem sé bústofn- inn fyrir ári síðan. Búnaðar- málastjóri telur, að sauðfé á fóðrum sé álíka margt nú og í fyrravetur, en nautgripir séu heldur færri. MJÓLKURMAGN OG LAMBAFJÖLDI Samkvæmt skýrslu búnaðar- málastjóra voru mjólkurkýr um 42 þús. í árslok 1965. Arnór Sig urjónsson áætlar mjólkurfram- leiðsluna á því ári 126 millj. lítra. Er þá gizkað á það mjólk- urmagn sem bændur nota heima og afhenda ekki mjólkur búum. Samkvæmt þessu ætti meðal ársnyt eftir mjólkaða kú að hafa verið unv 3000 lítrar. Búnaðarmálastjóri telur ær- fjöldann nálega 700 þús. í árs- lok 1965. Ef miðað væri við þessa tölu og önnur hver vetr- arfóðruð ær skilar 2 haustlömb um en hinar einu, ætti tala dilka af fjalli að hafa verið 1050 þús. á sl. hausti. En allmikið vantar á, að svo sé. í slátur- hús komu 767 þús. dilkar og rúmlega 70 þús. hafa verið sett- ir á í staðinn fyrir fullorðið fé, sem slátrað var. Við þetta má bæta heimaslátrun dilka og lif- lömbum, senv til að bæta upp afföll á fullorðnu fé á árinu (sbr. áætlun búnaðarmálastjóra um óbreyttan fjárfjölda). MEÐALÞUNGI DILKA Meðalfallþungi dilka á öllu landinu hefir verið þessi undan farin 10 ár: Árið Árið Árið Árið Árið Árið Árið Árið Árið Árið 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 15.14 kíló 14.12 kíló 14.11 kíló 14.14 kíló 13.85 kíló 13.75 kíló 13.71 kíló 14.41 kíló 14.26 kfló 13.59 kíló Ungt fólk á skíðum á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) En meðalþungi dilkanna er ekki einhlítur til að nxeta arð- semi sauðfjárbúanna. Meira er að marka meðalkjötþunga dilka pr. hverja vetrarfóðraða á. Þó er það ekki einhlítt heldur, nema jafnframt sé kunnugt um kostnaðinn við fóðrun ánna, gæzlu og viðhald. TÚNASTÆRÐ OG TÖÐUMAGN Samanlögð stærð ræktaðra túna hér á landi eru nú að flat- armáli um 100 þús. ha. Á þessi tún, matjurtagarða og aðra gróðurbletti voru árið, sem leið, borin 10.537 tonn af hreinu köfnunarefni 5.695 tonn af fos- fatáburði, 3.497 tonn af kalí- áburði. Búnaðarmálastjóri seg- ir, að áburðarnotkun aukist nú ekki í hlutfalli við stækkun túna. Skýrslur herma að töðu- fengurinn sumarið 1965 muni hafa verið rúmlega 3 millj. og 700 þús. hestburðir (1.25 hestb. talinn í 1 nv í þurrheysstæðu). Einhverntínva var sagt, að upp- skera af einum hektara mætti helzt ekki vera minni en 45 hestburðir. Af 100 þús. hektur- unv ættu þá að koma 4.5 millj. liestburðir. Þess ber þó að minn ast, að allmikið er nú orðið um beit á túnunv einkum vor og liaust, og er sú uppskera ómæld. HVERS VEGNA VERÐ- BÓLGA? Jónas Haralz núverandi for- stöðumaður Efnahagsmálastofn unarinnar skrifaði fyrir nokkr- um árum grein í afmælisrit Há- skóla Islands. Þar segir hann m. a. um verðbólguna: „HÚN ER AFLEIÐING STJÓRNLEYSIS OG AGA- LEYSIS OG LEIÐIR TIL ÞESS, AÐ ÞRÓUN EFNA- H AGSLÍFSIN S GEIGAR Æ MEIRA FRÁ ÞEIM MARK- MIÐUM, SEM ÞJÓÐFÉLAGIÐ KEPPIR AÐ.“ (Framhald á blaðsíðu 5.) MÆLSKUNÁMSKEIÐ FÉLAG ungra Framsóknar- manna á Akureyri auglýsir í blaðinu í dag nvælskunámskeið, sem vert er að vekja athygli á. Það lvefst 25. janúar og er kvöld námskeið. Leiðbeinandi er Ingv ar Gíslason alþingismaður. Upp lýsingar um námskeiðið eru gefnar v sima 21180 svo og hjá stjóm FUF. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.