Dagur - 25.02.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 25.02.1967, Blaðsíða 5
5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁRINNAR KARL KRISTJÁNSSON flytur á Alþingi því, er nú situr, svohljóðándi tillögu til þingályktunar um endur- skoðun stjórnarskrárinnar: „Alþingi ályktar að stofna til end- urskoðunar á „stjórnarskrá lýðveldis- ins íslands" og fela ríkisstjórninnrað skipa til þess níu menn samkvæmt tilnefningu eftirgreindra aðila: 1. Þingflokkarnir á Alþingi til- nefni fjóra, sinn manninn hver. 2. Lagadeild Háskóla íslands til- nefni tvo menn. 3. Hæstiréttur tilnefni þrjá merin og einn þeirra sem formann nefndarinnar. Nefndin taki m. a. sérstaklega til athugunar eft- irtalin efnisatriði: 1. Forsetaembættið. Hvort fyrirkomulag æðstu stjórnar Islands sé svo heppi- legt sem það gæti verið, og hvaða skipan hennar mundi vera bezt við hæfi þjóðarinnar. 2. Skipting Alþingis í deildir. Hvort hún sé ekki úrelt orð- in og ein málstofa hagfelldari. 3. Aðgreining löggjafarvalds, fram kvæmdarvalds og dómsvalds. Hvort ekki sé þörf skýrari ákvæða um þessa greiningu. 4. Samskipti við önnur ríki. Nauðsyn ákvæða, er marki rétt ríkisstjórnar og Alþingis til samninga við aðrar þjóðir. 5. Þjóðaratkvæði. Ákvæði um, hvenær rétt sé eða skylt að láta fram fara þjóð- aratkvæðagreiðslu — og hvað hún gildi. 6. Kjörgengis- og kosningarréttar- aldur. Hvort rétt sé að lækka þann aldur frá því, sem nú er. 7. Kjördæmaskipun: Hvort ekki sé rétt að breyta kjördæmaskipuninni á þá leið, að landinu öllu verði skipt í ein menningskjördæmi, þar sem að- almenn og varamenn verði kosnir saman óhlutbundnum kosningum, en uppbótarþing- menn engir. 8. Þingflokkar. Hvort ekki sé þörf lagasetn- ingar um skyldur og réttindi þingflokka, þar sem þeir eiga rétt til uppbótaþingsæta skv. stjórnarskránni. 9. Ný skipting landsins í samtaka- heildir. Hvort ekki sé æskilegt að taka inn í stjórnarskrána ákvæði um skiptingu landsins í fylki (Framhald á bls. 7.) Hús Netagerðarinnar og hið nýja síldarbræðsluhús. (Ljósm.: Júl. Dan.) Netagerð Dalvíkur SÍLDIN hefur átt vaxandi hlut verki að gegna í þjóðarbúskap íslendinga hin síðari ár. Verald argengi heilla landshluta og raunar landsins í heild byggist að verulegu leyti á göngum og öðrú háttarlagi þessa smávaxna sjávarbúa. Undanfarin ár höf- um við Norðlendingar ekki ver ið í náðinni hjá síldinni. Hins vegar hefur hún verið óspör á að veita bræðrum vorum á Austurlandi blíðu sína. Eigi að síður halda Norðlendingar áfram að eltast við síldina af óþreytandi elju og raunar með góðum árangri. Mestur síldarútgerðarbær við Eyjafjörð er Dalvík.. Þaðan voru gerðir út á síld sjö bátar á síðustu vertíð og veiddu flest ir vel. Nú er þar líka risin upp lítil en hánýtízkuleg síldar- bræðsla rétt niður við höfnina, og er það von Dalvíkinga, að hún eigi eftir að skila þeim miklum arði, ekki sízt með því að tryggja söltunarstöðvum staðarins meira hráefni. Við hliðina á síldarbræðslunni stendur svo önnur bygging miklu stærri, sem einnig er tengd síldarútveginum, því þar ér til húsa eitt af fullkomnustu netaverkstæðum landsins, Neta gerð Dalvíkur h.f. Blaðamaður Dags brá sér nýlega þangað í heimsókn og bað húsráðendur um viðtal. Júlíus Kristjánsson varð fyr- ir svörum og tók erindi blaða- manns með rjúfmennsku. Júlíus, þú ert forstjóri fyrir- tækisins, hvað viltu segja mér um Netagerð Dalvíkur? Já, ég mun vera skráður for stjóri, en í rauninni erum við allir forstjórar, félagarnir, þeg- ar svo ber undir. Við erum sex hluthafarnir, auk mín eru það tvíburabræðumir Hjalti og Skafti Þorsteinss., bræðurnir Haukur og Níels Kristinss. og Kristinn Þorleifsson. Áður vor- um við allir starfsmenn gamla netaverkstæðisins Netjamenn h.f., sem hér starfaði lengi und- ir stjórn aðaleigandans Kristins Jónssonar. Svo gerðist það einn góðan veðurdag í júníbyrjun 1964 að við félagar hættum störfum hjá því gamla og góða fyrirtæki, og eftir réttan klukku tíma vorum við svo byrjaðir að vinna við okkar eigin netagerð. Við tókum nefnilega bragga Netjamanna á leigu, keyptum efnisbirgðirnar og sömuleiðis þau tæki sem til þurfti en þau voru raunar lítið annað en neta nálarnar sem við vinnum með. Þetta var nú byrjunin. Síðar fluttum við okkur svo hingað. Við erum í leiguhúsnæði hér, það er eign Egils Júlíussonar útgerðarmanns, upphaflega byggt sem fiskmóttökuhús, en Júlíus Kristjánsson. var lítið notað sem slíkt vegna erfiðleika með hráefnisöflun, og viltu nú ekki gjöra svo vel og líta á húsakynnin? Við göngum upp í vinnusal- inn á efri hæð hússins, hann er geysistór og b]artur og hlýr. Síldarnætur hanga á krókum niður úr loftinu, starfsmennirn ir standa í röð meðfram þeim við vinnu sína. Aðrar nætur eru í stórum stöflum á gólfinu. Þægi leg tjörulykt fyllir loftið. Á neðri hæðinni eru enn fleiri síldarnætur. Þar er allt gólf- rými upptekið og við verðum að klifra eins og kettir yfir fjall háa bunkana til að komast leið- ar okkar. Betra að vera ekki rrieð logandi sígarettu hér, þó að vel sé vátryggt, segir Júlíus. Já, hvað eru mikil verðmæti geymd í þessu húsi? Ætli það sé ekki í kring um 30 milljónir. f hverju er svo starf Neta- gerðarinnar fólgið? Það er fyrst og fremst við- gerðir á síldarnótum og svo uppsetning nýrra nóta. Við sjá- um algerlega um nætur Dal- víkurbátanna allra og margra annarra. í fyrra settum við t. d. upp nætur á Jörund III og á Sigurey, sem var að miklu leyti mönnuð Dalvikingum. Það þótti í frásögu færandi að nótin á Sigureynni var svo þung og fyrirferðarmikil að tveir bílar voru látnir aka henni niður að skipinu hérna við hafnargarð- inn. Sá fyrri ók áfram en hinn bakkaði þannig að pallamir námu saman. Þær eru ekki orðnar neitt smásmíði þessar nætur, þunginn þetta tíu og upp í tólf tonn, svo þú getur ímyndað þér að maður getur lítið hreyft þetta með handafli. Ég 'lít á netagerðarmennina og sé að þetta eru allt ungir menn og á bezta aldri, og sum- ir með allra sterklegustu mönn um, enda alkunnugt að þeir eru afrenndir að afli. Samt get ég skilið að jafnvel þeir leiki sér ekki að því að vippa til þessum ógurlegu nótabáknum með vöðvaaflinu einu saman. Hvernig berið þið ykkur til við að flytja næturnar? Þetta er allt gert með kraft blökkum, blessaður vertu, alveg eins og þeir nota á sjálfum veiði skipunum. Við höfum kraft- blökk á kranabíl í sambandi við spilið og aðra rafknúna hérna uppi í rjáfrinu, sérðu og þannig hífum við þær hingað upp í salinn. Niðri á neðri hæðina fara þær svo héðan í gegnum lúur í gólfinu, líttá. Það er heldur auð veldara að bunka þær upp þeg ar þær koma svona ofan frá. Annars byrjum við ekki hér þegar við fáum nót til að yfir- fara og standsetja. Heldur hvar? Nót, sem hefur verið í notkun er full af óhreinindum þegar hún kemur á land, bæði fitu og öðrum lífrænum efnum og alls- konar öðrum óþverra. Þess vegna byrjum við á því að aka henni beint suður í þvottahúsið okkar sem við byggðum í sum- ar upp úr gamla netalitunarhús inu. Þú verður að koma suður- eftir og líta á þau húsakynni. Og það gerum við. Þarna hefur risið upp snotur bygging suður í miðju kauptúninu rétt norðan við Samkomuhúsið. Ég hef aldrei gert mér grein fyrir, hvaða starfsemi færi hér fram. Þvottahús, segirðu? Já, blessaður vertu. Það ætl- aðn nú að ganga dálítið brös- uglega að fá samþykki yfirvald anna hér á staðnum til að setja þetta niður hér. Þeir héldu, að þetta væri svo óskapleg óprýði fyrir staðinn. Þeir vildu helzt, að við létum setja eitthvað- af fölskum gluggum til þess að særa ekki fegurðarsmekk fólks ins. En við vildum éndilega fá að byggja þetta hér, því að við eigum hérna stærðar lóð niður að sjónum, þar sem áður var gamli slippurinn, sem nú er löngu gleymdur og grafinn. Og nú, þegar húsið er risið hér, eru allir ánægðir og enginn tal- ar um að það óprýði staðinn, eða hvað sýnist þér? Ég verð að játa, að húsið er bara fallegt, en hvernig er það notað? Hér eru næturnar hreinsað- ar með gufusuðu í þessum stóra potti þama í norðurend- anum. Að því búnu eru þær selfluttar yfir í suðurendann og þar súgþurrkum við þær rétt eins og þið þurrkið töðuna ykkar í sveitinni, nema hvað við blásum heitu lofti þax sem þið blásið bara köldu. Við þess- ar tilfæringar allar notum við auðvitað kraftblökkina, sem er þarna uppi undir þakinu. Þetta teljum við vera gott hús og prýðilega vel lukkað á allan hátt. Allur hitabúnaður er sjálf virkur og öruggur, og næturnar koma héðan út hreinar og þurr ar eins og þvottur úr fullkomn- ustu sjálfvirkri þvqttavél. Ég skal láta þig vita, þegar við þvoum næstu nót, svo að þú get ir skroppið hingað með óhreinu skyrturnar þínar, ef þú kærir þig um. Elztu starfsmennirnir Skafti og koti. Hjalti Þorsteinssynir frá Efsta- (Ljósm.: Júl. Dan.) Úti á skrifstofu Netagerðar- innar er svo haldið áfram að ræða við Júlíus og tvíbura- bræðurna Þorsteinssyni, Hjalta og Skafta, sem mönnum gekk alltaf illa að þekkja í sundur í gamla daga. Hvernig starf er það svo, að vimia í netum? Hjalti verður fyrir svörum: Ég er búinn að vinna að neta- gerð síðan 1942, svo ég er far- inn að kynnast því talsvert ná- ið. Og ég verð að segja það, að mér hefur eiginlega alltaf líkað það vel. Auðvitað var þetta oft kaldsamt verk í gamla daga, meðan við þurftum að vinna svo og svo mikið úti að nóta- viðgerðum, t. d. niður á bryggj- um, oft í rosaveðrum og bleytu. Og þá þurfti líka miklu meiri átök við nætumar. Þegar við höfðum eiginlega engan tækni- útbúnað í þjónustu okkar. En nú fer vinnan að lang- mestu leyti fram 'undir þaki og það er mikill munur. Þetta er yfirleitt þrifalegt starf og reglu bundið ofast nær, þó að oft komi það fyrir yfir síldartím- ann, að við verðum að leggja nótt við dag í viðgerðum á bil- uðum nótum, því mikið liggur við að koma veiðiskipunum sem fyrst út aftur í aflahrot- unum. Það er nú einmitt eitt af því bezta við þetta starf, að maður finnur að það hefur ein- hverja þýðingu. Maður finnur, að mikið er í húfi, að það sé samvizkusamlega af hendi leyst bæði fljótt og vel. , Og hvernig gengur þá sam- búðin við útgerðarmennina og sjómennina? Alveg prýðilega, aldrei nokk- ur snurða þar á. Við höfum aldrei orðið varir við annað en áreiðanleika og velvild úr þeirri átt, enda reynum við satt að segja að vanda verk okkar og gera viðskiptamönnum til hæfis af fremsta megni. En nú hefur lítil síld borizt til Dalvíkur í seinni tíð. Er þá ekki líka minna um komur síld arskipa hingað um veiðitím- ann? Jú, jú, það er alveg rétt. En þá höfum við undanfarin sum- ur nokkurs konar útibú austur á Vopnafirði, að nokkru leyti á vegum síldarverksmiðjunnar þar. Þangið sendum við nokkra menn yfir veiðitímann og við stöndum í þeirri meiningu, að vinna okkar þar hafi tryggt verksmiðjunni þó nokkrar síld arbröndur umfram það sem orð ið hefði, ef við hefðum ekki verið þar. Það er víst ekki of fast að orði kveðið, en hvað svo um framtíðina, Júlíus? Eruð þið að hugsa um nokkra nýbreytni í starfseminni? Onei, ekki get ég nú sagt það. Við höfum hugsað okkur að halda svona í horfinu og vera við því búnir að auka um- setninguna ef þannig skipast um síldveiðarnar. Við höfum hug á að byggja yfir okkur þama suður á eignarlóð okkar, rétt austan við þvottahúsið. — Það væri mikið hagræ'ði að vera með alla starfsernina_ í einu lagi. En hvenær við hefjumst handa veit ég ekki. í bráðina fer ágætlega um okkur hérna og leigan er ekki ósanngjörn. Svo þið eruð bjartsýnir þrátt fyrir síldarleysið hér norðan- lands? Já, því ekki það. Það verður varla verra en nú er. Miklu meiri líkur til að síldin færist nær okkur heldur en hitt og svo reiknum við líka með að nýja síldarverksmiðjan dragi skipin hingað í vaxandi mæli. Eruð þið kannske hluthafar þar? Já, það erum við reyndar — bæði Netagerðin sem slík, og sem einstaklingar sumir okkai'. Við lítum svo á, að þetta eigi allt sameiginlega hagsmuni: síldarútgerðin, verksmiðjan, söltunarstöðvarnar og netagerð in, og svo er víst óhætt að bæta sjálfu hreppsfélaginu á þennan lista. Það er auðséð, að þið eruð einn af gildustu máttarstólpum sveitarfélagsins eða er það ekki rétt skilið? Ekki veit ég hvað um það skal segja en ég held að enginn aðili nema sjálf útgerðin og svo kaupfélagið veiti fleira fólki at vinnu heldur en við. Við erum oftast þetta 10—12 héma á verk stæðinu og samanlögð vinnu- laun voru í fyrra mikið á aðra milljón, og gjöld til sveitarsjóðs um það bil fjórðungur úr millj- ón. Ég held þó að meira máli skipti hin óbeinu áhrif á at- vinnulífið, meira öryggi fyrir útgerðina, meiri aðflutningur síldar, fleiri skipakomur og sam fara því meiri hafnargjöld, verzl un o. fl. Þar með er viðtalinu við þá félaga lokið. Blaðamaðurinn þakkar fyrir sig og kveður, sannfærður um, að Netagerð Dalvíkur h.f. sé gott og traust fyrirtæki í hönd- um hinna samhentu ungu manna, sem við það vinna og líklegt til að verða ein megin- stoð atvinnulífsins á Dalvík í framtíð ekki síður en í nútíð. Að lokum þakkar blaðið við- talið og óskar Netagerðinni h.f. allra heilla í framtíðinni. H. E.Þ. - SÖLTUNARSÍLD (Framhald af blaðsíðu 1) mun mikla þýðingu fyrir Siglu fjörð og aðra staði ef vel tekst. Fjárhagsáætlun Siglufjarðar- kaupstaðar var afgreidd nú fyrir helgina. Niðurstöðutölur hennar eru 27 millj. 419 þús. kr. Áætluð útsvör eru 20 millj. kr. en voru 16.8 millj. kr. í fyrra. Aðstöðugjöld eru áætluð 2.5 millj. kr. Helztu útgjaldaliðir eru: Fræðslumál 2 millj. kr., félagsmál 670 þús. kr., almenn- ar tryggingar og lýðhjálp 4 millj. kr., framfærslukostnaður 1.5 millj. kr. Öll hækkun fjár- hagsáætlunar er í fjárfestingar framkvæmdir og hækkun á af- borgunum skulda bæjarins. Þá hefur Hafnarnefnd ákveðið að láta dýpka í innri höfninni með fram bryggjum svo að stór síld arskip komist um höfnina. Er verkið boðið út hjá bæjarstjóm inni og gert ráð fyrir að það kosti 1—1.5 millj. kr.' 'iiiiuiimim iiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiimmiim'imiMiiimmiiimiimiiiiiiiimiimm | JÓNAS JÓNSSON \ ráðimautur LANDSMÁLAÞÁTIUR ÞAD HLYTUR að vera skylda þeirra, sem bjóða sig fram til umboðsstarfa fyrir almenning, að gera hvort tveggja að kynna séf rækilega skoðanir hugsan- Iegra umbjóðenda sinna, og kynna þeim sem bezt skoðanir sínar og áhugamál. Ritstjóri Dags hefur boðið mér að skrifa nokkra þætti í blaðið og tek ég því níeð þökk- Oft heyrast raddir um það, að stjórnmálin séu orðin leiðinleg og hugsjónasnauð. Dægurþras og valdastreita einkenni þau um of. Öðru máli hafi gegnt á meðan verið var að berjast fyr- ir sjálfstæðinu, stjómarfarslegu og efnahagslegu, og endurlífga hið andlega. Á meðan þjóðin var að brjótast fram og skapa sér eða koma auga á möguleik- ana, sem nú einkenna þjóðfé- lagið, en eru svo ,misjafnlega nýttir. En er síður þörf fyrir sam- stillta hugsjónaöldu nú en þá? Ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Nítjándualdar mennirnir hófu sjálfstæðisbaráttuna, og endur- reistu andlegan þrótt þjóðar- innar. Aldamótamenn færðu hina stjórnarfarslegu sjálfstæð- isbaráttu fram til sigurs og hófu uppbyggingu atvinnuveganna, sem síðari kynslóðir hafa byggt á og skapað okkur efnahagslegt sjálfstæði. Tveggja þátta sjálfstæðisins þarf sérstaklega að gæta, þess andlega og efnahagslega, en á þeim byggist sá þriðji, það stj órnarf arslega. Af þessu sést, að öll aðalmál þjöðarinnar snerta sjálfstæði hennar. Möguleikar okkar til að lifa hér sjálfstæðu menningar- lífi á nútíma vísu eru allmiklir og engin ástæða er til að vera með víl og vol yfir smæð þjóð- arinnar, eða vantrúarraus um landið. En það er líka auðvelt að spila þessu öllu úr höndun- um á sér, ef að „lítilla sanda og lítilla sæva geð" fá að ráða. 011 samskipti okkar við aðr- ar þjóðir flokkast undir utan- ríkismál. Þau verða því mikil- vægari sem lengur líður. Eng- um dettur í hug að við eigum að einangra okkur frá umheim- inum, þvert á móti, við verðum auðvitað geysimargt til annarra að sækja og vonandi fara vin- samleg samskipti allra þjóða jafnt vaxandi. Það er algjör rangtúlkun að kenna það við einangrunar- stefnu, þó að varað sé við ofur- þunga einhliða erlendra áhrifa. Það getur engin þjóð með óskerta sjáKsvirðingu unað við slík einhliða áhrif frá erlendri þjóð, sem hér hafa tíðkazt á und anfömum árum. Þetta hafa skynsamir menn í öllum flokk- um nú séð, og viðurkenna að við þurfum á því að halda, að sameinast í andlegri sjálfstæðis- baráttu. Við þurfum að hrista af okkur slen almenns sinnu- leysis, en þó umfram allt rétta við lágkúru valdhafanna í sam- skiptum við „erlend völd" og hrinda því óorði, sem á þjóðina er af henni komin. í umræðum um utanríkismál in hefur alltof mikið borið á tveimur öflum, þeim sem mest- ar öfgar vildu hafa annað til „austurs" og hitt til „vesturs". Þó að langt virðist þeirra milli eru þau furðu skyld, eitt er þeim a. m. k. sameiginlegt, ótta- legt ósjálfstæði í hugsun og orð um gagnvart erlendu stórveldi. Þarna hefur of lítið borið á þriðja aflinu, sem á þó ábyggi- lega mestu fylgi að fagna með- al þjóðarinnár, því sem- vill ís- lenzkt sjálfstæði í hugsun og verki; vill heilbrigðan metnað og sjálfsvirðingu í framkomu við aðrar þjóðir, sem skapar okkur virðingu þeirra og traust. Ef litið er á einstök mál má glöggt sjá, að umrædd öfgaöfl hafa of miklu ráðið, svo að verr hefur farið en þurfti. Herstöðvarmál og brottrekst- ur hersins hefur lengi verið á döfinni, en því miður hefur þar hvorki gengið né rftkið. Bezt er að gera sér í upphafi Ijóst, að meirihluti þjóðarinnar er á móti því, að hér dveljist erlend- ur her nema þá á néyðar- og ófriðarfímum. Eftir því hefði það verið eðlilegt frá lýðræðis- sjónarmiði, að herinn færi þeg- ar sæmilega friðlega horfði. Að þetta hef ur ekki tek'izf má sjálfsagt ýmsu um- kenna,- -og ekki hvað sízt áðurnefndum öfgum, og svo flokksviðjum á einstaklingununi. FÍokkur hef- ur verið stofnaður með þetta að aðalmarkmiði, en sá er nú and- aður og sýnir það, að almennt láta menn þetta mál ekki ráða úrslitum um afstöðu sína til flokka. Samtök hernámsand» stæðinga voru stofnuð og flest- ir unnu þar og Vinna sumir enn af einlægni, þó að annarleg öfl hafi að nokkru lagt þau undir sig. En starf þeirra hefur alls ekki borið þann árangur, sem menn væntu sér og hefur þeim nú með nokkrum rétti verið líkt við „þreytta menn á endalausri eyðimerkurgöngu". Ein ríkisstjóm hefur verið mynduð, sem hafði það í mál- efnasamningi að herinn. væri látinn fara, en svo illa skipaðist í alþjóðamálum, að ekki gat orðið af því í hennar tíð. Síðan hefur ekki byrlega blásið fyrir brottför hersins, þar sem ekki virðist neinn áhugi fyrir því í forystu stjómarflokkanna. Málið virtist nánast í sjálf- heldu þegar ungir Framsóknar- menn hófu könnun á því hvaða lausnir væru líklegastar. Kom þá fljótlega í Ijós, að algjör sam staða var meðal þeirra um þær tillögur, sem síðar komu fyrir Sambandsþing S.U.F. og voru samþykktar samhljóða. Tillög- ur þessar, sem áður hafa verið kynntar hér í blaðinu, hafa nú vakið alþjóðarathygli, og þykja langlíklegastar til að koma mál inu út úr þeim vítahring, sem það var komið í. Ekki er að efa, að allir einlægir hernámsand- stæðingar fagna þessu, þó að margir hefðu eðlilega kosið að herinn hyrfi á braut með skjót- ari hætti. En minnast má þess, að sigrar vinnast oftast í áföng- um og svo var það í sjálfstæðis- baráttunni. Annað mál er það að komm- únistar virðast lítið fagna, enda talið að þeir hafi verið farnir að líta á herinn sem varnarlið gegn eigin atkvæðatapi. Allt vill hafa sitt mótvægi, „ameríkanadek- ur" hinna „vestursinnuðu" skap ar jarðveginn fyrir atkvæða- veiðar kommúnista. Þess vegna greip þá felmtur þegar þeir fundu að hætta var á, að þeir misstu glæpinn. i Á kappræðufundi S.U.F! og Æskulýðsfylkingarinnar kom þetta greinilega í ljós. Þar höfðu Æskulýðsfylkingarmenn engar raunhæfar tillögur til úrlausn- ar fram að færa heldur héldu sig fast við sömu „plötuna", sem i-eynslan hefur þegar sýnt, að ekki leiðir til neinnar lausn- ar. 'A Ungir Framsóknarmenn hafa þama ákveðna stefnu, sem lík- legt er að sameining fjöldans náist um. Keflavíkursjónvarpsmálið er angi af herstöðvarmálinu, og er sérstaklega glöggt dæmi um það hve langt undii-lægjuhætt- urinn getur leitt menn. ' Því var þegar mótmælt þeg- ar leyfi var veitt til að auka styrkleika Keflavíkursjónvarps ins, og á það var bent til hvers það mundi leiða, eins og síðar hefur komið á daginn. Ekki var hlustað á þær aðvaranir, en til - ýmissa ráða gripið til að rétt- læta stækkunina, sagt að nú væri ekki hægt að fá kraft- minni stöð en sú nýja yrði, og að sú gamla væri úrelt, og dátagreyin mættu ekki án þess vera. Og svo kváðu við sömu hróp- in og alltaf þegar einhverju, sem er að „vestan" er á móti mælt, „kommúnisti, kommún- icti". Þegar nokkuð var liðið frá stækkuninni og glöggt komið í Ijós hver áhrif hún hafði, skrif- uðu 60 þjóðkunnir menn úr öll- um flokkum undir mótmæli gegn hersjónvarpinu. Þeir fengu svipuð svör og sömu nafngiftir. 600 háskólastúdentar mótmæltu og fengu sömu svör. Þetta sýnir eins og fyrra dæmið hve hinum gagnstæðu öfgaflokkum þykir gott að grípa hvorum til annars þegar ekki má tala um málin af skyn- semi. Það var fyrfet fyrir tveimur árum þegar Norðurlandaráð hélt þing sitt í Reykjavík, og það vakti mesta athygli hinna fjölmörgu stjórnmálaforingja, að skógur sjónvarpsloftneta þöktu þar öll þök, að augu sumra íslenzkra ráðamanna virtust fara að opnast. Þeir urðu þá að viðurkenna það fyr- ir hinum norrænu kollegum; sínum, að ekki væru íslending- ar svo myndarlega staddir að hafa sjálfir sjónvarp, heldur sníktu af Könum. Gestirnir munu í senn hafa undrazt og kennt í brjósti um minnsta bróðurinn, og ákveðið að reyna að bjarga honum frá Ameríkan: anum. Menntamálaráðherra og fleiri flokksmenn hans viðurkenndu fljótlega eftir þetta að hér hefði orðið slys, og að ekki yrði un- að við dátasjónvarpið eftir að íslenzkt tæki til starfa. Norð- urlöndin buðust svo til að hjálpa íslendingum til að koma upp eigin sjónvarpi, og hafa' gert það með ráðum og dáð. Sjónvarpsmálið er nú vonandi leyst, en ekki var hátt risið á íslenzku ráðamönnunum í þeim samskiptum. i Fleiri dæmi mætti taka ogi þar á meðal mál, sem geta orðið okkur mjög afdrifarík, svo semi undanlátssamningana við Breta í landhelgismálinu, álsamning«» ana, leyfi fyrix nýjum maim^ virkjum í Hvalfirði, vesældar- lega afstöðu íslendinga á þingi Sameinuðu þjóðanna, o. fl. i _AUt ber þetta að sama brunnL Öll samskipti valdhafanna vi8 erlendar þjóðir á núverandí stjómartímabili hafa einkennz-3 af eftirlátssemi, undirlægju-^ (Framhald á blaðsíðu 7.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.