Dagur - 29.03.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 29.03.1967, Blaðsíða 5
:¦.'¦¦¦ .¦..¦:¦ ':'.;.¦¦ :.:;;;:. :'•'.' ' " I Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjórí og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. Loforðin, sem brugðust í RÆÐU þeirri, sem Eysteinn Jóns- son form. Framsóknarflokksins flutti á nýlega afstöðnu flokksþingi sagði hann m. a.: Það er ömurleg mynd, sem nú blasir við eftir sjö ára viðreisn. Það átti þó að verða öðruvísi, þegar af stað var farið og ekki vantaði yfir- lætið. Það var sagt að þjóðin yrði að leggja á sig byrðar til þess að lækka skuldirnar við útlönd og létta skulda baggann. Nú er niðurstaðan sú, að skuldir við útlönd að frádregnum hinum margumtalaða gjaldeyrisvara- sjóði eru miklu hærri en þær voru árið 1960, og lán til stutts tíma meiri en nokkru sinni. Það átti að verða stöðugt verðlag, eftir fyrstu hækkunarbylgjuna 1960, og því var lýst yfir með miklu yfir- læti, að þær ráðstafanir, sem gerðar voru, væru allt öðru vísi en þær sem áður höfðu tíðkazt hér á landi, því nú væri innleitt kerfi, sem hefði í sér fólgna varanlega lausn á verð- bólguvandamálinu. En niðurstaðan hefur orðið stórfelldari óðaverðbólga en við höfum nokkurn tíma átt við að glíma. Þannig hefur verðbólgu- vöxturinn hér verið að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri en í helztu viðskiptalöndum okkar, og hefur þetta lamað íslenzkt atvinnulíf og sært stórum sárum, eyðilagt margan lífvænlegan rekstur og valdið sóun í fjárfestingunni, sem dregur alvarleg- an dilk á eftir sér. Það átti að innleiða algert frelsi, en það hafa verið lagðir á harka- legri fjötrar í ýmsum greinum en menn hafa áður þekkt. Nægir í því sambandi að nefna lánsfjárhöftin al- ræmdu og framkvæmd þeirra. Bann við því að hef ja skólabyggingar, þótt menn standi með féð í höndunum, og svo mætti lengi telja. í reyndinni hefur það, sem átti að verða algjört frelsi, orðið að stjórn- leysi og óskapnaði. Það átti að afnema uppbótarkerf- ið með öllu, bæði útflutningsupp- bætur og niðurgreiðslur, sem hvoru tveggja eru þættir í sama kerfinu, en niðurstaðan hefur orðið sú, að nú hefur verið innleitt á ný stórfellt og flókið uppbótarkerfi til þess að fleyta atvinnuvegunum um stundarsakir — fram yfir kosningar, og fer miklu meira en milljarður af ríkistekjun- um í þetta, eins og nú er komið. Því var lýst yfir að afnema ætti skatta á venjulegum launatekjum, en efndirnar orðið þær, að skattar eru þyngri en nokkru sinni fyrr og marg breytilegri og fleiri tegundir nýrra skatta hafa verið innleiddir á síðustu árum en nokkur dæmi eru til áður. (Framh. á bls. 7) SAURBÆJARHREPPUR Þegar kemur suður fyrir Djúpadalsána, hjá Samkomu- gerði, er komið inn í Saurbæjar sóknina, sem nær þaðan og inn að Kolgrímastöðum. Yztu bæ- irnir í sókninni eru Vellir vest- ur við Djúpadalsá og Melgerði austur við Eyjafjarðará. Norðan við Melgerði eru Melgerðismel- ar, þar sem setuliðið gerði flug- völl með svo stórefldum vélum að jörðin skalf. Við það vökn- uðu, af værum svefni, ýmsir vitrir ráðamenn, og datt í hug það snjallræði, að máske mætti nota þennan mikla kraft til að flýta vegagerð um landið. í Mel gerði bjó fyrr á tíð Guðmundur Gíslason, sem þá var talinn rnestur ættfræðingur í . Eyja- ¦ firði. Næst kemur höfuðbólið Saurbær. Talið er að Auðunn sonur Þórólfs „smjörs" hafi fyrstur manna búið í Saurbæ. Hann var tengdasonur Helga magra. Saurbær hefir verið prestssetur um langan aldur. Þar er torfkirkja, ein af þrem- ur, sem nú eru til á íslandi. í Saurbæ er og félagsheimili, sem Sólgarður heitir. Einna lærð- astur presta í Saurbæ hefir ver ið talinn séra Einar Thorlacius. Hann var kennimaður ágætur og vel kynntur. Séra Einar átaldi eitt sinn Svein Sveins- son (Sigluvíkur-Svein) fyrir léttúð í kvennamálum. Svaraði þá Sveinn með þessari alkunnu vísu: „Hreinlífis þó haldi ei grein og höldar margt um spaugi, ekkert minna beina bein, býr í öskuhaugi." — Sigfús Eldjárnsson á Arnar- stöðum átti sveinbarn utan hjónabands með 16 ára gamalli fósturdóttur sinni. Prestur vítti hann fyrir þetta syndsamlega athæfi. Sigfús svaraði: „Víst er það ljótt, en ég lét hann samt lifa." Auðugastur Saurbæjar- klerka var talinn séra Jón Aust mann. Hann átti margar jarðir víðsvegar. Séra Jón lét sér annt um barnauppfræðslu. Eitt sinn við yfirheyrslu spurði hann dreng, sem Jón hét: „Hvað vilt þú nú Jónki minn, gefa Guði fyrir allar hans velgjörðir við þig?" Jónki hugsaði sig dálítið um, og vildi sannarlega ekki að gjöfin væri af lakara taginu, og segir allkotroskinn: „Ég ætla að gefa honum Heilagan anda." Þá segir prestur: „Það er falleg gjöf Jónki minn, en hvar ætl- arðu að handsama hann?" Því gat Jónki ekki svarað. Saurbær þótti fyrrum vildis- brauð. Sóknin var ekki stór, og aðeins ein kirkja í kallinu. En Saurbæjarkirkju fylgdu sjö hjá leigur og kirkjujarðir, auk ítaka annarsstaðar svo sem skógarhögg í Leyningshólum. Einhver eigandi Leynings hafði gefið fyrir sálu sinni, hinni blessuðu Seselíu, dýrlingi Saur bæjarkirkju, vænan skógi- klæddan höfða í Leyningshól- um, sem síðan heitir Sesselju- höfði. Síðasti presturinn í Saurbæ var séra Gunnar Benediktsson. Hann var athafnasamur fram- kvæmdamaður um húsbygging ar og jarðabætur. Hann var ræðumaður góður bæði uppi í prédikunarstólnum og eins neð an hans. Hann tók þátt í um- ræðum bænda um landsins gagn og nauðsynjar, glímdi á glímufundum og dansaði á sam komum ungmennanna en drakk aldrei brennivín. En svo lenti hann á kaf í kommúnismanum, og þar með var sögu hans lokið í Saurbæ, og þótti öllum miður. Nú býr í Saurbæ stórbúi, að vísu ekki prestur en samt emb- ættismaður: hreppstjóri Daníel Sveinbjarnarson. Kona hans er Gunnhildur Kristinsdóttir. Þau hafa gefið samtíðinni veglega gjöf í níu uppkomnum mann- vænlegum börnum, en hefðu gjaman mátt vera tíu eða fleiri því mikið vill jafnan meira, þeg ar um gott er að ræða. Tveimur bæjarleiðum sunnan urinn færzt að Saurbæ og hreppurinn síðan verið kennd- ur við þann bæ. Kolgrímastaðir er fremsti bærinn í Saurbæjar- sókn. Þar bjó um 1870 Páll Páls son smiður góður á alla málma og prýðisvel hagmæltur. Nú býr enginn í bæjarhúsunum, en jörðin nytjuð frá Skáldsstöðum. Þar bjó seinast Steinþór Júlíus son. — Austan Eyjafjarðarár er Möðruvallasóknin. Var hún um eitt skeið, ásamt Grundarsókn, eitt prestakall og nefnt Grund- arþing. Yzti bærinn í sókninni er Öxnafell, og nær sóknin það an fram kjálkann og Sölvadal- inn að austan og vestan, niður fyrir Gnúpufellsháls og suður að Æsustöðum. Öxnafell hét til forna Yxnafell, því þar hafði Guðmundur ríki á Möðruvöll- um geldneyti sín. í Öxnafelli hafa oft búið mekt armenn. Þar bjó 1703 Illugi Grímsson lögréttumaður. Magn ús hreppstjóri Árnason bjó þar alllengi til 1896. Þar á eftir Þor- steinn hreppstjóri Thorlacius. Kona hans var Rósa ljósmóðir Jónsdóttir, annáluð gáfu- og merkiskona. Hún lærði ljósmóð Öxnafell í Eyjafirði. við Saurbæ er Hleiðargarður. Þaðan er upprunnin hin vel- þekkta Hleiðargarðs-Skotta. Hún var á sínum yngri árum alláberandi draugur, og oft nokkuð gráglettin, en líka stundum dálítið spaugileg. Aldrei hefir hún verið kveðin niður, og er því ekki ómögulegt að enn kunni hún að vera á sveimi. En ósköp er þá lítið far- ið að kveða að henni, grey stelp unni. í Hleiðargarði bjó alllengi Hannes Jónsson fræðimaður. Þar er nú tvíbýli sem löngum áður. Nes og Gilsá eru milli Hleið- argarðs og Gilsárinnar. Sunnan við hana er Gullbrekka. Senni- lega hefir þar verið aðalsam- komustaður sveitarinnar, fyrr á tíð og hreppurinn því nefndur Gullbrekkuhreppur, eða stund- um bara Gullhreppur. En fyrir afarlöngu hefir samkomustað- Möðruvellir (f ram) í Eyjafirði. urfræði í Kaupmannahöfn, og var því „sigld", sem kallað var þá. í Oxnafelli er fædd Margrét Jónsdóttir Thorlacius, „Skyggna konan", sem Eiríkur Sigurðsson skrifaði um tvær bækur. Nú býr í Öxnafelli Hall grímur Jónsson Thorlacius. Næsti bær sunnan við Öxna- fell er Oxnafellskot, sem nú heitir Fellshlíð. Jörðin var löng um lítið og lélegt kot. Þar bjó Kristinn Ketilsson frá 1876 til 1881. Þar fæddust þeir Hall- grímur og Sigurður Kristins- synir, forstjórar SÍS. Með breyttu nafni er hér nú komin vildisbújörð með nýtízku bygg- ingum og mikilli ræktun. Þess- um breytingum hafa valdið ötul ir Bárðdælingar, sem þangað fluttu fyrir 20 árum og keyptu kotið. Þar býr nú Jón Kristjáns son. Amma hans, Sigrún, var Eyfirðingur, dóttir Helgu Sigur pálsdóttir og Þorvalds Árna- sonar frá Syðri-Villingadal í Saurbæjarhreppi. Næsti bær er Guðrúnarstaðir. Þar var prests setur um 1700 til 1760. Prestar þeir er þar sátu voru séra Guð mundur Jónsson, séra Jón Eiríksson og síðar séra Jón Jóns son, er síðar bjó á Grund og Gnúpufelli. Hann var faðir séra Jóns „lærða". Nú búa á Guð- rúnarstöðum Jónas Ölver Sjg- urðsson og Magnúsína Einars- dóttir. Jónas var á yngri árum hinn röskvasti maður og þrek- góður. Nú er hann um sjötugt og orðinn slitinn og vinnulúinn eftir amstur daganna. Þykir nú óvíst hver lengur uppi stendur Jónas eða gamli bærinn, því báð ir hafa seigir verið. Á Helgastöðum eru fædd og uppalin Páll Árdal skáld og syst urdóttir hans Kristín skáldkona Sigfúsdóttir. Þar býr nú Guð- mundur Guðmundsson systur- sonur Káins, ameríska skálds- ins vinsæla. Guðmundur hefir fært bæinn á Helgastöðum nið- ur fyrir brekkuna, sem hann áður stóð á, og byggt nýjan bæ á grundunum neðan hennar og ræktað þar nýtt tún. Þannig yrkir frændi Káins sín Ijóð. — Kálfagerði er rétt norðan við túnið á Möðruvöllum. Þar kvað Guðmundur ríki hafa haft kálfa sína til uppeldis. Frá því fyrir 1850 og til 1872, bjó í Kálfagerði sérkennilegur karl: Friðrik Ólafsson, fæddur 1791. Hann var mikill vexti og sterkur, orð hákúr raikill og ekki fínyrtur. stúridum. Söngmaður góður og hafði mikla og drynjandirödd. Um rriörg ár var.hann forsöngv ari í Möðruvallakirkju. Messu- dag einn á Möðruvöllum var Friðrik síðbúnari til kirkjunn- ar en venjulega, svo búið var að syngja fyrsta vers inngöngu- sálmsins og byrjað á öðru. Þeg ar Friðrik snarast í kirkjuna, og er kominn inn á mitt gólf, segir hann með þrumu rödd: „Hvern andskotann eruð þið nú að raula" og byrjar þegar á fyrsta versinu í þeirri tónhæð, er honum líkaði. í Saurbæ var haldinn sveitarfundur og voru menn ekki á eitt sáttir um um- ræðuefnið og voru umræður orðnar allheitar. Mælti þá einn fundarmanna að umfram allt yrði að vera friður um þetta mál. Sprettur þá Friðrik upp úr sæti sínu og veður fram á gólf- ið allfasmikill, lemur saman hnefunum og hrópar drynjndi röddu: „Aungvan frið, aungvan frið, heldur sífelldan andskot- ans djöfulsins ófrið". Við þessi óvæntu viðbrögð sljákkaði í fundarmönnum, og var málefn- ið síðan afgreitt friðsamlega. — Nú býr í Kálfagerði snyrtilegu búi Grétar Rósantsson. Hann er fullkomin andstæða Friðriks forvera síns, bæði í framkomu og framkvæmd. Möðruvellir í Eyjafirði hefir frá söguöld verið stórbýli og höfðingjasetur. Þar bjó Guð- mundur ríki Eyjólfsson, sem víða getur í íslendingasögum. Hann hafði 100 hjúa og 100 kúa. En lítið mundi núverandi Möðruvallabændum þykja koma til málnytunnar úr 100 kúm Guðmundar. Fjósið var stutt sunnan við bæinn. Þar hef ir verið byggt ból um aldaraðir og hét Fjósakot, þar til nú að eigandinn Hreinn hinn Bárð- dælski Kristjánsson hefir tekið upp nýtt nafn og heitir nú jörð- in Hríshóll. Þykir nú óviðeig- andi að nefna nokkra bújörð kot, með allri nýræktinni og steinhúsunum nú á dögum. Á Möðruvöllum bjó Loftur riki Guttormsson. Hann var skáld gott. Hjákonu átti hann sér væna, er Kristín hét Oddsdótt- ir. Við henni gat hann börn nokkur og þótti engum tiltöku- mál. Margt fleira stórmenna hafa setið Möðruvelli, þó þessir tveir hafi verið einna fyrirferða mestir. . Jörðin hefir frá önd- verðu verið stór og glæsileg, enda búið þar mektarbændur. Um 1850 bjó þar Magnús Ás- grímsson, merkur bóndi. Síðar (1911—1935), Valdemar hrepp- stjóri Pálsson og Guðrún Jónas dóttir. Þá Jóhann sonur þeirra til 1956 að hann seldi jörð og bú. Kaupandinn var Jón Tryggvason á Einbúa í Bárðar- dal, og þótti hraustlega gert af smábónda að kaupa stórbýlið. a 'eyri Saurbæjarkirkja í Eyjafirði. En Móðruvellir virðast ekki hafa sett niður í höndum Jóns og barna hans, sem nú búa á Móðruvöllum. Nokkru sunnan við Möðru- velli öþnast Sölvadalurinn, aust asta byggð Saurbæjarhrepps. Urii síðustu aldamót voru níu byggð ból í dalnum og blóm- legur búskapur. Um eitt skeið voru tiltölulega flestir efna- bændur hreppsins í Sölvadal. En svo kom nýi tíminn með bættum samgöngum, ræktun, vélvæðingu og mjólkursamlagi og steypti sér yfir Sölvadalinn með miskunnarlausu brauki og bramli. Og eins og allsstaðar gerist í mannheimi, varð gamli tíminn að láta undan síga, sem þó hafði um aldaraðir, með sín- um búnaðarháttum, fleytt mannfólkinu yfir flúðir elds og íss og drepsótta. Afleiðing bylt- ingar nýja tímans varð sú, að nú eru aðeins þrír bæir í byggð í Sölvadal, og allir að vestan- verðu. En upp af rústum eyði- býlanna stígur móða minning- anna um mæta menn og konur, sem á sínum tíma báru með sóma byrðar samfélagsins að þeirra hluta, og lifðu sín sögu- legu ævintýr. Á Björk, yzta eyðibýlinu að austanverðu, bjuggu' um og eftir aldamótin 1800 hjónin Kristján Ólafsson og Guðný Jónsdóttir. Þau voru bláfátæk en sparsöm og skilvís. Grannkona Guðnýjar, sem öfundaði hana af hve skilvís- lega henni tækist að skila leig- unum, kom þeirri sögu á kreik að Guðný ætti sér tilbera, sem drýgði fyrir hana efnið til smjör gerðarinnar. Útaf þessari hvik- sögu spunnust málaferli, réttar höld og vitnaleiðslur. Loks var Guðný sýknuð og tilberasagan dæmd ósönn og hindurvitni ein. Á bæjunum þremur í Sölvadal, sem stóðu af sér byltingaflóðið, er nú rekinn blómlegur nýtízku búskapur. Á fremsta bænum, Þormóðsstöðum, búa þau hjón- in Snæbjörn Hjálmarsson og Laufey Guðmundsdóttir, ásamt Þormóði syni þeirra. Frá Þor- móðsstöðum liggur nú bílvegur upp á Hólafjall og þaðan suður öræfi til Suðurlands. Þormóðs- staðir, sem verið hefir afskekt dalajörð, er nú á svipstundu komin í þjóðbraut. Svona er nýi tíminn hlálegur í háttum sínum við Sölvadal, og hamingjan má vita hvað hann ætlar sér með hann að lokum. Á Draflastöðum býr skáldbóndinn Gunnar Haf- dal. Trúlega yrkir hann lof- kvæði um vetrarkyrrðina og sumargróskuna í Sólvadal, sem í tíð Helga magra gerði einum svínahjónum mögulegt að koma upp 70 afkomendum, í sjálfs- eldi, á þremur árum. Eyvindar- staðir er falleg jörð frá náttúr- unnar hendi og hefir ábúandinn enn þar um bætt. Þar býr Eiríkur Elísson frá Helgárseli í Garðsárdal. Móðir hans vár Sigurmunda húsfrú í Helgár- seli, greind kona og skyggn á svipi framliðinna og fylgjur lif- enda, svo henni kom gestkoma sjaldan á óvart. Eiríkur á sér lífsförunaut, sem hann fann á öræfum Austurdals í Skaga- firði, og presturinn skírði Jór- unni, dóttur Hrólfs Þorsteins- sonar á Nýjabæ í Austurdal. Neðanundir hálsinum, sem skilur á milli Sölvadals og Eyja fjarðardalsins stendur Gnúpu- fell. Það er landnámsjörð. Þar byggði fyrstur bæ HróJfur son- ur Helga magra. Kona hans var Þórarna Þórðardóttir mjóbeins. Á söguöld bjó þar Ingjaldur Hrólfsson. Þá var skógur all- mikill norðan við Gnúpufell, en er nú löngu horfinn. Á Sturl- ungaöld bjó í Gnúpufelli Þor- björn klukkunef, og eftir hann Máni sonur hans. f katólskri tíð var kirkja í Gnúpufelli. Þar var prestur Þorsteinn Ásgríms- son, dóttursonur Mána bónda í Gnúpufelli. Eftir siðaskiptin var prentsmiðja í Gnúpufelli, en flutt þaðan að Hólum í Hjaltadal á árunum 1591 til 1594. Talið hefir verið að fyrsta bókin, sem prentuð var í Gnúpufelli, væri „Summaría yfir það Nýjatestamentið." Er sú bók nú mjög torfengin og meðal dýrustu bóka á íslandi. í Gnúpufelli hafa búið margir merkisbændur, sem of langt væri hér upp að telja. Um 1670 bjó þar Halldór lögréttumaður Hallsson „harða", og um 1712 Olafur hreppstjóri Pálsson, kyn sæll og merkur maður. Frá hon um var Einar hreppstjóri á Völl um Ólafsson fjórði ættliður. Afkomendur Einars hrepp- stjóra eru margir í Eyjafirði, þeirra á meðal má nefna fjóra núverandi bændur í Saurbæjar hreppi, þá Sigtrygg Símonarson á Jórunnarstöðum, Tryggva Jó hannesson í Miklagerði, Tryggva Ólafsson á Gilsá og Geiriaug Sigfússon í Mel- gerði. Þeir feðgar séra Jón Jóns son og sonur hans séra Jón „lærði", bjuggu báðir í Gnúpu- felli um skeið. í lok 19. aldar bjó í Gnúpufelli Daníel Sigfús- son og kona hans Ingibjörg Benediktsdóttir frá Hvassafelli. Nokkru síðar Pálmi oddviti Þórðarson og Auður Þorsteins- dóttir. Nú býr í Gnúpufelli Daníel Pálmason. Kona hans er Ingibjörg Bjarnadóttir ættuð af Vestfjörðum, þó ekki af svæði vestfirzkra galdramanna, held- ur frá Dýrafirði. Búskapur þeirra hjóna er annálaður fyrir snyrtimennsku. — Næst koma Hrísar. Á- fyrri prestsskaparár- um sínum bjó á Hrísum séra Jón Jónsson prestur til Grund- arþinga. Hann var sonur séra Jóns lærða í Möðrufelli. Saga er til um það, að séra Jón hafi flutt með sér mannshauskúpu er hann kom frá Danmörku 1824. Atti hauskúpan að hafa verið af vini hans einum, sem féll í styrjöld í Danmörku. Hafi séra Jón lagt svo fyrir að haus- kúpan væri látin í líkkistu sína og grafin með sér, en það lík- lega gleymzt, og hauskúpan síð an „jörðuð" milli þils og veggj- (Framhald á.blaðsiðu 7) (Framhald af blaðsíðu 1) aði fyrir hönd bæjarins hið mikla framtak KEA í byggingu hinnar fullkomnu Kjötiðnaðar- stöðvar, sem væri í samræmi við forgöngu KEA í iðnaði höf- uðstaðar Norðurlands á umliðn um árum. Flutti hann síðan for ráðamönnum KEA hamingju- óskir sínar og bæjarstjórnar. Kristinn Þorsteinsson deild- arstjóri Nýlenduvörudeildar K. E. A. tók næstur til máls og fagnaði nýjum áfanga og þeirri tryggingu í vöruvöndun og fjöl breytni kjötiðnaðarvara, sem Kjötiðnaðarstöðin skapaði. — Hann gat þess einnig, að Ingólf ur ráðherra hefði eitt sinn verið starfsmaður sinnar deildar. Minntist hann þess jafnan, er hann heyrði ráðherrans að góðu getið og hefði stundum orð á, að allt væri gott frá Ný- lenduvörudeildinni! Guðmundur Ketilsson k]öt- búðarstjóri lauk miklu lofsorði á hið nýja fyrirtæki, sem bæði gæti og myndi í framtíðinni framleiða betri kjötvörur en áð ur hefðu verið hér á boðstólum, því að íslenzka hráefnið legði grundvöll þess, ásamt þeirri tækni, sem nú væri fyrir hendi. Hann minnti einnig á, að þótt vörurnar mæltu með sér sjálf- ar, þyrfti einnig til að koma miklar auglýsíngar til að út- breiða hinar nýju Akureyrar- vörur um land allt. Jóhann Þorkelsson héraðs- læknir og form. heilbrigðis- nefndar bæjarins lýsti því yfir, að nýja Kjötvinnslustöðin svar aði ströngustu kröfum um hreinlæti allt. í því sambandi minntist hann þess með þakk- læti, hve KEA á Akureyri hefði ætíð fullnægt vel hreinlætis- kröfum í allri meðferð matvæla, svo að til mikillar fyrirmyndar væri, jafnvel til slíkrar fyrir- myndar, að það ætti sér ekki hliðstæðu hér á landi. Jakob Frímannsson þakkaði að síðustu öllum komuna, fyrir hlýjar óskir og viðurkenningar orð. Hér á eftir fer svo fréttatil- kynning KEA um Kjötvinnslu- stöð KEA á Oddeyri. „Bygging Kjötiðnaðarstöðvar KEA hófst haustið 1963 og var í ársbyrjun 1967 að fullu lokið. Byrjað var að vinna á staðnum um miðjan október s.l. Kaupfélag Eyfirðinga hóf rekst ur Pylsugerðar 1934 í sambandi við kjötbúð félagsins. Fyrir 17 árum flutti Pylsugerðin í hús- næði það í Grófargili, er hún hef- ir fram til þessa haft til umráða, en mörg hin síðari ár hefur allri starfsemi hennar þar verið svo þröngur stakur skorinn, vegna húsnæðisskorts og takmarkaðs vélakosts, að hún gat hvergi nærri fulnægt eftirspurn á flest- um af framleiðsluvörum sínum og því síður aukið fjölbreytni þeirra að ráði. Var því bygging hinnar nýju Kjötiðnaðarstöðvar knýjandi nauðsyn til hagræðis bæði framleiðendum og neytend- um. Verksmiðjubyggingin, sem er gerð úr strengjasteypu, er 1800 fermetrar að stærð eða 10000 rúmmetrar. Byggingin er að mestu á einni hæð, þar sem öll vinnsla fer fram, en á efri hæð er vélasalur fyrir loftræstingar-, frysti- og rafmagnskerfi auk um- búða geymslna. Öll gólf eru flísa- lögð svo og veggir upp í 1,8 m hæð. Allt húsnæðið er mjög bjart og vistlegt, enda miðað-við ströng ustu hreinlætiskröfur til mat- vælaiðnaðar. Allt skipulag og flestar teikn- ingar af Kjötiðnaðarstöð KEA eru gerðar af danska verkfræði- fyrirtækinu N. E. Wernberg, sem hefir um langt árabil unnið að skipulagningu og teikningu kjöt- iðnaðar- og matvælamiðstööva víða um heim, en mikið af teikn- ingunum var síðan útfært hér á Akureyri. Má þar einkum til- nefna hústeikningar eftir Mikael Jóhannesson, allt rafkerfi húss- ins, sem var teiknað og skipulagt af Aðalgeir Pálssyni, rafmagns- verkfræðingi, og Magnúsi J. Kristinssyni, rafvélavirkjameist- ara, en hinn síðarnefndi var eft- irlitsmaður með öllum raflögnum fyrir hönd KEA, vatns- og gufu- lagnateikningar frá teiknistofu Sigurðar Thoroddsen og frum- teikningar af lofthitunar- og kælikerfum eftir Pétur Vajdi- marsson. Byggingarframkvæmdir, þ. e. allt múr- og tréverk, annaðist Dofri h.f., Ljósgjafinn h.f. sá-um allar raflagnir, Jén A. Jónsson, málaram., annaðist málningu og Vélsmiðjan Oddi h.f., ásamt Sameinuðu verkstæðunum Marz h.f. sáu um uppsetningu allra véla, tækja og loftræstingarkerfa undir stjórn Péturs Valdimars- sonar, framkvæmdastjóra, sem og hafði tækniumsjón með veru- legum hluta verksins. Pípulagn- ingameistararnir Ólafur Magnús- son og Jónas Jóhannsson sáu um vatnslagnir. Ymsir aðrir aðilar hafa og komið við sögu bygging- arinnar. Eftirlit fyrir kaupfélags- ins hönd annaðist Stefén Hall- dórsson, byggingameistari. Auk véla úr gömlu Pylsugerðinni, er Kjötiðnaðarstöðin búin nýjum vélum og tækjum af fullkomn- ustu gerð, aðallega frá Danmörku og Þýzkalandi, og má þar nefna hraðpakkara, pylsusprautu hakka vél, áleggsskurðar- og „vaccum" pökkunarvél heitreykingar- og kaldreykingarofna auk ýmsra niðursuðuvéla. I stöðinni er mjög fullkomið loftræstingar- og hit- unarkerfi, sem teiknað var og framleitt að hluta af Nordisk Ventilator A/S í Danmörku, auk frysti- og kælikerfis, en mjög rúmgott kælikerfi er í stöðinni fyrir unnar og óunnar vörur. Pylsugerðin hefir, svo sem kunnugt er, framleitt margskon- ar tegundir af pylsum og bjúg- um, margar tegundir af áleggi bæði úr nýju kjöti og reyktu auk niðursuðuvarnings. Kjötiðnaðar- stöðin mun halda áfram allri þessari framleiðslu og auka fjöl- breytni hennar smátt og smátt. En mest framléiðsluaukning er samt fyrirhuguð á niðursuðuvör- um, en þeirri framleiðslu hefur ekki til þessa verið mögulegt að sinna sem skyldi vegna slæmrar aðstöðu. Kjötiðnaðarstöðin mun framleiða eftirtaldar vörur nið- urstoðnar: Bæjarabjúgu, smá- steik, nautakjöt, kindakjöt, kjöt- búðing, svið, steikta lifur, lifrar- kæfu, en einnig á þessu sviði fara fram frekari athuganir, t. d. með niðursuðu á slátri. Mjög hefur verið vandað til allra um- búða t. d. niðursuðuvarnings, þ. e. vörumiðanna, sem munu vera með því glæsilegasta sinnar teg- undar hér á landi. Utlit og prent- un þeirra annaðist Prentverk Odds Björnssonar, en um upp- setningu þeirra sá Kristján Krist- jánsson, forstöðumaður Teikni- stofu POB með aðstoð ljósmynd ara auglýsingadeildar danska samvinnusambandsins í Kaup- mannahöfn. Einnig sá Teikni- stofa POB um útlit „vaccum" umbúða o. fl. Þá mun Kjötiðn- aðarstöðin annast dreifingu á öllum kjötvörum, eggjum og grænmeti til allra matvöruverzl- ana kaupfélagsins bæSi hér í bænum og út með fi.rðinum, á sama hátt og Pylsugérðin áður. Markaður Pylsugerðarinnar hef- ur til þessa að mestu verið á Norður- cg Austurlandi en með þeirri stórauknu framleiðslugetu, sem nú er fyrir hendi, verður lögð áherzla á að koma fram- leiðsluvörum Kjötiðnaðarstöðv- arinnar sem víðast um land. Danskur pylsugerðar- og nið- ursuðumeistari, Kurt Strand, hef- ir verið ráðinn um nokkurra mán- aða skeið sem ráðunautur um framleiðsluaðferðir, nýjar fram- leiðslugreinar og vörugæði. Hin nýja Kjötiðnaðarstöð verður und ir stjórn Hauks P. Olafsonar, slátur- og frystihússtjóra, en kjötiðnaðarmeistari er Einar Sigurðsson. Starfsmenn stöðvar- innar eru um 30 talsins. Er þess að vænta, að með byggingu þessarar stærstu og ný- tízkulegustu kjötiðnaðarstöðvar landsins, megi takast að fram- leiða vörur á borð við það bezta, sem framleitt er erlendis. Hér á Akureyri höfum við jafnan við- urkennt ágætis kjöt, hvort sem er kindakjöt, nauta- og kálfakjöt eða svínakjöt og með þeim véla- kosti og húsnæði, sem nú er full- búið, ásamt reynslu vel menntaðs og öruggs dansks sérfræðings, treystum vér því, að áður en langt líður verði framleiðsluvör- ur verksmiðjunnar komnar á matborð alls þorra neytenda í landinu." - Dorga upp um ís (Framhald af blaðsíðu 8.) menn, heimihsfastir í hreppn- um eru á listum hinna ýmsu flokka og þar á meðal feðgar tveir, þó sinn á hvorum lista. Var að auki er í efsta sæti eins hstans maður fæddur og uppal- inn hér í breppi, en búsettur nú . á Akureyri. — Ósagt skal Játið að þessu sinni, hver áhrif þetta kann að hafa á það, hversu at- kvæði falla hér í sveit á kjör- degi. G. G. *"£*;* Þessi mynd átti að birtast með greininni um ungmennin, sem fóru í boði norska Lions-um- dæmisins til dvalar í Noregi. A myndinni eru Örn Þórsson og Lilja Sigurðardóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.