Dagur - 29.03.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 29.03.1967, Blaðsíða 1
Herbergis- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 Ferðaskrifstofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Láflaus hörkuveður í Þistilfirði Gunnarsstöðum, Þistilfirði 28. marz. Hér er búin að vera nær látlaus stórhríð marga daga og kominn óhemjumikill snjór. Á skírdag var þó bjart og 20 stiga frost. Allir vegir eru ófærir bíl- um en snjóbíllinn hefur nóg verkefni og bætir úr samgöngu erfiðleikum eftir mætti. í vik- unni henti þó það slys með •hann, þar sem hann var á ferð, utan vegar auðvitað, að hann féll niður í djúpan pytt, sem hulinn var snjó. Bílstjórinn komst út, upp um þakið. Allar vörur ónýttust, enda tveggja feta djúpt vatn ofan á bílþak- inu. Jarðýta frá Þóz-shöfn vó bílinn upp með símastaur. Snjó bílstjóri var Kristján Ragnars- son frá Þórshöfn og þótti hann hafa vel sloppið. Á páskadagsnótt valt snjó- bíll af, Heiðarfjalli með fjóra Bandaríkjamenn, er þeir vor.u á heimleið frá snjómokstri» — Mennimir meiddust ekki og (Framhald á blaðsíðu 7) Enn eiff snjóflóð úr Bjélfinum Egilsstöðum 28. marz. Úr fjall- inu Bjólfi, sem stendur norðan- vert við Seyðisfjarðarbotn, hljóp snjóflóð í gærmorgun. En þar hafa mörg snjóflóð fall- ið fyrr og síðar og sum með hörmulegum afleiðingum. Að þessu sinni tók snjóflóð 50 m. breiða sneið af mjölskemmu síldarverksmiðjunnar Hafsíldar og braut hana í rúst og skemmdi einnig sjálfa verk- smiðjuna eitthvað. En hér er um ný mannvirki að ræða, yzt á svonefndri Öldu við norðan- verðan fjörðinn. Allir vegir eru nú ófærir á Héraði vegna’snjóa, enda hefur verið grimmdar stórhríð. Rifið er af fellum og ásum en stór- fenni á milli. Yturnar eru nú að fara af stað til að ryðja snjó af vegum, hver af annarri. Um hátíðina héldu menn sig inni í húsum sínum og þorðu naumast að reka nefið út af ótta við að það fyki þá af. Auðvitað féllu niður messur og verald- Ishrafl fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum Nær allir vegir landsins tepptust vegna snjóa HIN hvassa norðanátt að und- anförnu hefur rekið íshrafl að Norðurlandi og Vestfjörðum. Berast daglega fregnir um þetta frá veðurathugunarstöðv um og skipum. Víða eru ísjakar á siglingaleiðum og sjást illa eða ekki í ratsjám. Ekki var búið að fara ískönnunarflug þeg ar þetta er ritað og því óvist um legu aðalíssins. Stór ísspöng klofnaði á pásk- um um Grímsey og rak helming ana hratt í átt til lands. 1 gær- morgun sást íshrafl austur af eyjunni. Skipstjórinn á póst- bátnum Drang sá í fyrradag nokkra jaka fyrir minni Héðins fjarðar. Þeir sáust ekki í ratsjá skipsins. Hann telur siglingu í myrkri mjög hættulega á þess- lun slóðum. Frá Máná á Tjör- nesi sást ís á reki í gærmorgun, ekki langt frá landi. Frá Hrauni á Skaga bárust í gær ísfréttir og einnig frá Vestfjörðum. Á sama tíma og „hinn fomi fjandi“ minnir á sig hér nyrðra, hafa harðviðri geisað um land allt. Á laugardaginn fyrir páska voru nær allir akvegir landsins taldir ófærir bifreiðum. Á Skeið arársandi voru 40 bílar í hálf- gerðum nauðum vegna roks og sandbyls, sem öllum stórhríðum er verri.. Og fréttir bárust um bíla á ýmsum leiðum, einkum sunnanlands, sem fastir sátu í snjósköflum, en ekki er vitað um manntjón. Hrísey 28. marz. Ógæftir hamla veiðum, en fiskur er sæmilegur þegar á sjó gefur, bæði í net og einnig á handfæri. Tveir menn á báti fengu t. d. rúmt tonn á handfæri einn daginn. Sjómenn eru því vongóðir um afla þegar veður breytast og unnt verður Veðurofsann lægði í fyrri- nótt og var víðast sæmilegt veður í gær. Voru þá öll tiltæk ráð notuð til að opna vegi. En snjór er víða mikill orðinn og (Framhald á blaðsíðu 7.) að stunda sjósókn að staðaldri. Vegna óveðurs varð messu- fall á sunnudaginn og dansleik varð einnig að fresta nú um há tíðina af sömu sökum. Við urð- um því að vera án guðsorðs og skemmtunar í þetta sinn. S. F. Fiskur þegar gefur á sjóinn legar samkomur. Jafnvel út- varpsmessur brugðust vegna bilunar á raflínu. V. S. Mánafoss var í ísbrynju, er hann kom til Akureyrar á dögunum, en búið að berja af nafni skipsins. (Ljósm.: F. V.) MARKAR TÍMAMÓT í SÖGU KJÖTVÖRtJ- FRAMLEIÐSLU HÉR Á LANDI Á MIÐVIKUDAGINN liafði Kaupfélag Eyfirðinga boð inni í tilefni af því, að Kjötiðnaðar- stöð þess, hin nýja, er full- hyggð, allur vélakostur kominn á sinn stað og öll starfsemi í full um gangi. Það vekur nú furðu þeirra manna, sem til þekkja og hafa fylgst með þróun þessara mála, að'svo lengi skyldi vera unnt að halda uppi kjötiðnaði í gömlu Pylsugerðinni og í eins ríkum mæli og gert var þar, svo gjörólík var aðstaða öll þar þeirri aðstöðu, sem nú er fyrir hendi. En jafnframt er hér um mjög mikla og dýra fjárfest- ingu að ræða, sem krefst mik- illar umsetningar í framleiðslu- vörum. En hér virðist vera byggt fyrir alllanga framtíð og af miklum stórhug. Kjötiðnaðurinn hér á landi hefur þróast mun hægar en í nágrannalöndum okkar og á hann mikil verkefni framundan. Sem dæmi um hina hægu þró- un má nefna, að sumar álitlegar kjötiðnaðarvörur, sem farið er að framleiða hérlendis, vekja grun um óleyfilegan innflutn- ing. Kjötiðnðarstöð KEA hefur alla aðstöðu til þess að jafna þennan gæðamun og til þess beinlínis að marka þáttaskil í kjötiðnaðarsögu landsins, svo langt ber hún af öðrum kjöt- vinnslustöðvum. Gott hráefni ætfi hana ekki að skorta mitt í einu bezta landbúnaðarhéraði landsins og ef innlendir mark- aðir bregðast, er um mistök að ræða. Boðsgestir KEA á miðviku- daginn, þeirra á meðal landbún aðarráðherra, Ingólfur Jónsson, Svanþjörn Frímannsson. banka stjóri, fulltrúar frá SÍS og ýms- ir gestir að sunnan, svo og I Kjötiðnaðarstöð KEA, starfsfólk og gestir. Meðal gesta er Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra. — fréttamenn blaða, útvarps og sjónvarps að norðan og sunnan, skoðuðu fyrst stöðina sjálfa undir leiðsögn stjórnenda Kjöt- iðnaðarstöðvarinnar en snæddu síðan hádegisverð á Hótel KEA, þar sem framleiðsluvörur stöðvarinnar voru á borðum. Jakob Frímannsson kaupfé- lagsstjóri bauð gestina vel- komna með ræðu og Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, flutti hamingjuóskir og þakkaði þátt KEA í því, fyrr og síðar, að gera landbúnaðarvörurnar góðar söluvörur. Lauk hann miklu lofsorði á nýju Kjötiðn- aðarstöðina og lýsti einhuga stuðningi sínum við bann á inn flutningi erlendra búvara. Hann taldi nýju stöðina hreint brautryðjendastarf og hið merk asa framtak. Valgarður Baldvinsson, sett- ur bæjarstjóri, kvaddi sér hljóðs við þetta tækifæri, þakk (Framhald á blaðsíðu 2.) HIN NÝJA KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA Á AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.