Dagur - 29.03.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 29.03.1967, Blaðsíða 8
Cí$*í«5*5íí«í5íí«ííí«í««*«íí«íí« SMÁTT OG STÓRT .Vetrarríki á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Þrjú hundruð hreindýr í Klauslurseli Klausturseli 16. marz. Hér hef- ur verið slæm veðrátta undan- farnar vikur. Snjór er töluvert mikill og víða svo til haglaust. Langt er síðan flestir tóku hesta sína á hús. Hér í Klaust- Urseli hefur alltaf verið dágóð beitarjörð, en lítið verið notuð vegna illra veðra. En beitin hef iur verið notuð þó veður hafi verið slæm, því hreindýrin fóru að sjást hér upp úr ára- mótum og nú síðasta mánuðinn hefur verið ótrúlegur fjóldi af þeim. Núna fyrir nokkrum dög um var talið á svæðinu frá bæn um hérna og út að Treglu, sem er landamerki Klaustursels og Merkis og á þessu svæði voru þann daginn þrjú hundruð hreindýr. Svipað mun oft vera af hreindýrum fyrir innan bæ. Hér er alltaf reiknað með að beita töluvert að vetrinum, þess vegna kemur sér ákaflega illa að þessi hjörð Guðs og ríkisins skúli vera búin að eyðileggja beitina fyrir féð þegar góð veð- ur fara að koma. Þetta verkar svipað hjá okkur og kveikt væri í nokkur hundruð hestum KENND LIFGUN UR DAUDADÁi Fjalli 12. marz. — Lionsfélagið Náttfari, sem starfar í Aðaldal og Reykjadal, keypti sl. haust svokallaða „brúðu", sem nota á til æfinga og kennslu við lífgun úr dauðadái með blástursað- ferð. Þetta er talið vandað tæki enda kostaði um 13 þús. kr. í febrúar sl. var Hannes Haf- stein, erindreki Slysavarnafé- lags íslands á ferð um héraðið og varð þá góðfúslega við til- mælum Lionsmanna að leið- beina um notkun tækisins. Mætti hann á fundi, sem sveitar búum var boðið á, bæði á Breiðamýri og í barnaskólanum að Grenjaðarstað og einnig kom hann í allar deildir Laugaskóla. Skýrði erindrekinn í orði og at- hö^fn þessa lífgunaraðferð (inn- blástur og hjartahnoð) og sýndi eihnig kvikmynd um sama efni. Ennfremur leiðbeiningamynd um öryggisbúnað og meðferð (Framhald á blaðsíðu 7) af heyi þar sem alltaf er gefið irini,' að eyðileggja beit fyrir fjögur til fimm hundruð fjár. Það er enginn vandi að fæla hreindýrin frá ef menn vilja hafa sig til þess. Þau myndu ekki vera lengi hérna ef skotið væri á þau eða hundum sigað á þau. En það er ekki mannsæm- andi þegar saklausar skepnur eiga í hlut. Það gæti orðið til þess að þau væru að ráfa um á algerðri hagleysu dögum sam- an. G. A. Kvenfélag Nessóknar þrítugt Fjálli 12. marz. Fyrir skömmu átti Kvenfélag Nessóknar í Aðaldal þrítúgsafmæli og minnt ist þeirra tímamóta með hófi í samkomuhúsinu á Hólmavaði 19. febrúar sL Kom þar saman þorri sóknarfólks og átti ánægjulega kvöldstund. Var ýmislegt til skemmtunar. Nú- verandi formaður félagsins er Jóhanna Steingrímsdóttir, Ár- nesi og stýrði hún samkomunni, er stjórnina skipa að öðru leyti: Þuríður Bjarnadóttir, Árbót, ritari, Sigríður Sigurðardóttir, Núpum, féhirðir, Bergljót Bene diktsdóttir, Hjarðarbóli og Úrsúla Sigurðsson, Tjörn, með- stjórnendur. Aðalfrumkvæði og forgöngu um stofnun Kvenfélags Nes- sóknar hafði Kristín Eiríksdótt ir, ljósmóðir á Hafralæk og var hún fyrsti formaður þess. Hún er nú látin fyrir nokkrum ár- um og á þessum tímamótum barst félaginu myndarleg fjár- upphæð, minningargjög frá eft- irlifandi manni hennar, Þór- halli Andréssyni, Hafralæk. Danskennsla. Sú nýbreytni er hér í sveit að halda dansnámskeið. Kvenfélög og ungmennafélag sveitarinnar tóku höndum saman og réðu danskennara frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í Reykja vík. Kom hann um sl. mánaða- mót og kenndi fyrst í samkomu húsinu á Hólmavaði. Sóttu þangað um 40 börn og rúmlega 50 unglingar og fulloiðið fólk. Síðan hófst annað námskeið í barnaskólanum hjá Grenjaðar- stað og voru þar nokkru færri. Er því nú að ljúka. Námstíminn er 12 stundir fyrir fullorðna (2 j stundir daglega í 6 daga), en 10 stundir fyrir börn. Veðrátta og færi hefur oft verið erfitt þennan tíma og hef Uv það eitthvað hindrað þátt- töku, en flestir hafa ekki látið aftra sér og lagt mikið á sig til að mæta. Almenn ánægja er með þessa nýbreytni og mikill áhugi á að fá kennarann, Sigurð Hákonar- son, aftur að vetri, því ekki eru allir orðnir útlærðir strax, þrátt fyrir góða tilsögn hans. Þess má geta að yngstu nem- endur munu hafa verið 4 ára, en elztur var 65 ára bóndi og var hann enginn eftirbátur. Félögin sem að þessu stóðu eiga þakkir skildar fyrir fram- takið. I. K. RÆKJUVEIÐARNAR í febrúarmánuði stunduðu 23 bátar rækjuveiðar í ísafjarðar- djúpi og öfluðu frá vertíðar- byrjun 732 lestir. Frá Bíldudal voru gerðir út 5 rækjubátar og frá Drangsnesi 3 bátar. Fram eru komnar nýjungar í rækju- veiði og rækjuvinnslu, sem e. t. v. verður minnzt á síðar. ASKORUN Alþýðumaðurinn hefur skorað á Dag að birta tiltekna ræðu, sem flutt var á kirkjuvikunni á Akureyri fyrir skemmstu. Ef- laust eiga ræður þær allar, er þar voru flurtar, nokkurt erindi til almennings. Og sú ræða, sem Alþýðumaðurinn ber svo mjög fyrir brjósti, mun sóma sér vel á prenti, ekki síður en í flutn- ingi í kirkju. Líklega hefur rit- stjóra Alþýðumannsins ekki dottið það snjallræði í hug að birta hana sjálfur í blaði sinu og er honum hér bent á þann möguleika. Að öðru leyti óskar Dagur að ráða efnisvali sínu sjálfur þótt ábendingar séu að sjálfsbgðu vel þegnar. REFSINGAR Ökuleyfissviftingar vegna brota á umferðarlögum eru áhrifarík ar refsingar. Fyrir tiltölulega litlar yfirsjónir í umferðinni þykir á sumum stöðum erlendis hæfileg refsing að taka bifreið ökumanns úr umferð yfir næstu helgi. Þjóðverjar telja slíka áminningu gefa góða raun, einkum þegar ungt fólk á í hlut. FÉSEKTIR Fésektir vegna vítaverðrar framkomu í umferð eða á öðr- um stöðum, sem þó ekki valda eignatjóni eða meiðingum, þykja á sumum stöðum úreltar refsingar. Hin gamla regla, um Dorga upp um ís á vötnum Laugum á pálmasunnudag 1967. Nú líður senn að lokum góu og verður ekki annað sagt, en skipt hafi í tvö horn um þau öldnu heiðurshjón Þorra og Góu á þessum vetri. Þorri var stilltur og blíður um veðurfar allt. Þá var hjarnfæri um heiðar, svo að hægt var að aka þar um vítt og breitt á jeppum. Gerðu nokkrir það og renndu jafnvel um leið dorgarfæri niður um ís á vötnum. Gott færi var um vegi og gátu menn auðveldlega komið saman til félagsstarfsemi og mannamóta. Áður hefur verið getið um söngskemmtanir Karlakórs Reykdæla. Af öðr- um samkomum mætti nefna samkomu Kvenfélags Reyk- dæla, unglihgadansleik, bingó á vegum Lionsklúbbsins Náttfara og sveitakeppni í bridge á milli Mývetninga og Reykdælinga, þar sem hinir fyrrnefndu sigr- uðu með miklum yfirburðum. Allar voru samkomur þessar á Breiðumýri. Með góu kom rysjóttari veðr- átta, hríðar og umhleypingar einkum nú síðustu dagana. Um hádegi í fyrradag var grimm- asta stórhríð, stillt og bjart veð- ur með frosti um kvöldið, eftir hádegi í gær var kominn suð- vestanstormur með 7 stiga hita, en frost aftur að kvöldi. Sam- göngur hafa verið örðugar, en þó tekizt að halda uppi mjólk- urflutningum með þolanlegu móti. Félagslíf og samkomu- hald hefur'legið niðri, einkum þar sem veðrahamur hefur oft verið mestur rétt fyrir eð'a um helgar. Þrjár helgar í röS skyldi hefjast að Breiðumýri sveita- keppni í bridge milli ungmenna félaga í Suður-Þingeyjarsýslu, en alltaf varð að aflýsa henni sökum óveðurs og ófærðar. Smátt og smátt styttist til al- þingiskosninga og fleiri og fleiri framboðslistar birtast. í því sambandi skal þess að lok- um getið, að hlutur íbúa Reyk- dælahrepps virðist óvenjumik- ill á framboðslistum hér í kjör- dæmi. Ekki færri en fjórir (Framhald á blaðsíðu 5). sömu fésekt fyrir samskonar brot, þykir nú ekki lengur sann gjörn. Ríkur maður og fátækur hafa ólíka aðstöðu til að inna af hendi sektarféð. Sú sektarupp- hæð, sem er fátækum manni mikil refsing, en lítil refsing fyrir þann ríka. HLUTFALLS-SEKTIR Til þess að draga úr því „órétt- læti", sem að framan greinir, hefur gefizt yel, að því er talið er, að leggja tekjur manna til grundvallar vissum tegundum fésekta á þann Veg, ao riki mað urinn greiði hlutfallslega jafn mikið af launum sínum í sekt og sá fátæki, fyrir samskonar brot. Slíkt er talið þjóna betur réttlætinu í mörgum greinum. SKÍÐATOGBRAUT A ISAFIRÐI fsfirðingar hafa nú í undirbún- ingi að setja upp 1160 metra skíðatogbraut og hafa efnt til happdrættis til ágóða fyrir skíða lyftuna. Vinningurinn er bifi- reið, sem um verður dregið fyrsta sumardág. Það eru fleiri en Akureyringar, sem áhuga hafa á bættri aðstöðu skíða- fólks. YRKISEFNI ENN Þau leiðu mistök bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna, að lofa Bjarna Einarssyni stuðríingi sín um, semja við hann um kaup og kjör ásamt öðrum bæjar- fulltrúum og svikja hann síðan á þann hátt að skila auðu þegar bæjarstjórakjör fór fram, verð- ur íslendingi enn yrkisefni í síð asta blaði. Þessi aumingjaskap- ur íhaldsins var enn átakan- legri vegna þess, að þeir höfðu sjálfir ekki annað bæjarstjóra- efni, sem þeir vildu styðja og var framkoma þeirra því eins óábyrg og framast var unnt. Ummælum forseta bæjarsrjórn ar þegar kjör bæjarstjóra fór fram, um að það hryggði sig að fulltrúar Sjálfstæðismanna skyldu bregðast á síðustu stundu, var ekki mótmælt, og eru enn í fullu gildi og segja það, sem segja þarf. KOSNINGAALDURINN LÆKKAÐUR Þingskipuð nefnd til að athuga breytingar á kosningaaldri varð sammála um, að lækka kosn- ingaaldurinn 'unv eitt ár eða í 20 ár. f samræmi við þetta hef- ur ríkisstjórnin flutt frumvarp um breytinguna. Hér er um stjórnarskrárbreytingu að ræða, sem samþykkja verður á tveim þingum. Verður frum- varpið væntanlega samþykkt á því þingi, sem nú situr og á þinginu, sem kemur saman eft- ir kosningar. ÍSLENDINGASPJALL BÓK með ofanskráðu nafni, eftir Halldór Laxness, er kom- in út hjá Helgafelli. Bókin skiptist í marga kafla og er eins konar framhald af Skáldatíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.