Dagur - 08.04.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 08.04.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Nokkur stefnumál UM LEIÐ og menn bera saman stjómmálaflokkana hér á landi, sögu þeirra, stefnu þeirra og störf fyrir abnenning í landinu, hljóta menn fyrst af öllu að taka eftir því, að Framsóknarflokkurinn er alíslenzk- ur og hefur alla tíð verið óbundinn af erlendum kennisetningum og hann hefur aldrei skoðað einhliða formúlur sem óbrigðular, eða boð- un einhverra erlendra „isma“ hið eina sanna. Vera má, að þar sé að leita skýringa á því að nokkru, að sumum finnst stefna Framsóknar- flokksins ekki nógu Ijós og afgerandi í þjóðmálunum, eins og þeiiTa öfga- flokka, sem lengst standa til vinstri eða lengst til hægri, eins og kallað er. Stefna Framsóknarflokksins er þó skýr og afdráttarlaus, þótt hún sé ekki byltingarkennd. Framsóknar- flokkurinn er vaxinn af sömu rót og samvinnufélögin og ungmennafélög in. Samkvæmt því er hann umbóta- sinnaður lýðræðisflokkur, sem vinn- ur að eflingu framfara, jafnt í sveit og við sjó, og jafnt á sviði efnahags- mála og menningarmála. Flokkur- inn byggir starf sitt og stefnu að verulegu leyti á hugsjón samvinnu- stefnunnar. En í því felst, að hann vill efla samvinnustarf og önnur íé- lagsmálastörf almennings, einstakl- ingunum til heilla. Framsóknarflokk urinn telur, að efla beri einstaklings- framtak og atvinnurekstur sem allra flestra manna og sjálfsbjargarvið- leitni. Efla vill hann framfarir á öll- um sviðum og nýtingu náttúrugæða í öllum landshlutum og að Ísleiíd- ingar byggi land sitt allt, sem byggi- legt er. Framsóknarmenn setja vinnuna ofar fjármagninu og telja að fjár- magnið eigi að þjóna henni, en er andstæður handahófskenndu braski, óhófseyðslu og sýndarmennsku. Flokkurinn vinnur að félagslegu ör- yggi á breiðum grundvelli, þannig, að enginn þurfi að kvíða ellinni eða verða hart leikinn af atvinnuleysi eða örorku. Það framtíðarþjóðfélag, sem Framsóknarflokkurinn hefur í huga og sem takmark í baráttu sinni, byggist á frelsi og lýðræði, fjölda efnalega sjálfstæðra og vel mennt- aðra manna, sem meta manngildið, þekkingu og atorku meira en fésýslu og auðdýrkun. Skipting þjóðartekn- anna verði réttlátari en nú er og á grundvelli þess, sem áður er sagt um vinnu og manngildi annars vegar og hins vegar auðdýrkun. Hafnað verði skipulagslausum framkvæmdum en tekin verði upp vandlega undirbúin framkvæmdaáætlun fyrir allt landið. Með þetta í huga ganga Framsóknar- menn til kosninganna í vor og munu auka fylgi sitt rneðal þroskaðra kjós- enda. ÝMSAR FRÉTTIR FRÁ BÚNAÐARÞINGI ERINDI Búnaðarsambands Dalamanna, S.-Þing, Snæfell- inga og Vestfirðinga um áburð- armál. Ályktun: 1. Búnaðarþing leggur áherzlu á að fyrú-huguðum breytingum og stækkun áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi verði hráðað svo sem kostur er. Við þær framkvæmdir verði ákveðið að korna áburðinn og framleiða kalkblandaðan áburð t. d. kalk ammonsaltpétur ásamt blönduð um, alhliða áburði. 2. Búnaðarþing krefst þess að bændur fái aukið valfrelsi um áburðarkaup, enda safni áburð- arverksmiðjan pöntunum það tímanlega, að þær liggi fyrir hjá verksmiðjustjórn áður en ganga þarf frá framleiðslu- áætlun og innkaupum. 3. Að áburður sömu tegunda verði verðjafnaður og seldur á sama verði á öllum verzlunar stöðum. 4. Áburðarverksmiðjan verCi þjóðnýtt og í stað fulltrúa hlut hafa, sem nú eru, komi í stjóm hennar tveir menn, annar til- nefndur af Bún. ísl. og hinn af Stéttarsambandi bænda. Þingið felur stjórn Bún. ísl. að vinna að framgangi framan- skráðra atriða. Erindi Búnaðarsamb. S.-Þing um rannsóknir á fiskiræktar- möguleikum í veiðivötnum landsins o. fl. og erindi Þórarins Kristjánssonar um fiskirækt i ám og vötnum. Ályktun: Búnaðarþing felur Stjóm Bún. ísl. að vinna að því við ríkisstjóm og Alþingi, að tryggt verði nægilegt fjármagn til að efla framfarir í fiskiræktarmál um í landinu með því að: a) . Veiðimálastofnuninni verði veitt stóraukið starfsfé og þannig gert kleift að sinna marg háttuðum verkefnum, á sviði rannsókna og leiðbeiningaþjón- ustu. b) . Framlög samkvæmt gild- andi lögum til styrktar bygging ar klak- og eldisstöðva og ann- arra framkvæmda við fiskirækt og fjskeldi verði veitt á hverj- xim tíma, svo sem þörf krefur. c) . Stofnlánadeild landbúnað- arins verði efld, svo að hún verði fær um að gegna hlut- verki sínu um lánveitingar til fiskiræktarframkvæmda og fisk eldisstöðva. Tillaga Jóns H. Þorbergssonar um innflutning sæðis úr Bord- er Leicester-hrútum og erindi Búnaðarsamb. Suðurl. varðandi mnflutning á búfjársæði. Ályktun: Búnaðarþing vill enn einu sinni ítreka nauðsyn þess að kanna allar. leiðir, sem tiltækar þykja til þess að fá inn í landið erlenda búfjárstofna með sér- hæfðum eiginleikum, jafnframt því að gætt sé fyllsta sóttvarnar öryggis. Þar sem vitað er, að með hverju ári sem líður, vex þekk- ing og reynsla grannþjóða okk- ar á flutningi búfjár með sæðis flutningum milli landa, þá felur Búnaðarþing Bún. fsl. að leita, í samráði við yfirdýralækni, álits þekktustu vísindastofnana austan hafs og vestan, á þessu sviði um það, hvaða leiðir væru vænlegastar til þess að flytja er lent búfé til landsins, án þess að eiga á hættu að flytja inn um leið erlenda búfjársjúk- dóma. Erindi Hjalta Gestssonar og Sigurgríms Jónssonar um kálfa fóður. Ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Bún. fsl. að taka til rækilegrar athugunar, í samráði við Fram leiðsluráð landbúnaðarins, hvort ekki sé unnt að framleiða innlenda fóðurblöndu til kálfa- eldis, er seld verði á samkeppn isfæru markaðsverði, miðað við innflutt kálfafóður. Erindi stjómar Bún. ísl. varð andi yfirráð lax- og silungs- veiðijarða og afnot af þeim. Ályktun: Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til landbúnaðarráð- herra að skipa 5 manna nefnd, til þess að athuga á hvem hátt komið verði í veg fyrir, að jarð ir, sem lax- og silungsveiði fylgir, komist í eigu manna sem ekki ætla að reka búskap á þeim. Ennfremur taki nefndin til athugunar hvaða ráð séu fyr ir hendi, til þess að aftur verði hafinn búrekstur á lax- og sil- ungsveiðijörðum, sem nú eru aðeins nýttar, að því er tekur til veiðinnar. Nefndin verði þannig skipuð: Eftirgreindir aðilar tilnefni sinn manninn hver: Bún. ísl., Stéttarsamband bænda, Land- nám ríkisins og Veiðimálanefnd. Fimmta manninn skipi land- búnaðarráðherra án tilnefning- ar og sé hann formaður nefnd- arinnar. Erindi jarðræktarnefndar um kaup á skurðaplóg. Ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl. að vinna að því í sam- starfi við Vélasjóð, Landnám ríkisins, Landgræðsluna og Búnaðarsamband Borgarfjarð- ar, að keyptur verði og reyndur framræsluplógur af þeirri gerð, sem líklegust þykir til að plægja fremur grunna, opna skurði, sem einkum yrðu ætlað ir til að taka yfirborðsvatn af beitilöndum. Ennfremur að leita eftir við landbúnaðarráð- herra að veitt verði fé úr rík- issjóði á næstu fjárlögum til kaupa og tilrauna með slíkan plóg. Fyrir Búnaðarþingi lá frum- varp til laga um afréttarmálefni fjallskil o. fl. Frumvarp þetta er heilmikill bálkur, og hefir áður, fyrir nokkrum árum, legið f.yrir Búnaðarþingi, þó ekki að öllu leyti eins og nú, því síðan hefir nefnd farið höndum um það og breytt því að nokkru. Búfjár- ræktamefnd Búnaðarþings hafði frumvarpið til meðferðar, að þessu sinni og lagði fram allmargar breytingar við það, sem Búnaðarþing síðan sam- þykkti. Frumvarp til laga um jarð- eignasjóð ríkisins. (Lagt fyrir Alþingi á 87. löggjafarþingi, 1966—1967.) Frumvarp þetta er samið af 5 manna nefnd er landbúnaðar ráðherra skipaði hinn 29. sept. 1966. Stjórn Bún. ísl. lagði fram á Búnaðarþingi breytingar við nokkrar gr. frumvarpsins og var málinu vísað til allsherjar- nefndar þingsins til frekari at- hugunar. Endurskoðaði nefndin frumvai-pið allrækilega og lagði fyrir Búnaðarþing mai-gar og allveigamiklar breytingar á því og voru þær samþykktar með samhljóða atkvæðum. 1. gr. frumvarpsins hljóðar svo: Stofna skal sjóð, er nefnist jarðeignasjóður ríkisins. Hlut- verk sjóðsins skal vera það að kaupa jarðir í þeim tilgangi að fella þær úr ábúð, enda leiði athugun, sem um ræðir í lögum þessum, í Ijós, að það sé hag- kvæmt. Heimild þessi tekur til jarða, sem svo er ástatt um, sem hér greinir: 1. Jörð, sem ekki selst með eðlilegum hætti, en eigandinn verður að hætta búskap vegna aldurs eða vanheilsu. 2. Jörð, sem hefir óhagstæð búskaparskilyrði. 3. Jörð, sem ekki nýtur fram laga og lána, sem veitt eru til umbóta á lögbýlum, sbr. IV. kafla jarðræktarlaga nr. 22 ‘65. 4. Jörð, sem er afskekkt og liggur illa við samgöngum. Nokkur fleiri mál komu til umræðu og afgreiðslu á Bún- aðarþingi, en þau, sem hér hafa verið rakin. Má þar nefna frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 53 5. júní 1957 um lax- og sil- ungsveiði. Frumvarpið er samið af veiði málanefnd og veiðimálastjóra. Búnaðarþing samþykkti frum- varpið með allverulegum breyt ingum. Einnig má nefna fjárhagsáætl un Bún. ísl. 1967, sem samin er af fjárhagsnefnd. Búnaðarfélagið hefur engan sérstakan tekjustofn annars- staðar að en frá ríkinu. Á fjár- lögum fyrir árið 1967 er veitt úr ríkissjóði til hinna ýmsu starfsgreina félagsins kr. 13.873. 000.00. Er þetta fé ætlað til að standa undir allri ráðunauta- þjónustu félagsins, ásamt fram- lagi til búreikningaskrifstof- unnar, ráðningarstofu landbún- aðarins o. fl. Oft ber við, að ýmsir aðilar óska eftir að búnaðarfélagið styrki þá með fjárframlögum, til ýmisskonar starfsemi, sem þeir hafa með höndum. Félagið hefir í flestum tilfellum enga fjárhagslega getu til að verða við þessum óskum manna, eða þá að styrkur sá, er það veitir er svo smár, að hann er nánast aðeins viðurkenning á því, að sú starfsemi, sem um ræðir hverju sinni, á fullan rétt á sér. Segja má að nokkúð sé mis- skipt fjárhagsaðstoð bændanna sjálfra til þessara tveggja fé- lagasamtaka, sem _ fyrir þá vinna — Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsámbandi bænda. Þar sem stéttarsambandið hefir hluta Búnaðarmálasjóðs á móti búnaðarsamböndum héraðanna e n búnaðarfélagið ekki eyri. Búnaðarþingi var slitið laug- ardaginn 11. marz og hafði þá staðið í 21 dag. Að dómi undir- ritaðs var þetta þing eitt það rólegasta, sem haldið hefir ver- ið, miðað við mörg undanfarin ár, engin stórátök um málin, en samstaða um þau, í flestum til- fellum með ágætum. Ýmsar merkar ályktanir voru sam- þykktar á þinginu, sem án efa, eiga eftir að marka spor í fram faraátt, þó árangurs sé ekki að vænta, að fullu, fyrr en ein- hverntíma síðar. K. G. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við bai-na- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. Torfi Villijálmsson MIN NIN G Horfi eg um öxl á hálfrar aldar skeið. Hlýindi í lofti, rökkvað var í Kinn. Eg bar þig haustkvöld heila bæjarleið. Og heiin til baka í föðurgarðinn þinn. Þau voru fyrstu kynnin frændi rninn. Eg man þig gjörla öll hin næstu ár. Hinn æskuprúða drengilega svein. Svo skiptust vegir, leið til Iáns og fjár, var lögð að heiman jafnan hrein og bein, þó margan hefja þyrfti þungan stein. Svo hreif þig dauðans hönd á skammri stund. Og hlíft var þér við mjúkum sjúkrabeð. Við vöknum aftur eins og böm af blund, hjá brjósti móður, léttu varpi með, og leggjum fram vort líf sem tvísýnt veð. Þá gildir það hve lífi lifað var. Hve létt var stigið blómagróður á. Hve mjúk sú hönd sem bam í reifum bar. Hve brjóstið heitt, er varð að róa og slá. Og hjartað varmt, hve há og skýr þess þrá. Og þú átt góða blunds og vöku von, því varmt var hjarta þitt og brjóstið traust. Og mjúk þín hönd er hóf þinn ungan son Á hugans blómagróður steigstu laust, þér miskunn berst og mildi í alvaldsraust. Um æfilok veit enginn, stað né stund. Við stöndum þar sem böm við móðurkné. Borin að heiman, heim í væran blund. Af liollum vinum, bak við lokuð vé, þá ber þú mig, og veitir hlífð og hlé. 1. marz 1967. Ketill Indriðason. ■.. — ■ ----------------------------------------------^ Helgi Hallgrímsson: ÖR RÍKI NÁTTÚRUNNARII, FÁEIN ORÐ UM FARFUGLANA FÁIR eru þeir atburðir í nátt- úrunnar riki, sem vekja jafn óskipta athygli almennings, og koma farfuglanna á vorin, enda befur koma þeirra jafnan þótt boða komu vorsins eða sumars- ins. Um þetta vitna óteljandi um- mæli skáldanna, sem flestir kannast við og of langt yrði að telja. Færri eru þó þeir, sem eitt- hvað vita um ferðir fuglanna, hvert þeir fara á haustin og hvaðan þeir koma á vorin. Það var jafnvel útbreidd skoðun ekki alls fyrir löngu á íslandi, að farfuglai-nir hefðust hér við yfir veturinn, lægju í dvala í holum og gjótum. Nú hafa fuglamerkingar sann að, að flestir íslenzkir farfuglar leggja leið sína til suðlægari landa á vetrum, oftast til Vest- ur-Evrópu eða Norður-Afríku. Stöku tegundir fara þó Ameríku megin, og örfáar fara alla leið til suðurhvelsins, og mun krían þar frægust, en tal- ið er að hún ferðist næstum heimskautanna á milli. Þrátt fyrir þessa vitneskju er þó enn þá margt á huldu, um ferðir fuglanna, einkum virðist mönn- um það eilíf ráðgáta hvernig fuglamir fara að því að rata þessar löngu leiðir yfir úthöfin, og hvernig þeir „vita“ hvenær þeir eiga að fara eða koma. Svo virðist stundum, sem fugl arnir finni það á sér hvenær tíðarfar er orðið svo gott í sum- arheimkynnum þeirra, að þeim sé óhætt að leggja leið sína þangað, og er því komudagur sumra fuglategunda mjög breyt ingum háður. Aðrar tegundir farfugla koma yfirleitt á sama tíma á hverju vori, svo varla skeikar nema fáeinum dögum. Langflestar íslenzkar fugla- tegundir færa sig eitthvað til eftir árstíðum. Eiginlegir stað- fuglar eru því fáir (t. d. hrafn). Sumir láta sér nægja, að flytj- ast milli innlands og stranda, eða milli landshluta, en aðrir fara eitthvað suður fyrir landið á veti'um, en þó sennilega ekki lengra en svo, að þeir „hafa veður af því“. Á þetta einkum við um sjófuglana, enda koma þeir oftast fyrstir allra fugla á varpstöðvamar. T. d. koma svartfuglarnir yfirleitt snemma í marz. Af hinum eiginlegu farfugl- um, sem búast má við að komi frá suðlægari löndum, kemur skógarþrösturinn að jafnaði fyrst, eða um mánaðamótin marz—apríl, og hefst þarmeð hinn eiginlegi komutími far- fuglanna, sem síðan varir óslit- ið fram í maílok. Árin 1935—1937 gengust þeir fuglafræðingarnir Finnur Guð- mundsson og G. Timmermann fyrir því að safna athugunum á komudögum farfuglanna á ýms um stöðum á landinu. Nokkrir menn í Norðlendingafjórðungi og víðar, höfðu þó byrjað slíkar athuganir áður, og má nefna t. d. Diomedes Davíðsson á Hvammstanga, Bjöm Guð- mundsson í Lóni, Kelduhverfi, Jóhannes Sigfinnsson, Gríms- stöðum, Mývatnssveit, og Krist ján Geirmundsson, Akureyri. Niðurstöður þessara athug- Læknir leysir frá skjóðunni í FYRSTA hefti tímaritsins Göteborgsaktuelt 1967 birtist grein eftir sænskan lækni, dr. Carl Carlsson í Gautaborg. Læknir þessi hefur sjálfur rann sakað nokkuð ýmsar hliðar áfengisvandamálsins og er tal- inn kunnáttumaður í þeim efn- um. Hann er óneitanlega óvenjulega bermáll og hreinskil inn, svo að frekar er sjaldgæft, þegar um lækni er að ræða, en ályktanir hans og dómar verða þungir á metunum þar sem hér er um að ræða merkan mann og fróðan á því sviði, sem hann ræðir um. Dr. Carlsson segir í fyrr- nefndri grein, að opinberar dán artölur gefi á engan hátt rétta mynd af ofdrykkju sem dauða- orsök. Rannsóknir hans sýna, að fimm dauðsföll að meðaltali á viku í Gautaborg orsakist beinlínis eða óbeinlínis af áfeng isneyzlu. „Svo tíðum dauðsföllum hef- ur berklaveikin aldrei valdið og enginn annar sjúkdómur á þessu aldursskeiði, hefur verið eins stórhöggur". Varanleg (kronisk) verður áfengissýkin venjulega á aldr- inum frá 30—55 ára, eða á því aldursskeiði, sem afkastageta mannsins er að öðru jöfnu mest. Meðalaldur 300 áfengissjúkl- inga, sem rannsakaðir voru reyndist vera milli 45 og 50 ár. Þetta þýðir, að þessi ógæfu- sömu fórnardýr eru rænd helm ingi starfsævi sinnar, eða þeir verða eins og reköld, sjálfum sér og umhverfi sínu til armæðu og byrði. Líf áfengissjúklingsins fjarar út, — fyrst félagslega. Sjúkling urinn bíður félagslegan bana, þ. e. a. s. enginn vill hafa sam- skipti við hann, hann er í raun og veru útskúfaður, jafnvel af sínum nánustu. Síðan lýkur þessum sograrleik lífsins oft skyndilega í algerum einstæðingsskap. Og hvað er unnt að. gera? Dr. Carlsson telur, að hugs- unin, sem liggur á bak við starf semi drykkjumannahæla og aðra meðferð, sem reynt er að veita drykkjusjúklingum, sé bæði eðlileg og sanngjörn. En á þessu er þó einn megin galli: Ei'fileikai' hins sjúka við að minnka áfengisneyzlu sína, eru svo miklum mun meiri, en menn eiga auðvelt með að gera sér í hugarlund. Opinber starfsmaður, er get- ið hafði sér frábæran orðstír í starfi sínu, var haldinn banvæn um lifrarsjúkdómi, er orsakað- ist af ofdrykkju. Honum var fullkomlega kunnugt um sjúk- dóm sinn. En hann gat ekki stillt sig um að ná sér í ölflösku við og við. Þessi maður átti ung böm og hann þráði að fá að lifa fyrir þau. Jafnvel mjög lítil á- fengisneyzla gat valdið honum dauða, og það vissi hann. En hann stóðst ekki freistinguna. Þetta dæmi er samkvæmt reynslu læknisins, engin und- antekning, miklu frekar al- menn regla. Dr. Carlsson hefur meiri trú á því, sem kemur i veg fyrir sjúkdóminn, en á ..einhverjum enn óþekktum undralyfjum. „Ef við virðum fyrir okkur sögu lyfjanna, kommnst við að raun um, að það eru ekki hin stóru og glæsilegu sjúkrahús, sem mest hafa stuðlað að því að gefa mönnum lengra líf og betri heilsu, heldur hinar fyrir- byggjandi aðgerðir, svo sem aukið hreinlæti og heilsuvernd, bólusetningar, holl fæða 0. s. frv., sem beztan árangur hafa gefið í þessum efnum. Þegar um áfengissýkina er að ræða, gildir áreiðanlega ná- kvæmlega hið sama. Leggja ber megináherzlu á það, sem kem- ur í veg fyrir drykkjusýki“. Auka þarf fræðslu og upplýs ingastarfsemi. Lífslýgin er ótrúlega voldug. Flestir trúa því að áfengis- sýki geti aldrei eyðilagt sig, heldur aðeins þá, sem veikgeðja eru. Hömlur eru nauðsjmlegar. Áfengið á að selja dýru verði til þess að takmarka neyzlu þess. Það þarf að skapa æskunni heilbrigð áhugaefni og þá að- stöðu í hvívetna, sem beinir lífi hennar burt frá áfengum drýkkjum. Áfengisvamaráð. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) síðasta blaði er risið lægra og raupið úr sögunni. Kvartað er um óskilvísi kaupenda, einnig því, hve þeir séu fáir og að blað ið standi ekki á eigin fótum fjárhagslega. Má segja, að nú kveði við annan tón og risið hafi lækkað verulega. ana birtust í bók Timmermanns um íslenzka fugla (Die Vögel Islands), en samkvæmt þeim kom skógarþrösturinn að meðal tali 4. apríl, lóán 10. apríl, stelk urinn 16. apríl, hrossagaukui'- inn 21. apríl, og smyrillinn sama dag, maríerlan 28. apríl, þúfu- tittlingur 30. apríl, steindepill 3. maí, sömuleiðis sandlóan, lóu þrællinn og spóinn, og krían 9. maí, en óðinshaninn 17. maí. Þess ber að gæta, að þetta eru meðaltölur fyrir allt landið, en nokkuð virðist það misjafnt efth' landshlutum, hvenær fugl- arnir koma. Að jafnaði munu þeir koma fyrst til S- og SA- lands, en síðast til Vestfjarða. Ennfremur þarf að taka veður- farið með í reikninginn, en þessi þrjú vor var veðurfar tals vert betra en í meðallagi, sam- kvæmt skýrslum veðurstofunn- ar. Má því gera ráð fyrir, að hér á Norðurlandi komi farfuglarn ir að jafnanði eitthvað seinna, en hér er um getið. Mikil þörf væri á því, að kanna nánar komudag farfugl- anna norðanlands, og fylgjast með þeim frá ári til árs, líkt og gert var á fjórða áratug þess- arar aldar, en þeir munu nú fá- ir, sem slíkar athuganh- stunda. Er leitt til þess að vita, að áhugi almennings fyrir náttúrurann- sóknum vh'ðist nú vera talsvert minni og sjaldgæfari en fyrir nokkrum áratugum síðan. En kannske eiga hinir lærðu nátt- úrufræðingar þama nokkra sök. Hitt virðist augljóst, að fuglaathuganir á íslandi verði ekki stundaðar að gagni án hjálpar áhugafólks. Náttúru- gripasafnið á Akureyri heitir því á alla, sem áhuga hafa á fuglum og fuglafræði, og (Framhald á blaðsíðu 7.) Krisfbjörg jónafansdótlir LÍTIL KVEÐJA MÉR VORU að berast fréttir um lát Kristbjargar Jónatans- dóttur kennslukonu. Löngu veikindastríði er lokið, og góð kona hefur kvatt þennan heim. Kristbjörg var einn af fyrstu kennurum mínum sem lítillar telpu, og margar góðar minn- ingar á ég frá þeim árum, er hún kenndi við barnaskólann á Akureyri. Hún var ágætur kennari, ljúf og kát og alltaf gamansöm og því varð kennslan hjá henni lifandi. og oft leikur í senn. Þegar ég hugsa til þess- ara ára, minnist ég margra sam kennara hennai', en nökkrir þeirra eru nú einnig hórfnir af sjónarsviðinu. Þetta var sam- stilltur og gáfaður hópur og gaman var að fá að koma á kennarastofuna og heyra á spjall þessa skemmtilega og góða fólks. Ég minnist líka jóla boðanna hennar Kristbjargar, þegar hún tók á móti foreldrum mínum og okkur börnunum með opnum örmum í heimilinu sínu vistlega í Fjörunni. Og á þriðja jóladag, þegar kennarar barnaskólans söfnuð- ust saman í heimili foreldra minna á Brekkunni, var oft kátt á hjalla, mikið sungið og farið jólaleiki, og þá var Kristbjörg ævinlega ein af þeim kátustu. Þetta voru góð ár, sem gaman er að minnast. En svo dimmdi í lofti fyrir meir en 20 árum, þeg ar Kristbjörg hóf baráttu við veikindi og erfiðleika. ,Og nú er þeirri baráttu íokið og hún hefur flutt yfir landamærin miklu. | Ég kann ekki að rekja ættir hennar, ekki námsferil né starfsferil, enda er þessum lín- um aðeins ætlað að vera örstutt kveðja frá gömlum nemanda, sem minnist hennar með. þakk- látum huga, nú þegar hún er kvödd. Margir munu nemendur hennar og margir samstarfs- mennirnir og vinimir, sem minnast hennar á svipaðan hátt, því að hún var óvenju heilsteypt kona, vinur vina sinna, þjóðleg svo að af bar, traust, góð og gamansöm, og þegar ég hugsa um Kristbjörgu eftir öll þessi ár, sé ég alltaf í huga mér brosleitt andlit henn ar, ekki andlit strangs kennara, heldur góðlátlegt andlit góðrar konu. i Blessuð sé minning hennar. Rvik 28. marz 1967. i Anna Snorradóttir. Oftrúamenn ræddust við á Álþingi NÚ NÝLEGA ræddust þeir við á nokkrum þingfundum, Bjarni Benediktsson og Einai: Olgeirs- son um Öryggismál . íslands. Nokkrir norðlenzkir fulltrúar á Flokksþingi Framsóknai-manna áttu þess kost, 14. marz, að hlusta á þriðju ræðu Einars í þessum umræðum. Að sögn þeirra var Einar bersýnilega far inn að mýkjast í máli, enda var Bjarni þá búinn að rifja upp gamlar heimildir um það, að Einar hefði verið með þeim fyrstu, sem skorið hefðu upp úr með það nokkru eftir 1930, að hlutleysisyfirlýsing íslands frá 1918 væri úrelt og viljað biðja um vemd Atlantshafsstórvelda, og viðurkenndi Einar að svo væri. Hins vegar fræddi hann Bjarna um það, að Morgunblað inu hefði þótt vænt um innrás Hitlers í Tékkoslóvakíu. í ræðunni 14. marz kvað Ein- ar það vera Bjarna til lofs, að hann hefði fremur of mikla trú en of litla á erlendum máttar- völdum, sem hann hefði einu sinni tekið tryggð við og treyst til góðra hluta. Var auðfundið, að Einari varð litið í eigin barm. Að þarna voru tveir of- trúarmenn að ræðast við á Al- þingi íslendinga. Menn sem hafa oftrú á því, ,að lausn ís- lenzkra vandamála sé að finna hjá ráðamönnum stórvelda aust an tjalds eða vestan. Oftrúarflokkurinn sem stjórn ar Alþýðubandalaginu hefur nú öðlazt þungbæra reynslu á of- trú sinni. Oftrúin á Stalin hlaut á sínum tíma þann endi sem kunnur er. Oftrúin á Rússland og Kína veldur þó ekki minni vandkvæðum, því að nú er þessi tveggja persóna guðdóm- ur orðinn sjálfum sér sundur- þykkur. - Sumaráætlim F.í. j (Framhald af blaðsíðu 8). fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Til London er flogið þrisvar í viku; á þriðju- dögum, föstudögum og laugar- dögum. Til Oslo verða tvær ferðir í viku; á mánudögum og föstudögum. Til Vogar á Fa&r- eyjum verða tvær ferðir í viku; á sunnudögum og þriðjudögum. Til Bergen verður ein ferð í viku, á þriðjudögum, en frá Bergen til Reykjavíkur tvær ferðir; á sunnudögum og mið- vikudögum. Þann 1. júlí hefst sem fyrr segir þotuflug á áætlunarleið- um Flugfélagsins milli landa með hinni nýju Boeing 727C þotu félagsins. Þá verða dag- legar þotuferðir til Kaupmanna hafnar og ennfremur flugferðir með Cloudmaster flugvélum á mánudögum, laugardögmn og sunnudögum. Til London verða fjórar ferð- ir með þotu í viku hverri; á þriðjudögum, föstudögum, laug ardögum og sunnudögum. Til Glasgow verða þrjár þotuferðir vikulega; á mánudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum og ennfremur CloudmaSterflug á laugardögum og sunnudögum. Til Oslo verður þotuflug á föstu dögum og Cloudmasterflug á mánudögum. Flugferðir um Færeyjar til Bergen og Kaupmannahafnar verða eins og áður flognar á þriðjudögum og sunnudögum' með F-27 Friendship. Þegar sumaráætlun millilandaflugs Flugfélags íslands hefir að fullu gengið í gildi, býður félagið við skiptavinum sínum 16 áætlunar ferðir í viku til útlanda. o

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.