Dagur - 08.04.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 08.04.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergis- pantanir. FerSa- skrifstofan TúngÖtu 1, Akursyrí. Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 8. aprO 1967 — 25. tölublað Ferðaskrifstofans^nVs Skipuleggjum ódýrustu ierðirnar til annarra landa. Nýja dráttarbrautin getur tekið 2 þús. tonna skip. — Viðlegukanturinn. Hús skipasmíðastöðvarinnar er að baki. (Ljósm.: E. D.) Urannálverðbólgunnar " ^^ , LÆGSTI tímakaupstaxti Verka | V lfXUIlálaSkriI StOiail StÖOVaÖÍ ^^1113^1^^111- mannafélagsins- Dagsbrúnar, sem árið 1958 var að meðaltali á því ári kr. 21.30, var kr. 47.16 að meðaltali árið 1966, hvort- tveggja að meðtöldu orlofi o. fl., sem hér er með reiknað. Stöð- ugt verðlag og stöðugt kaup- gjald er grundvöllur heilbrigðs efnahagslífs, segir stjórnin.," kvæmdir á Akureyri Ágreiningur um stjórn framkvæmdanna Hafnarnefnd leggur málið fyrir ráðherra r . ' r ÞJODARHUS A ÞINGVÖLLUM NEFND SÚ, sem Alþingi skip- aði til að gera tillögur um hversu mirtnast beri 1100 ára byggðar á íslandi, hefur skilað áliti og þingið hefur lagt fram tillögu um, að nefndarmenn verði skipaðir í „þjóðhátíða- riefnd 1974". Nefndin gerir m. a. tillögu rim, að „þjóðarhús" verði byggt á Þingvöllum, þar sem Alþingi yrði sett hverju sinni og væri sa staður um leið, sem kjörinn til margskonar funda- og þing- halda. Þá bendir nefndin á út- gáfu bóka og rita, kvikmynda- gerð, ýmiskonar mannvirkja- gerð og síðast en ekki sízt legg- ur nefndin áherzlu á mikinn hátíðisdag allrar þjóðarinnar. ÞEGAR blaðamaður var staddur á Oddeyrartanga á fimmtudaginn, var verið að flytja uppmoksturstœki, sem byrjáð var að nota við fyrir- hugaðar hafnarframkvæmdir við dráttarbrautina, í burtu. Nýbyrjað verk var stöðvað að skipan vitamálaskrifstofunn- ar. Þarna er um að ræða byrj un á verki, sem áætlað er að kosti 42 milljónir, þ. e. dýpk- un, viðlegukantur og endur- byggð dráttarbraut, þar sem nú er Slippstöðin h.f. og smá- bátahöfnin. Blaðið sneri sér þegar til setts bæjarstjóra, Valgarðs Baldvinssonar, og Péturs Bjarnasonar nýráðins verk- fræðings hafnarsjóðs Akur- eyrar, til að leita frekari frétta. Ennfremur hafði blað- ið samband við formann hafn arnefndar í gær, Stefán Reykjalín, sem ásamt Arna Jónssyni hafnarnefndarmanni, var kominn til Reykjavíkur þeirra erinda að leysa fram- kvæmdatruflun þá, sem svo óvænt bar að höndum fyrsta góðviðrisdag vorsins. Þeir hafnarnefndarmenn höfðu ekki nýjar fregnir að segja, sem naumast var von, þar sem þeir voru nýkomnir suður. — Málið hefur verið lagt fyrir viðkomandi ráðuneyti. Nokkur atriði þessa ináls liggja ljós fyrir, eftir samtali blaðsins við bæjarstjóra og verkfræðing. Þau eru m. a. þessi: A siðastliðnu ári samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að ráð ast í byggingu dráttarbrautar á Oddeyri fyrir allt að 2000 tonna skip að eigin þunga -og viðlegukant norðan hennar. í samvinnu við vitamála- stjóra og Innkaupastofnun rík isins voru vorið 1966 gerðir samningar um kaup á efni til þessarar mannvirkjagerðar og hefur þegar verið fest kaup á efni fyrir um 20 millj. króna en samkvæmt áætlun vita- málastjóra mun heildarkostn- aður verða um 42 millj. króna. Samkvæmt lögum um hafn argerðir og lendingabætur ber ríkissjóði að greiða 40% af heildarkostnaði við slíka mannvirkjagerð, enda séu all- ar áætlanir um framkvæmd- irnar samþykktar af sam- göngumálaráðuneytinu, enn- fremur er það skilyrði fyrir styrkveitingu úr ríkissjóði, að (Framhald á blaðsíðu 7.) UM FRAMLEIÐSLUÞÖRF OG NIÐURGREIÐSLUR HÉR fer á eftir niðurlag á ræðu Gunnars Guðbjartssonar for- mann Stéttarsambands bænda, er hann flutti í útvarp sl. fimmtudag, á „bændavikunni". í fyrsta skipti í mörg ár dróst mjólkurframleiðslan saman og sauðfjárframleiðslan jókst meira en undanfarin ár, þrátt fyi-ir mjög óhagstætt árferði. Nú hafa heyrzt raddir um, að mjólkin hafi minnkað svo mik- ið, að mjólkurskortur verði á innanlandsmarkaði. Til þess hef ur þó ekki komið ennþá, sem betur fer. Það þurfti í vetur að flytja norðan af landi lítilshátt- ar af nýmjólk og talsvert magn af skyri og rjóma yfir þann tíma, sem framleiðslan var minnst, sunnan- og vestan- lands. Þetta var nauðsynlegt og verður vafalaust nauðsynlegt á næstu árum, ef fullnægja á inn anlandsmarkaðinum með inn- lendri framleiðslu en hafa þó ekki meira til útflutnings en ca. 10—15% af heildarframleiðslu mjólkurinnar hverju sinni. Neyzlumjólkurþörfin er lang mest á haustmánuðunum og framan af vetri, en mismunur á mestu mjólkurframleiðslu sum- arsins og minnstu framleiðslu er svo mikill, að vart er hugsan leg svo mikil breyting á þessu sviði að hún geti nægt til að tryggja fullnýtingu markaðsins með framleiðslu á fyrsta verð- lagssvæði einu saman. Og hætt er við, að breytingar í þá átt, að (Framhald á blaðsíðu 2.) f&&$4>G>®&S>Q^<&$><&<S><&$*S><M><^^ t UTVARPSUMRÆÐU á * gamlárkvöld sagði forsæt isráðherrann: „Gætir einkenni legs hugtakaruglings í tali sumra um, að nú eigi að greina á milli manna eftir því, hvort þeir trúi á landið eða ekki. íslendingar höfðu þegar fyrir kristnitöku flestir hætt að trúa á stokka og steina". Mörgum þótti þetta undar- lega mælt. Og við nánari íliug vao. urðu menn furðu lostnir. Hér fór ekkert á milli mála. Forsætisráðherra íslands hafði verið að líkja trúnni á landið við heiðni fornaldar eins og hún leit út í augum kaþólskra klerka á fyrstu öld um kristinnar trúar. f þeirra augum var heiðinn dómur leiðtogmn genginn af trúnni á landið, sem hann á að stjórna! Ekki stoðar að ámæla Bjarna Benediktssyni fyrir þessi orð úr því að hann hugs- TRÚIN A LANDIÐ villutrú „á stokka og steina", háskaleg þessa heims og annarra. Líklega hefir einhverjum orðið það að orði, sem kveðið var: „fslands — óhamingju — verður allt að vopni". Þjóðar- aði svo. Hér er trúfrelsi viður kennt og þá einnig frelsi til vantrúar. En sá, sem genginn er af trúnni, og telur hana ranga, er ekki líklegur til afreka í hennar þágu. Það er þakkarvert, að slíkur maður segi hug sinn, eins og Bjarni Benediktsson hefur gert. En hann hefði átt að segja af sér um Ieið. Hann getur haldið áfram að vera þarfur lærdóms maður á sínu sviði og kannske gert alheiminum gagn ef hann trúir meira á hann en land sitt. En hann á ekki að halda áfram að vera forsætisráð- herra á íslandi. Hin íslenzka smáþjóð má ekki við því að hafa þann mann í fararbroddi, sem hefur vantrú á landinu, sem tilvera hennar og fram- tíð byggist á. O ÍSLENDINGAR FLÆKTIR í FJÁR- SVIKAMÁL DANSKA blaðið Politíken seg- ir frá því í fyrradag, að dómi í máli Elmo. Nielsens hafi ekki verið áfrýjað. Undirréttur dæmdi þennan fjárglæframann í 4 ára fangelsi. En í sambandi við þetta mál voru tveir dansk- ir rannsóknarlögreglumenn sendir til íslands til að rann- saka viðskipti E. Nielsens við íslenzka innflytjendur. Danirn- ir bentu íslenzkum yfirvöldum á, að líkur bentu til þess, að mörg íslenzk fyrirtæki væru bendluð við mál þetta og hefðu svikið ríkið um stórar fjárhæð- ir í tollum, eða á fimmtu millj. ísl. króna. Einn af stærstu inn- flyiendum hér á landi, er nú í farbanni. íslenzk yfirvöld hafa óskað eftir danskri rannsókn á viðskiptum fleiri aðila við E. Nielson, að sögn Politíken. ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.