Dagur - 12.04.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 12.04.1967, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstjæti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Auglýsingar og afgreiðsla: Ágizkunarstefna Á ALÞINGI 8. apríl sl. gaf fjármála- ráðherra bráðabirgðaskýrslu um af- koinu ríkissjóðs á árinu 1966. Tekj- ur voru áætlaðar 3794 millj. kr. en reyndust 4642 millj. kr. og hafa því farið 848 millj. kr. frarn úr áætlun. Munar þar mest um tolla og sölu- skatt. Greiðsluafgangur ársins er tal- inn 474 millj. kr., en bróðurpartinn af honum hefur verðbólgan þegar gleypt og mun gleypa meira um það er lýkur. Ástæðan fyrir hinni miklu aukningu ríkistekna 1966 eru fyrst og fremst: Skatlahækkanir Magnús- ar Jónssonar í fyrra og taumlaus inn flutningur tollvara. Á Alþingi 7. apríl gerði fjármála- ráðherra grein fyrir framkvæmd hinnar svonefndu fjöguiTa ára þjóð- liags- og framkvæmdaáætlunar ríkis- stjórnarinnar fyrir árin 1963—1966. Var þar svipuð útkoma og hjá Rúss- um, að flest virtist hafa farið fram úr áætlun ár hvert, enda áætlunin gerð á vegum ríkisstjórnarinnar sjálfrar, en ekki Alþingis. Verður ekki nánar um það rætt hér. Hins vegar tók ráð- herrann fram, að nú væri ekki hægt að gera áætlun til lengri tíma en eins árs vegna ríkjandi óvissu. Gerði Eysteinn þessi ummæli ráð- herrans að umtalsefni í ræðu, og taldi þessi ummæli athyglisverð. I skýrslu sinni um þjóðhags- og framkvæmdaáætlunina kom ráð- herra víða við, og hraut þá ýmislegt af munni, sem fróðlegt væri að halda til haga. Hann sagði m. a., að flest það sem skráð væri í áætlanir, sem stjórnin gerði um þjóðarbúskapinn, að undanteknum ríkisframkvæmd- um, væri í raun og veru „ágizkun“, enda styddi ríkisstjórnin „frjálsræði“ í þessum málum. Samkvæmt þessu er það undir notkun „frjálsræðisins“ komið, hvemig „ágizkunin" reynist. Þarna var réttilega að orði komizt. Stefna stjómarinnar er ágizkunar- stefna en ekki áætlunarstefna. Hún hcfir ekki forustu um röðun verk- efna, gizkar bara á, hvað ske kunni, og er áreiðanlega ekki sannspárri en veðurspámenn af lakara taginu. Það er ekki á góðu von meðan þessi ágizk unarstefna ríkisstjórnarinnar ríkir í þjóðarbúskap íslendinga. Það bætir ekki aðstöðuna fyrir f jár málaráðherra og aðra talsmenn stjórnarinnar, að eftir öll þessi góð- æri og raup um gjaldeyrisvarasjóð, skuli skuldaaukning erlendis hafa verið meiri en aukning gjaldeyris- varasjóðsins. □ Hraðfrystihús Ú. A. á Oddeyri og einn togari í höfn. (Ljósm.: E. D.) Nauðsynlegt ai endur- nýja togarana segir GÍSLI KONRÁÐSSON, forstjóri Ú.A. ÚTGERÐARFÉLAG AKUR- EYRINGA H.F. er oft á dag- skrá meðal bæjarbúa og togara útgerð landsmanna er öllum áhyggjuefni, svo mjög hefur henni lirakað. Togarafloti lands manna, sem stærstur var 48 p skip, er nú kominn niður í tvo tugi og öll togaraútgerð á heljar þröm. Dagur ræddi um þessi mál við Gísla Konráðsson, annan af tveim framkvæmdastjórum Ú. A., og fer samtalið hér á eftir. Viltu segja lesendum blaðsins frá togaraútgerð landsmanna um þessar mundir? Eins og öllum er kunnugt, sem fylgzt hafa með þeim mál- um, hefur togaraútgerðin á ís- landi verið á hraðri ferð niður á við á næstliðnum árum. Er svo komið, að aðeins um tuttugu skip eru enn í rekstri af togara- flotanum, sem um skeið var allt að 50 skipum. Orsakir þessarar hnignunar má segja að sé fyrst og fremst síminnkandi afli og það svo, að ársafli togara nú er oftlega ekki nema helmingur þess, er þótti viðunandi fyrir nokkrum árum. Ekki er vafi á því, að útfærsla landhelginnar á verulegan þátt í því, að afli hef- ur minnkað, en fleira kemur þar til svo sem það, að auðug karfamið eru nú ekki fyrir hendi, sem áttu sinn þátt í góð- um afla á sínum tíma. Að vísu hafa heppnazt góðar veiðiferðir til Nýfundnalands nú nýlega, en þar er aðallega um að ræða eitt skip, Maí, sem er einn af stærstu togurunum og þar að auki með skipstjóra, sem virðist vera sérstaklega fengsæll. Fyrir eldri togarana, sem eru flestir 30----400 smál. minni skip, eru þessi mið varla aðgengileg á þeim tímum árs sem allra veðra er von, enda fengin af því dýr- keypt reynsla. Ekki er það minnkandi aflamagn eitt sem erfiðleikunum veldur. Sívax- andi reksturskostnaður á öllum sviðum á sinn stóra þátt í óför- unurn, og hraði þeirrar hækk- unar er stórum meiri en hækk unar á fiskverði. Á árinu 1963 var athugun gerð á rekstri tog- aranna og komizt var þá að þeirri niðurstöðu að 2000 krón- ur á dag vantaði til þess, að meðaltogari gæti staðið undir reksturskostnaði. Úr þessu var bætt þá með framlagi úr ríkis- sjóði og Aflatryggingarsjóði, og hefur svipað framlag komið til árlega síðan. En á sl. ári kom það fram við nýja athugun, að hækkun reksturskostnaðar frá 1963, væri algjörlega búin að gleypa þessar 2000 krónur, svo að raunverulega þyrfti nú ann- að eins til þess að hægt væri að reka skipin áfram. Úr þessum vanda hefur ekki enn verið leyst, enda skylt að viðurkenna, að þarna er um ærinn vanda að ræða. Eðlilegt er að sú spurn ing vakni hvort vit sé í því að halda áfram rekstri þessara gömlu skipa með auknum fjár- framlögum, eða leita inn á nýj- ar brautir og kaupa ný skip, sem líklegt væri að gæfu betri raun. Við, sem að þessum mál- um störfum, höfum talið að þama væri um svo mikilvægan þátt í atvinnulífinu og þjóðar- búskapnum að ræða, að ríkis- valdið hlyti að hafa forgöngu um aðgerðir, enda augljóst, að togaraútgerðir hafa ekkert bol- magn til þess að ráðast í endur nýjun skipa sinna án stuðnings og rekstraröryggis. Þið viljið væntanlega endur- nýja flotann? Það er gleðiefni, að ríkis- stjórnin hefur gert ráðstafanir til þess að athuga þessi mál nán ar og festa kaup á nýjum skip- um í tilraunaskyni. Þetta skref bendir til þess að enn sé áhugi fyrir því að halda togaraútgerð við, og endurnýja skipakostinn. En óhjákvæmilegt er, að sú end urnýjun taki nokkuð langan tíma og því er það nauðsynlegt, að auka stuðning við þá togara, sem enn eru starfandi, til þess að ekki komi til algjörrar stöðv unar áður en ný skip koma til. Ég vil geta þess í þessu sam- bandi, að við núverandi aðstæð ur er varla líklegt að ný skip, þó beitt verði beztu og nýjustu tækni, geti að jafnaði skilað hagnaði, eða jafnvel staðið und ir sér, því að ný skip eru dýr tæki og vextir og fyming þeirra er hár kostnaðarliður, og miklu hærri en á gömlu skip- unum, sem flest standa nú í lágu verði. Þarf því verulegan sparnað á öðrum kostnaðarlið- um til þess að vega upp á móti þessu einu. Hitt er það, að end- umýjun verður að fara fram, þar sem gömlu skipin fara brátt að syngja sitt síðasta vers og m. a. er ekki nema eðlilegt að erfitt verði að manna þau, þeg- ar bátaflotinn er í örum vexti og ný og fullkomin skip bætast stöðugt í hann. Þið hafið óskað að fá einn nýja togarann? Já, eins og ég gat um, hefur rikisstjórnin ákveðið að láta fara fram athugun á því að keyptir verði til landsins fjórir togarar af mismunandi stærð- um og gerðum. Hefur sjávar- útvegsmálaráðherra skipað nefnd til þess að gera slíkar at- huganir og leggja fyrir ráðu- neytið tillögur sínar um gerð skipanna og á hvern hátt og hvar útgerð þeirra verði bezt fyrir komið. Við erum svo heppnir, að starfsbróðir minn, Gísli Konráðsson. Vilhclm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, er einn af nefnd armönnum. Ég vil ennfremur geta þess, að stjórn Útgerðar- félagsins hefur fyrir nokkru sótt um það til sjávarútvegs- málaráðherra, að félagið fengi að fylgjast með þessu máli í því skyni, að fá eitt af þessum skip um, ef það virtist álitlegt með tilliti til kostnaðar og reksturs- möguleika. Togarar Ú. A. eru nú finnn talsins? Togarar Útgerðarfélagsins eru fimm að tölu en aðeins fjór ir í gangi. Hrímbakur, sem legið hefur í um það bil tvö ár, strand aði í vetur sem kunnugt er, í ofsaveðri, er sleit hann upp af legunni út hjá Krossanesi. Lenti skipið upp í fjönmni skammt innan við Sandgerðis- bót, og liggur þar enn. Skemmd ist skipið verulega, er það steytti á skerjum, sem á leið þess urðu. Ólíklegt er að skiþið verði tekið til viðgerðar, þótt unnt væri að ná því út. Hitt tel ég líklegra og æskilegra, að samkomulag náist við vátryggj endur skipsins um mat á skemmdunum og greiðslu bóta á þeim grundvelli. Hve lengi endast þessi gömlu skip? Það hefur verið hugmynd okkar í Ú. A., að reyna að halda togurunum við þannig að hver og einn þeirra næði 20 ára starfsaldri. Flokkunarviðgerðir fara fram á fjögurra ára fresti Amerísk bókmennta kynning á Akureyri og „Þjóðlagasöngur í amerísku þjóðlífi44 á hverju skipi og þrír af togur- unum hafa gegnumgengið svo- kallaða 16 ára klössun, sem gild ir til tvítugsaldursins. Fyrstur er Sléttbakur, og er hans tími útrunninn um n.k. áramót. Kaldbakur hefur lokið sínum tíma árið 1969 og Svalbakur 1970. Harðbakur einn á eftir 16 ára klössun, sem ætti að fara fram seint á þessu ári og endast samkvæmt því til ársins 1971. Ég vil í þessu sambandi geta þess að klössunartími er ekki alltaf bundinn við fjögur ár ná- kvæmlega. Ef skipin eru í all- góðu ástandi og hefur verið vel viðhaldið, er oft unnt að fá nokkra undanþágu til þess að láta þau ganga nokkrum mán- uðum lengur. Akureyri er sæmilegur út- gerðarsíaður, miðað við togara? Ég tel að fullsannað sé fyrir löngu, að togaraútgerð megi eins vel reka frá Akureyri eins og hverjum öðrum stað á land- inu, þrátt fyrir vantrú, sem áð- ur fyrr gerði vart við sig um það. Með þeirri aðstöðu, sem hér hefur verið byggð upp í sambandi við fiskvinnslu er lífs nauðsyn að reka héðan útgerð, og ég get ekki séð að þar sé um að ræða aðra veiðiaðferð en tog skip. Þegar ég segi lífsnauðsyn, á ég við það að starfsemi þessi sé bænum svo mikil lyftistöng atvinnulega séð, að hana megi ekki leggja niður meðan annað og betra kemur ekki í staðinn og meðan mannvirki félagsins verða ekki betur nýtt til ann- arra hluta. Það er öllum kunn- ugt hér í bæ, að bæjarfélagið hefur stutt dyggilega við bak félagsins, en þann stuðning hygg ég að bæjarfélagið fái end urgoldinn með fjölþættum við- skiptum félagsins hér í bænum og verðmætasköpun þeirri, sem þar fer fram. Vil ég aðeins í þessu sambandi geta þess, að vinnulaun greidd á sl. ári á sjó og landi nema alls rúmlega 50 millj. króna og er þá ekki talin sú vinna, sem liggur í alls kyns keyptri þjónustu annarra fyrir tækja, svo sem viðgerðarverk- stæða, bifreiða o. s. frv. Ekki liggja enn fyrir reikningar sl. árs, en búast má við að veru- legur halli hafi verið á rekstr- inum, enda varð hvorttveggja á árinu að kostnaðarliðir flestir hækkúðu verulega en söluverð á frystum fiski, sem er stærsti liðurinn í framleiðslu félagsins, lækkaði verulega. Hvenær fara togararnir a'ð landa heima? Ég vona að það birti til í þess um málum áður en langt líður og að okkur Akureyringum reynist unnt að halda við og endurnýja okkar togaraflota smá saman, þannig að ekki þurfi að verða samdráttur í þeirri starfsemi. Nú fer brátt að (Framhald á blaðsíðu 7) í DAG eru væntanlegir til Ak- ureyrar góðir gestir í boði ís- lenzk-ameríska félagsins, en það eru hjónin prof. Ward L. Miner, Ph. D. og kona hans prof. Thelma Smith Miner, Ph. D., en prófessor Miner er Fulbright-fyrirlesari í amerísk um fræðum við Háskóla íslands 1966—1967. Meðan þau hjónin dveljast hér á Akureyri munu þau flytja fyrirlestra á vegum íslenzk- ameríska félagsins fyrir félags- menn og gesti þeirra á fimmtu dagskvöldið 13. þ. m. kl. 8.30, en síðdegis í dag flytja þau erindi í Menntaskólanum. Erind in fjalla um ameríska skáld- sagnagerð frá lokum síðari (Framhald af blaðsíðu 1) og hrein eign nær 600 þús. kr. Niðu rstöðutölur f j árhagsáætl- unar yfirstandandi árs eru 660 þús. kr. — Skógarvörður er Ármann Dalmannsson. Fulltrúar á þessum skóg-, ræktarfélagsfundi voru 23. Töluverðar umræður urðu um skógræktarmálin almennt. Gest ir fundarins tóku verulegan þátt í umræðunum. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur Skógræktarfé- lags Eyfirðinga 1967 beinir þeim tilmælum til landbúnaðar og fjármálaráðherra, að þeir hlutist til um, að árlegur ríkis- styrkur til skógræktar verði verulega hækkaður, með því að hann hefur hvergi nærri fylgt eftir verðlags- og kauphækkun um undanfarinna ára.“ Félaginu barst myndarleg gjöf. Guðmundur Karl Péturs- son las upp bréf, þar sem Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga er boð- in að gjöf og til fullra umráða landspilda úr Helgárselslandi til skógræktar, gefin til minn- ingar um Ingólf heitinn Kristj- ánsson bónda á Jódísarstöðum. Óskað er eftir að væntanlegur skógur beri nafn hans. Gefend- ur eru- tvær systur Ingólfs, þær heimsstyrjaldar, en auk þess flytja þau þátt, sem þau nefna „Þjóðlagasöngur í amerísku þjóðlífi“. Hafa þau meðferðis segulbandsspólu með þjóðlaga- söng, sem þau munu kynna jafn óðum og lögin eru leikin af spólunni. Prof. Miner og frú Miner hlutu bæði doktorsnafnbót við University of Pennsylvania. Meðal ritverka sem þau hjónin hafa unnið að sameiginlega má nefna bókina „The Trans- Atlantic Migration: The Con- temporary American Novel in France“, gefið út af Duke University Press 1955. Dr. Miner og frú munu dvelja í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli í nokkra daga. Q Kristbjörg og Elín Kristjáns- dætur frá Jódísarstöðum, enn- fremur hjónin Rósa Árnadóttir og Sigurður Snæbjörnsson á Höskuldsstöðum. — Fundurinn þakkaði gjöfina. í stjórn Skógræktarfélags Ey firðinga voru endurkjörnir þeir Þorsteinn Daviðsson og Björn Þórðarson til þriggja ára. Aðrir stjórnarmenn eru: Guðmundur Karl Pétursson form., Ármann Dalmannsson, Steindór Stein- dórsson, séra Benjamín Kristj- ánsson og Haraldur Þóyarins- son. Skógræktarfélag Akureyrar bauð til kaffidrykkju og á eftir var sýnd kvikmynd sú, er gerð var í tilefni 100 ára afmælis józka Heiðafélaginu danska. Skógræktarfélag Eyfirðinga, sambandsfélög þess og uppeldis stöðin í Kjarnalandi við Akur- eyri verðskulda athygli borgar- anna. Einkum vill blaðið benda almenningi á það starf, sem unnið er í uppeldisstöðinni sjálfri. Þar er mikið land, sem er að verða vaxið hinum feg- ursta ungskógi. Einnig eru þar þroskamikil skjólbelti og í skjóli þeirra dafna plöntur þær, sem síðar verða væntanlega vöxtugleg tré, er bera því vitni í skógrækt, sem þörf er á. □ - Skógrækfarfélag Eyfirðinga Krisíján Hðlldórsson Stóru-Tjörnum ÞANN 14. marz sl. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur eyri Kristján úrsmiður Hall- dórsson Stórutjörnum 78 ára að aldri. Að Kristjáni standa merkar bændaættir. Halldór faðir hans var Bjarnason Krist- jánssonar. Móðir hans var Krist jana Kristjánsdóttir Ivristjáns- sonar Árnasonar Hóli í Kinn. Hún var systir þeirra Friðgeirs og Árna Finnsstaðabræðra, og Sigríðar konu Jónasar Hall- grímssonar frá Fremstafelli. Jónas og Sigríður fluttu til Ameríku um 1880. Bjarni Kristjánsson faðir Halldórs byrjaði búskap á Stóru tjörnum um 1860, og situr jörð ina til 1890. En þá tekur Hall- dór sonur hans við, og býr á Stórutjömum til 1930 er hann fellur frá. Síðan hafa börn þeirra Halldórs og Kristjönu búið á jörðinni. Það er því kom ið á annað hundrað ár, er sami ættleggur hefir setið Stóru- tjarnir. Þau Halldór og Kristjana eignuðust sjö börn: Sigurveigu Kristján og Bjarna, öll dáin. Eftir lifa: Sigurður, Kristbjörg, Hólmfríður og Aðalgeir, öll bú- sett á Stórutjörnum. Auk þess voru alin upp á Stórutjömum tvö fósturbörn, Guðríður Sigur geúsdóttir frá Arnstapa nú hús freyja á Stórutjörnum, gift Skúla Sigurðssyni frá Forna- stöðum, og Stefán Hannesson ættaður úr Reykjavík, hans kona Ásdís Jónsdóttir frá Fremstafelli. Eru þau búsett í Reykjavík. Ég get ekki stillt mig um það, að minnast á gamla konu, sem Stórutjarna- heimili tók að sér, og annaðist hana með ástúð og nærgætni. Hún hét Þorbjörg Benedikts- dóttir ættuð úr Eyjafirði. Hún var orðin blind hún Tobba gamla. Svro var hún kölluð í dag legu tali. En Tobba sat við rokk inn og spann. Mér fannst ævin- lega. einhver hlýja svífa yfir þessari gömlu konu. Ég vissi að hún fann og skyldi að hennar hlutskipti var gott. Hér hef ég dregið upp örlitla mynd af Stórutjarnaheimili. Úr þessu umhverfi var Kristján Halldórsson vaxinn. Kristján Halldórsson fór ung ur að árum úr föðurgarði. Hóf hann úrsmíðanám á Akureyri hjá Sigmundi Sigurðssyni úr- smið. Að námi loknu setti hann á stofn sitt eigið verkstæði, og stundaði úrsmíðar á Akureyri um áratugi. Hann var talinn mjög vel fær í sinni iðngrein. Enda var maðurinn frá náttúr- unnar hendi dverghagur. Eftir að Kristján fluttist heim í Stórutjarnir, gerði hann allmik ið að því að smíða stórar klukk ur, í líkingu við hinar svo- nefndu Borgundarhólmsklukk- ur. Er það allra dómur, að þess ar klukkur séu mikið listasmið. Oft munu bræður hans hafa lagt hönd á verkið með Kristj- áni, því allir eru þeir bræður listrænir í rneira lagi. Sama hvort unr málaralist eða tré- skurð er að ræða. Það er því ekkert undarlegt, að þegar mað ur athugar stofur og ganga í íbúðarhúsinu á Stórutjömum, að varla er til veggur, svo ekki sé þar listaverk eftir eitthvert Stórutjarnasystkinanna. Og í mörgum af þessum verkum, er svo mikil fegurð, að það er hressandi yndisauki að athuga þau vel. Kristján úrsmiðm- var fé- glöggur að eðlisfari. Hann kunni líka að fara með bað. Honum var ekki krónan föst í hendi, ef átti að fegra og bæta ættargarðinn. Ævi Kristjáns hefir ekki öll verið blómum stráð. Ástvinamissir og heilsu- leysi hafa þjáð hann. 1930 kvæntist Kristján ágæt- ustu konu Friðbjörgu Vigfús- dóttur frá Gullberastöðum í Borgarfirði. Eftir tveggja ára ástúðlegt hjóháband missir hann þessa góðu- konu. Ég hygg að Kristján hafi-aldrei náð sér að fullu eftir missi kpnu sinnar. Ég minnist þess, að nokkrum vikum eftir fráfall Friðbjargar, var ég staddur á Akureyri, og kom þá til Kristjáns eins og ég gerði oftast er ég var þar á ferð. Þá minntist hann á lífsförunaut inn sem var farinn. Og það var harmur í augum, og myrkur í sál. Ég gat lítið sagt. Og enn minna huggað. En svo lifði ég sjálfur upp það sama og hann. Þá skildi ég margt betur. Til minningar um konu sína gaf Kristján Akureyrarkirkju klukku, er slær á stundarfjórð- ungsfresti. Þetta var dýr og veg leg gjöf. Nú um alhnörg ár, hefir Kristján úrsmiður aldrei geng- ið heill til skógar. Hefir hann tekið út miklar þjáningar, og legið erfiðar sjúkrahúslegur. Er því ekki hægt að segja annað en hvíldin væri kærkomin og naúðsynleg. Þegai- litið er yfh- ævi og starf Kristjáns úrsmiðs, þá ligg ur rauður þráður gegnum allt hans líf. Það er ættargarðurinn, Stórutjarnir. » Þar elskaði hann hvei-n bala og hvert blóm. Hvern læk og hvern stein. Þetta voru hans bernskugull sem hann gat ekki annað en munað, og lifað fyrir. Simrar jólahátíðar gat hann ekki notið nema heima á Stóru- tjörnum. Hann gat ekki fundið jólin á •Akureyri. Þessi seið- andi, lokkandi heimþrá í föður og móður rann, þar sem barns- skónum var slitið, er virðingar- verður þáttur í lífi hvers manns, og sýnir mikinn trúleik við lífið. Þessi þrá til föður- túna, getur dofnað. En það er ekki til það afl, sem getur slitið þær heimataugar að fullu. Þótt Kristján úrsmiður lifði flest sín manndómsár á Akur- eyri, og nyti þar margs góðs, þá er það svo í raun og sann- leika, að hann fluttist aldrei frá Stóru-Tjörnum. Því fannst mér hljóma svo fallega hjá Kirkjukór Ljósa- vatnskirkju, er hann söng við jarðarför Kristjáns „Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína“. ) Kristján Halldórsson var jarð- sunginn 29. marz s. 1. í heima- grafreit á Stóru-Tjörnum. Systkinum og fóstursystkin- um hins látna sendi ég hlýja kveðju. 30. marz 1967. Sig. Geirfinnsson. ( Þormunda Guðmundsdótfir Fædd 1. sept. 1905 - Dáin 26. marz 1967 LÍTIL KYEÐJA MÉR barst andlátsfregn þín að morgni hins 26. marz sl. En þá var páskadagsmorgun. Sigur- hátíð er við minnumst þess er Jesús Kristur sigraði dauðann og gaf okkur méð sínum dauða eilíft líf. Mér fannst sem í mér hefði brostið strengur. Eftir stutta þögn í þökk og trú á æðra lif eftir dauðann reikaði hugurinn. Ertu horfin okkur sýn elsku hjartkær frænka mín. Þó að harmur hylji sýn og hugurinn ei skilji þá verði guðs vilji. {Te* Okkar kynnum bar fyrst sam an vorið 1953 er ég flutti að Spítalavegi 19, en þá var heim- ili þitt að Spítalavegi 9. Það var með dálítið sérstæðum hætti að kynni okkar urðu trygg og góð. Þegar fjölskylda min flutti á syðri brekkuna voru drengimir mínir 3 og 5 ára og elztir barn- anna. En þar sem ég var með ungbarn og bundin yfir urðu þeir oft að fara í innkaupaferðir fyrir mig og var þá oft þungt í litlum höndum. Þeir sögðu mér oft að þeir væru ekki lúnir því það væri góð kona sem bæri fyrir þá og þeir mættu henni oft. Er ég spurði hvar hún ætti heima vissu þeir það ekki, að- eins að hún bæri fyrir þá heim- undir hús og gæfi þeim oft ýmis legt og héti aðeins góð kona. Þannig áður en við þekktumst nokkuð hafðir þú tryggt þér einlæga vináttu mína. Það var sama hver átti í hlut og hver átti litlu höndina sem var leidd og studd, byrðin gjörð létt og gatan stutt. Nokkru seinna vissi ég hver það var sem leiddi bömin mín og hlúði að þeirn. Eftir það fór fundum okkar að bera saman við og við, og með innilegt þakk læti í huga hefi ég alltaf verið í návist þinni. Inn á heimili þitt var yndislegt að koma, þar ríkti góðvild, öryggi og festa, einlæg gleði ásamt einstakri umgengni og hreinleika. Þið hjónin kunn uð að meta hvort annað að vex-ð leikum og góðvild ykkar var mér óbrigðul. Það er margs að minnast og margs að sakna og fegux-stu minningai-nar vei-ða aldrei skrif aðar, þær eru mér of dýrmætar til þess, þær geymi ég í hug og hjarta. •, Söknuður ríkir nú meðal ætt ingja og vina er þú varst kölluð svo skjótt til æðri verka hinu- megin. Ég og bömin mín þökk- um þér allt kært kæra fi-ænka mín. Megi guðs hönd leiða þig. Aftur seinna hittumst við. Ég sendi eiginmarmi þínum, börnum og fjölskyldum þeirx-a innilegustu samúðarkveðjur. Akureyri 9. apríl 1 K. S. - KJÖRSKRÁIN (Framhald af blaðsíðu 8) kjósendum fjölgað um 369. Ái-ið 1963 voru þeir 5.799 en eru nú 6.168. í Suðurlandskjördæmi ei-u kjósendur nú 9.546 en voru árið 1963 8.853. Hefur því fjölgað þar á kjörskrá um 693. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.