Dagur - 05.05.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 05.05.1967, Blaðsíða 4
4 S Skriíslofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HVAÐ ÞARF TIL ÞESS, AÐ ÞEIR ROÐNI? NÚVERANDI fjarmálaráðherra, Magnús Jónsson, flutti nýlega ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins suð- ur í Reykjavík. Völdum kafla úr þeirri ræðu hefur verið dreift út hér. Þar stendur m. a.: „Á þessu tíma- bili hefur það ger/.t, sem sérstök ástæða er til að gleðjast yfir, að efna- hagskerfið hefur þróazt mjög í þá átt, sem við (þ. e. Sjálfstæðismenn) höfum ætíð talið liappasælast að stefna í, og í annan stað, að fengin er ótvíræð staðfesting og reynsla fyrir því, að rétt er stefnt í meginefn- um-----. Ég er þeirrar skoðunar, að Sjálfstæðismenn geti KINNROÐA- LAUST gengið fram fyrir dóm þjóð- arinnar.“ „Sá er svalur“, segja unglingarnir stundum á máli atomaldar. Magnús veit, livað liann og aðrir viðreisnar- menn sögðust ætla að gera í ársbyrj- un 1960. Þeir ætluðu að koma á stöð- ugu verðlagi og festa verðgildi krón- unnar. Til þess sögðu þeir, að við- reisnarráðstafanirnar væru gerðar. Þeir ætluðu að tryggja atvinnuveg- unum traustan rekstrargrundvöll. Svo ætluðu þeir að spara fé ríkis- sjóðs. Spamaðarloforðin 59, sem fyrr verandi og núverandi fjármálaráð- herra stóðu að fyrst og fremst, urðu landsfræg. En hvemig er nú komið? Vísitala framfærslukostnaðar hefur hækkað um helming, þ<) að vömverð sé á þessu ári greitt niður með 700— 800 milljónum og húsnæðiskostnað- urinn talinn rúmlega 1000 kr. á mán uði. Verðgildi krónunnar hefur hrap að svo mjög, að stjórnin sér sig neydda til að lýsa yfir fyrir kosning- ar, að hún stefni ekki að gengislækk- un. Útflutningsuppbótakerfið færist í aukana. Hver ber sér nú í munn, að rekstrargrundvöllur atvinnuveganna sé traustur í dag? Er ekki verið að stöðva síldarflotann nú um sinn? Ríkisútgjöld og álögur á þjóðina em komin upp í 5000 milljónir sam- kvæmt fjárlögum en voru innan við 900 milljómr, þegar núverandi stjórn . arflokkar tóku við. Tollvörum er hrúgað inn í landið, svo að innlend- ur iðnaður riðar til falls af því að fjármálaráðherrann vantar peninga í verðbólguhítina. Það getur kannske gengið á þessu ári, en hvað svo? Hvað verður í gjaldeyrisvarasjóðnum um næstu áramót, ef afla- og markaðs- góðærið breytist í venjulegt ár? En fjármálaráðherra landsins bið- ur menn að „gleðjast“ yfir því sem skeð hefur á „þessu tímabili“. Er það ekki til of mikils mælzt, t. d. fyrir þá, sem verða að binda báta og loka vinnustöðum? Hann ,segir, að á (Framhald á blaðsíðu 7) 80 ára Stöndmn á verðinum Hannes Krisfjánsson Víðigerði STUTT AFMÆLISSPJALL HANNES KRISTJÁNSSON er fæddur í Víðigerði í Hrafnagils hreppi 28. apríl 1887. Foreldrar hans Kristján Hannesson og Hólmfríður Kristjánsdóttir Ás- mundssonar voru þá búandi hjón í Víðigerði, búin miklum mannkostum enda af góðum bændaættum bæði úr Þingeyj- ar- og Húnavatnssýslum. Á þeim tímum var ekki auðgert fátæklingum að útvega sér góðr ar staðfestu til búskapar, enda var Víðigerði þá að sögn kunn- ugra mesta örreytis kotbýli, illa byggt að húsum og túnið ekki stærra en fóður fengist handa tveimur kúm. Utan túns voru hins vegar allgóðir móar og mýrarsund, ekki ógrösugt, sem biðu sins tíma. Með sparsemi, nýtni og ein- stakri elju, tókst þó þrátt fyrir örðugt árferði, að ala upp fjög- ur mannvænleg börn þeirra og koma til andlegs og líkamlegs þroska, enda orðið góðir og dug andi þjóðfélagsþegnar. Eiztur þessa barna er Hannes, sem bóndi hefir verið í Víði- gerði um hálfrar aldrar skeið, en hann tók við jörðinni eftir að foreldrar hans hættu bú- skap. Eins og algengt var í þá daga, unnu börnin heima og heiman, þar til þau hófu sitt sjálfstæða lífsstarf. Þegar Hann es. Kristjánsson hóf búskap hafði hann lokið gagnfræða- prófi frá Akureyrarskóla. Eins og aðrir hinna svonefndu alda- móta- og ungmennafélaga- manna þeirra tíma, hafði hann brennandi áhuga fyrir sköpun nýrra tíma, nýrra átaka. Gera að veruleika þann hugsjóna- neista, sem þegar var vaknaður. Hefjast handa til hagsmuna fyr ir bændastéttina og allan al- Laugum 5. maí. Flestum mun þykja, að með sumarkomunni hafi brugðið til hins verra með veðráttuna. En síðustu daga vetrarins var hiti mikill og leys ing, svo að ár flæddu yfir bakka sína kolmórauðar. Þótt sólfar sé flesta daga er loftkuldi svo mikill, að nær engu munar á fönnum og gróður lifnar ekki. Það er óskandi að vel vori. Hey fengur bænda mun vera með minnsta móti eftir óhagstætt sumar og harðan vetur. Sólskinsblettir á sína vísu hafa orðið við komu góðra gesta hér í sveit. Þeir voru Leikfélag" Húsavíkur, sem sýndi Lukku- riddarann á Breiðumýri og leikflokkur úr Mývatnssveit, sem sýndi skopleikinn Leir- hausinn eftir Þorgrím Starra á gamansaman hátt og ekki án ádeilu. Hvor tveggja sýningin var merkisatburður, hin fyrri sökum þess að þar var tekinn til meðferðar einn af þekktustu höfundum leikbókmenntanna, menning til aukinnar og bættr- ar afkomu efnalega og menn- ingarlega. Hannesi var ljóst eins og fleir um, að hver einn orkaði ekki stórræðum, en sameiginlega mikið. Sá hann fljótt að kaup- félögin og samvinnustefnan var sú undirstaða sem byggja varð á ef um árangursríkar umbæt- ur ætti að vera að ræða. Enda var Hannes langt árabil deildar stjóri Harfnagilsdeildar KEA. Auk þess að vera í hreppsnefnd árum saman, var hann kjörinn til fjölda starfa fyrir sveit sína, sem ekki verða hér talin, enda var Hannes vel til slíkra starfa fallinn vegna gætni, trú- mennsku og trausts fylgis þess er til framfara horfði. Jörðin Víðigerði ber líka glöggt vitni eins og hún er þeg- ar Hannes hættir búskap fyrir nokkrum árum hver þar hefði á haldið, méð stórfelldi'i ræktun og byggingum yfir fólk og allan búpening. Sérstakt gleöiefni veit ég líka að Hannesi er, að enginn afturför mun þar verða í því efni í höndum sonar hans. Hins er þá líka að geta, að vin- ur minn Hannes hefir ekki ver-. ið einn að verki, hans góða og dugmikla kona Laufey Jóhann- esdóttir á sinn hluta af árang- ursríku ævistarfi, og böm þeirra fjögur, meðan þau dvöldu í föðurgarði. Svo að lokum kæri vinur vil ég þakka þér allar samveru stundir og samvinnustundir um langt árabil. Þakka heilræði þín og órofa vináttu mér og mínum til handa. Einlægar hamingju- óskir færi ég þér á þessum tíma mótutn ævi þinnar, svo og konu þinni og börnum. hin síðari sökum þess, að þar kom fram frumsamið verk frá hendi heimamanns í Mývatns- sveit. Mun það verk fyllilega standast samanburð við ýmis- legt, sem fjölmiðlunartækin bera á borð fyrir almenning. G. G. MERKJA- OG BÓKA- SALA UNGLINGA- REGLU I.O.G.T. KYNNINGAR- og fjáröflunar- dagur bamastúknanna er á sunnudaginn. Þá verða boðin til sölu merki og barnabókin „Vorblómið". Hún kemur nú út í fjórða sinn og eru í henni bamasögur og skemmtileg ævin týri. Hér í bænum eru starfandi þrjár bamastúkur. Þess er vænzt að bæjarbúar taki sölu- börnunum vel eins og jafnan áður. □ Guðríður Eiríksdóttir sagði í upphafi máls síns, að það hlyti að vera skylda allra kjósenda við sjálfa sig' og lýðræðið í land inu að íhuga vandlega, hvaða afstaða skuli tekin til þeirra málefna, sem efst væru á baugi með þjóðinni. Þetta ætti ekki sízt við þann hóp, sem nú gengi að kjörborðinu í fyrsta sinn. íhugun þessara mála væri þó ekki alltaf sérlega auðveld,. því að margir stjórnmálaflokkar feldu sín raunverulegu mark- mið með orðskrúði, rósamáli og hugtakaruglingi. Guðríður kvaðst vilja styðja þann flokk, sem hún treysti bezt til að standa vörð um and- Guðríður Eiríksdólíir. legt sjálfstæði þjóðarinnar, en sjálfstæðið yrði ekki tryggt nema með sannri menntun allra landsins barna og jafnvægi í byggð landsins. Þá minnti hún á söguna um það, er Norðlend- ingar undir forystu Einars Þver æings neituðu á öldum áður að láta Grímsey af hendi við Nor- egskonung. Enn væri svo kom- ið, að erlent vald bæði um hlunnindi, að þessu sinni afl fall vatnanna og íslenzkar hendur til að mala fyrir sig gull. Við óskuðum þess og bæðum, að gerðir samningar við erlenda auðhringa yrðu ekki sá litli- fingur, sem höndin öll síðan fylgdi, og léttara yrði mörgum um hjartáð, ef íslendingar gætu sjálfir reist sín orkuver og mið að þáu meira við eigin þarfir. Því væri borið við, að til slíks skorti þjóðina fjárhagslegt bol- magn. Þessu væri þó erfitt að trúa, sagði Guðríður, því að sú þjóð, sem árlega eyddi stórfé í áfengi og skemmtanir svo og óþarfan innflutning hlyti að eiga næga peninga til stórfram kvæmda. íslenzku þjóðinni hef ur ekki tekizt að halda áttum í för sinni til fyrirhéitna landsins, sagði Guðríður Eiríksdóttir, — þangað sem enginn líður neyð og enginn malar gull sjálfum sér og öðrum til ófarnaðar unz skipið sekkur. Þess í stað hefði verið dansað í kring um gull- kálfinn. Hér þyrfti hugarfars- breyting að koma til. Þá vék ungfrú Guðríður að því, að dreifbýlið hérlendis berðist nú víðast hvar fyrir lífi sínu. Sú barátta yrði þó enn erfiðari, þegar Búrfellsvirkjun risi og álbræðslan í Straumsvík, sem hvort tveggja drægi til sín fólk og fé hvaðanæfa af land- inu. Við þetta allt bættist svo það, að höfuðatvinnuvegir þjóð arinnar ættu nú allir við sívax- andi erfiðleika að stríða, þar eð ríkisstjórnin fengi engan veg- inn ráðið við verðbólgudraug- inn. Að lokum sagði Guðríður Eiríksdóttir, að ljóst væri, að. stefna ríkisstjórnarinnar í garð dreifbýlisins, svo og stefna henn ar í efnahagsmálum væri stór- lega varhugaverð, og sama væri H. G. Leikflokkar sýna í Reykjadal Ágætir fundir Framsóknarmanna að segja um störf hennar í mennta- og heilbrigðismálum. Því yrði nú að breyta til, og eina leiðin til þess væri að styðja Framsóknarflokkinn. Biðraðir í bönkiiimm Sigurður Jóliannesson, verzl- unarmaður, talaði næstur. í upp hafi máls síns vitnaði hann í ályktun 14. flokksþings Fram- sóknarmanna, sem haldið var í marz sl., þar sem segir, að taka verði upp skipulega stjórn á fjárfestingarmálum þjóðarinn- ar undir forystu ríkisvaldsins í samstarfi við fulltrúa samtaka atvinnulífsins. Jafnframt eigi að vinna eftir áætlunum, sem tryggi að mikilvægustu fram- kvæmdir sitji í fyrirrúmi, en megináherzla verði þó lögð á skipulega uppbyggingu atvinnu lífsins og byggingu nauðsynlegs íbúðanhúsnæðis. Eftir að þessi ályktun hefði komið fram, hefðu andstæðingar Framsókn- arflokksins rekið upp mikið her óp, talið þetta haftastefnu. Slíkt væri þó hin mesta firra, með ályktuninni væri aðeins sagt, að skipuleggja ætti framkvæmda- þol þjóðarbúsins. Síðan vitnaði Sigurður í orð Gylfa Þ. Gísla- sonar frá 1953 um það, að hafta- og skömmtunarkerfið hér á landi hefði verið verk Sjálf- stæðisflokksins, enda hefði sá flokkur ætíð viljað nota höft, þegar hann gæti grætt á þeim. Benti Sigurður síðan á, að höft þau, er Sjálfstæðisflokkurinn legði nú á, birtust í lánsfjár- skorti, enda væru biðraðirnar nú við dyr bankastjóranna ekki minni en á árum áður við vefn aðarvöruverzlanir eða smjör- - ’ jP *V i •í U p hækkun kaupmáttar í nágranna löndunum og vaxandi þjóðar- tekjur. í staðinn hefði hér kom ið sífellt lengri vinnudagur. Auðvitað yrði líka að búa þann ig að atvinnuvegunum, að þeir gætu borgað hærra kaup, en það hefði stjómin ekki gert. Nú væri mikil nauðsyn að koma á fót hagstofnun á vegum laun- þegasamtakanna, þannig að þau samtök hefðu nægilegar upp- lýsingar í höndunum í samskipt um við ríkisvald og atvinnu- rekendur. Þannig mætti leið- rétta mikinn misskilning. Að lokum sagði Sigurður, að núverandi ríkisstjórn hefði aug ljóslega ekki tekizt að stjórna þjóðarbúskapnum á viðunandi hátt. Hins vegar væri stefna Framsóknarflokksins raunhæf- ari og heppilegri leið til að veita frjálshuga og stórhuga þjóðfé- lagi möguleika til að ná þeim menningarlega þroská og því efnahagslega sjálfstæði, sem þjóðinni væri samboðið. Verndum samvinnu- samtökin Stefán Valgeirsson, bóndi í Auðbrekku, tók næstur til máls. Hann vék fyrst að því, að nú- verandi ríkisstjóm hefði tekizt að villa um fyrir fjöldanum og koma á deilum milli stétta, enda hefði slíkt oft verið auðvelt vei'k. Jafnvel hefði tekizt að koma á deilum innan einstakra stétta, t. d. bændastéttarinnar. Stefán spurði, hvort bændur hefðu reynslu af því, að betur gengi að koma hagsmunamál- um þeirra fram, þagar þeir væru innbyrðis sundraðir. Og hvort það væri vænlegri leið þegar til lengdar léti til að h'yggja neytendum góðar og ódýrar landbúnaðarvörur að þrengja hag bændastéttarinnar svo, að hún gæti ekki tekið fyllstu tækni í sína þjónustu. Jafnframt spurði hann, hvort ekki hlytu að fara saman hags- munir bænda og launfólks í bæjunum. Vék Stefán síðan i beinu framhaldi að því, hvort hagur sjómanna og iðnaðar- manna hefði kannski vænkazt eitthvað við það að kjör bænda væru skert. Svo væri ekki. Eng in af fjölmennustu stéttunum í landinu, sem öllu gætu ráðið, ef þær stæðu $aman, hefði haft HÉR BIRTIST ÚTDRÁTTUR úr ræðum Guðríðar Eiríksdóttur, Sigurðar Jóhannessonar, Stefáns Valgeirssonar og Ingvars Gísla- sonar á kosningafundununi á Húsavík og Akureyri á föstudag og laugardag í sl. viku, en áður hafa birzt í blaðinu útdrættir úr ræðum Eysteins Jónssonar, Jónasar Jónssonar, Björns Teitssonar. neinn hag af þessu. Við skulum þess vegna, sagði Stefán Valgeirsson, láta þaö. vera liðna tíð að fjármagnið deili og drottni. Þeir, sem vilja áfram hafa fjármagnið í hásæt- inu, eiga að kjósa „viðreisnar“ flokkana, og skiptir ekki máli hvorn flokkinn. Þeir sem hins vegar vilja hafa manngildið í hásætinu og vilja að stjórnað sé með því viðhorfi, að nýta beri auðlindir lands og sjávar með hag allra landsins barna fyrir augum, í trú á landið og þjóðina; þeir hljóta að kjósa Framsóknarf lokkinn. Stefán kom nú að því, að að- eins þrjár þjóðir í veröldinni hefðu meiri verðmætaöflun á Stefán Valgeirsson. íbúa. Þess vegna væri fjarstæða að tala um óhæfilega hátt kaup gjald. Landið væri heldur ekki neitt sérstaklega harðbýlt. Samt hefðu búreikningar 1965 sannað, að bændur byggju að- (Framhald á blaðsíðu 7) Lækka verður liús- næðiskostnaðinn Ingvar Gíslason lagði ríka áherzlu á það í ræðu sinni, að kosningarnar í vor hljóti um- fram allt að snúast um störf og viðskilnað núverandi ríkis- stjórnar. Sá viðskilnaður væri slíkur, að þrátt fyrir langt og samfellt góðæristímabil og betra markaðsverð á afurðum okkar en dæmi eru til í allri landssögunni, ættu allir höfuð- atvinnuvegir þjóðarinnar í vök að verjast og framtíð þeirra væri í algerri óvissu nema breytt verði um stefnu. Orð og efndir „viðreisnar“- manna. Þetta ástand er í fullkominni mótsögn við orð og yfirlýsingar stjórnarflokkanna, þegar þeir settust að völdum, en dómur- inn um viðskilnað ríkisstjórnar innar hlýtur að verða reistur á samanburði á orðum hennar í upphafi valdaferils hennar og því ástandi, sem nú ríkir í efna hags- og fjármálum. Sá saman- burður sýnir, að ríkisstjóminni hefur misheppnazt forsjá lands mála. Það, sem ríkisstjómin Ingvar Gíslason. þóttist vilja lagfæra, hefur hún sízt lagað, heldur magnað og fært úr lagi. Um þennan við- skilnað snúast kosningarnar í vor. Kjósendur ráða því, hvort breyting verður á stjórnarfari landsins. Á kjördaginn verður úr því skorið, hvernig kjósend- ur nota vald sitt til þess að hafa' áhrif á landsstjórnina næsta ár. Við Framsóknarmenn treyst- um dómgreind kjósenda og væntum mikils stuðnings í kosn ingunum í vor. Að þessu sinni er valið auðvelt. Yfirborðsvelmegun. Það villir e. t. v. einhverjum. sýn um hið rétta ástand efna- hags- og atvinnumála, að pen- ingaveltan hefur verið mikil undanfarin ár og skapað vel- megun á ytra borði, þótt sjálf undirstaðan sé holgrafin. Yfir- borðsvelmegun er eitt af ein- kennum síðustu ára samfara fá heyrðri óstjórn í efnahags- og fjármálum. Fjálrm álasiðgæðið (Framhald á blaðsíðu 7) Hinir ungu erfa lan dið Sigurður Jóhanncsson. sölur. Aðeins 54% lánshæfra íbúða fengju nú lán frá Hús- næðismálastjórn. Reyndar væri athyglisvert að sjá hvernig þau skiptust eftir stöðum á landinu: Reykjavík og Kópavogur fengu 1966 afgreidd um 67% af lánshæfum umsóknum, Hafnar- fjörður um 44%, Akureyri um 33%, Húsavík urn 25%, Hella á Rangárvöllum 100%. Jafnframt þessari mismunun hefði svo ríkisstjórnin leyft alls konar ævintýramönnum að fá nær ótakmarkað fé í lánastofn- unum, ef þeir aðeins hefðu haft réttan pólitískan lit. Síðan héfðu ævintýramennimir orðið gjaldþrota og bankamir setið uppi með tapið. Sigurður Jóhannesson sagði, að Framsóknarmenn vildu tryggja launþegum réttláta hlut deild í þjóðartekjunum, og þetta yrði gert með óskoruðum samningsrétti allra launþega. Hins vegar væri staðreynd, að kaupmáttur tímakaups hefði ekki vaxið frá 1959, þrátt fyrir GEORGE BRANDES, einn af snjöllustu niönnum síns tíma, sagði í aldamótartcðu suður í Kaupmannahöfn: Unt öldina, sern nú er að rerina upp, viturn við aðeins eitt með vissu: Að á þessari öld munum við öll deyja. Með þessum orðtim flutti hann, á hinu kaldranalega riiáli raun- sæisstefnunnar, boðskapinn um endurnýjun lífsins og hina ungu, sent erfa land feðra sinna og mæðra. Með þessi orð í huga fletti ég upp í októberheíti ísl. hagtíð- indanna frá sl. ári og leit yfir sundurliðun þjóðskrárinnar eft- ir aldursflokkum, miðað við bráðabirgðatölur f. des. 1965. Mannfjöldinn í landinu var samkvæmt þessuni tölttm rúml. 193.þús. (193.184), en endanleg tala var raunar heldur hærri af því að nóvembertölur um barns- fæðingar vantaði. Sundurlið- unin, sem ég nefndi, var miðuð við bráðabirgðatölurnar, og samkv. þeirn voru 1. des. 1965: Yngri en fertugir 133,342 Yngri en þrítugir 109,951 Yngri en tvítugir 84,025 Yngri en 10 ára 45,392. Yngri en 25 ára var rúmlega helmingur landsmanna, miðað við bráðabirgðatölurnar 1. des. 1965. Börn og ungliiigar yngri en 15 ára voru nál. 66 þús. A þessu rná sjá, að aldursflokk arnir innan við fertugt eru fjöl- mennir og þó einkum hinir yngstu.'E. t. v. er það af þessurn ástæðum, sem mörgum eldri mönnum hefur fundizt eðlilegt að færa niður kosningaaldurinn, t. d. niður í 18 ár og a. m. k. niður í 20 ár. En svo kemur það i Ijós við ópólitískar atkvæða- greiðslur meðal fólks innan við eða um tvítugt, t. d. í Mennta- skólanum á Akureyri, að meiri- hluti unga fólksins, sem í hlut á, kærir sig ekki um þessa „réttar- bót“. Það virðist vilja fá frest til að stunda nám og hugsa sig um áður en það tekur afstöðu til stjórnmála. Hvað sem jiessu líður, er það víst, að fyrir 84 jjús undir barna og ungmenna inn- an við tvítugt í þessu landi, er ]>að annað, sem meira máli skipt ir: Að eftir þeim sé munað yfir- leitt og þeirra framtíð, jjegar liig eru sett og landi stjórnað. Á jjessu vori fara frani kosn- ingar til Aljaingis. A slíku vori er hugsað, rætt og deilt um þjóð mál meira en almennt gerist. Þeim þjóðmálum, sem til um- ræðu verða næstu vikur, má skipta í tvennt. Þegar svona stendur á, er venjulega mest rætt um jrað, sem kalla mætti dægurmál — mál, sem miklu skiptir í svip, hverni leyst verða, eða eru til þess fallin að hita mönnum í hamsi. En yfir dægur málin, jrótt oft séu mikilsverð, gnæíir hin mikla spurning, sem ef vel væri, ætti að vera öllutn þeint efst í huga, sem komnir eru til íulls þroska: Hvernig viljunr við að umhorfs verði í landinu, þegar hinir fertugu, þrítugu, tvítugu og þaðan af yngri, verða þar alls ráðandi eða liefja lífsstarf sitt og gerast for- sjá þeirra, sem nú eru ófæddir? Það er án efa áhugamál margra þeirra, sem nú er'u komn ir á miðjan aldur eða efri ár, að eignast og skila af sér til af- komenda fjármunum, föstum og lausum, fögrum heimilum og lífs jrægindum af ýmsu tagi. En fyrir j)á, sent eiga að erfa landið, skiptir J)ó mestu, að j)eir hljóti þann arf óskertan, þegar til kemur. Það er væntanlega ])ess vegna, sem við íslendingar leggjum áherzlu á að vera stjórn arfarslegá, menningarlega og efnahagslega sjálfstæð j)jóð. Því veldur nú stórborgarjrró- un undanfarinna áratuga, að sú hætta vofir yfir, að til beggja vona geti brugðið um jiennan þjóðararf, er tímar líða — að svo gcti farið, að íbúar byggðar- laga og landshluta hrekist eða sogist frá staðfestu sinni, unz hcr verður lítil eða engin lands- byggð, er því nafni niegi nefna, utan borgarmúra, en auðsætt verður þá, hvert stefnir, og skal eigi fjölyrt um í ])ctta sinn. Á okkur Norðlendingum hvíl- ir sú skylda, að hafa forystu um J)ær ráðstafanir, sem gera þarf, til að stuðla að því, að hinir ungu erfi land í byggð. Hvers vegna? Vegna jiess, að hér er meira afl til slíkrar forystu en í öðrum landshlutum. Og vegna j>ess að hér höfum við vissulega „nokkuð að verja". Hér hafa orðið miklar framfarir, jiótt enn hrökkvi ])ær of skammt, og hér eru ntiklir framtíðarmöguleikar af ýmsu tagi. Vera má, að mín kynslóð og jteirra, sem nú eru á svipuðu aldursskeiði hafi ekki nógu almennt verið nógu djörf í Jteirri forystu, sent hér ltefir ver ið þörf á í seinni tíð, ef Norður land á ekki að bera skarðan hlut frá borði, og þar með aðrir landshlutar, sem mega sín minna. Því ber að fagna, er yngri kynslóð og yngri forystu- menn, sem komizt liafa til jtroska með hættuna yfir liöfði sér eða sinna, gerast ráðandi um meðferð mála og sýnás't líklegir til góðrar lramgöngu á þcssu sviði. Til að knýja frarii verndun og eílingu landsbyggðar })arf sterkt þólitískt afl. Vegna upp- runa síns og þjóðlegra viðhorfa er Framsóknarflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn, sem nú er reiðubúinn til að beina afli sínu að þessu viðfangsefni, og ein- mitt héðan Jiarf honum að koma vaxandi styrkur til átaka í því sambandi. Þannig getur sú norð lenzka forysta bezt notið sín, sem hér er um rætt. Einnig í öðr um flokkum er liðs áð vænta í Jtessu máli, en því aðcins, að nógu sterkt pólitískt afl og for- ganga sé til staðar í Framsóknar flokknum, og J)á fyrst og fremst hér á Norðurlandi. Að öllum ó löstuðum, er hér um staðreynd að ræða, sem Jtarflegt er, að þeir geri sér grein fyrir, sem í ein- lægni láta sér annt um eflingu og framtíð norðlenzkra hyggða. Því réðu ill örlög, að hafnað var sameiginlegri kröfu Norð- lendinga og Austfirðinga um stórvirkjun norðan íjalla um Jtessar mundir, og nú er verið að setja í gang hina nýju sogdælu syðra, álverksmiðjuna miklu í Straumsvík. Jafnframt er á því ymprað af ráðamönnum, að „sú komi tíð“, að litið verði í náð til fólksins og fallvatnanna hér, jafnvel, að „AIusviss" eða annað slíkt máttarvald kunni, við nán- ari athugun, að telja J)að borga sig, sem áður Jiótti ófært fyrir kostnaðar sakir. Slíkt spjall mun um við nú í bili láta kyrrt liggja. En ekki verður til lengdar við Jiað unað, að raforku skorti til almenningsnota hér í Jiessum landshluta eða að viðunandi raf væðing sveita, sem útundan hafi orðið, dragist á langinn ár eftir ár án Jiess, að vitað sé, hvers vænta má og hvenær. Víða standa hér hafnir ófullgerðar og svipað má segja um flugvelli. Til Jiess að alfaravegir hér svari til umferðar þarf mikið fjár- magn til að koma. Nauðsynleg norðlenzk skólamannvirki þurfa að komast lengra cn á pappírinn og frá byggðajafnvægissjónar- miði séð má J)að teljast ganga hneyksli næst, að þjóðfélagið láti íbúðaskort í ýmsum norð- lenzkum bæjum og þorpum, hindra búsetu Jieirra, er hér vilja vera áfram eða - hingað koma. Ríkisbákninu þarf að dreifa við hæfi hingað og í aðra landshluta. Með Jietta í huga J)arf að gera gangskör að því að treysta undirstöðu norðlenzkrar framtíðar, enda þótt fleira en hér er nefnt, Jiurfi samtímis og síðar til að koma á sviði atvinnu lífsins, og komi án efa, þegar byggðajafnvægis- eða byggðajnó unarlöggjöf verður sett og fram- kvæmd í alvöru. í sambandi við verndun og etl- ingu landsbyggðar er við ramm- an reip að draga. Allt tekur sinn tíma. Þeir, sem fjallað hafa já- kvætt um Jietta mál í ræðu og riti undanfarin ár, hafa án efa gert það í þeim tilgangi ekki sízt, að eiga þátt í ])ví að vekja og efla áliuga unga fólksins. Þaö verður undir hinum fjölmennu ungu kynslóðum komið, hversu til tekst um þetta efni og önnur slík á þeint umbrotatímum, sent nú eru og í hönd íara. GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.