Dagur - 31.05.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 31.05.1967, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. VERRI KOSTURINN TALSMENN ríkisstjónrarinnar hafa valið sér verri kostinn í þeirri kosningabaráttu, sem nú stendur yfir. I»eir bera það blákalt fram, að atvinnuvegir landsmanna séu í blóma, enda hafi „viðreisnin“ skaj)- að þeim bjargtraustan grundvöll til langrar frambúðar. Betra liefði það verið fyrir stjórnina og fyrir þjóðina, ef að ríkisstjómin hefði viðurkennt ástandið, eins og það nú er, undan- bragðalaust, en jafnframt lofað bót og betrun í því, sem mest hefur verið áfátt. En það sem stjómarflokkun- um hefur mistekizt í átta ár, er von- lítið að þeir geri hér eftir, þ. e. að treysta svo aðstöðu atvinnuveganna, að Jjeir standi föstum fótum og séu þeir hymingarsteinar í efnahagslífi landsmanna, sem þeir eiga að vera. Ekkert væri ánægjulegra, en að full- yrðingar stjómarflokkanna um efna- hagsmálin væru á rökum reistar. En forystumenn allra lielztu atvinnu- vega landsins hafa hvað eftir annað hvatt sér hljóðs á opinberum vett- vangi, og varað við því hættuástandi, sem þegar ógnar atvinnuvegum landsmanna. Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna var glögglega lýst ástandinu í fiskiðnaðinum. Floti minni fiskibáta hefur dregizt saman, enda ekki lengur talið gerlegt að gera slíka báta út án enn aukinna uppbóta. Síldarbátamir eru stolt rík- isstjórnarinnar. En einnig þeirra rekstrargrundvöllur virðist brostinn og setti stjómin þá í einskonar veiði- bann í maímánuði. Aðeins fáir tog- arar em eftir af 48 togurum lands- manna og eru þeir gerðir út með harmkvælum. Það er von að stjómar- flokkarnir séu hreyknir af frammi- stöðu sinni. Iðnaðurinn hefur verið lamaður með gegndarlausum innflutningi, til að þóknast innflytjendum. Þótt Jó- han Hafstein flytji langar ræður um öra og markvissa iðnþróun hafa iðn- rekendur allt aðra sögu að segja, enda vita þeir hvar skórinn krepjnr, svo og fólkið sem verið er að segja upj) hjá iðnfyrirtækjum. Ráðherrar stjómarílokkanna vita, að hvað lítið sem út af ber nú, verð- ur að grípa til sparnaðaraðgerða í meðferð gjaldeyris. Þó bera þeir það blákalt fram, að nú sé kosið um frelsi og höft, vitandi, að þeir kunna sjálf- ir engin ráð önnur en skömmtunar- skrifstofur og úthlutunarnefndir, enda oftar en aðrir sett slíkar stofn- anir á laggirnar og stjórnað þeim. Þjóðin á heimtingu á að fá að vita hið rétta í efnahags- og atvinnumál- um. Hún þolir að horfast í augu við staðreyndir og metur það, að undan- bragðalaust sé frá því skýrt. Bæta verður unglinganna Rætt við GUÐRÍÐIEIRÍKSDÓTTUR, húsmæðraskólakennara Á FRAMBOÐSLISTA Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra á að þessu sinni ein kona sæti. Það er Guðríður Eiríksdóttir kennari á Lauga- landi. Ungfrú Guðríðut er íædd að Kristnesi í Eyjafirði 30. ágúst 1943, dóttir hjónanna Eiriks G. Brynjólfssonar forstöðumanns Kristneshælis o£ Kamillu Þor- steinsdóttur. Guðríður lauk landsprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði vorið 1961, fór síðan í Húsmæðraskólann að Lauga- landi og lauk þaðan prófi vorið 1962. Næst fór hún til náms við Húsmæðrakennaraskóla Jslands og Iauk prófi þaðan 1964. Um haustið sama ár gerðist hún kennari við húsmæðraskólann að Laugalandi, og hefur því starf- að við skólann í þrjá vetur. Veturinn 1965-1966 var Guð- ríði trúað fyrir skólastjóra- embættinu við Laugalandsskól- etnn í íoríöllum Lenu Hall£ríms- dóttur. Er hæpið að armarri konu yngri hafi verið trúað fyrir slíku embætti hérlendis, og má af því sjá, að hún nýtur mikils trausis þeirra, sem þekkja hana bezt. Það er almannarómúr og sam- dóma álit þeirra, sem til þekkja, að Guðríði hafi faríð skólastjórn- in hið bezta úr hendi, enda er hún sérle&a mikils metin af nem- endum sínum. Það er því Fram- sóknarflokknum mikið ánægju- efni að svo mikilhæfur og vin- sæll fulltrúi kvenþjóðarinnar og yngri kynslóðarinnar skuli hafa tekið sæti á lista flokksins í þessu kjördæmi. Á björtum vordegi heldur blaðamaður frá Degi fram í Laugaland til að ná tali af Guð- ríði. Hún hefur þegar fengið sér- stakt orð fyrir skörulega fram- komu á framboðsfundum, en síð- asti mánuður skólaársins á Laugalandi, fram til 15. júní, er langannasamasti mánuðurinnþar, og gefst henni því minni tími en skyldi til að taka virkan þátt í kosningabaráttunni. Erindið er, að fara þess á leit við hana, að hún svari fáeinum spurningum, svo að háttvirtir kjósendur fái á þann hátt að kynnast nokkuð viðhorfum hennar. Guðríður tek- ur þessari málaleitan af stakri ljúfmennsku. í herbergi kennslu- konunnar bíða fjallháir staflar af stíla- og verkefnabókum náms- meyjanna þess, að Guðríður hafi tíma til að fara yfir og leiðrétta, en um sinn er staflanum ýtt til hliðar og blaðamanninum til- kynnt, að hana fái ekki kaffi fyrr en viðtalið sé komið nokkuð á veg. — Þú hlýtur að kunna ýmis- legt að segja frá uppvaxtarárum þínum hér i Eyjafirði? — Ég ólst mest upp hjá for- eldrum mínum á Kristnesi. Stundum var ég þó í sveit, eins og það var kallað heima, hjá frændfólki okkar á Stokkahlöð- um, en var stundum einnig í Villingadal. Þá komst maður náttúrlega í beína snertingu við búskap og bændamenninguna. Ég man það sérstaklega, að læk- urinn í Villingadal hafði mikið aðdráttarafl fyrir mig, því að ég datt yfirleitt í hann, ef ég kom þangað. Guðríður Eiríksdóttir. — En þrátt fyrir minninguna um lækinn í Villingadal kunn- irðu vel við þig í Eyjafirði á uppvaxtarárunum? — Já, það var gaman að al- ast upp í þessu héraði. Þetta er líka bæði frjósamt hérað og blómlegt, og framtíðarmöguleik- arnir hér eru geysimiklir. Góða veðrið hérna hefur örugglega ein- hver heppileg áhrif á fólkið. Hér vorar alltaf tiltölulega snemma, og það er sagt, að yfir firðinum vaki sérstakur verndarvættur, sem sjái um að fólkinu búnist vel. Það er að minnsta kosti óhætt að fullyrða að fólkið hér er sérstaklega duglegt og fram- tak^samt, enda búnast því yfir- leitt vel. — Svo varstu um tíma í Reykjavík. Hvernig líkaði þér dvölin þar? — Það er auðvitað gott að vera alls staðar þar sem fólkið er gott, en Reykjavík hefur aldrei haft sérstakt aðdráttarafl fyrir mig. Borgin stakk í stúf við sveitakyrrðina, og Húsmæðra- kennaraskólinn var strangur. Við vorum að frá kl. 8 á morgnana til kl. 5—6 á kvöldin, og þá var eftir að lesa undir næsta dag. Við máttum því ekki mikið vera að því að velta fyrir okkur, hvemig borgin væri. Yfirleitt var sem sagt mjög reynt að halda okkur að náminu, enda lærði maður mikið í skólanum. Náms- greinarnar voru geysimargar og heimavinnan mikil. — Hvað viltu segja frá nám- inu þar að öðru leyti? — Mér féll prýðilega við menntunaraðstöðu í dreifbýlinu skólastjórann, Vigdísi Jónsdótt- ur, sem er skörulegur og góður kennari og einbeitt í skólastjórn- inni. Annars hafði allt námið sína þýðingu. Kennararnir voru yfirleitt mjög góðir og mér féll vel við þá. Ég hafði einna mest gaman af íslenzkunni, enda höfð- um við afbragðs góðan kennara, þar sem er prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson. Hann var mjög elskulegur og vildi okkur sérlega vel. Ingólfur Davíðsson kenndi náttúrufræði, og okkur líkaði einnig prýðilega við hann. Um sumarið 1963 vorum við látnar safna plöntum og greina þær. Ég safnaði 200 tegundum á Laugar- vatni og hér nyrðra. Af því hafði ég mikla ánægju, enda hefur náttúran alltaf heillað mig. — Og svo komstu strax aítur norður? — Já, mér líður bezt í þess- um firði og var fegin að koma norður á ný. Ég hef að vísu ekki ferðazt eða dvalið mikið í öðr- um héruðum, en ég held þó, að hér vilji ég helzt vera. — Er langt síðan þú ákvaðst að gerast kennari? — Mér fannst afskaplega mik- ið til þess koma þegar ég var í barnaskóla, að kennarinn skyldi geta búið til stundaskrá og ritað á skólatöfluna, og ég held mig hafi alltaf síðan langað til að verða kennari, þótt hugmyndirn- ar um starfið hafi auðvitað smám saman breytzt. Fyrst ætlaði ég að verða barnakennari, en ég valdi mér húsmæðrakennara- starfið meðal annars vegna þess að það lá beint við og námið ekki langt og veitti þó færi á að kom- ast til að kenna húsmóðurefnum, en mér þótti einsýnt og þykir enn, að mjög margar þeirra hafi ónóga menntun. Með bættri menntun þeirra hljóta þær að fá meiri ánægju af lífinu og þá verða þær líka hæfari til að ala upp nýta þjóðfélagsþegna. — Og karmtu vel við þig í starfinu? — Já, ég kann þessu ágætlega, og kemur margt til. Það er bæði þroskandi og dæmalaust skemmtilegt að vera svona alltaf innan um ungviðið, eins og í þessum heimavistarskóla, og ég álít einmitt að heimavistarskól- arnir eigi mikinn rétt á sér, þar læra nemendurnir að lúta aga, og mér þætti gaman að vita hvað er þroskandi, ef það er ekki hæfilegur agi. Svo er starf mitt auðvitað þægilegt að því leyti að ég hef frí meiri hlutann af sumrinu og þá get ég verið úti í náttúrunni. Nú ákveður ungfrú Guðríður að hlé skuli gert á spurningum um stund meðan hún bjóði til kaffidrykkju. Tíðindamanni Dags verður litið upp á vegg, en þar hangir gítar, greinilega mikið notaður, og til hliðar hangir skeifa og undir henni lítil silfur- búin svipa. Aðspurð segir Guð- riður, að svipan sé kennslutæki, og verður brosleit við. Eftir kaff- ið er aftur snúið að spurningun- um. — Hvernig stóð á því að þú tókst að þér að gerast skólastjóri hér svona ung og lítt reynd? — Það var haustið 1965, að Lena Hallgrímsdóttir skólastjóri varð að taka sér veikindafrí einn vetur. Mál þetta bar mjög brátt að og var afráðið að leita til mín um þetta, og það varð svo úr að ég skyldi spreyta mig á skóla- stjórninni einn vetur. — Hvernig fannst þér ganga að hafa hemil á stelpunum þenn- an vetur í fyrral — Það er nú ekki rétt að spyrja mig um það, en mér fannst þetta ganga sæmilega miðað við allar aðstæður. Hver skóli hefur auðvitað sínar hefðir, og eftir þeim verður að laga sig að verulegu leyti. Samt get ég nefnt það, að Björn Th. Björns- son kom hingað þann vetur og sagði, eftir að hafa skoðað skól- ann og séð allt liðið umgangast lítillega: Hvers vegna í ósköpun- um þérarðu þær ekki? Honum fannst ég alltof frjálsleg við nem- endurna. Ein þeirra var eldri en ég í fyrra, hinar allar litlu yngri. Samt sem áður fannst mér sem sagt ganga sæmilega að halda aganum uppi. — Hverjar álíturðu heppileg- ustu kennsluaðferðirnar við svona skóla? — Ég álít heppilegast í meg- indráttum að vinna með nem- endunum og reyna að láta þeim finnast kennarinn vera einn af þeim. Þetta getur gefið góða raun. Ég læt þær gagnrýna hverja aðra, og það gefur mjög hagstæðan árangur, þótt þær geti reyndar orðið fullbitrar við slík tækifæri, en þær íæra mikið á þessu. I gagnrýni held ég að eigi að uppörva þær með því að forðast að draga fram neikvæðu hliðarnar um of á kostnað þeirra jákvæðu, því að alltaf er mjög óheppilegt að draga kjark úr nemendum. Auðvitað verður svo að viðhafa að einhverju leyti nýjar aðferðir við hvern nýjan hóp, en ekki sízt kennararnir hafa mjög gott af slíkri tilbreyt- ingu. Það er líka gaman að fylgj- ast með nýjum aðferðum og þannig forðast maður einmitt stöðnun. Hlutirnir mega nefni- lega ekki verða of vélrænir, til- breytni á alltaf að eiga sér stað. — Hver er aðalkennslugrein þín? — Það er matreiðslan. Við skiptum verklega náminu í fjóra nokkurn veginn jafnréttháa hluta að því er tímalengd snertir. Það er 1) matreiðsla og bakstur; 2) ræsting og þvottur (heimilis- störf); 3) vefnaður; og 4) hann- (Framhald á blaðsíðu 7) Nánismeyjar Laugalandsskóla heimsóttu nýlega íyrirtæki samvinnumanna á Akureyri. Kennslukon- urnar lengst til hægri. (Ljósm.: G. P. K.) JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: FÁEIN ORÐ UM HEIMAÞRÓUN í ÞINGEYJARSÝSLU mundur á Sandi reisa þar skóla Islendinga, en nú er svo komið, að skóli, sem Þingeyingar reistu í hlýlegum dal, er augasteinn fólksins í héraðinu, jafnt ung- menna og fullorðinna manna. Þangað leitar æskan til náms, til íþrótta og til mannfunda um fé- lagsmál sýslunnar. Þar er gesta- koma mikil á sumrin, og aðstaða ein hin bezta, sem völ er á fyrir langferðafólk. Kring um skólann er vaxin álitleg byggð, mann- mörg og fjölþætt iðja. Að síð- ustu sló hið máttuga og sögu- ríka Kaupfélag Þingeyinga þar sínum landtjöldum. En þessi dalur á langa og nýja landnámssögu, aðra en þá, sem við kemur Laugaskóla. Um alda- mótin bjó framarlega í dalnum gáfaður og kynsæll bóndi, að Hallbjarnarstöðum. Fram hjá þeim bæ liggur þjóðvegur í Mý- vatnssveit. Elzti sonur Sigtryggs bónda hét Björn. Hann þótti mikið mannsefni og varð síðar einn af mestu áhrifamönnum í héraðinu, en ekki verður sú saga hér rekin, nema varðandi lítinn þátt í búnaðarmálum. Land er allt gróðursælt í þessu dalverpi og Fljótsheiði sí- frjó langar leiðir til afrétta. Þar valdi Björn sér land til ræktun- ar. Hann vann að þvi að girða væntanlegt tún í venjulegum hvíldartíma, og braut síðan land- ið með áhöldum þeirra tima, plóg og herfi. Þetta ræktunarmál þótti í fyrstu næstum sérvizku- mál. Það var ekki auglýst. Þang- að kom enginn nýbyggðastyrkur. Þannig liðu ár. Þá byggði Björn og húsfreyja hans nýjan og reisu- legan bæ. Þar myndaðist eins og í ættargarðinum fjölmennt heim- ili, nýbýlið Brún var þegjandi og hljóðalaust orðið eitt af stór- býlum sveitarinnar. Þessi nýjung var fyrirboði nýs landnáms víða um land, þar sem mannfélagið hafði forgöngu og lagði til marg- háttaða liðsemd. Brún var ný- sköpun frjálshuga fólks eins og (Framhald á blaðsíðu 7) Burðarásar afvinnuveganna brosfnir Á BARÁTTUDEGI verkalýðsins 1. maí sl. komst einn ræðumaður hátíðarhaldanna x Reykjavík svo að orði, aðspurður, hvað efst væri í huga hans á þessum degi; að það væri kvíðinn fyrir at- vinnuleysi á næstu grösum. Kvíð- inn vegna samdráttareinkenna í atvinnulífinu og kvíðinn fyrir mjög versnandi afkomu verka- fólks og sjómanna. Þessi maður var formaður sjómannasam- bandsins. Þeir tímar eru að baki að mestu leyti að íslenzkir laun- þegar semji um kjör sín í smá- hópum. Nú eru það fjórðungs- samtök og landssamtök sem semja á breiðum grundvelli. Enn sem fyrr er það verkefni launþeg- anna og atvinnurekendanna að semja sín á milli um kaup og kjör. Og enn sem fyrr er skylda ir jafnt stjórnarsinnar sem stjórn- arandstæðingar og hitt er þá líka jafn augljóst að atvinnuvegir sem berjast í bökkum eru ekki færir um að greiða hærra kaup. Eða hvað segja menn um sjávarútveg- inn og fiskiðnaðinn í landinu? Og hvað segja menn um annan iðn- að, sem býr við versnandi sam- keppnisaðstöðu. Burðarásar at- vinnuveganna eru í raun og veru brostnir. Hvorki bátar eða fisk- vinnslustöðvar geta haldið áfram án stórfelldrar aðstoðar bank- anna. Þó er hver veiddur fiskur verðbættur úr ríkissjóði og vinnsla fisksins einnig. Um þess- ar mundir er kröfupólitík laun- þegasamtakanna að miklu leyti óraunhæf, vegna þess hve illa at- vinnuvegirnir eru staddir. Engin rikisstjórn, hversu öflug sem hún er og hversu vel sem hún vill, getur á skömmum tíma bætt þann þjóðarskaða sem verð- bólgan og allir hennar fylgikvill- ar hafa valdið þjóðinni. En flest- um mun nú finnast að sú ríkis- stjórn, sem nú er, hafi nógu lengi setið og of lengi þó og tími sé til þess kominn að skipta um. Fullreynt er, fyrr og nú, að þjóðartekjunum verður ekki skipt á viðunandi hátt undir for- ystu íhaldsins. Sennilega geta Iaitnþegar ekki á annan hátt betur tryggt sér réttlátan hlut en með því að hjálpa til þess að leysa núverandi valdhafa frá störfum. Það gera þeir með því að styðja öflugasta íhaldsand- stæðinginn, Framsóknarflokkinn. Mynd þessi er tekin þegar söngmenn frá ísafirði skemmtu Norð- lendingum. Ragnar H. Ragnar, hinn kunni söngstjóri þeirra (fyrir miðju) ræðir við Áskel Jónsson söngstj. á Akureyri. (Ljm.: E. D.) MENN veita því eftirtekt um þessar mundir, að vel getur svo farið í næstu kosningum, að Suð- ur-Þingeyingar eignist ekki á næsta kjördegi heimafenginn fulltrúa. Ekki eru það réttlát lög, en við þau má búa eitt kjörtíma- bil, ef því er að skipta. Þar kem- ur Þingeyingum að góðu gömul venja, að ráða fram úr stórum málum með samvinnu og‘ hæg- fara en öruggri þróux). Lauga- skóli og öll nýbyggð hans er þannig til komin. Þegar skóla- staðurinn var ákveðinn þótti ekki mikið koma til hins vel gróna, en ekki svipmikla um- hverfis. Jarðhitinn einn var þess valdandi, að skólinn var settur að Litlu-Laugum. En nú er svo komið, að enginn Þingeyingur mundi vilja flytja þessa stofnun úr stað, jafnvel ekki að hihum fögru Kálfastrandarklettum. Um síðustu aldamót vildi Guð- ríkisvaldsins að sjá til þess að þessir samningar haldi gildi sínu og séu ekki eyðilagðir með ráð- SLYSIÐ 4 HJALTEYRI stöfunum stjórnarvalda. — Um þessar mundir er svo ástatt í landinu að mikill hluti launþega- samtaka er með lausa kjarasamn- inga og viðsjárverðir tímar geta því verið framundan. Sú ömur- lega staðreynd blasir við, eftir öll þau góðæri, sem gefizt hafa hér á landi undanfarin ár, að kaupmáttur dagvinnu hefur stað- ið í stað þrátt fyrir þessar stór- kostlega auknu þjóðartekjur. Hér hefur þróunin orðið allt önnur heldur en í nágrannalönd- unum, þar sem auknar þjóðar- tekjur hafa gefið vaxandi launa- tekjur. Að vísu er það svo, eink- um vegna aflagóðæris að það hefur mjög víða á landinu verið uppgripavinna og menn hafa get- að bætt hag sinn með því að vinna mikla eftirvinnu, jafnvel óhóflega eftirvinnu. Það er stað- reynd að það getur enginn fjöl- skyldumaður lifað af launatekj- um dagvinnunnar. Islendingar hafa því miður dregizt aftur úr í þessum málum á undanförnum árum. Þróunin orðið allt önnur hjá íslenzkum launþegum og óhagstæðari, en hjá nágranna- þjóðunum. Þetta viðurkenna all- AÐ undanförnu hafa talsverð blaðaskrif orðið um slys, sem varð á Hjalteyri fyrir nær 6 ár- um síðan, er verkamaður hjá Kveldúlfi varð fyrir því óhappi við vinnu sína, afð missa fjóra fingur hægri handar, og þá furðu- legu niðurstöðu hjá dómstólum, að slysið sé ekki bótaskylt. Sá, sem fyrir slysinu varð, heit- ir Jóhannes Björnsson, smiður, búsettur á Hjalteyri, annálaður dugnaðarforkur. Hafði hann unn- ið meira og minna hjá verksmiðju Kveldúlfs á Hjalteyri um tutt- ugu ára skeið, jöfnum höndum við smíðar og önnur störf í þágu verksmiðjunnar. x Þegar fyrrgreint slys bar að höndum, var Jóhannes, ásamt nokkrum verkamönnum, að ramma niður staura í bryggju, þar sem notaður var 700 kg. þungur, vélknúinn fallhamar, er svo kallaður vindumaður stjórn- aði. Ætlaði Jóhannes að lagfæra staurinn, sem hallaðist eftir á- sláttinn, auðvitað í þeirri ör- uggu vissu, að fallhamarinn væri stöðvaður, enda segist hann hafa gefið vindumanninum merki um stöðvun. En hamarinn féll á meðan á staurinn, og varð hægri hönd Jóhannesar þar ú milli — með þeim afleiðingum, sem fyrr greinir. Var Jóhannes fluttur í Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann lá sárþjáður lengi, og mun, eins og að líkum lætur, aldrei endurheimta heilsu sína, eftir það mikla líkamlega og andlega áfall, sem hann varð þarna fyrir. Oft á tíðum áður hafði Jóhann- es unnið við ýmis hættuleg störf í þágu verksmiðjunnar, og m. a. var hann látinn fara upp í 35 m háan reykháf. Spurðist hann þá fyrir um það áður, hvort hann væri nú slysatryggður. Fullviss- aði forstjórinn hann um, að svo væri örugglega. Sagðist Jóhann- es hafa spurt um þetta fyrst og fremst vegna konu sinnar og fjögurra barna þeirra. En því miður reyndist hin svo kallaða slysatrygging Kveldúlfs aðeins tálvon, þegar til kastanna kom. Skömmu eftir heimkomuna af sjúkrahúsinu fór Jóhannes að kynna sér væntanlegar slysabæt- ur. En því Var nú ekki alveg að heilsa, að peningamir biðu hans í launaumslagi heima á Hjalteyri. Skal nú Ijót saga rakin í stuttu máli: Eftir mikið málastapp íyrir héraðsrétti og síðar Hæstarétti, í sambandi við slysið skilaði sér norður til Hjalteyrar, eftir 5 ár, sú furðulega dómsniðurstaða, að Jóhannes skyldi hvorki fá þján- inga- eða slysabætur. Þarna fékk hann sem sagt „verðuga" uppbót á 20 ára langa og dygga þjónustu hjá Kveldúlfi á Hjalteyri. Ekki er of djúpt tekið í árinni, þótt menn furði sig mjög á slík- um dómi. Bgeði Jóhannes og flestir aðrir álitu það öruggt, að háar slysabætur yrðu greiddar, annaðhvort í eitt skipti fyrir -öll eða þá nokkur fjárnæð á ári hverju. En að engar bætur yrðu greiddar, fannst víst flestum vara hnefahögg á réttlæti og ma xn- réttindi. Eftir þennan Hjalteyrardóm verða þeir ekki fáir, sem efast um gagnsemi slysatrygginga, ef í engu á að bæta örkuml þau, sem Jóhannes Björnsson hlaut. Það er eðlilegt, að menn undrist og vilji fá svar við þeirri spurn- ingu, hvort slysatryggingar séu á stundum gagnslaus pappírsgögn og framvegis geti þeir, sem vinna hættuleg störf, átt von á álíka glaðningu og Jóhannes, ef slys ber að höndum. Nú hefur forstjóri Kveldúlfs á Hjalteyri, herra Vésteinn Guð- mundsson, reynt að gera hreint fyrir sínum dyrum og Kveldúlfs, með því að birta niðurstöður héraðsdómsins og einhverja yfir- lýsingu um milljón króna slysa- tryggingu. Vill hann þar með skjóta sér á bak við dómstólana, og þykist nú hafa þvegið hendur sínar vel og vendilega. En ég vil (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.