Dagur - 03.06.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 03.06.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H"b;t pantanir. Farða- skrifstofan Túngötu 1. Akurayrl, Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 3. júní 1967 — 45. tölublað r ^ I •£ t t Túngötu 1. Feroaskrifstofansími iu75 Skipuleggjum ódýrustu xerSÍrnar til annarra landa. Fyrsfa síldin á sumrinu er á leið til hafnar EFTIR hádegi í gær var fyrsta síldarskipið, Harpa RE, á leið til lands rtieð góðan afla. Stað- , festi Jón Einarsson leitarstjóri á Hafþóri Jþetta í símtali við blaðið. Hafþor var þá 300 mílur austur af landinu. Síld er þarna í góðum torfum en stygg og erfitt að ná henni. Allmörg fleiri skip hafa þegar fengið einhverri afla og eru veiðihorfur sæmilegar. Síldar- flotinn er ekki orðinn stór á miðunum, en í gær og dag létu þau úr höfn hvert af öðru, en verið er að undirbúa þau, sem eftir eru af kappi. — Sjá um síldarverðið á bls. 8. D KJOSENDAFUNDIR A RAUFAR- HÖFN OG KÓPASKERI FRAMBJÓÐENDUR Framsóknarflokksins í kjördæminu boða hér með til kjósendafundar á Raufarhöfn sunnudags- kvöldið 4. júní kl. 8.30, og annars á Kópaskeri mánudags- kvöldið 5. júní, einnik kl. 8.30. Frummælendur verða Gísli Guðmundsson, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson, og enn- fremur munu Björn Teitsson, Þórhallur Björnsson, Ingi Tryggvason og Eggert Ólafssoh skiptas,t á að koma á fund- ina. Fundur á Þórshöfn verður væntanlega seinna í vikunni. Allir kjósendur eru velkomnir á þessa fundi, og verða frjálsar umræður að loknum framsöguræðum. O Flugvél Loftleiða í flugtaki með slysavarnakonur og flugvél F. til flugs á Akureyrarflugvelli í gærmorgun. í. með karlakórsmennina er tilbúin (Ljósm.: E. D.) FJOLMENNA TiL UTLANDA Enginn iíldarundirbúningur enn Raufarhöfn 1. júní. Hér er held- ur kalt, en þokuloft og dumb- ungsveður flesta daga. Ekkert' hefur þó sézt til íss að undan- förnu, og vonum við að hann sé farinn fyrir fullt og allt að þessu sinni. Snjóskaflar eru enn nieðfram götum, og þykir það óvenjulega seint. Ekkert bólar á síldarundir- búningi enn sem komið er, en tvö skip hafa komið hingað með um 15 þúsund tómar tunnur. Verið er að endurbæta lönd- unarbryggjuna, og verður senni lega fljótlega búið að því. Bátar eru flestir hættir með net, og hafa veiið með línu og færi og fiskað í meðallagi, eng- in uppgrip þó. H. H. KARLAKOR AKUREYRAR lagði af stað í söngför til Norð- urlanda í gærmorgun, föstudag. f ferðinni voru yfir fjörutíu kór félagar, en auk þess konur all- margra þeirra, en alls fara þessa för rúmlega áttatíu manns. Kór inn syngur opinberlega á þrem- Skipulögð atvinnukúgun íhaldsins | ? <- I k * Mk i- * | ÁRH) 1950 lýsti þjóðkunnur i: Reykvíkingur starfseini Sjáli' í stæðisflokksins innan verka \ lýðshreyfingarinnar þannig: ^ „Óðinn, sem er félag Sjálf X stæðismanna innan verka- í;. lýðsfélaganna í Reykjavík, « hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að Óðinsfélagar hefðu forgang að vinnu, sem Sjálfstæðismenn ráða yfir. Það er ljóst að framkoma Óðins er aðeins einn þáttur í kúgunarherferð Sjálfstæð- isflokksins gegn hinum vinn andi t'jöldu, en markmið þeirrar herferðar er að tryggja þremur auðklíkum I s i ? i -)- * | ii^^^©^*^©^^^*^©-^*^^*s-^**^*^<^**^*-+í5->-*v-í i I i völdin í Reykjavíkurbæ og í þjóðfélaginu. Hvað Reykja- vík snertir er kerfi skoðana- kúgunarinnar býsna full- komið. Hlutverk Óðins er að kanna skoðanir verkamanna, hlutverk Ráðningarstofunn- ar er að velja menn til upp- sagna og ráðninga eftir bend ingum Óðins, og hlutverk framfærslunnar að taka við þeim útskúfuðu, og veita þá auðmýkingu, sem ihaldið tel ur nauðsynlega. Með aðstoð þessara þriggja stofnana hyggst íhaldið draga hring ófrelsis og skoðanakúgunar um alla alþýðu þessa bæjar". ur stöðum í Noregj, þar sem hann einnig kemur fram í út- varpi, tveim stöðum í Svíþjóð og einum í Finnlandi. Héðan flaug kórinn til Ála- sunds, þar verður sungið á laug ardagskvöldið, en haldið þaðan til Lille-Hammer og haldin söngskemmtun þar. Frá Lille- Hammer fer kórinn til Oslóar og verður þar í þrjá daga og heldur söngskemmtun, auk þess sem hann kemur fram í útvarpi. Ekið verður frá Osló til Munk- torp í Svíþjóð og sungið þar, en sá bær er skammt frá Vesterás vinabæ Akureyrar. Ekki var aðstaða til þess að halda söng- skemmtun í vinabænum. Frá Munktorp verður ekið til Stokk hólms, og farið snögga ferð til Uppsala og sungið þar. (Framhald á blaðsíðu 6). Hver þorir að veita ríkisstjórninni umboð til að framkvæma í annað sinn viðreisnar- ráðstafanirnar frá 1960? Byrjað á nýju símsfcðvarhúsi Lómatjörn 1. júní. Nú hefur al- gjörlega skipt um veðurfar hér, en vorið hefur verið nokkuð hart hér um slóðir, langvarandi kuldar, en engin vandræði hafa þó verið með fóður. Allmikið kal virðist vera hér í túnum, en ákaflega mikið frost kom SIÍÁTADAGUR Á SUNNUDAG nokkru eftir að snjóinn fór fyrst að taka upp. Verið er að byrja á byggingu nýs símstöðvarhúss, en sím- stöðvarhúsið brann í Grenivík í vetur. Reynt verður að koma húsinu upp í sumar, þannig að hægt verði að taka einhvem hluta þess í notkun í haust. í húsinu verður auk símstöðvar- (Framhald á blaðsíðu 7) Apinn, sem skátum var gefinn, er nú kominn til bæjarins og er hann hér að gæða sér á gulrót. (Ljósm.: E. D.) Á SUNNUDAGINN verður sér stakur „skátadagur" í tilefni af 50 ára afmæli skátastarfs á Akureyri. Þennan dag munu skátarnir vera með hátíðahöld sín á eyrunum beggja vegna við Glerá, rétt neðan við gömlu Glerárbrúna, en einmitt á þeim slóðum voru fyrstu útilegur skátanna á Akureyri. Fyrirhugað er að svæði þetta verði opið almenningi kl. 2—6 og 8—10 e. h. ásunnudaginn. Á skátadaginn verður margt að sjá og reyna: Þar verður sýn ing á munum og myndum úr 50 ára starfi skáta hér í bæ, kynn- ing á skátastarfi, eins og það er í dag og eins og einhverjir ímynda sér að það verði eftir önnur 50 ár. Ymislegt verður þarna einnig til skemmtunar og má þar nefna: „Tívolí", með leikjasvæðum, skotbökkum, kraftmæli, myndaklefa, „skraut kerru", og draugahúsi. „Circus" eða „fjölleikahús", með trúðum, söngvurum, furðuhestinum Frissa og þekktum keilukast- ara. Sýningar verða á hálf tíma fresti allan tímann. Gæludýra- sýning en í sambandi við hana standa vonir til að okkur hafi borizt hingað lítill api sem Dýra garðurinn í Kaupmannahöfn hefur gefið skátafélögunum á Akureyri. Og fyrir yngstu börn in verður komið upp leiktækj- um og verður gæzla á barna- leikvellinum, þannig að foreldr- ar geta skilið yngstu bömin þar eftir, meðan þeir ganga um sýningarsvæðið. Á tímabilinu 3—4 fara fram ýmsar keppnir, flokkakeppni milli skátaflokka, pokahlaup og reiptog. Gæludýrasýningin mun standa frá kl. 4—4.30 og kl. 9.30 um kvöldið sérstök sýning úr 50 ára sögu skátastarfs á Akur- (Framhald á blaðsíðu 7). Margir kaupsýslumenn, sem hagnazt hafa á viðskiptum á Akureyri, hafa flutt burt með allt sitt. Hvenær hefur slíkt átt sér stað um fyrir- fæki kaupfélaga?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.