Dagur - 03.06.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 03.06.1967, Blaðsíða 4
4 S Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERllNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.L Eitt ár eða tíu UM ÞAÐ leyti sem sýnt þótti, að við- reisnin mundi stranda, byrjaði ríkis- stjómin að auglýsa á sínum vegum áætlunargerðir af ýmsu tagi. Fyrst var hafizt handa um svonefnda fram- kvæmdaáætlun ríkisins til fjögurra ára. Svo kom Vestfjarðaáætlunin fræga, sem hefur verið gumað af und- anfarin ár en aldrei varð til. Hún fyrirfannst hvergi þegar um hana var spurt á Alþingi í vor. I þriðja lagi er svo N orðurlandsáæ tlupin, sem oft er minnzt á um þessar mund- ir. Það má telja upphaf hennar, að ríkisstjómin lofaði fyrir tveimur ár- um í kjarasamningi við verkalýðsfé- lögin hér norðanlands, að áætlun með þessu nafni skyldi gerð. En það er um hana eins og Vestfjarðaáætlun- ina, að hún hefur enn ekki séð dags- ins ljós, en nú er sagt, að hún muni koma fram eftir kosningar. Skömmu fyrir þinglok gerði fjár- málaráðherra af hálfu ríkisstjórnar- innar grein fyrir liinni fjögurra ára framkvæmdaáætlun ríkisins og hvem ig hún hefði tekizt. En jafnframt lýsti hann yfir því, sem að vonum vakti mjög mikla athygli, að nú væri ástand þannig í þjóðarbúskapnum, að nýja áætlun væri ekki hægt að gera nema til eins árs, en ekki til fjögurra ára eins og áður. Þessi yfir- lýsing talaði auðvitað ským máli um það öngþveitisútlit, sem nú er í efna hagsmálum þjóðarinnar, eftir sjö ára viðreisn. En Bjami Benediktsson og aðrir ráðagerðarmenn Sjálfstæðisflokksins munu fljótt hafa komizt á þá skoð- un, að þessi yfirlýsing fjármálaráð- herrans væri ekki allskostar heppileg fyrir flokkinn, rétt fyrir kosningar. Þeir ákváðu í snatri, að láta yfirlýs- ingu Magnúsar gleymast. Þess vegna létu þeir skýra frá því á áberandi hátt nokkrum dögum síðar, að nú væri Sjálfstæðisflokkurinn búinn að taka upp hvorki meira né minna en 10 ára áætlun upp í stefnuskrá sína. Minna mátti ekki gagn gera. í stað- inn fyrir músarholusjónarmið Magn- úsar, að ekki væri hægt að gera áætl* un nema til eins árs, var nú kominn viðeigandi stórhugur. Og þetta ér það, sem nú gildir. Ekki eins árs áætlun Magnúsar, heldur 10 ára áætlun Sjálfstæðisflokksins. Allt er þetta áætlunartal Sjálfstæð- ismanna hégóminn einber. Framtíð- arvonir þeirra standa ekki skráðar í neinni áætlun, hvorki til eins árs, fjögurra ára eða 10 ára. Það, sem þeir vonast eftir er, að útlendir auð- hringar leysi atvinnu- og efnahags- mál íslendinga. Síldarsöltun í Ólafsfirði. LANDFRÆÐILEGA SÉÐ hefur Ólafsfjörður talsverða sérstöðu meðal byggðarlaga við Eyjafjörð. AHt þar til Múlavegurinn var opnaður í fyrra var þetta byggðarlag að mestu án greiðra sam- gangna á landi austur á bóginn, en nú hefur þetta breytzt, og ófáir Eyfirðingar, Akureyringar og Þingeyingar munu í sumar leggja leið sína eftir nýja veginum til að skoða Ólafsfjörð, enda er óhætt að fullyrða, að það er ómaksins vert. Álítur Dagur fyllilega tíma- bært að kynna nú lesendum sinum þessa byggð í máli og myndum. Ólafsfjörður er lítill fjörður, sem gengur suðvestur úr mynni Eyjafjarðar. Fjörðurinn sjálfur er um 5 km. á lengd, en dalur- inn inn af honum er um 14 km. langur. Ólafsfjarðarkaupstaður stendur við austanverðan fjarð- arbotninn. Innan við kaupstað- inn er vatn, sem er 3 km. á lengd. Annars er undirlendi í dalnum ekki ýkja mikið, en í heild er byggðin einkar vinaleg og umhverfið tignarlegt. STAÐHÆTTIR. Að Olafsfirði að austan er Olafs- fjarðarmúli, en Hvanndalabjarg er útvörðurinn að vestan. Frá fornu fari hafa samgöngur á landi verið greiðastar frá Ólafs- firði um Lágheiði niður í Fljót, og er sá fjallvegur ekki nema 400 metrar á hæð. Lokið var við að ryðja bílveg yfir heiðina árið 1948, og síðan hafa verið bíl- ferðir á sumrin þá leið, og hefur éætlunarbifreið farið tvisvar í viku í veg fyrir bílinn frá Siglu- firði. A sjó er samgöngum Ólafsfirð- inga við umheiminn svo háttað, að flóabáturinn Drangur kemur tvær ferðir á viku yfir veturinn og þrjár á sumrin. Til Eyjafjarðar hefur land- leiðin til skamms tíma verið harla ógreiðfær. Stundum var þó farið um fjallaskörðin yfir í Svarfaðardal, og var þar um nokkrar leiðir að ræða. Póstleið- in milli Ólafsfjarðar og Dalvík- ur lá um Reykjaheiði, upp frá Reykjum, sem er fremsti bær í Ólafsfirði að austan, yfir heiðina og ..niður Böggvisstaðadal, sem heitir Upsadalur norðan árinnar í dalnunr, en hún nefnist Brim- nesá. Arið 1949 fengu jeppaeig- endur í Ólafsfirði þá Björn Stef- ánssón og Gisla Magnússon til að- athuga möguleika á lagningu bílfærs vegar yfir Reykjaheiöi. Menn af Dalvík áttu að koma á móti þeim, en þeir fórust á mis vegna þoku. Þó að mönnum lit- ist ekki allt of gæfulega á þetta végarstæði var tekið að ryðja leiðina næsta sumar upp frá Reykjum, en sá vegur kom aldrei undan snjó næsta sumar, og var þá hætt við frekari framkvæmd- MULAVEGUR. Arið 1950 fór hópur manna í rannsóknarferð í Múlann að skoða vegarstæði. Voru það Björn Stefánsson, Sigurður Ring- sted, Marteinn Friðriksson og Stefán B. Ólafsson. Varð þetta til þess, að Ólafsfirðingar hófust handa um vegarlagningu fyrir samskotafé heiman að, og ruddu sneiðing að Rauðagili. Verk- fræðingar Vegagerðarinnar voru þó svartsýnir á verkið. Svein- björn Jónsson forstjóri Ofna- smiðjunnar kom þá norður með norskum verkfræðingi, sem leit á aðstæður og taldi vegarlagn- ingu framkvæmanlega, en mælti þó fremur með jarðgöngum. A Alþingi 1954 báru Bernharð Stefánsson og Magnús Jónsson fram tillögu um lagningu vegar fyrir Múlann, og var hún sam- þykkt. Fyrsta fjárveitingin frá ríkinu til vegarins kom 1956. Eftir það hófst vegarlagningin fyrir alvöru, og loks.í september í fyrra var vegurinn formlega opnaður, og er hann nú tvíbreið- ur alla leið. Lengd vegarins milli Ólafsfjarðar og Dálvíkur er 18 km, og kostnaðurinn varð alls um 20 millj. kr. Vegurinn fyrir Múlann liggur upp fyrir 200 m hæð og virðist því miður ætla að verða snjó- þyngri en ráð hafði, verið gert fyrir, og var hann lokaður í vet- ur, nema þorrann. Aætlunarferð- ir til Ólafsfjarðar frá Akureyri um Dalvík hófust í vor, laugar- daginn 20. maí, og nú er ein ferð á dag, en með sumrinu eiga þær að verða tvær. MIKIÐ ATHAFNALÍF. Ólafsfjörður varð löggiltur verzl- unarstaður 1905 og hlaut kaup- staðarréttindi með lögum 31. okt. 1944. Bæimir í sveitinni heyra einnig undir lögsagnarumdæmi kaupstaðarins. Mannfjöldi við síðasta manntal, 1966, var sam- kvæmt bráðabirgðatölum 1061 íbúi. Hefur fólkinu nokkuð fjölg- að undanfarin ár. Aðalatvinnu- vegur Ólafsfirðinga er sjávarút- vegur og vinnsla sjávarafurða. Fjörðurinn er fremúr grunnur og aðallega sandbotn, og í norð- anátt getur hann orðið ófær vegna brota. Hafnargerð á veg- um hafnarsjóðs Ólafsfjarðar var hafin 1923. Hins vegar hófst bygging aðalhafnargarðs (norð- urgarðs) árið 1943. Vesturgarð- urinn er svo einkum byggður ár- in 1943—1949, en hann gengur út frá botni fjarðarins þvert á norðurgarðinn. Höfnin hefur verið dýpkuð nokkrum sinnum og er nú orðin sæmilega örugg. Mikil útgerð hefur verið frá Ólafsfirði um langt skeið. Nú eru gerðir þar út sex bátar 100 tonna og stærri og fimm minni þilfarsbátar, auk þess fjölmarg- ar trillur. Einungis einn af stóru bátunum var fyrir sunnan á ver- tíð í vetur, hinir lögðu upp heima. Einn þeirra, Stígandi, var um kaupfélagsins og samlagsins vinna 15—16 manns nú. Kaup- félagið rekur einnig sláturhús á haustin, en það er fremur ófull- komið. Auk kaupfélagsins eru þrjár verzlanir á staðnum, og er Val- berg þeirra mest. Nokkur iðnaðarfyrirtæki eru rekin á Ólafsfirði nú. Mest þeirra er Tréver s.f., sem annast bygg- ingar og smíðar. Við það vinna ca. 10—12 manns, og er fyrir- tækið í stækkun. Þá er Tré- smiðja Svavars Magnússonar, er einnig annast byggingar. Ein vél- smiðja er, Vélsmiðjan Nonni h.f. Þá eru í Ólafsfirði tvö bifreiða- verkstæði. Radíóverkstæði er starfrækt þar, mest vegna þjón- ustu við bátana, en þar eru líka seld útvarpstæki o. fl. Þar er einnig steypuverkstæði, sem til- tölulega nýlega hefur fengið rör- steypuvél, og þar er lika gerður holsteinn. Ein lítil saumastofa er starfrækt á staðnum. STJÓRN BÆJARINS. I bæjarstjórn Ólafsfjarðar sitja sjö menn og er Sigvaldi Þorleifs- son forseti hennar. Sjálfstæðis- menn hafa haft meirihluta í bæj- arstjóminni í 21 ár og Ásgrímur Hartmannsson verið bæjarstjóri allan þann tíma. Við síðustu bæj- arstjórnarkosningar fékk Sjálf- stæðisflokkurinn talsvert innan við helming atkvæða, en óhag- • • allt til þessa. Skólastjóri barna- skólans er Björn Stefánsson, sem hefur verið í ársleyfi í vetur og dvalizt í Danmörku. I stað hans gegnir starfinu Vilberg Alexand- ersson, og við skólann eru nú 3 fastir kennarar og 3 stundakenn- arar. í vetur voru 129 nemendur í barnaskólanum. Miðskólinn var settur undir sérstaka skólastjórn árið 1963, og er Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri. I fyrra voru fyrst út- skrifaðir gagnfræðingar eftir f jög- urra ára nám, áður höfðu bekk- irnir aðeins verið þrír. Kennarar við miðskólann eru tveir fastir og sex stundakennarar. I skólan- um voru í vetur alls 66 nemend- ur, þar af 16 í verknámsdeild 3. og 4. bekkjar. I vor eru útskrif- aðir þaðan 17 gagnfræðingar alls og fimm þreyttu landspróf. — Fleiri fara nú frá Ólafsfirði í Menntaskólann á Akureyri en áður var. — Nú er orðin mikil nauðsyn að reisa sérstakan gagn- fræðaskóla á staðnum, enda mun sú framkvæmd fyrirhuguð í fram tíðinni. BLÓMLEGT FÉLAGSLÍF. Félagslíf er talsvert í Ólafsfirði og af ýmsum toga, enda eru Ól- afsfirðingar fremur glaðsinna menn og félagslyndir. I vetur má segja, að tvö leikfélög hafi starf- að þar. Leikfélag var stofnað í gagnfræðaskólanum í vetur og OLAFSFJORÐUR á togveiðum og fiskaði allvel í apríl og maí. Sigurbjörg var með net, en hinir þrír með línu, og veiddu fremur illa þar til í mai, að afli tók að glæðast. Bátarnir hafa sótt bæði austur og vestur með Norðurlandi. Minni bátarn- ir hafa verið með net og línu undanfarið og fengið tregan afla, og trillurnar hafa lítið stundað sjó frá áramótum, enda engan fisfc vérið að hafa nærri. Grá- sleppan hefur að vísu verið nóg í vor, en markaðurinn fyrir hrogn er því nær enginn, svo að hún hefur ekki verið veidd að ráði. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar h.f. hefur ekki tekið á móti fiski sið- an í apríllok. Er þá aðeins starf- rækt eitt hraðfrystihús í Ólafs- firði, og er það í eigu Magnúsar Gamalielssonar. Margir bátaeig- endurnir salta þó fisk sinn sjálf- ir eða setja i skreið. Talsverð sild hefur borizt lil staðarins undanfarin ár, og hef- ur mest munað um það, að Egg- ert Gíslason aflakóngur hefur oft komið með síld sína þangað. Söltunarstöðvar fyrir sild eru þrjár: Stígandi s.f., Jökull h.f. og Auðbjörg h.f. Auk þess er rek- in á vegum Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar síldarbræðsla, sem getur annað 1000 málum yfir sólar- hringinnn. Hefur Ólafsfjörður þessi síðustu ár verið öllu blóm- legri síldarbær en margir nær- liggjandi staðir. Verzlun í Ólafsfirði er einna mest á vegum Kaupfélags Ólafs- fjarðar, en kaupfélagsstjóri er nú Armann Þórðarson. Til 1950 var í Ólafsfirði útibúa frá KEA, en þá var Kaupfélag Ólafsfjarðar stofnað og flutti það í nýtt og glæsilegt húsnæði 1962. Velta þess s.l. ár var ca. 22—23 millj. kr. Kaupfélagið rekur mjólkur- samlag, stofnað 1959, sem Val- ,, geir Ásbjarnarson veitir forstöðu.’ Tekur það é móti mjólk úr sveit/ inni, og úr því mjólkurmagni, sem umfram neyzlumjólk verðurj er gert smjör og skyr, — A veg-l stæð skipting milli vinstri manna (H-lista) og Alþýðuflókksins réð því að meirihlutinn féll ekki inn- an bæjarstjórnarinnar, og mun- aði þó mjög litlu. Bæjarfógeti er Sigurður Guð- jónsson. ELZTA HITAVEITA LANDSINS. Hitaveita er í Ólafsfirði. Heita vatnið (50°) er tekið á Garðs- dal, tæplega 4 km frá kaupstaðn- um, og var hitaveitan lögð 1944, og var fyrsta hitaveita á land- inu. Síðar hefur verið borað með Norðurlandsbornum á svipuðum slóðum, og hefur enn reynzt unnt að sjá bænum fyrir nægu heitu vatni. — Árin 1942—1944 var byggð sundlaug, sem fær vatn frá hitaveitunni, og er hún talin með skemmtilegustu útisundlaug um landsins. Laugin er 8x25 m, en við hana standa búningsher- bergi, gufuklefi og kennaraher- bergi. Ohætt er að fullyrða, að Ólafsfirðingar eru yfirleitt mjög vel syhdir, a. m. k. hafa þeir sýnt það með mikilli þátttöku í nor- rænu sundkeppnunum. Rafmagn sitt fá Ólafsfirðingar frá tveimur virkjunum. I árslok 1942 tók til starfa Garðsárvirkj* un, sem er staðsett rúma tvo km frá kaupstaðnum. Hún annaði ekki orkuþörfinni nema tæpan áratug, og sumarið 1956 var lögð háspennulína til Olafsfjarðar frá Skeiðfossyirkjun í Fljótum, og þá uiyi leið fengu flestir bæirnir í sveitinni rafmagn. Vatn sitt fá bæjarbúar af svo nefndum Brimnesdal, sem er rétt utan við bæinn. Á s.l. sumri var byggður 500 lesta vatnstankur, sem taka á í notkun í sumar. NÝJAN GAGNFRÆÐASKÓLA VANTAR. Barnaskóli ásamt íþróttasal var vígður 1949. Er þetta allstór bygging, og hafa bæði Miðskóli Ólafsfjarðar og Iðnskóli Ólafs- fjarðar verið reknir í sama húsi sýndi það Enarus Montanus eft- ir Holberg bæði í Ólafsfirði og á Dalvík. Leikfélag Ólafsfjarðar er allgamalt, og í vetur sýndi það tvo leiki. Öldur eftir Jakob Jóns- son var sýnt um jólin, og með þann leik var líka farið til Ak- ureyrar, og um páskana var Mað- ur og kona sýnt á Ólafsfirði og Siglufirði. Þá er karlakórinn snar þáttur í félagslífinu. Hann hélt söng- skemmtanir bæði um jól og páska, og æfir nú undir Heklu- mótið, sem verður haldið snemma í júní á Akureyri og Ólafsfirði. Söngstjóri Karlakórs Ólafsfjarðar er nú Magnús Magn- ússon yngri, sem einnig stjórnar Tónskóla Ólafsfjarðar. Þá er starfandi í Ólafsfirði íþróttafélag, sem hefur tíma í ýmsum greinum í íþróttahúsinu. Fleiri félög má nefna, svo sem Rotary-klúbb, sem telur 30 með- limi, kvenfélag, slysavarnadeild kvenna og verkalýðsfélag. Hið veglega félagsheimili Ól- afsfirðinga, Tjarnarborg, var vígt 29. júli 1961. Hefur það síðan verið rekið með hinum mesta myndarbrag, og á skemmtunum þar ríkir afar skemmtilegur og góður andi. Kvikmyndasýningar eru að jafnaði 3—4 í viku í Tjarnarborg. PRESTURINN AUGLÝSIR RÆÐUEFNIN. Prestur Ólafsfirðinga er nú séra Ingþór Indriðason, og er þetta annað árið hans. Hann þjónar bæði Ólafsfjarðarkirkju, sem var byggð 1916, en þá fluttist prest- setrið til kaupstaðarins frá Kvía- bekk, og Kvíabekkjarkirkju. Ann ars er Kvíabekkur fornfrægur staður, því að þar var stofnað að tilhlutan Lárenzíusar Kálfssonar Hólabiskups eins konar elli- og örorkuhæli fyrir uppgjafapresta um 1330. — Séra Ingþór hefur nú sunnudagaskóla og biblíulest- ur og heldur uppi æskulýðsstarfi. Hann hefur þá venju að auglýsa ræðuefni sitt opinberlega fyrir hverja guðsþjónustu, og nýtur sá háttur mikilla vinsælda, enda er kirkjusókn hjá honum fádæma mikil. Læknir á Ólafsfirði er nú Hreggviður Hermannsson. Und- irbúningur mun nú vera að hefj- ast að nýbyggingu sjúkraskýlis og elliheimilis. Einnig er ljós- móðir á staðnum, Lára Vilhelms- dóttir. Um síðustu jól var sett upp endurvarpsstöð útvarps í Ólafs- firði, en áður höfðu hlustunar- skilyrði einlægt verið sérlega slæm. Eftir nýárið komst Ólafs- fjörður í samband við sjálfvirka símakerfið, og er svæðisnúmerið það sama og á Dalvík, 966. Rás- irnar til Ólafsfjarðar munu þó vera í fæsta lagi. Um aðflutninga á vörum verða Ólafsfirðingar að treysta mjög á Ríkisskip á vetrum, en á sumrin ganga tveir vöruflutningabílar á milli Reykjavíkur og Ólafsfjarð- ar. Á Ósbrekkueyrum í fjarðar- botninum vestanverðum er lítill flugvöllur, sem notaður er við sjúkraflug, en úm áætlunarflug er ekki að ræða, enda völlurinn engan veginn miðaður við slíkt. AFLAMAGN OG BÚFÉ. Eins og áður segir, er sjávarút- vegur aðalatvinnugrein Ólafsfirð- inga, og hefur svo verið allt frá aldamótum. Hafnarframkvæmdir hafa verið gerðar fyrir ca. 30 millj. kr., og auk þess hefur ný- lega verið unnið að lendingar- bótum að Kleifum vestan fjarð- arins, þar sem nál. 30 íbúar eru. Frá 1930 hefur Ólafsfjörður ver- ið talinn ein mesta þorskveiði- stöð norðanlands, og 1965 fisk- uðu bátarnir þar 2511 smálestir af fiski, og síldarverksmiðjan tók þá á móti 31.600 málum af síld og síldarúrgangi. Það ár voru fluttar út frá Ólafsfirði 639 smá- lestir af frystum fiski, 476 smá- lestir af saltfiski, 101 smálest af skreið, 1036 smálestir af síldar- og fiskimjöli, 5681 tunna af salt- síld, 586 smálestir af síldarlýsi, 192 tunnur af lýsi og 170 tunnur af gotu. Til mjólkursamlagsins í Ólafs- firði bárust 1965 383.729 lítrar af mjólk, og voru 68% þar af neyzlumjólk. Haustið 1965 settu bændur þar á vetur 186 naut- gripi, 1760 kindur og 42 hross. FRAMTÍÐARHORFUR. Aðalbaráttumál Ólafsfirðinga hef ur lönfum verið hafnargerðin. Auk frekari aðgerða í því efni mun nú vera á döfinni varanleg gatnagerð, en það mál hefur orð- ið út undan til þessa. Ráðgert er að taka aðalgötuna fyrir og fjar- lægja úr henni hús og skúra, sem eru þar fyrir, en lítið hefut orðið af framkvæmdum í þessu efni ennþá. Við enda aðalgötunn- ar, þar sem komið er inn i bæinn að norðan, þarf að færa veg- inn ofar á kafla. Ólafsfirðingar horfa björtum augum til framtíðarinnar, þó að margt sé auðvitað ógert í kaup- staðnum, enda eru þeir bjart- sýnir að eðlisfari, og gestrisni þeirra er óhætt að lofa. Dagur þakkar þeim er greiddu götu tíðindamanns blaðsins í Ol- afsfirði nú fyrir skemmstu, og Ölafsfirðingum í blaðið allra heilla. héild óskar □ Hiíler sagði, að Pól- verjar hefðu ráðizt á jÞýzkaland, Boðar s!úð-| ursaga Mbl. frá Fá- fskrúðsfirði nýja ofsóknj gegn samvinnu- félögunum? Ö ~ -f- I & I Hefur nær ekkerf handbærf fé VORIÐ 1966 var lögfestur svo I I í I nefndur Atvinnujöfnunarsjóð ur, og hafa stjórnarblöð látið mikið af fjármagni hans og getu, en hann 'hefur verið sagður hafa 360 milljóna kr. stofnfé. Því fer þó fjarri, að þetta fé bótasjóðsins, þ. e. útistand- andi „atvinnuaukningarlán“, 116 milljónir. Þessi lán eru sum mjög hæpin eign, þar eð talið mun hafa verið, að þau ættu að greiðast eftir hentug- leikum. 3. Mótvirðisfé 55 millj. sem sjóðurinn fær á 5 árum. sé yfirleitt handbært eða verði -> það á næstunni. í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu um gert er ráð fyrir að Atvinnu- Atvinnujöfnunarsjóð var stofn jöfnunarsjóður fái á fjórúm féð sundurliðað, og talið alls 364 milljónir kr. Sundurlið- unin er svohljóðandi: um að ræða nafnbreytingu, en gamli Atvinnubótasjóðurinn fékk 10 milljónir frá ríkinu á ári. Aðrar tekjur sjóðsins með nýja nafninu verða einhverjir vextir þar til álverksmiðjan er tekin til starfa, og er gert ráð fyrir að tekjur frá henni komi fyrst til sögunnar árið 1970 og t f i 4. Mótvirðisfé 43 millj. sem verði fyrst 16 milljónir kr. á an. t * 1 1. Framlag úr rikissjóði 150 * milljónir, sem greiðist á 10 ár- um eða 15 milljónir á ári. 2. Eignir gamla Atvinnu- Má af þessu sjá, að til fram- ^ árum. kvæmda, t. d. samkvæmt Norð f Um 3. og 4. lið er það að urlandsáætluninni, sem ein- ’f segja, að það fé var í vörzlu hvem tímann á að líta dagsins ? Framkvæmdabankans og sjálf Ijós, verður ekki um verulegt | fé að ræða frá sjóði þessum á næstimni, og því engin ástæða fyrir fólk úti á landi að taka neitt forskot á sæluna. □ sagt talsvert af því í útlánum. Af þessu er Ijóst, að eignir Atvinnujöfnunarsjóðs hafa lít ið vaxið, og er því aðallega Hvernig er grunnur viðreisnarsfefnunnar? & EFTIR 8 ára ’samfellt góðæri er grunnur viðreisnarstfefunnar, sem næst því er hér segir: I heilbrigðismálum má benda á sjúkrahús Reykjavíkurborgar og viðbyggingu við- Landsspítal- ann, en báðar þessar „þyggingar hafa staðið yfir um.áratúgaskeið. Um heilbrigðismálin leyfir rikis- stjórn viðreisnarstefnunnar eigi að fluttur sé þáffur í útvarpinu, málinu til skýringar,- heldur geng ur hún fram fyrir skjölflú um að stöðva þáttinn og brýtur þannig þann lýðræðisanda, sem á að vera útvarpinu leiðarljós i nútíð og framtíð. Togurum þjóðarinnar hefúr fækkað um rösklega • helmjng í tíð viðreisnarstefnunnar, og: ver- ið seldir úr landi margir hverjir fyrir brotajárnsverð. Nú, rétit fyr- ir nýjar kosningar,. er skipuð nefnd til að athuga um smiði’4 reynslutogara, sénnilegá til að láta menn halda, að þessum mál- um verði nú kippt í lag á kom- andi kjörtímabili. Oðaverðbólga sú, sem viðreish- arstefnan hefur magnað í land- inu hefur leitt yfir þjóðina marg-/ þætta erfiðleika, raunar sv mikla, að viðreisnarstjórnin varð afl gefa út stöðvunarlög, sem gert er ráð fyrir að gildr fyrst og fremst fram yfir næstu kosning- ar, en þá muni meinið læknað með nýrri gengisfellingu. Landbúnaðurinn hefur eigi átt upp á pallborðið hjá viðreisnar- stefnunni, ýmist er honum sagt að fækka kúnum og fjölga fjár- stofninum og verður þess senni- lega eigi langt að bíða, að boð- orðið verði að fjölga kúnum og fækka fjárstofninum. Það er tal- að um þjóðarböl í sambandi við þá fjárstyrki, er landbúnaðurinn nýtur, en á sama tíma styrkir viðreisnarstjórnin svissneskan auðhring til að koma hér upp ál- vinnslu og selur honum rafmagn undir kostnaðarverði. Sjávarútvegurinn, sem réttilega stendur undir langsamlega mest- um gjaldeyristekjum þjóðarinnar, á i vök að verjast þrátt fyrir mörg gjöful góðæri, en verður að líða fyrir ranga stjórnarstefnu í vaxta- og lánamálum og hafa sumir brautryðjendur í útgerðar- málum þjóðarinnar orðið að selja skipin sín, til þess að þjóna j kröfum viðreisnarbankavaldsins. Hinn almenni iðnaður lands-í manna á í vök að verjast, sumar greinar hans hafa þegar verið lagðar að velli. Hinn frjálsi inn- flutningur, sem Gylfi lofar í hverri ræðu, sem; hann flytur, hefur þegar svift marga Alþýðu- flokksmenn atvinnu þeirra ■ og fleiri munu á eftir fara, ef byggt verður áfram á grunni viðreisn- ' arstefnunnar. Það verður eigi viðreisrtarstefn- an sem hættir að flytja inn tertu- _■ botna og margs konár glingur frú Japan og fleiri löndum, heldúr verður það skortur -á erlendum gjaldeyri til slíkra ■ kaupa, sem’ stöðvar þann iiinflutning. Þ^þ , vita allir, sem v;ð viðskipti fást, hvernig viðreisnarstefnan • hrökk við, er fyrsta verðfall á fiski, mjöli og lýsi skall yfir þjóðina ’á ■ s.l. ári. Höftin verða frámkvæmd í gegnum banka þjóðarinnar, án . þess að upp rísi skömmtunar7 nefndir, sem oft er.vísað til frá dögum vinstri stjórnarinnar. Gjaldeyrissjóðurinn, sem oft er vitnað til af viðreisnarstefnu- postulunum, verður fljótur að ét- ast upp, þegar gjaldeyristekjur; ■ þjóðarinnar eru komnar í full- komið ósamræmi við innflutn-^’ ingsþarfir viðreisnarstefnunnar.. Það er nefnilega þannig, að þessi taumlausi innflutningur, sem er sagður í té látinn til að gleðja þjóðina, er jöfnum höndum í té látinn til að gleðja viðreisnarrik- isstjórnina í sambandi við aukn- ar tolltekjur í ríkissjóð. Núorðið þarf ríkisstjórnin nefnilega tals- vert miklar tekjur til að styrkja atvinnuvegi þjóðarinnar — þrátt fyrir það, að hún hefur beitt sér fyrir tveimur gengisfellingum krónunnar til að losna við slíka styrki. Það má segja um þetta, að margt fer öðruvísi en ætlað er. Blessuð viðreisnarstjórnin hefur orðið að söðla um oftar en hún gerði ráð fyrir í öndverðu, en slíkt ómak hefur hún eigi tal- ið eftir sér, því að sagt er, að ráðherrarastólarnir séu með betri stólum, sem hægt er að sitja í hér á landi. Á þessum grunni, sem hér hef- ur verið lýst, á að byggja fram- tíð þjóðarinnar á komandi árum, samkvæmt ósk forkólfa viðreisn- arstefnunnar. Margur mundi líklega vilja kalla þetta rústir fremur en grunn. Á þessum rústum viðreisnar- stefnunnar þarf að byggja að nýju. Það þarf nýja stjórnar- stefnu, nýjar leiðir. Þessi viðreisnarstjórnarstefna er nú þegar búin að ganga sitt skeið og góðærin, sem gengið hafa yfir þjóðina á þeim árum, sem hún hefur farið með völdin, hafa orðið þess valdandi, að hún hefur hangið fram á þennan dag. Flest eða allt gengur nú úr- skeiðis hjá henni, nema ferðalög ráðherranna. Það líður varla svo dagur, að eigi sé sagt frá utan- ferð eins eða annars ráðherra, og er farið að tala um, að þeir muni stjórna þjóðarskútunni fullt eins mikið á ferðalögum erlendis sem í ráðherrastólunum heima. Flug- tíma sumra ráðherranna er farið að jafna við flugtíma atvinnu- flugmanna. Þessir menn eiga að fá að fljúga fyrir fullt og allt úr ráð- herrastólunum, og það ert þú, kjósandi góður, sem þeir hræðast mest. Það ert þú, sem með at- kvæði þínu, getur lagt lóð þitt á vogarskálina og breytt íslenzku stjórnarfari frá því sem er, í far- sælt og heilbrigt þjóðlíf. Q Skömmlunarstjórar ÞEGAR grípa þurfti til víð- tækrar vöruskömmtunar í ágúst 1947, gekk Mbl. fram fyrir skjöldu í því að rétt- læta skömmíunina. I Reykja víkurbréíi Mbl. (Bj. Ben?) sagði m. a. svo: „Alþjóð manna tekur skömmtun og slíkum ráðstöfunum sem sjálfsögðum hlut“, enda unn ið að þessum málum „af ein- lægum hug... .“ Skömmtunarstjórar frá þessum tíma eru þeir Bjarni Ben. og Emil Jónsson. Nú hræða stjórnarflokkarnir fólk á skömmtun og höftum og segja að Framsókn myndi táka slíkt upp ef hún fengi að ráða. Þegar það er í huga haft, að óyggjandi sannanir eru fyrir því að íhaldið hef- % ur flokka mest og oftast bein X línis staðið fyrir illræmdri skömmtxm og höftum, er áróður þeirra í þessu efni bæði lítilmannlegur og heimskulegur. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.