Dagur - 03.06.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 03.06.1967, Blaðsíða 8
Fyrsta góðviðrisdag sumarsins fýlltist útisundlaugin af yngstu borgurum bæjarins. (Ljm.: E.D.) SMÁTT OG STORT UPPBÓTARSÆTIÐ bandalagið, og mun árciðanleiki Undanfarið hefur blaðið Verka maðurinn eytt geysimiklu rúmi til að reyna að sanna það, að Framsóknarmenn gætu hvergi unnið nýtt þingsæti og ekki heldur fengið uppbótarsæti. í útvarpsumræðunum á þriðju- daginn lét Benóný Arnórsson 3. maður G-listans hins vegar Iiggja að því, að Framsóknar- menn kynnu að fá uppbótar- sæti, en hafði þar við, að athuga, að þetta sæti yrði í Reykjavík. Þetta þykir nú líklegt, en þó ekki líklegra en það, að um- framatkvæði G-iistans hér nyrðra, ef Björn nær kosningu, verði til að tryggja einum reyk- vískum línukommúnistanum til viðbótar uppbótarsæti. þeirrar fréttar eitthvað svipað- ur og hinnar um brottför Frakka úr Atlantshafsbanda- laginu. HARÐINDATAL MAGNÚSAR -í útvarpsumræðunum lét Magn ús Jónsson af því að tíðarfar hefði verið hart undanfarið og aflabrestur hér um slóðir. Þann ig. vildi f jármálaráðherrann koma sökinni varðandi efna- hagsvandræðin af stjórninni á veður- og aflaguðina. Er aug- ljóst að honum hefur fundizt vorið kalt, eftir að hann kom norður í framboðsleiðangurinn. En þó þetta vor hafi verið kalt verður því ekki haggað að und- anfarin ár hefur verið metafli Síldarverðið og viðhorf sjómanna FRÁ Verðlagsráði sjávarútvegs ins: j< „Á fundi yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í nótt var ákveðið að lágmarksverð á síld tíl bræðslu veiddri Norðan- og Austanlands á tímabilinu frá 1. júní til 31. júlí 1967 skuli vera kr. 1.21 hvert kíló. Verðákvörð- un þessi var gerð með atkvæð- um oddamanns og fulltrúa síld- ■arseljenda gegn atkvæðum full- trúa síldarkaupenda í nefndinni. ■ í yfirnefndinni áttu sæti: Jónas H. Haralz, forstjóri Efnahags- stofnunarinnar, sem var odda- maður, Guðmundur Jörunds- MENNINGARLEGUR UNGMENNAHÓPUR RÚMLEGA 100 manna hópur nemenda og kennara Gagn- fræðaskólans á Akureyri er ný- kominn hehn úr náms- og skemmtiferð til Skotlands. Það er ánægjulegt að geta skýrt frá því hér í blaðinu, að þessi hópur vakti athygli á fleiri en einum stað fyrir prúð- mannlega framkomu og menn- ingarlega. T. d. sagði forstöðu- maður fjölsótts farfuglaheimilis, að þar hefði aldrei komið jafn prúður 100 manna hópur og mennilegur, og víðar var um- sögn á svipaðan veg. 1 samtali við skólastjórann, sem jafnframt var fararstjóri, staðfesti hann, að þessi ummæli eru rétt — og réttmæt. Er gleði- legt, að hópur ungmenna er bæ sínum og landi til sóma. . d r Ættjörðin þarfnast landsbyggðar. Byggða- jafnvægið er stærsta sjálfstæðismál þjóðar- innar. Kjósið ekki and- sfæðinga byggðajafn- vægissíefnunnar á þing son, útgerðarmaður og Jón Sig- urðsson, formaður Sjómanna- sambandsins, fulltrúar síldar- seljenda og Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri og Valgarð J. Olafsson, framkvæmdastjóri, fulltrúar síldarkaupenda. Áður en verðákvöi'ðun þess- ari.var vísað til úrskurðar yfir- ákveðið að skipta sumarverð- nefndar hafði Verðlagsráðið tímabilinu í tvennt, þ. e. 1. júní til 31. júlí óg frá 1. ágúst til 30. setpember. Verður lágmarks- verðið á síðara "tímabilinu ákveð ið fyrir þann 1. ágúst n.k. Verðlagsráðið hafði ennfrem- ur ákveðið, að heimilt skuli vera að greiða kr. 0.22 lægra fyrir hvert kíló síldar, sem tek- in er úr veiðiskipi í flutninga- skip utan hafna. Flutningasjóður síldveiðiskipa verður ekki starfræktur það tímabil, sem bræðslusíldarverð ið hefur nú verið ákveðið á. Reykjavík, 31. maí 1967. Verðlagsráð sjávarútvegsins“. Tilkynningin frá samtökum síldveiðisjámanna hljóðar svo: „Stjórn samtaka síldveiðisjó- manna álítur að fulltrúar selj- enda í verðlagsráði hafi við ákvörðun bræðslusíldarverðs tekið þá skástu afstöðu, sem um var að ræða, eftir þeim lögum sem verðlagsráð verður að vinna eftir og miðað við hið lága heimsmarkaðsverð, sem er á síldarafurðum í dag. Hins vegar vill stjórnin taka það fram, að hún telur óeðlilegt að sjómenn og útgerðarmenn taki á sig það mikla verðfall, sem orðið hefur á síldarafurð- um óbætt, þar sem öll þjóðin hefur notið góðrar afkomu síld- veiðanna á undanförnum árum. Ennfremur vill stjórn samtak anna taka fram að þegar gerðar verða ráðstafanir útgerðinni til handa munu sjómenn standa fast á, að þeirra hlutur verðí bættur að sama skapi og hlutur útgerðarinnar. Stjórnin álítur að vinna beri að niðurfellingu útflutnings- gjalda af sjávarafurðum og vinna beri að hærra markaðs- verði sjávarafurða með beti'a sölufyrirkomulagi og aukinni nýtingu aflans." Q NÝJUSTU FRÉTTIR í útvarpumræðunum sagði einn af ræðumönnum G-list- ans, að Frakkar hefðu nú sagt skilið við Atlantshafsbandalag- ið. Þóttu þetta óvænt tíðindi, enda liöfðu þau ekki spurzt áð- ur í gegn um fréttastofnanir. Við þetta bætti ræðum. svo, að ungt fólk hópaðist nú í Alþýðu- Hafnarframkvæmdir stöðvaðar Hrísey 1. júní. Hér er lítið um að vera þessa dagana. Bátarnir afla þó töluvert í net, og hafa þeir fengið frá 10 og upp í 14 tonn annan og þriðja hvem dag. Allar framkvæmdir viðvíkj- andi höfninni hér hafa stöðvazt, vegna verkfallsins á flutninga- skipunum. Hafa ekki fengizt flutt tækin hingað út eftir. Ár- vakur hafði ætlað að flytja þau, en það fékkst ekki, og liggur öll vinna því niðri. Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur er önnum kafinn við að kynna sér lifnaðarhætti rjúpunnar, sem mun vera farin að verpa. Hann sagði nýlega, að nokkuð minna væri um hana í ár, en verið hefur undanfarin ár, svo allt bendir til þess, að hún sé komin í þá lægð, sem kemur tíunda hvert ár. S. F. ár frá ári og yfirleitt hið mesta góðæri af náttúrunnar hálfu. Magnús verður því að leita ann arra skýringa á efnahagsvand- ræðum þjóðarbúsins. KENNDI MARGRA GRASA í útvarpsúmræðunUm frá Skjaldarvík á þriðjudaginn kenndi margfa grasa og var skemmtilegt á að hlýða. Bragi auglýsti kjarnfóður, flutti land- búnaðarþátt og mælti vinalega til bænda. En flokki hans' lief- ur tekizt þáð, sein öðrum hefur ekki tekizt, að þurrka svo út fylgi sitt í svéitum, að þélr menn þykja undarlegir þar, sem kjósa Alþýðuflokkinn. BÍLAR OG VELMEGUN Einn ræðumanna stjórnarflokk anna benti sérstaklega á mikinn innflutning bíla, sem tákn vel- megunar og er það að vissu leyti rétt, eða svo langt sem það nær. Innflutningur bíla og ann- arra hátollaðra vara hefur ver- ið mikill og kaupgeta manna víða góð. En þess gat ræðumað- ur ekki, sem kannski ekki var von, að núverandi stefna í efna- hagsmáluni höfðar mjög til eyðslunnar, enda er hún aðal- forsenda þess að fleyta ríkis- sjóði. Aðrir telja sér skylt að fara gætilega með dýrmætan (Framhald á blaðsíðu 6). HERMÓÐUR GUÐMUNDSS0N: NÚKÝS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN Jónsmessudraumurinn FRA LEIKFÉLAGINU: Allra síðasta sýning á Jónsmessu- draumi verður á sunnudags- kvöldið kl. 8. Q ÉG ER OÁNÆGÐUR MEÐ ST J ÓRN ARSTEFNUN A vegna þess hve margt hefur brugðizt af gefnum loforðum ríkisstjórnarinnar. Því hef ég talið skyldu mína að vinna gegn stjórnarstefnunni í þess- um kosningum. Haldi stjórnin velli er sjálfstæði þjóðarinnar í mikilli hættu. Þrengt mun verða að bændum og verka- mönnum vegna kröfu hálauna stéttanna og hlutur landbún- aðar gerður æ minni og minni af umhyggju fyrir Faxaflóa- svæðinu, sem núverandi rík- isstjórn telur sitt lífakkeri. Gegn landbúnaðinum hefur ríkisstjórnm breytt margvís- legri löggjöf bændum til ó- þurftar og samþykkt hinn ill- ræmda launaskatt á bændur, sem nemur nú 8% eyri á hvern mjólkurlítra. Hún stytti stofnlán og hækkaði vexti á þeim, breytti framleiðsluráðs- ■lögunum tvisvar til óhagræðis fyrir bændur, fyrst 1960 með því að taka upp takmarkaðar útflutningsbætur í stað leyfi- legia veiðhækkana á innan- landsverði, til þess að bæta upp útflutninginn, samkvæmt hæstaréttardómi, sem kveðinn var upp um það efni, og nú síðast 1966 vó hún í sama kné- runn með afnámi ákvæðis- vinnu og aflahlutar til viðmið unar kaupi bóndans, sem nú mun lækka tekjur bænda verulega frá því, sem eldri lög gerðu ráð fyrir. Þá getur iðnaðurinn ekki bú izt við neinu góðu af ríkis- stjórninni, takist henni að halda velli, eins og hann hefur verið leikinn grátt undanfarið með hinum hömlulausa inn- flutningi iðnaðarvai-a, eins og tertubotna-innflutningurinn ber ljósan vott um. En á þessu græðir heildsalastéttin, sem ríkisstjórninni er þóknanleg. Stóriðja á svo auðvitað að halda áfram til þess að styrkja ríkisstjórnina í sessi og til þess að gera Stór-Reykjavík enn stærri á kostnað landsbyggð- ar, þar sem gjaldeyrisöflun þjóðarinnar fer aðallega fram. Inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu verður ekki svo langt að bíða, gangi stjórnin með sigur af hólmi í kosningunum. Sameiginlegur vinnumarkað- ur og hömlulaus innflutningur erlends fjármagns er óska- draumur ríkisstjórnarinnar, (Framhald á blaðsíðu 7) Hermóður Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.