Dagur - 16.12.1967, Síða 8
B
SMÁTT OG STÓRT
„EINHVERJA BÓK“
Menn eru nú íamir að velja sér
bækur til að lesa um jólin og til
að gefa ættingjum og vinuni.
Margir koma inn í bókabúð, og
velja þegar þangað er komið.
Ég ætla að fá einhverja bók,
segja margir. Svo er litið á bók
artitla og höfundanöfn, spurt
um verð. En stundum er útlit
bókar látið ráða. Það er mjög
til fyrirmyndar, sem sjaldan er
þó gert, að hafa einskonar bók-
menntaráðunaut í bókaverzlun
um, til þess að an.ðvelda fólki
bókakaup. Þótt það sé vanda-
verk, ætti það að vera til mikils
liagræðis fyrir viðskiptavinina.
TILVILJUN RÆÐUR
Margt getl'-r ráðið bókavali.
Fyrir nokkrum dögum keypti
aldraður maður, þrjár bækur,
allt síðustu bók Ólafs Tryggva-
að liér hafi menn gert beztu
kaupin, sem unnt var að gera,
heldur til að sýna það, að til-
viljun ræður oft slíkum kaup-
um. Um leið undirstrikar þetta
það, að bók skal það vera og að
bækur, sem menn kaupa handa
öðrum en sjálfum sér, er megin
hluti bókaverzlunarinnar nú,
sem endranær.
ÞAKKA ÞÆGILEGHEITIN
Okkur er gjarnt að mikla fyrir
okkur vankunnáttu. og stund-
um ekki nægilega háttvísa fram
koniu verzlimarfólks. Gagn-
stætt þessu minni ég á tvö ný-
leg atvik. Maður einn fékk við-
gerð á þörfum lilut hjá litlu
fyrirtæki, sem annast verzlun
og viðgerðir. Er maðurinn sótti
hlut sinn, skiptust liann og
verzlunareigandinn á einhverj-
um orðimi, og er hann ætlaði
Gunnarsstöðum Þistilfirði 15.
des. Hér var norðan hvassviðri
í nótt en bjart nú og ekki kom-
inn mikill snjór.
Lítið er hér um kjarnfóður-
vörur því 60 tonnin, sem komu
í haust, endast skammt. Og enn
eru bændur ekkert famir að
sjá af harðindalánunum og þau
munu hvergi nægja til að mæta
hækkunum á rekstrarvörum,
sem af gengisfellingu stafa. En
ætlunin var, að Bjargráðasjóð-
ur annaðist fyrirgreiðslur lána
og framlaga og þangað sendu
bændur umsóknir sínar, eða
Blönduósi 15. des. Nú held ég
að blessuð viðreisnin þyrfti ein
hverra hressingar með, því
gengisfellingin er síður en svo
allra meina 'bót. Samkvæmt
nýjustu fregnum frá Alþingi
nm áfengismál, og í þeim dúr,
sem forsætisráðherra-bróðir
sagði iþá, mætti segja, að við-
reisnin þyrfti daglegan „afrétt-
ara“ um' þessar mundir, þótt
öðru nafni nefndist.
Þriðjungs hækkun.
í viðskiptalífinu er víðast
þungt fyrir fæti. Sem dæmi má
nefna 'þriðjungs hækkun á ein-
um stærsta rekstrarlið landbún
aðarins, en þar á ég við kjarn-
fóðrið, sem inn þai'f að flytja og
nú meira en oftast áður vegna
takmarkaðra lieyja.
Daguk
kcmúr næst út á sunnudaginn
og tekur blaðið á móti auglýs-
ingum meðan rúm endist fram
eftir dcgim'in í dag.
hreppsnefndir fyrir þeirra
hönd. Svo situr allt fast.
Tveir menn fóru í tveggja
daga"fjárleit á snjósleðum inn
um heiðar og lágu eina nótt í
gangnamannakófa. Fundu þeir
tvö lömb og var annað þeirra
ómarkað, grár hrútur. Talið er
líklegt að Gráni sé undan for-
ystuá frá Gunnarsstöðum, sem
kom að í haust með gráa gimb-
ur — einnig ómarkaða. En ekki
veit ég hver talinn verður eig-
andi. Væntanlega er hér efni í
forystusauð, hver, sem hreppir.
Tveir mehn, á Þórshöfn, þeir
En jól munum við þó halda
eins og áður og reyna þá að
varpa af okkur mestu áliyggj-
unum í bili. Nú þegar eru marg
ar húsmæður búnar að búa til
laufabrauðið, og þá finnur mað
ur, að skammt er til jóla!
Ó. S.
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á
Akureyri héldu ágætan fund
um bæjarmálin á mánudaginn.
Framsögumenn voru þeir Sig-
urður Óli Brynjólfsson og Stef-
án Reykjalín bæjarfulltrúar.
Fundarstjóri var Hákon Eiríks
son.
Sigurður Óli Brjnjólfsson
ræddi fyrst um byggingafram-
kvæmdir á Akureyri, sérstak-
lega þær, sem eru á vegum bæj
arins, svo ■ og gatnagerðina.
Ivom fram, að áætlanir hafa
staðizt allvel. Á þessu ári er að
mestu lokið við fjölbýlishúsið í
Glerárhverfi, viðbyggingu Gagn
fræðaskólans, Xþróttaskemman
var tekin í notkun snemma á
árinu og skíðalyftan nú fyrir
Hákon Kristinsson og Vilhjálm
ur Sigtryggsson, hafa tekið þil-
farsbátinn Freyju, 30—40 tonna
bát, á leigu til fiskiróðra. Dálít-
ið hefur aflazt þegar gefur og
er róið með línu, en Vilhjálmur
er formaðurinn og báturinn
mannaður heimamönnum.
Slarkfært er á jeppum til
Raufarhafnar og Vopnafjarðar.
Ó. H.
Sigurður Óli Brynjólfsson.
skömmu. Flutt var í hið nýja
skrifstofuhúsnæði bæjarins, ráð
húsið. Öll þessi mannvirki, sem
eru fjárfrek, eru nauðsvnleg og
hafa verulega þýðingu, hvert á
sínu sviði, hafa verið tekin í
notkun og þjóna nú þeim til-
gangi, sem þeim var ætlað, þótt
þeim sé ekki öllum að fullu
lokið.
Þá minntist Sigurður þess, að
vonir stæðu til, að unnt yrði að
taka nýju bókhlöðuna í notkun
á næsta ári, ennfremur fanga-
geymsluna og þvottahús Fjórð-
ungssjúkrahússin’s og einhvem
hluta iðnskólahússins nýja.
Sagði ræðumaður, að stefnt
væri að því að koma þeim bygg
ingum áfram, sem byrjað væri
á, og naumast yrði verk hafið
við nýjar fvrr en tryggt væri
fjármagn til þeirra svo unnt
væri að ljúka þeim á viðuriandi
byggingartíma, enda vævi það
eitt af stefnuskráratriðum
Framsóknarmanna, að skipu-
leggja framkvæmdir betur en
verið hefði. Hann sagði einnig,
að þurft hefði að taka skamm-
tíma lán til að Ijúka sumum
þeim framkvæmdum, er að
framan getur og kæmi það því
sonar. Af því spunnust ein-
hverjar orðræður og lét sá aldr
aði svo ununælt, að þessar bæk
ur ætlaði hann að gefa og teldi
hann slíka bók góða jólagjöf.
Eftir nokkur augnablik gengu
átta ánægðir menn úr búðinni
með Ólafs-bók undir liendinni.
Orð hins aldna höfðu ráðið
úrslitum í bókavalinu. Hér er
ekki verið að halda því fram,
Stefán Reykjalín.
miður niður á þeim fram-
kvæmdum, sem framundan
væru.
Þá gerði ræðumaður gatna-
gerðaráætlunina að umtalsefni
og taldi, að hún hefði í megin-
atríðum staðizt og sagðist hann
vilja leiðrétta þann algenga mis
skilning, að malbikun flugvall-
arins hefði tafið gatnagerðar-
framkvæmdir í bænum.
Til malbikunar, gangsteina
og kantlagningar var áætlað að
verja 2.2 millj. kr. á árinu og
til endurbyggingar gatna 3
millj. kr. Þá var áætlað til hol-
ræsagerðar 5 millj. kr. og til
viðhalds 6 millj. kr. Ræðumað-
ur minnti á, að með því að taka
að sér malbikunarframkvæmd-
ir við flugvöllinn, hefðu mal-
bikunarvélar bæjarins fengið
verðug verkefni og nauðsynleg,
sem hefðu gefið allmiklar tekj-
lir í aðra hönd. Slíkt ætti að
auðvelda áframhaldandi mal-
bikunarframkvæmdir í bænum
eftirleiðis. Sigurður Ó!i Brynj-
ólfsson kom víða við í ræðu
sinni og hugleiddi nokkuð að
síðustu um væntanlega fjár-
hagsáætlun bæjarins.
Stefán Reykjalín rakti fyrst
að borga, fékk hann þetta svar:
Þakka þér innlitið og þægileg-
heitin, þau eru peningavirði.
Viðskiptavinurinn kom beina
leið á skrifstofu blaðsins til að
spyrja, hvort eitthvað væri að
nianninum. Nei, það er ekkert
athugavert við manninn þann.
HINN MAÐURINN
Á opinberum þjónustustað
liafði orðið örlítil töf á viðgerð,
meiri en áætlað var. Forstjór-
inn lauk verkinu sjálfur og lék
á alls oddi og auk þess lék verk
ið í höndum hans. Sá er beið og
þessar línur ritar, tók þá hend-
ur úr vösum og gat örlitið
hjálpað. Við úppgjörið sló for-
stjórinn af reikningnum og
sagði: Hér vinnum við allir fyr
ir kaupi. Mín aðstoð var vissu-
lega ekki peninga verð, enda í
því einu fólgin að draga verk-
færi eitt eftir gólfi. En viðmót
forstjórans vár sannarlega
nokkurs virði, og til hans
myndi ég leita þó liann flytti
langan veg úr bænum.
framkvæmdir <við nýju dráttar-
brautina og gat þess, að einmitt
um þessar mundir væru Pól-
verjar að afgreiða það síðasta
af efni til hennar, en það er
sleðinn, 520 tonna flutningur.
Verðhækkun vegna gengis-
breytingarinnar lendir á 10—12
millj. kr. upphæð. Verkið geng-
ur samkvæmt áætlun og reikn-
að er með, að dráttarbrautin
verði tilbúin til notkunar á
miðju næsta ári. En hún tekur
a. m. k. 2000 þungatonn, sagði
ræðumaður. Jafnframt benti
hann á, að hin stóra dráttar-
braut hefði gert Slippstöðinni
mögulegt að bjóða í smíði
strandferðaskipa þeirra, sem nú
er mjög um rætt og Ríkisskip
láta byggja.
Um framtíðarhöfn bæjarins
sagði Stefán m. a., að bæjar-
stjórn hefði í sumar, að frum-
kvæði bæjarstjóra, kosið nefnd
til að annast skipulagningu
nýrra framtíðar-vöruhafnar.
Þessi nefnd hefur síðan unnið
að málinu. Af bæjarins hálfu
voru kjörnir í þessa nefnd
Ágúst Berg og Stefán Reykja-
lín. Nefndinni sýnist, á þessu
(Framhald á blaðsíðu 2).
Laufabrauð - cg skammt til jóia
Ræddu bæjarmáliu á ágætum félagsfimdi