Dagur - 17.12.1967, Side 1
HOTEL
Herbergis-
pantanir.
Ferða-
skrifstofan
Túngötu 1.
Akureyri.
Sími 11475
Dagur
L. árg. — Akureyri, sunnudagmn 17. desember 1967 — 79. tölublað
Ferðaskrifsfofan
Túngötu 1.
Sími 11475
Skipuleggjum
ódýrustu
ferðirnar
til
annarra
landa.
Sérstök Jólafargjöld
F.í. fyrir skólafólk
EINS og mörg undanfarin ár,
mun Flugfélag íslands nú auð-
velda skólafólki ferðir heim um
jólin með því að veita því sér-
stakan afslátt af fargjöldum.
Allt skólafólk, sem óskar eft-
ir að ferðast með flugvélum fé-
lagsins um hátíðirnar á kost á
sérstökum fargjöldum, sem eru
25% lægri en venjuleg fargjöld
innanlands og gilda frá 15. des-
ember til 15. janúar 1968.
Til þess að njóta þessara
kjara þarf að sýna vottorð frá
skólastjóra, sem staðfesti að við
komandi stundi nám og að
keyptur sé tvímiði og hann not-
aður báðar leiðir.
Mikil umferð um
Egilsstaðaflugvöll
Egilsstöðum 16. des. Snjóföl er
í byggð og lítill snjór á heiðum.
En dag hvern eða því sem næst,
lokast þó Fjarðarheiði og Fagra
dalsbraut vegna rennings. En
leiðin til Borgarfjarðar er held-
ur vond því þar hafa myndazt
svellbunkar, sem eru stórhættu
legir og er þar naumast fært
nema jeppum með keðjur á öll-
um hjólum. Njarðvíkurskriður
eru hættulegastar.
Hér um slóðir eru menn í
sárum eftir hið hörmulega bif-
reiðaslys. Og nú er þriðji pilt-
urinn dáinn, Þorgeir Bergsson,
18 ára, héðan úr Egilsstaða-
kauptúni, en hann var einn
þeirra, er í 'bílslysinu lentu.
Umferð er nú mikil um Egils
staðaflugvöll. Skólar eru að
gefa jólafrí um þessar mundir,
ennifremur er fólk að fara úr
vinnu af Austfjörðum. V. S.
'iiiimiiiiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiMmiiimimMiiiiiiimiimiiiiiiimiimimtimiMiiHmmiHiimiHmHiiiiiiimiiimmiiimitiiiiiHiitimiimiiiiiiitmiiiMiiiiiiiimiiimiimiiiiiimiiiiiMimiiiiHiHmiMiiiiimitiiiiiiiM
. 'W :
Ný Súla Leós Sigurðssonar kom til Akureyrar í gær — 400 tonn að stærð.
(Ljósm.: E. D.)
iiiiiHmiiiiiiiiiimmimmmiiimimiimiiiiiHmmimmmiiiimiiiiimiimmmmmmimmmiimmmmmmmmmiimmmuiimmimmimmmmmmmimmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmi
. fi • ■ ■■. -•
FERÐAMENN LENTU í HRAKNINGUM
Dalvík 16. des. Bátarnir Bjarmi
II, Loftur Baldvinsson, Björg-
vin og Björgúlfur eru allir
komnir heim af síldarmiðunum.
í - fyrrakvöld var vitlaust
veður, blindstórhríð og kóf svo
mikið að illfært var. Áætlunar-
bíllinn kom ekki til Dalvíkur
fyrr en kl. 3 um nóttina, eða
eftir 10 klst. ferð. Hafði annar
bíll verið sendur á móti honum.
Mai-gt fólk var með og leið því
vel, nema þeim mönnum, sem
skiptust á um að ganga á und-
an. Margt ferðafólk settist að í
sveitum þar sem það var statt
er óveðrið skall á. Héðan frá
Dalvík fóru tveir menn á bíl
til Ólafsfjarðar sama kvöldið.
Þeir komust að Voghóli, gengu
þar af bílnum og héldu undan
veðrinu til Dalvíkur. Farið var
að óttast um þá og leit hafin.
Margir hafa dáið hér og í
Svarfaðardal undanfarið og nú
síðast Jón Arngrímsson fiski-
matsmaður, sem varð bráð-
kvaddur í nótt, en hann var harða skafla í hvassviðrinu.
roskinn orðinn. Vegir allir eru færir nú og veð-
Snjór er lítill og rak hann í ur sæmilega gott. J. H.
NÝTIFRYSTIHÚS BÍÐUR AFLA
Lómatjöm 16. des. Hér var jarð
sunginn frá Laufási hinn 14.
des., Björn Árnason frá Páls-
gerði. Hann bjó í Pálsgerði í
Dalsmynni um 20 ára skeið,
fluttist þaðan til Hríseyjar en
var mörg síðustu æviár sín á
Akureyri og var orðinn aldur-
hniginn þegar hann lézt en
fram að þeim tíma vel ern.
Hann var kunnur og vinsæll
sæmdarmaður, sem í engu vildi
vamm sitt vita.
Á Grenivík eru fjórir menn
að kaupa 35 tonna mótorbát,
þeir Oddgeir fsaksson, Davíð
Guðmundsson, Villijálmur
ísaksson og Orn Árnason. Þeir
koma með bátinn í næstu viku
og gera hann út héðan.
Fiskur hefur verið meiri
þetta ár en næsta ár á undan.
Frystihúsið nýja á Grenivík er
nú tilbúið til að taka á móti afla
og fær það væntanlega verk-
efni eftir áramótin. S. G.
Ófeigsstöðum í Kinn 16. des.
Hér ætlaði allt um koll að
keyra í fyrrakvöld í aftaka
norðanroki og snjókomu. Bill
valt út af vegi hjá Lækjamóti,
var að koma frá Reykjavík með
Öðru hverju bregður náttúran
upp þeim myndum, sem vel
liæfa jólunum.
Ljósmynd: E. D.
vörur. Honum til aðstoðar fór
bíll frá Húsavík og komst hann
hingað og fauk þá út af vegin-
um. Elnn ætluðu bílar að hjálpa
og fór það á sömu leið. Átta
menn gistu hér á bæjunum,
veðurtepptir. Margir fleiri
lentu í hraknmgum en ekki
urðu slys. Maður einn gekk
sama kvöld af bíl sínum á
Fljótsheiði og komst til bæja
við illan leik, en þá var með
öllu vonlaust að aka bíl.
Menn bjóða nú hátt verð í
rjúpur, en þáer láta ekki sjá sig
þótt 100 krónur sé boðið í
stykkið ,og allra sízt eftir geng-
isfellinguna.
Sumir hafe þegar gert laufa-
brauðið og eitthvað huga menn
líka að hangikjöti. En kjötreyk-
ing er hálfgerð listgrein, sem
höfð er í heiðri. Menn eru mis-
góðir í þessari grein, sem öðr-
um, en margir góðir. Sumir
bæir eru frægir reykingabæir.
Bið svo að heilsa bæjarbúum
og Eyfirðingum öllum. B. B.