Dagur - 17.12.1967, Blaðsíða 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarma'Sur:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
BREYTT VIDHORF
ÁGÚST ÞORVALDSSON vítti rík-
isstjórnina harðlega í útvarpsum-
ræðu, er vantrauststillagan var til
umræðu. Einn kafli ræðu hans var
svohljóðandi:
„Er þar skemmst að minnast við-
reisnarsöngsins og sögumar um alla
þá ódáinsakra, er nú myndu um alla
framtíð spretta sjálfsánir, ef núver-
andi stjórn fengi að halda völdum.
Þeir sögðu þjóðinni á sl. vori fyrir
kosningar, að hér kæmi ekki til geng
isfellingar. Það væru þeir búnir að
tryggja með traustum gjaldeyrisvara
sjóði og allir f jármálavitringar úti í
öðrum löndum hefðu framúrskar-
andi traust á fjánnálastjórninni hér.
Þeir lækkuðu vöruverðið fyrir kosn-
ingamar, svo að ýmsár vörur, eins og
mjólk, smjör og kartöflur voru seld-
ar fyrir hálfvirði, en ríkissjóður lát-
inn borga hinn helminginn. Þetta
var sannkölluð kosningaveizla, Dá-
lítill liluti kjósendanna varð glaður
og áhyggjulaus og veitti stjóminni
umboð til að sitja. En það voru ekki
margir mánuðir liðnir frá kosning-
unum, þegar hið sanna, sem stjóm-
arandstaðan, hafði lialdið fram í
kosningabaráttunni, fór að koma í
ljós. Fyrsta áþreifanlega sönnunin
var lækkun á niðurgreiðslum vöm-
verðsins, sú hækkun niðurgreiðsl-
anna, sem sett var á fyrir kosningar,
var aftur tekin. Kosningaveizlunni
var lokið. Annað kom og í ljós, verzl-
unarhallinn við útlönd jókst ískyggi-
lega og gjaldeyrissjóðurinn frægi
eyddist því miður fljótt. Það hefði
ekki verið talin viturleg spá, eða af
góðgirni mælt, ef einhver hefði farið
að tala um það á sl. vori á kjósenda-
fundum, að ríkisstjórnin væri búin
að taka gjaldeyrislán fyrir jól, svo
kaupmenn gætu flutt inn jólavam-
inginn, en það er nú samt svo kom-
ið, að fyrir 1 eða 2 vikum var slíkt
lán tekið, að upphæð 160 millj. kr.
Stjómin svarar því til, að þetta stafi
af aflabresti og verðfalli á ísl. fram-
leiðsluvömm erlendis. Ekki skal ég
neita því, að vöruverð hafi lækkað
erlendis á okkar afurðum síðustu
mánuði og dregið hafi úr aflamagni.
Þó má vel geta þess, að verð á salt-
fiski hefur aldrei verið eins hátt og
á þessu ári, það hefur að vísu tregast
mjög afli til verkunar í salt, en það
má vel spyrja ríkisstjómina af
liverju hún hafi á síðustu ámm horft
á það aðgerðarlaus, að togurum hef-
ur stórfækkað og fiskibátar hafa ver-
ið látnir í tuga- eða hundraðatali
hætta að veiða fisk til verkunar í salt.
Þessu dýru framleiðslutæki liggja
víða ónotuð og grotna niður og með-
an eftirspum eftir saltfiski eykst og
verðið fer hækkandi.“ □
fslenzkt þjóðfíf um aidamóf
Tvær þjóðfræðibækur frá Bókaforlagi
Odds Björnssonar
Þormóður Svemsson:
MINNINGAR ÚR GOÐ-
DÖLUM OG MISLEITIR
ÞÆTTIR
Stundum heyrast bókmennta
menn kveina undan því, að allt
of mikið sé gefið út af ævisög-
um og minningabókum. En
hvað hefði þá mátt segja, þegar
hér var ekki annað ritað en
íslendingasögur og Noregskon-
ungasögur? Sannleikurinn er
sá, að íslendingasögur nútím-
ans eru beinlinis arftakar hinna
eldri, og eru engu síður vin-
sælar en þær voru. Hér er ver-
ið að viðhalda gamalli bók-
menntalegri hefð og fer vel á
því.
Margir ráku hornin í það,
þegar verið var að safna Þjóð-
sögum Jóns Ámasonar og töldu
það þjóðinni til háborinnar
skammar að vera að festa slík-
ari ’hégóma á bók. Hver óskaði
nú éftir því að það merkilega
safn hefði farið í glatkistuna?
Og þó að ekki teljist allt það til
stórfenglegra atburða, sem sagt
er frá í minningabókum, kann
það að vera engu síður fróðlegt,
'þegar fram líða stundir. í Sturl
'úngásögu er sagt frá miklum
grúa smáatvika, sem lítið koma
við" aðalatburðum sögunnar. En
' margt af þessu er ekki síður
merkilegt. Það fyllir út þá heild
armynd, sem unnt er að gera
af þessum löngu liðnu tímum.
Sama er að segja um minninga-
bækur nútímans. Þær kunna
síðar meir að gefa upplýsingar
um ótalmargt, sem engum sagn
fræðingi hefur dottið í hug að
skrifa um. Auk þess verður
sagan alltaf meira lifandi, þegar
vér göngum undir hönd þeirra,
er lifðu samtímis atburðunum
og fáum að líta þá með þeirra
augum.
Þormóður Sveinsson hefur í
þessari bók ritað minningar frá
æskuárum sínum, er hann ólst
upp á hinum af skekktustu
öræfajörðum lengst inni í af-
dölum Skagafjarðar. Kynnu
sumir að halda, að lítill fróð-
leikur geti verið í slikri frásögn
vegna einhæfni lífsreynslunnar.
Það liggur í augum uppi, að
gildi þessarar bókar og ann-
arra líkra getur engan veginn
legið í frásögnum af stríðum
straumum örlagaríkra atburða,
sem höfundurinn hefur sjálfur
átt þátt í. Hversu margir ungl-
ingar innan tvítugsaldurs hafa
frá slíkum atburðum að segja?
Samt er þessi bók merkileg.
Hún lýsir ekki aðeins lifnaðar-
háttum og lífskjörum alþýðu-
fólks eins og það var í innstu
dölum þessa lands um aldamót
síðustu. Hún gerir líka grein
fyrir því, hvemig þessu fátæka
en gervilega fólki, sem fór á
mis við öll lífsþægindi og barð-
ist sinni harðvítugu baráttu við
skort og allsleysi, tókst þrátt
fyrir það að lifa menningarlífi,
mennta sig af eigin xammleik,
fylgjast með í þjóðmálum og
verða að drenglyndum og góð-
um þjóðfélagsþegnum við hin
erfiðustu skilyrði. Bókin segir
margt um snið og blæ þess
sveitalífs, sem þá var í fámenn-
um byggðum og hvemig það
speglast í huga drengs, sem
fengið hefur í vöggugjöf vits-
muni og athyglisgáfu í betra
lagi og gæddur er viðkvæmri
og hugsandi sál.
Enda þótt höfundurinn fengi
aldrei notið nema hverfandi lít-
illar skólagöngu mundi margur
langskólagenginn maður mega
þakka fyrir að eiga yfir jafn-
mikilli stílgáfu að ráða og hann,
enda sýna endurminningar
hans ekki síður en ferðaþættir
og aðrar ritgerðir í þessari bók,
hversu minni hans og athyglis-
gáfa er framúrskarandi gott, og
hversu hann veit skil á mörgu.
Þetta hefur líka .mikla sögu
að segja um íslenzka sveita-
menningu. Hafi Þormóður þökk
fyrir hugðnæma og skemmti-
lega bók. Hún er jafngóð lestur
fyrir unga sem aldna.
Benjamín Kristjánsson.
Sæmundur Dúason:
EINU SINNI VAR II,
Fulltrúar farins tíma.
Úreld vinnubrögð.
Ég minntist eitthvað á fyrri
hluta þessarar bókar, sem út
kom á liðnum vetri, og er líkt
um þetta seinna bindi að segja.
í því eru þættir um ýmsa ætt-
ingja hans í Fljótum og fleiri,
t. d. Myllnu-Kobba, sérkenni-
legan mann, og er í þessum þátt
um margvíslegan fróðleik að
finna, þó að höfundurinn hefði
átt að geta aflað sér ítarlegri
upplýsinga um sxunt, ef hann
hefði haft aðgang að söfnum.
Allur seinni þáttur bókarinn-
ar fjallar um úreld vinnubrögð
og er þar um að ræða allná-
kvæma þjóðháttalýsingu, um
margvísleg hversdagsstörf bæði
á sjó og landi, svo og lýsingu á
hlutum og verkfærum. Get ég
þess, að þjóðháttafræðingum
þyki mikill fengur í þessum frá
sögnum Sæmundar, þar sem
hann talar af mikilli sjálfs-
reynslu og þekkingu til dæmis
um hákarlaveiðar og ýmislegt
er sjómennsku varðar.
Benjamín Kristjánsson.
Ómar frá Ódáinsakri
Ég hafði setið og sungið fátt
í sál mér var orðið hljótt.
Þá heyrði ég frá Odáinsakri
óma í þögulli nótt.
Meðal margra góðra bóka,
sem Bókaforlag Odds Björns-
sonar gefur út að þessu sinni
er: Ljóð og æviágrip Sigurjóns
Friðjónssonar, er sonur höfund
arins, Arnór Sigui'jónsson. hef-
ur búið til prentunar, og er
þeita minnin'garrit gefið út í
tilefni af 100 ára afmæli skálds-
ins.
Þetta er að vísu aðeins lítið
úrval af ljóðum Sigurjóns. frum
sömdum og þýddum, alls um
100 kvæði, og saknar maður
þar margra. afbragðsljóða. En
samt er fengur að þessari bók
fyrir þá, sem kynnast' vilja
skáldinu, ekki sízt fyrir hið
einkar greinargóða æviágrip,
er kvæðunum fylgir. Annars
fyndist mér æskilegt, að verk
allra meiriháttar skálda, sem
auðgað hafa íslenzkar bók-
menntir, væru gefin út í heild
ekki seinna en á hundrað ára
afmæli þeirra, á vísindalegan
hátt með orðamun og bók-
menntalegri rannsókn, því að
sjaldan er seinna vænna. Enn
mun allmargt af ljóðum Sigur-
jóns ekki hafa séð dagsins ljós.
Ymislegt olli 'því, að Sigur-
jóni var lengi vel ekki veitt sú
athygli, er hann átti skilið. Þó
að öðru hverju birtust kvæði
eftir hann í blöðum og tíma-
ritum, var það ekki fyrr en
hann var orðinn sextugur, sem
hann hirti um að safna þeim
saman í bók, en þá var áhugi
manna fyrir ljóðum orðinn
minni en áður. Var því kveð-
skap hans minni gaumur gef-
inn en verðugt var, og mun það
vera sameiginlegt skipsbrot hjá
mörgum ljóðskáldum síðari
tíma. Aðeins fáir hafa unun af
orðlist, eða gefa sér tíma til
þeirrar einbeitingar, sem lestur
fagurra ljóða krefst.
sem örlítið sýnishom af ljóðlist
hans:
Að baki blárra fjalla
hin bjarta hnígur sól, i
og daladaggir falla
líkt draumi á foldarból.
Um auðnir einn eg geng.
Og töfrar vors og trega
þar tvinna hörpustreng.
Benjamín Kristjánsson.
Þormóður Sveinsson, rithöfundur.
Vera má líka, að Sigurjón
hafi lent í skugganum af Guð-
mundi bróður sínum, sem alla
ævi var meira í sviðsljósinu,
enda tilþrifamikill við streng-
leikinn^ saman rekinn að orða-
fari og hamhleypa til ritstarfa.
Báðir höfðu þeir bræður þó
hina örðugustu aðstöðu til
skáldlegra afreka, þar sem þeir
unnu myrkranna á milli að
óskyldum störfum og áttu fullt
í fangi með að siá sér og sínum
farborða. Skáldskapurinn var
því einkum tómstundaiðja, ef
einhver tómstund gafst, annars
báru þeir orð saman með mál-
þjóns morgunverkum, eins og
Egill.
Um sumt voru þeir þó ólíkir.
Ef Guðmundur var skáld.aug^-
ans, var Sigurjón fremur skáld
eyrans, ljóð hans voru meira í
ætt við sönglist. Hann var inn-
hverfari og hlédrægari en bróð
ir hans, seinvirkari, en fágaði
ljóð sín af mikilli 'vandvirkni
og breytti þeim iðulega. En
gæddur var hann engu minna
tilfinninganæmi. Kvæði hans
eru einkar fíngerð náttúru-
lyrik, af þeirri tegund, sem fer
ffam hjá mörgum, af því að
þeir hafa aldrei skynjað neitt
því um líkt sjálfir. Sum kvæðin
vii’ðast vera ort í hrifningar-
ástandi, þegar óðal skáldsins er
handan við mold og mar. Það
eru ómar frá Odáinsakri, er
vitna um óvenjuleg skynjana-
leiftur, sem einungis miklum
skáldum eru gefin. Þetta kemur
jafnvel fram í einföldum stök-
um:
Stígur nótt á stjörnuvöll
Stara fold og lögur.
Raknar sundur eilífð öll
endalaus og fögur.
Ljóð Sigurjóns eru ,af þeirri
tegund, er verða mönnum því
kærari, sem þeir lesa þau bet-
ur.
Það væri freistandi að skrifa
um þau langt mál, en þess er
yitarilega enginn kostur í stuttri
blaðagrein.
Sigurjón Friðjónsson var sól-
arskáld. Hann var skáld vor-
blíðunnar og mildinnar, skáld
ástúðarinnar, sem allt of lítið
er til af í veröldinni, en jafn-
framt var hann vitur maður og
djúpskyggn.
Þess vegna var hann oft einn
á ferð.
Ég get ekki stillt mig um að
tilfæra hér upphafs-erindið af
kvæðinu: Að baki blárra fjalla,
Heilbrigðismálin eru prófsteinn menningarinnar
í ÞÓRSHAFNARLÆKNIS-
HÉRAÐI hefur nú verið lækn
islaust síðan í september í
haust og enn sjást engin
merki þess að úr þessu verði
bætt. í læknishéraðinu eru
fjögur sveitarfélög: Þórshafn-
arhreppur, Sauðaneshreppur
og Svalbarðshreppur í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og Skeggja
staðahreppur í Norður-Múla-
sýslu. í fimmtíu og níu ár hef
ur héraðslæknir verið búsett-
ur á Þórshöfn og munu allir
hafa talið sjálfsagt að þannig
ætti það að vera framvegis.
Nú virðist hér ógæfusöm
breyting á orðin.
Menn spyrja: Hvernig stend
ur á þessu? Eru störf héraðs-
læknisins ekki nógu vel laun-
u,? Er aðbúð hans að öðru
leyti slæm? Hafa heilbrigðis-
yfirvöldin brugðizt skyldu
sinni að ráða lækni til þess að
gegna embættinu, eða er eitt-
hvað annað að? Hefur ef til
vill gleymzt að mennta menn
til þess að gegna þýðingar-
mestu störfunum í okkar þjóð
félagi? Eitt er víst. Hér þarf
skjótt úr að bæta ef ekki á illa
að fara.
Síðan læknislaust varð á
Þórshöfn hefur héraðslæknir-
inn í Vopnafjarðarhéraði jafn
framt þjónað Þórhafnarhér-
aði. Hefur hann komið til Þórs
hafnar einu sinni í viku, þegar
fært hefur verið, en þegar
snjór lokar vegurri munu þess
ar ferðir sti’jálast eða falla
niður. Auk þessara föstu ferða
hefur hann svo komið nokkr-
um sinnum vegna fólks, sem
skyndilega hefur þurft á lækn
isaðstoð að halda. Ekki vil ég
gera lítið úr þessari þjónustu
Magnúsar Stefánssonar, hér-
aðslæknis. Hún er í té látin af
miklum drengskap og góðum
hug, en staðhátta vegna er
engum lækni fært að veita
viðunandi þjónustu í Þórs-
hafnarlæknishéraði, með bú-
setu i Vopnafirði eða annars-
staðar utan héraðsins, miðað
við þá tækni til ferðalaga, sem
nú er þekkt.
Að undanförnu hefur nokk
uð verið um það rætt í blöð-
um að leysa ætti læknamál
dreifbýlisins með „læknamið-
stöðvum“ þar sem fleiri lækn
ar sætu á sama stað og þjón-
uðu stóru svæði. Þetta er
náttúrlega góð lausn fyrir
næsta nágrenni þess staðar,
sem læknamir kynnu að sitja
á, en það er mikill bamaskap
ur að halda að það skipulag
leysi vanda þeirra, sem fjær
búa. Hins vegar mundi þetta
miðstöðvarskipulag gera störf
læknanna á ýmsan hátt auð-
veldari og frjálslegri og gefa
fleiri tækifæri- til næðis-
stunda. En ég vona að lækna-
stéttin beri gæfu til þess að
sjá í.tíma að þetta getur hún
ekki leyft sér, á þennan hátt,
á kostaað sjúklinga sinna.
Að .. sjálfsögðu þarf með
skipulegum hætti að sjá til
þess að héraðslæknar eigi
kost á eðlilegum frítímum.
Þetta munu góðir menn úr
hópi héraðslækna sjá og skilja
og verður því vonandi ekki
rasað um ráð fram í því efni.
Nú vil ég þó ekki segja að
læknamiðstöðvaskipulagið
geti ekki átt við í héruðum
þar sem vegir eru góðir, snjóa
lög lítil og vegir ruddir jafn-
óðum og snjóar á þá. En á
Norðausturlandi, þar sem veg
ir eru víðast lítið eða ekki
upphlaðnir, snjóalög mikil,
veðrátta oft hörð og nær eng-
in þjónusta við vegfarendur,
þar á þetta skipulag ekki við.
Þórshafnarlæknishérað er á
milli Sandvíkurheiðar og
Öxarfjarðarheiðar, fjallvega,
sem ófærir verða í fyrstu
snjóum. Ef sækja þarf lækni,
sem staðsettur er utan héraðs
ins mundi oftast fljótlegast að
ná honum flugleiðis frá Akur-
eyri en þó getur oft brugðist
að slíkt sé hægt, jafnvel vik-
um saman.
Þetta sem ég nú hefi sagt
tel ég nægileg rök fyrir því að
héraðslæknir verði framvegis,
svo sem verið hefur, búsettur
á Þórshöfn. Þar er nýþyggður
vandaður læknisbústaður
ásamt sjúkraskýli — snjóbíll
til vetrarferðalaga. Tekjur
lækna, sem hér hafa starfað
hafa reynzt góðar og starfið
mjög hóflegt, ef ekki þarf að
sinna öðrum læknishéruðum.
íbúar um 900. Ég vil nota tæki
færið og skora á þá lækna,
sem kynnu að vera á lausum
kili að athuga hvort þeir gætu
ekki hugsað sér að gegna hér
læknisstörfum um tíma.
íslendingar vilja láta líta á
sig sem menningarþjóð, en þá
verða þeir líka að reyna að
vera það. Heilbrigðismálin eru
einn af þeim þáttum, sem
gleggst skera úr um það hvort
um menningarþjóðfélag er að
ræða eða ekki. Ég vona að for
svarsmenn þjóðarinnar í heil-
brigðis- og’menntamálum falli
ekki á því prófi. Þó að læknis
nám sé langt og talið erfitt
skal því ekki trúað, að ekki sé
unnt að stuðla að því, að nægi
lega margir læknar útskrifist
til þess að taka upp störf í
læknishéruðum landsins.
Og hvers vegna er ekki haf
inn óróður fyrir því að lækn-
ar þeir, sem nú starfa erlendis
komi heim og vinni þjóð sinni
þau lífsnauðsynlegu störf, sem
þeir hafa verið menntaðir til.
Sigurður Jónsson, Efra-Lóni.
tvo njósnara, sem hafa komið
sér fyrir á laun í þorpinu til að
rijósna um her Bandaríkja-
manna á Höfðanum.
Sögunni fylgir skemmtilegt
kort yfii’ sögusvæðið. Kápu-
teikningu og myndir hefur Atli
Már gert af smekkvísi. Frá-
gangur er allur mjög góður.
Ég óska Guðjóni til hamingju
með þessa skemmtilegu bók.
Eiríkur Sigurðsson.
NJÓSNIR AÐ NÆTUR-
ÞELI, drengjasaga eftir
Guðjón Sveinsson. Útgef
andi: Bókaforlag Odds
Björnssonar. 152 bls.
Ungur kennari í Breiðdal
austur sendir hér frá sér sína
fyrstu bók. Þetta er hressileg
og spennandi drengjasaga og
fjallar um .ævintýralega at-
burði.
Þegar Guðjón var þrettán ára
fékk hann verðlaun í sögusam-
keppni, sem barnablaðið „Vor-
ið“ efndi til meðal lesenda
sinna. Mér er kunnugt um að
síðan hefur hann oft gripið
pennann og ritað fleira á und-
an þessari sögu. Það er hin
innri þörf að tjá sig, sem þannig
brýzt út. ,
Þetta er mjög góð bamabók.
Auðséð er að höfundurinn er
bæði hugmyndaríkur og hefur
frásagnagáfu í bezta lagi. Þama
er að koma fram á sjónarsviðið
efnilegur barnabókahöfundur.
Sagan fjallar mest um þrjá
drengi, Bolla, Skúla og Adda
og tilraup þeirra til að grafast
fyrir ævintýralegt leyndarmál
frá stríðsárunum. Þá má ekki
gleyma þætti hundsins hans
Krumma í viðburðum sögunn-
ar.
Margir furðulegir hlutir ger-
ast í þessari sögu, allt frá hin-
um dularfullu hellum að jarð-
göngunum á Höfðanum. Þó
hafa þeir allir á sér svo mikinn
veruleikablæ, að þeir hefðu all
ir getað gerzt, að undanteknum
einum þeirra.
Atburðarás sögunnar er svo
hröð og spennandi, að lesand-
inn leggur ógjaman frá sér bók
ina fyrr en hann hefur lokið
henni.
í bókarlok upplýsist ýmis-
konar misskilningur drengj-
anna og að þeir hafi haft sak-
lausa menn fyrir rangri sök.
En jafnhliða koma þeir upp um
NY AB BOK
VÍKINGARNIR
Eitt veglegasta fræðirit á
íslenzkri tungu
Víkingarair nefnist mikið rit
og veglegt, sem er komið út á
vegum Almenna bókafélagsins.
Fjallar það eins og nafnið bend
ir til um líf og háttu forfeðra
vorra á víkingaöld, hinu svip-
mesta tímabili í allri sögu
norrænna þjóða. Er bókin til
orðin fyrir mai’gra ára sam-
starf fremstu fræðimanna af
mörgum þjóðernum, en þeirra
á meðal er dr. Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður, sem ritar um
þau efni, sem sérstaklega varða
ísland. Aðalritstjóri verksins er
prófessor Bertil Almgren, einn
kunnasti fornfræðingur sænsk-
ur, en Eiríkur Hreinn Finn-
bogason cand. mag. þýddi bók-
ina á íslenzku.
Um víkingaöldina hefur að
sjálfsögðu margt og mikið verið
ritað, en flest hefur það fjallað
um einstök svið hins fjölþætta
efnis og auk þess byggzt nær
eingöngu á eldri heimildum.
Hér er aftur á móti rakin al-
hliða saga víkingaaldar, þar
sem ennfremur eru í fyrsta
sinn saman komnar á einn stað
niðurstöður víðtækra rann-
sókna frá síðustu árum, en þær
hafa í fjölmörgum greinum leitt
í ljós svo nýstárlega vitneskju,
að segja má að tímabilið allt,
fólk þess og umhverfi, blasi nú
við í stórum skírari birtu en
áður og komi oss að sama skapi
kunnuglegar fyrir sjónir. í bók
inni segir frá afrekum víking-
anna í hernaði og landaleit,
hvernig þeir hættu sér fyrstir
þjóða út á heimshöfin og stóðu
öllum framar að siglingatækni
og skipasmíðum, en frábærar
uppfinningar þeirra í hvoru
tveggja, svo sem áttaviti og
skipskjölur, gerðu þá að drottn
endum hafsins. En þar er einn-
ig fjalað mjög ýtarlega um dag-
legt líf víkinganna, híbýlaháttu,
klæðnað, áhöld og innanstokks
muni, og þá ekki síður um and-
lega menningu þeirra og hugs-
unarhátt, trúarbrögð, siggæðis-
hugmyndir og háþróaðar listir,
sem látið hafa eftir sig sýnileg-
ar menjar með ýmsum þeim
þjóðum, er þeir höfðu skipti
við. Það er ekki hvað sízt fyrir
hina glöggu innsýn í fjölskrúð-
ugan hversdagsheim, að vík-
ingarnir, forfeður vorir, verða
oss ótrúlega nálægir og lifandi
af máli og myndum bókarinnar.
Víkingamir eru 268 bls. í
mjög stóru broti (31.5x29.5
cm.), prentuð í tveimur pappírs
litum og sterklega bundin. Hef-
ur ekkert verið sparað til þess,
að bókin gæti orðið hvei-jum
manni hinn mesti kjörgripur,
jafnt að efni sem ytri búnaði.
Myndasafn hennar er eitt hið
merkasta um víkingaöld, sem
saman er komið í einni bók, en
þ. á. m. eru um 90 stórar lit-
myndir. Bókin er prentuð og
bundin á ítalíu. Mörg útgáfu-
fyrirtæki í Evrópu og Ameríku
standa að útgáfu þessarar bók-
ai’, en hugmyndin að útgáfunni
og forystu alla hefur annazt hið
merka útgáfufyrirtæki Tre
Tryckare í Gautaborg.
(Fréttatilkynning frá AB)
Hýjar bækur írá Ægisúigáfunni
BLAÐINU hafa borizt nokkrar
bækur frá Ægisútgáfunni í
Reykjavík. Ekki vinnst mikill
tími til að kynna sér efni þeirra
og gæði, en þó skal þeirra að-
eins getið.
Stöðvaðu klukkuna.
Svo heitir ástarsaga eftir
Denise Robins í þýðingu Jó-
'hanns Bjarnasonar. En margir
kannast við bókina Fiona, sem
út kom í fyrra og er eftir sama
höfund og þótti hin skemmti-
legasta. Þessi saga fjallar um
hjónabaiid ríks manns, sem er
nokkuð lífsþyrstur og fátækrar-
stúlku, sem bæði er gáfuð,
falleg og siðprúð. Á ýmsu geng
ur í hjónabandinu og koma
fleiri konur við sögu, kannski
ekki sérlega uppbyggjandi
myndir settar á svið og þó . .
dálítið spennandi að mmnsta
kosti.
EimiLÍ Iofti — einn á sjó.
Bók með þessu nafni segir
frá mannraunum og hetjudáð-
um sir Francis Chehester og
hefur Ásgeir Jakobsson tekið
bókina saman eftir mörgum
heimildum og gert úr hina eftir
tektarverðustu sögu. Uppistaða •.
hennar er nýlega a.fstaðin hnátt
sigling sjóhetjunnar Chic-
hester. Bókarhöfundur var sjálf
ur sjómaður og.-kann vel frá að
segja, ekki sízt því er á sjónum
skeður og er þegar sestur • á
hinn fjölmenna ' rithöfunda-
bekk. Þessi nýja og .forvitnilega
bók er nær 200 blaðsíður. í ffém
ur stóru broti. Söguhetján- hef-
ur lagt hönd á margt um dag-
ana, verið kyndari, fjáiímaður,
námumaður, fasteignasali. sígL
ingafræðingur, kortagerðarmað
ur, riddari og svo síðast en ekki
sízt kappsiglingarmaður. Ekki
vantar því fjölbreytaina óg frá-
sagnarefnin.
Spegill samtíðar.
Hér er þá komin bók.Stein-
gríms Sigurðssonar — Sþegill
samtíðaar og með undirtitilínn
— Skrif um fólk og samfélag —
Bók þessi er á þriðja húndrað
blaðsíður, mörgum myndum
skreytt og fjallar um hin marg
víslegustu efni. Þetta er eins-
konar þverskurðarmynd af rit-
störfum Steingríms frá alllöng-
um blaðamannaferli hans. þætt
ir og greinar. En höfundurinn
er, eins og kunnugt er, 'maður
hugkvæmur og sjaldan hægt að
vita hvað hann segir. næst eða
hvernig. Þættir bókarinnar eru
2 Bókaforlagsbækur
BÓKAFORLAG Odds Björns-
sonar hefur enn sent frá sér
tvær bækur og heitir önnur
„Stelpur í stuttum pilsum“.
Hún er eftir Jennu og Hreiðar
Stefánsson, kunna barnabóka-
höfunda og fjallar um unga
Reykjavíkurstúlku, sem lendir
í margskonar erfiðleikum og er
þetta öðrum þræði harmsaga ís
lenzkra stúlkna í þjóðfélagi okk
ar á síðustu og verstu tímum
vaxandi upplausnar. Með þess-
ari bók eru höfundarnir að færa
sig upp á staftið og taka til með
ferðar málefni unglinga í stað
barna.
Valsauga og bræðurnir hans
hvítu, heitir hin 'bókin, sem ný-
komin er frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar h.f. Þetta er Indi-
ánasaga eftir Ulf Uller, sem Sig
urður Gimriarsson þýddi. Börn
in kannast við þessar Indíána-
sögur og þær vekja alltaf for-
vitni og fögnuð. Bók þessi er
rúmar 120 blaðsíður með kápu-
teikningu eftir Sigvard Hag-
sted. Hún er spennandi ungl-
ingabók.
um 40 talsins, sumii’ nánast svip
myndir, en það neistar af þeim.
öllum.
Líklega verður róið í dag.
Rabbað við skemmtilegt fólk,
— Það er ný bók Stefáns Jóns-
sonar fréttamanns, sem löngu
•er landskunnur orðinn af út-
varpsþáttum, einkum samtöl-
um og gamanbókum sínum.
Hér er um að ræða gamla við-
talsþætti, sem fluttir hafa verið
í útvarp, lagaðir til bókagerðar
eftir því, sem þurfa heful’ þótt.
Þættir bókarinnar eru þessir:
Steinþórsþáttur, Hofsstaðagoð-
inn, Jóhannes í Vallholti,
Marka-Leifi, Spámaðurinn Run
ólfur Pétursson, Um sálirnar og
■frelsun þeirra og trúarlíf í ver-
búð númer sjö, Rakel Bessa-
dóttir galdramanns, Guðjón' á
Eyri og tilgangur með mann-
lífinu, Tröllið úr Eystra-Horni
og Alexandría, íslenzka úr
Jökulfjörðum.
Á helvegum hafsins.
Jónas St. Lúðvíksson skrifar
og þýðir sannar frásagnir af
slysförum og hetjudáðum í þess
ari bók sinni. Hefur hann áður
skrifað fjórar bækur í þessum
bókarflokki. Bókin er nær 200
blaðsíður og er efninu skipt í
sex kafla með fyrirsögnunum:
í opinn dauðann, Dapurleg leið
arlok, Ægislys á Eystrasalti,
Upp á líf og dauða, Sigling til
tortímingar og Aleinn gegn út-
hafinu.
María vitavörður.
Svo heiðir ástar- og hetju-
saga eftir Th. Schröck-Beck en
þýðandi er Lilja Bjarnadóttir.
Sagan gerist á afskekktri eyju
í Norðursjó og er söguhetjan
María, dóttir vitavarðarins og
venst því að vinna störfin
hans. Að honum látnum er
henni veitt staðan, þótt ekki
væri talið kvenmannsverk,
einkum vegna þess, að vitavörð
urinn varð einnig að taka þátt
í björgunarstörfum. En María
er hin vaskasta kona, hreinn
víkingur, en hún var líka kona
og ástamálin létu ekki á sér
standa.
Úlfhundurinn.
Úlfhundurinn er amerísk
verðlaunasaga, eftir Ken And-
ersen og fjallar um ’hundinn
Fant og fatlaða drenginri
Tonny. Útvarpshlustendur
munu margir minnast sögunn-
ar og nú er hægt að ryfja hana
upp. Saga þessi hefur bóðskap
að flytja, þótt ekki sé hún skrif
uð í predikunarformi. Flestir
drengir og margir fullorðnir
munu hafa gaman að þessari
bók. Q