Dagur - 20.12.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 20.12.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergis- pantcmir. Ferða- BkrU stoí an Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 20. desember 1967 — 80. tölubl. Ferðaskrifstofan S Túngötu 1. mi 11475 Skipuleggjum ódýrustu íerðirnar til annarra tanda. Mikil síidarsöllun í Ólafsfirði Ólafsfirði 19. des. Sigurbjörg kom í gær með 210 tonn af síld og hófst söltun þá þegar og stóð til miðnættis. Svo var aftur byrjað að salta í morgun. Lönd un verður lokið um hádegi. ÖÍl síldin verður söltuð nema 300 tunnur frystar. Koma Sigur- bjargar með þessa miklu síld er mikil jólaglaðning hér á Ólafs- firði. Þá gerðist það í gær, að bát- arnir Þoiieifur og Guðbjörg fengu meiri afla en áður eða 4—5 tonn á línu. Síldarskipin héðan eru hætt á austurmiðum og voru áSur komin heim. Og Sigurbjörg fer ekki á miðin aftur fyrir jólin og ekki ráðið hvar hún byrjar veiðar eftir áramótin. Snjór er dálítill en veður ágætt. Múlavegurinn er ágæt- ur — þar er alveg skotfæri. B. S. Akureyringar mursii fá verkefni í sfálskipasmíðunum BLAÐIÐ reyndi í gær að afla sér frétta um það, hvaða fyrirtæki myndi hreppa hin miklu verkefni, sem Skipa- útgerðin bauð út, þ. e. smiði tveggja 1000 smálesta strand ferðaskipa. Ábyrgir aðilar vildu ekkert um málið segja, annað en það, að opinber til- kynning yrði út gefin þegar ákvarðanir hefðu verið tekn ar. En eftir því, • sem næst verður komist, mun ákveðið bak við tjöldin, að smíði ann ars skipsins verði falið Akur eyringum og e. t. v. beggja. Fréttin er auðvitað ekki stað fest, svo sem að framan er ljóst, en líkurnar svo miklar, að ekki er ástæða til að láta þessa ánægjulegu þróun mála, sem virðist vera og er eðlileg, að öllu fram hjá sér fara. Ákvörðunar er að vænta einhvern næsta dag. ? Ólafsfjörður. (Ljósm.: E. D.) Míkið annríki hjá lögreglunni UM SÍÐUSTU HELGI var brot ist inn í . Bif reiðastöðina Stefni og stolið nokkru af peningum. Þjófurinn var ófundinn síðdegis í gær. Ibúafala Ind lalaKína SAMKVÆMT nýjustu útreikn ingum er tala jarðarbúa nú 3.356.000.00, segir í nýútkomnu riti Sameinuðu þjóðanna um manntal. Hún hækkar um 1.9 prósent á ári hverju. Með sama vaxtarhraða verður íbúatala heimsins tvöfalt hærri árið 2005 en hún er nú. þ. e. a. s. á tæp- um 40 árum. Landið sem flesta hefur íbúana, Kína, mun tvö- falda íbúatöluna á næstu 46 ár- um ásamt með Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, en á sama tíma mun næstmannflesta land heims, Indland, þrefalda íbúa- töluna, og annað mannmargt land, Brasilía, mun fjórfalda íbúatöluna á þessum fjórum áratugum. Jarðarbúum fjölgar um 66 millj. á ári. Upplýsingarnar í umræddri árbók Sameinuðu þjóðanna eru frá miðju ári 1966. Þá hafði jarðarbúum fjölgað um 61 milljón á einu ári. Það jafn- fildir daglegri mannfjölgun sem BAGUK kemur næst út á föstudags- kvöld og verður það síðasta blað fyrir jólin. lands þrefaldasf, en íbúa fvöfaldast nemur 167.000 einstaklingum. Meðal annarra upplýsinga i árbókinni má nefna eftirfar- andi: Nálega þrír fjórðu hlutar eða 72 prósent mannkyns búa í vanþróuðum löndum. Helmingur maixnkyns býr í Asíu. í vanþróuðum löndum eru 41 prósent íbúanna undir 15 (Framhald á blaðsíðu 5). Þá var maður einn handtek- inn í fyrradag,. grunaður. um annan þjófnað, ennfremur var hann kærður fyrir líkamsárásir á götum bæjarins. Nokkrir bifreiðaárekstrar eru flesta daga á Akureyri. Urðu þrír í gær áður en kvöldaði og urðu miklar skemmdir á bif- reiðum í tveimur árekstrun- um. Þá bar það við í fyrrinótt í norsku flutningaskipi sem lá í höfn á Akureyri, að innsigli var brotið á skáp einum, þar sem áfengi var geymt. íslenzk- ur maður um borð kærði þetta e> t X * -t & ¦i- I 1 ¦i- I I i ¦)• & & I s t t t Gamla kirkjan mín MÖDRUVALLAKIRKJA í HÖRGÁRDAL100 ÁRA til lögreglunnar og var málið í rannsókn í gær. íslendingar eru taldir valdir að þessu afbroti og voru nokkr- ir þeirra í vörzlum lögreglunn- ar í gær, úti á lögregluvarð- stofu meðan aðrir voru yfir- heyrðir á skrifstofu bæjarfágeta embættisins. Rannsókn stóð enn yfir þegar blaðið var að fara í pressuna. Lögreglan telur, að almennt hafi verið \rólegt lengst af í vetur á Akureyri og eru af- skipti hennar af drukknum mönnum tíðustu viðfangsefnin — og geta þau mál að sjálfsögðu verið hin alvarlegustu. Ástæða er að minna menn á, nú fyrir jólin, að gæta mjög hófs í meðferð áfengis. Sam- rýmast vínkaup illa minnkandi kaupgetu og enn verr þeirri hátíð, sem framundan er. ? I- £ T I & I- I t 1 I l l Hið gamla hús er guði vígt og gifturíkt. Hér blika enn hin björtu ljós, og blómgast rós. Hér öðlast margur æðri sið og innri frið. Hér hafa glitrað gullin tár, en gróið sár. Hér ómar heilagt herrans mál í hverri sál. Við finnum nálægð frelsarans við fótskör hans. Hér heyrist ekki heimsins gnýr, en hatrið f lýr. í anda Krists sé athöfn vor hvert ævispor. Og gullnar stjörnur gleðja þann, sem guði ann. Þær minna á hann, sem mestur er og minnst er hér. Og klukkur hringja, — kalla á mig og kalla á þig. Þú aldna kirkja, kirkjan mín, ég kem til þín. í þetta guðshús geng ég inn og gleði finn, sem er eins hrein og himinn blár og höfug tár. Og hér er kyrrð og heilög ró og hugarfró. Hvé dásamlegt og dýrlegt er að dvelja hér. Siéurður Sveinbjörnsson. Afmælisblað AKVEÐIÐ hefur verið, að Dagur minnist 50 ára afmæl is sins í febrúar n. k. með útkomu sérstaks afmælis- blaðs. En Jólablað Dags fellur niður að þessu sinni. i I ^» I I I $ & I i NY BOKABUÐ Húsavík 19. des. Bókaverzlun Valdimars Hólm Hallstað flutti fyrir nokkru í ný og góð húsa- kynni. Verzlunin /var áður í gömlu hýsi við Garðarsbi'aut norðanverða, en er nú skammt frá Samkomuhúsi Húsavíkur, sunnan Garðarsbrautar. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.