Dagur - 10.01.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 10.01.1968, Blaðsíða 2
2 Þetta er pólska handknattleiksliðið Spojnia, sem í gær Iék á móti Haukuni frá Hafnarfirði, og sigr- aði Spojnia Hauka með 25 mörkum gegn 21 í spennandi leik. Er blaðið fór í pressuna var að hefjast leikur á milli Spojnia og liðs ÍBA, og skal engu spáð um þau úrslit. Mikill kostnaður vegna þátttöku liðs félagsins í Íslanílsmótinii í körfuknattleik í vetur Góðir Akureyringar! Á sl. ári heppnaðist körfuknatt- leiksmönnum úr íþróttafélag- inu Þór að bera sigur úr býtum í úrslitaleik íslandsmóts 2. deild tekizt, fjárhagslega séð, að ná tiltölulega hagstæðum samn- ingum við Körfuknattleikssam- band fslands (KKÍ), varðandi framkvæmd mótsins hér á Ak- ureyri, verður þátttaka þess samt sem áður svo kostnaðar- söm, að líklega mun einhverj- um finnast sem teflt sé á tæp- asta vað, en alveg óhjákvæmi- lega hlaut allur reksturskostn- aður að hækka mjög verulega, beinlínis vegna þátttökunnar og auk þess þarf félagið svo að annast framkvæmd mótsins hér nyrðra og standa straum af 5 keppnisferðum suður. Þess vegna vill stjórn fþrótta- félagsins Þórs vinsamlegast SVEIT UNGMENNAFÉLAGSINS í SKRIÐURHEPPI SIGRAÐI í SKÁK SKÁKMÓT UMSE, fjögurra manna sveitakeppninni, lauk skömmu fyrir jól. Sex sveitir tóku þátt í mótinu. Heildarútslit urðu þessi: Sveit Umf. Skriðuhrepps 16% vinn. Sveit Umf. Svarfdæla 12 vinn. Sveit Umf. Saurbæjar- hrepps og Dalbúans 9% vinn. Sveit Umf. Ársólar og Árroðans 8 vinn. Sveit Umf. Möðruvalla- sóknar 7 vinn. Sveit Umf. Æsk unnar 7 vinn. Flesta vinninga á 1. borði hlutu Ármann Búason og Sveinn Jóhannsson, á 2. borði Guðmundur Eiðsson, á 3. borði Guðmundur Búason og á 4. borði Hreinn Hrafnsson. Sveit Umf. Skriðuhrepps vann nú í fyrsta skipti verð- launastyttu þá sem keppt er um. Sveitin hlaut einnig verð- launapeninga og sigurvegarar á SKOTÆFING í íþróttaskemm- unni n. k. sunnudag kl. 9.30 til 11.30 fyrir hádegi. Félagar, mætið vel og stundvíslega. — hvetja alla velviljaða bæjarbúa til þess að fjölmenna og helzt fylla fþróttaskemmuna alla þá leiki, sem auglýstir verða hér á Akureyri, minnuga þess að áframhaldandi framkvæmd fs- landsmóta hér nyrðra verður að mjög verulegu leyti háð þeirri staðreynd, hversu vel þeir nú sækja þessa og aðra sambærilega leiki, sem hér verðé háðir í vetur. (Frá stjóm íþróttafélagsins Þórs). hverju borði sömuleiðis. Ungl- ingaverðlaun vann Hjörvar Þórsson,' yngsti keppandi móts- ins. Keppnisstjóri var Þóroddur Jóhannsson. □ Hjörleifur sigraði HRAÐSKÁKMÓT UMSE var haldið fyrir skömmu. Fjórtán keppendur tóku þátt í mótinu. Sigurvegari varð Hjörleifur Halldórsson Umf. Öxndæla, hlaut 12V2 vinning. f öðru sæti varð Hreinn Hrafnsson Umf. Skriðuhrepps með llVz vinning og í þriðja sæti Hlynur Jónas- son Umf. Ársól með 10 vinn- inga. □ íslandsmótið í körfulmattleik Á LAUGARDAGINN kemur kl. 4 e. h. verða háðir tveir leik ir í körfuknattleik í íþrótta- skemmnnni, annar í 1. deild fs- landsmótsins milli KFR og Þórs en hinn í 2. deild sama móts milli KA og ÍMA. Á sunnudag er aukaleikur milli KFR og ÍBA kl. 1.30 e. h. - Óílýrar íbúðir (Framhald af blaðsíðu 1). vara Baldur Svanlaugsson. Til- nefndir af Húsnæðismálastjórn: Jón G. Sólnes og Sigursveina Jóhannesson, formaður nefndar innar. (Fréttatilkynning frá bæjar- skrifstofunni) ar, sem að þessu sinni og jafn- framt í fyrsta skipti var háður hér á Akureyri, í íþróttaskemm unni nýju, og öðluðust þeir þannig rétt til keppni í 1. deild á þessu yfirstandandi ári. Að afloknum 'þessum nauma sigri, fór það að vonum, að jafnt einstakir leikmenn sem forráða menn félagsins, gerðu sér þeg- ar í stað grein fyrir þeim mikla vanda, sem hlyti að fylgja þess- ari óvæntu vegsemd, enda væri full þörf mjög róttækra aðgerða ef félag'ið hyggðist ná viðunandi árangri og keppnin í 1. deild ætti að verða eitthvað annað en „aðeins dýrt spaug“. Æfingar hófust því með fvrra móti sl. haust og hafa þær verið ágætlega sóttar, með mjög at- hyglisverðum árangri, eins og heimsóknir 1. deildarliða frá Reykjavík, svo og þátttaka í hraðkeppnismóti syðra, ótví- rætt benda til, enda hefir félag ið notið mjög góðrar hand- leiðslu og ómetanlegrar þátt- töku hins víðkunna körfuknatt- leiksmanns, Einars Bollasonar. Aðaíþolraunin er svo alveg á næsta leiti, því nú um næstu helgi á íslandsmótið í 1. deild að hefjast með því að laugar- daginn 13. jan. n. k. heyr félag- ið sinn fyrsta leik í mótinu hér á Akureyri, í íþróttaskemm- unni og þá gegn Körfuknatt- leiksfélagi Reykjavíkur (KFR). Fyrirhugað er að mótinu, sem háð verður heima og heim an, verði lokið þann 17. marz og er félagið þannig skuldbundið til þátttöku um hverja helgi, ,næstu 10 helgar í röð. Euda þótt félaginu hafþ nú Heilsufarið batnaði lífið - þrátt fyrir 1276 verkefni Alþjóða- Hti HINIR neikvæðu þættir sem hafa áhrif á framfarir van- þróuðu landanna yfirleitt — vilja- eða getuleysi háþróaðra landa til að haga hjálp sinni í samræmi við raunverulegar þarfir vanþróuðu Iandanna, pólitískur óstöðugleiki, lítil afköst opinberra embættis- manna og ónógar áætlunar- gerðir — várpa einnig skugga sínum á heilsufarið og gera hjálparstarfið á þessum vett- vangi að nokkru leyti óvirkt. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) hefur því orðið að horfast í augu við, að ár- angurinn hefur orðið hörmu- Iega lítill af þeirri viðleitni að konta á vísi að heilbrigðiseft- irliti í mörgum vanþróuðum löndum, segir framkvæmda- stjóri stofnunarinnar, dr. M. G. Candu, í ársskýrslu sinni til alþjóðaheilbrigðismálaráð- stefnunnar, sem hófst 8. maí. Þrátt fyrir erfiðleika studdi WIiO 1276 vérkefni í 152 löndum og landssvæðum árið 1966. Úrtíningur úr skýrsl- unni sýnir, að: Lömunarveiki-tilfellum hef- ur fækkað um 99% í Evrópu eftir víðtækar bólusetningar- herferðir. í Norður-Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hef ur veikinni að heita má verið útrýmt — á árinu 1964 voru einungis tilkynnt 166 tilfelli, en frá því um 1950 höfðu að jafnaði verið 44.000 árleg til- felli. Kynsjúkdómarnir sýfílis og lekandi hafa verið undir víð- tækri alþjóðlegri rannsókn, sem lauk 1966. 147 lönd tóku þátt í henni, og a. m. k. helm- ingur þeirra lét í Ijós áhyggj- ur vegna vaxandi útbreiðslu, einkum meðal unglinga. Yaws — hitabeltis-húðsjúk- dómnum — hefur verið út- rýmt í 16 ára herferð, sem leitt hefur til þess að 150 milljónir manna hafa verið undir læknishendi. Hann er nú í rénum á allmörgum svæðum,- en þó er níuiðsyn- legt að vera vel á verði gagn- vart honum um mörg ókomin ár. Nýjar skordýraeiturtegund- ir eru reyndar og rannsakað- ar undir handleiðslu WHO, og hefur það verið gert síðan 1960. Á þessu tímabili hafa 1300 ólíkar samsetningar ver- ið reyndar, og stofnunin hef- ur látið gera nákvæma notk- unarleiðarvísa. Krabbameinsrannsóknirnar hafa leitt það í ljós síðast, að samhengi er milli krabba- meins í munni og þess að tyggja betel-blöð og munn- tóbak. Eins og stendur er ver- ið að rannsaka sambadið milli krabbameins í brjósti og brjóstgjafar meðal hópa í átta löndum. Krabbameinsrannsóknir í dýrum. Apinn, hesturinn og hundur- inn, uxinn, kindin og köttur- inn geta öll þjáðst af ólíkum tegundum krabbameins, sem líkjast þeim tegundum krabba er þjá menn. Þess vegna hefur verið ákveðið að rannsaka þessar skepnur á vegum krabbarannsóknardeildar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar. Ný alþjóðamiðstöð fyrir dýrakýli hefur verið sett á laggirnar við meinarann- sóknastofnun hersins í Was- hington. Hingað til hafa sex aðrar vísindastofnanir — í Glasgow, Zúrich, Munchen, Amsterdam, Bern og Lundún- um t— tilkynnt að þær muni eiga samvinnu við miðstöðina. Útvarpsaðvaranir um farsóttir. 14 útvarpsstöðvar senda nú út hinar daglegu aðvaranir A1 þjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO) um farsóttir. Þær eru sendar kl. 8 GMT frá Genf á hverjum morgni, en síðan er þeim endurvarpað af útvarpsstöðvum í Singapore, Hongkong, Karachi, Keelung, Madras, Manila, Mauritius, Saigon, Sandakan og Tókíó. Aðvaranirnar taka til drep- sótta, kóleru, kúabólu, tauga- veiki og febris recurrens, þeg- ar þessir sjúkdómar koma upp í nánd við hafnir og flugvelli eða á svæðum sem áður hafa verið laus við þá. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.