Dagur - 31.01.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 31.01.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIOJAN SJÖFN FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SéRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Sauðfjarræktin rædd á fundi Framsögum. Sveinn Hallgrímsson ráðunautur A MANUDAGINN hélt Bænda- klúbburinn eyfirzki fund á Hótel KEA og mættu þar yfir 80 bænd- ur og áhugamenn um aðalmál fundarins, sauðfjárræktina. — A Kona og 2 drengir létust í eldsvoða ÞANN 24. jan. varð eldiu- laus í íbúðarliúsmu Hafnar- stræti 84 á Akureyri, að morgni dags. Baldrún Pálma dóttir, 24 ára, kona Matt- híasar Þorbergssonar tré- smiðs, og tveir ungir drengir þeirra, Jón Pálmi og Bergur Þór, létu lífið. Aðra í húsinu sakaði ekki og eldurinn sem kom upp í íbúð þeirra, á mið hæð hússins, breiddist ekki út. — Heimilisfaðirinn, Matt hías, vann við Búrfellsvirkj- un, er þessi átakanlegi at- burður gerðist. Megi hlý samúð fólks létta honum dapra heimkomu. □ Útgcrðarfélag stofnað í SÍÐUSTU VIKU var stofnað nýtt útgerðarfélag á Sauðár- króki. Hyggst það kaupa skip til að afla fyrir hraðfrystihúsin á Sauðárkróki. En þar skortir tilfinnanlega hráefni til vinnslu. Nær 300 einstaklingar og félög hafa lofað hlutafé. Stjórn hins nýja hlutafélags skipa: Hákon Törfason bæjar- stjóri, Guðmundur Jónasson vélstjóri, Marteinn Friðriksson framkvæmdastjóri, Kristján Hansson bifreiðastjóri, Birgir Dýx-fjörð bifreiðaeftirlitsmaður, Árni Guðmundsson fram- kvæmdastjóri og Stefán Guð- mundsson byggingameistari. □ fundi þessum flutti Sveinn Hall- grímsson ráðunautur Búnaðarfé- lags Islands framsöguræðu. Lagði hann höfuðáherzlu á rækt- un sauðfjárins og skipulagða kynbótastarfsemi. En sæðingarn- ar hafa gefið meiri möguleika í því efni, en áður voru fyrir hendi. Og afkvæmarannsóknirnar, sem teknar eru nú upp í öllu kyn- bótastarfi, geta í vaxandi mæli vísað til vegar í kynbótastarfinu. I þessu sambandi sagði ræðu- maður frá slíku starfi brezkra bænda, sem orðið gæti til fyrir- myndar, eftir því sem staðhættir leyfa. Þá rakti Sveinn þá þróun hin síðari ár, að fallþungi dilka hefði farið minnkandi og hefur það verið mjög á lofti haft. En ræðu- maður taldi, að í þessu efni væri minnkandi fallþungi mjög orðum aukinn, og ekki byggður á nægi- lega traustum heimildum. Hér í Eyjafirði sagði hann, að ekki munaði til lækkunar nema 0.6 kg á hálfum öðrum áratug og í Þingeyjarsýslum hefði fallþung- inn alls ekki minnkað. Hin síðari árin hefði verið lagt kapp á að fá sem flestar ær tvílembdar, en slíkt lækkaði meðal-fallþunga dilkanna þótt afurðir af hverri á væru meiri. Fjölmargar fyrirspurnir bárust að frumræðu lokinni. þeir, sem til máls tóku voru: Jón Bjarna- son, Aðalsteinn Guðmundsson, Ingólfur Lárusson, Eggert Dav- íðsson, Þorlákur Hjálmarsson, Ævar Hjartarson, Helgi Símon- arson, Sigurjón Steinsson, Jó- hannes Sigvaldason, Olafur Jóns- son og Ármann Dalmannsson. Spunnust af fyrirspurnum mikl- ar og fróðlegar umræður og ein og ein staka var látin fjúka. — Fundarstjóri var Eggert Davíðs- son. □ ÞORARINN BJORNSSON skólameistari - látinn. ÞORARINN BJORNSSON, skólameistari á Akureyri, and- aðist sl. sunnudag í Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Hann var 62 ára, bóndason- ur frá Víkingavatni í Norður- Þingeyjarsýslu, stúdent 1927 og lauk prófi í frönsku, latinu og uppeldisfræði við Sor- bonne háskólann í Paris 1932. Þórarinn varð kennari við Menntaskólann á Akureyri að námi loknu og skólameistari frá 1948. Hans verður minnzt síðar hér í blaðinu. Hinn 27. jan. lézt í Reykja- vik frú Halldóra Olafsdóttir, ekkja Sigurðar Guðmundsson- ar fyrrum skólameistara á Ak- ureyri, á 76. aldursári. Svarffuglar dauðvona í þúsundataíi Raufarhöfn 30. janúar. Allt frá vestanverðri Sléttu og til Tjör- ness hefur orðið vart við svart- fugl með olíu í fiðri og dauða- dæmdan. Á sumum stöðum er hér um að ræða þúsundir fugla. En olíubrák er ekki við strendur, svo mönnum sé um það kunnugt. Lítur þvi út fyrir, að olía sú, sem svartfuglinn hefur verið í, sé ekki við land og e. t. v. áll- langt frá landi. Gúmmí-björgunarbát rak á land skammt frá Kópaskeri fyrir tveim eða þremur dögum. Hann hafði ekki verið tekinn úr um- búðunum. Þegar hann fannst voru uppi getgátur um, að sam- hengi myndi þarna á milli vera, enda var í gærmorgun auglýst eftir enskum togara, sem kynni að hafa verið norðan við land. Munu þessi mál væntanlega skýrast áður en langt liður. Herðubreið og Esja fara nú hringferðir eftir áramótin og koma hér við. Er það skárra en í fyrra. Flogið var í gær eftir viku uppihald. Ferðir á landi liggja niðri vegna ófærðar á veg- um. Sjór er lítið sem ekkert stundaður, einkum sökum hinna þrálátu ógæfta. En fisks hefur orðið vel vart þá sjaldan, sem skotizt hefur verið á sjó. — H. H. Eidur í Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. KLUKKAN tæplega hálf níu á laugardagskvöldið var Slökkvi lið Akureyrar kallað að Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. á Oddeyri. Kviknað hafði í þaki vei-ksmiðjunnar og var mikill eldur er að var komið. Það tók slökkviliðið um tvær klukkustundir að ráða niður- lögum hans. Notaði það þó alla fjóra slökkviliðsbílana og tvær dælur að auki. Miklar skemmdir urðu á vei-ksmiðjuhúsinu, og krydd- vörur af ýmsu tagi og umbúðir, svo sem dósir og pappakassar, eyðilögðust. En þessar vörur voru á efri hæð. Hins vegar Bændur krefjast niðurskurðar í vor ef lækningar hafa þá ekki tekizt NU VIRÐAST bændur við Eyjafjörð loks ákveðnir í því að hefja baráttu gegn út- bi-eiðslu búfjársjúkdóms þess, sem kenndur er við Grund og kallaður er hringoi-mur (ring orm) eða hringskyrfi. Búnaðarsamband Eyjafjarð ar saimþykkti nýlega með sam hljóða atkvæðum fulltrúa sinna eftirfarandi: „1. Fundurinn skorar á hæstvirtan landbúnaðari-áð- hei-ra að fyrirskipa nú þegar ýtarlega athugun á búfjár- stofninum í nágrenni við hin sýktu svæði, svo að fyrir liggi með vordögum hversu mikilli útbreiðslu veikin hefur náð. 2 Fundurinn skoi-ar á Bún- aðarþing 1968 að taka mál þetta til meðfei-ðar og létta ekki baráttu sinni fyrir út- rýmingu sjúkdómsins, fyi-r en fullur sigur er unninn. 3. Að gefnu tilefni skoi-ar fundurinn ennfremur á yfir- dýralækni og Búnaðax-þing 1968 að hlutast til um, að auk ið eftirlit með útlendingum, sem ráða sig til landbúnaðar- starfa vegna smithættu á bú- f j ársjúkdómum.“ Tillögum þessum fylgdi eft- ix-farandi greinargerð: „Þar sem búfjáx-sjúkdómur- inn „hringskyrfi" hefur nú verið úrskurðaður á einurn bæ utan vax-nargirðingar í Hrafnagilshreppi, er augljóst að taka verður fastari tökum á aðgerðum þeim, sem miða eiga að útrýmingu hans. Er það álit fundarins, að varnir gegn útbreiðslunni hafi hrapa lega mistekizt og að geymsla sjúkdómsins í ófullnægjandi girðingarhólfum, ásamt slæ- legu eftirliti sumarlangt, hafi verið hin mesta yfirsjón. Eftir þessa reynslu á vörnunum tel ur fundui-inn, að öruggasta leiðin sé niðurskurður hins sýkta kúastofns á næsta vori, enda sú braut þegar rudd með niðurskurði á sauðfé og hross um á sl. hausti." Er hér skýrt og skelegglega ályktað, að fenginni reynslu og sárum mistökum í vörnum. En hið opinber tók þetta mál í sínar hendur haustið 1966 og hefur haft á því þau vettlinga tök, sem vakið hafa furðu þeirra, sem til þekkja, enda slapp veikin út úr hinum veika varnarhring, sem upp (Framhald á blaðsíðu 2). urðu litlar eða engar skemmdir á fullunnum vörum og verk- smiðjuvélarnar skemmdust ekki. Á annað hundrað manns unnu við verksmiðjuna, en nú verður hlé á starfseminni um óákveðinn tíma. Stöðvunin 'kem ur sér mjög illa, eins og ástatt er um vinnu í bænum, auk tjónsins á húsi og vörum. Um eldsupptök var blaðinu ókunnugt í gær, en málið var þá í rannsókn. Slökkviliðið var fjölmennt að þessu sinni því 35 voru kallaðir út, enda mikið í húfi. □ 100 ökumenn fengu verðlaun KLÚBBURINN „Öruggur akst- ur“ mun hafa haldið fund í gær- kveldi að Hótel KEA. Mæta áttu þar Baldvin Þ. Kristjánsson og Pétur Sveinbjarnarson. Um 100 manns áttu þar að taka á móti viðurkenningu og verðlaunum fyrir 5 og 10 ára slysalausan akstur úr hendi Sam- vinnutrygginga. Forstöðumaður þeirra hér er Sigmundur Björns- son. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.