Dagur - 31.01.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 31.01.1968, Blaðsíða 2
I 2 - Bændur kref jast niðurskurðar var settur með ófullgerðum girðingum, reglugerð, sem ekki er farið eftir og eftirliti, sem á sér engar hliðstæður í búfjársjúkdómavörnum hér á landi. ' Bændur rísa upp. Auk þeirra ályktana, sem samtök bændanna við Eyja- fjörð, þ. e. Búnaðarsamband Eyjafjarðar, gerðu, sýndu ein stakir bændur sérstakan áhuga i máli þessu, í nágranna hreppum hins sýkta Grundar- svæðis. Áhugamenn í samráði við hreppsnefndir, undirrit- uðu ákveðna áskorun til land búnaðarráðherra um, að hann láti fram fara niðurskurð bú- penings, sem eftir er á sýkt- ura og grunuðum bæjum, nú í vor. Undirrituðu nær allir bændur og búfjáreigendur áskorun þessa í tveim næstu nágrannahreppum Grundar- svæðisins auk nokkurra bænda í Hrafnagilshreppi, eða 66 í Saurbæjarhreppi, 61 í Öngulsstaðahreppi. Auk þessa Sigurvegararnir talið frá vinstri: Baldvin Ólafsson, Þorsteinn Svan laugsson, Baldur Þorsteinsson og Jóhannes Kristjánsson. Á mynd- ina vantar Vigfús Ólafsson. (Ljósm.: Fr. Fr.) Sveit Baldvins Ólafssonar varð Akureyrar- meistari í Bridge SÍÐASTLIÐINN þriðjudag lauk sveitakeppni Bridgefélags ins í meistaraflokki. Akureyrar meistarar varð sveit Baldvins Olfassonar, en auk hans eru í sveitinni Baldur Þorsteinsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Jó- hannes Kristjánsson og Vigfús Ólafsson. Keppni í meistara- fiokki var allt frá byrjun mjög tvísýn og skemmtileg. Hlaut sveit Baldvins 37 stig, í öðru sæti varð sveit Knúts Otter- stedt með 36 stig, þá sveit Hall- dórs Helgasonar með 34, sveit Mikaels Jónssonar 33 stig, sveit r r IBA og IBV um helgina ! UM NÆSTU HELGI er vænt- anlegt til Akureyrar lið íþrótta bandalags Vestmannaeyja, og mun það leika hér tvo leiki í Iþróttaskemmunni á laugardag kl. 4 og sunnudag kl. 1.30. Báðir leikimir eru í íslands- mótinu í handknattleik, 2. deild. Eru þetta fyrstu leikir Vest- mannaeyinga í mótinu, og verð ur fróðlegt að sjá þá leika hér. Um síðustu helgi lék lið ÍBA tvo leiki í íslandsmótinu í Laug ardalshöllinni. Á laugardag léku þeir við lið Þróttar og unnu Akureyringar með 22:20 eftir jafnan og spennandi leik. Á sunnudag léku þeir við ÍBK og unnu þá Keflvíkingar með 17:16 í hörkuspennandi og hörð um leik. Handknattleiksráð Akureyrar. Stórliríðarmótið STÓRHRÍÐARMÓTIÐ fer fram um næstu helgi og er það svigkeppni í öllum flokkum. Keppni hefst á laugardag kl. 2 í flokki 11—12 ára drengja og stúlkna. Á sunnudag kl. 11 hefst keppni stúlkna; og ti'ngiinga og kl. 1 í flokki fullorðinna. Q Guðmundar Guðlaugssonar 30 stig, sveit Soffíu Guðmunds- dóttur 24 stig, sveit Bjarna Sveinssonar 18 stig og sveit Magna Friðjónssonar 12 stig. Tvær neðstu sveitir meistara- flokks spila í fyrsta flokki næsta vetur, en tvær efstu sveitir fyrsta flokks flytjast upp í meistaraflokk. Urslit í síðustu umferð í meistaraflokki urðu: Halldór vann Baldvin 7—1 Knútur vann Guðmund 6—2 Mikael vann Bjarna 5—3 Soffía og Magni 4—4 1 fyrsta flokki urðu úrslit þessi: Hörður vann Bjarna 8—0 Jóhann vann Pétur 8—0 Arnald vann Valdimar 8—0 Óli vann Viðar 6—2 Páll vann Stefán 5—3 Ein umferð er eftir í fyrsta flokki og verður hún spiluð 30. jan. í Landsbankasalnum. Staðan í fyrsta flokki er nú þessi: Hörður 61 stig, Stefán 48, Jóhann 44, Bjarni 40, Pétur 32, Arnald 22, Páll 22, Viðar 20, ÓIi 16 og Valdimar 15 stig. Frá Bridgefélagi Akureyrar. - Snjósleðar (Framhald af blaðsíðu 1). Tíð hefur vreið svo óstöðug síðan fé var tekið á hús að það hefur hvergi verið hægt að beita vel í heiðum. Hagar eru lélegir og veður óstöðug. Þó reyna menn að beita og gefa fóðufbætir. G. A. TIL SÖLU Moskvitsj 1959 á nýjum dekkjum. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-15-75. undirrituðu 23 bændur í Hrafnagilshreppi áskorun um strangara eftirlit til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins og víttu þeir réttilega varnirnar, eins og þær hafa verið fram- kvæmdar. Hin ákveðna áskorun bænda í Saurbæjar- og Öng- ulsstaðahreppum hljóðar svo: „Þar sem búfjársjúkdómur- inn hringskyrfi hefur nú bor- izt út fyrir varnargirðinguna, skorum við undirritaðir bænd ur við Eyjafjörð á hæstvirtan landbúnaðarráðherra að láta nú þegar gera allar hugsan- legar ráðstafanir til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins — og að framkvœmdur verði, ekki síðar en á næsta vori, niður- skurður á öllu sýktu og grun- uðu búfé, ef þá hefur ekki tek izt að lækna að fullu þá gripi, sem nú teljast sjúkir.“ Benda má á, að samþykktir og greinargerð Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar og hin frjálsa undirskriftasöfnun bændanna, eru algerlega í samræmi við þá baráttu, sem hér í blaðinu var tekin upp fyrir nálega ári síðan. í fyrsta lagi var það vítt, að tekin væri röng stefna, þ. e. lækn- inga- og girðingaleiðin. í öðru lagi var svo framkvæmd þeirr ar leiðar, sem farin var, harð- lega gagnrýnd og nefnd kák eitt. Því miður virðist þessi gagnrýni hafa átt fyllsta rétt á sér. Landbúnaðarráðherra mun nú hafa fengið í hendur undir skriftaskjöl bændanna í Eyja- firði. □ - Mykjudreifari (Framhald af blaðsíðu 5). orðið fyrir stórskemmdum af þeim ástæðum. Mismunandi jarðlag túnanna getur valdið, að sitt eigi við á hverjum stað, og miklu getur varðað, að þungir mykjudreifarar sjeu búnir hjól- börðum af heppilegri gerð. Hjer er bóndans, sem þekkir túnið sitt, að vega og meta og velja hið vænlegasta. Hann má ekki ein- blína á stærðina eina og afköst við bestu skilyrði, hann þarf líka að bera á túnið sitt, þegar miður vel viðrar, svo að túnið getur verið viðkvæmt fyrir áverkum." Þannig komst jeg að orði í brjefaskóla-brjefinu í árslok 1966, en nú þarf við að bæta. Kem jeg að því í annari grein um þetta sama efni. Arni G. Eylands. HEI.VIAVINNA Ileimavinna óskast. — Margt kemur til greina, t. d. livers kyns skrifstofu- störf. Uppl. í síma 2-15-51. TRILLUBÁTUR óskast til leigu. Tilboð leggist inn á af- greiðslublaðsins fyrir 10. febr. merkt: Trillubátur Lítil íbúð eða lítið einbýlishús ÓSKAST TIL LEIGU eða KAUPS. Tilboðum sé skilað á af- greiðslu blaðsins fyrir laugardag 3. febrúar merkt H 2 5 11 ÍBÚÐ ÖSKAST Barnlaus hjón óska eftir íbúð til leigu. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. í sítna 1-26-63. GOTT HERBERGI óskast til leigu. Garðar Arthúrsson Sími 2-10-00. frá kl. 9-5. ÍBÚÐ TIL SÖLU í tvíbýlishúsi við Halnarstræti. Uppl. í síma 1-27-42 hjá Ásmundi Jóhannssyni hdl. Auglýsmgasíminn er 1-11-67 BÁTAEÉLLAG3Ð V Ö R Ð U R heldur aðalfund í Sjálf- stæðishúsinu — Litla sal — íöstudaginn 2. febrúar kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. Bifreiðaverkstæði! - Bifreiðaeigendur! MANN -L... ÖLSUSlUR fyrirliggjandi í flestar tegundir bifreiða. ÞÓRSHAMAR H.F. Varahlutaverzlun Sími 1-27-00 Bændur athugið! Nú er rétti tíminn til að gera við landbúnaðarvélar og tæki fyrir næsta sumar, svo komizt verði hjá töfum á komandi vori. Bjóðum sömu kjör og á síðastliðnum vetri. Búvélaverkstæði B.S.E: - Sími 1-20-84 Bifreiðaeigendur! Kælivatushitarar fyrir bifreiðar Hleðslustöðvar fyrir rafgeyma. HANDHÆGAR OG ÓDÝRAR. i VÉLADEILD . . i. r,i n

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.