Dagur - 31.01.1968, Blaðsíða 8
Nýlega var afhentur vinningur í happdrœtti Sjálfsbjargar 1987, sem var bifreið af gerðinni
Ford Custom. Vinninginn, sem kom á miða nr. 19784, hlaut Halla Halldórsdóttir frá Grundar-
firði. Meðfylgjandi mynd var tekin er framkv.stjóri Sjálfsbjargar afhenti Höllu vinninginn.
Eldsvoði í Óslandi í Þistilfir
Gunnarsstöðum 25. jan. — Á
mánudagskvöldið varð eldur
laus í Oslandi í Þistilfirði. Véla
geymsla, hesthús og hlaða er
áfast íbúðanhúsi, einskonar við-
bygging, sem brann. Og eldur-
inn komst í þvottahúsið líka og
brann innan úr því. Meginhlut-
inn af heyi bóndans var í hlöð-
| unni og brann það allt. Kýr og
hestur voru í húsum þeim, er
Á MÁNUDAGINN voru haldnir
.fundir framkvaemdastjóra hrað-
frystihúsa Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna og Sambandsins.
Á fundunum var samþykkt að
taka síðara tilboði rikisstjórnar-
innar til handa þessum fyrirtækj-
um, en það var lokatilboð stjórn-
brunnu, og var þeim bjargað
gegnum íbúðarhúsið við illan
leik, en hænsni brunnu inni.
Innbú var borið út úr íbúðar-
húsinu og skemmdist það, enda
veður rysjótt. Skyldutrygging
var á húsum og innbúi en hey-
ið óvátryggt. Tjón er því til-
finnanlegt.
Bóndinn í Óslandshlíð heitir
flest bundin við hafnarbakkana.
Gengisfellingin leysti ekkivanda-
mál útvegsins nema að litlu leyti.
Sýnilegt er, að vertíð verður
ekki hafin nema með uppbótar-
kerfi í einhverri mynd, sennilega
stórfelldu uppbótarkerfi. □
Þórir Björgvinsson og kona
'hans Rósa Jóhannesdóttir. Syn-
ir þeirra tveir voru heima, ann-
ar 17 ára og hinn 6 ára.
Bóndinn telur, að kviknað
hafi í út frá ljósavél, sem var í
þessari viðbyggingu. Þetta
sama kvöld fylgdi hann gesti úr
hlaði og er hann kom inn aftur,
fór hann inn til eldri sonarins,
sem var sofnaður og slökkti Ijós
og lokaði hurðinni. En í því
vaknar pilturinn og sá í sama
mund eldbjarma á glugganum.
Ósland er nýbýli, 'byggt fyrir
10 árum.
Svellalög eru svo mikil, að
menn muna ekki annað eins.
20—30 cm. svellalag er yfir allt.
Vegir færir en ákaflega svell-
aðir. En snjór er ekki mikill.
Jarðlaust hefur verið síðan
fyrir jól. Ó. H.
Snjósleðarnir frábær
arvalda. Þó náði samþykki hrað-
frystihúsanna aðeins til þess, að
tilboðið væri samningsgrundvöll-
ur. En þar hefur þó þokazt í
rétta átt og standa vonir til, að
unnt verði að taka á móti fiski
á ný, þegar gengið hefur verið
frá samningum til fulls og eftir
samninga við sjómannastéttina.
Fyrsti mánuður vetrarvertíðar
er nú liðinn. Fiskiskipin liggja
r
Arsrit
Ræktunarfél.
Klausturseli 20. jan. Hér var
haldlnn jóladansleikur að venju
og var hann í þetta sinn á ann-
an dag jóla, fyrst var guðsþjón-
usta og tvö börn skírð. Síðan
jólaveizla og ræðuhöld og
skemmtiatriði undir borðum,
að síðustu stiginn dans. Menn
uggðu lítt að sér í gleðskapn-
um og engir lögðu leið sína út
fyrir dyr fyrr en á nóttu var
liöið og var þá kominn kafalds-
bylur. Fólk þursti í bíla sína og
margir komust heim til sín, en
nokkrir bílar eru ennþá eins og
strandrek um sveitina. Nökkuð
af fólki var flutt heim til sín á
snjósleðum.
Snjósleðarnir gjörbrevta sam-
gönguvandamálum dreifbýlis-
ins. Það voru keyptir 4 snjó-
sleðar í þessa sveit í haust, og
það eru einu samgöngutækin,
sem notuð hafa verið síðan um
jól hér í sveit. Póstur ferðast á
snjósleða. Snjóbíll er notaður
til læknishjálpar. Sigurjón Guð
mundsson bóndi á Eiríksstöð-
íslendingar keyptu áfengi fyrir 543
milljónir króna á síðasta ári
ÚT ER KOMIÐ Ársrit Rækt-
unarfélags Norðurlands. Rit-
stjóri er Jóhannes Sigvaldason.
Efni ritsins er fjölbreytt mjög
og lesmálssíður um 130 bls. Sér
staklega má geta tveggja rit-
gerða ritstjórans um rannsókn-
ir á brennisteinsskorti í jarð-
vegi. Aðrir greinarhöfundar
eru: Árni G. Eylands, Stefán
Aðalsteinsson, Helgi Hallgríms
son, Magnús Óskarsson, Matt-
hías Eggertsson, Jón Snæbjörns
son, Þorsteinn Þorsteinsson,
Óskar Stefánsson, Friðjón
Pálmason og Sigurjón Steins-
son. □
Á SÍÐASTÁ ÁRI man sala
áfengis frá Áfengis- og tóbaks-
verzlun ríkisins rúmlega 543
millj. kr. Áfengisneyzla á inann
var 2.38 lítrar, miðað við 100%
áfengi, en var fyrir fimm árum
1.93 lítrar. Áfengisneyzlan jókst
um 2.6% ó árinu.
Útsölustaðir eru þessir:
Reykjavík, Akureyri, ísafjörð-
ur, Siglufjörður, Seyðisfjörður,
Keflavík og Vestmannaeyjar.
Á Akureyri var selt áfengi
fyrir rúmlega 51 millj. kr. en í
Reykjavík er salan mest nær
414 milli. kr.
Framanskráð er aðeins sala
Áfengis- og tóbaksverzlunar
ríkisins. En að sjálfsögðu kem-
ur fleira til. Smásala á vínveit-
ingahúsum margfaldar t. d. upp
hæð þá, sem menn borga fyrir
vín, þar keypt og inn í landið
flæðir vín eftir öðrum leiðum
en þeim, sem frá segir í opin-
berum skýrslum. Q
SMATT OG STORT
SLJÓR HÖFUNDUR
Höfundur Reykjavíkurbréfs
Mbl. er býsna sljór orðinn um
þessar mundir. Hann segir að
Framsóknarmenn á Alþingi
hafi reiknað út, að meðalverð
útfluttra sjávarvara á árinu
1967 hafi ekki verið lægra en
meðalverð síðustu 5 ára þar
áður þegar samanlagður útflutn
ingur þeirra er talinn í einu
lagi, og er það rétt. Þetta hefur
verið reiknað út. En sé þetta
svo, segir í Reykjavíkurbréfinu,
ætti verðfallið „alls ekki að
vera tilfinnanlegt.“ En höfund-
ur Reykjavíkurbréfsins gleym-
ir verðbólgunni. Ef krónan
hefði haft sama verðgildi innan
lands 1967 og hún hafði fyrir 5
árum, liefðu íslenzkir atvinnu-
vegir staðið af sér meðalár eins
og árið 1967 var.
METÁR OG MEÐALAR
Afli liefur nlltaf verið breyti-
legur hér við land og verðlag
hækkandi öðru hverju og svo
lækkandi á ný. Metafli og met-
verð 1—2 ár, eins og hér var
1965—1966, á ekki að vera þjóð
inni til tjóns ef rétt er á haldið.
Jafnvel þótt það þýði, að mim-
urinn á því og meðalári verði
þeim mun meiri, sem metið var
hærra. En af þvi ríkisstjórnin
réði ekki við verðbólguna varð
hún að breyta gengisskráning-
Áttatíu Færeyingar
ALLMARGIR Færeyingar
koma hingað til lands, margir
óráðnir, í atvinnuleit, en aðrir
ráðnir hjá einstökum útgerðar-
mönnum.
Áttatíu tóku sér far með Gull
fossi 20. þ. m. og fleiri er von
síðar. Af erlendum starfsmönn-
um hafa Færyeingar reynzt
beztir sjómenn. □
farartæki
um datt úr sliga í hlöðu og fór
úr liði um ökla og einnig kvarn
aðist út úr beini. Hann var sótt
ur á snjó'bíl og liggur nú á Norð
fjarðarspítala.
Þórður Sigvaldason bóndi á
Hákonarstöðum er einn af þeim
sem keypti sér snjósleða í
haust. Hann elti uppi tófu hér
um daginn og drap hana undir
sleðanum.
í gær fór Stefán Halldórsson
á Brú á sínum snjósleða á Vest
uröræfi að leita að fé sem
Hrafnkelsdælinga vantaði. Með
honum var Aðalsteinn Aðal-
steinsson á Vaðbrekku. Þeir
fengu fremur vont veður en
fundu þó sex kindur, 4 frá Aðal
bóli og 2 frá Vaðbrekku. Gang-
færi var mjög vont fyrir menn
og skepnur. Stefán hafði sleða
aftan í snjósleðanum og gat
haft 2 kindur þar í einu. Aðal-
steinn rak svo ‘hinar í humátt á
eftir og Stefán sótti svo til baka
þar til allar kindurnar voru
komnar niður í Hrafnkelsdal.
Þá var ekki nema 2—3 stunda
gangur til bæja og þar skildu
þeir ærnar eftir í gær en komu
lömbunum í sleðagrindum til
bæja. Þau voru svo til ósjálf-
bjarga fyrir brynju þegar þeir
fundu þau og tófuslóðir í kring
um þau og hrafnager yfir.
(Framhald á blaðsíðu 2).
unni í meðalári, og dugar ekki
til, því miður.
NÓG KOMIÐ AF
ST J ÓRN ARSKRUMI
Ríkisstjórnin gumaði mjög af
því á sínum tíma, að hún hefði
bjargað stofnlánasjóðum land-
búnaðarins! Ríkið en ekki
bændur áttu þessa sjóði og á
enn, en sjálf var ríkisstjómin
þá nýlega búin að stórauka er-
lendar skuldir sjóðanna með
gengisbreytingunni miklu 1960.
Og nú er nýbúið að fram-
kvæma gengisbreytingu, sem
verður stofnlánadeildinni þung
í skauti, en einnig sumum þeim
aðilum, er þar liafa tekið lán.
Vera má að Ingólfur ráðlierra
geti fært að því einhver rök, að
hér á landi hafi verið við ramm
an reip að draga og að hann
liafi ekki getað gert betur, og
ber að meta þau ef fram koma.
En skrum Ingólfs ráðherra og
félaga hans undanfarin ár er
sannarlega óviðfeldið, einkum í
augum bænda, sem búa við
verri kjör en áður.
SJÓNVARP
Það kvað vera eitt af umtals-
efnum syðra um þessar mundir
hvort eins mikið sé af skothríð
og glæpareyfurum í íslenzka
sjónvarpinu og í Keflavíkur-
sjónvarpinu. Að minnsta kosti
finnst ýmsuni nóg um og al-
menningur spyr, hvort þetta sé
það, sem koma ^kal. Hér þarf
að taka í taumana ef rétt er frá
skýrt, að ekki liallist mikið á
hvað snertir glæpamyndir og
þess háttar. Þó að dagblöðin í
Reykjavík fái ríflega borgun
fyrir að birta sjónvarpsdag-
skrána, ættu þau ekki að þegja
um þetta mál. Sagt var um ára-
mótin, að sjónvarpið væri kom-
ið á 22 þús. heimili sunnan
fjalla. Sagt er, að menn horfi
enn á Keflavíkursjónvarpið, þó
ekki sé mikið um rætt.
EF EKKI VÆRI
VERÐBÓLGA
Blöð stjómarinnar bera það á
stjórnarandstæðinga, að þeir
skilji ekki þá breytingu, sem
orðið hefur á afla og verði út-
flutningsvara frá árinu 19.66.
Víst skilja menn hana og að
hún er mikil. En memi gera sér
líka grein fyrir því, að afla-
magn ársins 1967 var ekki
minna og verðlagið ekki lægra
en það var fyrir 4—5 árum, og
að slíkt aflamagn og slíkt værð-
lag hefði þá ekki valdið kreppu,
ef stjórnin hefði stöfðvað verð-
bólguna, eins og hún þóttist
ætla að gera og taldi sig færa
um að gera.
Þúsundir fugla
FRÉTTARITARI blaðsins á
Kópaskeri, Hrafn Benediktsson,
sagði í gær, að þúsundir fugla
með olíu í fiðri þvældust dauð-
vona í fjörunum. Þar væri og
merki' olíu, þegar vel væri að
gáð. Þá sagði hami, að hinn ný-
rekni björgunarbátur yrði send
ur til Reykjavíkur til athug-
unar. □