Dagur - 31.01.1968, Blaðsíða 7

Dagur - 31.01.1968, Blaðsíða 7
7 Til félagsmanna IÍEA Félagsmenn KEA eru vinsamlega beðnir að skila arðmiðuim fyrir árið 1967 í allra síðastalagi 10. febrúar næstk. Arðmiðarnir þurfa að vera í lokuðu umslagi, er greinilega sé inerkt nafni, heimilisfangi og félags- númeri viðkomandi félagsmanns. Umslögunum má svo skila í næsta verzlunarútibú eða í aðalskrifstofu voru. Akureyri, 29. jan. 1968. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA ÚTSALAN ER í FULLUM GANGI. Nýjar gerðir bætast við í dag. Úrval af HERRASKÓM í litlum stærðum. SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. | I J Hjartans þakkir flyt ég ykkur öllum, vinum og © vandamönnum, sem glöddu mig með blómum, skeyt- 4 um og myndarlegum gjöfum á fimmtugsafmæli mínu ^ ð 15. janúar s.l. 4 £ Gud blessi ykkur öll. f 1 * DALROS SIGURGEIRSDOTTIR. & f -t & Konan mín og móðir okkar, VALDÍNA STEFÁNSDÓTTIR, Grenivöllum 26, andaðist í Kaupmannahöfn 23. janúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyraikirkju fimmtudaginn 1. febrúar kl. 1.30 e. li. — Þeim, sem vildu minnast liennar, er bent á líknarstofnanir. Þorsteinn Jónsson og börn. Faðir okkar, tengdalaðir og afi, PÁLL JÓNSSON, Grenivöllum 24 — Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 1,30 e. h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Sveinbjörg K. Pálsdóttir, Sigurlína Pálsdóttir, Einar Magnússon. Jóhanna G. Pálsdóttir, Bjarni J. Gíslason. Valdimar Pálsson, Sigurveig Jónsdóttir ^ . og barnabörn. t | 4 Þakka kærlega heimsóknir, gjafir og skeyti á 80 ára £ & afmeeli mínu 3. jan. síðastl. Sérstaklega þakka ég Kven- Jj. i félagi Reykdæla ómelanlega vináttu og aðstoð. © | UNNUR JAKOBSDÓTTIR, Hólum - Reykjadal. I f . % ® Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér vináttu á ^ | sjötugsafmæli mínu 21. janúar s. I. ^ % SIGRÍDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Þórunnarstr. 119 í $ | f f I.O.O.F. 149228% = Sk. Y. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 4. febr. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Allir hjartanlega vel- komnir. SJÓNARHÆÐ. Verið velkom- in á samkomu okkar n. k. sunnudag. Ræðumaður Grím ur Sigurðsson. Fjölbreyttur söngur. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. Drengjafundir á mánudögum kl. 5.30 e. h. Saumafundir fyrir stúlkur kl. 5.30 á fimmtudögum. Ungl- ingafundir á laugardögum kl. 5.30 e. h. — Sjónarhæðar- starfið. HJALPRÆÐISHERINN. — Sunnudaginn kl. 20.30 er al- menn samkoma. Guðsorð, söngur, vitnisburðir. Verið velkomin. Sunnudagaskóli kl. 2 eftir hádegi. HVERS VEGNA OG HVERN- IG DÓ JESÚS KRISTUR? Opinber biblíufyrirlestur fluttur að Kaupvangsstræti 4, II hæð, sunnudgainn 4. febrúar kl. 16.00. Allt áhuga- samt fólk er velkomið. Ókeyp is aðgangur. — Vottar Jehóva FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Á samkomu n. k. sunnudag kl. 8.30 e. h. talar sænski trú- boðinn Irene Hultmyr. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. Saumafundir fyrir stúlkur hvem miðvikudag kl. 5.30 e. h. — Fíladelfía. I.O.G.T. stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur fimmtu- daginn 1. febrúar kl. 8.30 e. h. að Hótel I.O.G.T. Fundarefni: Vígsla hýliða. Rætt um þorra blót o. fl. Eftir fund er félags- vist. — Æ.t. LEIÐRÉTTING. Það var Iðn- skólinn en ekki Vélskólinn, sem hlaut 50 þús. kr. gjöf frá Sveinafélagi járniðnaðar- manna og leiðréttist þar með missögn um þetta í síðasta blaði. Húsmæður athugið! 1. FLOKKS EGG TIL SÖLU í Fjólugötu 4, Höfðahlíð 13 og Brekkugötu 24 (á neðri hæð). Verð kr. 80 pr. kg. Nýlegur BARNAVAGN til sölu. Sími 1-25 98 TIL SÖLU Riffill 22 cal. með kíki. Ódýrt. — Sími 1-14-63. UNGUR REIDHESTUR til sölu. Hús og fóður getur fylgt. Uppl. gefur Ásgeir Halldórsson Kornvöruhús K.E.A. SLYSAVARNAKONUR sem fluttar eru í Glerárhverfi. Gjörið svo vel að koma ár- gjöldum • ykkar sti-ax til Pálínu Jónasdóttur, Lyng- holti 3, og gefa um leið upp heimilisfang ykkar. INNILEGAR kveðjur og þakkir sendum við bæjarbúum fyrir frábæra aðsókn og ómetan- legan styrk við fjáröflun deildarinnar sl. sunnudag. Prestunum okkar þökkum við þeirra mikla þátt í að gera söfnunardaginn að há- tíðisdegi. — Slysavarnadeild kvenna, Akureyri. .^53%, LIONSKLÚBBURINN HUGINN. Fundur n. k. fimmtudag kl. 12 að Hótel KEA. — Stjórnin. LESSTOFA þýzk-íslenzka fé- lagsins að Geislagötu 5, efstu hæð, er opin alla þriðjudaga kl. 8—10 síðdegis. Auk bóka og tímarita eru lánuð segul- bönd með alls konar hljóm- list. GEYSISÞORRABLÓTIÐ verð- ur í Lóni n. k. laugardag. Styrktarfélagar og aðrir vel- unnarar kórsins velkomnir meðan húsrúm leyfir. FÖNDURKV ÖLDIN byrja að Bjargi mánu- dagskvöldið 5. febr. — Föndumefndin. FRA SJÁLFSBJÖRG. Spilað verður á Bjargi að Hvannavöllum 10 sunnudaginn 4. febr. kl. 8.30 e. h. Sýnd verð ur mynd. — Nefndin. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Á r s h á t í ð félagsins verður laugardaginn 10. febrúar í Bjargi og hefst með borðhaldi kl. 8 siðd. Fjölbreytt skemmti atriði. Góð músik. Aðgöngu- miðar verða seldir hjá Karli Stefánssyni í Electro Co., Ráð hústorgi 1, til fimmtudags- kvölds 8. febrúar. Einnig upp lýsingar í síma 2-11-13 utan verzlunartíma. Aðgangseyrir kr. 250.00 fyrir manninn. Öll- um velunnurum félagsins heimil þátttaka meðan hús- rúm leyfir. — Sjálfsbjörg. LESSTOFA íslenzk-ameríska félagáns, Geislagötu 5, er opin ísem hér segir: Mánu- daga) og föstudaga kl. 6—8 e. h., þi'iðjudaga og fimmtu- daga kl. 7.30—10 e. h., laug- ardaga kl. 4—7 e. h. SPILAKVÖLD S. K. T. (Ann- að kvöld) verður að Bjargi föstudaginn 2. febrúar kl. 9.30 e. h. Húsið opnað kl. 8. Að- göngumiðasala við inngang- inn. Spilastjóri Rögnvaldur Rögnvaldsson. Góð hljóm- sveit. Allir velkomnir án áfengis. — Skemmtiklúbbur Templara. HAPPDRÆTTI íþróttasam- bands íslands. Dregið hefm’ verið hjá Borgarfógeta í Reykjavík í Landshappdrætti ÍSÍ. Upp komu eftirfarandi númer: Jeppster jeppi 46479, Johnson vélsleði 41533, John- son vélsleði 19059, Bátur með utanborðsvél 6314, Þvottavél Hoover 31127, Þvottavél Hoover 7814, Þvottavél Hoover 13898, Kæliskápur, 53725, Kæliskápur 8993, Saumavél Husqvarna 4145, Saumavél Husqvarna 27269, Saumavél Pfaff 28898, Sauma vél Pfaff 20805, Saumavél Pfaff 30934, Saumavél Pfaff 10769. — (Birt án ábyrgðar). ST. GEORGS - GILDIÐ. Fundurinn er í Hafnar- stræti 49 mánudaginn 5. febr. kl. 8.30 e. h. — Stjórnin. MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opið fyrst um sinn á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Á öðrum tímum tekið á móti skóla- og áhugafólki ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og sími safnvarðar 1-12-72. FUNDIR í YD (yngri deild) á mánudögum kl. 5.30 e. h. Allir 9—12 ára drengir velkomnir. — Fundir í UD (unglingadeild) á miðvikudögum kl. 8 e. h. — Allir drengir 13 ára og eldri velkomnir. N ÁTTÚRU GRIP AS AFNIÐ. — í vetur verða sýningartímar fyrir almenning að venju á sunnudögum kl. 2—4 síðd. Auk þess verður safnið opið síðdegis á laugardögum, og eru þeir tímar einkum ætlað- ir áhugafólki í náttúrufræði. Áhugamenn, utanbæjarmenn og skólahópar geta fengið að skoða safnið á öðrum tímum eftir nánara samkomulagi. Sími safnsins er 1-29-83 en að jafnaði verður aðeins svar að í hann síðdegis á virkum dögum. Heimasími safnvarð- ar er 6-11-11, Víkurbakki. SKOTFÉLAGAR. Aðalfundur Skotfélags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 3. febr. kl. 5.30 e. h. í Laxagötu 5. —• Áríðandi að allir félagar mæti. — Stjórnin. SKOTFÉLAGAR. Æfing n. k. sunnudag í íþróttaskemm- unni kl. 10.30—11.30 f. h. Kaiimannaföt Unglingaföt Skíðabuxur Skíðapeysur Hagstætt verð. HERRADEILD V'W* '»VN i W.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.