Dagur - 28.02.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 28.02.1968, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. .3 Átök 4. marz? NÚ HAFA flest verkalýðsfélög boð- að vinnustöðvun frá og með 4. marz, hafi samningar þá ekki tekizt við at- vinnurekendur. En viðræður milli atvinnurekenda og launþega standa yfir. Verkamannasamband Islands hefur sett fram kröfur sínar og rök- stuðning fyrir þeim. Helzta krafan er, að teknar verði upp fullar verð- lagsbætur á laun, sem afnumdar voru á sl. ári. Réttur til þeirra bóta verði annaðhvort samningsbundinn eða lögfestur. Verkamannasamband- ið bendir á hina geigvænlegu flóð- bylgju dýrtíðar í landinu, vaxandi atvinnuleysi og styttri vinnutíma en áður, sem allt rýrir afkomumögu- leika verkamanna og annars launa- fólks, auk þeirra ráðstafana stjóm- arvalda, að fella niður verðbætur á laun. Ástandið sé ógnvekjandi fyrir hag alls vinnandi fólks í landinu. Laun af dagvinnutekjum lirökkvi nú engan veginn fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. Atvinnurekendur bendi hins veg- ar á, að atvinnuvegir landsmanna geti ekki tekið á sig neins konar launahækkanir, því þá blasi við alls- herjar hrun í jieim greinum, sem enn reyna að halda í horfinu. — Stjórnarblöðin styðja mjög við bak atvinnurekenda — þótt harður sé Jreirra dómur í garð stjórnarfarsins. Þau taka sérstaklega fram, að mörg fyrirtæki, sem nú veiti mörgum dýr- mæta atvinnu, muni loka, ef kaup hækki. Með réttu má segja, að barátta verkalýðsfélaganna sé varnarstríð — gegn einhverjum stórfelldustu kjara- skerðingum, sem síðari ár herma. Verkalýðsfélögin hafa gefið fullan vinnufrið undanfarin ár. Fjöldi fyr- irtækja, sem orðið hafa að loka síð- ustu misseri og mánuði hafa ekki lokað vegna kauphækkana, heldur af öðrum ástæðum. Ríkisvaldið hef- ur svipt launj>ega mikilvægum rétti, sem þeir höfðu áður og til yiðbótar hafa verðhækkanirnar á helztu nauð synjum dunið yfir. Minni Jjjóðar- tekjur, en þegar þær voru mestar, koma að sjálfsögðu við á heimilum verkamanna og annarra launþega og er ekki óeðlilegt. En Jjegar svo er komið, að enginn treystir sér til að svara J>eirri spurningu, hvernig fjöl- skyldur geti lifað í okkar landi af dagvinnutekjum einum, og flestir verða að láta }>ær nægja um Jiessar mundir, virðist sú krafa réttmæt, að vísitölubætur eða hliðstæð trygging verði teknar upp á ný. □ Við þurfum að snúa vörn í sókn segir Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tiörn HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON á Tjöm í Svarfaðardal er einn þeirra fáu manna, sem setið hafa á Alþingi og hafnaði ósk- um manna um, að eiga þar Ifengri dvöl. Hann er meðal menntuðustu bænda landsins, unir vel heima á búi sínu, ann náttúru lands og nýtur sam- ' Vista við hana mörgum fremur. Dagur lagði fyrir Hjört nokkr ar spurningar nú fyrir skömmu og fer viðtalið hér á eftir. "Dregst byggðin saman í Svarf aðardal? Nei, hún dregst ekki saman, en hún gisnar að vísu alltaf jáfnt og þétt. Einhver jörð fell- ur úr byggð næstum árlega. En hingað til hafa það nær ein- göngu verið smájarðir, sem jafnóðum hafa verið lagðar und ir næstu jarðir, sem vantað hef ur land. Ég held, að þetta hljóti að teljast heppileg þróun mála eins og háttar til hjá okkur. Byggðin var ákaflega þétt hér, og jarðirnar mjög smáar marg- ar hverjar. Það gat ekki allt haldizt og þurfti þess heldur ekki. Við höfum þolað að missa burtu margt fólk, einkum þar sém það hefur þá flest setzt að á Dalvík og heldur þannig áfram að vera hluti af þeirri félagsheild, sem þetta byggðar- lag er á margan hátt, þótt klof- ið sé í tvo hreppa. Nú er rafmagnið komið á alla bæi sveitarinnar? Já, rafvæðingin kom í þrem- ur áföngum, þeim siðasta 1956 —66. Við töldum, að þetta væri svo mikill stói-viðburður í sögu okkar, að sjálfsagt væri að halda sigurhátíð. Við köllum það í’aunar ljósahátíð. Ég vona, að eftirkomendur okkar taki eftir þessu og sjái, að við vorum ekki svo sljóir, að við skildum ekki hvílík aldahvörf hér voru að gerast. Hvað um skólamálin? Þau eru að komast í gott horf. Með nýbyggingu á Húsabakka höfum við fengið aðstöðu til að auka unglingafræðsluna um helming og Iækka um leið skóla skyldualdurinn niðm- í 9 áir. Þetta var mjög nauðsynlegt, því enda þótt þeir nemendur, sem við höfum útskrifað héðan með venjulegu unglingaprófi undanfarin ár hafi slampazt í gegnum landspróf, þá er því ekki ð leyna, að þeir hafa átt mjög erfitt uppdráttar í fram- haldsnáminu vegna ófullnægj- andi undirstöðu í málum og stærðfræðifögum. Héðan í frá verður ekki hægt að kenna það aðstöðuleysi til undirstöðu- náms, ef unga fólkið okkar læt- ur það vera að afla sér frekari menntunar og fer út í lífsbarátt ima ófaglært að öllu leyti eins og allt of algengt hefur verið til þessa. Hvaða verkefni bíða þá úr- lausnar hjá ykkur næst? Ég býst við, að við hljótum að snúa okkur að byggingu félags- heimilis alveg á naestunni, þeg- ar húsnæðismál skólans eru að fullu leyst. Við munum ekki byggja neina samkomuhöll hér. Dalvík er á næstu grösum, og þeir munu sjálfsagt byggja veg legt samkomuhús hjá sér mjög bráðlega. Ætli við reynum ekki að njóta góðs af því á einhvern hátt, þegar þar að kemur. Brýnasta, en jafnframt eríið- asta úrlausnarefni, sem nú blas ir við, er endurbætur á vega- kerfinu. Þar kemur til kasta ríkisins, og við getum litlu sem engu um ráðið. Ef mér væru fengnar í hendur svo sem fimm milljónir króna og sagt að ráð- stafa þeim til hágsbóta fyrir sveitina, þá mundi ég verja þeim til vegabóta, hverri ein- ustu krónu. Ég held, að þær mundu renta sig bezt á þann hátt. Hvað viltu svo segja um hag íslenzkra bænda almennt? Ég er ekki viss um, að hagur bænda sé öllu Iakari nú, en hann hefur verið undanfarin ár, nema þar sem uppskerubrestur hefur verið af völdum kals. Hjörtur E. Þórarinsson. Áhrifin af kreppuráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar eru ekki nema að byrja að koma niður á bændastéttin.ni ennþá. T. d. njótum við þess nú að hafa aldrei getað notfært okkur nið- urgreiðslur ríkissjóðs á matvæl um nema að nokkru leyti og þá helzt í smjörkaupum. Þess vegna verður okkur það létt- bærara en öðrum landsmönn- um, þegar niðurgreiðslumar eru allt í einu stórlækkaðar. Einnig stöndum við bændur bet ur að vígi en verkalýðurinn, þegar þregir að á vinnumark- aðnum og eftirvinna t. d. dregst saman. Atvinnuskort þurfum við ekki að óttast. Við getum oft og tíðum a. m. k. aukið tekj- ur okkar með því að leggja harðar að okkur og vinna meira á méðan við höfum þrek til. Hins vegar eiga svo rýrnandi tekjur launastétta fljótlega að hafa þau áhrif, að laun bóndans minnka að sama skapi, eins og lögin um verðlagningu búvöru gera ráð fyrir. Og það er víst engin ástæða til að óttast, að þau verki ekki fyrirstöðulaust, þegar málum er svo komið, þó að þau væru sniðgengin af miklu bligðunarleysi á síðast- liðnu ári, þegar svikalaus fram kvæmd þeirra hefði þýtt veru- lega hækkun á kaupi bóndans. Hér höfum við gott dæmi um það, að góð lög eru ekki ein- hlít, það skiptir ekki minna máli, hvetr framkvæmir þau og, hvernig þau eru framkvæmd. Svo þú gerir ráð fyrir versn- andi hag bænda? Já, það er alveg fyrirsjáan- legt a. m. k. í bráðina, og mátti hann þó helzt ekki versna. Skýrslur, sem erfitt er að vé- fengja, sýna, að meðaltekjur bænda eru ákaflega lágar. Hins vegar er það vitað, að tekjumis munur er alveg'gífurlegur inn- an stéttarinnar. Aðstöðumunur inn er svo mikil-1, og margvís- legur, að útkoman hlýtur að verða afar breytileg frá því bezta til þess versta. Það nægir að benda á sjálft jarðnæðið, hvað þar er misjafnt og aðstöð- una til markaðar. Þá skiptir það ekki litlu máli, hvort bóndinn stendur á gömlum merg og á jörð og bú skuldlaust eða skuld lítið, eða hvort hann er nýgræð ingur, sem lítið á af því, sem hann heíur undir höndum. Sá bóndi þarf- oft að greiða út úr búinu marga tugi þúsunda ár- lega, sem hinn fyrrnefndi getur borgað sjálfum sér. Hér í Eyjafirði höfum við svo okkar sórstaka aðstöðumun, sem er tengdur Mjólkursamlag inu og flutningi mjólkur að því. Það munar meðalmjólkurfram- leiðanda, sem selur 40—45 þús- und lítra á ári um það bil 20 þús und krónum, hvort hann býr næst eða fjarst samlaginu. Um það eru deildar meiningar, hvort þetta sé réttlátt og eðli- legt ástand. Þar virðist því mið ur gilda sú gamla regla: Það er ranglátt, ef ég geld þess, það er réttlátt, ef ég nýt þess. Ilvað heldur þú að bænda- samtökin geti gert til að rétta hlut stéttarinnar eftir hinn ó- hagstæða dóm yfirnefndarinnar í vetur? Ég veit ekki, hvort hægt er að gera nokkurn skapaðan hlut nema gefa út rökstudd mótmæli, svo lítils virði sem það nú er. Og svo bera fram frómar óskir um einhverskonar leiðréttingar. Það hefur verið stungið upp á ýmsu, t. d. niðurgreiðslu á fóð- urbætisverði, lækkun vaxta af stofnlánum o. fl. Ég hef einna mestan áhuga á lækkun áburðarverðs. Ég held, það væri skynsamlegt að verja nokkrum milljónatugum úr rík issjóði til að lækka áburðar- verð og a. m. k. að koma í veg fyrir þá stórhækkun á áburð- arverðinu, sem gengisfellingin hefur óhjákvæmilega í för með sér, ef ekkert er að gert. Það er ekki betra fyrir ríkissjóð að þurfa að greiða niður þá hækk- un á búvöruverði til neytenda, sem hlýtur að fylgja í kjölfar hækkunar, kannske þriðjungs hækkunar ábprðarverðs, og greiða jafnframt hækkaðar út- flutningsbætur af sömu ástæðu. Lágt verð á áburði hvetur til aukinnar grasræktar og hey- framleiðslu, en af því höfum við aldrei of mikið. Jafnframt myndi það auðvelda upp- græðslu landsins, en það er eitt af stóru málum þjóðarinnar. — Ég held, að lágt áburðarverð myndi ekki leiða til misnotkun- ar á áburði, við höfum þegar hlaupið af okkur hornin í því efni. Við vitum nú orðið, að það borgar sig engan veginn að ausa áburði hugsunarlaust og tak- markalítið, enda þótt hann kost aði ekki neitt. Það er hins vegar dálítið tví- eggjað að halda verði á inn- fluttum fóðurbæti mjög lágu og kannske miklu lægra, miðað við fóðurgildi, heldur en á heyi. Það verður til þess, að bændur leggja minni áherzlu á heyöfl- un, máske bæði hvað snertir magn og gæði. Með mikilli fóð- urbætisgjöf er hægt að skrúfa upp framleiðsluna, bæði hratt og mikið, emkum mjólkurfram- leiðsluna, það sjáum við m. a. s.l. ár. Það skal að vísu viður- kennt, að þriðjungshækkun á kjarnfóðurverði kom sér sér- staklega illa nú eftir lélegt hey- skaparsumar, sumstaðar hörmu legt. Og það er líka rétt, að í aunablikinu erum við ekki í vandræðum með mjólkurafurð- ir okkar. En ég held samt, að við megum alvarlega vara okk- ur á að missa ekki vald á fram- leiðslunni, þegar aftur kemur betra áríerði. í Vestur-Evrópu hlaðast upp smjörbirgðir um þessar mundir og kindakjöts- neyzlan er vandræðalega lítil, nema í Bretlandi, og er síður en svo að aukast. Það er til dæmis um það, að Svíar neyta minna kindakjöts á hvern íbúa heldur en neftóbaks, og hélt ég þó að þeir væru engin sérstök nef tóbaksþj óð. Líklega þyrfti Framleiðsluráð að hafa vald til að innheimta sérstakan toll af innfluttum fóðurbæti, þegar hætta er á of- framleiðslu og nota það fé síð- an til ýmiskonar hagræðingar innan landbúnaðarins eða til útflutningsuppbóta, þar sem uppbætur ríkissjóðs hrökkva ekki til. Það þykir kannske ekki rétti tíminn til að tala um þetta nú. En það getur verið, að það sé einmitt rétt að fara að ræða það nú, af því að það er ekki aðkallandi í augnablikinu. Það er ekki betra að þurfa að grípa til óyndisúrræða, þegar allt er komið í eindaga. Hvað finnst þér xun áróður gegn landbúnaðinum, sem rek- inn er af sumum stjórnmála- mönnum? Manni verður strax hugsað til mehntamálaráðherrans, þegar minnzt er á áróður gegn land- búnaðinum. • Hann’ er nefnilega sá af núverandi valdamönnum þjóðarinnar, sem flestir bændur hafa ímugust á. Það er mjög al- menn trú þeirra, að hann vilji landbúnaðinn feigan og þurrka bændastéttina út að miklu eða jefnvel öllu leyti. Vafalaust er þetta mjög langt frá sannleik- anum, en ef svo er, þá má hann sjálfum sér um kenna, finnst mér, því hann hefur viðhaft mjög ónærgætisleg og særandi ummæli um bændur og atvinnu veg þein-a, kallað hana dragbít á hagvöxt ríkisins og bænda- stéttina byrði á þjóðfélaginu eða eitthvað því um líkt. Þetta taka svo fylgismenn hans, og miklu fleiri reyndar í bæjun- um, sem heilagan sannleika og telja öll vandræði frá bændum runnin. Auðvitað er það aldrei nema satt, að íslenzk landbúnaðar- framleiðsla er dýr og verður sjálfsagt alltaf dýr af eðlilegum ástæðum, og útflutningsupp- bæturnar eru þungur baggi á ríkissjóði eins og nú er, og það er réttlætiskrafa til landbúnað- arins og samtaka hans, að hann miði framleiðsluna við það, að hann verði sem léttastur. Það er líka sú stefna, sem fylgt er, og ef sú spá búnaðarmálastjóra NÝLEGA hefur ráðherra í Bandaríkjunum mælt með 7 dollara dagpeningum í eyðslu- eyri fyrir ferðalanga úr Vestur heimi í öðrum löndum. Um sama leyti tilkynnti enskur ráð herra, að þjóðin mætti búast við tveggja ára kreppu. Fyrir nokkrum árum mæltu nokkrir samvinnumenn með því í blaðagreinum að þjóðin yrði að fara betur með fé, undir kjör orðinu: Allt verður að bera sig. Með ráðdeild átti að fyrirbyggja eyðslu og kreppu. Þá væri tryggð búsæld í landinu. Ekki var þessu heilræði sinnt. ísland skuldar nú 2.8 milljarða kr. er- lendis í viðskiptiim liðins árs. Á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan þjóðveldið var endurreist hefur stjórn og þing fellt krónuna fimm sinnum. Þá breytingu á genginu gera menn reynist rétt, sem liann setti fram í útvarpsþætti nýlega, að tala bænda um næstu aldamót verði lík því, sem hún er nú, þótt þjóðinni í heild hafi fjölg- að nær því um helming, þá er hundraðshluti bænda af . ís- lenzku þjóðinni orðinn eins lág- ur og hann er nú lægstur með nokkurri þjóð. Og ef sá hópur bænda framleiðir samt nokkurn veginn nægar búvörur fyrir innanlandsmarkaðinn, en það þykir mér trúlegast, þá er ekki víst, að það sé svo mikið, sem ber á milli þeirrar stefnu, sem nú er fylgt og hinnar, sem gágnrýnendur bænda telja að ætti að fylgja. Hvað meina þeir með þessu tali um breytta stefnu í land- búnaðarmálum? Ég veit það ekki gerla. Ég hef aldrei séð hana skilgreinda að ráði. En ég geri mér í hug- ai’lund, að þungamiðjan sé sú, að framleiðslan sé minnkuð niður í það, að hún nægi þjóð- inni nokkurn veginn í meðalári, en í vondum árum séu metin jöfnuð með innflutningi er- lendra búvara. Losna þannig við útflutninginn. Væri það kannske skynsam- legt? Ég held, að það væri ófram- kvæmanlegt, a. m. k. á stuttum tíma. Eins og er, er leitazt við að halda mjólkurframleiðslunni það uppi, að hún fullnægi dag- legri' neyzluþörf, þegar fram- leiðslan er í lágmarki, þ. e. fyrri hluta veti’ar og á haustin. En af því leiðir gífurlega um- framframleiðslu mikinn hluta ársins, enda er hennar auðvit- að þörf til framleiðslu á unn- um mjólkurvörum. Samt má heita ógerlegt, að ná hinu fyrr- nefnda markmiði, án þess að eitthvað falli til af mjólkurvör- um umfram innanlandsþarfir. Það gegnir dálítið öðru máli með kjötframleiðsluna. Alla- vega myndi hraðfara breyting í átt.til þessarar nýju stefnu hafa í för með sér 10—20% samdrátt heildarframleiðslunnar, en það myndi skapa óskaplega ringul- reið í landbúnaðinum í bráð, án þess að víst væri að þjóðfé- lagið hefði nokkurn minnsta ávinning af því í lengd. Hlut- fallsfækkun bænda er nú svo geysilega ör og framtíð mat- vælaframleiðslunnar svo óviss um þessar mundir, bæði hér og annarsstaðar, að það hlýtur að vera skynsamlegt að flýta sér hægt með allar breytingar, sem hlytu að auka þá óvissu. Því, þegar öllu er á botninn hvolft, er traustur landbúnaður helzta bjargarvon þjóðanna, er í harðbakkann slær. Það hljóta allar ríkisstjórnir að gera sér ingarþjóðir á vesturlöndum ógjarnan nema eftir tapað stríð eða aðra hliðstæða ógæfu. Hér hefur þjóðin hvað eftir annað sett kunna flokksleiðtoga eins og Eystein Jónsson og Magnús guðfræðiprófessor til að skammta þjóðinni vörur til dag legra nauðþurfta. Gamla íslenzka lýðveldið stóð í margar aldir án skömmtunar eða eftirlits með daglegri eyðslu borgaranna í landinu. Hér ætti að mega komast hjá krónufalli og skömmtun dag- legra nauðsynja. En til þess þarf framsýni í þjóðarbúskapn- um. Árangur góðái’anna hverf- ur að mestu inn í kreppuna, eða ef betur er að orði komist. Kreppan þarf aldrei að verða til, heldur kemur búsældin til að sitja í hásætinu. íslendingar á tuttugustu öld ættu að geta ljóst, jafnvel þótt það sjáist ekki alltaf á veikum þeirra. Áróður læðir inn efa? Einn mikill hollvinur bænda og sveitalífs spurði mig fyrir nokkrum árum, hvort ég héldi, að Svarfaðardalur myndi hald- ast í byggð á komandi tímum. Þannig hafði áróðurinn lætt ör- litlum efa um tilverurétt ís- lenzks landbúnaðar jafnvel í hans hug. Annars hefði hann ekki spurt. Og ef það er rétt, og ég býst við, að það sé rétt, sem haft er eftir Stefáni Jónssyni fi’éttamanni, sem talað hefur við marga bændur um land allt og hefur lag á að láta menn tala, að fjölmargir bændur séu baggi á þjóðfélaginu, þá sýnir það betur en allt annað, hve vel hefur tekizt að sá hinu hættulega sæði efans í huga þjóðarinnar. Ég held því, að við þurfum að hefja mikla gagnsókn. Það ætti ekki að vera mikill vandi að sýna fram á, að sveitabyggðin og þar með landbúnaðurinn heldur þessu þjóðfélagi saman í bókstaflegum skilningi. Ég get ekki betur séð en, að heilir landshlutar yrðu óbyggðir og eyðilönd, ef ekki væri landbún- aðurinn. Hvað yrði t. d. um hinar stoltu byggðir Suðurlands (Framhald á blaðsíðu 2) LEIKFÉL. AKUREYRAR frum sýndi leikritið Gísl eftir Brend- an Behan síðastliðið sunnudags- kvöld. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Arnar Jónsson, sem er kunnur öllum Akureyring- um, leikur aðalhlutverkið sem gestur Leikfélagsins. Sviðsmynd og búninga hefur Una Collins gert, en hún hefur unnið í Reykjavík að undanförnu. Leikfélagið hefur vandað mjög til sýningarinnar, enda mun flestra mál, að hún hafi tekizt með ágætum. Um það munu flestir, ef ekki allir, frum- sýningargestir verið sammála, þótt marga hafi greint á um skilning og réttdæmi einstakra atriða. Ekkert sýnir betur ágæti sýningarinnar sem leikhús- verks en það, hve margir virð- ast mikið segja um sýninguna. Ekkert sýnir betur en það, hve orkuþrungnu lífi hún er gædd. Hér er því miður ekkert rúm til að ræða þetta margslungna verk, hvorki að reyna að meta og vega einstaka þætti höfund- anna (hér er engin goðgá að nota þetta fleirtöluorð) né leita skýringa. Hér mun aðeins getið í örfáum orðum þess, sem gert er. Sýningin er merkileg okkur Akureyringa vegna l>ess, að hér sjáum við nútímaleiklist í skapað heilbrigt fjármála- og atvinnuástand eins og forfeður á Söguöldinni. „Dagur“ hefur 50 ára reynslu við að mæla með hollum þjóð- málum. Oft hefur sókn hans, eins og í Kristnesmálinu, orðið alþjóð til blessimar. Enn má svo fara, að hið fimmtuga blað geti lagt til holl ráð áður en næsta kreppa hefur staðið lengi. Ekki mæli ég með löngum hávísindalegum málalengingum heldur með fáorðum glöggum ábendingum. í því skyni vil ég innan tíðar benda á einfalt en víðfrægt dæmi um nútímaþjóð, sem býr við varanlega hagsæld, en þekkir ekki frásögnina um viðskiptahalla, krónufall og kreppu nema í fréttum frá út- löndum. Jónas Jónsson frá Hriflu. Gróðaár - Kreppm* - Millivegur Á æfingu „Sælt er það hús“. Leikstjórinn, Ágúst Kvaran, lertgst til hægri. (Ljósm.: M. Ó. G.) Gamanleikurinn „Sælt er þsð hús" í Laugarborg LEIKFÉLAGID I Ð U N N í Hrafnagilshreppi hefur und- anfarið æft af kappi sjónleik- inn „Sælt er það hús“, og verð- ur frumsýning, að forfallalausu, föstudaginn 1. marz. Þetta er enskur gamanleikur eftir Mic- hael Brett í þýðingu Sigrúnar Árnadóftur. Leikstjóri er Ágúst Kvaran. Ýmsir eldri og yngri leiliend- ur koma þarna fram á sviðið, en þau eru: Alda Kristjánsdótt- ir, Auður Eiríksdóttir, María Sigurbjömsdóttir, Þuríður Schiöth, Aðalsteinn Jónsson, Jóhann Halldórsson og Pétur Helgason. Leikmynd gerðu hjónin Gerð ur Pálsdóttir og Friðrik Kristj- ánsson, 'en hljóðtækni annast Björgvin Júníusson og Eiríkur Hreiðarsson. þess orðs bezta skilningi. Hér er ekki aðeins verið „að sýna leikrit“. Hér er verið að skapa leikhúsverk. Þetta er það, sem átt er við með erlenda orðinu „teater“, margslungið, samofið verk úr fjölmörgum þáttum. — Texti Behans er auðvitað snar að við á komandi árum. Og þá er framlag hans svo ■ miklu meira en þessi eina sýning. Við þökkum honum og Unu Collins komuna. Og það mættu þau þegar vita, að þau væru au- fúsugestir hér síðar. í leikskrá eru taldir 18 leik- LEIKFÉLAG AIÍUREYRAR W Leikstjóri Eyvindur Erlendsson þáttur í þessu verki, en hann einn er eins og stafli af bygg- ingarefni, sem ekið hefur verið á staðinn. Húsið öðlast ekki líf fyrr en það hefur verið reist. Leikstjórinn á hér vafalaust langstærstan hlut. Eyvindur Erlendsson hefur greinilega lagt í þétta óhemju mikla vinnu, hugkvæmni, kunnáttu og smekk vísi. Það er kannske ekki talið til afreka að setja upp sýningu fyrir fátækt leikfélag „úti á landsbyggðinni“, en Eyvindur hlýtur að una sínum hlut vel. Hann hefur ekki farið erindis- leysu norður yfir heiðar. Þvert á móti. Með sýningunni á Gísil hefur hann ef til vill skapað leiksviði Akureyrar „stand,ard“, sem oft verði vitnað til og mið- arar. Hlutverk þeirra eru mis- jöfn að vöxtum og auðvitað einnig að afrekum. En það má fullyrða, að allir skila sínu sæmi lega og sumir með ágætum. — Heildarsvipur leiksins er mjög sterkur. og samleikurinn með því bezta, sem hér hefur sáðzt. Því miður er ekki rúm í blaðinu nú til að gera grein fyrir hverju hlutverki, þótt ástæða hefði verið til. Aðeins fáein ol’ð urp nokkur þau helztu. Ai-nar Jónsson var auðvitað í brennidepli kvöldsins. Leikur hans var með öllu bláþráðalaus, þrunginn þeim örugga styrk, sem er aðall atvmnuleikarans, gæddur magni og töfrum, sem gera persónuna sanna og. eðli- lega í öllum hennar marg- Arnar Jónsson í hlutverki sínu. (Ljósmyndastofa Páls) slungnu viðbrögðum. Þá mætti benda Akureyringum og ekki sízt akureyrskum leikurum á, hvað framsögn hans bar af fram sögn heimamannanna. Þar eiga Akureyringarnir mikið ólært. En gætu þeir ekki lært það? Af Akureyringunum var Jón Kristinsson vafalaust beztur. Hann var styrkur og sannur frá upphafi til enda. Sýningin var mikill sigur þeirra feðga. Kristj ana Jónsdóttir gerði hlutverki sínu í mörgu góð skil, sérstak- lega undir lokin. Guðlaug Her- mannsdóttir sýndi mjög oft ágætan leik, góða framsögn og innlifun. Kjartan Olafsson var skemmtilegur og heill, nema hvað hann brast í lokaatriðinu eins og fleiri. Marinó Þorsteins- son og Þráinn Karlsson gerðu hlutverkum sínum góð skil. Sama mætti segja um aðra ótalda. Ef uppi ætti hér að halda ein- hverri gagnrýni, væri það helzt lokaatriðið. Það kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum og venkaði fremur máttlaust miðað við styrk þann og spennu, sem annars rikti á sýningunni. Gísl er 'hvorki gamanleikur eða harmleikur, eða öllu heldur, hann er hvort tveggja, hann er lífið sjálft, ofið úr Ijótleika og skirri fegurð, spriklandi gríni og þrúgandi harmi. En eiga leikslokin ekki að vera harm- leikur? Það voru þau varla á suimudagskvöldið. Gauragang- urinn var svo langdreginn, að hann verkaði sem hálfgert grín. Hver skaut Williams? Var dauði hans hálfgert eða algert „slys“? Hefði ekki verið mun sterkara að láta það fólk, sem farið var að þykja vænt um hann, skjóta hann? Það var gamanleikur. Höfundar Islend- ingasagna kunnu full skil á harmleik. Það var, þegar góði maðurinn framdi hemdarverk- ið. Hvað um það, lokaatriðið var dálítið máttlaust. Það er ekki að efa, að Akur- eyringar muni sækja þessa sýn ingu mikið. Hún er mikil og merk nýlunda í fátæklegu lista- lífi bæjarins. Hún er afbragðs fulltrúi nýrra viðhorfa nýs tíma. Við höfum öll gott af góð- um skammti slíkra áhrifa hér í deyfðinni norður við íshafið. Hafi þeir heila þökk, sem mmu. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.