Dagur - 28.02.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 28.02.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 28. febrúar 198S — 9. tölublað FILMU HÚSIÖ liafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • r.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR ERAMKÖLLUN - KOPIERIN'G Oxnadalsheiði opnuð í fyrrinólt VEGURINN yfir Öxnadalsheiði er nú opinn. Þrjú tæki Vega- gerðarinnar voru þar að verki en ekki ein, því náttúran hjálp- aði svo um munaði. Eru nú hvarvetna miklir vatnavextir, að sögn vegagerðarmanna. Flæð ir víða yfir vegi því ræsi eru enn teppt af klaka. Vega- skemmdir höfðu ekki orðið verulegar, er um var spurt í gær, en þó byrjaðar á Svalbarðs strönd. Víða eru vegir mjög svellaðir. Fært er orðið til Húsa víkur. Samkvæmt fréttum í gær, voru vatnavextir miklir um land allt, víða rok og rigning og tók snjó ört. 'O TVÖ INNBROT SÖMU NOTTINA Eldfjallarannsóknaslöð á íslandi? Rannsóknaraðstaða óvenju góð hér á landi Bjami Einarsson bæjarstjóri setur ferðamálaráðstefnuna. Á NÝAFSTÖÐNU þingi Norð- urlandaráðs í Osló var sam- þykikt að beina þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlandanna allra, að þær athugi möguleika á því að koma upp norrænni eld fjallarannsóknarstöð á íslandi. En rannsóknaraðstaða er óvenjulega góð hér á landi í Daguk kemur næst út á laugardaginn 2. marz. þessari grein. Á þessu sviði geta íslendingar orðið nokkrir veit- endur, a. m. k. hvað snertir að- stöðuna. Margir erlendir háskólar senda nemendahópa til íslands til að vinna sjálfstætt að ýmis- konar náttúrufræðirannsókn- um. Ungt land eins og ísland, sem enn er í sköpun, er sem opin kennslubók í jarðfræði og skyldum greinum. Ályktun Norðurlandaráðs er eflaust það spor í átt að marki, sem allir íslendingar geta fagn- að. □ AÐFARARNÓTT sl. föstudags voru tvö innbrot framin á Akur eyri, í húsakynni Eimskip og heildverlun Tómasar Stein- grímssonar. Á síðari staðnum var einhverju stolið, einkum (Ljósm.: E. D.) súkkulaði og þ. h. en hjá Eim- skip er einskis saknað. Víða flæddi vatn inn í hús, bæði á Oddeyri, t. d. Eiðsvalla- götu, og í Glerárhverfi í gær. Mikill vatnsflaumur var um allan bæinn enda rigning öðru hverju og asahláka. □ Nokkrir gestir ferðamálaráðstefnunnar við Skíðahótelið. (Ljósm.: E. D.) Ferðamálaráðstefna á Akureyri w BJARNI EINARSSON bæjar- stjóri á Akureyri efndi til ferða málaráðstefnu á föstudgainn, 24. febrúar. Þangað voru boðnir 60 manns, flest heimamenn, sem áhuga hafa á ferðamálum eða sérstakra hagsmuna eiga að gæta í sambandi við þau. Árdegis var haldið í Hlíðar- fjall og mannvirki skoðuð þar, einkum nýja skíða-stólalyftan, sem stöðugt var í gangi og marg ir brugðu sér í upp að Strompi og Strýtu, sem eru fjallakofar hátt uppi í Hlíðar- fjalli, en þágu síðan veitingar í Skíðahótelinu. Margt manna var í Skíða- hótelinu í Hlíðarfjalli þennan dag, eða 60—80 nemendur úr Gagnfræðaskólanum. En um tveggja mánaða skeið eru nem- endur Akureyrarskólanna þarna til skiptis, undir eftirliti kennara sinna. Skíðahótelið í Hlíðarfjalli &r nú eini staður landsins, sem boð legur þykir erlendu vetrar- íþróttafólki til dvalar og þar er eina skíða-stólalyfta landsins. Eftir hádegi hófust svo fund- arhöld á Hótel KEA, með fjór- um framsöguerindum, sem þeir fluttu: Bjami Einarsson bæjar- stjóri og talaði um skipulags- mál bæjarins með hliðsjón af auknum ferðamannafjölda, Her mann Sigtryggsson æskulýðs- fulltrúi ræddi um Akureyri sem miðstöð vetraríþrótta, Ingólfur Ármannsson kennari ræddi um ferðamanninn og Akureyri og Gunnar Árnason kaupmaðiH' (Framhald á blaðsíðu 2). Um það fjallaði erindi Kristjáns Karlssonar erindreka á síðasta bændaklúbbsfundi SÍLDVEIÐAR ]l SUNNANLANDS ]] TAKMARKAÐAR NÚ HEFUR sjávarútvegs- málaráðuneytið tilkynnt, að !j bannaðar séu síldveiðar sunnanlands og vestan frá!; 1. marz til 15. ágúst. Undan- þágur verða einhverjar, en við það miðaðar, að heildar- veiði fari ekki fram úr 50 . þúsund lestum. — Hafrann- !! sóknarstofnunin og Fiskiie- !| lag íslands gerðu ályktun um þetta mál, sem ráðu- J; neytið hefur tekið til greina. En veikir og niinnkandi síld- arstofnar íslenzku síldarinn- !| ar er það grundvallaratriði, sem veiðibannið byggist á. !| BÆNDUR fjölmenntu á klúbb- fund sinn á Hótel KEA á mánu dagskvöldið. Aðal ræðumaður var Kristján Karlsson erindreki Stéttarsambands bænda og fjall aði ræða hans um skipulag á framleiðslu landbúnaðarins. — Fundarstjóri var Jón Hjálmars son bóndi í Villingadal, en um 80 manns sátu fundinn. Kristján ræddi um framleiðslu mál landbúnaðarins. Þau mál eru að komast víða á dagskrá, vegna samþykkta sem gerðar voru á aukafundi í Stéttarsam- bandinu er haldinn var í Reykjavík dagana 7. og 8. þ. m. Stjórn Stéttarsambandsins hefur sent ályktanir aukafund- arins ásamt bréfi til allra for- manna búnaðarfélaga í landinu. í bréfinu eru tilmæli um að efni ályktananna verði kynnt á fund um búnaðarfélaganna í vetur. Þá hefur stjóm Stéttarsam- bandsins skrifað stjórnum bún- aðarsambandanna og sent þeim til umsagnar þá ályktun auka- fundarins sem fjallar um að ifá framleiðsluráðslögunum breytt þannig að í þeim verði heimild- arákvæði fyrir Framleiðsluráð til að skammta innflutt kolvetna fóður miðað við bústofn og skattleggja umframsöluna til verðj öfnunarsj óðs. Það var um þessa ályktun sem Kristján Karlsson ræddi fyrst og fremst. Hann gaf yfir- lit um þróun framleiðslumál- anna síðustu árin bæði hvað varðaði framleiðslu sauðfjár- afurða og nautgripaafurða. Hann benti á að innvegin mjólk verðlagsárið 1966 til 1967 hefði minnkað um 6.8 milljónir kg. eða 6.4% miðað við verðlags- árið þar á undan, en að mjólkur framleiðslan í vetur hefði verið það mikil að allar líkur væru fyrir því að samdrátturinn sem varð á síðasta verðlagsári inn- ist fyllilega upp. Þá gat hann þess að sauðfjár- kjötsframleiðslan hefði vaxið um 4.5% á síðasta verðlagsári, og enn aftur síðasta haust um 6.4%. . Um söluhorfurnar á búvörun um kom fram, að það væri aukn ing í neyzlumjólkursölunni sem svaraði til fjölgunar á fólki i landinu sem er 9% á 5 árum. Það hafði að vísu dregið lítið eitt úr sölunni þegar mjólkin hækkaði fyrri partinn í vetur en salan jafnaðist aftur. Smjör- (Frannhald á blaðsíðu 2). Kristján Karlsson erindreki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.