Dagur - 28.02.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 28.02.1968, Blaðsíða 8
 SMÁTT OG STÓRT Á FIMMTUDAGINN voru fréttamenn sjónvarps og blaða kallaðir upp í Menntaskólann á Akureyri. Steindór Steindórs- son settur skólameistari tjáði fréttamönnum, að búið væri að setja upp sænskt brunaaðvör- unarkerfi í gamla menntaskóla húsinu, sem gerði aðvart um Nýtt brunavarnakerfi eld hvar sem hann kynni upp að koma í húsinu. En það bar til nokkrum dög- um áður, að varnarkerfið gerði aðvart um brunahættu. Orsök- in var sú, að gamall miðstöðvar ketill var í ólagi og hitaði kyndi klefann óeðlilega mikið. Frá þessu var sagt í útvarpi. Eldur Skákfélag Akureyrar FYRIR skömmu var haldinn aðalfundur Skákfélags Akur- eyrar og voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn fyrir næsta ár: Formaður Gunnlaugur Guð- mundsson, ritari Guðmundur Búason, gjaldkeri Halldór Jóns- son, Skákritari Jóni Ingimars- son, og áhaldavörður Þorgeir Steingrímsson. □ var -enginn,- e'n varnakerfið „skynjaði" hættuna og slökkvi- liðið kom þegar á vettvang. Síðan hefur ;mikið verið spurzt fyrir um eldhættuna í gamla skólahúsinu, sagði skólameist- ari, og ekiki að ástæðulausu. En eirímitt þéss yggna væri ástæða til að fagna því, að í hverju ein- asta herbérgi skólaris og jafn- vel í sumum skápum og göng- um, hefði verið settur upp „skynjari“ eða hitamælitæki, sem gerði aðvart ef hiti þess staðar yrði óeðlilega mikill, alls á 140 stöðum. Skólameistari sagði, að í gamla skólahúsinu byggju um 30 manns en þar væru hálft fimmta hundrað nemendur við nám á daginn. Nú var fréttamönnum sýnt hvernig þessi aðvörunartæiki vinna. Hættumerki var gefið. Nemendur hlupu út án troðn- ings, enda eftir kennslutíma og því tiltölulega fáir í húsinu. Áður en fullar þrjár mínútur voru liðnar voru tveir slökkvi- liðsbílar komnir á staðinn, til- búnir að hefja slökkvi- og björg unarstörf. Aðal hvatamaður þess, að brunavarnarkerfið var sett umm, var Gunnar Stein- dórsson starfsmaður bruna- varnaeftirlits ríkisins og skýrði hann notkun þeirra og taldi þau mjög örugg. Uppsetningu ann- aðist Raforka h.f., en forstöðu- maður hennar er Sigtryggur Þorbjömsson. Fjórir sérstakir símar eru í húsinu, og eru þeir í beinu sambandi við Slökkvi- stöð bæjarins, notaðir ef eldur verður laus. Hin nýju tæki leysa vöfcu- menn M.A. af hólmi cg eiga að hafa öruggara eftirlit en þeir, ef eldsvoða ber að 'höndum. Eldvarnarkerfið mun uppsett hafa kostað yfir 200 þús. krón- ur. □ ENN KÆRKOMNAR KVEÐJUR Blaðinu hafa enn borist margar kærkomnar kveðjur — bæði í bundnu máli og óbundnu — vegna 50 ára afmælis þess, m. a. frá öllum andstæðingablöð- unum í bænum og persónuleg- ar kveðjur frá sumum ritstjór- unum. Þessar kveðjur, og líka margar aðrar árnaðaróskir, sem komu á seinni skipunum, voru þó jafn kærkomnar og hinar. Og er þá ljúft og skylt að minnast þess, sérstaklega í sambandi við andstæðingana, að þótt greini á um margt, er fleira sameiginlegt og engum til gagns að gleyma því, að all- ir erum við á sama báti. Fyrir allar þessar kveðjur þakka ég af alhug. — Ritstj. NORÐURLANDSAÆTLUN Á ALÞINGI Nýlega er lokið umræðu á Al- þingi um fyrirspurn þá, er Gísli Guðmundsson og Ólafur Jó- hannesson báru fram varðandi Norðurlandsáætlunina, hvenær hennar mætti vænta. Ríkisstjórnin hét þessari áætl un vorið 1965, en dráttur hefur á orðið. Magnús Jónsson fjár- málaráðherra sagði í blaðavið- tali 4. júní í sumar, að áætlunin kæmi á árinu. Eklii varð af því. Nú sagði hann í þinginu, að hann „vonaði“‘ að hún kæmi á árinu 1968, en bætti síðar við að svo myndi verða. SÍLDARMJÖLI BJARGAÐ Danska flutningaskipið, sem strandaði út af Sléttu á dög- unum, er talið ónýtt og verður því ekki bjargað. Það var með átta hundruð tonna síldarmjöls- farm innanborðs. Út var boðinn hluti farmsins og buðu Hús- víkingar hæst, 100 þús. kr. og var því tilboði tekið. — Fyrir lielgina höfðu þeir bjargað 50 tonnum og verður meiru bjarg- að ef veður leyfir. HNEFALEIKAR BANNAÐIR? Hnefaleikar eru með lögum bannaðir á íslandi. Var um deilt á sinni tíð, hvort banna skildi. Á fundi Norðurlanda- ráðs, fyrir nokkrum dögum, kom mál þetta á dagskrá. Var þá vitnað til fslands, sem fyr- irmyndar. — Saimað þykir að lmefaleikar hafi orsakað mun fleiri og alvarlegri heila- skenundir en áður var talið. — Virðist bann við hnefaleikum eiga vaxandi fylgi að fagna á hinum Norðurlöndunum. HREINDÝR OG HROSS Nokkrar umræður hafa undan- farið verið um hreindýr, sem talið var (áður en hlánaði) að myndu falla í byggð á Austur- (Framhald á blaðsíðu 2). Nckkur hreindýr hafa faliið cg hjukrun misfekizt Egilsstöðum 26. febrúar. Talið er, að allur hreindýrastofninn dvelji nú í byggðum austan- lands. Þau komu óvenju snemma til byggða, sennilega vegna áfreða uppi á hálendinu. En hér varð, svo sem allir vita, síðar háglítið og haglaust öllum skepnum vegna svellalaga, sem Ævintýraferð til Hafnar FYRIR RÚMLEGA ÁRI síðan efndu barnablaðið Vorið og Æskan ásamt Flugfélagi íslands til verðlaunakeppni og voru 1. verðlaun ákveðin ferð með „Gullfaxa“ hinni nýju þotu Flugfélags íslands til Kaup- mannahafnar og nokkurra daga dvöl þar. Hlutskörpust urðu þau María Gísladóttir, Akur- eyri, sem hlaut 1. verðl. í spurn ingakeppni Æskunnar og Ingólf ur Amarson, Reykjavík, sem hlaut 1. verðl. í ritgerðarsam- keppni Vorsins. Með í ferðinni til Kaupmannahafnar voru BATNANDI HORFUR Á SIGLUFÍRÐI EFRIR mánaðamótin hefst nið- urlagning síldar í niðurlagning- arverksmiðjunni á Siglufirði. — Fá þar flestar konur atvinnu, sem nú vantar hana sárast. — Tunnuverksmiðjan er í gangi og meiri fiskur hefur borizt hraðfi'ystihúsinu í febrúar en nokki'u sinni áður. Má því segja, að horfur séu batnandi hvað atvinnumálin snertir, sagði Jóhann Þorvalds- son blaðinu á mánudaginn. □ tveir menn frá ■ snjónvarpinú, þeir Hinrik Bjarnason og Þránd ur Thoroddsen, sem tóku kvik- mynd af ævintýrum barnanna. Hún var síðan sýnd sem fram- haldsmynd í Stundinni okkar, barnaþætti. sjónvarpsins, sem Hinrik Bjaj'nason sér um. Flug- félág ísland bauð Maríu Gísla- dóttur til Reykjavíkur til þess að sjá fyrsta þætti myndarinnar sjónvarpað. Meðfylgjandi mynd var tekin í upptökusal sjónvarpsins þar sem María er að skoða sjón- varpsmyndavél. Á myndinni ei-u frá vinstri: Sveinn Sæ- mundsson, María Gísladóttir, Hinrik Bjarnason og Grímur Engilberts ritstjóri. □ lágu yfii’ öllu landi. Hreindýrin hafa á sumum stöðum, t. d. í Skriðdal, átt illa ævi og nokkur dýr hafa fallið. Ei'u það einkum gamlar kýr og ung dýr. Reynt hefur verið að hjúkra aðfram komnum dýrum, en það hefur mistekizt. Hér á Egilsstöðum hafa fjögur hreindýr haldið til í margar vikur og hafa þau ekki liðið skort. Þau ganga með hest um hér niður við Fljótið. Hi'oss in voru fyrst mjög hrædd við hreindýrin, en samkomulagið er nú ágætt. Og hreindýrin eru hætt að óttast manninn. Nú er góð hláka og vona menn að fljótt komi upp jörð, ekki aðeins fyrir hreindýrin, heldur einnig fyrir sauðfé. Rætt hefur verið um það manna í milli, að reka hreindýrin til fjalla, þar sem haglendi er- ef- laust mun betra og svéllalög- lítil. En hreindýrin eru bágræk. Þó væri þess einhver von, að unnt væri, með miklum mann- söfnuði, að reka þau móti vindi til afréttar. Vegurinn um Fagradal er jafnan fær, enda snjólítið. Odds skarð var rutt í gær, en snjó- bílar halda 'Úþpi fei'ðum yfir Fjarðai'heiði. Allir aðalvegir á Héi'aði eru færir. Atvinnuleysi hefur ekki ver- ið hér að neinu ráði, en við sjáv ai'síðuna hefur það sagt veru- lega til sín og þar eru viðbrigð- in mun meiri. Samdi’áttur í opinberum framkvæmdum er Ijós og eru margir uggandi um framtíðina. V. S. Vinnur að málefnum kirkju sinnar Á S.L. ÁRI stóð ungt fólk á Svalbarðsströnd fyi-ir skemmti- samkomu til ágóða fyrir orgel- sjóð Svalbarðskirkju. Mæltist framtak þessa fólks vel fyrir og var samkoman vel sótt. Skemmtu samkomugestir sér prýðilega. Þá var í kirkjun.ni haldið kirkjukvöld s.l.: haust og kom þar fram, auk sóknarpi'estsins, ungt tónlistafólk, er lék kirkju- leg tónvei'k og stjórnuðu kór og almennum safnaðarsöng. YFIR 40 FÉLÖG BOÐA VERKFALL Á MÁNUDAGINN höfðu 40 verkalýðafélög með 16 þús. fé- lögum boðað vinnustöðvun frá 4.—6. mai'z n.k., hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. — í gær bættust fleiri félög við.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.