Dagur - 28.02.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 28.02.1968, Blaðsíða 2
Þór sigraSi Ármann í framlengdum leik SL. LAUGARDAG lék 1. deild ariið Þórs í körfuknattleik við lið Ármanns, Rvík, og fóru leik ar svo að Þór sigraði eftir fram lengdan leik með 56:53 stigum. Þetta var ekki góður leikur hjá Þór og var Ármann yfir allan timan þar ti'l á síðustu mínútu, að Þórsurum tókst að jafna leikinn. Ármenningar byrjuðu vel og eftir fáeinar. mínútur höfðu Ár- menningar skorað 8 stig gegn Frá Bridgefélagi Ak. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag lauk annarri umferð í einmenn ingskeppni Bridgefélagsins. — Keppnin er fjögur kvöld. Röð efstu manna er þessi: stig' 1. Dísa Pétursdóttir 785 2. Baldur Árnason 770 3. Sigurbjöm Bjarnason 761 4. Hörður Steinbergsson 756 5. Jóhann Helgason 742 6. Adam Ingólfsson 732 7. Mikael Jónsson 732 8. Rósa Sigurðardóttir 724’ 9. Soffía Guðmundsdóttir 709 10. Jóhannes Kristjánsson 708 11. Sveinn Sigurgeirsson 706 12. Jóhannes Sigvaldason 701 - Ferðamálaráðstefna 2 stigum Þórs. Þessi munur hélzt svo til óbreyttur allan fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 22:17 fyrir Ármann. Pét- ur skoraði flest stig fyrir Þór í fyrri hálfleik, 7 stig, en Einar Bollason skoraði 4. Seinni hálfleikur var mjög jafn eins og sá fyrri. Ármann skoraði fyrstu 2 stigin, þá skor- uðu Einar og Pétur fyrir Þór, síðan Ármann 2 stig, þá skoraði Einar 2 körfur fyrir Þór (4 stig) og var nú staðan 26:25 fyrir Ár- mann, 1 stigs munur. Liðin skiptust nú á að skora, en Ár- mann heldur frumkvæði í leikn um og er 5 mínútur eru eftir af leik er 7 stiga munur Ármanni í vil. Samkvæmt leikreglum er síðustu 5 mín. dæmd víti á öll brot og hófst nú vítakeppni sem stóð látlaust til leiksloka og hafði Þór betur í þeirri viður- ‘eigri, enda var framkoma áhorf enda þessar síðustu mínútur ósmekkleg í fyllsta máta, og hef ur trúlega ráðið úrslitum í leikn um. Með látlausu púi og óhljóð um kömu áhorfendur leik- mönnum Ármanns úr jafnvægi meðan þeir tóku sín vítaköst, en algjör þögn var í salnum er leik merín Þórs tóku sin. Þarna sýndu áhorfendur ekki dreng- skap og vonandi endurtekur slíkt sig ekki, það er sjálfsagt að hvetja sitt lið en það eru tak- mörk fyrir því hve langt menn geta gengið, og í þessu tilfelli var farið út fyrir takmörk vel- sæmisins. Á þessum síðustu mínútum skoraði Einar Bolla- son 8 stig úr vítum og jafnaði leikinn fyrir Þór. Á markatöfl- unni stóð að vísu 48:47 Ármanni í vil þegar leiktíma lauk og stóðu áhorfendur í þeirri mein- ingu að Ármann hefði sigrað og yfirgáfu húsið þar eð ekki var sýnna en að leik væri lokið, en við endurskoðun á stigum hjá ritara, (en ritari var nú reynd- ar búinn að láta breyta á marka töflu undir lok leiksins og færa 1 stig hjá Ármanni), kom í ljós að stig voru jöfn. Þar sem þær reglur gilda í körfuknattleik, að lið mega ekki skilja jöfn og skipta með sér stigum, eins og í öðrum knattleikjum, var fram lengt í 5 mínútur samkv. leik- reglum. Leikar fóru svo í framleng- ingu, að Þór skoraði 9 stig en Ármann 6. — Þór hefur nú leik ið 6 leiki í 1. deild og hlotið 6 stig. Þeir eiga eftir að leika tví- vegis við ÍR og við ÍKF og Ár- mann syðra. Um næstu helgi leikur Þór við ÍR í íþróttaskemmunni, og má geta þess, að með ÍR leikur nú aftur Þorsteinn Hallgríms- son, sem talinn er einn bezti körfuknattleiksmaður landsins. (Framhald af blaðsíðu 1). sagði frá störfum Ferðamála- félags Akureyrar. Öll voru erindin fróðleg, hvert á sinn hátt. En að þeim loknum hófust hinar fjörugustu umræður. Fram kom mikill áhugi á, að endurreisa Ferðamálafélagið, sem var hætt að starfa, endur- skoða alla möguleika á því, að stórauka ferðamannastrauminn til bæjarins, koma upp ferða- miðstöð og fá nýjar hugmyndir. í sambandi við ferðamálin kom það fram, að mjög æski- legt væri fyrir hvern þann bæ, sem vill beina til sín ferðafólki, að leggja álierzlu á einhvern einn þátt sérstaklega. Sumir bæir halda sínar árlegu leik- sýningar, tónlistarhátíðir og tón listarkeppni, skíðamót, lista- verkasýningar o. s. frv. Væntan lega verða ferðamálin nú tekin rækilega til athugunar, ef bæj- arfélagið sjálft og margir ein- staklingar vilja í alvöru vinna að því að gera Akureyri að ferðamannabæ. Valur Arnþórsson var fundar stjóri ráðstefnunnar en ritari fundar Gunnlaugur P. Kristins son. □ ÁGÆTUR FUNDIÍR HJÁ F.U.F. KV ÖLDVERÐARFUNDUR ungra Framsóknarmanna sl. föstudagskvöld var hinn ánægjulegasti. Bjarni Einars- son bæjarstjóri var frummæl- andi og var framsöguerindi hans hið fróðlegasta. Fundur- inn var fjölmennur og er bæjar stjóri hafði lokið máli sínu hóf- ust fjörugar umræður og var fjölmörgum fyrirspurnum beint til bæjarstjóra, sem hann svar- aði jafnóðum. — Nánar verður sagt frá umræðum síðar. □ - VÍÐ ÞURFUM AÐ SPi (Framhald af blaðsíðu 5). undirlendis, ef ekki væri rek- inn landbúnaður þar? f mesta lagi annars flokks fiskiþorp og annað ekki. Hvað um vestan- vert Norðurland, þrjár stórar sýslur? Allt samfellt eyðisvæði án landbúnaðar. Auðvitað er bændastéttin orðin fámenn mið að við það, sem áður var, en það rýrir ekki gildi hennar, síður en svo. Mig langar til að orða þetta svo á líkingamáli, að þar, sem bændastéttin var áður fyrr allur þjóðarlíkaminn og jafnvel ura aldamót bæði höfuð og bol- ur, þá sé hún nú orðið lítið meira en bláasta hryggsúlan. En hryggsúlan er líka býsna þýðingarmikill hluti líkamans. Hvernig viltu haga þeirri gagnsókn? Það hef ég nú ekki mikið •hugsað, en mér dettur í hug, að sú mikla landbúnaðarsýning, sem halda á i Reykjavík næsta sumar, gæti verið góð byrjun. Þar gefst vonandi tækifæri til að sýna fólkinu við Faxaflóa og víðar, að íslenzkur landbúnað- ur í dag er ekkert fornaldar- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). landi, og um skagfirzk hross, sett á guð og gaddinn að ein- hverju leyti. Má hafa það orða- lag um ásetning fyrr og síðar, sem miður er við útigöngu að mestu. I flestum árum dugar en í harðæri ekki. Lögboðið er að til séu- hús yfir hross. Meiru varðar, að til sé nægilegt fóð- ur og einhver skjólstaður til að gefa úti. Stóðhross og hreindýr eiga það sameiginlegt að þola illa húsvistina. ÖA VÖRN f SÓKN fyrirbæri, heldur atvinnuvegur á hraðfara leið tækniþróunar og leggur þjóðfélaginu til gnægð ómissandi og ómetanlegra mat- væla fyrsta flokks að gæðum. Þá væri það ekki síður mikils vert, ef sýningin gæti styrkt bændur og sveitafólk betur í trúnni á sjálft sig og mikilvægi sitt í þjóðfélaginu. Ég myndi segja, að búnaðarfélögin í hrepp unum ættu að skipuleggja ferð- ir suður fyrir meðlimi sína og greiða jafnvel hluta af ferða- kostnaðinum, ef þau geta, svo að sem allra flest bændafólk geti heimsótt höfuðstaðinn, meðan á sýningunni stendur. Svo þurfum við að hefja sterk an áróður fyrir bættri menntun stéttarinnar og ef til vill endur- skipuleggja samtök okkar frá rótum, en út í þá sálma getum við ekki farið að þessu sinni. Dagur þakkar viðtalið. E. D. Úrval af PILSUM víðum og beinum SOKKABUXUR, þykkar og þunnar teg. Tauscher og Hudson FERMINGARKÁPUR koma næstu daga. Einnig HÚFURNAR margeftirspurðu MARKAÐURINN SIMI 1-12-61 Skipulag landbúnaðarframleiðslu (Framhald af blaðsíðu 1). salan væri eftir vonum. Um kjötsöluna væri það að segja að tæplega væri eins mikið fjör í henni og verið hefði undan- farin ár. Þá minntist Kristján á útflutning landbúnaðarafurða. Hann gat þess að Norðmenn hefðu lokað fyrir innflutning á saltkjöti frá íslandi. Þetta væri bagalegt, því þetta hefði verið gamall markaður og verðið á kjötinu betra en annarsstaðar erlendis. Það væru norsku bændasamtökin sem stæðu fyr- ir þessu, vegna þess að þau væru í erfiðleikum með að losna við sína eigin kjötfram- leiðslu. Vegna framleiðsluaukningar- innar á sauðfjárafurðum 1966 og 1967 og aukningar í mjólkur framleiðslunni á þessu ári, þýddi ekki að loka augunum fyrir því að veruleg hætta væri á að útflutningsuppbæturnar verði ekki nægar á þessu ári. í sambandi við þetta minnt- ist Kristján á að árferði hefði ekki verið gott til búvörufram- leiðslu þó stæðu málin svona. Hvað þó ef árgæzka hefði ríkt undanfarin ár? Bréf stjórnar Stéttarsam- bands bænda til stjórnar bún- aðarsambandanna var lesið upp á fundinum og einnig ályktunin um heimild til skömmtunar á ;Awmw& RAÐSKONU VANTAR í 3—4 mánu.ði í nágrenni Akureyrar. — Engin úti- vinna. Gott húsnæði. Má lvafa barn. Uppl. á Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar Sírni 1-11-69 og 1-12-14. FOKHELD ÍBÚÐ í raðhúsi til sölu. Uppl. í síma 1-17-89 eftir kl. 7 e. h. ÍBÚÐ TIL SÖLU Óska eftir tilboði í norð- urenda húseignarinnar LUNDARGÖTU 11. Upplýsingar á staðnum eftir kl. 8.30 e. h. öll kvöld. Ung, barnlaus hjón ÓSKA EFTIR ÍBÚÐ til leigu sem fyrst. Viðgerð á íbúð kernur ti! greina. Uppl. í síma 2-14-31. Ung hjón með eitt barn ÓSKA EFTIR ÍBÚÐ til leigu. Uppl. í síma 1-12-51. innfluttu kolvetnafóðri og skatt lagningu á umframsölunni. Bréf það og ályktun, sem hér er frá sagt, verður að bíða birtingar nú, vegna þrengsla, en kemur væntanlega fyrir augu lesenda á laugardaginn. Að erindi Kristjáns Karls- sonar loknu hófust umræður. Til máls tóku: Ármann Dal- mannsson, Sigurjón Steinsson, Jón Rögnvaldsson, Jónas Hall- dórsson, Aðalsteinn Guðmunds son, Jónmundur Zóphoníasson, Guðmundur Þórisson, Guð- mundur Benediktsson, Halldór Jóhannesson, Ingimar Brynjólfs son, Jón Hjálmarsson og Jón Bjarnason. — Fundur stóð fram yfir miðnætti. Q VISTHEIMILINU SÓLBORG hafa barizt þessar gjafir. A.A. kr. 100,00 (áheit). Benedikt Kristinsson 100,00. G + S 5.000,00. Hallfríður Sigurðar- dóttir kr. 1.000,00. — Kærar þakkir. — J. O. Sæmundsson. Þeir sem hefðu luig á að kaupa 1 og 2 ára SLÁTURHÆNUR tilbúnar á pönnuna, Geri pantanir í síma 1-11-82, Akureyri. TIL SÖLU: TRILLA, 2*4 tonna, með 10 hestafla dieselvél. Uppl. í síma 1-25-68. BARNAVAGN til sölu. Ódýr. Uppl. í síma 1-22-90. KHÖHLER ZIG-ZAG SAUMAVÉL með mótor til sölu. Sími 1-22-90. S K I Ð I með gormabindingum ásamt skóm nr. 42 til sölu. Sími 1-22-71. Japanskt RAFM.ORGEL (Yama) til sölu. Orgelið er setm nýtt, en selst með miklum afslætti. TÓNABÚÐIN FERMINGAR- KJÓLAEFNI KOMIN Verzlunin Rún Sími 2-12-60 TIL SÖLU: Ný, fimm herbergja ÍBÚÐARHÆÐ í Glerárhverfi. 140 m-. Svefnherbergi í sérálmu. íbúðin er að mestu leyti frágengin. RAGNAR STEINBERGSSON, HRL., Hafnarstræti 101, 2. hæð. Viðtalstími 9—12 o gl4—17. Símar 1-17-82 og 1-14-59.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.