Dagur - 27.03.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 27.03.1968, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. TVÖHUNDRUÐ ÞÚSUND DAGSVERK SAGT ER, að 20 þúsund manns hafi tekið þátt í verkföllum 4.—18. marz. Sé gert ráð fyrir, að hver maður hafi að jafnaði misst 10 daga vinnu hefur þjóðfélagið glatað 200 þús. dagsverk um og um leið þeim verðmætum sem þessi 200 þús. dagsverk hefðu skapað. Samningagerðin hefur og kostað mikið fé. Loks var svo þessu vandamáli ráðið til lykta af nokkr- um tugum manna, sem orðnir voru úrvinda af svefnleysi eftir nær 50 stunda vöku. Þetta er sú aðferð, sem vænlegust er talin til að ljúka vinnudeilu. Að þessu sinni stóð deilan um vísitölu- uppbót á kaup. Annar aðilinn vildi,. að full vísitöluuppbót yrði greidd, hinn, að engin vísitöluuppbót væri greidd. Málið var svo leyst eftir meg- inreglunni: Að mætast á miðri leið. Um það má sjálfsagt þrátta, hve langt frá miðjunni aðilar mættust, enda samkomulagið nægilega flókið til þess. Hitt er þó talið skipta meira máli, frá sjónarhóli verkalýðsfélag- anna, að fallist var á að taka á ný upp vísitölubætur á kaup, sem fyrr á vetrinum var afnumið með lögum í harðvítugri mótstöðu launastétt- anna. Og nú er spurt: Hefði vel metin ríkisstjórn og atorkusöm ekki átt að geta fengið samkomulag um svipaða lausn á Alþingi? Fordæmi eru um slíka löggjöf fyrrum, ýmist um fulla vísitölubót eða skerta eins og nú var samið um. En stjómin reyndi ekki að fara þá leið og þjóðarbúið tapaði 200 þús. dagsverkum. Samt mun til- laga, sem frain kom á Alþingi nokkru áður en verkfalli lauk, í raun og veru hafa leyst málið, þótt hún fengist ekki rædd þar. Það er fleira en ráðleysi veikrar ríkisstjórnar, sem stuðlar að því, að vinnudeilur eru leystar með verk- föllum. Til eru menn, sem segja ber um orðum, að verkföll séu nauðsyn- leg öðru hverju til að halda lífi í stéttarfélögunum, hvað sem kjara- málunum sjálfum líður. Þetta er býsna alvarleg kenning og raunar ótrúleg. Ef hún væri rétt, leiðir það af henni, að það væri ekki nóg fyrir félögin að fá öllum sínum kröfum fullnægt, þau gætu samt ekki án verkfalla verið! Er ekki eðlilegra að hugsa sem svo, að stéttarfélögin megi vera því fegin að losna við verkföllin, ef unnt er, m. a. til þess að geta því fremur einbeitt sér að öðrum verkefnum og ánægjulegri? Sem betur fer hafa víst ekki margir þann úrelta hugsunar- hátt að leiðarljósi, sem nefndur er liér að framan. □ 70 ara: Hólum í Eyjafirði ÞAÐ er gamall og góður siður að staldra við á merkum áföng- um ævinnar, óska þeim heilla er standa á vegamótum, og þakka samfylgd, skyggnast um til allra átta. Stærstu stundir og merkustu viðbur.ðir, þeir er lengst geym- ast í minni manna, fara fram á krossgötum. Það er ekki að undra, þó að þjóðsögur mynduð ust um þær og nokkur helgi væri á þeim vegaskilum með íslenzku þjóðinni. Þar rættust margar óskir, þar gerðist líka hið gagnstæða, en á þeim fjölförnu slóðum má mann inn reyna, þar kemur frjálsræð ið til sögunnar, og svo ótal margt fleira, þar verður hver og einn að velja og hafna, það er e. t. v. mesti vandinn. Við mætumst á niargvísleg- um krossgötuzn, ýmsum vega- mótum á ferðalagi okkar, stund um er nokkuð þungt í lofti, í annan tima birta og heiðríkja góðra minninga og kynna. Þannig var það í Hólum í Eyjafirði sl. föstudag 22. þ. m. er frú Geirlaug Jónsdóttir varð 70 ára. Margir gestir komu að Hólum til að flytja húsfreyjunni heillaóskir og þakka langa og trausta samfylgd. Geirlaug er fædd að Hólum 22. marz 1898, dóttir Jóns Ólafs sonar bónda þar, er talinn var af samtíðarmönnum, mikill þrekmaður, og síðari konu hans Kristjönu Pétursdóttur. Kristj- ana var fríð kona og sérlega snyrtileg. Geirlaug hefur alla ævi átt heima í Hólum, hún missti föður sinn ung að árum. Ólst upp með móður sinni, og síðari mönnum hennar. Kristj- ana í Hólum var þrígift og lifði menn sína. Árið 1916 giftist Geirlaug Jóni Siggeirssyni. Jón var Þing eyingur í föðurætt, móðir hans var Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helgastöðmn systir Páls J. Ár- dals skálds. Jón og Kristín Sig- fúsdóttir skáldkona voru systra böm. Jón Siggeirsson mun í ríkum mæli hafa hlotið marga hæfi- leika ættar sinnar, en aldrei flikaði hann þeim mikið, og sýndarmennska var fjærri hon- um, en seint mun hann gleym- ast þeim er höfðu af honum ára löng kynni. Eins og að líkum lætur um svo vel gefinn mann, hlaut Jón í Hólum að sinna mörgum stönf um fyrir sveit sína og samferða menn. Búskapurinn og annir hins daglega lífs hvíldu því oft á herðum Geirlaugar, hún var þeim vanda vaxin. Hún er mikil búkona, með sæmd hefur hún Tilkynning frá Lækna- félagi Akureyrar VEGNA skrifa eins bæjarblað- anna og þar eð margir virðast halda að- læknar hafi fengið kauphækkun um síðustu ára- mót, er stofngjald þeirra hækk- aði úr krónum 10 í krónur 25 og vitjunargjald úr krónum 25 í krónur 50, vill Læknafélag Ak- ureyrar taka það fram að hér er ekki um kauphækkun til lækna.að ræða þar eð greiðslur sjúkrasamlaganna til lækna íækka um upphæð sem þessum mismun nemur. Stjóm Læknafélags ' Akureyrar. verið húsmóðir í Hólum meir en hálfa öld, kvik í spori, hóg- vær og glöð fagnar hún gestum er að garði bera og veitir af rausn. Hún varð ung að taka þann vanda á sig, þar sem Hól- ar eru kirkjustaður og á fyrri búskaparárum þeirra hjóna var þar funda- og samkomustaður Hólasóknarbúa. Gaurlaug í Hól um hefur séð byggðina taka stakkaskiptum, óðal sitt engu síður en önnur stórbýli sveit- arinnar, þar hefur hún lagt fram krafta sína og hyggindi, ástvinum sínum og búi til hag- sældar. Og nú eftir ár og aldir eru Hólar í eigu einnar fjöl- skyldu. Geirlaug hefur séð margar óskir sínar rætast, hún hefur eins og aðrir staðið á krossgötum, þar sem vandi var að velja rétta leið, og kjarks og gætni var þörf, hún átti hvoru- tveggja. Margar sólskinsstundir hefur Geirlaug lifað, fyrr en allir aðrir fékk 'hún að heyra ljóð og lög mannsins síns. Yndi ljóða og ylur hljóma, berst enn til þín. Þinnar æsku ævintýr. Jón og Geirlaug eignuðust 4 börn. Brynjólf bifreiðastjóra á Akureyri, kvæntan Guðrúnu Sigurbjörnsdóttur frá Björgum í Köldukinn, Olaf er stendur fyrir búi móður sinnar, Valborg húsfrú á Akureyri, maður Magnús Tryggvason frá Varð- gjá, Rafn og Klara Randvers- dóttir búa á hluta af Hólum. Þau systkini bera það með sér að hafa fengið gott uppeldi og margar góðar erfðir. Guðlaug missti mann sinn 1963 eftir 47 ára hjónaband. Það kom greinilega í ljós á sjötugsafmæli Geirlaugar í Hól um að hún á óskipta virðingu og þakkir sveitunga sinna og samferðamanna. — Guð blessi Geirlaugu Jónsdóttir, börn hennar og niðja, kirkju og Hóla stað. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. ing UMSE19 Iialdið í Þelamerkurskóla um síðustu helgi ÁRSÞING Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið í Þela- merkurskóla 23. og 24. marz og var hið 47. í röðinni. Sambands félög þess eru 15 að tölu og 66 ÞURRHREINSUN Á FATNAÐI ÖRN STEINÞÓRSSON prent- ari auglýsir í dag opnun nýs fyrirtækis, Hraðhreinsun, í LöngUmýri 19. Þar eru vélar, þær fyrstu hér í bæ, sem þurr- hréinsa fátnað á skjótan og ódýran hátt. Fyrirtækið auglýsir opnun- ina í bláðinu í dag, og mun svo reynslan skera úr um fram- haldið. Samkvæmt verðskrá, ætti Hraðhreinsun að . vekja áhuga húsmæðra. □ fulltrúar þeirra sátu þingið auk gesta. Sveinn Jónsson formaður UMSE setti þingið. Aðalforseti þingsins var Jón Stefánsson. Þóroddur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri sambandsins flutti skýrslu um starfsemina á liðnu ári. En starfsemin er fjöl- breytt og mjög mikil ár hvert, einkum á sviðum íþróttamála, skemmtanahalds og bindindis- mála. Birgir Marinósson gjald- keri UMSE las og skýrði reikn- inga, en fjárhagur sambandsins hafði batnað verulega. í stjórn UMSE eru: Sveinn Jóhannsson, formaður, Haukur Steindórsson ritari, Birgir Marinósson gjaldkeri, Sigurður Jósepsson meðstjómandi og Páll Garðarsson varaformaður. Vegna þrengsla í blaðinu er ekki unnt að segja frá einstök- um málum að þessu sinni, álykt unum þingsins og þinghaldinu, en verður væntanlega gert síð- ar. □ Sailárkróksbúar keypfu fiskiskip Lukkurlddarinn á Egi ar um Fagradal. En snjór er laus og fljótt mun slóðir fylla ef hvessir. Flugvöllurinn var hreinsaður og fyrsta flugveélin komin. Veturinn hefur verið mjög gjafafrekur og ekki munu hey á öllum bæjum nægileg þótt svo muni þó víðast vera. Búið er af afskrifa Koppa- lognið, því leikstjóri fékkst ekki. Hins vegar er byrjað að æfa Lukkuriddarann undir stjórn Ragnhildar Steingríms- dóttur. Hreindýrin hurfu, hér mið- sveitis að minnsta kosti, hafa kippt sér inn til landsins í góðu tíðinni. V. S. Sauðárkróki 26. marz. Útgerðar félag Skagfirðinga h.f. hefur nú gengið endanlega frá kaupum á fiskiskipi. Skipið hét áður Fróðaklettur og var smíðað í Noregi árið 1964 úr stáli og er 251 lest að stærð. Skipið heitir nú Drangey SK 1. Skipstjóri er Guðmundur Árnason, vélstjóri Guðmundur Jónasson, stýri- maður Axel Axelsson. Sauðár- króksbúar fjölmenntu við skips komuna. Guðjón Ingimundar- Egilsstöðum 25. marz. Nú er svo bjart, að það er naumast hægt að opna augun, en fram á helgi var vonskuveður og vegir teþpt ir. í dag var verið að ryðja snjó af vegum til Eiða og Hallorms- staða og áleiðis til Reyðarfjarð- VASKUR SKIPSTJÓRI ÞAÐ bar til á djúpmiðum nú um helgina, að vélstjórann á Þórsnesinu frá Stykkishólmi tók út. Hann lenti í netatrossu. Skipstjórinn, Kristinn Ó. Jóns- son, stakk sér til sunds og bjarg aði vélstjóranum, Bjarna Svein bjarnarsyni, sem er ósyntur og var dasaður en náði sér brátt. Björgunin þótti bera miklum vaskleika skipstjórans vitni. □ %«- -5- f £ É I | f son forseti bæjarstjórnar flutti stutt ávarp, bauð skip og áhöfn velkomið. Síðar var skipið al- menningi til sýnis. Miklar vonir eru bundnar við komu þessa skips og það veiti verkafólki at- vinnu, sem er lítil eins og ann- arsstaðar á Norðurlandi. Hér eru tvö frystihús, sem bæði svelta af hráefnisskorti. Verið er að undirbúa skipið til togveiða og heldur það til veiða nú næstu daga. S. G. Teppfar leiðir í Vopnafirði Vopnafirði 25. marz. Mikill nýr snjór er kominn og vegir ófær- ir. Þó mun hafa verið unnið að þvi í dag að opna þá. En í góðu tíðinni um daginn - var orðið snjólitið á láglendi, nema á bæj unum norðan við Selá og á ströndinni þar út með. Rólegt er hér í sveit um þess- ar mundir og getur naumast ró- legra verið í félagslífinu. Vopnfirðingar eru famir að •i I I s £ I & -I- i I f f draga hákarl, en þeir stunda hákarlaveiðar dálítið á hverj- um vetri, v.erka hann sjálfir og hafa fengið allgott verð fyrir hann, enda litið framboð af hon um í landinu en hins vegar eru þeir margir, sem gaman hafa af því að bragða þennan gamla rétt. Þ. Þ. - Eldvarnarkynning (Framhald af blaðsíðu 8). tækja bæjarins, byggingameist- arar, slökkviliðsmenn og ýmsir starfsmenn Akureyrarbæjar. Var gerður góður rómur að kynningu þessari, og var hún fjölsótt. Á sunnudag var kynning fyr- ir almenning á sama stað, og' sýndi Ólafur þá eldþol hinna ýmsu byggingarefna, slökkvi- tæki og viðvörunarkerfi og sýndi kvikmyndir um bruna- varnir. Var sú kynning einnig vel sótt. □ f f f Sælt er það hús hefur verið leikið 6 sinnum í I/augarborg við ágæta aðsókn. Leikstjóri er Agúst 'l Kvaran. Sýningaí féllu niður í siðustu viku af ófyrirsjáanlegum orsökum, en verða aftur upp teknar um helgina. Þessi sjónleikur er eftir Michael Brett en býddur af Sigrúnu Árnadóttur, og þykir hinn skemmtilegasti — Frá vinstri: María Sigurbjörnsdóttir, Alda Kristjánsdóttir, Aðal- | steinn Jónsson, Pétur Helgason, Þurríður Schiöth, Jóhann Halldórsson og Auður Eiríksdóttir. (Ljósm.: M. Ó. G.) ð | Akureyringar 10 þús. (Framhald af blaðsíðu 1). ir í gamalli samþykkt um verks svið þess. Um leið og bæjar- ráð var sett á laggirnar, var fjár hagsnefnd lögð niður. Bæjarráð er ráðgefandi nefnd, en oftast samþykkir bæjarstjóm sam- þykktir ráðsins. í bæjarráði eru nú þessir menn: Jakob Frímannsson, Sig urður Óli Brynjólfsson, Jón G. Sólnes, Jón Ingimarsson og Þor valdur Jónsson. Þegar bæjarráð Akureyrar. var kosið í fyrsta sinn, árið 1946, voru bæjarbúar 6150. □ | - HAFÍSINN ÓGNAR | j (Framhald af blaðsíðu 1). j j fær og hættuleg, einkum við = j Horn og Sléttu. j j íshrafl er víða á fjörum á j j Norðurlandi, stakir jakar og j j íshroði á venjulegum sigl- i j ingaleiðum djúpt og grunnt, j | svo sem fréttir einstakra j j staða bera með sér. j Sjókuldi er óvenjulega 1 = mikill. Þannig mældist -h 1.8 | j stig í sjónum við Raufar- j j höfn. Bendir það til þess, að j j nokkuð af mjög köldum yfir : j borðsstraumi liafi borizt að i j landinu. En þessi mikli sjó- j j kuldi flýtir mjög fyrir því, j j áð landfastur ís frjósi saman. I j Skörp norðanátt í einn eða j j tvo daga getur algerlega lok i j að siglingaleiðum að Norður j j Iandi og má raunar engu i j muna, eins og nú er ástatt. j j Má því segja, að hafísinn i i ógni Norðurlandi með sigl- j j ingateppu og innilokun. i Um áramótin síðustu lá ís j j inn nijög nærri Iandi. Þá var j j svo ástatt mjög víða að olía 1 j og kjarnfóður voru af mjög i j skornum skanmiti, svo að j i neyðarástand hefði skapazt á i j mjög skömmum tíma, ef ís- j i inn hefði þá lokað leiðum. j j Nú er ástandið í þes.sum mál j i um mun betra á flestum stöð j j um á aðal hafís-hættusvæð- i j hiu. □ j SÆLUVIKA SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki 26. marz. Sæluvik- an hófst sl. sunnudag og lýkur henni á sunnudaginn kemur. Mikil fjölbreytni er í skemmt- unum. Leikfélag Sauðárkróks sýnir gamanleikinn Leynimelur 13, leikstjóri er Bjöm Stein- grímsson en leikmyndir eru eft ir Jóhann Þór Pálsson. Umf. Tindastóll er með revíu- kabarett og koma þar fram 30 manns. Sauðárkróksbíó sýnir ágætar kvikmyndir alla daga, Gagnfræðaskólinn hafði skemmtun á mánudaginn, Kai’lakórinn Feykir og Karla- kór Sauðárkróks eru með söng skemmtanir, dansleikir eru sex kvöld vikunnar. Hljómsveitin Flamingó leikur fyrir dansi. Búist er við miklu fjölmenni og þeir dagar, sem liðnir eru af Sæluviku lofa góðu um að- sókn. S. G. - ÍÞRÓTTIR (Framháld af blaðsíðu 2). Akureyringa góður og sýnir, að það er ekki auðvelt að sigra þá á heimavelli. Mörk Akureyringa skoruðu Aðalsteinn 11, Halldór 8, Þor- leifur 4, Stefán 2 og Matthías, Samúel, Viðar og Ragnar 1 hver. — Þá má geta þess, að markvarzla Hannesar Óskars- sonar í síðari hálfleik var góð, og hefur það mikið að segja. Með þessum sigri ÍBA yfir ÍR eru úrslitin í 2. deild enn í óvissu, og hafa 3 lið enn mögu- leika á sigri: ÍR, Ái'mann og ÍBA, en staðan er þannig: ÍR 10 stig í 7 leikjum, Þróttur '8 stig í 8 leikjum (þeir hafa lokið öll- um sínum leikjum), ÍBA 6 stig í 6 leikjum, Ármann 5 stig í 5 leikjum og ÍBK 3 stig í 6 leikj- um. Sv. O. iw Pétur Sieíán Jónsson læknir MINNING PÉTUR JÓNSSON læknir and- aðist að heimili sínu Hamarstíg 12, Akureyri, sunnudaginn 10. marz sl. og var jarðsunginn að Akureyrarkirkju föstudaginn 15. sama mánaðar. Pétur læknir var fæddur að Syðri-Þverá í Vesturhópi 9. nóvember árið 1900 og voru foreldrar hans Jón Hansson bóndi þar og kona hans Þor- björg Sigurðardóttir bónda að Klömbrum í Vesturhópi. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1920 og læknaprófi frá Há- skóla íslands með 1. einkunn árið 1926. Að afloknu læknaprófi gerð- ist Pétur staðgengill héraðs- læknisins í Vestmannaeyjum en fór að því loknu í námsferð til Berlínar, Hamborgar og Björg- vinjar 1926—1927. 1931 fór Pét- ur aftur utan til náms og þá til Vínarborgar, Parísar og Lund- úna og enn fór Pétur utan í námsferð 1953 og þá til Ham- borgar. Erlendis lagði Pétur einkum stund á handlækningar og háls- nef_ og eyrnarsjúkdóma og háls eitlatökur og aðrar hálsaðgerðir í mörg ár, enda fékkst hann nokkuð við handlæknisstörf hér áður en Guðmundur Karl Pét- ursson kom hingað til Akur- eyrar 1936. Er Pétur Jónsson kom úr fyrstu utanlands námsför sinni hóf hann læknisstörf á Siglu- firði, og var þar 1927—1928, en 1928 sest hann að á Akureyri og er þar starfandi læknir frá 1828—1968 nema hvað hann starfar í 6—7 mánuði 1929 sem staðgöngumaður héraðslæknis- ins á Sauðárkróki. Pétur Jóns- son hafði því verið tæp 40 ár starfandi læknir hér á Akur- eyri er hann andaðist. Fyrstu kynni mín af Pétri Jónssyni voru frá árinu 1927 er hann kom sem ungur og efni- legur læknir til Siglufjarðar, þráðbeinn í baki og snöggur í hreyfingum eins og ætíð síðan. 1927 var ég nýbakaður stúdent á Siglufirði með læknisfræði- nám framundan, og má því nærri geta að ég leit hmn ný- komna unga og glæsilega lækni aðdáunar og vii-ðmgaraugum enda ekki alveg trútt um að ég öfundaði hann nokkuð af að hafa lokið hinu langa og stranga læknanámi með glæsibrag. Næst liggja leiðir okkar Pét- urs Jónssonar saman nokkru fyrir árslok 1937 er ég kom hingað til Akureyrar sem starf- andi læknir og síðar héraðs- læknir. Þegar eftir komu mína hing- að varð ég þess var að Pétur Jónsson naut hér mikils álits og hylli sem traustur og góður læknir og má sem dæmi um það nefna að þegar eftir að tekið var upp læknaval í Sjúkrasam- lagi Akureyrar fékk Pétur þá hámarkstölu sjúklinga er sjúkra samlags reglugerðin leyfði, og hefir svo verið alla tíð síðan. Þessi sjúklingafjöldi Péturs heitins er talandi tákn þess álits er sjúklingar hans höfðu á hon- um sem góðum lækni og ég held að álit okkar starfsbræðra hans hér hafi í þessu efni verið nákvæmlega hið sama og sjúkl- inga hans. Pétri var læknis- fræðin í blóð borin enda gætti hann þess vel og samvizkusam- lega að fylgjast með þeim mjög svo öru framförum sem orðið hafa á öllum sviðum læknis- fræðinnar síðustu áratugina, en þetta er aðeins mögulegt með miklum lestri læknisfræðilegra- fagbóka og tímarita og er mér kunnugt um að þar vantaði ekkert á hjá Pétri. Pétur var mikill tungumálamaður, talaði auk Norðurlandamálanna ensku, þýzku og frönsku og átti því auðvelt með að notfæra sér fagbókmenntir á öllum þessúm tungumálum. Mér var kunnugt um að Pét- ur heitinn var bókhneigður mað ur en að sjálfsögðu hafði hann takmarkaðan tíma til bóklestrar eins og flestir aðrir lækhar sem hlaðnir eru störfum, og verður ■ þá lesturinn að takmarkast við þann tíma sem fyrir hendi er. Fró því ég kom til Akureyrar tókst hið bezta samstarf og kunningsskapur með okkur Pétri Jónssyni o'g hélzt svo alla tíð. Ég tel samstarf lækna hér á Akureyri svo gott að til fyrír- myndar sé og ég er því alveg viss um að ég tala fyrir munn allra okkar Akureyrarlækna þegar ég segi að við söknum góðs samstarfsmanns og vinar við fráfall Péturs Jónssonar læknis enda var hann vissulega einn þeirra merku borgara þessa bæjar sem sett hefir svip sinn á bæjarlífið öll þau 40 ár sem hann lifði hér og starfaði, en lögmál lífsins er að maður kemur í manns stað og mun svo enn verða. Ekki hafði Pétur heitinn mik inn tíma til að gefa sig að öðr- um störfum en lækningum, en þó var hann einn af stofnend- um Læknafélags Akureyrar, for maður þess 1938 og mörg ár í stjórn þess félags og oft fulltrúi þess á aðalfundum Læknafélags íslands og á Iæknaþingum. Þá var hann einnig einn af stofn- endurn Sparisjóðs Akureyrar. Þá var Pétur í réglu Oddfellowa hér á Akureyri mörg undan- farandi ár. Pétur heitinn Jónsson mátti teljast heilsuhraustur maður lengst af ævinnar en 1963 veikt ist hann af gallsteinum og varð þá að ganga undir 2 stórar skurðaðgerðar með stuttu milli bili. Eftír þessar skurðaðgerðir náði Pétur aldrei fullri heilsu þótt hann gegndi fullum læknis störfum til dauðadags. Pétur heitinn varð bráðkvaddur ár- degis 10. marz sl. að heimili smu. Hið skyndilega fráfall hans kom öllum mjög á óvart þar eð ekki var vitað um að hann hefði neinn þann sjúkdóm er líklegur væri til að valda skyndidauða. Vinsældir Péturs heitins Jónssonar hér mátti nokkuð marka á því að útför hans var ein sú fjölmennasta sem hér hefir fram farið. Pétur Jónsson var kvæntur Ástu Jónsson dóttur Sigvalda skipstjóra Valentínussonar frá Stykkishólmi og lifir hún mann sinn. Þau hjónin eignuðust 6 syni, en fyrir nokkrum árum urðu þau fyrir þeirri sáru sorg að einn sona þeirra lézt af slys- förum. Þau hjónin Pétur og Ásta voru bæði gestrisin og höfðingjar heim að sækja, en nú er þar skarð fyrir skyldi þegar Pétur er horfinn. Ég enda þessi kveðjuorð mín með því að árna starfsbróður og vini mínum Pétri Jónssyni lækni velfarnaðar yfir móðuna miklu og ekkju hans og böm- um votta ég sarnúð mína og hryggð yfir þeirra mikla missi. Jóhann Þorkelsson. '—i ÞEIM fækkar nokkuð ört, sem svip sinn settu ó bæinn okkar, Akureyri. Fyrir skömmu síðan lézt hér hinn mesti ágætismað- ur og skólafrömuður, Þórarinn Bjömsson, skólameistari, og nú fyrir fáum dögum lézt: hér hinn rómaði ágætis læknir Pétur Jónsson. Já, sannarlega eru stór skörð höggvin í þennan bæ. Ég er ekki manneskja til að skrifa eins og skyldi um minn elsku- lega vin og lækni Pétur Jóns- son, eflaust verða mér meiri menn, sem gera það betur. Mig langar með þessum línum að votta honum mitt hjartans þakklæti fyrir alla hans hjálp- fýsi og vináttu um margra ára skeið. Og hvað hjálpfýsina snertir, þá veit ég, að ég mæli fyrir munn allra sjúklinga hans um ágæti hans sem læknis, fé- laga og vinar. Ég ætla mér ekki þá dul að fara út í æfiatriði Péturs lækn- is, en ekki getur okkur öllum dulist, að hann var sannur maður, köllun sinni trúr til hinztu stundar. Við, sjúklingar hans, urðum hressari, þegar við vorum komin inn til hans á lækningastofuna. Hinn hressi blær, sem streymdi frá honum, hafði slík áhrif. Þá var líka hinn sami hressandi andi á heimili þeirra hjóna, Ástu, vin- konu minnar, og hans. Þar hefi ég oft verið og við hjónin farið þaðan með bros á vör og yl í hjarta. — Glæsimenni er horf- ið úr okkar hópi, skilur eftir ógleymanlegar endurminningar. Ásta mín, kæra vinkona, -ég bið Guð að blessa þig og styrkja í þínum mikla missi. Ágætast lán menn öðlast þar, sem ættlæg snilli og gáfnafar, menntun og þekking mæta. Þú virtir þá köllun og valdir þér það vandastarfið, sem göfgast [er, meðbræðra mein að bæta. Þú vannst þér hjá öllum traust [og trú, því trega þig margir vinir nú, sem áttu þér gott að gjalda. Því trúlega varstu verði á vágestum þeim að bjarga frá, sem meinum og mæðu valda. Helga Jónsdóttir frá Oxl. Frá Rridgefélagi Ak. EFTIR tvær umferðar (af fjór- um) í 17. sveita hraðkeppni, er röð efstu sveita þessi: 1. Sv. Harðar Steinbergss. 684 2. — Guðm. Guðlaugss. 661 3. — Soffíu Guðmundsd. 656 '4. — Mikaels Jónssonar 653 5. — Halldórs Helgasonar 628 6. — Stefáns Gunnlaugss. 616 7. — Óðins Árnasonar 596-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.