Dagur - 27.03.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 27.03.1968, Blaðsíða 2
2 Ákureyringar sigruðu ÍR-inga og komu á óvart SL. LAUGARDAG léku ÍBA og ÍR í Iþróttaskemmunni, og var leikurinn tvísýnn frá byrj- un til leiksloka og úrslit ekki ráðin fyrr en á síðustu mínút- um leiksins, og er þetta tvímæla laust skemmtilegasti leikur, sem fram hefur farið í 2. deild hér í vetur. Akureyringar fengu góðan stuðning frá áhorfendum í síðari hálfleik og á Einar Helgason lirós skilið fyrir for- göngu sína um að hvetja liðið á réttu augnabliki og náði þá ÍBA liðið yfirhöndinni og komst 4 mörk yfir, sem nægði til sigurs, en 3 mörk skildu liðin að í leiks lok 29:26. Úrslit þessa leiks komu á óvart fyrir sunnan, því að flestir töldu sigur ÍR vísan og þar með sigur í 2. deild, en margt fer öðru vísi en ætlað er og enginn leikur er unninn eða tapaður fyrir fram. Liðin í 2. deild eru miklu jafnari í ár en undanfarin ár og hafa Akureyr ingar nú sigrað öll Reykjavíkur liðin, ÍR, Ármann og Þrótt einu sinni. Þrem leikjum hafa Akur- eyringar tapað með litlum mun, fyrir ÍBK með 1 marki, fyrir Þrótti með' 1 marki og fyrir ÍR með 2 mörkum. LEIKURINN. ÍR skoraði fyrsta markið, en Halldór jafnaði fyrir ÍBA. Liðin skiptust síðan á að skora og á 8. mín. var staðan 3:3, á 10. mín. 6:6, á 12. mín. 7:7, á 13. mín. komast Akureyringar marki yfir 8:7 (Halldór), þá skorar Þorleifur 9. markið og Aðal- steinn 10., og á 17. mín. er stað- an 10:7 fyrir ÍBA, þá skorar ÍR 8. mark sitt, Þorleifur skorar 11. mark ÍBA, en nú taka ÍR- ingar góðan sprett og skora 4 mörk í röð og á 23. mín. er stað an 12:11 ÍR í vil, en Halldór jafnar 12:12, en þá skorar ÍR tvö mörk og á 27. mín. er staðan 14:12, en þá skora Samúel, Við- ar og Stefán fyrir ÍBA, en ÍR- ingar skora 2 síðustu mörkin í fj'rri hálfleik og var staðan 16: 15 fyrir ÍR í leikhléi. ÍR-ingar skoruðu 1. markið í síðari hálfleik, en Halldór skoi'- ar 2 næstu mörkin og er staðan þá enn jöfn 17:17, Þorleifur skorar 18. markið en ÍR jafnar, þá skorar Aðalsteinn 19. mark- ið og enn jafna ÍR-ingar. Aðal- steinn skorar nú 3 mörk fyrir iBA og um miðjan síðari hálf- leik er staðan 22:19, og eftir það hafa Akureyringar frumkvæðið í leiknum til loka, en tvisvar munaði aðeins 1 marki 23:22 og 25:24, en Akureyringar voru sterkari síðustu 3 mínúturnar og skoraði Aðalsteinn 2 mörk, en Halldór og Stefán sitt mark- ið hvort, en ÍR-ingar skoruðu 2 mörk, og þannig lauk þessum skemmtilega leik með þriggja márka sigri Akureyringar 29:26 mörkum. Síðustu mínútur leiks ins var ÍBA-liðið hvatt vel af áhorfendum, og er slíkt ómetan legt. f----- ÁRMANN OG ÍBA leika á laugardaginn o C RÁÐGERT hafði verið, að íslandsmeistararnir í hand- knattleik, Fram, kæmu í heimsókn um helgina og léku tvo lpiki við lið ÍBA, en af því verður ekki að sinni. — Framkvæmdaaðili Handknattleiksmóts íslands, sem ei' Handknattleiksráð Reykjavíkur, hefur bannað Fram að fara norður, þrátt fyrir mótmæli Handknatt- Ieiksráðs Akureyrar, og ekki þýðir að' deila við dómar- ann. HKRR hefur skipað svo jfyrir, að Ármenningar skuli leika hér í íþróttaskemm- unni um helgina, en leikur- j inn féll niður í verkfallinu j um daginn, vegna þess að ■ekki var flogið, og verður HRA að hlíta þeim úrslit- ium. | Leikur JBA og Ármanns jfer framJkL 4 ndc. laugardag og vil ég hvetja íþrótta- unnendurjtil að fjölmenna í íþróttaskemmuna og hvetja ÍBA-liðið vel. Sv. O. Á R S Þ I N G íþróttabandalags Akuí- eyrar hefst n.k. miðviku- dag 27. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Sjálfstæðishúsinu (Litla sal). íþróttabandalag Akureyrar. Leikur Akureyringa var góð- ur í þetta sinn, baráttuvilji frá upphafi til leiksloka og yfirveg aður leikur, og tókst Matthíasi vel að stjórna liðinu, þótt ekki væri hann heppinn með skot. Sérstaka athygli vöktu yngri menn ÍBA-liðsins, og lofa þeir góðu. Halldór Rafnsson átti sinn bezta leik í vetur og Aðal- steinn og Þorleifur voru og ágætir, þó fóru ÍR-ingar ómild- um höndum um Þorleif á lín- unni. í heild var þessi leikur (Framhald á blaðsíðu 4). TIL SÖLU: Chevrolet vörubifreið, árgerð 1955. Til sýnis hjá Bíla og vélasölunni næstu daga. LANDROVER TIL SÖLU: Diesel-Landrover, árgerð 1966, ekinn 48 þús. km. Sími 1-28-75. Bíla- og vélasalan Land Rover, benzín, ’67, ekin 5 þúsund krn. Höfum kaupendur að V. w. ’63 og ’66. Staðgreiðsla. Opið 3—6, sírni 1-19-09. LÍTIL ÍBÚÐ óskast nú þegar eða í vor. Uppl. í síma 2-11-45 eftir kl. 8 á kvöldin. Húseignin LUNDARGATA 5 er til sölu. Fimm herbergi og eldhús óg bað. í kjallara er geymsla rnikil. Stór lóð. Þeir, sem hafa áhuga, snúi sér til eiganda hússins Guðlaugs Stefánssonar, sími 1-21-24. Vil koma 10 ára dreng í SVEIT í SUMAR. Sími 2-11-95. Tökum að okkur HREIN GERNING AR Pantið tímanlega. Sími 1-29-34. + Innilegar þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför HELGU DANÍELSDÓTTUR, Grænugötu 6, Akureyri. Jón G. Jónsson. Daníel Jónsson, Ólafur Jónsson, Valgarður Jónsson, Gunnar Jónsson, Guðrún Daníelsdóttir, Magnea Daníelsdóttir og aðrir vandamenn. NOTUÐ BORÐSTOFUHÚSGÖGN TIL SÖLU (Borð, 6 stólar og skápur). Tækifærisverð. Upplýsingar í síma 1-12-64. Óska eftir TVEGGJA HER- BERGJA ÍBÚÐ til leigu frá 1. júní. Uppl. í síma 1-24-72 frá kl. 5-7. HÚSEIGENDUR! Tveggja til þriggja her- bergja íbúð óskast til leigu í vor. Tvennt í heimili. Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 1-16-93 frá kl. 10-12 f. h. Yil kaupa nokkra ÓGANGFÆRA BÍLA til niðurrifs. Tilboð er greini verð, ár- gerð og tegund leggist inn á afgr. Dags merkt O 0 „Verzlun“. TIL SÖLU: SONY, T. C. 200, 4ra rása stereo, SEGULBANDSTÆKI. Uppl. í síma 1-20-58. % GAMANLEIKURINN Sælt er það liús Sýning í Laugarborg föstudagskvöld kl. 9. Sætaferðir frá Sendibílastöðinni. LEIKFÉLAGIÐ Hentugar fermingargjafir! SKÍÐI - STAFIR - BINDINGAR MYNDAVÉLAR - MYNDAALBÚM TRANSISTOR FERÐATÆKI - GASTÆKI VIND- SÆNGUR SVEFNPOKAR TJÖLD BAKPOKAR SJÓNAUKAR SJÁLFBLEKUNGAR - KÚLUPENNAR Gröfum nöfn á pennana sem við seljum endurg j aldslaust. JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Munið eftir fallegu fermingarskeytunum okkar á ferniingardaginn. 8 litprentaðar gerðir. Af- greiðsla í VÉLA- og RAFTÆKJASÖLUNNI h.f., Geislagötu 14, á fermingartlaginn frá kl. 10 árdegis til kl. 17 síðdegis (5 e. h.). Símar okkar eru: 1-12-53, 1-29-39 og 1-28-67. Allur ágóði af sölu skeytanna rennur til siwnarbúð- anna að HÓLAVATNI. K.F.U.M. og K.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.