Dagur - 06.04.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 06.04.1968, Blaðsíða 2
2 Talið írá vinstri: Barbara Geirsdóttir, Sigþrúður Siglaugsdóttir og Sigrún Þórhallsdóttir. — Guðmundur Frímannsson, Bjarni Sveinsson, Örn Þórsson og Þorsteinn Bald- vinsson. — Frímann Gunnlaugsson með bikarinn sem Kiwanisklúbburinn tlekla í Rcykjavík gaí og Akureyringar unnu glœsilega. Ljósmyndir: Brynjólfur Sveinsson. Talíð frá vinstri: Örn Þórsson, Baldvin Þorsíeinsson og Þorsieinn Vilhelmsson. — Haukur Jóhanns- son, Gunnlaugur Frímannsson og Guðmundur Sigurðsson. ► r ► > i t i r > r Ólafsfirði 1. apríl. — Unglinga- meistaramót íslands á skíðum var háð hér á Ólafsfirði 30. og 31. marz. Alls var 91 keppandi skráður til leiks og skiptast þeir þannig á milli staða: Akureyri 27, Siglufjörður 22, Ólafsfjörð- ur 10, ísafjörður 10, Húsavík (HSÞ) 8, Reykjavík 7, og Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands (UÍA) 7. Mótsstjóri var Ármann Þórð- arson, yfirdómari Hermann Sig tryggsson, Akureyri, og læknir mótsins var Hreggviður Her- mannsson, héraðslæknir. Mótið var sett á laugardag- inn kl. 12,45 fyrir framan fé- lagsheimilið Tjarnarborg, af formanni íþróttabandalags Ól- afsfjarðar, Stefáni B. Ólafssyni. Bauð hann keppendur og starfs menn mótsins velkomna til leiks með stuttu ávarpi, enn- fremur flutti hann mótinu kveðju Stefáns Kristjánssonar, formanns Skíðasambands ís- lands, sem ekki gat niætt. Kl. 14,30 hófst svo keppnin með stórsvigi, sem fór fram í fjallinu fyrir ifan bæinn. Veð- ur var bjart og kyrrt og 8 til 12 stiga frost. — Áhorfendur voru allmargir. Fyrst kepptu stúlkur 13—15 ára. Brekkulengd var 1100 m, hlið 30 og fallhæð 270 m. — Sigurvegari varð Sigþrúður Siglaugsdóttir, Akureyri, á 66,1 sek. 2. Sigrún Þórhallsdóttir, HSÞ, á 67,8 sek. og 3. Áslaug Sigurðardóttir, Reykjavík, 69,1 sek. Þá kepptu drengir 13—15 ára næst. Brekkulengd hjá þeim var 1200 m, hlið 32 og fallhæð 300 m. — Fyrstur varð Hauk- ur Jóhannsson, Akureyri, á 61,9 sek. 2. Gunnlaugur Frí- mannsson, Akureyri, 62,2 sek. 3. Guðmundur Sigurðsson, Ak- ureyri, 64,4 sek. Að lokum kepptu drengir 15 til 16 ára. Brekkulengd var 1500 m, hlið 39 og fallhæð 400 m. — Sigurvegari varð Guð- mundur Frímannsson, Akur- eyri, 73,0 á sek. 2. til 3. Bjarni Sveinsson, HSÞ, og Örn Þórs- son, Akureyri, á 73,2 sek. og 3. bezta tímann hafði Þorsteinn H. Baldvinsson, Akureyri, 75,9 sek. Kl. 18,30 hófst stökkkeppnin í svokölluðu Kleifarhorni. — í flokki drengja 13—14 ára sigr- aði Guðmundur Ragnarsson, Siglufirði, með 215,2 stigum. 2. varð Birgir Ingvason, Ólafsfirði, - SKÍÐAMÓT ÍSLANDS 1968 í HLÍÐARFJALLI (Framhald af blaðsíðu 8). Aðgangseyrir í Hlíðarfjall mótsdagana verður sem hér segir: Dagsmiði fyrir fullorðna kr. 40, en fyrir börn innan 16 ára kr. 20. Aðgöngumiði, sem gildir alla mótsdagana, kostar kr. 150. Þá verður sú nýjung, að seldir verða fjölskyldumiðar og kostar hver miði kr. 100 fyrir daginn. Eins og sjá má af ofanskráðu hefur verði á aðgöngumiðum verið stillt mjög í hóf og munu stúlkur sjá um sölu miðanna í bílum Hópferða s.f. og við hlið á Langamel. Búast má við að mikill fjöldi gesta heimsæki Akureyri um páskana vegna íslandsmótsins, og þá munu og koma margir aðrir, sem njóta vilja hinnar ágætu aðstöðu í Hlíðarfjalli til skíðaiðkana og útiveru, og má búast við miklum mannfjölda í fjallinu um páskana ef veður v.erður gott, sem allir vona. Þá verður stólalyftan nýja trúlega mikið notuð, en hún er eina mannv’irki sinnar tegundar á ís landi. — Aldrei verður það of vel brýnt fyrir fólki að fara að öllu með gát og búa sig vel í Hiíðarfjall, og ef allir leggjast á eitt ætti að vera hægt að koma í veg fyrir Óhöpp og slys, og við skulum vona að svo verði nú um páskana, þó mikið fjölmenni verði í Hlíðarfjalli. Sv. O. 194.1 stig og 3. Sigurgeir Er- lendsson, Siglufirði, 186,4 stig. í flokki drengja 15—16 ára varð Haukur Snorrason, Siglu- firði, sigurvegari með 210,0 stig. 2. Guðmundur Ólafsson, Ólafsfirði, 199,0 stig. 3. Magnús Guðmundsson, Ólafsfirði, 197,7 stig. Sunnudaginn 31. marz gengu keppendur fylktu liði til kirkj kl. 10,30 og hlýddu á messu hjá séra Ingþóri Indriðasyni, sókn- arpresti. Á sunnudaginn var leiðinda- veður, norðaustan strekkingur með skafrenningi og 16—18 stiga frosti. En skíðamennirnir létu það ekkert á sig fá, byrj- uðu keppni í svigi á tilsettum tíma kl. 13,30 hér í fjallinu fyr- ir ofan bæinn, en svo beit kuld- inn sárt, að menn máttu hafa sig alla við að verjast gegn kali, einkum í andliti. Áhorfendur voru sárafáir, sem vonlegt var í slíku veðri. Stúlkurnai', 13—15, ára 'hófu keppni. Voru hlið á brautinni 36. — Beztan brautartíma hafði Barbara Geirsdóttir, Akureyri, 39.1 sek. en hún varð sigurveg- ari, fór báðar ferðirnar á 78,3 sek. 2. varð Sigþrúður Sig- laugsdóttir, Akureyri, 82,5 sek. 3. Sigrún Þórhallsdóttir, HSÞ, 83.1 sek. Næst kepptu drengir 13—14 ára. Beztan brautartíma höfðu Gunnlaugur Frímannsson og Haukur Jóhannsson, báðir frá Akureyri, 34,0 sek. en sigur- vegari varð Guðmundur Sig- urðsson, Akureyri, á 68,3 sek. 2. Gunnlaugur Frímannsson, Akureyri, 68,4 sek. 3. Alfreð Þórsson, Akureyri, 77.9 sek. Að lokum kepptu drengir 15 ÍBA og ÍBK leika ekki LEIKUR ÍBA og ÍBK í Hand- knattleiksmóti íslands, 2. deild, sem fram átti að fara í íþrótta- skemmunni í dag, fellur niður, þar eð Keflvíkingar gáfu leik- inn. □ til 16 ára. Beztan brautartíma hafði Örn Þórsson, Akureyri, 40,9 og varð hann einnig sigur- vegari á 82,0 sek. 2. Þorsteinn M. Baldvinsson, Akureyri, 88,6 sek. 3. Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyri, 88,8. Um kl 5 hófst lokakeppnin — gangan — hér inn af bænum. Göngubrautin hjá 13—14 ára drengjum var 5 km. Sigurveg- ari varð Agnar Ebeneserson, fsafirði, gekk hann brautina á 35:53 mín. 2. Guðmundur Ól- afsson, ísafirði, 36:30 mín. og 3. Kjartan Ólafsson, Siglufirði, 37:10 mín. Göngubraut drengja 15—16 ára var 7,5 km. Sigurvegari varð Ólafur Baldursson, Siglu- firði, 41:34 mín. 2. Ingólfur Jónsson, Siglufirði, 43:17 mín. og 3. Sigurður Steingrímsson, Siglufirði, 43:26 mín. í alpaUvíkeppni stúlkna 13 til 15 ára sigraði Sigþrúður Sig- laugsóttir, Akureyri, með 27,64 stigum. 2. Sigrún Þórhallsdótt- ir, HSÞ, 48,08 stig. 3. Barbara Geirsdóttir, Akureyri, 55,12 stig. í alpa-tvíkeppni drengja 13 til 14 ára varð sigurvegari Gunnlaugur Frímannsson, Ak- ureyri, með 4,06 stig. 2. Guð- mundur Sigurðsson, Akureyri, 25,90 stig. 3. Haukur Jóhanns- son, Akureyri, 105,30 stig. í alpa-tvíkeppni drengja 15 til 16 ára sigraði Örn Þórsson, Akureyri, með 1,90 stig. 2. Þor- steinn M. Baldvinsson, Akur- eyri, 66.65 stig. 3. Guðmundur Frímannsson, Akureyi'i, 69,22 stig. í norrænni tvíkeppni drengja 13 til 14 ára sigraði Kristján Möller, Siglufirði, með 449,67 stig. 2. Sigurgeir Erlendsson, Siglufirði, 434,53 stig. 3. Örn Jónsson, Ólafsfirði, 369,50 stig. í norrænni tvíkeppni drengja 15 til 16 ára sigraði Ingólfur Jónsson, Siglufirði, með 473,16 stig. 2. Haukur Snorrason, Siglufirði, 404,90 stig. 3. Guð- mundur Ólafsson, Ólafsfirði, 395,90 stig. í Keppni milli liéraðssambanda. í alpa-tvíkeppni sigraði Ak- uréyri með 86,5 stigum og vann farandbikar í þessari grein í 3. sinn og þar með til eignar. 2. varð HSÞ með 18,5 stig og 3. Reykjavík með 7,0 stig. í norrænni tvíkeppni sigraði Siglufjörður 'með 65,0 stigum og vann verðlaunabikarinn í þessari grein í annað sinn. 2. varð Ólafsfjörður með 22,0 stig. Á þessu Unglingameistara- móti var í fyrsta sinn keppt um fagra styttu, en þessi forkunn- arfagri verðlaunagripur er gef- inn af Kiwanisklúbbnum Heklu í Reykjavík. Hlýtur það hérað verðlaunagripinn, sem beztum árangri nær í öllum keppnis- greinum samanlagt. Til þess að vinna gripinn til eignar verður að vinna mótið þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Að þessu sinni hlaut Akur- eyri þennan fagra verðlauna- grip fyrir bezta árangur á mót- inu, 86,5 stig. 2. varð Siglu- fjörður með 53.0 stig og 3. HSÞ með 28,5 stig. Mótið fór- allt hið bezta fram og urðu engin slys á beppend- um í sambandi við það. Um kvöldið milli kl. 7 og 8 var sameiginleg kaffidrykkja fyrir keppendur og starfsmenn mótsins í félagsheimilinu Tjarn arborg. Þar fór fram verðlauna afhending. Hina nýju styttu frá. Kiwanisklúbbnum Heklu af- heti fararstjóri Reykvíkinga, en fararstjóri Akureyringa veitti henni móttöku. Björn Stefánsson. Sveit Stefans Gunnlaugssonar sigraði í Sveitahraðkeppni B. Á. Næsta keppni bæjarhlutakeppni ÞRIÐJUDAGINN 2. apríl lauk sveitahraðlieppni B. A. Þessi fjögra kvölda keppni var mjög skemmtileg og spennandi allt frá upphafi. Sigurvegari vai'ð sveit Stefáns Gunnlaugssonar, sem hlaut 1294 stig. Auk Stef- áns eru í sveitinni Frímann Frí mannsson, Stefán Vilhjálmsson, Bjarni Sveinsson, Jóhann Jó- hannsson og Sigmundur Stefáns son, en þeir 4 síðasttöldu eru nemendur í M. A. Meðalárang- ur út úr keppninni er 1152 stig. Flest stig eftir eina umferð hlaut sveit Stefáns í síðustu um ferðinni 357 stig. — Röð efstu sveita er þessi: stig 1. Sv. Stefáns Gunnl. 1294 2. — Harðar Steinbergss. 1271 3. — Guðm. Guðlaugss. 1267 4. — Halldórs Helgas. 1264 5. — Soffíu Guðm.dóttur 1236 6. — Mikaels Jónssonar 1228 7. — Óðins Árnasonar 1194 8. — Péturs Jósefssonar 1174 9. — Arnalds Reykdals 1165 10. — Guðjóns Jónssonar 1155 Alls kepptu 17 sveitir. Næsta keppni. Næsta þriðjudag (9. apríl) fer fram all nýstárleg keppni á veg um félagsins, en hún er þannig að Innbærinn og Brekkurnar keppa saman gegn Oddeyrinni og Glerárhverfinu. Þetta verður sveitakeppni og aðeins ein um- ferð. Verður fróðlegt að sjá hvor hluti bæjarins býr yfir betri bridgemönnum. íslandsmótið í bridge fer fram í Reykjavík nú um páskana. Á það mót fer ein sveit héðan og keppir þar í 1. flokki. Er það sveit Harðar Steinbergssonar og óskum við henni góðs gengis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.