Dagur - 06.04.1968, Side 8

Dagur - 06.04.1968, Side 8
8 SMÁTT OG STÓRT Líkan að húsi Sjálfsbjargar í Reykjavík. „Hiiin fatlaði í samfélagiiiu” SUNNUDAGINN, 24. marz, var minnst 9. alþjóðadags fatlaðra. Það var árið 1960, að FIMITIC, alþjóðabandalag fatlaðra, tók upp þá nýbreytni að minna á vandamál fatlaðs fólks með þessum hætti. í tilefni dagsins vill banda- lagið, sem nær til tveggja millj- óna manna víða um heim, minna á nokkur atriði, sem það hefur á stefnuskrá sinni, til þess að létta fötluðu fólki eðlilega að stöðu ,og hlutdeild í samfélag- inu. Við skipulagningu bæja- og umferðarmála og nýbygginga, verði tekið fullt tillit til fatlaðra og aldraðs fólks. íbúðir, skólar og aðrar opin- befar 'stofnanir, verði byggðar án farartálma. Til dæmis verði sneitt hjá tröppum og gengið slélt inn af götu og lyftum kom ið fyrir. Þar sém tröppur eru á gömlum byggingum, verði skil- yrðislaust höfð handrið og ská- brautir lagðar fyrir hjólastóla. Gangstéttarbrúnir séu aflíðandi við gangbrautir, aðgangur að almenningsfarartækjum greið- ur og á bifreiðastæðum verði eitt eða tvö stæði frátekin fyrir fatlaða, svo nokkuð sé nefnt. Munið, að þær lagfæringar, sem koma fötluðum að gagni, eru einnig til hagræðis fyrir fjöldann. Sumaráæ!!un F. í. geiujur í gildi SUMARÁÆTLUN Flugfélags islands gekk í gildi 1. apríl og breytast þá brottfarar og komu- tímar flugvélanna og ferðum fjölgar. Sumaráætlunin er að þessu sinni í þrem áföngum og gildir sá fyrsti frá og með 1. apríl til 31. maí. Á þessu tíma- bili verða daglegar ferðir til Bretlands og átta ferðir í viku til Norðurlanda. Til Kaup- mannáhafnar verða ferðir alla daga og tvær ferðir á föstudög- um. Til London þriðjudaga og föstudaga. Til Oslo föstudaga, til Bergen þriðjudaga og föstu- daga og til Glasgow mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laug ardaga og sunnudaga. Til Fær- eyja þriðjudaga og föstudaga. Annar áfangi sumaráætlun- arinnar hefst 1. júní og endar 30. september. Þá verða í viku hverri ferðir sem hér segir: Til Kaupmannahafnar verða flognar níu ferðir, til London fimrn ferðir, til Glasgow þrjár ferðir, og til Oslo, Björgvinjar og Færeyja tvær ferðir til hvers staðar. Ferðirnar skiptast þann- ig: Til Kaupmannahafnar alla daga en tvær ferðir á fimmtu- dögum og föstudögum. Til London á þriðjudögum, mið- vikudögum, föstudögum, laug- ardögum og sunnudögum. Til Glasgow á mánudögum, fimmtu dögum og laugardögum. Til Oslo á þriðjudögum og föstu- dögum. Til Færeyja og Bergen á þriðjudögum og föstudögum. Brottfafartímar til London eru alla daga kl 08,00. í ferðum til annarra ákvörðunarstaða er hægt að velja um brottfarir að morgni til eðá síðdegis. Þriðji áfangi sumaráætlunar er svo októbermánuður. Þá hefur ferðum fækkað og verða með svipuðu sniði og í fyrsta áfanga. Þá verða daglegar ferð- ir til Bretlands og átta ferðir til Norðurlanda. Athygli skal vak- in á því, að milli íslands og Færeyja eru áætlaðar tvær ferðir á viku, en milli Færeyja og Kaupmannahafnar verður ferðafjöldinn fimm ferðir á viku þegar flest er. Ennfremur verða ferðir milli Færeyja og Glaégow.^ ^(Ffé&rti|kynliing). Eins og flestum er kunnugt, er Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, að byggja vinnu- og dvalarheimili fyrir fatlað fólk. Framkvæmdir hófust fyrir rúmu ári. f byggingu þessari er hvert atriði miðað við þá sér- stöðu, sem íbúarnir þurfa að hafa, til þess að geta verið sem mest sjálfum sér nógir. Gjört er ráð fyrir, að fólk, sem þarf að nota hjólastóla, geti unnið sín eigin heimilisstörf í eldhúsi sem þvottahúsi og starfað í sérstak- lega búnum vinnusölum. Þarna (Framhald á blaðsíðu 4) BRAÐUM KEMUR SJÓN- VARPIÐ Innan skamms mun það þykja jafn sjálfsagt að heimilin njóti sjónvarps og nú hljóðvarps og innan skamms rennur sú stund upp, að Norðlendingar eigi þess kost að njóta sjónvarpsins. — Þetta eru nokkuð dýr tæki, sem kosta mjög mikla fjármuni þegar á heildina er litið. Fyrir- hyggju er þörf við innkaupin og er sennilega kominn tími til að væntanlegir sjónvarpsnot- endur myndi með sér félags- skap, er fyrst og fremst athugi möguleika á hagkvæmum kaup um og tryggingu nauðsynlegr- ar þjónustu. GÓÐI HÖFRUNGURINN Talað er um höfrungana, sem vitrar og auðtamdar skepnur. Til er saga af einum, sem talið er að hafi bjargað mannslífum með því að leiðbeina skipum um vandratað sund nokkurt við Nýja Sjáland. Þetta var mjög umtalað — og var stranglega bannað að skjóta þessa vitru skepnu, að viðlögðum þyngri refsingum en venjulega gilda Sjómaður einn gat ekki stillt sig um að grípa til byssunnar og skjóta á þessa fallegu skepnu — var enda drukkinn. — Höfr- ungurinn hvarf um skeið, en tók síðan til sinna fyrri starfa. SKIPED FÓRST En upp frá þessu fylgdi hann aldrei skipi því, sem nefndur sjómaður var á. Fórst það með manni og mús litlu síðar. En það er af þessum höfrungi að segja, að í hvert sinn og skip kom að hinni vandförnu sigl- ingaleið, kom hann, lék listir sínar í sjónum og synti síðan á undan til hafnar. — A strönd Wellingtons stendur minnis- merki um þessa vitru sjó- skepnu. — Þakklátir sjómenn reistu það. Sagan segir, að svo mikil hafi trú sjómanna og að- dáun verið á höfrungnum, að skipsfélagar tóku hinn drukkna byssumann og lokuðu hann inni um tíma, af ótta við að hann yrði myrtur af einhverjum liinna mörgu vina hinnar mál- lausu sjóhetju. HVAÐ ERU MARGIR Á HVERN BÍL? Samkvæmt nýjustu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um sam- göngur og flutninga í Evrópu voru í árslok 1966 813.136 fólks- bílar í Danmörku, 505.927 í Finlandi, 32.981 á íslandi, í Noregi 515.879 og 1.885.000 í Svíþjóð. — Samkvæmt því eru 6 íbúar á hvern bíl í Danmörku, 9 í Finnlandi, 6 á íslandi, 7 í Noregi og 4 í Svíþjóð. Til sam- anburðar má geta þess að í Bandaríkjurtum eru 3 íbúar á hvern bíl. MENNINGARAUKI fc *?.• . * Söngfélagið Gígjan, mikill og skikkjuklæddur kvennakór, á -Akureyri, hélt sína fyrstu op- inberu söngskemmtun fyrir troðfullu húsi og endurtók svo sönginn sl. fimmtudag. — Stuttu áður lét Lúðrasveit Akureyrar til sín heyra • við fögnuð fjölda áheyrenda. Henni stjómar Jan Kisa, en Gígju Jakob Tryggva-f (Framhald á blaðsíðu 7). Fóðurbætisskatturinn mesta umræðuefni á aðal- fundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar var haldinn að Hótel KEA 27. og 28. þ. m. Fundinn sóttu fulltrúar frá 15 búnaðarfélögum, stjórn sam- bandsins, ráðunautar þess og nokkrir gestur. Það kom fram í skýrslum ráðaunautanna, að jarðræktar- framkvæmdir höfðu orðið öllu meiri 1967 en 1966, einkum framræzla. Túnauki á hvern Yfir 90 keppendur á Skíðamóti Islands Mótið hefst n.k. miðvikud. með keppni í göngu SKÍÐAMÓT ÍSLANDS 1968 fer fram í Hlíðarfjalli nú um páskana eins og áður hefur ver- ið frá skýrt. Keppendrr verða 91, frá eftirtöldum aðilum: Frá Akureyri 22, Reykjavík 20, ísa- firði 17, Siglufirði 14, úr Fljót- um 8, HSÞ 6, Ólafsfirði 3 og 1 frá UMSE. — Allir beztu skíða- menn landsins mæta til keppni, þar á meðal allir Olympíufar- arnir og má búast við harðri keppni. Unnið hefur verið mikið und anfarið að undirbúningi íslands mótsins og er ekki að efa að Akureyringar gera það sem mögulegt er til þess að mótið fari sem bezt fram. Á miklu veltur auðvitað hvort veður- guðirnir verða hliðhollir, en vonandi verður svo. íslandsmótið hefst n. k. mið- víkudag'k-1. 14.&0 og flytur Her- mann Stg/áusson, form. móts- stjórnár’ átiafp’;*en að því loknu setur form.-SKÍ,'Btefán Kristj- ánsson, mófið. Kl. 3 e. h. hefst svo keppriÍ4 lOkm. göngu (17— 19 ára), en kl. 4 hefst keppni í 15 km. göngu (20 ára og eldri). Á fimmtudag (skírdag) verð- ur keppt í stökki 2 flokkum og í stökki í norrænni tvíkeppni og hefst sú keppni kl. 2 e. h. Kl. 5 ■hefst svo keppni í stórsvigi karla og kvenna. Föstudaginn langa verður messa og Skíðaþing. Á laugardag kl. 13.30 fer fram keppni í 4x10 km. boðgöngu, en kl. 16.00 hefst keppni í svigi kvenna. Á páskadag verður keppt í svigi karla og hefst keppni kl. 15. Á annan í páskum, sem er síðasti keppnisdagur, hefst keppni kl. 10 f. h. í 30 km. göngu, en kl. 2 e. h. fer fram keppni í flokkasvigi. Kl. 9 um kvöldið verður mótinu slitið og verð- laun afhent í Sjálfstæðidhúsinu. (Framhald á blaðsíðu 2). jarðabótamann varð þó minni en árið áður, eða 1,05 ha 1967, en 1,12 ha 1966. Aukning súg- þurrkunarkerfa varð meiri s.l. án en nokkru sinni áður. Yfirlitsskýrsla um afurðir ánna hjá sauðfjárræktarfélög- unum frá 1955 til 1966 sýna að þær hafa farið smáminnkandi til 1963, en aðeins hækkandi frá 1963. Sambandið starfrækti búvéla verkstæði og annaðist byggingu votheysturna eins og undan- farin ár. Þrjár nefndir störfuðu á fund inum til þess að búa undir af- greiðslu fjárhagsáætlun og önn ur þau mál, er fyrir fundinn voru lögð.' Meðal þeirra samþykkta, er gerðar voru á fundinum voru þessar; „Þar sem kaískemmdir á tún um hafa á undanförnum árum valdið bændum miklum búsifj- um, en aukin ræktun grænfóð- urs eitt helzta ráðið, sem þeir geta beitt til þess að forðast skerðingu á bústofni sínum af þeim sökum, skorar fundurinn á stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna nú þegar að eftirfar- andi: 1. Að framlag samkvæmt jarð ræktarlögum vegna bygginga á votheyshlöðum verði hækkað verulega, eða állt að þrefaldað. 2. Að auknar verði tilraunir með verkunaraðferðir á græn- fóðri og framlag vegna græn- fóðurræktar hækkað.“ „Aðalfundur BSE 1968 tekur undir ályktun síðasta Búnaðar- þings varðandi innflutning fóð- (Framhald á blaðsíðu 4). Klakðstíflan í Skjálfandafljóti vex Lundarbrekku 5. apríl. — Hin mikfa krapastífla í Skjálfanda- fljóti ,sem Dagur hefur áður frá sagt, stækkar enn. Hún mynd- aðist hjá Hlíðskógum og er nú komin suður að Lundarbrekku. En það er um 10 km. leið. Yfirborð fljótsins er tveim m hærra en venjulega og flæðir lítilsháttar yfir veginn austan ár, hjá Stóruvöllum og ennþá er vatnið ásækið í kjallara barnaskólans hjá Stóruvöllum. Verði snögg veðrabreyting gæti stíflan valdið miklum flóðum. K. S.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.