Dagur - 08.05.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 08.05.1968, Blaðsíða 8
 SMÁTT OG STÓRT Tveir menn á trillu fengu 3 tonn í kasti og eru að ljúka við löndun. EKH DREGSTIÐHSKÓUSYGG (Ljósm.: E. D.) IÐNSKÓLA AKUREYRAR var slitiS 29. apríl. Nemendur voru 201 og brautskráðust 76. Kennarar við skólann voru 17, auk skólastjórans, Jóns Sig- urgeirssonar. Fastir kennarar: Aðalgeir Pálsson verkfræðing- ur, Jens Sumarliðason húsa- smiður og Steinberg Ingólfsson ketil- og plötusmiður. Kennslan fór fram í Hús- mæðraskólanum, Samkomuhús inu, Búnaðarbankanum, Slipp- stöðinni og á málmsmíðaverk- stæði í Glerárgötu 2. Ekki er líklegt, eins og nú horfir, að unnt verði að taka einhvern hluta nýja gagnfræðaskólahúss ins í notkun næsta haust, eins og fastlega var búist við. Kennt var í 20 iðngreinum. Mæðradagurinn MÆÐRADAGURINN er á sunnudaginn kemur. Þá verða seld mæðrablómin á götum bæjarins. Vonum við að þeim verði vel tekið. Ennfremur verður blómabúðin Laufás opin frá kl. 9—2, sem gefur liluta af ágóðanum til nefndarinnar. Mæðrastyrksnefnd. Fjölmennastir voru húsasmiðir, 48, þar næst ketil- og plötu- smiðir 25, bifvélavirkjar 24, raf- virkjar og rafvélavirkjar 21, vél virkjar 17 og húsgagnasmiðir 16. Elsti nemandinn var 44 ára en sá yngsti 16 ára. Hæstu einkunn á burtfarar- prófi: Halldór Matthíasson, húsasm. I. ágætiseinkunn 9.21. Fékk verðlaun fyrir góðan árangur í námi. Torfi Sigtryggs son, húsasm. I. einkunn 8.83. Ari Friðfinsson, húsgagnasm. I. einkunn 8.82. Hæstu einkunn í 3. bekk: Óskar Árnason, rafv. I. einkunn 8.98. Ólafur Ágústsson, hús- gagnasm. 8.73. Minnzt var með þakklæti 65 þús. kr. gjöf Sveinafélags járn- iðnaðarmanna til verklegrar kennslu. Jafnframt var minnst á kennslutækjasjóð skólans og minningarsjóð um Paul La Cour prófessor. En báðir þessir sjóðir veita gjöfum frá velunn- urum móttöku. Skólastjóri flutti nemendum sínum skólaslitaræðu og sungin voru ættjarðarlög undir stjórn Áskels Jónssonar. Frá braut- skráningu fyrstu iðnnemanna eru nú liðin 63 ár. □ DEILAN í ÓLAFSFIRÐI I deilu þeirri um mjólkursölu- mál í Ólafsfirði er rétt að minna á: Landinu er skipt í mjólkur- sölusvæði, þar sem starfandi eru mjólkursamlög. Ólafsfjörð- ur er eitt þeirra. Mjólkursam- lagi er skylt að annast sölu og dreifingu mjólkur á sínu sölu- svæði, samkvæmt nánari- regl- um. Öðrum er óheimilt að ann- ast slíka þjónustu nema í um- boði viðkomandi samlags. Óheimilt er að flytja mjólk til dreifingar og sölu milli sölu- svæða. Þannig má KEA ekki flytja mjólk til sölu í Ólafsfirði og gagnkvæmt, og heldur ekki aðrir aðilar. Lög um þetta efni eiga að tryggja framleiðendum og neytendum hagkvæm og rétt lát viðskipti, og gera það'. BÆNDUR OG ÓVINNUFÆRT FÓLK Gunnar Guðbjartsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, ger ir rökstudda grein fyrir því í Tímanum 4. maí hve bændur landsins eru hart leiknir. Vitnar hann þar í Hagtíðindi og önnur opinber gögn, sem ekki verða véfengd. Aðeins þeir, sem ekki geta unnið, eru tekjulægri í okkar þjóðfélagi en bændur. EN HVERS VEGNA? í lögum segir, að bændur skuli liafa sambærilegar tekjur og sjó menn, verkamenn og iðnaðar- menn — við það á verðlags- grundvöllinn að miðast hverju sinni —. En viðmiðunarstéttim ar hafa 235 þús. kr. lægst en upp í 317 þús. kr. hæst — miðað við 1966. Bændur vantar nú 50 —60% tekna til að ná rétti sín- um. Það kemur m. a. til af því, að verðlagsgrundvöllurinn er rangur t. d. stórlega vantaldir þýðingarmiklir liðir í búrekstr- inum: Tilbúinn áburður og kjarnfóður vantalið, tilbúinn áburður um 48.68% og kjam- fóður um tæp 30%. En þessar tölur eru miðaðar við raunveru lega notkun sl. 3 ár og hins veg ar tölur verðlagsgrundvallarins á yfirstandandi ári. HVAÐ MYNDU LAUNÞEGAR SEGJA? Hvað myndu launþegar segja, ef 50—60% vöntuðu í launa- umslögin, frá umsömdu kaupi? Nýlega fóru 20 þús. menn í verk fall út af nokkrum prósentum. Ekki skal lítið úr tilefnim: gert. En livað mætti þá segja um bændur, sem enga leiðréttingu sinna mála hafa fengið? DREGUR UR AFLA AKUREYRARTOGARA Freysteinn Þorbergsson, skákmeisíari. KALDBAKUR kom af veiðum í nótt með ca. 150 tonn eftir 9 daga útivist, fer á veiðar á morgun. SVALBAKUR fór á veiðar sl. þriðjudag 30. apríl eftir hálfs mánaðar slippferð til Rvíkur. HARÐBAKUR landaði hér 2. maí 170 tonnum, fór á veiðar daginn eftir. SLÉTTBAKUR landaði hér 29. apríl 86 tonum eftir 5 daga útivist, fór á veiðar daginn eftir. Eitthvað mun hafa dregið úr afla síðustu daga og hafa skipin nú leitað á fjarlægari mið þ. e. a. s. út af Vesturlandi. ÚRSLITAMÓTIÐ um titilinn Skákmeistari Norðurlanda 1967 til 1969 verður háð á Akureyri dagana 12. til 20. maí næstkom- andi. Þar keppa Norðmennirnir Ragnar Hoen og Paul Sveden- Hafísiim hefur fyllt Austfirðina SAMKVÆMT viðtali við Veð- urstofuna í gær, eru siglinga- leiðir tepptar við Norðaustur- land vegna hafíss, þar sem land- fastur ís er við Sléttu og Langa nes. Marga Austfirði hefur fyllt af ís, svo sem Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð. — Norðfjarðar- flói er fulur af ís, allt að tveim sjómílum út fyrir Horn. Seyðis fjörður er einnig lokaður og Borgarfjörður er fullur af ís. Frá Bjarnarey að Langanes- fonti er breið vök með landi og inn Vopnafjörð að norðanverðu. ísinn er all mikill við Stokksnes, en í gær sást hann ekki í Höfn í Hornafirði. Siglingaleið er ógreið út af Ströndum, eða frá Horni að Skaga en þó fær. Húnaflói er íslaus austan til. borg við Freystein Þorbergsson um titilinn og veglegan silfur- bikar. En þessir þrír skákmeist arar urðu sem kunnugt er efstir og jafnir í Norðurlandamótinu í Finnlandi í fyrra. Tefla þeir tvífalda umferð í salarkynnum Hótels KEA og mun þetta vera eitt hið merkasta skákmót, sem fram hefir farið á Islandi utan höfuðborgarinnar, en Frey- steinn, sem var skákmeistari Norðurlanda árin 1965 til 1967 er sem kunnugt er búsettur á Norðurlandi. í móti þessu verður einn auka keppandi frá Akureyri og reikn ast skákir hans ekki með í titil- keppninni, það er þriggja manna mótinu, en í fjögra manna mótinu hafa allir jafnan rétt til verðlauna, sem Slipp- stöðin h.f. og fleiri norðlenzk fyrirtæki gefa. Paul Svedenborg er upprenn andi norsk stjarna á skáksvið- inu, varð m. a. skákmeistari Noregs árin 1968 og 1967, en ekki hefir fréttzt um árangra hans í ár. (Framhald á blaðsíðu 2) Laugnm 6. maí. Prófum í yngri og eldri deild Laugaskóla lauk 4. maí. Sigurður Kristjánsson skólastjóri afhenti prófskírteini og flutti skólaslitaræðu í gær. Inflúensa truflaði próf, en hún kom í skólann að loknum pásk- um en hafði gengið yfir er prófi lauk. Vegna þessa luku ekki all ir nemendur prófum í öllum greinum. Hæstu einkunn í yngri deild hlaut Þóra Þóroddsdóttir, Breiðumýri 9.57. Jarðþrúður Þórhallsdóttir, Bakkcifirði hlaut 8.82 og Þórólfur Arnkelsson, Hraunkoti 8.79. í eldri deild varð efstur Yngv ar Þóroddsson, Breiðumýri, 9.22, næstur varð Knútur Osk- arsson, Laugaskóla, 8.39, og þriðji Rúnar Arason, Sólbergi, Svalbarðsstcönd, 8.36. Lionsklúbburinn Náttfari gaf bókai verðlaun fyrir snyrti- mennsku, góða framkomu og urhsjótiáí'Störí. .Þau hlutu: í ' yngri déild Ásta Bjarnadóttir, Hólabraut, Reykjadal og í eldri deild Gerður Hallsdóttir, Arn- dísarstöðum, en í gagnfræða- deild Jakob Björnsson, Vopna- firði. (Framhald á blaðsíðu 5). HREÍNTARFURINN Á EYJÓLFSSTÖÐUM Á TÚNINU á Eyjóifsstöðum í Fossárdal gengu í sumar þrjú hreindýr og voru orðin gæf. í vetur náðist eitt þeirra í hús, þriggja til fjögurra vetra tarf- ur, og hefur hann verið í fjósi þar á bænum síðan. Átið kunni 'hann frá sumrinu, því hrein- dýrin átu úr göltum á túninu, en síðan lærði hann einnig að meta kjarnfóður, enda þrífst hann vel, einkum eftir að hon- um voru gefin ormalyf. Um þessar mundir befur hann útivist á daginn, en fer aldrei langt og er hýstur um nætur. Band er haft á honum og hægt að ná honum úti og teyma hann í hús. Fáein hrein- dýr halda sig í nágrenni Eyjólfs staða, en sennilega hefur hann ekki orðið þeirra var og hefur því ekki á það reynt, hvort hann velur sér félagsskap þeirra eða unir áfram að búa hjá mönnum. — Bóndinn á Eyjólfsstöðum heitir Hermann Guðmundason. □ Fagur silfurbikar frá Sigtryggi og Pétri, gullsmiðum. KEA gaf hann til keppninnar og hlýtur sigurvegarinn bikarinn til eign- ar. — (Ljósmynd: Filman).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.