Dagur - 15.05.1968, Page 7

Dagur - 15.05.1968, Page 7
MATUR OG NÆRING KOMIN er á markaðinn ný bók í Alfræðasafni AB og nefnist hún Matur og næring. Aðal- höfundui' hennar er William H. Sebrell prófessor í heilsufræði og næringarfræði við Colombíu háskóla, en hann er auk annars ráðunautur við Alþjóða heil- brigðismálastofnunina (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóð anna (UNICEF). Nýtur hann alþjóðlegrar viðurkenningar sem einn fremsti fræðimaður heims á sínu sviði og hefur sjálfur unnið þar merkileg vísindaafrek. Má þár til n efna kannanir hans sjálfs á sam- bandi milli næringar og blóð- sjúkdóma, en sá þáttur lækna- vísindanna verður nú æ af- drifaríkari eins og berlega kem ur fram í þ essari bók. Matur og næring kom fyrst út á ensku fyrir fáum mánuð- um og t-ekur þannig örugglega til nýjustu þekkingar og rann- sókna. Hefur Örnólfur Thorla- cius menntaskólakennari þýtt hana og búið í hendur íslenzk- um lesendum. — Skrifar hann einnig formála fyrir bókinni og kemst þar m. a. svo að orði: „Matur og næring, viðfangs- efni þessarar bókar, hefur ver- ið meginviðfangsefni manna og mannlegs þjóðfélags á öllum öldum. Fyrstu samfélög manna voru einkum stofnuð til öflun- ar matvæla, og menning dafn- aði ekki fyrr en tími varð af- lögu frá brauðstritinu . . . Ekki er ýkjalangt síðan ófeiti var algeng dánai'orsök hér á landi. En nú er svo komið hér sem víða í grannlöndum vorum, að menn stytta ýmsir ævi sína frekar með of mikilli neyzlu matai' en of lítilli. Vandamál ofneyzlu eða „ofátið" eru tek- in til meðferðar í þessari bók, en þau eru nátengd þjóðfélags- legum venjum ekki síður en vandamál vannæringar.“ □ AUGLÝSING UM GREIÐSLUR ÚTSVARA Bæjarstjórn Akureyrar liefir samiþykkt að nota heimild í 2. málsl. síðustu málsgr. 31. gr. laga nr. 51, 10. júní 1964, um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. breytingu frá 10. apríl 1968. Sainkvæmt þessu verða útsvör þessa árs því aðeins dregin frá hreinum tekjum við álagningu útsvara á ár- inu 1969 í Akureyrarkaupstað, að gerð hafi verið full skil á fyrirframgreiðslu eigi síðar en 31. júlí í ár og útsvör ársins einnig að fullu greidd fyrir n.k. áramót. Sé eigi staðið í skilum með fyrirframgreiðslur sam- kvæmt framansögðu, en full skil þó gerð á útsvörum fyrir áramót á gjaldandi aðeins rétt á frádnetti á helm- ingi útsvarsins við álagningu á næsta ári. Bæjarstjórinn á Akureyri, 14. maí 1968. BJARNI EINARSSON. SPARISJÓÐUR CLÆSIBÆJARHREPPS opnar í nýju húsnæði að BREKKUGÖTU 7, Akureyri, mánudaginn 20. maí. Afgreiðslutími sami og áður. — Sími 2-15-90. © | *- Þakka innilega œttingjum og vinúm alla dstúð og & gjafir d S0 dra afmœli minu, 3. mai sl. ^ 4 Öllum Gidionbrœðrum d Akureyri og einnig i % Reykjavik og elskulegar viðtökur par hjd vinum og x ^ cettfólki. || % Friður og farsœld verið með oss öllum i drottins * 5 nafni. <3 Skjaldarvik, 14. mai 1968. STEFÁN JÓNSSON. t I Konan mín, MARfA RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin að Möðruvöllum í Hörgárdal, mið- vikudaginn 15. maí kl. 2 e. h. — Blóm og kransar af- þakkaðir. Ferð frá ferðaskrifstofunni Sögu kl. 1.30 e. h. Anton Larsen. Leikfélag Akureyrar ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J. B. PRIESTLEY Sýning miðvikudag (í kvöld). Fimmtán ára dreng VANTAR VINNU í sumar, á Akureyri eða í nágrenni. Uppl. í síma 1-25-73. 13 ára stúlka óskar eftir B ARN GÆZLUST ARFI í sumar. Uppl. í síma 1-26-95. Ung stúlka óskar eftir VINNU í sumar í sveit. Tilboð leggist inn á af- greiðslu Dags, merkt ,,Sveit“. BÆNDUR! Þrettán ára drengur óskar eftir að komast í sveit í sumar, vanur sveitavinnu. Uppl. í síma 1-14-75 og 1-14-37. Nýlegur BARNAVAGN til sölu. Uppl. í síma 1-13-86. TIL SÖLU: Leistar og vettlingar. Rósa prjónakona. Sími 1-21-48. HEY TIL SÖLU Verð kr. 330 hesturinn. Upplýsingar gefur Helgi Hálfdánarson. TIL SÖLU: Notaður ÍSSKÁPUR, Bosch, stærsta gerð. Uppl. í Norðurgötu 41 A. TIL SÖLU: Agfa Super 8 kvikmyndatökuvél með Sum-linsu. Ólafur Ásgeirsson, Oddeyrargötu 32 Sími 1-16-77. Sem nýr ÍSSKÁPUR til sölu. Uppl. í síma 1-19-07. VESKI með peningum fannst laugard. 4. þ. m. Vitjist á afgr. blaðsins. MESSAÐ í Akureyrarkii-kju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. — Hinn almenni bænadagur. — Sálmar nr. 374 — 376 — 378 — 1. — P. S. SJÓNARHÆÐ. Mister G. K. Lowther flytur síðasta biblíu fyrii'lestur sinn í kvöld — miðvikudagskvöld — kl. 8.30. Samkoma n. k. sunnudag kl. 5. Allir velkomnir. KRISTNIBOÐSHÚ SIÐ ZION. Sunnudaginn 19. maí. Sam- koma kl. 8.30 e. h. Allir hjart- anlega velkomnir. *dij/ „KRISTUR KALLAR ÆSKU ÍSLANDS“ er kjörorð Hjálpræðis- Núaiia:' hex-sins í ár. Verið vel komin á samkomur Hjálp- ræðishersins hvert supnudags kvöld kl. 20.30. I.O.G.T. st. Akurliljan nr. 275. Rabbað saman yfir kaffisopa í kvöld, miðvikud. 15. maí, kl. 21.00 á venjulegum fundar- stað. Heimilt að taka með sér gesti. Næsti reglulegur fund- ur miðvikudaginn 22. maí. — Ath. breyttan fundardag. — Æ.t. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99 heldur fund fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 9 e. h. að Hótel Varborg. Fundai'efni: Inn- taka nýrra félaga, önnur mál, hagnefndai-ati'iði. — Æ.t. GLERÁRHVERFISBÚAR! — Athugið auglýsingu. í blaðinu í dag, um aðalfund Glerár- deildar KEA. KONUR í Kvenfélagi Akureyr- arkirkju. — Fjölmennið til kirkju uppstigningadag kl. 2 e. h. Kaffi og aðalfundur í kapellunni að lokinni messu. — Stjói’nin. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Dalvík — Ólafsfjai’ðarmúli, kvöldferð 15. maí kl. 20.00, ef veður leyfir. Sérstakt tæki- færi til að sjá hafísinn. Far- seðlar seldir á skrifstofu fé- lagsins, Skipagötu 12, frá kl. 19.00 — 20.00 og við bílinn. KVIKMYNDAÁHUGAMENN! Áfoi-mað er að stofna félag áhugamanna um kvikmynda- töku (8 m/m). Undirbúnings fundur verður að Hótel KEA þriðjudaginn 21. maí kl. 8.30. Allir áhugamenn velkomnir. TIL SÖLU: Peclegree BARNAVAGN Sími 1-18-92. Píano-HARMONIKA til sölu. Mjög vönduð. Uppl. í síma 1-24-22. TIL SÖLU: Sóíi, sófaborð og tveir stólar. Mjög ódývt. Norðurgötu 54. Sími 1-21-74. KÖHLER SAUMAVÉL til sölu. Selst ódýrt. Til sýnis í Véla- og raf- tækjasölunni, Geislag. 14. BRÚÐHJÓN. Þann 10. apríl sl. voru gefin saman í Akureyr- arkirkju ungfrú Regína Hall- dói'sdóttir, Melum, Dalvík og Stefán Páll Einarsson, Akur- eyri. Framtíðai'heimili þeirra er í Skarðshlíð 13, Akureyri. BRÚÐHJÓN. Þann 11. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band brúðhjónin ungfrú Karolína Stefánsdóttir og Karl Franklín Magnússon iðn nemi. — Heimili þeirra er að Lækjargötu 4, Akureyri. SKYGGNILÝSINGAR. Vegna fjölda áskorana heldur frú Lára Ágústsdóttir skyggnilýs ingarfund í Alþýðuhúsinu miðvikudaginn 15. maí kl. 9 síðd. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Eddu og við inn ganginn. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). vatni falli á land okkar árlega, ýmist sem regn eða snjór. ÞaS er því engin furða, að menn verði úrkomunnar varir. Vatn- ið skóp landið okkar, nærir gróðurinn, veitir okkur bezta neyzluvatn í heimi og er orku- gjafi í fallvötnunum. Af jörð- inni þekur það nær þrjá fjórðu hluta. Vatnsnotkun jarðarbúa vex ört, svo að á síðari árum eru víða gerðar rannsóknir til að fylgjast með grunnvatns- birgðum jarðlaganna, þar seni ótæpast er af ausið. 230 NAUÐUNGARUPPBOÐ Friðjón Skarphéðinsson borg- arfógeti í Reykjavík auglýsir í síðasta Lögbirtingarblaði 30. apríl 230 nauðungaruppboð — allt fasteignir, nema citt skip. Fjárhagserfiðleikarnir segja víða til sín undir viðreisnar- stjórn, og fara stöðugt vaxandi. AÐALDALSFLUGVÖLLUR Flugmálastjóri hefur tjáð, að verkfræðingar flugmálastjórnar hafi komizt að þeirri niðurstöðu að Aðaldalsflugvöllur uppfylli bezt þau skilyrði, sem leitað er að til að búa til alþjóðaflugvöll, samkvæmt þeim athugunum, sem fram hafa farið. Loftleiðir liafa sýnt áhuga á máli þessu og Þingyingar eru því hlynntir. Talið er óviðunandi að hafa ekki alþjóðlegan varaflugvöll norðanlands. ENN EITT MORÐ Sl. fimmtudagsnótt skaut Gunn ar V. Frederiksen flugmaður Jóhann Gislason deildarstjóra hjá Fí til bana heima hjá hin- um síðarnefnda, eftir að hafa brotizt þar inn. — Morðinginn flúði en náðist fljótlega eftir verknaðinn. Hér var um að ræða morð að yfirlögðu ráði og hið fjórða í Reykjavík á síð- ustu 17 mánuðum. Eitt er enn óupplýst. Gunnar V. Frederik- sen sat að drykkju áður en hann vann óhappaverkið og ók bíl sínum að því loknu heim til Jóhanns.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.