Dagur - 06.06.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 06.06.1968, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. FÉLAG SJÓNVARPS- NOTENDA NOKKRIR áhugamenn um sjón- varp, hafa boðað til fundar í Nýja- Bíói á föstudaginn kl. 22.30, þar sem væntanlega verður formlega stofnað sjónvarpsnotendafélag. Þetta var fréttamönnum bæjarins tjáð á þriðjudaginn. En talið er nú, að sjón varp verði komið hér um slóðir í haust eða síðar á þessu ári. Markmið samtakanna er, að gæta hagsmuna væntanlegra sjónvarpsnotenda á Ak- ureyri og í nágrenni og vaka yfir því, að sjónarmið þeirra séu virt, þegar ákvarðanir eru teknar eða regl ur settar, er varða hagsmuni sjón- varpsnotendanna. Þá er ráðgert að halda uppi fræðslu fyrir sjónvarjis- notendur og að sjálfsögðu verður reynt að haga innkaupum sjónvarps- tækja á sem hagkvæmastan hátt. Rétt er að geta þess, að á stofnfundinum mætir Stefán Guðjónsson tæknifræð- ingur og flytur hann erindi um sjón- varp og sjónvarpsnot. Strax á þessu ári munu Norðlend- ingar eiga kost á mörgum tegundum sjónvarpstækja hjá hinum ýmsu aðil- um, sem við slíka verzlun fást. Það er mikilvægt, að komast að góðum kaupum, en það er ekki síður mikil- vægt fyrir sjónvarpsnotendur, að eiga kost á góðri þjónustu og að hafa tryggingu fyrir því að hana sé að fá. í Neytendablaðinu nr. 2 frá 1966 er að þessum málum vikið. Þar segir m. a.: „Bráðlæti heimilisfólks eftir að fá sjónvarpstæki er ofur skiljanlegt, ekki sízt hjá unga fólkinu, en það má ekki stuðla að fljótfæmi þess, sem kaupin gerir. Hér er ekki ein- ungis um fjárhagsatriði að ræða, fallegt og gott tæki getur einnig vald ið óþægindum og leiðindum.“ — Og á öðrum stað segir svo: „Neytendur skulu tvímælalaust hafa þá reglu að samþykkja ekki neina skilmála um minni rétt en þeir hefðu, ef þeir tækju ekki við neinu ábyrgðarskír- teini og ekki væri á neina ábyrgð minnzt. Kaupandi hefur ársfrest, samkv. lögum, til að tilkynna selj- anda galla á keyptum hlut, þótt hann eigi að gera það þegar í stað og gallans verður vart. Kaupið aldrei tæki með minna en árs ábyrgð,“ seg- ir þar. Enginn veit ennþá, hvað mörg sjónvarpstæki verða keypt á þessu ári hér við Eyjafjörð eða á Norður- landi. En telja má líklegt, að þau verði mörg og að samanlegt verði keypt fyrir miklar fjárhæðir. Félags- samtök sjónvarpsnotenda em því alveg sjálfsögð og þau geta haft að- stöðu til að auðvelda fólki að eignast (Framhald á blaðsíðu 7) ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA ÍS- LENDINGUR I KANADA félögin starfi með ágætum um þessar mundir. Flest þjóðrækn- isfélögin eru tengd í eina heild og hefur það mikla þýðingu. Blaðaútgáfan ykkar? í blaðaútgáfunní eru fjárhags legir erfiðleikar. Kostnaður hef ur vaxið mikið í útgáfu viku- blaðsins Lögberg—Heims- kringla, en tekjurnar ekki að sama skapi. Það er auðskilið, að þá verða erfiðleikar. íslenzka ríkisstjórnin hefur veitt okkur árlegan stuðning til útgáfustarf seminnar. Þegar vikublöð voru flest í Winnipegborg, voru þau 38, sem hin ýmsu aðfluttu þjóð- arbrot gáfu út, auk þess voru svo dagblöðin. Eins og nærri má geta voru auglýsendur treg ir, kostnaðarins vegna, að setja auglýsingar í öll blöðin, en með því þótti fullu hlutleysi þjónað! Þið fáið fáa innflytjendur á síðari árum? segir Grettir Leó Jóliannsson ræðismaður GRETTIR LEÓ JÓHANNS- SON, ræðismaður íslands í Manitoba og fleiri fylkjum Kanada, var nýlega á ferð hér á landi og dvaldi á Akureyri hvítasunnudagana, nýkominn frá Spáni og fleiri suðlægum löndum, ásamt Dorthy konu sinni. Árni Bjarnason bókaút- gefandi lét leiðir okkar mætast til viðræðna stundarkorn og fer viðtal okkar hér á eftir. En áður en ræðismanninum er gefið orð ið, er rétt að minna lesendur á, að Grettir L. Jóhannsson er Húnvetningur að ætt en búsett ur í Winnipeg. Foreldrar hans fluttu vestur árið 1900. Faðir hans, Ásmundur Jóhannsson, hafði ungur lært smíðar og stundaði iðn sína vestra. Byggði hann fjölda húsa, seldi þau og varð efnaður. Hann var hinn mesti atorkumaður, bar heitar tiKinningar í brjósti til íslands og íslendinga austan hafs og vestan og vann sér m. a. til frægðar á efri árum, að gefa 50 þús. dollara til stofnunar kennarastóls í íslenzkum fræð- um við Manitóbaháskóla, enn- frémur var hann frumkvöðull í mikilvægri þátttöku Vestur-ís- lendinga í stofnun Eimskipa- félags íslands á sínum tíma og hann var kunnur fyrir störf sín í bindindismálum. Móðir Grettis ræðismanns og þeirra systkina fleiri var Sig- ríður Jónasdóttir. Ásmundi, manni hennar var af íslands hálfu sýndur hinn mesti sómi, svo sem í orðuveitingum og á annan hátt. Sonur þeirra, Grettir ræðismaður, var að sjálfsögðu kanadískur þegn, en dvaldi hér á landi við ýmis- konar störf um og eftir 1930. Hann hefur á margan hátt fetað í fótspor föður síns. Mikill ís- landsvinur er hann og einn af áhugasömustu stuðnings- og stjórnarmönnum Þjóðræknis- félagsins vestra, var áratugi í blaðstjórn Lögbergs og beggja blaðanna eftir að þau voru sam ' einuð og vinnur stöðugt að ýmiskonar félagsmálum íslend- inga vestra. Hann var sæmdur stórriddarakrossi hinnar ís- lenzku Fálkaorðu 1951. Ræðis- maður íslands í Winnipeg hef- ur hann verið síðan 1942. Grettir L. Jóhannsson er þétt ur á velli og mun einnig þéttur í lund, rólegur í fasi, skarp- greindur og talinn hinn bezti drengur og ætíð fús að greiða götur manna. Hann vekur traust við fyrstu kynni. — Hefst nú viðtalið. Hvaðan ertu upprunninn? Forfeður mínir, hið næsta, bjuggu m. a. á Haugi og Staðar bakka í Miðfirði, en foreldrar mínir fluttust vestur aldamóta- árið. Ég fæddist 6 árum síðar, og á heima í Winnipeg, sem er fjöhnennasta borg Islendinga, utan Reykjavíkur. En síðan 1875 hafa íslendingar verið þar í borg. Þar eru fjölmargir af ís- lenzkum ættum, eins og gefur að skilja. Þjóðræknisfélög munu vera allmörg vestra? Þau eru eiginlega allsstaðar þar sem fólk af íslenzku bergi brotið býr. Römm er sú taug o. s. frv. Því var spáð 1912, að íslendingar yrðu horfnir í þjóða hafið eftir fimm ár. Þetta hefur ekki orðið. Fjöldi manna vinn- ur af áhuga að því að treysta frændsemis- og vinaböndin. Ég veit ekki betur en þjóðræknis- Já, og þar skilur á milli fs- lendinga og margra annarra. Við höfum ekki fengið nýtt blóð að heiman, en það hafa mörg önnur þjóðarbrot fengið. Er gott að vera íslendingur í Kanada? Já, mjög gott. Frumbyggjarn ir, sem komu fátækir frá ís- landi, lögðu á það megin áherzlu að mennta börn sín, þótt fjárhagurinn leyfði það sjaldnast. Þeim var þetta ríkt metnaðarmál og hreint kapps- mál. Synir landnemanna urðu því margir vel menntaðir og á mörgum sviðum og komust til mannvirðinga og áhrifa. ís- lenzka þjóðarbrotið fékk gott orð. Það orð komst á, að ís- lendingar gengu aldrei á bak orða sinna. Það er sannarlega gott að vera af því bergi brot- inn, en það eigum við feðrun- um mest að þakka, það vil ég sérstaklega taka fram. Á síðari árum hafa ferðalög (Framhald á blaðsíðu 7). Dorothy og Grettir L. Jóhannsson. (Ljósm.: E. D.) KVEÐJUORÐ sínum um skeið, en brátt hlóð- ust á hann mörg trúnaðarstörf. Hann varð oddviti Hríseyjar- hrepps, hreppstjóri, sýslunefnd armaður og hafði með höndum fleiri störf fyrir sveitarfélagið um áratugi, ennfremur var hann lengi símstöðvarstjóri. — Eftirlifandi kona hans er Lára Sigurjónsdóttir, ættuð af Ár- skógsströnd. Þorsteinn Valdimarsson var um margt sérstæður maður, hið mesta ljúfmenni í viðkynningu allri, blandaði glöðu geði við marga og var vinsæll, enda prúður maður og velviljaður, en jafnframt lét hann sér mjög annt um þau störf, sem honum var trúað fyrir og stóð vel í ístaðinu fyrir íbúa Hríseyjar. Þorsteinn Valdimarsson var jarðsunginn í Hrísey 1. .júní og var það ein fjölmennasta jarðar för, er þar hefur fram farið. Hreppsfélagið óskaði að kosta útförina í þakkarskyni fyrir vel unnin störf. Um leið og Dagur sendir ást- vinum hans samúðarkveðjur, þakkar hann góða fréttaþjón- ustu Þorsteins um árabil og ánægjuleg viðskipti. E. D. ÞORSTEINN Valdimarsson í Hrísey andaðist í Hveragerði 22. maí, en hann dvaldi þar um tíma að ráðleggingu læknis, sér til hvíldar og hressingar. En hann átti við vanheilsu að stríða síðustu misserin. Þorsteinn fæddist í Litla-Ár- skógi á Árskógsströnd 3. des- ember árið 1903 en fluttist ung- ur með foreldrum sínum til Olafsfjarðar en um fenningar- aldur til Hríseyjar og átti þar heima til dauðadags. Hann stundaði útgerð með bræðrum S Guðmundur B. Árnason KVEÐJUORÐ GUÐMUNDUR Björn Árnason Bjarmastíg 11, Akureyri and- aðist á Fjórðungssjúkrahúsinu 25. maí og var jarðsunginn 1. júní að viðstöddu fjölmenni. Hann var N.-Þingeyingur, fædd ur í Ærlækjarseli í Axarfirði 15. október 1873. Hann hóf bú- skap í Lóni með föður sínum en var síðan 15 ár bóndi í Þór- unnarseli og síðan á fleiri stöð- um, var hreppstjóri í Keldu- hverfi að föður síninn látnum en fluttist til Akureyrar 1921 og varð ári síðar bæjarpóstur og hafði það starf með höndum í 20 ár en vann síðar skrifstofu- og afgreiðslustörf á meðan heils an leyfði. Á efri árum skrifaði hann margt bæði í blöð og tíma rit og var pennafær í bezta lagi, áhugamaður um almenn mál, skarpgreindur og einarður. — Kona Guðmundar var Svava Daníelsdóttir og áttu þau þrjú börn og eru tvo þeirra, Jón og Sigurveig, búsett á Akureyri, en Árni, læknir, í Reykjavík. Guðmundur B. Árnason var stór maður vexti, fríður og karl mannlegur í senn, traustur mað ur í orði og verki, mikill veiði- maður og frábær skytta á yngri árum, náttúruunnandi og sam- einaði margt það bezta í orði og athöfn, sem prýtt hefur mæt- ustu íslendinga fyrr og síðar. Dagur þakkar löng og góð viðskipti við hinn látna heiðurs mann og kveður hann með þökk og virðingu. E. D. Handrit Gautrekssögu fóru víða se"ir skozki fræðimaðurinn Michael Chesnutt MÆLT ER, að flestir ungir fíkotar séu miklir knattspyrnu- menn, en undantekningar finn- ast ætíð frá reglunni. Hér á landi hefur dvalizt um skeið, ungur Skoti, sem aðra íþrótt stundar. Hann heitir Michael Chesnutt og er lektor í Dublin á írlandi. Hann nam forn-ís- lenzkar bókmenntir við Oxford háskóla hjá Gabríel Turville- Petre prófessor. Og hinn ungi fræðimaður hefur undanfarna mánuði dvalið í Árnasafni í Kaupmannahöfn og nú síðast á Landsbókasafninu í Reykjavík, en kom hingað snögga ferð um hvítasunnuna til að sjá Noi'ður- land. Michael Chesnutt er fædd ur í Edinborg en er í aðra ætt- ina írskur, grannvaxinn og snar legur, skarpur í hugsun, fríður sýnum, skilur hvert orð í forn- sögum íslenzkum og flest þau, sem síðan hafa verið tekin í málið, en er óvanur að tala ís- lenzkuna. Þegar vel liggur á honum, þylur hann mergjaða kafla fornsagnanna á ágætu máli. Dagur bað lektorinn að svara nokkrum spurningum, sem vera mætti að lesendum Dags þætti forvitnilegt að fá svör við. Fer viðtalið hér á eftir. Ilvers vegna að lesa forn- íslenzku við Oxfordháskólann? Það er venja við Oxfordhá- skóla, að nema forn-íslenzk fræði með miðaldaensku. Ég fór í það enskunám og hlaut því að taka forníslenzkuna með. Guð- brandur Vigfússon samdi á sín- um tíma íslenzk-enska orðabók við Oxfordháskóla og norrænu- nám hefur lengi verið þar við skólann. Eldri menn munu e. t. v. minnast nafns Skotans Sir William Craigie, sem líka var kehnari í Oxford um langt skeið og gaf út hér á íslandi rit gerðir um rímur o. fl. í fótspor þessara manna fetar Turville Petre kennari minn. En hann dvaldi einmitt hér í Eyjafirði, bæði hjá Stefáni bónda Jóns- syni á Munkaþverá og séra Benjamín Kristjánssyni á Laugalandi og gaf út Víga- Glúmssögu. En sú saga var norðlenzk, eins og allir vita. Hverra erinda ertu koniinn hingað til lands? Þegar prófum í miðalda- ensku og íslenzkum fræðúm við Oxfordháskóla var lokið, sagði Turville Petre mér, að gott gæti verið að rannsaka Gaútreks- sögu, kanna aldur hennar og margt fleira, henni viðkomandi. Hann var þá að vinna að ágætri bók sinni um íslenzka og norska goðafræði, sem síðar köm út. Rannsóknir mínar á Gaútreks- sögu leiddu mig til íslands. Hvað er merkilegast við Gaut rekssögu? í Gautrekssögu er t. d.'þáttur um hin fornu blót, sem náuðsyn legt er að rannsaka eftir föng- um og er merkileg heimild. Turville Petre telur það nauð- synlegt rannsóknarefni, að kom ast eftir aldri sögunnar og að bera saman hin mörgu handrit, sem til eru, eins og áður segir. Hvar er Gautrekssagá skrif- uð? Það er ekki með fullú vitað, en Gautrekssaga og fylgisaga hennar, Hrólfssaga Gáutreks- sonar, eru oftast saman í hand- ritum og nefnast þá aðeins Hrólfssaga Gautrekssonar. Möðruvallaklaustursmáldagi skýrir svo frá, að eitt eintak þessarar sögu var þar til á mið- öldum meðal kirkjugripa. Hand rit af sögunni, sem enn er til í Árnasafni hefur verið skrifað af manni einum, sem skrifaði bi'éf o. fl. fyrir Hólabiskup í byrjun 16. aldar. Þetta handrit fór suð ur á land, sem arfur konu einn- ar, er þangað fluttist, þaðan síð ar til Vestfjarða, einnig sem arf ur konu, er vestur giftist. Þar fékk Árni Magnússon handritið og flutti það til Kaupmanna- hafnar. Mörg yngri handrit af þessum tveimur sögum, sem nú eru í Landsbókasafninu, eru héðan af Norðurlandi. Hvert liggur leiðin héðan? Til Færeyja, en þar ætla ég að safna efni í bókaskrá, sem ég einnig vinn að. En bókaskrá þessi fjallar um allt þáð, sem skrifað hefur verið um sam- band milli Kelta og norrænna manna á miðöldum. En ríkis- stjórn Irlands hefur veitt nokk- urn styrk til þessa verks. Með mér við þetta starf vinnúr Akur eyringurinn Davíð Erlingsson og skiptum við með okkur verk um. Margir hafa ritað um þessi mál, svo sem Christian Matras prófessor í Þórshöfn, Einar Ólaf ur Sveinsson prófessor í Reykja vík og Norðmaðurinn Carl Marstrander prófessor í Osló. Þetta á að létta fræðimönnum leitina að heimildum um sam- band Kelta og norrænna manna fyrr og síðar. Hafa norræn fræði Iengi ver- ið kennd í Dublin? Nei. Það eru aðeins fjögur ár síðan. Og það vildi svo til, að ég var fyrsti lektor þar, í þeim Michael Chestnutt. fræðum. Ég var eiginlega sóttur að prófborðinu, þegar leitað var að manni til þess starfs. Eru margir háskólar í ír.- landi? Aðeins tveir. En þeir eru Trinity College, Dublin, og the National Univercity of Ireland, en sá síðarnefndi er í þrem deildum: I Dublin, Cork og Galway, en þeim skóla eru um 10 þúsundir stúdentar í Dublin, auk hinna deildanna. En Trinity College er mun fámennari, 3—4 þús. nemendur. Hefur þú ferðazt eitthvað hér norðanlands? Lítið, vegna þess hve vegirn- ir eru vondir um þetta leyti. En ég fór þó að Munkaþverá þar sem munkaklaustrið var til forna og ók um sögusvið Víga- Glúms og skoðaði gömlu torf- kirkjuna í Saurbæ, ennfremur fór ég að Möðruvöllum í Hörg- ái'dal, hinu gamla menntasetri frá eldri og yngri tíma. I Amts- bókasafninu á Akureyri átti ég hinar ágætustu viðræður við Árna Jónsson bókavörð. Ég var kannski ofurlítið of snemma á (Framhald á blaðsíðu 7). Fátækramál fyrri tírna I GRÁGÁS, fyrstu lögbók ís- lands, er frá öndverðri 12. öld svo nefndur ómagabálkur. Þar er ákveðið, að frændur, er næst is stóðu hinum þurfandi skyldu, ef efni leyfðu, sjá fyrir ómög- um ættar sinnar, og færðist kvöðin á fjarskylda ættingja, ef þeir, sem næstir stóðu, voru ekki til þess færir. Brygðist þetta mun oft hafa verið gripið til þess, að láta þurfamenn ganga boðleið milli bæja og dvelja um tíma á hverjum stað. Dæmi veit ég til þess, að úrræði þessu var beitt fram á þessa öld. 1 lögbókinni Jónsbók frá 1281 er þurfamannaframfæri skipað með framfærslubálki. Ákvæði hans er svipaðs efnis og í Grá- gás. Þar er sá talinn fram- færslulaus, er engan átti þre- menning eða nánari skyld- menni og var þá hreppurinn skyldur að annast framfærsl- una. Það, sem hér er tilfært, er úr einu af erindum Ólafs Þor- valdssonar fræðimanns, sem hann hefur flutt í útvarp En nú kom fyrir, að hvort tveggja brást, bæði hreppurinn og ættingjarnir og fór þá stund- um svo, að viðkomandi varð förumaður eða förukona. Síðan fékk þetta fólk viðurnefnið um- renningar eða flakkarar og var heimilislaus ölmusulýður, oft til vandræða stundum beinlín- is illa liðið enda misjafn sauð- ur i mörgu fé. Þessi öreigastétt varð nokkuð fjölmenn einkum á harðinda- tímabilum eða eftir þau. Þetta göngufólk segir Ólafur, var orðið vandamál. — Hvað gerði svo þjóðfélagið til að bæta úr böli þessa fólks? Allt varð að koma frá þeim, sem betur voru á vegi staddir en þessir „guðs voluðu vesalingar". Árið 1096 kom Gissur ísleifs- son biskup á tíundarlögum, þar sem fjórði hluti skyldi renna til fátækra. Þá komu einnig til matargjafir, svo sem fátækra- hlutur í fiski úr thelgidagaróðr- um, í hvalreka o. fl. Allt það fé, sem fram var lagt til fá- tækra, brúa og kirkna, var kallað kristfé og það fé þurfti ekki að tíunda, eða telja fram. Þá þurfti heldur ekki að telja fram fé það sem lagt var fram til sæluskipa, en með því er átt við ferjuhald og var liður í hjálp við förufólk. Höfuðverkefni þess fjár, sem nefnt var Kristfé og menn greiddu og gáfu og þurftu ekki að borga tíund af, var hjálp við hina fátækustu í þjóðfélaginu. Um það fara prófessor Guð- brandi Jónssyni svo orð: „Fyrst eru samgöngubæturn- ar, þ. e. brýr, ferjur og búin (sálubú) og Kristfé. Hagræði vegfarandi manna af brúnum og ferjunum, hvort sem fátækir voru eða ekki, er augljóst, en að það var Guðs að þakka verk að koma á brú eða ferju byggist ekki á almennu umferða hag- ræði heldur af hagræði fyrir hina fátæku, fyrir förumenn- ina, göngumennina, flakkarana. Það eru því þeir, sem þurftu að komast áfram, þar sem afkoma þeirra veltur á því, að þeir geti gengið af bæ á bæ eftir ráð- stöfun hreppstjórnarmanna. — Þeir gengu, og er af því orðtaki ljóst, að þeir hafa almennt ekki haft reiðskjóta, og fyrir bragð- ið var þeim fyrirmunað að ríða stórvötnin. Tengslin milli brúa og ferju annars vegar og sælu- búa, sem drógu nafn af því, að þau voru gefin fyrir sálu gef- anda —og Kristbúa hins vegar, og að þetta voru liðir í einu kerfi, kemur Ijóslega fram í elzta Kristfjármáldaga, sem til er — máldaga sæluhússins á Bakka í Borgarfirði, sem síðar var nefndur Ferjubakki, vegna ferjunnar, sem þar var á Hvítá.“ Fleiri voru fátækra ferjur heldur en á Hvítá í Borgarfirði. Má þar til nefna ferju hjá Kot- ferju í Ölfusi, því í máldaga þeirrar ferju segir, að þar skuli flytja alla menn áleiðis, en af búpeningi og hrossum megi að- eins taka ferjutoll áf þeim, sem voru svo efnum búnir að geta 'borgað. Þá má nefna jörðina Ferjubakka í Öxarfjarðar- hreppi. Um þessa jörð segir í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns: „Þessi jörð hefur verið gefin og til flutnings lögð yfir Jökulsá í " fýrndinni með því skilyrði, að ábúandi hefði hér jafnan ferju, meðan ájn er þíð, og flytti ókeýþis fátæka menn alla, sem 'koma að austan og vestan.“ Fleiri jarðir mætti nefna, þar sem skylda hvíldi. á að halda við göngubrúm á smærri'áan og lækjum, til að greiða för um- ferðamanna, en því skal sléþþt að sinni. Hér hefur í stórum dráttum verið lýst annarri hlið á hlut- verki á þessari mjög svo merki- legu starfsemi fýrri aIda,"Kríst- fjárbúa sælu- eða sálubúa á- samt ferju- og brúarhaldi. Starfsemi þessa þáttar i Kristfjárflokknum, sem . að framan hefur að nokkru yerið rakinn, miðaði einkum að því að greiða för umferða fólks — flakkara milli sveita innan hér- aðs, landsfjórðunga — óg' um allt landið — og veita fólki þessu hús og mat eina eða fáar nætur án endurgjalds. Undir greiða þeim, sem við- komandi bóndi á jörð þeirri eða sælubúi, sem kvöð þessi hvíldi á, ag lét nefndu fólki í té, áttu að standa eignir þær eða hlunri- indi, sem sælubúunum fylgdu. Þetta fylgifé var oft æði mikið, og átti því að þola nokkra ánauð. T. d. á Ferjubakka í Borgarfirði, sem að framan er nefndur, fylgdi frá gefanda hálfu hvorki meira né minna en 20 kúgildi, þ. e. 10 kýr og 60 ásauða, eða 10 kúgildi. Undan þessum 20 kúgildum átti að fást á ári 40 fjórðungar smjörs, þ. e. 200 kg. Þess utan ér'Und- anrenna og áfir svo og .lömb ánna og ull. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum svipuðum. Á bóndanum hvíldi svo viðhalds- og endurnýjunarskylda. Ekki mun fyllilega Ijóst, hve lengi það fyrirkomulag hélzt, sem hér hefur verið að nokkru lýst. Þegar svo var. komið, að um- ferðafólk og aðrir þeir, sem ekki nutu frændsemi þeirra, sem betur voru stæðir, þá varð að sjá þessu frólki fyrir ein- hverjum samastað yfir lengri eða skemmri tíma. Það var meginhliðin á hlutverki Krist- fjárins. I þessum þætti er þess ekki kostur að í-ekja þær margvís- legu breytingar, sem urðu á málum göngufólks og annarra þurfamanna, eftir að sælubúin og Kristbúin lögðust niður, en féllu þá undir starfsemi hins almenna Kristfjár. Þeim fylgdi þó um sinn hin fyrsta kvöð, að ala skyldi þar ómaga einn eða fleiri að öllu eða einhverju leyti. Sú eldisskylda tók oft til, hvað eldið skyldi vera, og fór stundum eftir vinnugetu þess, er alinn var. Þá voru nefndir 6 álna ómagar, þriggja marka og hundraðs: ómagar. Fleira kom þar til, sem ekki verður rakið hér. Hér verður Iítil tilraun gerð til að rekja afdrif Kristfjárjarð- anna. Það er allflókið mál að rekja og langt og því varla á mínu færi. Til þess þó að skilja ekki svo við kafla þennan og það merka efni, sem hann að mestu er byggður af, þ. e. Kristfjárflokk- urinn með hans möx-gu afbrigð- um, þá set ég hér nokkur orð úr áðurnefndri greinargei’ð pró fessors Guðbrandar Jónssonar um þetta efni. Þar segir: „Það er þegar eftir siðaskipt- in Ijóst, að Kristféð er í heild úr sögunni og virðast Kristfjár- jarðirnar hafa runnið til kon- ungs með klausturs og biskups- stólafénu, enda þótt skotizt hafi undan fáeinar þeirra. Brúar- og ferjumál eru nú og komin undan góðvilja manna .í hendur hreppstjórum 1573. Ólafur Jansen Bagge fógeti á Bessastöðum er því í vandræð- um með ómagana og leggur til 1579, að stofnuð séu 4 fátækra- hæli sitt , hverjum landsfjórð- ungi.“ Þetta sagði prófessar Guð- brandur. Frá árinu 1592—1873 er sex: sinnum spurt opinbei'lega eftir Kristfjárjörðum. — Þetta voru. einkum höfuðsmenn og kon- ungur, sem spui'ðu um þetta og fóru fram á, a ð Kristfjárjarðir leggðust aftur til fátækra, er.. þetta mun lítinn árangur hafa borið, og hefur sennilega meii' vei'ið til málamynda gert en I fullri alvöru. Til skýringar framansögðu um afdrif Kristfjárjarða, sem vissa var fyrir að til voi'u fyrir siðaskipti en tala þeirra var þá eftir því sem n æst verður kom- izt eitt hundi'að og átta. Jarða- bækur þeirx-a Árna og Páls frá tveimur fyrstu tugum átjándu aldar----og Jarðabók Jóhnsens frá 1847 telja aðeins 9 jarðir með nafninu Kristfjárjarðir, og' munu flestar eða allar komið til eftir siðaskiptin. Margt fleira mætti segja mn •þetta forna og margþætta fyr- irkomulag fátækramála þess tíma, en hér skal nú brátt stað- ar nema. Ég vil þó, áður skilið er aci fullu við þetta, reyna að gera lítillega grein fyrir, hvernig Kristfé löngu liðinna alda varð einkum til, ásamt þeim ýmsu flokkum, sem þeim tilheyi’ðu. Megnið af Kristfénu voru dán- argjafir, oftast sálugjafir, þ. e. gefnar fyrir sálu þess eða þeirra, sem gáfu, eins konar fyrirframgreiðsla fyrir sæluvist, þegar héðan væri farið. Þess vegna voru mörg af þeim bú- um, sem reist voru að öllu eða nokkru af Kristfé oft nefnd sælu- eða sálubú. Það er vitað, að langflest af Kristfjárjörðum og öðru Kristfé var gefið fyrir siðaskipti, hvernig sem gefin hafa verið, og mun nafnið, sálugjafir, fara að verða fátíð- ara eftir að nokkuð kom fram yfir það tímabil, sem við siða- skipti er kennt. Þó hættu þess- ar gjafir ekki, þótt sálugjafa- nafnið yrði, þegar aldir liðu, æ fátíðara, en munu aðallega hafa gengið undii' nafninu dánar- gjafir, og hafa eitthvað tíðkazii fram á síðustu tíma. Framanskráð eru stuttir og styttir kaflar úr erindi Ólafs Þorvaldssonar um fátækramál fyrri tíma. En þau eru vissu- lega ekki úr sögunni þótt úr- bóta sé nú leitað með öðrum hætti. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.