Dagur - 06.06.1968, Page 8

Dagur - 06.06.1968, Page 8
SMÁTT OG STÓRT KETTIRNIR Margir hafa beðið blaðið að koma þeirri ósk á framfæri, að kattaeigendur gæti katta sinni vel, loki þá inni eða hengi bjöllu um háls þeirra á meðan varptími þrasta, auðnutittlinga og fleiri fugla er í bænum verpa, stendur yfir. Fuglar þess ir eru mjög mörgum kærir, bæði ungum og öldnum. Mörg barnstár hafa verið felld yfir því, er kettirnir drepa ófleyga unga við hreiðrin. VERNDUM VARPIÐ Varpið stendur nú sem hæst. í bæjarlandinu, í hólmum Eyja- fjarðar og við flugvöllinn, er nokkurt varp, bæði æðarvarp, gæsa, kríu, hettumávs o. fl. Á hverju vori laumast eggjaræn- ingjar í hólinana, þrátt fyrir nokkra viðleitni til verndar. Taka þarf mál þetta fastari tök- líklegt að þeir eignist hana í næstu framtíð. En sorpinu er ætlaður staður upp með Glerá og til umræðu að velja því ann- an stað. Hér sem annars staðar er sorphreinsun og sorpeyðing verulegur þáttur heilbrigðis- mála. Ber því að rækja þau vel, með aðstoð allra góðra manna, við þau skilyrði, sem við hæfi þykja á hverjum tíma. LEYSIR GÖTUSÓPARA AF HÓLMI Mikil göturyksuga bæjarins er komin og bíður þess að vera leyst úr álögum tilskilinna gjalda. Hún mun væntanlega leysa götusópara af hólmi að mestu leyti, ef hún vinnur þau verk, sem henni eru ætluð, þ. e. að hreinsa allar steyptar götur. Vonandi gerir hún það fljótar, ódýrar og betur en þeir, sem áður höfðu þessi störf með Tveir lukkuriddarar á Auslurlandi um í gæzlu, svo að engum geti höndum. liðist að fremja spellvirki í nátt úrunni um varptímann, hvorki JÓN KOMINN AF STAÐ Egilsstöðum 4. júní. ísinn er enn ó Reyðarfirði og Eskifirði og lokar siglingaleiðum. En sigl ingaleið er utan fjarðanna. Ekki er þó enn fært fyrir Langanes. Menn líta nú bjartari augum á framtíðina en áður, eftir þann góðviðriskafla, sem verið hefur undanfarið. Tún eru græn og næstum sauðgróður kominn í úthaga. En klaki er enn í jörð. Á laugardaginn var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri kirkju í Egilsstaðakauptúni. Gerði það biskupinn, herra Sig- urbjörn Einarsson, og flutti við það tækifæri snjalla ræðu. Þar söng kirkjukór Egilsstaðasókn- ar og séra Ágúst Sigurðsson las bæn. Kirkjunni var valinn staður á bjargi, samkvæmt boði Biblí- SAUÐBURÐUR GEKK I MJÖG VEL Stórutungu 4. júní. Sauðburður hefur gengið ágætlega og á sum um bæjum eru flestar ær tví- lembur. Gróðri hefur fleygt fram enda ágætis veður síðasta hálfan mánuð. Margar eða lík- lega flestar ærnar ganga enn á túnum en sauðgróður er að koma í úthaga. Vegir eru sæmilegir, eftir því sem hér gerist, og nú eru áburð arflutningar að hefjast. Þótt bændur séu ekki bjartsýnir, sem ekki er von, hefur góða tíðin sin góðu áhrif. Þ. J. unnar um þau hús, sem lengi eiga- að standa og þjóna eiga þörfu , og helgu hlutverki. Öll var. þessi. athöin hin hátíðleg- asta.. Brúnás.byggir kirkjuna í sumar og róðgert að hún verði komin, undir- þak í haust, ef guð og peningasjóðurinn lofar. Við bíðum eftir því með eftir væntirtgu,. að vita hvað verður ákveðið í raforkumálunum — hvort okkur verður fengið skott ið frá Þingeyingum austur yfir fjöll óg fýrnindi eða virkjað hér eystra. Ekki svo að skilja, að við höfum eitthvað út á Þing- eyinga að setja, heldur þá lausn raforkumála, sem kennd er við Laxá. Rafmagnsveitur ríkisins eru byrjaðar að leggja dreifilínur um Út-Fell. Ákveðið mun að virkja Smyrilsdalsá í Suður- sveit í ár. En sú virkjun var ákveðin í ráðherratíð Stein- gríms Steinþórssonar og efni ýmist komið á virkjunarstað (Framhald á blaðsíðu 7). ÍSINN FÆRIST NÆR LANDf Mikil ísbreiða sigldi inn Eyjafjörð i gær í SAMTALI við Veðurstofuna síðdegis í. gær, kom það fram, að ísinn hefur hvarvetna færzt nær Norðurlandir Mikil ísbreiða sigldi inn Eyjafjörð í fyrradag, frá Htítuni, á Skaga bárust þær frctt- ir.{ gær, að ísinn hefði færzt nær. Frá Hornbjargi sagði að vikur væru að fyifast af ís, við hafsbrún ■ yjtti.tsaptfelidaii: ís að sjá og mik- ill en súndurlaus ís á siglingaleið — fremur greið leið frá Bjargi og austur fyrir Geirólf. Við Langanes hafði siglinga- leið aklrei opnazt en talið fært fyrir Sléttu áður en norðanáttin kom. I gær var mikil þoka á þess- um slóðum og litlar fréttir bárust af ísnum. Sumir Austfirðir eru enn fullir af ís; Liklegt er talið, að norðanátt og kulda létti ekki í bráð. I fyrrinótt var víða mjög mikil rigning á Norðurlandi og sum fjöli gránuðu af' snjó. Vegir spillt- ust verulega. hér við Akureyri eða á öðrum stöðum. TÍMI HREINGERNINGA Samkvæmt fyrirmælum bæjar- yfirvalda ber mönnum að þrífa lóðir sínar hér í bæ þessa daga og hafa lokið því fyrir 10. júní. Þörf er slík viðleitni og áminn- ingar nauðsynlegar. Tveir sorp hreinsunarbílar eru stöðugt í gangi, ásamt nauðsynlegum starfsmönnum, og fjölmargir húsa- og lóðaeigendur flytja þess utan margskonar rusl á öskuhaugana. En stundum vill það við brenna, að ekki er nægi lega vel um þetta búið á bílun- um og hefur vegurinn til ösku- hauganna borið þess leiðinleg merki á stundum. ÖSKUHAUGAR Því miður eiga Akureyringar enga sorpeyðingarstöð og ekki Jón Kristjánsson, sem kunnur er af störfum sínum að fegrun og snyrtingu bæjarins, á veg- um Fegrunarfélagsins, er ný- lega kominn í bæinn, eftir langa og heilsusamlega dvöl í Hveragerði. Gengur liann nú tvíefldur til starfs og er það vel því margt þarf endurbóta við og einhver þarf að segja mönn- um til syndanna í fegrunarmál- ununi. ROÐFLETTUR SALTFISKUR Frá því hefur verið sagt, að Sovétmenn verki saltfisk á sér- stakan hátt og selji fyrir hátt verð á markaði í Suður-Evrópu. Norskur saltfiskur, veiddur á Grænlandsmiðum, komi ekki til greina á þeim markaði. Fyrir- tæki í Álasundi liefur keypfJ slíkan fisk af Sovétmönnum og sent suður á bóginn til sölu. (Framhald á blaðsíðu 7). Vinnuskóli verSur starfræktur í sumar Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI 30. maí sl. var kosin vinnuskóla nefnd og er henni ætlað að ráða bót á atvinnuleysi 13—15 ára unglinga eftir því sem fært reynist. í nefndinni sitja Jón Ingimarsson, Jónas Guðmunds- son garðyrkjustjóri og Tryggvi Þorsteinsson. Nefndin hefur kr. 300 til ráðstöfunar. Ákveðið er að reka hér vinnu skóla fyrir þessa aldurflokka um 10 vikna skeið og hefst hann væntanlega 18. júní. Skólinn mun taka um 60 ungl inga í vinnu og verður tilhögun Samvinnuhreyfing á síðari hluta 20. aldar Ráðstefna S.U.F. á Akureyri um helgina SAMBAND ungra Framsókn- armanna efnir til ráðstefnu á Akureyri dagana 8.—9. júní. Ráðstefnan fjallar um Sam- vinnuhreyfinguna á síðari hluta tuttugustu aldar og verða flutt erindi um ýmsa þætti þess efnis. Einnig munu fara fram viðræður við for- ystumenn samvinnuhreyfing- arinnar um störf og helztu vandamál hreyfingarinnar í dag. Þátttaka í ráðstefnunni er heimil öllu áliugafólki um samvinnumál. Fyrri dag ráðstefnunnar, laugardaginn 8. júní, mun Jakob Frímannsson, forstjóri KEA og stjórnarformðaur SÍS, flytja ávarp. Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri, flytur er- indi um Samvinnuhreyfing- una: Viðhorf og vanda á líð- andi stund. Indriði Ketilsson, bóndi á Ytra-Fjalli, fjallar um sögu Samvinnuhreyfingarinn- ar á íslandi og Erlendu rEin- arsson, forstjóri, flytur erindi um þróun samvinnustarfs með öðrum þjóðum. Halldór Ilall- dórsson, kaupfélagsstjóri á Vopnafirði, flytur erindi um framtíð kaupfélaganna. Á laug ardag verður einnig sérstakur viðræðutími, þar sem forystu- menn Samvinnuhreyfingar- innar, Jakob, Erlendur og Hjörtur munu svara fyrir- spurnum ráðstefnugesta um hina ýmsu þætti í starfi hreyf ingarinnar í dag og vandamál hennar. Síðari dag ráðstefnunnar, sunnudaginn 9. júní, mun Einar Olgeirsson, fyrrv. al- þingismaður, flytja erindi, Samvinnuhreyfing: þjóðfélags hugsjón og veruleiki, og Indriði G. Þorsteinsson, rit- stjóri, fjallar um félagslegt og menningarlegt hlutverk Sam- vinnuhreyfingarinnar. — Að þessum erindum loknum verða almennar umræður og málahópar munu fjalla um einstaka þætti ráðstefnuefnis- ins. Ráðstefnan verður haldin á Hótel KEA og hefst báða dag- ana kl. 9.30 árdegis. Þátttaka í ráðstefnunni er heimil öllu áhugafólki um samvinnumál og tilkynnist hún til skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykja vík eða til Svavars Ottesen á Akureyri. □ ÍÍÍ4ÍÍÍÍÍÍÍ5ÍÍÍÍÍSÍ<ÍÍ4ÍÍÍÍ4ÍÍÍ4ÍÍÍ4ÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍ4Í4ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ4ÍÍÍÍ4ÍÍÍ4ÍÍÍ4ÍÍÍÍÍÍÍÍÍ44ÍÍÍÍÍ4ÍÍÍÍ4ÍÍ4ÍÍ$Í4ÍÍ$Í4ÍÍÍÍ444ÍÍÍÍ«<SÍ4ÍÍÍÍÍ4ÍÍÍÍ^^ sú, að myndaðir verða tveir vinnuflokkar. Annar flokkur- inn vinnur frá kl. 8—12 f. h. en hinn frá kl. 1—5 e. h. Skipta þeir vikulega um vinnutíma. Með flokkunum verða tveir verkstjórar. Verkefnin vérða aðallega fegrun og hreinsun í bænum, auk þeirrar vinnu sem ef til vill má fá hjá ýmsum atvinnurek- endum. Ekki er gert ráð fyrir að unglingarnir gangi inn á al- mennan vinnumarkað nema (Framhald á blaðsíðu 7). SUNGIÐ í TJARNAR- BORG 0G MELUM KARLAKÓR AKUREYRAR syngur í Tjarnarborg í Ólafs- firði næsta laúgardag, 8. júní kl. 9 e. h. og á sunnudaginn, 9. júní á Melum í Hörgárdal á sama tíma. Söngstjóri er Guð- mundur Jóhannsson. Karlakór Akureyrar hefur ný lega haldið þrjár söngskemmt- anir á Akureyri við ágætar und irtektir fjölda áheyrenda. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.